Veiðiréttur í Víðidalsá boðinn út

Frá Snaghyl ofarlega í Víðidalsá. Hér er tekist á við …
Frá Snaghyl ofarlega í Víðidalsá. Hér er tekist á við lax. Áin verður nú boðin út frá og með sumrinu 2024. FB/​Víðidalsá

Veiðifélag Víðidalsár í Húnaþingi hefur ákveðið að bjóða út veiðirétt í Víðidalsá, Fitjaá og Hópinu frá og með árinu 2024. Samningur við núverandi leigutaka rennur út eftir næsta sumar og miðast útboðið því við sumarið 2024.

Björn Magnússon, formaður veiðifélagsins, staðfesti þetta í samtali við Sporðaköst og sagði að auglýsing þar sem óskað væri eftir tilboðum, birtist á allra næstu dögum.

Tilboðsfrestur rennur út laugardaginn 14. janúar klukkan 13 og verða tilboð opnuð í veiðihúsinu við Víðidalsá eftir að fresti lýkur.

Veitt er á átta stangir í Víðidalsá og Fitjaá og hefur áin átt misjöfnu gengi að fagna undanfarin ár, eins og flestar laxveiðiár á svæðinu. Töluverður bati varð þó í sumar sem leið þegar áin gaf 810 laxa.

Núverandi leigutakar hafa verið með ána frá sumrinu 2014. Starir ehf. hafa annast sölu og rekstur Víðidalsár í gegnum dótturfélag. Starir reka og selja veiðileyfi í Þverá og Kjarrá í Borgarfirði og Blöndu, svo einhverjar séu nefndar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert