Fyrsti vorlaxinn veiddist í ánni Tay í Skotlandi í gær. Þetta var fallegur 19 pundari og silfurbjartur með lús. Laxveiðin hófst í stærstu á Skotlands í byrjun viku. Við greindum frá opnuninni en enginn nýrenningur veiddist á opnunardegi.
Það var því mörgum gleðiefni þegar fyrsti vorlaxinn kom á land á Upper Scone svæðinu í Tay en það svæði þykir spennandi þegar kemur að fyrstu göngunum.
Það var á þriðja degi sem fyrsti vorlaxinn veiddist. Mikið vatn var í Tay og kalt. Nokkrir niðurgöngulaxar veiddust fyrstu tvo dagana en mörgum var það mikið gleðiefni þegar myndir bárust af fyrsta laxinum á þessari vertíð.
Þeir kalla þá „Springers“ eða vorlax, þó að þeir séu að ganga um hávetur. Fyrir okkur sem búum við mínus tíu gráður á Íslandi er það nafn í besta falli undrunarefni. Fjórir mánuðir eru í að fyrstu laxarnir gangi í íslenskar ár.
Það er hins vegar góðs viti að sjá fyrstu laxarnir eru farnir að ganga í Skotlandi. Sérstaklega á tímum þar sem þessi fiskur hefur átt mjög undir högg að sækja á öldinni. Hvort þetta veit á gott varðandi laxveiðisumarið í heild sinni, í Skotlandi eða á Íslandi er ómögulegt að segja en forvitnilegt verður að fylgjast með hvernig veiðin byrjar í Skotlandi. Margar á á Bretlandseyjum opna um mánaðamótin og þegar líður á febrúar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |