Fyrsti vorlaxinn veiddur í Skotlandi

Fyrsti laxinn úr Tay 2023. Fallegt eintak sem vigtaði 19 …
Fyrsti laxinn úr Tay 2023. Fallegt eintak sem vigtaði 19 pund. Hann veiddist á svæði sem kallað er Upper Scone. Ljósmynd/Stuart

Fyrsti vorlaxinn veiddist í ánni Tay í Skotlandi í gær. Þetta var fallegur 19 pundari og silfurbjartur með lús. Laxveiðin hófst í stærstu á Skotlands í byrjun viku. Við greindum frá opnuninni en enginn nýrenningur veiddist á opnunardegi.

Það var því mörgum gleðiefni þegar fyrsti vorlaxinn kom á land á Upper Scone svæðinu í Tay en það svæði þykir spennandi þegar kemur að fyrstu göngunum.

Það var á þriðja degi sem fyrsti vorlaxinn veiddist. Mikið vatn var í Tay og kalt. Nokkrir niðurgöngulaxar veiddust fyrstu tvo dagana en mörgum var það mikið gleðiefni þegar myndir bárust af fyrsta laxinum á þessari vertíð.

Þeir kalla þá „Springers“ eða vorlax, þó að þeir séu að ganga um hávetur. Fyrir okkur sem búum við mínus tíu gráður á Íslandi er það nafn í besta falli undrunarefni. Fjórir mánuðir eru í að fyrstu laxarnir gangi í íslenskar ár.

Silfurbjartur og lúsugur. Það er svakalegur sporður á þessum fiski. …
Silfurbjartur og lúsugur. Það er svakalegur sporður á þessum fiski. Fjölmargar ár á Bretlandseyjum opna um mánaðamótin og í febrúar. Ljósmynd/Stuart

Það er hins vegar góðs viti að sjá fyrstu laxarnir eru farnir að ganga í Skotlandi. Sérstaklega á tímum þar sem þessi fiskur hefur átt mjög undir högg að sækja á öldinni. Hvort þetta veit á gott varðandi laxveiðisumarið í heild sinni, í Skotlandi eða á Íslandi er ómögulegt að segja en forvitnilegt verður að fylgjast með hvernig veiðin byrjar í Skotlandi. Margar á á Bretlandseyjum opna um mánaðamótin og þegar líður á febrúar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert