Erfiðasti veiðiklúbburinn að komast í

101 sentímetri veiddur í Húseyjarkvísl 2015. Þetta er afar fallegur …
101 sentímetri veiddur í Húseyjarkvísl 2015. Þetta er afar fallegur vorfiskur og var ummálið 50 sentímetrar. Ljósmynd/Hörður Birgir

Það hefur verið nánast ógerningur að komast í flokk sem Sporðaköst leyfa sér að kalla 100/100 klúbbinn. Það eru veiðimenn sem hafa veitt bæði 100 sentímetra lax og sjóbirting af sömu stærð á Íslandi. Sem stendur vitum við bara um fjóra veiðimenn sem hafa náð að uppfylla inntökuskilyrðin. Þar af komust tveir í klúbbinn í þessum mánuði. Stækkandi sjóbirtingur gerir það að verkum að líkurnar hafa aukist á að ná þessum áfanga.

Sporðaköst hafa orðið vör við að mælingar á fiskum og metingur í þeim efnum fara í taugarnar á sumum veiðimönnum. Þeir geta hætt að lesa hér. Aðrir eiga von á áhugaverðri lesningu.

Fyrsti meðlimur klúbbsins sem við fréttum af er Theodór K. Erlingsson. Hann fékk hundrað sentímetra sjóbirting í Tungulæk fyrir tveimur árum. Í samtali við Tedda eftir að sá fiskur veiddist kom fram að útlendingur sem hann hafði verið með í leiðsögn sagði afar sjaldgæft að sami veiðimaður landaði bæði sjóbirtingi og laxi af þessari stærðargráðu. Þarna kom fyrst upp hugmyndin um 100/100 klúbbinn. Teddi hafði nefnilega landað 103 sentímetra laxi í Stekkjarfljóti í Laxá í Hrútafirði sumarið 2017.

Einn af nokkrum hundraðköllum sem Hörður Birgir hefur landað. Þessi …
Einn af nokkrum hundraðköllum sem Hörður Birgir hefur landað. Þessi mældist sléttur meter og er úr Húseyjarkvísl haustið 2017. Ljósmynd/Hörður Birgir

Næsti veiðimaður sem við fréttum af var veiðifélagi Tedda. Hafþór Hallsson. Hann landaði hundrað sentímetra sjóbirtingi í Tungulæk fyrr í mánuðinum. Sporðaköst greindu frá veiðinni og kom í ljós í spjalli við Hafþór að hann hafði veitt 102 sentímetra lax í Tunguá í Grímsá, sumarið 1993 á maðk. Kominn í klúbbinn. Félagsmaður númer tvö.

Sporðaköst auglýstu eftir fleirum sem væru gjaldgengir í þennan flokk. Ein ábending barst. Það var um að Hörður B. Hafsteinsson sem hefur alið veiðimanninn í Húseyjarkvísl hefði uppfyllt skilyrði um inngöngu. Þegar Sporðaköst náðu sambandi við hann, viðurkenndi hann að hafa veitt fiska af þessari stærðargráðu í báðum tegundum og þá báða í Húseyjarkvísl. Hörður er reyndar búinn að landa mörgum hundraðköllum í laxinum. Myndin sem fylgir fréttinni sýnir einn þeir en þessi veiddist 21. september 2017 og tók hálftommu Kolskegg. Sjóbirtingurinn veiddist tveimur árum fyrr. 24. apríl 2015 og eins og fyrr segir báðir í Húseyjarkvísl.

Maros segir að laxinn hafi fyrst dregið sig þrjátíu metra …
Maros segir að laxinn hafi fyrst dregið sig þrjátíu metra upp hylinn og svo 150 metra niður hylinn. Hann mældist 101 sentímeter og var veiddur á hásumri í Eystri - Rangá 2021. Ljósmynd/BHP

Sjóbirtingurinn sem mældist 101 sentímeter var hængur. Nokkru áður hafði Hörður spilað hrygnu í sama hyl en missti hana eftir drjúga stund. „Ég er svo handviss um að hún var töluvert stærri en náði því miður ekki að mynda hana,“ sagði Hörður í samtali við Sporðaköst. Í ljósi þessi að Hörður var fyrstur þeirra sem skipa klúbbinn til að veiða svo stóran sjóbirting mætti ætla að hann fengi stöðu heiðursforseta ef þessi klúbbur á annað borð kæmi einhvern tíma saman.

Fjórði meðlimurinn í klúbbnum er stórfiskahvíslarinn á Klaustri, Maros Zatko. Hann fékk 101 sentímetra lax í Hofsvaði í Eystri – Rangá 19. júlí 2021. Nýgenginn og silfurbjartan hæng. Maros hefur í nokkuð mörg ár átt sér þann draum að ná sjóbirtingi sem næði meternum. Hann er búinn að vera svo nálægt því svo oft. 99, 98 og 97 sentímetra birtingum hefur hann landað. En svo gerðist það loksins í Geirlandsá þann 10. apríl. Á sjálfan páskadag. Maros landaði 102 sentímetra sjóbirtingi og var þar með gjaldgengur í klúbbinn 100/100.

Tilfinningar báru Maros nánast ofurliði þegar draumurinn um 100 sentímetra …
Tilfinningar báru Maros nánast ofurliði þegar draumurinn um 100 sentímetra sjóbirtinginn rættist loksins og tveimur sentímetrum betur. Maros er nýjasti meðlimur 100/100 klúbbsins. Ljósmynd/Maros Zatko

Auðvitað hefur þessi klúbbur ekki verið formlega stofnaður nema þá með þessum skrifum. En við auglýsum aftur eftir veiðimönnum sem kunna að hafa afrekað þessa mögnuðu tvennu.

Bestu líkurnar eru að vori í einhverri af stóru sjóbirtingsánum og svo auðvitað hausthængarnir á fyrir norðan.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert