Mættur í höfuðborgina og í Blöndu

Blanda var virkilega veiðileg þegar Höskuldur tók þessa mynd síðdegis. …
Blanda var virkilega veiðileg þegar Höskuldur tók þessa mynd síðdegis. Allt er að verða tilbúið þar. Skiltin komin niður og stigarnir. Og það sem mestu máli skiptir, sá silfraði er mættur. Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson

Ánægjulegar fréttir bárust laxveiðimönnum í dag þegar löggiltur laxahvíslari Elliðaánna, Ásgeir Heiðar tilkynnti um fyrsta laxinn. „Þessi gaur stökk fyrir mig neðst á Breiðunni svo það fór ekkert á milli mála,“ skrifaði hann inn í Facebookhópinn Elliðaár.

Ekki síður góðar fréttir bárust frá Blönduósi í dag þegar Höskuldur Birkir Erlingsson lögreglu- og leiðsögumaður á svæðinu sá þrjá laxa í Blöndu í dag. „Blanda í fallegu vatni, örlítið græn en lítur vel út. Tveir flottir laxar íDammi suður, við stólpann, svona fyrir þá sem þekkja til,“ sagði Höskuldur í vídeói sem hann birti á samfélagsmiðlum síðdegis. Raunar bættist í sarpinn og þegar Sporðaköst höfðu samband við Höskuld hafði hann séð einn lax til og það í Holunni. „Hún er í fullkomnu vatni til að veiða Holuna,“ sagði Höskuldur. Ekki hefur heyrst af löxum í Vatnsdal, Víðidal eða Miðfirði en hefðbundið er að hann mæti fyrst í Blöndu. Það eru góðar fréttir að hann sé mættur þar. Blanda opnar á mánudag.

Ingvar Stefánsson með hæng sem hann veiddi í Urriðafossi í …
Ingvar Stefánsson með hæng sem hann veiddi í Urriðafossi í dag. Hann og félagar voru komnir með sex laxa um kvöldmat. Ljósmynd/Ingvar Stefánsson

Í Urriðafossi voru komnir sex laxar á land í dag um kvöldmatarleitið. Ingvar Stefánsson var einn þeirra sem var að veiða. Fyrsti laxinn í morgun mældist 69 sentímetrar og margir eru að velta fyrir sér hvort þetta séu smálaxar, þessir fiskar í kringum 70 sentímetrana eða litlir stórlaxar. Eins og Ingvar orðaði það. „Þetta eru vel haldnir fiskar en bara tíu sentímetrum of stuttir.“

Norðurá opnar á sunnudag og bíða margir spenntir eftir því hvað verður uppi á teningnum í Borgarfirði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert