Fimmti árgangur veiðileiðsögumanna

Útskriftarhópurinn 2023. 23 nemendur voru í skólanum í vetur og …
Útskriftarhópurinn 2023. 23 nemendur voru í skólanum í vetur og hafa þá samtals 120 veiðileiðsögumenn verið útskrifaðir á fimm árum. Ljósmynd/Reynir Friðriksson

Fimmti árgangur veiðileiðsögumanna var útskrifaður frá Ferðamálaskóla Íslands fyrir skemmstu. Nemendur í ár voru 23 og hefur skólinn þá útskrifað 120 veiðileiðsögumenn frá því að námið var kynnt til sögunnar. 

Reynir Friðriksson, margreindur leiðsögumaður og flugukastkennari leiðir námið, er nokkurs konar skólastjórigædaskólans, eins og hann er gjarnan kallaður. Reynir var að vonum stoltur þegar hann úrskrifaði fimmta hópinn. „Það er svo gaman þegar maður fer í eitthvað verkefni og sér það ganga upp. Einhverjir af þeim sem útskrifuðust núna hafa hugsað sér að fara út í leiðsögn en meirihluti nemenda kemur til okkar til að læra og næra í sér veiðibakteríuna,“ sagði Reynir í samtali við Sporðaköst, eftir útskriftina.

Lokakennslutundin var undir berum himni við Eystri - Rangá. Skólastjóri …
Lokakennslutundin var undir berum himni við Eystri - Rangá. Skólastjóri kennir hér réttu aðferðina. Ljósmynd/Reynir Friðriksson

Námið tekur á öllum hugsanlegur hliðum veiðileiðsagnar. Kennd er skyndihjálp, lestur á vatni, farið yfir fugla og fánu Íslands. Línufræði og silungsveiði skipuðu ríkari sess í vetur.

Konur hafa verið í miklum minnihluta í náminu og var það þannig í vetur. Í ljósi vaxandi áhuga kvenna á stangveiði er það eitthvað sem hlýtur að breytast.

Veruleg eftirspurn er eftir veiðileiðsögumönnum og er víðbúið að hún muni bara aukast þar sem þó nokkrar ár hafa tekið upp það fyrirkomulag að veiðimönnum er skylt að vera með leiðsögumanna. Viðbúið er að þeim ársvæðum eigi eftir að fjölga.

Hér er skólastjórinn sjálfur að leggja sig fram í kastkennslu. …
Hér er skólastjórinn sjálfur að leggja sig fram í kastkennslu. Einbeitingin er allsráðandi. Ljósmynd/Reynir Friðriksson

„Við höfum skemmt okkur vel í vetur. Það koma upp miklar nördapælingar í sumum kennslustundum og það er afskaplega gaman að því. Við bjóðum upp á fjölmarga fyrirlestra og þar fá verðandi leiðsögumenn fræðslu frá fólki með mikla reynslu. Það eitt og sér er ómetanlegt,“ upplýsti Reynir.

Útskriftin fór fram á bökkum Eystri – Rangár og þar var einkennisbúningurinn vöðlur og veiðigleraugu. Dagurinn byrjaði með köstum og kastkennslu sem skólastjórinn leiddi sjálfur.  Nemendur glönsuðu í gegn og ekki er vitað um fall í þessu fagi frá upphafi. Kennslan er greinilega markviss.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert