Lönduðu Evrópumeistaratitli í S–Afríku

Íslenska liðið í bláum jökkum, hreppti gullið og það með …
Íslenska liðið í bláum jökkum, hreppti gullið og það með nokkrum yfirburðum. Liðið skipuðu þeir Arnar Eyþórsson, Gunnar Jónsson og Skarphéðinn Ásbjörnsson sem jafnframt var liðstjóri og stigahæsti veiðimaður mótsins. Ljósmynd/EFSA

Íslendingar urðu hlutskarpastir á Evrópumóti í sjóstangaveiði sem haldin var í Suður–Afríku í lok nýliðinnar viku. Íslenska liðið skipuðu þeir Skarphéðinn Ásbjörnsson, Gunnar Jónsson og Arnar Eyþórsson. Keppnin að þessu sinni var svokölluðu Big Game keppni sem við þýðum sem stórfiskaveiði, og haldin á EFSA sem eru Evrópusamtök sjóstangaveiðimanna.

Íslenska liðið landaði átta guluggum eða yellowfin tuna og tryggði sér sigurinn með nokkrum yfirburðum, þar sem liðið í öðru sæti landaði fimm slíkum fiskum. 

Skarphéðinn Ásbjörnsson var liðsstjóri íslensku sveitarinnar og fór hann í fararbroddi sinna manna og varð stigahæsti keppandinn á mótinu með 130 stig. Tveir aðrir keppendur hlutu einnig 130 stig en þá er horft til þess hver landaði fyrsta fisknum og þar með var Skarphéðinn í efsta sæti.

Skarphéðinn og Arnar báðir með hann á í einu. Þeir …
Skarphéðinn og Arnar báðir með hann á í einu. Þeir lönduðu átta Yellowfin eða guluggum samtals. Gunnar var að þessu sinni á myndavélinni. Ljósmynd/Gunnar Jónsson

Stærstu fiskarnir sem íslenska sveitin landaði var í kringum áttatíu kíló og fengu bæði Skarphéðinn og Gunnar slíka fiska.

Keppnin fór fram frá Hout Bay og var veiðislóðin um 15 - 20 sjómílur vestan við Góðravonarhöfða. Upphaflega átti keppnisstaðurinn að vera Simons Town en vegna göngumynsturs guluggans var hún færð til Hout Bay. 

Yellowfin tuna eða gulluggi er túnfiskur og verður risavaxinn. Þessi …
Yellowfin tuna eða gulluggi er túnfiskur og verður risavaxinn. Þessi er virkilega verklegur og var metinn í kringum áttatíu kíló. Ljósmynd/Skarphéðinn Ásbjörnsson

Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill sem íslenskt lið vinnur í sjóstangaveiði utan íslensku lögsögunnar. Árin 1968 og 1974 unnu Íslendingar Evrópumót sem haldin voru hér við land. En langt er um liðið og eins og fyrr segir var þetta fyrsti titillinn sem vinnst utan Íslands.

Stigafjöldi íslenska liðsins var 360 en ekkert annað lið í keppninni náði 200 stigum og sigurinn því býsna öruggur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert