Greinar sunnudaginn 1. október 1995

Forsíða

1. október 1995 | Forsíða | 342 orð

Hvika ekki frá mynteiningu 1999

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evrópusambandsins (ESB), sem komu saman til helgarfundar í Valencia á Spáni, sögðu í gær að hvergi yrði hvikað frá því marki að koma á mynteiningu innan sambandsins árið 1999. Talsmaður ESB sagði að ráðherrarnir hefðu mælt einni röddu. Meira
1. október 1995 | Forsíða | 331 orð

Skriður kemst á friðarviðræður um Bosníu

RICHARD Holbrooke, friðarerindreki Bandaríkjanna í Bosníu, sagði í gær að hann hefði haldið sinn árangursríkasta fund með Bosníustjórn á föstudag og hélt af stað frá Sarajevo til Belgrad og Zagreb til að nýta sér það að skriður er kominn á friðarviðræðurnar. Meira

Fréttir

1. október 1995 | Innlendar fréttir | 500 orð

11,5 milljarðar til sauðfjárræktar

RÍKISSTJÓRNIN hefur veitt samninganefnd ríkisins í viðræðum við bændur umboð til að ganga frá nýjum búvörusamningi og verður samningurinn væntanlega undirritaður eftir helgina. Hefur ríkisstjórnin lagt fram fjárhagsramma fyrir nýjan samning og gerir hann ráð fyrir að rúmum 11,5 milljörðum verði varið til að styrkja sauðfjárrækt á fimm ára gildistíma samningsins. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 256 orð

20 metra skarð kom í hafnargarðinn í Keflavík

TUTTUGU metra skarð kom í gamla hafnargarðinn í Keflavík í gærmorgun í ofsaveðri sem þá gekk yfir sunnan- og vestanvert landið. Rafmagnsstaurar fyrir utan Hafnir brotnuðu og vegklæðning á veginum þaðan að saltverksmiðjunni flettist af. Þá fauk þakklæðning af íbúðarblokk á Keflavíkurflugvelli og talsvert var um tjón í kjölfar foks á lausamunum. Engin meiðsl urðu á fólki vegna óveðursins. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Af hverju frekar Hanstholm en Flateyri?

ALÞÝÐUBANDALAGSFÉLÖGIN Birting og Framsýn í Reykjavík gangast fyrir opnum fundi á Kornhlöðuloftinu, þriðjudaginn 3. október nk., og hefst hann kl. 20.30. Í fréttatilkynningu segir: "Á fundinum verður leitast við að svara þeirri spurningu, hvers vegna Íslendingar velji að vinna í fiski í Hanstholm í Danmörku á meðan félagmálaráherra auglýsir laus störf í fiskvinnslu víða um land, Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 231 orð

Börn eiga rétt að vita uppruna sinn

ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmaður barna, sendi í vikunni frá sér umsögn um fyrirliggjandi frumvarp til laga um tæknifrjóvgun þar sem fram kemur sú skoðun hennar að barn, sem getið er með, hvort heldur er, gjafasæði eða gjafaeggi, eigi skilyrðislausan rétt, þegar það hefur náð nægum þroska, til að vita hver sé raunverulegur uppruni þess, eftir því sem framast er unnt. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 278 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands fyrir vikuna 1. - 8. október: Sunnudagur 1. október. Dr. Eva Lundgren, prófessor við Félagsfræðideild Uppsalaháskóla, heldur fyrirlestur í boði Rannsóknarstofu í kvennafræðum. Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku og nefnist "Voldens ritualisering". Oddi stofa 101, kl. 16:00. Allir velkomnir. Mánudagur 2. október. Meira
1. október 1995 | Smáfréttir | 63 orð

EFNT verður til dansbúningamarkaðar í dag, sunnudagi

EFNT verður til dansbúningamarkaðar í dag, sunnudaginn 1. október í þeim tilgangi að auðvelda fólki sem tekur þátt í danskeppnum og sýningum að fá búninga. Markaðurinn verður í Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar, Auðbrekku 17, sunnudaginn 1. október milli kl. 14 og 17. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 176 orð

Einvígið á Alnetinu

HÆGT er að fylgjast með leikjum í heimsmeistaraeinvíginu í skák milli Kasparovs og Anands í New York jafnóðum og meistararnir leika leikjum sínum, með því að vera tölvutengdur Alnetinu. Þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að fylgjast með heimsmeistaraeinvígi með þessum hætti. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 385 orð

Fá 40 þúsund í makalífeyri eftir 10 daga þingsetu

ALÞINGISMENN, sem setjast inn á þing í tvær vikur, öðlast rétt til 40 þúsund króna makalífeyris á mánuði. Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hefur ítrekað bent á það ósamræmi sem er á milli ellilífeyrisréttar og makalífeyrisréttar þegar um varaþingmenn er að ræða. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

Ferðamálaráðstefna 1995 í Eyjum

FERÐAMÁLARÁÐSTEFNA Ferðamálaráðs Íslands 1995 verður haldin í Vestmannaeyjum dagana 5. og 6. október nk. Flutt verða framsöguerindi um umhverfismál og fjárfestingar í ferðaþjónustu auk þess sem fólki gefst kostur á þátttöku í umræðuhópum. Þá verða umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs veitt í fyrsta sinn á ráðstefnunni. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 413 orð

Friðarskref íMið-Austurlöndum STÓRT skref var s

STÓRT skref var stigið í átt til friðar í Mið-Austurlöndum þegar Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO), komu saman í Washington og undirrituðu samkomulag um sjálfstjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum, sem hefur verið á valdi Ísraela frá árinu 1967. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

Fyrirlestur um heimilisofbeldi

OPINN fyrirlestur verður haldinn í Norræna húsinu mánudaginn 2. október kl. 16. Dr. Marianne Hester, lektor í háskólanum í Bristol í Englandi, heldur fyrirlestur á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar um: Heimilisofbeldi og ákvörðun um forsjá og umgengni barna. Fyrirlesturinn byggir m.a. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 649 orð

Helsta verkefnið að styðja menntun barna í Súdan

ÁRLEG fjársöfnun á vegum Hjálparstarfs aðventista hófst á suðvesturhorni landsins í gær og stendur söfnunin til 15. október. Að sögn Stellu Leifsdóttur, sem hefur umsjón með söfnuninni, munu á bilinu 50-100 sjálfboðaliðar ganga í hús daglega með sérmerkta söfnunarbauka og biðja almenning um aðstoð, en bæði heimili og fyrirtæki verða heimsótt. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

KR-ingar rotaðir í Liverpool

FJÓRIR úr stuðningsmannahópi KR, sem fylgdi liðinu í Evrópuleikinn gegn Everton, lentu í slagsmálum á skemmtistaðnum Buzz í Liverpool aðfaranótt föstudags. Þrír þeirra voru rotaðir og tveir fluttir á sjúkrahús. Enginn er þó alvarlega slasaður, en töluverðir áverkar á andlitum þeirra. Meira
1. október 1995 | Smáfréttir | 30 orð

MÁLÞING um þjóðarátak í atvinnu- og launamálum verður á Hótel

MÁLÞING um þjóðarátak í atvinnu- og launamálum verður á Hótel Borg mánudaginn 25. september kl. 14. Frummælendur verða nokkrir lykilmenn úr íslensku atvinnulífi og fulltrúar aðila vinnumarkaðarins. Fundurinn er opinn öllum. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 149 orð

Nýr kór og kórstjóri Vídalínskirkju

NÝR KÓR hefur hafið göngu sína í Garðabæ. Hann hefur hlotið nafnið Kór Vídalínskirkju og leysir Kór Garðakirkju af hólmi. Stjórnandi hins nýja kórs er Gunnsteinn Ólafsson. Hann mun jafnframt sjá um orgelleik við helgiathafnir í Vídalíns- og Garðakirkju. Á efnisskrá Kórs Vídalínskirkju í vetur verða kórverk frá ýmsum tímum. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 252 orð

Nærri 90% matvöruverslana verða með

KAUPMANNASAMTÖKIN, Hagkaup og Samvinnuverslanirnar hafa sett á stofn Umhverfissjóð verslunarinnar. Aðild að sjóðnum eiga um 130 verslanir út um allt land, en þær eru 85-90% af matvöruversluninni í landinu. Að sögn Björns Jóhannssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins, er áætlað að tekjur sjóðsins verði 30-40 milljónir á ári. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 125 orð

Samningaviðræður hefjist

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir mikilvægt að samninganefndir ríkisins og flugumferðarstjóra hefji viðræður að nýju og freisti þess að ná samningum. Hann segist vona að uppsagnir flugumferðarstjóra tefji ekki viðræðurnar. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 386 orð

Stefnt er að verulegri fækkun fasteigna í ríkiseigu

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir stefnt að því að fækka fasteignum í eigu ríkisins. Þegar séu komnar fram tillögur um að fækka embættisbústöðum. Fram hefur komið að ríkissjóður á 650 einbýlishús og er fasteignamat þeirra 7,3 milljarðar króna. Rúmlega 400 þeirra eru embættisbústaðir. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 358 orð

Stjórnmálamenn eiga ekki að skapa óróleika

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að hann sé fullkomlega sammála þeim orðum Benedikts Davíðssonar, forseta ASÍ, í Morgunblaðinu í gær, að það sé óþolandi að stjórnvöld skapi þær aðstæður að það kunni að verða ófriður á vinnumarkaði þrátt fyrir að lögformlegir kjarasamningar séu í gildi. Meira
1. október 1995 | Innlendar fréttir | 396 orð

Vetrarstarfið í Áskirkju

Vetrarstarfið í Áskirkju SUNNUDAGINN 1. október hefst vetrarstarf Áskirkju. Breytist þá messutíminn frá því sem var í sumar og verða guðsþjónustur kl. 14 hvern sunnudag í vetur en barnaguðsþjónustur alla sunnudaga kl. 11, segir í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist. Meira
1. október 1995 | Erlendar fréttir | 637 orð

Örlar á stöðugleika í rússnesku efnahagslífi

EFNAHAGSHORFUR virðast nú fyrsta sinni vera að vænkast í Rússlandi frá því að Sovétríkin liðu undir lok árið 1991. Efnahagslífið hefur verið mjög bágborið síðan, en nú hefur verðbólgan hjaðnað, stjórn náðst á fjárlögum og Seðlabankinn er hættur að prenta peninga í gríð og erg þannig að gengi rúblunnar er að verða stöðugt eftir að hafa fallið jafnt og þétt. Meira
1. október 1995 | Smáfréttir | 12 orð

(fyrirsögn vantar)

1. október 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

(fyrirsögn vantar)

SJALDSÉÐUR fiðraður gestur sást nýlega á Seljalandi undir Eyjafjöllum. Þar var á ferðinni gjóður, sem er lítil arnartegund, sem verpir aðallega í Norður- Evrópu. Hann hefur sést hérlendis annað veifið, en skráð tilfelli eru þó innan við 20. Meira

Ritstjórnargreinar

1. október 1995 | Leiðarar | 621 orð

HÆRRI RAUNVEXTIR EN Í IÐNRÍKJUM

LEIDARI HÆRRI RAUNVEXTIR EN Í IÐNRÍKJUM IGURÐUR B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar Íslandsbanka hf. skrifar grein í viðskiptablað Morgunblaðsins sl. fimmtudag, þar sem hann sýnir fram á, að raunvextir hér eru nú umtalsvert hærri en í iðnríkjunum. Í upphafi greinar sinnar segir Sigurður B. Meira
1. október 1995 | Leiðarar | 1805 orð

REYKJAVIKURBREF BARÁTTA fyrir breytingum í þjóðfélagsmálum er yfirleit

BARÁTTA fyrir breytingum í þjóðfélagsmálum er yfirleitt mjög hörð og óvægin. Fyrr á öldum var hún gjarnan háð með ofbeldi og umbætur knúnar fram með uppreisn almúgans gegn ríkjandi valdahópum og það gerist að sjálfsögðu enn víða um heim, þótt það eigi ekki lengur við í næsta nágrenni við okkur Íslendinga. Meira

Menning

1. október 1995 | Fólk í fréttum | 57 orð

Allen í Feneyjum

WOODY Allen var nýlega staddur í Feneyjum, þar sem upptökur fóru fram á nokkrum senum nýjustu myndar hans, sem er söngva- og gamanmynd. Meðal leikenda í myndinni eru Julia Roberts, Goldie Hawn, Alan Alda og leikstjórinn sjálfur. Hérna sjáum við myndir af Allen með tveimur fögrum en ólíkum fljóðum, Soon Yi Previn og Juliu Roberts. Meira
1. október 1995 | Fólk í fréttum | 313 orð

Ákveðin og djörf

ÞAÐ ER erfitt að ímynda sér að nokkur dyravörður meini Natöshu Henstridge aðgang að skemmtistað. "Núna kemst ég inn hvar sem er," segir hún engu að síður, en hún er nýorðin 21 árs. Henstridge leikur í Tegund, eða "Species" sem frumsýnd var á Bretlandseyjum í gær. Meira
1. október 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Bók um norska málarann Odd Nerdrum

Í HEIMALANDI sínu Noregi er málarinn Odd Nerdrum þekktari sem "þekktur málari í útlandinu" en fyrir myndir sínar. Hann hefur iðulega komið fram í fjölmiðlum og gefið kjaftatífum eitthvað til að tala um. Myndirnar seljast hins vegar fyrst og fremst í Bandaríkjunum, því verð þeirra er löngu komið yfir það sem jafnvel hinir olíuríku Norðmenn geta leyft sér. Meira
1. október 1995 | Fólk í fréttum | 79 orð

Bræðrabönd

SIGURÐUR Haraldsson hrossabóndi á Kirkjubæ á sjö sonu. Þeir komu nýlega saman þegar einn þeirra, Hermóður, varð fimmtugur. Kátt var á hjalla og tveir þeirra, Þórhallur "Laddi" og Haraldur "Halli" fóru með gamanmál eins og þeim er einum lagið. Meira
1. október 1995 | Kvikmyndir | -1 orð

Fjórir dagar í Madisonsýslu

Leikstjóri: Clint Eastwood. Handrit: Richard LaGravenese byggt á sögu eftir Robert James Waller. Kvikmyndataka: Jack N. Green. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Meryl Streep. Warner Bros. 1995. Meira
1. október 1995 | Fólk í fréttum | 155 orð

Ósammála hjón

HJÓNIN Nicole Kidman og Tom Cruise eru ekki sammála um allt. Cruise hefur ekkert á móti því að Nicole sé á tökustað með börn þeirra þegar hann er að leika í kvikmynd. Sú var til dæmis raunin þegar hann lék í myndinni "Mission: Impossible" í London nýlega. Meira
1. október 1995 | Fólk í fréttum | 62 orð

Pitt gerir það gott

SEX MILLJÓNA-leikarinn Brad Pitt mætti á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, "Seven", í Lincoln miðstöðinni í New York. Hann fékk sex milljónir Bandaríkjadala fyrir leik sinn í myndinni, eða 396 milljónir króna. Pitt leikur lögreglumann á hælunum á raðmorðingja, en Morgan Freeman leikur félaga hans. "Við skemmtum okkur konunglega," segir Pitt um samstarfið við Freeman. Meira
1. október 1995 | Menningarlíf | 442 orð

Sjö í suðupotti

HINNI árlegu tónlistarhátíð samtakanna Ung Nordisk Musik lauk í Helsinki í Finnlandi í gær. Sjö íslensk tónverk voru valin til flutnings á hátíðinni og voru tónskáldin, sem eru af yngri kynslóðinni, öll viðstödd flutninginn. Meira
1. október 1995 | Menningarlíf | 266 orð

Sjötugasta starfsár Karlakórs Reykjavíkur

KARLAKÓR Reykjavíkur er að hefja sjötugasta starfsár sitt um þessar mundir. 3. janúar 1996 verða liðin 70 ár frá stofnun kórsins. Kórfélagar eru um 70 talsins og mikið og öflugt starf hefur verið í kórnum að undanförnu. Friðrik S. Kristinsson er söngstjóri og hefur hann stjórnað kórnum síðustu fimm árin. Meira
1. október 1995 | Menningarlíf | 46 orð

Sýningu Hönnu að ljúka

ÞESSA dagana stendur yfir málverkasýning Hönnu Bjartmars í Galleríi Álafossi. Sýningin hefur vakið athygli og eru sýningargestir orðnir vel á fimmta hundrað. Galleríið er til húsa í gömlu Álafossverksmiðjunni í Álafosskvosinni svokölluðu í Mosfellsbæ. Málverkasýningu Hönnu Bjartmars lýkur í dag, sunnudaginn 1. október. Meira

Umræðan

1. október 1995 | Velvakandi | 246 orð

Innheimta Gjaldheimtunnar GUÐMUNDA hringdi og vildi taka undir bréf

GUÐMUNDA hringdi og vildi taka undir bréf sem birtist í blaðinu sl. fimmtudag um innheimtu frá Gjaldheimtunni. Hún hefur ætíð borgað allar sínar skuldir þegar hún fær ellilífeyrinn, en í þetta eina skipti hafði hún ekki borgað greiðsluna því hún hélt að allar greiðslur til Gjaldheimtunnar væru greiddar. Meira
1. október 1995 | Velvakandi | 229 orð

Reiðhjól góður kostur

Reiðhjól góður kostur Pétri Magnússyni: ÉG ER einn af þeim sem kjósa að nota reiðhjól til að fara minna daglegu ferða. Á þessum daglegu ferðum mínum hef ég stundum orðið ýmist reiður yfir tillitsleysi bílstjóra í minn garð eða þá pirraður yfir því aðstöðuleysi sem mætir hjólreiðafólki hér í borg. Meira
1. október 1995 | Velvakandi | 307 orð

Ríkissjóður taki skuldirnar á sig

FYRIR nokkru kom það fram í sjónvarpinu, að til stæði að yfirvöld tækju sér það bessaleyfi, að fara í launaumslög manna, sem skulda skatta og barnsmeðlög, og taka þar alltað 75% af launum. Það er ekki um það spurt, hvort þolandinn geti lifað af því, sem eftir er, en það er með öllu ómögulegt. Þeirra bíður gatan með alla sína hörmungar göngu. Meira
1. október 1995 | Velvakandi | 190 orð

Stuðningsyfirlýsing

ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur um allangt skeið átt í innbyrðis erjum af ýmsum toga, sem vissulega hafa staðið því fyrir þrifum. Þessvegna var það mörgu Alþýðubandalagsfólki mikið gleðiefni þegar Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, lýsti því yfir á síðastliðnu ári, að hann myndi bjóða sig fram til formanns bandalagsins í því kjöri sem nú stendur fyrir dyrum. Meira
1. október 1995 | Velvakandi | 239 orð

Textaðar eða talsettar myndir?

MIG HEFUR lengi langað til að skrifa þér og láta álit mitt í ljós um talsettar myndir. Ég er nemandi í Vesturhlíðaskóla sem áður hét Heyrnleysingjaskólinn og er því mjög illa heyrandi. Ég hef mjög gaman af því að horfa á sjónvarpið en vandamálið er að margar góðar myndir eru talsettar með íslensku tali og gengur mér mjög illa að skilja þær. Meira
1. október 1995 | Velvakandi | 520 orð

UML fornmanns, sem fannst í Skriðdal fyrir skemmstu,

UML fornmanns, sem fannst í Skriðdal fyrir skemmstu, hefur valdið miklum vangaveltum landsmanna, í borg og bæ, innsveitum og útnesjum. Nema hvað? Hver var hann þessi tíundualdar höfðingi, heygður með hesti og hundi, spjóti og grýtu? "Böndin berast að Ævari gamla Þorgeirssyni, landnámsmanni í Skriðdal, sem uppi var á 9. og 10. Meira
1. október 1995 | Velvakandi | 395 orð

Vetrarstarfið í Áskirkju

Í DAG, 1. október hefst vetrarstarf Áskirkju. Breytist þá messutíminn frá því sem var í sumar og verða guðsþjónustur kl. 14 hvern sunnudag í vetur en barnaguðsþjónustur alla sunnudaga kl. 11. Í guðsþjónustunni á sunnudaginn syngur Ingibjörg Marteinsdóttir einsöng og Kirkjukór Áskirkju, sem í ár hefur starfað í þrjátíu ár, flytur "Þitt lof, ó, Drottinn vor" eftir Beethoven. Meira

Minningargreinar

1. október 1995 | Minningargreinar | 2943 orð

Guðbjartur Guðmundsson

Enginn fær flúið sitt skapadægur og við vitum það sem misst höfum þá sem okkur eru kærir, að alltaf kemur staðreynd dauðans jafn mikið á óvart og er okkur sem eftir lifum sama ráðgátan. Þrátt fyrir að okkur sé öllum ljóst, að við fæðumst með feigðaról um hálsinn. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 316 orð

GUÐBJARTUR GUÐMUNDSSON

GUÐBJARTUR GUÐMUNDSSON Guðbjartur Guðmundsson fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1920. Hann lést eftir erfiða sjúkralegu á deild 11­E á Landspítalanum 23. september síðastliðinn, 75 ára að aldri. Foreldrar Guðbjarts voru Dagbjört Grímsdóttir, húsfrú, f. 1. ágúst 1876, d. 21.maí 1950 og Guðmundur Guðmundsson, verslunarmaður og ekill, f. 9. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 427 orð

Guðmundur A. Erlendsson

Fallinn er frá einn af atkvæðamestu portrettljósmyndurum þessa lands eftir erfiða baráttu við þennan illvíga sjúkdóm, sem smátt og smátt endar aðeins á einn veg. Þegar ég heimsótti vin minn og samstarfsmann í stjórn Ljósmyndarafélags Íslands til fjölda ára þá sá ég að sjálfsögðu að ekki gat verið langt eftir. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 708 orð

Guðmundur Alfreð Erlendsson

Eitt af því fáa sem við mannanna börn vitum með fullri vissu er það, að einhvern tíma á lífsleið okkar, fyrr eða síðar, ber dauðinn að dyrum. Og enginn kemst nokkru sinni undan að hlýða kalli hans. En þótt við vitum þetta, kemur dauðinn okkur raunar alltaf á óvart. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 193 orð

GUÐMUNDUR ALFREÐ ERLENDSSON

GUÐMUNDUR ALFREÐ ERLENDSSON Guðmundur A. Erlendsson var fæddur í Reykjavík 11. maí 1921. Hann lést á Landspítalanum 23. september síðastliðinn. Hann var næstyngstur hjónanna Maríu Guðmundsdóttur, f. 24.9. 1883, d. 14.2. 1979, og Erlends Þorvaldssonar söðlasmiðs, f. 14.6. 1880, d. 21.9. 1938. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 112 orð

Guðmundur Alfreð Erlendsson Haustið er komið, og nú taka farfuglarnir sig upp og fara til fjarlægra landa, eins og hann faðir

Haustið er komið, og nú taka farfuglarnir sig upp og fara til fjarlægra landa, eins og hann faðir minn sem tekinn er frá okkur nú eftir erfið veikindi. Það er alltaf svo sárt að horfast í augu við veruleikann því að við viljum hafa þá sem okkur þykir vænt um sem lengst hjá okkur. Þótt pabbi sé látinn mun minningin um hann ylja okkur um ókomin ár. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 547 orð

Guðrún Ásbjörnsdóttir

Á morgun, 2. október, er hundrað ára afmæli heiðurskonunnar Guðrúnar Ásbjörnsdóttur. Á þeim tímamótum verður mér hugsað til upphafs okkar kynna fyrir um fimmtíu árum. Þá kom ég stundum á heimili hennar á Holtsgötu 6 í Hafnarfirði sem sendisveinn í verslun föður míns. Er mér minnisstætt hversu innilega Guðrún tók alltaf á móti mér, geislandi af góðvild og hjartans hlýju, sem hún er svo auðug af. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 1865 orð

GUÐRÚN ÁSBJÖRNSDÓTTIR

Fyrir 100 árum, hinn 2. október 1895, ríkti gleði í Ásbjarnarhúsi á Hellissandi. Fædd var lítil stúlka, sem fékk nafnið Guðrún. Allir foreldrar óska börnum sínum gæfu og langlífis, en fáum auðnast að lifa í heila öld og halda andlegu atgervi sínu og reisn sem elskuleg amma mín, sem ég vil hylla og heiðra með nokkrum orðum. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 160 orð

Hrefna Geirsdóttir

MÉR er bæði ljúft og skylt að rita nokkur kveðjuorð til Hrefnu Geirsdóttur, sem borin var til hinstu hvílu 22. september. Ég átti því láni að fagna að kynnast Hrefnu og fjölskyldu hennar 1957, þegar við Geir vorum bekkjarbræður í Verslunarskóla Íslands. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 23 orð

HREFNA GEIRSDÓTTIR

HREFNA GEIRSDÓTTIR Hrefna Geirsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 7. desember 1913. Hún lést í Borgarspítalanum 13. september síðastliðinn og fór útförin fram 22. september. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 489 orð

Mimmi Hovgaard

Mimmi Hovgaard, f. Midjord, var fædd í Færeyjum. Þar ólst hún upp við eftirlæti í glaðværum systkinahópi, dugnaðarstelpa, mikil handboltakona. Hún giftist landa sínum, Peter, dugmiklum sjómanni. Settust þau að á Íslandi árið 1958 með börn sín tvö, Torfinn og Solvu. Ári síðar fæddist þeim dóttirin Edna. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 496 orð

Mimmi Hovgaard

Þótt ævi Mimmi hafi verið fremur óvenjuleg og sorgleg er hún trúlega ekkert einsdæmi og ýmsir þurft að ganga í gegnum svipaðar eða sambærilegar raunir. Við tengdasonur, dóttir og sonarsonur hennar teljum enga ástæðu til að leyna sorgum hennar og neyð nú þegar hún er fallin frá 73 ára að aldri. Mimmi fæddist 7. apríl 1922 á Suðurey í Færeyjum. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 26 orð

MIMMI HOVGAARD

MIMMI HOVGAARD Mimmi Hovgaard fæddist á Suðurey í Færeyjum 7. apríl 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 29. ágúst síðastliðinn og fór útförin fram í kyrrþey. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 118 orð

Ólöf Sigurðardóttir

Vegna mistaka í vinnslu er hér birt aftur minningargrein um Ólöfu Sigurðardóttur og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Með þessu ljóði viljum við kveðja elsku frænku okkar, Ólöfu Sigurðardóttur, Lóló frænku eins og við kölluðum hana. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 23 orð

ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR

ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR Ólöf Sigurðardóttir var fædd í Reykjavík 22. nóvember 1947. Hún lést í Landspítalanum 17. september síðastliðinn og fór útförin fram 26. september. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 406 orð

Sigurbjörg Pétursdóttir

Mig langar til að minnast þín með örfáum orðum, frænka mín, nú þegar þú hefur kvatt þennan heim, eftir erfið veikindi um nokkurra ára skeið. Eins sterk tengsl og ég hef haft við Súgandafjörð alla tíð, er gott að minnast þess nú, að líklega áttir þú meiri þátt í að þau tengsl sköpuðust en margur annar, Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 77 orð

SIGURBJÖRG PÉTURSDÓTTIR

SIGURBJÖRG PÉTURSDÓTTIR Sigurbjörg Pétursdóttir var fædd á Laugum í Súgandafirði 30. mars 1924. Sigurbjörg lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 1. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Péturs Sveinbjörnssonar bónda þar og konu hans Kristjönu Friðbertsdóttur og ólst upp á Laugum í 12 systkina hópi. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 1702 orð

Vivan Hrefna Óttarsdóttir

Sunnudaginn 10. september bárust fréttir frá Sviss um skelfilegan dauða ungrar íslenskrar konu. Lýsingin gat átt við Vivan Hrefnu sem bjó á þessum slóðum. Kvíðinn óx innra með mér og þegar vinkona okkar hringdi til mín og tjáði mér að þetta væri hún, fékk ég högg í magann og skelfingin heltók mig. Meira
1. október 1995 | Minningargreinar | 31 orð

VIVAN HREFNA ÓTTARSDÓTTIR Vivan Hrefna Óttarsdóttir var fædd í Reykjavík 17. apríl 1956. Hún lést í Sviss 9. september

VIVAN HREFNA ÓTTARSDÓTTIR Vivan Hrefna Óttarsdóttir var fædd í Reykjavík 17. apríl 1956. Hún lést í Sviss 9. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 26. september. Meira

Daglegt líf

1. október 1995 | Bílar | 231 orð

13 þúsund manns á jeppasýningu

Á MILLI tólf til þrettán þúsund manns komu á árlega jeppasýningu ferðaklúbbsins 4x4 í Laugardalshöll um síðustu helgi. Það er öllu færri sýningargestir en var í fyrra. Hátt í 50 mikið breyttir jeppar voru þar sýndir en auk þess ýmiss konar búnaður til ferðalaga og útivistar. Hér segir frá nokkrum jeppanna í máli og myndum. Meira
1. október 1995 | Bílar | 423 orð

800.000 manns í Frankfurt

ALÞJÓÐLEGA bílasýningin í Frankfurt, sem lauk um síðustu helgi, dró til sín 15% fleiri gesti en þegar hún var haldin síðast, árið 1993. Alls sóttu um 800 þúsund manns sýninguna sem stóð í tíu daga. Það eru þó mun færri gestir en sóttu sýninguna 1991, skömmu eftir sameiningu þýsku ríkjanna, en þá var aðsóknin 935 þúsund manns. Meira
1. október 1995 | Bílar | 352 orð

Breyttur Fiesta með léttmálmsvél

FORD sýndi nýjan Fiesta á bílasýningunni í Frankfurt sem auk þess að vera breyttur í útliti er með nýrri 1,250 rúmsentimetra léttmálsvél. Þá verða í boði endurbættar vélar úr Fiesta-línunni og ný gerð gírskiptingar og kúplingar. Að utan er bíllinn kominn með sporöskjulaga grill sem einkennir alla Ford bíla, afturglugginn er stærri og afturlugtirnar breyttar. Meira
1. október 1995 | Bílar | 124 orð

Fleiri notaðir bílar til landsins

TALSVERÐ aukning hefur orðið á innflutningi notaðra bíla á þessu ári eða rúm 47%. Á tímabilinu janúar til ágúst í ár voru fluttir inn alls 317 notaðir bílar en á sama tíma í fyrra 215 bílar og er þá átt við allar gerðir. Meira
1. október 1995 | Bílar | 426 orð

Frægur í 15 sekúndur

Í BRESKA bílablaðinu Car er frásögn breska bíladellukarlsins James Ruppert af því þegar söngkonan Björk Guðmundsdóttir fékk lánaðan gerbreyttan Austin Healey árgerð 1970 þegar verið var að gera myndband við lag hennar Army of Me. Ruppert hafði breytt Austin Healey bíl sínum með því að sjóða á hann framendann af MG og setja í hann 1500 vél úr Triumph. Bílinn kallar hann Froskaugun. Meira
1. október 1995 | Bílar | 101 orð

Gamli gulur Morgunblaðið/Árni Sæberg MEÐ

MEÐAL sýningarbíla á jeppasýningu 4x4 í Laugardalshöll um síðustu helgi var þessi þriggja hásinga Willys jeppi sem gengur undir nafninu Gamli gulur. Bíllinn er af 1964 árgerð með 350 kúbiktommu Chevrolet vél, 300 hestafla, en kom á götuna svona breyttur síðastliðinn vetur. Gírkassinn er fjögurra gíra Chevrolet úr pallbíl og í honum er NP millikassi með aukaúrtaki. Meira
1. október 1995 | Bílar | 72 orð

Gizmo skellinöðrur

INGVAR Helgason hf. fékk nýlega fyrstu sendinguna af Gizmo skellinöðrum frá Indlandi. Salan hefur gengið vel að sögn starfsmanna Ingvars Helgasonar og nýlega var fyrsta hjólið afhent Ester Gísladóttur. Jafnt fullorðnir sem unglingar hafa keypt hjólin en verðið er 84.000 kr. Hjólin eru einföld í notkun og þau eru sjálfskipt. Á annan tug hjóla hefur verið sendur út á land. Meira
1. október 1995 | Bílar | 665 orð

Í Renault Magnum til Bouthéon

SÝNING var haldin á vörubílum, rútum og sendibílum ásamt margvíslegum búnaði tengdum slíkum ökutækjum í París um miðjan september. Í tengslum við sýninguna bauð Renault VI blaðamönnum í heimsókn til gírkassa- og strætisvagnaverksmiðju sinnar skammt frá Lyon. Segir hér af ferðinni þangað. Meira
1. október 1995 | Bílar | 742 orð

Nauðsynlegt að lækka meðalaldur hópferðabíla

MEÐALALDUR hópferðabíla á Íslandi er rúmlega 11 ár og hefur hækkað síðustu árin rétt eins og meðalaldur annarra atvinnubíla. Meðalaldur bíla sérleyfishafa er 10,63 ár og meðalaldur bíla hópferðamanna er 11,52 ár. Alls eru skráðir 578 hópferðabílar og eru 279 eða 48,2% 10 ára og eldri. Meira
1. október 1995 | Bílar | 109 orð

VW Polo Classic

SÁ bíll sem kom e.t.v. mest á óvart á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt, einkanlega vegna þess að ekkert hafði spurst út um tilvist hans, var VW Polo Classic. Polo Classic sker sig úr frá bræðrum sínum á þann hátt að hann hefur farangursrými sem tekur heila 455 lítra. Meira

Fastir þættir

1. október 1995 | Fastir þættir | 694 orð

Anand bjargaði erfiðri stöðu

11. sept.-13. október 1995 ANAND náði að halda jafntefli í erfiðu endatafli í tólftu einvígisskákinni við Kasparov á föstudagskvöldið. Þetta var afar mikilvægt fyrir Anand sem hafði tapað tveimur skákum í röð. Nú fær hann tvo daga til að jafna sig eftir þessa stormasömu viku í einvíginu. Eftir að átta fyrstu skákunum lauk með jafntefli hefur baráttan orðið æsifengin. Meira
1. október 1995 | Dagbók | 2647 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 29. september til 5. október að báðum dögum meðtöldum, er í Vesturbæjar Apóteki, Melhaga 20-22. Auk þess er Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
1. október 1995 | Dagbók | 146 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 1. október, er sjötugur Jón Ólafur Bjarnason, fjármálastjóri, Klettahrauni 23, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Þorgerður M. Gísladóttir, íþróttakennari. Þau eru að heiman. ÁRA afmæli. Meira
1. október 1995 | Fastir þættir | 140 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Húnvetni

Síðastliðið miðvikudagskvöld var spilaður eins kvölds tvímenningur hjá félaginu og var fremur fámennt en góðmennt. Efstu pör urðu: Skúli Hartmannsson - Eiríkur Björnsson117Hákon Stefánsson - Bergþór Ottósson101Grímur Guðmundsson - Valdimar Jóhannsson89Miðlungur84Miðvikudaskvöldið 4. október verður aftur spilaður eins kvölds tvímenningur. Meira
1. október 1995 | Fastir þættir | 163 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Hausttvímenningi félagsins var fram haldið 28. september. Hæstu kvöldskor hlutu: N/S riðill: Heimir Tryggvason ­ Árni Már Björnsson327Sigurður Ívarsson ­ Jón St. Ingólfsson311Þórir Magnússon ­ Einar Guðmannsson306 A/V riðill: Agnar Kristinsson ­ Hjálmtýr Baldursson327Elín Jóhannsdóttir ­ Hertha Þorsteinsdóttir314Ármann J. Meira
1. október 1995 | Dagbók | 230 orð

Eta eða éta - borða So. að eta (síðar

So. að eta (síðar éta) í íslenzku = taka til sín fæðu, snæða er ævaforn í germönskum málum, og má rekja feril hennar allt til indóevrópsku. Við þekkjum vel, að í ensku er so. eat, í þýzku essen og sænsku äta, svo að dæmi séu nefnd, allar af sama meiði og mælt mál meðal þessara þjóða. Hins vegar hefur orðið önnur þróun í ýmsum málum. Í dönsku hefur so. Meira
1. október 1995 | Fastir þættir | 92 orð

Ljósm. Harpa BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl.

Ljósm. Harpa BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Borgarkirkju á Mýrum af sr. Kristjáni Einari Þorvarðarsyni Dóra Sigríður Gísladóttir og Jakob Guðmundsson. Heimili þeirra er í Garðavík 9, Borgarnesi. Með þeim á myndinni eru börn þeirra Linda Björk, Viktor Ingi og Lilja Hrönn. Meira
1. október 1995 | Dagbók | 661 orð

Reykjavíkurhöfn: Í dag koma Viðey, Laxfoss, Reykjafoss, Írafoss

Reykjavíkurhöfn: Í dag koma Viðey, Laxfoss, Reykjafoss, Írafoss og japanski túnfiskveiðibáturinn Koei Maru II. Þá fer Demyansk. Á morgun komaJón Baldvinsson, Hvidbjörnen og Marmon. Hafnarfjarðarhöfn. Meira
1. október 1995 | Dagbók | 232 orð

Yfirlit: Um

Yfirlit: Um 500 km suðvestur af Reykjanesi er djúp og víðáttumikil nærri kyrrstæð 949 mb lægð sem fer að grynnast seint í dag. Milli Færeyja og Noregs er dálítill hæðarhryggur á austurleið. Spá: Austan- og norðaustanátt, stinningskaldi sunnan til á landinu en allhvasst eða hvasst norðan til. Meira
1. október 1995 | Fastir þættir | 75 orð

ÞEIR sem vilja fræðast um Finnland geta skrifað til þessarar 18 ára gömlu stúlku, sem hefur yndi af

ÞEIR sem vilja fræðast um Finnland geta skrifað til þessarar 18 ára gömlu stúlku, sem hefur yndi af náttúrunni, dýrum, tónlist og kappakstri: Titta Gisselberg, Rokisentie 99, 05200 Raramaki, Finland. Meira
1. október 1995 | Dagbók | 73 orð

(fyrirsögn vantar)

1. OKT. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Íþróttir

1. október 1995 | Íþróttir | 409 orð

Amokachi á batavegi DANIEL Amokachi

DANIEL Amokachi leikmaður Everton er á góðum batavegi eftir höfuðhöggið sem hann hlaut í leiknum gegn KR á fimmtudagskvöldið. Hann var léttur í lund í fyrradag og pantaði sér kínverskan mat á spítalann í heimsendingarþjónustu. "Hann [Amokachi] er væntanlegur út af spítlanum á næstu dögum. Meira
1. október 1995 | Íþróttir | 176 orð

ERIC Cantona

ERIC Cantona franski landsliðsmaðurinn hjá Manchester United, verður með félaginu í opinberum leik í dag í fyrsta skipti síðan 25. janúar, en í gær rann út keppnisbann sem hann var settur í eftir árás á stuðningsmann Crystal Palace. Meira
1. október 1995 | Íþróttir | 920 orð

Íslensku "útlendingarnir" óánægðir með stöðu sína gagnvart landsliðinu

ÞRÁTT fyrir góðan árangur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum í sumar hefur verið nokkur umræða um val á landsliðinu sem keppti á heimsmeistaramótinu í Sviss. Eins og gengur sýnist sitt hverjum en ekki má gleyma því að öll málefnaleg umræða á þessum vettvangi er af hinu góða og nauðsynleg. Meira
1. október 1995 | Íþróttir | 162 orð

Pehkonen tók við af Ólafi

Áaðalfundi Íþróttasambands fatlaðra á Norðurlöndum (Nord HIF), sem fram fór á Hótel Loftleiðum um síðustu helgi, lét ÍF af formennsku og yfirumsjón samtakanna en skrifstofa Nord HIF hefur verið á Íslandi frá árinu 1993. Ólafur Jensson, formaður ÍF, hefur verið forseti Nord HIF sl. þrjú ár en við embættinu tók Arto Pehkonen, formaður Íþróttasambands fatlaðra í Finnlandi. Meira

Sunnudagsblað

1. október 1995 | Sunnudagsblað | 741 orð

300 milljón ára mannvera

KUNNINGI minn tjáði mér nýlega að deila um silfursjóð Miðhúsa stæði um það að einn eða fleiri gripanna hefur verið bræddur upp og silfrið dregið á ný í gegnum hringlaga gat í málmi en síðan formað í þeim sama "víkingastíl" eins og allir hinir á ný. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 115 orð

»5.000 höfðu séð Tárið Alls höfðu um 5.000 manns séð Tár úr

Alls höfðu um 5.000 manns séð Tár úr steini Hilmars Oddssonar eftir síðustu helgi í Stjörnubíói. Um 15.000 manns höfðu séð Einkalíf eftir Þráin Bertelsson. Næstu myndir Stjörnubíós eru Kvikir og dauðir, vestri með Sharon Stone, "The Net", spennumynd með Söndru Bullock og "Desperado" með Antonio Banderas. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 1769 orð

AÐ LÁTA FÓLKI LÍÐA VEL

Lárus Gunnsteinsson er fæddur í Reykjavík 7. mars 1962 og meira og minna alinn upp í Skerjafirðinum og á Seltjarnarnesi. Fyrir fáum árum tók hann við rekstri Skóstofunnar á Dunhaga ásamt Gunnsteini Lárussyni sem stofnaði hana fyrir um 30 árum. Þar er sjaldan dauð stund og starfsemin hefur teygt anga sína í ótal áttir í seinni tíð. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 643 orð

André Lurton

ÞÆR eru margar ættirnar sem takast á um völdin í Bordeaux- héraðinu í suðvesturhluta Frakklands. Lurtonarnir eru með þeim áhrifameiri í suðurhluta Bordeaux en bræðurnir André og Lucien Lurton eiga samtals vel á annan tug víngerðarhúsa á flestum svæðum Bordeaux. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 803 orð

Ást í meinum á miðjum aldri

ÍBRÚNUM í Madison-sýslu segir af Robert Kincaid (Clint Eastwood) sem kominn er til Madison-sýslu í Iowa-fylki að taka myndir af hinum sérstæðu, yfirbyggðu brúm sem einkenna héraðið. Robert er 52 ára gamall atvinnuljósmyndari fyrir National Geographic. Hann villist af leið og ekur heim að bóndabæ að spyrja til vegar. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 888 orð

Banabiti íslenska grunnskólans

ÉG HEF stundum velt því fyrirmér hvernig arftaki minn í þessu starfi hjá Morgunblaðinu muni lýsa íslenska skólakerfinu þegar hann lítur til baka árið 2095 ­ ef hann verður þá læs og skrifandi. Reynum að setja okkur í spor hans. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 3067 orð

BLÁTT & GULT

HANN VAR í bráðri lífshættu. Hann sat á milli lestarteinanna og risavaxin lestin stefndi á hann með ógnarhraða. Hann trúði ekki sínum eigin augum. Í stað þess að stöðva í hæfilegri fjarlægð þeyttist hún á móti honum og eftir andartak yrði hann undir henni limlestur og dauður. Það var aðeins eitt til bragðs að taka, hlaupa eins og andskotinn sjálfur í burtu. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 505 orð

Er velferðarríkið of dýrt?

ið búum í þjóðfélagi, er ber umhyggju fyrir öllum og nefnt er velferðarríki. Okkur hættir oft til að gleyma, hvílík forréttindi það eru, og þær eru ekki margar þjóðirnar, er búa við slíkt þjóðskipulag. Ég var rækilega minntur á þetta sumarið 1989, er ég sótti fjölmenna kristilega ráðstefnu á Filippseyjum. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 145 orð

»Fólk Sífellt er verið að kvikmynda verk Shake

Sífellt er verið að kvikmynda verk Shakespeares og nú er röðin komin að Ríkharði III. Sögusviðið er fært til fjórða áratugar þessarar aldar og fara Ian McKellen, Annette Bening og Robert Downey með aðalhlutverkin. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 126 orð

HERÐUBREIÐ

lDögg undir morgun og ég á land að vinu lyftist til himins í fjalldrapa- grænni dögun við hraungrjót og beitilyng land mitt lyftist til himins þar sem spor okkar geymast við næringarríkt sortulyng og klettarnir kallast á yfir fljótið en Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 137 orð

Hneykslast á dómi

ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Búkarest í Rúmeníu hefur mildað dóm yfir fimleikaþjálfara, sem barði 11 ára gamla stúlku til bana þegar henni urðu á mistök á æfingu. Hafði hann verið dæmdur í átta ára fangelsi en dómnum var breytt í sex ár. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 479 orð

»Hversu langt gengur Paul Verhoeven?ðFatafellur ÍSLENDINGAR kynntust nekt

ÍSLENDINGAR kynntust nektardansi líklega seinastir allra þegar fluttar voru inn danskar stelpur í baðkörum á meðan ekkert sjónvarp var á fimmtudögum. Þær dilluðu sér í kynferðislega æsandi uppþvottavatni undir fyrirsögninni Súsí baðar sig og þóttu mikið undur söguþjóðinni. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 144 orð

»Hörkutólið Linda Fiorentino Linda Fiorentino kom skemmtilega

Linda Fiorentino kom skemmtilega á óvart í Síðustu tælingunni og er nú orðin ein af eftirsóttari leikkonum kvikmyndanna. Nýja myndin hennar heitir "Jade" og það er William Friedkin sem leikstýrir eftir handriti Joe Eszterhas. Robert Evans (Guðfaðirinn) er framleiðandi. Mótleikarar Lindu eru David Caruso og Chazz Palminteri. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 168 orð

»Í BÍÓ Íslenska bíómyndin 79 af stöðinni hefur undanfarnar v

Íslenska bíómyndin 79 af stöðinni hefur undanfarnar vikur verið á ferð um landið á vegum Kvikmyndasafns Íslands og sýnd í kvikmyndahúsum í tilefni 100 ára afmælis kvikmyndalistarinnar. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 342 orð

Í leit að íbúð

FYRSTU næturnar vaknaði ég að meðaltali tíu sinnum og vonaði bara eitt: að dagurinn kæmi svo flugurnar hættu að bíta mig. Svo kom dagurinn og ég fór full tilhlökkunar í morgunverð, það reyndust vera harðar skonsur með sultutaui. Smám saman hætti ég að hlakka til dagsljóssins og vonaði bara að simsarinn hefði fundið íbúð sem hæfði mínu sparsama plani. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 105 orð

Kona og kafbátsforingi

KONA hefur verið skipuð kafbátsforingi í fyrsta sinn í sögunni. Heitir hún Solveig Krey og er frá Lonkan í Vesturáli í Noregi. Krey er æðstráðandi á kafbátnum "Kobben", sem er með 24 manna áhöfn, og hún segir, að framinn komi kynferði sínu ekkert við. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 871 orð

Kúreki og listamaður

CLINT Eastwood hefur leikið aðalhlutverk í 40 kvikmyndum undanfarin 28 ár. 10 þeirra eru vestrar. Hann hefur leikstýrt hátt í 20 kvikmyndum og leikið aðalhlutverk í langflestum sjálfur. Ferill Clint Eastwood sem leikara og kvikmyndagerðarmanns er að mörgu leyti óvenjulegur og ekki laus við mótsagnir. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 128 orð

Kúvent í skattamálum?

KENNETH Clarke, fjármálaráðherra Bretlands, kvaðst í viðtali við The Daily Telegraph í vikunni ekki geta útilokað að lagður yrði sérstakur skattur á hagnað einkavæddra þjónustufyrirtækja, en talið er að slík skattlagning myndi mæta andstöðu innan Íhaldsflokksins. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 1927 orð

Með blæðandi leikhúsdellu

LEIKHÚSFÓLK hefur gjarnan kvartað undan því að hér á landi þurfi fólk að hafa náð "þroska" til að vera treyst fyrir leikstjórn í stóru leikhúsunum. Og ábyrgðarstöðum yfirleitt. Þetta sé þveröfugt við það sem gerist og gengur í Bretlandi. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 1188 orð

Miðjan rís upp

FRÆÐIMENN um bandarísk stjórnmál kveðast verða varir við meiri og almennari óánægju í röðum kjósenda nú en nokkru sinni fyrr. Mörgum þeirra þykir sýnt að flokkshollusta sé á hröðu undanhaldi í Bandaríkjunum og að þetta fyrirbrigði geti haft mikil áhrif í þing- og forsetakosningunum sem fram fara vestra eftir rúmt ár. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 141 orð

»Náið þeim stutta Ein af skemmtilegri sakamálasögum Elmore Leon

Ein af skemmtilegri sakamálasögum Elmore Leonards, "Get Shorty", er háðsleg úttekt á því hvernig kaupin ganga fyrir sig í Hollywood. Barry Sonnenfeld (Addams-fjölskyldan) hefur nú kvikmyndað söguna með John Travolta, Gene Hackman, Danny DeVito og Rene Russo í aðalhlutverkum. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 808 orð

PLATONsagði bækur væru einsog myndastyttur. Þær virtus

PLATONsagði bækur væru einsog myndastyttur. Þær virtust vera lifandi en þegar þær væru spurðar einhvers, svöruðu þær ekki. Þess vegna væru samtöl nauðsynleg. ÉG HEF OFT VERIÐspurður um samtöl. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 1827 orð

Reykjavíkurfundurinn markaði tímamót

Endurminningar Míkhaíls Gorbatsjovs Reykjavíkurfundurinn markaði tímamót Míkhaíl Gorbatsjov fyrrum Sovétforseti gaf fyrir skömmu út bókina "Endurminningar" (Erinnerungen) í Þýskalandi. Í bókinni segir hann allítarlega frá fundi sínum með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í Reykjavík haustið 1986. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 136 orð

Símaþjónusta fyrir leikjafíklana

BRESKA símafyrirtækið BT hyggst bjóða tölvuleikjafíklum, spilamönnum og skákmönnum upp á nýja þjónustu sem gerir þeim kleift að keppa sín á milli hvar sem þeir eru staddir í Bretlandi. Rupert Gavin, talsmaður BT, sagði að tölvuleikjafyrirtæki myndu laga leiki, sem fyrir eru á markaðnum, að þeirri tækni sem símafyrirtækið hyggst nota. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 1829 orð

Skyldi hann VERA Í AKKORÐI þessi maður?

Skyldi hann VERA Í AKKORÐI þessi maður? Ótrúlegt en satt. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 2824 orð

STALAR MÁLI BARNA

STALAR MÁLI BARNA Umboðsmaður barna er talsmaður allra barna og ungmenna að 18 ára aldri. Um er að ræða um 78 þúsund einstaklinga eða tæplega 30% af þjóðinni. Umboðsmaðurinn á að bæta hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Jóhanna Ingvarsdóttir hitti Þórhildi Líndal, umboðsmann barna, að máli. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 804 orð

Upphitaðar leifar og ostrur

MATARVENJUR Beethovens má ef til vil rekja til óreglulegs heimilishalds foreldra hans. Þess ber að geta að móðir hans var kokkur að mennt þannig að Beethoven kynntist fljótt sælkeramat. Til er greinargerð frá Scindler (tónlistarmaður og góðvinur Beethovens 12 síðustu árin sem hann lifði) um mataræði hans síðari árin sem hann lifði. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 149 orð

Vilja fá tölvuþjóf framseldan

ENSKUR dómstóll studdi á miðvikudag kröfu Bandaríkjamanna um að rússneskur tölvusérfræðingur, sem notaði þekkingu sína til að taka nokkrar milljónir dollara út af reikningum bankans Citibank, yrði framseldur. Þeim rökum hins meinta þjófs, Vladimírs Levins, að sannanir væru ónógar, var hafnað. Meira
1. október 1995 | Sunnudagsblað | 1858 orð

Æska í ánauð Margir fylltust óhug þegar fréttir af morði ungs drengs, sem barðist fyrir afnámi barnaþrælkunar í Pakistan og á

INDLAND er næstfjölmennasta ríki heims á eftir Kína. Þar búa um 900 milljónir manna og er það næstum sjötti hluti jarðarbúa. Að koma þangað er eins og að koma í annan heim. Í annan heim, þar sem dýr rölta um strætin frí og frjáls og fólk býr á gangstéttum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.