Greinar föstudaginn 18. apríl 1997

Forsíða

18. apríl 1997 | Forsíða | 151 orð

Mobutu og Kabila fallast á viðræður

MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire, og Laurent Kabila, leiðtogi uppreisnarmanna, hafa fallist á í grundvallaratriðum að eiga með sér fund þar sem rætt yrði um almennar kosningar í landinu. Mohamed Sahnoun, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, og Aziz Pahad, aðstoðarutanríkisráðherra Suður-Afríku, sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu, Meira
18. apríl 1997 | Forsíða | 342 orð

Netanyahu segir afsögn ekki á döfinni

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lýsti yfir í gær, að hann ætlaði ekki að segja af sér þrátt fyrir að lögreglan hefði lagt til við ríkissaksóknara, að hann yrði sóttur til saka fyrir spillingu. Stjórnarandstaðan krefst þess hins vegar, að hann láti strax af embætti, en búist er við, að það skýrist strax eftir helgi hvort af málshöfðun verður. Meira
18. apríl 1997 | Forsíða | 211 orð

Segir samkomulag við NATO í höfn

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti og Helmut Kohl kanslari Þýskalands sögðust í gær bjartsýnir á að samkomulag tækist milli Rússa og ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) um stækkun bandalagsins til austurs fyrir leiðtogafund Rússa og NATO, sem ráðgerður er í París 27. maí. Meira
18. apríl 1997 | Forsíða | 69 orð

Vilja "EES- samning"

LANDSTJÓRNIN í Færeyjum hefur ákveðið að fara fram á viðræður um annan og betri samning við Evrópusambandið, ESB. Kemur það fram í danska dagblaðinu Jyllands-Posten. Í Færeyjum er áhugi á að ná líkum samningum við ESB og gerðir voru um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Meira
18. apríl 1997 | Forsíða | 195 orð

Þorskveiði leyfð við Nýfundnaland

FRED Mifflin, sjávarútvegsráðherra Kanada, tilkynnti í gær að leyft yrði að hefja takmarkaðar þorskveiðar við austurströnd landsins eða alls 22 þúsund tonn. Öll þorskveiði á þessu svæði hefur verið bönnuð frá því 1993. Fiskifræðingar gagnrýna harðlega þessa ákvörðun ráðherrans og segja engar forsendur fyrir henni. Meira

Fréttir

18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

1.139 fleiri bílar skemmdir í ár

TRYGGINGAFÉLÖGUM á landinu var tilkynnt um tjón á rúmlega 1.139 fleiri bílum fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Árið 1996 urðu 5.153 tjón frá janúar til mars en á sama tíma í ár skemmdust 6.292 bílar í árekstrum. Meira
18. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

7,8 milljónir í snjómokstur

NÝLIÐINN vetur reyndist starfsmönnum Akureyrarbæjar, þeim er sjá um snjómoksturinn, ekki tiltakanlega erfiður og þá þurfti ekki að opna pyngju bæjarsjóðs verulega til að greiða fyrir moksturinn. Guðmundur Guðlaugsson verkfræðingur hjá Akureyrarbæ sagði að 7,8 milljónir króna hefðu farið í snjómokstur á götum bæjarins frá áramótum til marsloka og til hálkueyðingar 1,1 milljón króna. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Alliance Française sýnir spurningaþátt

FYRSTI þáttur spurningakeppninnar Spurningar fyrir meistara eða "Questions pour un champion ­ France 3", verður sýndir í Alliance Française, Austurstræti 3 (inngangur frá Ingólfstorgi) á sama tíma og hann er sýndur í Frakklandi í dag, föstudaginn 18. apríl, kl. 18. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 131 orð

Atvinnumiðlun námsmanna 20 ára

Í TILEFNI af tvítugsafmæli Atvinnumiðlunar námsmanna verður haldið afmælisboð í anddyri Félagsstofnunar stúdenta. Þar verður gestum og gangandi boðið upp á afmælisköku í dag milli kl. 12 og 13. Atvinnumiðlun námsmanna má rekja til ársins 1951 er tillaga að stofnun atvinnumiðlunar fyrir stúdenta var sett fram í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 298 orð

Áfellisdómur yfir Tryggingastofnun

FORMAÐUR Félags ungra lækna kveðst mjög ánægður með staðfestingu áfrýjunarnefndar samkeppnismála á ákvörðun samkeppnisráðs frá því í janúar þess efnis að samningur Tryggingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur um takmörkun á aðgengi lækna að samningi um sérfræðilæknishjálp sé andstæður samkeppnislögum. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 346 orð

Á flótta undan jakuxa

HALLGRÍMUR Magnússon færði sig í gær 1.000 metrum neðar í Everest-fjall, en hann hefur verið hálfslæmur af kvefi undanfarna daga og taldi að hann yrði fljótari að jafna sig ef hann færði sig niður í súrefnisríkara loft frekar en að dvelja áfram í grunnbúðum, sem eru í 5.300 metra hæð. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 35 orð

Beðist fyrir í Sarajevo

Reuter Beðist fyrir í Sarajevo BOSNÍUMAÐUR biðst fyrir í grafreit múslima í Sarajevo. Fjöldi fólks fór að dæmi mannsins í grafreitum víðs vegar um Bosníu í tilefni þess að í gær var fyrsti dagur Bayram-hátíðar múslima. Meira
18. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Bílskúrssala menntskælinga

ÞRIÐJI bekkur Menntaskólans á Akureyri verður með bílskúrssölu á morgun, laugardaginn 19. apríl frá kl. 13 til 19 í anddyri Gamla skóla, þ.e. elstu byggingu skóla og er gengið inn að austan. Ýmislegt verður þar til boða og þess virði að líta við. Nemendur hafa verið með fjáröflun í allan vetur vegna komandi útskriftar í haust. Hafa þeir gengið í hús og selt ýmsan varning, s.s. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Björgvin í Óperukjallaranum

HLJÓMSVEITIN Óperubandið ásamt Björgvini Halldórssyni leika á föstudagskvöldum í Óperukjallaranum út apríl. Í kvöld verður bein útsending frá dansleiknum á Bylgjunni frá kl. 12 á miðnætti. Þeir sem skipa hljómsveitina auk Björgvins eru Þórir Baldursson, hammond, Vilhjálmur Guðjónsson, gítar, Jóhann Hjörleifsson, trommur, Róbert Þórhallsson, bassi og Kristinn Svavarsson, saxófón. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Breytingar á tóbaksvarnafræðslu í grunnskólum

Á AÐALFUNDI Krabbameinsfélags Reykjavíkur kom fram að félagið hyggst breyta fyrirkomulagi á tóbaksvarnastarfi sínu í grunnskólum frá og með næsta hausti. Í samstarfi við Tóbaksvarnanefnd verður lögð áhersla á að útvega skólunum ítarlegt fræðsluefni til eigin nota, kynna það og leiðbeina um notkun þess. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Brýnt að ná sátt um lífeyrissjóðafrumvarp

ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar héldu í gær samráðsfund með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar vegna frumvarpsins um lífeyrismál. Það er vilji til að greiða fyrir því að heildarlöggjöf um starfsemi lífeyrissjóða verði sett, en þarna eru mörg atriði sem mönnum finnst ástæða til að skoða og breyta þarf sumu ef góð sátt á að nást um málið," sagði Rannveig Guðmundsdóttir þingmaður eftir fundinn. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Búrhvalur norðan Kópaskers

HVALURINN sem fannst í fjörunni við Krosssand skammt frá Kópaskeri í vikunni reyndist vera búrhvalur, samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi Hafrannsóknastofnunar. Yfirleitt verður vart við slíkan hvalreka hér við land 3-5 sinnum á ári. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Dansleikur í Kaffileikhúsinu

KAFFILEIKHÚSIÐ stendur fyrir kvöldverði, tónleikum og dansleik með hljómsveitinni Rússíbönum, miðvikudaginn 23. apríl, síðasta vetrardag. Kvöldverður hefst kl. 20 og verður boðið upp á indverska rétti sem gestakokkur kvöldsins, Gunnvant Ármannsson, tilreiðir. Tónlist Rússíbananna er sambland af suður-amerískum og slavneskum tónum, gyðinga­, sígauna­ og tangótónlist. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 239 orð

Dole lánar Gingrich 20 milljónir

NEWT Gingrich, leiðtogi repúblíkana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagðist í gær myndu greiða 300.000 dala, um 21 milljón ísl. kr., sekt, sem siðanefnd þingsins dæmdi hann til, með láni frá Bob Dole, sem var frambjóðandi repúblikana í forsetakosningunum á síðasta ári. Lofaði Gingrich því að endurgreiða lánið að fullu úr eigin vasa, skattgreiðendur myndu ekki bera af því neinn kostnað. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 231 orð

Efnaskiptum hraðað með lyfjum

BANDARÍSKT fyrirtæki vinnur nú að tilraunum með lyf, sem kann að gera offitusjúklingum kleift að grennast, með því að hraða efnaskiptum í líkamanum. Bruninn í frumunum eykst við hreyfingu en Robert Dow, sem stýrir rannsóknum Pfizer-lyfjaframleiðandans sagði að í tilraunum á músum hefði tekist að ná fram svipuðum áhrifum og leikfimiæfingar hefðu, án þess að menn hreyfðu legg eða lið. Meira
18. apríl 1997 | Landsbyggðin | 97 orð

Einbreiðum brúm fækkar á Suðurlandi

Selfossi-Einbreiðum brúm fækkar jafnt og þétt á Suðurlandsveginum. Um leið eykst öryggi vegfarenda því einbreiðar brýr reynast hættulegar ef vegfarendur eru ekki því kunnugri aðstæðum. Nýjasta framkvæmdin í þessu efni er við Húsá skammt vestan Péturseyjar. Þar er búið að rífa burt einbreiða brú og verið að koma fyrir myndarlegu ræsi undir veginn. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 299 orð

Ekki brot á jafnréttislögum

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði Hagkaup af kröfum kærunefndar jafnréttismála sem hafði krafist þess að dæmt yrði að uppsögn konu sem sagt var upp starfi innkaupamanns í apríl 1993 hefði verið ólögmæt og brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna og að konunni yrðu dæmdar 2,1 m.kr. í bætur. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 187 orð

ESB vill aðgang að japanska filmumarkaðnum

EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) hefur gengið til liðs við Bandaríkjamenn í baráttu þeirra gegn meintum viðskiptahindrunum Japana gegn innfluttum filmum og ljósmyndapappír. Mál þetta, sem þekktara er sem Fuji-Kodak málið, hefur verið fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) frá því á síðasta ári, er Bandaríkjamenn óskuðu eftir því að stofnunin tæki það til meðhöndlunar. Meira
18. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Fatasöfnun að ljúka

FATASÖFNUN Hjálparstofnunar kirkjunnar á Akureyri lýkur á morgun laugardag. Söfnunin hófst fyrir rúmri viku og átti að standa í þrjá daga. Vegna góðra viðbragða var söfnunin framlengd til morguns. Tekið er á móti fötum í Glerárkirkju milli kl. 12.00 og 16.00. Fyrstu þrjá daga söfnunarinnar fylltust fjórir 20 feta gámar og er langt komið með að fylla 5. gáminn. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Fiskvinnsla vestra undirbýr verkfall

FULLTRÚAR vinnuveitenda og félaga innan Alþýðusambands Vestfjarða hefja samningaviðræður í kvöld á Ísafirði undir stjórn vararíkissáttasemjara. Ég er ekki bjartsýnn og það er í raun hneyksli að þurfa að bíða eftir að viðræður hefjist fram á föstudagskvöld," sagði Halldór Jónsson framkvæmdastjóri Básafells í samtali við Morgunblaðið, Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

Fjórar verslanir með lagerútsölu

HAFIN er risa-lagerútsala frá verslunum Sautján, Smash, Deres og 4You að Hverfisgötu 105 í kjallara (inngangur Skúlagötumegin). Verðin eru frá 300 kr. til 2.900 kr. Opið er frá kl. 13­18 frá 17.­27. apríl, einnig laugardaga og sunnudaga. FRÁ undirbúningi lagerútsölunnar. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Fjöldi á stofnfundi lífeyrissamtaka

TALIÐ er að 4-500 manns hafi komið á stofnfund Samtaka áhugafólks um lífeyrissparnað í gær, en þar var lýst yfir andstöðu við frumvarp um skyldutryggingu lífeyrisréttinda, sem fjármálaráðherra mælir fyrir á Alþingi í dag. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

Flugvirkjar sömdu

ÞAÐ var eiginlega sáttasemjari sem tók af skarið og hleypti okkur ekki út fyrr við lukum samningum," sagði Jakob Schweitz Þorsteinsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, í gærkvöldi eftir nýjan samning félagsins og Flugleiða sem náðist um kl. 6.30 í gærmorgun. Sagði hann menn hafa ætlað að hætta en sáttasemjari hafi fengið menn að samningaborðinu á ný. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Fornsögur á alnetið

STEFNT er að því að yfirfæra um 500.000 blaðsíður af handritum íslenskra fornsagna og rímna ortra út af þeim og prentuðu efni sem því tengist á stafrænt form á næstu þremur árum og veita aðgang að því á alnetinu. Hefur Andrew W. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Forseta- Packard gerður upp

ÞING Bílgreinasambandsins verður sett á Grand Hótel á laugardagsmorgun kl. 8.30. Fyrsta málið sem tekið verður fyrir er ósk forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, að Bílgreinasambandið standi að uppgerð á Packard 180 Limousine árg. 1942 sem var forsetabíll Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Fyrirlestur á Akranesi um veðurfræði

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélag Íslands standa fyrir fræðslufundi fyrir almenning um veðurfræði á Akranesi mánudaginn 21. apríl. Fundurinn fer fram í Skátahúsinu við Háholt og hefst kl. 20. Fyrirlesari verður Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Fyrirlestur um myndun Surtseyjar

SIGURÐUR Steinþórsson, prófessor í jarðfræði, flytur laugardaginn 19. apríl fyrirlesturinn Surtur fer sunnan: Nokkrir lærdómar af Surtseyjargosinu. Fyrirlesturinn er sá sjötti í fyrirlestraröðinni Undur veraldar sem haldin er á vegum Raunvísindadeildar Háskóla Íslands og Hollvinafélags hennar. Þar verður m.a. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 259 orð

Fyrirtæki kynna starfsemi sína á Tæknidegi

VERKFRÆÐINGAFÉLAG Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands gangast fyrir Tæknidegi laugardaginn 19. apríl í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir sem opin verða almenningi til skoðunar og kynningar á þessum degi. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

Geta haldið sínu striki meðan mál er til meðferðar

FORRÁÐAMENN Flugleiða og Flugfélags Norðurlands geta haldið áfram undirbúningi að rekstri Flugfélags Íslands, eins og þeir hafa lýst yfir, meðan mál vegna sameiningar félaganna er til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Ráðgera þeir að áfrýja ákvörðun samkeppnisráðs um skilyrði fyrir sameiningunni í næstu viku. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 352 orð

Getur geislun verið heilsusamleg?

SVO undarlegt sem það er, þá hefur komið í ljós við rannsóknir í Japan, að fólk, sem varð fyrir vægri geislun í kjarnorkuárásunum á landið undir lok síðari heimsstyrjaldar, lifir lengur en jafnaldrar þess. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 660 orð

Hagvöxtur mun byggjast á mannauðnum

FÉLAG tæknifræðinga og Verkfræðingafélag Íslands standa á morgun, laugardag, í fyrsta sinn fyrir sérstökum tæknidegi og er markmiðið tvíþætt. Annars vegar er ætlunin að beina athygli almennings að fjölbreyttum störfum tæknimanna í þjóðfélaginu en einnig verður reynt að höfða til ungs fólks sem hyggur á framhaldsnám. Meira
18. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Hátíðarsýning á morgun

LEIKFÉLAG Akureyrar verður áttatíu ára á morgun laugardaginn 19. apríl. Af því tilefni verður sérstök hátíðarsýning á Vefarnum mikla frá Kasmír, leikverki byggðu á samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Vefarinn var frumsýndur sl. föstudagskvöld og hefur sýningin fengið afbragðs dóma. Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands verður viðstödd sýninguna í kvöld. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 609 orð

Heimamenn best færir til ákvarðana

GUÐMUNDUR Beck, varaþingmaður Alþýðubandalagsins, segir að í lagafrumvarpi um örnefnanefnd og Örnefnastofnun, sem lögð hafa verið fyrir Alþingi, sé verið að fela embættismönnum að ráðskast með það sem heimamenn séu best færir til að ákveða. Svavar Gestsson, flokksbróðir hans, segir forsjáráráttukeim af málinu. Lagafrumvarp menntamálaráðherra var tekið til fyrstu umræðu á Alþingi í vikunni. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 113 orð

Herzog látinn

CHAIM Herzog, fyrrverandi forseti Ísraels, lést í gær á 79. aldursári eftir erfiða sjúkdómslegu, að sögn ísraelskra embættismanna. Herzog fæddist í Belfast á Norður- Írlandi 1918 enfluttist til Palestínu1935 þar sem faðirhans var útnefnduræðsti rabbíni áriðeftir. Herzog varforseti Ísraels í áratug en lét af starfiárið 1993. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hreindýr á Héraði

HREINDÝRIN safnast oft saman á túnum á Héraði seinni hluta vetrar og fram á vor. Valda þau þá stundum spjöllum á viðkvæmum gróðri. Sérstaklega er ungum trjáplöntum hætt því þær virðast vera í uppáhaldi hjá hreindýrunum. Þessi hreindýrahópur, sem í voru að mestum hluta kálffullar beljur, var á túninu í Bót í Hróarstungu. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 316 orð

Ímyndað geislavirkt ský yfir Finnska flóa

EF EKKI hefði verið um æfingu að ræða þegar í gærmorgun var tilkynnt um það hjá finnsku kjarnorkumálastofnuninni að slys hefði átt sér stað í kjarnaofni nr. 1 í kjarnorkuverinu Loviisa væri Finnland og vangaveltur um öryggi kjarnorkuvera efst á baugi í heimsfréttunum. Sem betur fer var atburðarásin ekki raunveruleiki. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 338 orð

Íslensku trúboðarnir bíða átekta

MORÐ á dönskum trúboða í Eþíópíu og sprengjutilræði í Addis Ababa, höfuðborg landsins, hafa vissulega vakið óhug á meðal íslenskra trúboða, sem starfa og hafa starfað í landinu. Bjarni Gíslason, trúboði í borginni, segir menn þó rólega og örugga enn, þótt fyllstu varkárni sé gætt í kjölfar þessara atburða og menn bíði átekta. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Íslensk vinnuföt tískuvara erlendis

FLOTVINNUBÚNINGAR og frystihúsagallar eru greinilega til ýmissa hluta nytsamlegir. Poppstjarnan Björk Guðmundsdóttir keypti nýlega flotvinnubúning í Sjóklæðagerðinni og fjölmiðlafólk frá helstu tískublöðum og -þáttum í Bandaríkjunum sem var statt hér á landi vegna tískusýningar Joe Boxer sl. helgi, skrýðist 66 norður frystihúsagöllum eftir heimsóknina til Íslands. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 387 orð

Katalónska verði eina opinbera tungumálið

350 þekktir menningarvitar, stjórnmálamenn, rektorar háskóla og kirkjunnar menn í Katalóníu á Norðaustur-Spáni hafa lagt fram áskorun þar sem hvatt er til þess að lögum sjálfstjórnarhéraðsins verði breytt á þann veg að katalónska verði eina opinbera málið þar. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

Keppt hjá Danssmiðju Hermanns Ragnars

ÁRLEG innanskólakeppni Danssmiðju Hermanns Ragnars verður haldin laugardaginn 19. apríl í íþróttahúsinu Seltjarnarnesi og hefst kl. 16. Keppt verður í barna- og samkvæmisdönsum. Samanlögð stig úr öllum dönsum ráða úrslitum í hverjum flokki og allir sem keppa til úrslita fá verðlaunapening sem Íslandsbanki gefur og sigurparið í hverjum flokki fær einnig nytsaman hlut frá bankanum. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 280 orð

Kinkel hvetur Írani til að sjá að sér

KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að Íranir ættu "á ný" að virða alþjóðleg lög og reglur og snúa aftur til opnari stefnu gagnvart Evrópu til að gera frekari viðræður mögulegar. Kinkel lét ummæli sín um Íran falla í umræðum á þingi um dóm þýskra dómstóla um að írönsk stjórnvöld bæru ábyrð á morðum á fjórum Kúrdum í Berlín, sem voru útlægir frá Íran. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 80 orð

Kosið í Albaníu í júnílok

FRANZ Vranitzky, alþjóðlegur sáttasemjari í Albaníu, fékk albönsku stjórnmálaflokkana til að fallast á það í gær, að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 29. júní nk. Vranitzky sagði að flokkana greindi enn á um fyrirkomulag kosninganna en kvaðst vongóður um að geta leyst þann ágreining á næstunni. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 56 orð

Kosið í Búlgaríu

ALDRAÐAR stuðningskonur búlgarska sósíalistaflokksins, arftaka kommúnistaflokksins, láta til sín taka á kosningafundi í Sofia í gær. Gengið verður til þingkosninga í Búlgaríu á morgun. Kannanir benda til þess að Samband lýðræðisaflanna fái allt að 60% atkvæða í kosningunum og að Ivan Kostov leiðtogi sambandsins verði forsætisráðherra. Meira
18. apríl 1997 | Miðopna | 1247 orð

Krafa um aukið valfrelsi

Fjöldi manns kom á stofnfund samtaka áhugafólks um lífeyrissparnað í gær. Guðmundur Sv. Hermannsson fylgdist með fundinum en þar var þess krafist að fólk eigi val um að greiða lögbundið lífeyrisiðgjald í séreignasjóði jafnt sem sameignarsjóði. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | -1 orð

Krefjast nýrrar rannsóknar á Scandinavian Star

NORSKIR þingmenn vantreysta dönsku rannsókninni á brunanum á Scandinavian Star 1990, þegar 158 manns fórust og hafa krafist þess að norska stjórnin fari fram á nýja rannsókn. Kröfurnar hafa komið fram eftir skrif dagblaðanna Bergens Tidende og Jyllands-Posten, þar sem því er haldið fram að eignarhald á skipinu hafi aldrei verið upplýst og um leið margt annað er snerti málið. Meira
18. apríl 1997 | Smáfréttir | 101 orð

KVENFÉLAG Hafnarfjarðarkirkju efnir til ferðar á Skeiðarársan

KVENFÉLAG Hafnarfjarðarkirkju efnir til ferðar á Skeiðarársand laugardaginn 26. apríl nk. Lagt verður af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 8 stundvíslega, mæting kl. 7.45. Leiðsögumaður í ferðinni verður sr. Þórhallur Heimisson. Á leiðinni austur verður stoppað á Hvolsvelli, Kirkjubæjarklaustri og Bænahúsinu að Núpsstað. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 236 orð

Kynnir starfið í Færeyjum

RÚMLEGA 30 manna hópur sem starfað hefur að Jafningjafræðslu framhaldsskólanema heldur til Færeyja í kvöld í þeim tilgangi að kynna forvarnarstarf sitt fyrir framhaldsskólanemum í Færeyjum og hjálpa þeim að koma á sambærilegri starfsemi. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

Listi sitjandi stjórnar kjörinn

STJÓRNARKJÖR í Bifreiðastjórafélaginu Frama fór fram á miðvikudag og var listi sitjandi stjórnar félagsins kjörinn með naumum meirihluta. Stjórnin er kjörin til tveggja ára í senn. 409 félagsmenn af 521 kusu í allsherjaratkvæðagreiðslu og fékk A-listi sitjandi stjórnar undir forystu Sigfúsar Bjarnasonar 204 atkvæði en B-listi, þar sem Kjartan Haraldsson var í forsvari, 195 atkvæði. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Loðnuvertíðinni ekki alveg lokið

TRILLUKARLAR á Akureyri hafa sameinast við loðnuveiðar á Pollinum síðustu daga. Og þótt nótaskipin séu hætt veiðum má því með sanni segja að vertíðinni á þessu vori sé ekki alveg lokið. Í gær voru fjórir bátar saman við veiðarnar og var einn bátanna með nót en hinir þrír leituðu loðnu á svæðinu. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 288 orð

Major kemur til móts við Evrópuandstæðinga

JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, kom í gær til móts við Evrópuandstæðinga í flokki sínum er hann lýsti því yfir að það væri "því sem næst örugglega rétta leiðin" að leyfa þingmönnum Íhaldsflokksins að greiða atkvæði eftir eigin samvisku um það hvort Bretar ættu að taka upp sameiginlegan evrópskan gjaldmiðil en ekki flokkslínu. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 346 orð

Margþætt rannsóknastarfsemi kynnt

VEGGSPJALDASÝNING var opnuð í anddyri eða stigagangi á öllum hæðum Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi í gær. Á spjöldunum eru kynnt alls 36 rannsóknaverkefni sem unnið hefur verið að á vegum starfsfólks á flestum deildum sjúkrahússins, í Fossvogi, Landakoti og víðar. Kynningin er ætluð starfsfólki sjúkrahússins sem og almenningi og er opin til sunnudagsins 20. apríl. Meira
18. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

Messur

LAUFÁSPRESTAKALL: Ferðalag kirkjuskólans til Húsavíkur verður sunnudaginn 20. apríl. Farið verður frá Svalbarðskirkju kl. 9.45 og frá gatnamótum Víkurskarðs og Grenivíkur kl. 10. Fargjald er 200 krónur á mann. Kyrrðar- og bænastund verður í Grenivíkurkirkju sunnudaginn 20. apríl kl. 21. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Minni skjálftavirkni í Henglinum

JARÐSKJÁLFTAHRINAN sem hófst í Henglinum sl. laugardagskvöld er enn í gangi en mikið hefur dregið úr henni, að því er Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni, sagði síðdegis í gær. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 289 orð

Minnkandi líkur á refsitollum á norskan lax

MINNKANDI líkur virðast nú á því að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) muni leggja 14% refsitoll á norskan lax í kjölfar mikillar andstöðu einstakra aðildarríkja ESB gegn slíkum aðgerðum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Framkvæmdastjórnin frestað ákvörðun um málið um 6 vikur og er reiknað með að hún muni á þeim tíma ræða við Norðmenn um aðra möguleika í stöðunni. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 265 orð

Mótmæla niðurskurði til menntamála

UM SEX hundruð nemendur úr Menntaskólanum við Hamrahlíð þrömmuðu úr Hlíðunum í gærdag og niður á Austurvöll þar sem haldinn var fundur til að mótmæla niðurskurði ríkisvaldsins á fjárveitingum til menntamála og lögum um heimild framhaldsskólanna til að innheimta sérstakt endurinnritunargjald eða svokallaðan "fallskatt". Meira
18. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 138 orð

Myndlistarsýning og sinfóníutónleikar

KRIKJULISTAVIKA verður sett í fimmta sinn í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag. Listavikan verður sett í fjölskylduguðsþjónustu þar sem m.a. Barna- og unglingakór kirkjunnar flytur helgileikinn Ég er barn þitt, Ó Guð eftir Heiðdísi Norðfjörð en hann var sérstaklega saminn fyrir Kirkjulistaviku. Að lokinni messu, kl. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Námskeið fyrir hársnyrtifólk

BELGÍSKI hársnyrtimeistarinn William De Ridder, sem er íslensku hársnyrtifólki að góðu kunnur, verður með tvö námskeið í klippingum og greiðslu á síðu hári á vegum landsliðshópsins í hárgreiðslu sunnudaginn 20. apríl nk., segir í fréttatilkynningu. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Námskeið Heilbrigðisþjónustu gegn reykingum

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið stendur dagana 19. og 20. apríl fyrir leiðbeinendanámskeiði fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar á Hótel Örk í Hveragerði. Tilgangur námskeiðsins er að samhæfa betur aðgerðir heilbrigðisþjónustunnar á sviði tóbaksvarna og að hjálpa fólki að hætta að reykja. Meira
18. apríl 1997 | Miðopna | 1274 orð

Netanyahu rær pólitískan lífróður

STJÓRN Ísraels virðist riða til falls vegna tillögu lögreglunnar um ákæru á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Bogi Þór Arason fjallar um hugsanleg áhrif málsins á stjórnmál landsins og friðarumleitanir Ísraela og Palestínumanna. Meira
18. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 265 orð

Norðmenn senda sjúklinga úr landi í aðgerð

NORSK stjórnvöld hafa ákveðið að veita um 90 milljónum norskra króna, rúmum 900 milljónum ísl. til að senda um 4.000 sjúklinga til útlanda í aðgerð. Er ætlunin með þessu að stytta biðlista eftir aðgerðum og lina þjáningar sjúklinganna. Féð rennur til sveitarfélaga í Noregi og verði það ekki notað til að senda fólkið utan, verður að endurgreiða það, að því er segir í frétt Aftenposten. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Nóatúnstilboðin hækka vegna gengishækkana

NÓATÚNSVERSLANIRNAR hafa hækkað 100 króna tilboð sín í 125 krónur en í tvö ár hefur keðjan ellefu sinnum boðið ýmsar matvörur, húsbúnað og leikföng á 100 krónur. Júlíus Þór Jónsson verslunarstjóri segir að vegna gengishækkana hafi verið óumflýjanlegt að hækka í 125 krónur nú í 12. sinn sem tilboðsdagarnir standa. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Opið hús í leikskólum í Grafarvogi

BÖRN og starfsfólk leikskólanna í Grafarvogi verða með opið hús laugardaginn 19. apríl kl. 10.30­ 12.30. "Á þessum degi bjóða börnin öfum, ömmum, frændfólki, vinum og öllum sem vilja kynna sér starfsemi og menningu leikskólanna í heimsókn þennan dag. Hröð uppbygging hefur átt sér stað á leikskólum í Grafarvogi frá því að hverfið byrjaði að byggjast upp. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Saltfiskveisla í Skrúði

VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyjum og Hótel Saga standa saman að saltfiskævintýri í Skrúði á Hótel Sögu dagana 16.­23. apríl nk. Tugir saltfiskrétta, sem eiga rætur sínar að rekja til Spánar og Portúgals, verða á hlaðborðinu auk eftirrétta frá sömu slóðum. Saltfiskurinn, 200 mílur, er sérstaklega unninn og útvatnaður þannig að hann er tilbúinn til steikingar beint úr pakkanum. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 448 orð

Samkomulagið hefur lítil áhrif hér

TALSMENN Ríkisútvarpsins og Íslenska útvarpsfélagsins telja að samkomulag ríkisstjórna Evrópusambandsríkjanna og Evrópuþingsins um að sjónvarpsáhorfendur fái að horfa á ýmsa meiriháttar íþrótta- og menningarviðburði í opinni dagskrá í sjónvarpi, hafi lítil eða engin áhrif hérlendis. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Samkór Mýramanna í Seltjarnarneskirkju

SAMKÓR Mýramanna heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju á morgun, laugardaginn 19. apríl, kl. 16. Efnisskráin er fjölbreytt og í nokkrum laganna syngja félagar úr kórnum einsöng. Þetta er í annað sinn í vetur sem kórinn syngur á höfuðborgarsvæðinu, en fyrr í vetur söng hann við góðar viðtökur á söngskemmtun á Hótel Íslandi. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 333 orð

Segja tekjuskerðingu vegna maka ólöglega

ÞINGMENN stjórnarandstöðu segja skerðingu á elli- og örorkulífeyri vegna tekna maka lífeyrisþega lagabrot. Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Alþýðubandalags, vitnaði í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær til Arnmundar Bachmann hæstaréttarlögmanns um það að engin stoð væri í lögum fyrir reglugerð um að helmingur samanlagðra tekna hjóna teljist til tekna lífeyrisþega og dragist því frá Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 393 orð

Sinfóníurokktónleikar í Háskólabíói

SINFÓNÍUROKKTÓNLEIKAR verða haldnir í Háskólabíói 6. og 7. júní nk. í tilefni af því að 1. júní verða þrjátíu ár liðin frá því að Bítlaplatan víðfræga Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Bandkom út. Tveir ungir athafnamenn, Gísli Örn Garðarsson og Sigurður Kaiser, sem m.a. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 404 orð

Skortur á stefnu og framtíðarsýn

ÞINGMENN stjórnarandstöðu gagnrýndu Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi og skort á framtíðarsýn eftir að hafa hlýtt á ræðu ráðherrans um utanríkismál á Alþingi í gær. Einkum var gagnrýnt að ríkjandi væri stefnuleysi og framkvæmdaleysi í málefnum Evrópusambandsins. Meira
18. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Starfsfólk á brunaæfingu

STARFSFÓLK Amtsbókasafnsins brá út af venju í gær og skellti sér á brunaæfingu hjá slökkviliðinu á Akureyri. Þar fékk það fræðslu um meðhöndlun handslökkvitækja og fyrstu viðbrögð komi upp eldur. Hreinn Tómassson, slökkviliðsmaður sagði að æfingin hafi gengið vel og starfsfólk safnsins verið áhugasamt. Meira
18. apríl 1997 | Landsbyggðin | 132 orð

Starf sveitarfélagskynnt á Sauðárkróki

NÍUTÍU ár verða liðin laugardaginn 19. apríl frá því Sauðárkrókur varð sérstakt sveitarfélag. Af því tilefni hefur Bæjarstjórn Sauðárkróks ákveðið að gangast fyrir kynningu á starfsemi sveitarfélagins nk. laugardag. Deildir og stofnanir sveitarfélagsins verða opnar almenningi til sýnis frá kl. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 293 orð

Stúdentsefni fagna á ólíkan hátt

STÚDENTSEFNI Menntaskólans í Reykjavík settu líflegan svip á bæinn í gær, en þá héldu þau upp á dimmisjón sína. Nemendur Verslunarskóla Íslands dimmiteruðu einnig í gær, en þó með öðrum hætti, því þeir eru hættir að klæða sig í alls kyns búninga, heldur mæta prúðbúnir í hátíðarsal skólans, þar sem kveðjuathöfnin fer fram. Meira
18. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Styrkir til þriggja aðila

ATVINNUMÁLANEFND Akureyrarbæjar veitti nýlega þremur aðilum í bænum styrki, samtals að upphæð kr. 400.000. Tölvutónn ehf. fékk 150.000 krónur í styrk til kaupa á tölvubúnaði og hljóðtækjum vegna stofnunar tón- og hljóðversins Tölvutóns ehf. Skinnastofan ehf. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Sýknaðir af óvarlegri meðferð flugelda

HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær tvo menn í Reykjavík af ákæru fyrir óvarlega meðferð og ólöglega geymslu á skoteldum. Mennirnir, sem eru 41 og 25 ára, voru ákærðir fyrir að hafa geymt 13.144 flugelda og tvo kassa af skoteldum til viðbótar á óhæfum geymslustöðum, fyrst í gámi á gangstétt og síðan í húsnæði án eldvarnarhólfa, bruna- eða innbrotsviðvörunarkefa og í næsta húsi við íbúðarhótel. Meira
18. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Söngnemar á tónleikum

TÓNLEIKAR verða haldnir á sal Tónlistarskólans á Akureyri á morgun, laugardaginn 19. apríl kl. 17. Á tónleikunum kom fram nemendur sem eru lengra komnir í söngnámi, en þó ekki þeir sem útskrifast í vor. Efnisskráin er fjölbreytt og skemmtileg. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 823 orð

Tryggja þarf öryggishagsmuni Íslands

Í umræðum um utanríkismál á Alþingi í gær, lagði utanríkisráðherra mikla áherslu á að tryggja hagsmuni Íslands í þróun öryggismála Evrópu og viðhalda sterkum tengslum innan Atlantshafsbandalagsins milli Bandaríkjanna og Evrópu. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Undirbúa að kæra Póst og síma

SIGURÐUR G. Guðjónsson, varaformaður stjórnar Íslenska útvarpsfélagsins, segir að verið sé að undirbúa að fara með kæru fyrir Samkeppnisstofnun vegna óeðlilegrar samkeppni Pósts og síma vegna dreifingar sjónvarpsefnis á breiðbandi. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 275 orð

Verkfall óheimilt ef samningur er í gildi?

MÁLFLUTNINGUR verður í félagsdómi á mánudag vegna máls sem vísað hefur verið til dómsins um það hvort stéttarfélag geti boðað verkfall strax eftir að skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning. Vinnuveitendasamband Íslands vísaði málinu til dómsins en um er að ræða Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 326 orð

Viðræður um skógrækt í Hvammsvík

VIÐRÆÐUR standa yfir milli Hitaveitu Reykjavíkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur um nýtingu þess hluta jarðarinnar Hvammsvíkur í Kjós, sem Hitaveitan mun ekki nýta til orkuöflunar eða í þágu annars rekstrar á jörðinni. Meira
18. apríl 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Vilja að fjölgað verði í löggæslu

Egilsstöðum-Í gangi er undirskriftasöfnun meðal bæjarbúa Egilsstaða og Fella undir áskorun til dómsmálaráðuneytisins þess efnis að fjölgað verði löggæslumönnum á Egilsstöðum og í Fellabæ. Þar eru nú starfandi tveir lögregluþjónar, sem að mati bæjarbúa ná engan veginn að sinna þeirri gæslu sem raunverulega þarf. Meira
18. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 126 orð

Vilji fyrir áframhaldandi starfsemi

BÆJARRÁÐ Akureyrar lýsir fullum vilja til þess að halda áfram reksti Menntasmiðju kvenna í samstarfi við menntamálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið eða aðra aðila sem reiðubúnir væru til þátttöku í rekstrinum. Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíð Menntasmiðjunnar og var hún rædd nýlega í jafnréttisnefnd. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 313 orð

Víðtæk áhrif komi til tveggja sólarhringa verkfalls flugmann

VERKFALL flugmanna hjá Flugleiðum er yfirvofandi í kvöld en samningafundur sem hófst klukkan 15 í gærdag stóð enn um miðnætti. Sáttasemjari sagði að reynt yrði til þrautar í nótt og fram á dag, samningamönnum yrði haldið að verki. Meira
18. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Vínartónleikar í Vín

VÍNARTÓNLEIKAR söngdeildar Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða haldnir í Blómaskálanum Vín sunnudaginn 20. apríl kl. 20.30. Fram koma söngnemendurinir Elvý G. Hreinsdóttir, Herdís Ármannsdóttir, Jóhannes Gíslason og Valgerður Schiöth og flytja íslensk og erlend sönglög, óperuaríur og dúetta. Undirleik annast Dórothea Dagný Tómasdóttir og Guðjón Pálsson. Aðgangur er ókeypis. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Vorferðalag sunnudagaskóla Hafnarfjarðarkirkju

ALLIR sunnudagaskólar sem reknir eru á vegum Hafnarfjarðarkirkju fara sunnudaginn 20. apríl í sameiginlegt ferðalag til Grindavíkur. Á liðnum vetri hafa sunnudagaskólar verið haldnir bæði í Hafnarfjarðarkirkju og í Hvaleyrarskóla. Næsta vetur bætist Setbergsskóli í hópinn og þar hefur þegar farið fram kynning á starfinu. Meira
18. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Þak á nýju stúkuna í Laugardalnum

FRAMKVÆMDUM við byggingu nýju stúkunnar á Laugardalsvellinum miðar vel áfram og í gær var byrjað að setja þakið upp yfir sætunum. Verið er að setja sæti í stað bekkjanna í gömlu stúkunni og undir stúkubyggingunni er unnið af krafti við endurbætur og breytingar, en þar verða meðal annars skrifstofur Knattspyrnusambandsins. Meira

Ritstjórnargreinar

18. apríl 1997 | Staksteinar | 357 orð

Erlendar skuldir

SKULDIR þjóðarbúsins erlendis nema 225 milljörðum króna, þar af ríkissjóðs 137 milljörðum. Vaxtagreiðslur nema 17 milljörðum á ári. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu Péturs H. Blöndals um áætlun um grynnkun þessarar skuldabyrði fyrir árið 2015. Lífskjör Meira
18. apríl 1997 | Leiðarar | 678 orð

HVERJIR NJÓTA FORRÉTTINDA?

leiðariHVERJIR NJÓTA FORRÉTTINDA? URÐULEGUR misskilningur kom fram hjá Jóni Baldvin Hannibalssyni, alþingismanni og fyrrverandi formanni Alþýðuflokksins, í ummælum hans í Ríkisútvarpinu í gær um þá deilu, sem nú stendur yfir um lífeyrissjóðamál og stöðu séreignarsjóðanna. Í útvarpsþættinum Hér og nú sagði þingmaðurinn m.a. Meira

Menning

18. apríl 1997 | Kvikmyndir | 341 orð

Amerísk og yndisleg Undur og stórmerki (Phenomenon)

Framleiðandi: Touchstone Pict. Leikstjóri: Jon Turteltaub. Handritshöfundur: Gerald DiPego. Kvikmyndataka: Phedon Papamichael. Tónlist: Thomas Newman. Aðalhlutverk: John Travolta, Kyra Sedgwick, Forest Whitaker og Robert Duvall. 118 mín. Bandaríkin. Touchstone Home Video/Sam Myndbönd 1996. Útgáfudagur: 14. apríl. Meira
18. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 56 orð

Arabískur Jackson

POPPSÖNGVARINN Michael Jackson bregður á ýmis ráð til að fá frið fyrir ágengum ljósmyndurum og aðdáendum. Á þessari mynd sést hann uppáklæddur í arabískan búning fyrir utan barnafatabúð í París nýlega. Hann vakti þónokkra athygli fyrir múnderinguna og eins og sjá má hefur furðu lostinn Parísarbúi staldrað við til að virða söngvarann fyrir sér. Meira
18. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 73 orð

Ástfangin á frumsýningu

LEIKKONAN Liv Tyler og leikarinn Joaquin Phoenix, sem leika ástfangið par í myndinni "Inventing the Abbots" og eiga einnig í ástarsambandi utan hvíta tjaldsins, mættu saman á frumsýningu myndarinnar í Manhattan í New York nýlega. Tyler, sem hitti Phoenix við tökur myndarinnar síðasta vor sagði í blaðaviðtali að ást þeirra hafi kviknað við fyrstu sýn. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 152 orð

Dáið þér Beethoven?

SIGURÐUR Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja verk eftir Beethoven á tónleikum í Gerðubergi á sunnudaginn kl 17.00, undir yfirskriftinni Dáið þér Beethoven? Á tónleikunum ljúka félagarnir heildarflutningi á verkum Beethovens fyrir píanó og selló en hluta verkanna fluttu þeir á tónleikum í mars síðastliðnum. Meira
18. apríl 1997 | Myndlist | 617 orð

Englar í myrkri

Guðrún Hjartardóttir. Opið kl. 15­18 miðvikudaga til sunnudaga til 26. apríl; aðgangur ókeypis. AÐ undanförnu hafa birst á vettvangi nokkrir nýir sýningarstaðir myndlistar, sem eiga það sameiginlegt að vera í litlu (eða engu) rými en veita vissulega fjölbreytt tækifæri til listrænna tilþrifa. Þannig má t.d. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 47 orð

Frátekið borð í Gerðubergi

LEIKRITIÐ Frátekið borð eftir Jónínu Leósdóttur verður sýnt í Kaffiteríunni í Gerðubergi á morgun, laugardag, kl. 15. Það eru Saga Jónsdóttir, Soffía Jakobsdóttir og Bryndís Petra Bragadóttir sem leika hlutverkin, leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. SAGA Jónsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir ogSoffía Jakobsdóttir í Fráteknu borði. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 611 orð

Fyrsti vísir að stafrænu þjóðbókasafni

LANDSBÓKASAFN Íslands ­ Háskólabókasafn og Cornell- háskólinn í Bandaríkjunum hafa fengið rúmlega 42 milljóna króna styrk frá Andrew W. Mellon Foundation í Bandaríkjunum til að yfirfæra um 500.000 blaðsíður af handritum og prentuðu efni á stafrænt form, það er sem ímyndir eða myndir af hverri blaðsíðu, og veita aðgang að þeim um alnetið. Meira
18. apríl 1997 | Kvikmyndir | 575 orð

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sjónvarpið21.30 Lítill og sakleysislegur apaköttur, sem verður á vegi ungrar stelpu, sigar á þau bæði löggum, glæpalýð og áhyggjufullum foreldrum hennar í bandarísku fjölskyldumyndinni Apaspil (Monkey Trouble, 1994). Apakötturinn reynist nefnilega vera slunginn vasaþjófur í þjónustu sígauna nokkurs sem Harvey Keitel leikur af snilld. Meira
18. apríl 1997 | Myndlist | 484 orð

"Heimskautsklaki"

Opið á tíma kaffistofunnar. Til 6. maí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ má telja allnokkurt verk að ætla sér að skilgreina hvernig hinn lokaði íslenzki karlmaður líti út inn við beinið, en það er viðfangsefni sýningar á Mokka, sem ber heitið "Maður með mönnum". Þrjátíu sjálfboðaliðar milli tvítugs og sextugs hafa verið kallaðir til að opna sig á veggjum kaffistofunnar. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 42 orð

Ívar Brynjólfsson í Galleríi Horninu

ÍVAR Brynjólfsson opnar ljósmyndasýningu í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, á morgun, laugardag kl. 17­19. Ívar hefur m.a. haldið nokkrar einkasýningar, og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Á þessari ljósmyndasýningu mun hann sýna myndir frá Garðabæ. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 64 orð

Judith Gans syngur í Listasafni Kópavogs

TÓNLEIKAR Judithar Gans söngkonu og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara, verða í Listasafni Kópavogs á sunnudagskvöld kl. 20.30. Á efnisskrá er m.a. fjöldi íslenskra einsöngslaga. Judith er komin til Íslands í þriðja sinn til að kynna sér íslensku sönglögin, og skrifa um þau greinar í bandarísk blöð. Tónleikar hennar í Listasafni Kópavogs verða þeir einu að sinni. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 187 orð

Kóranámskeið í Færeyjum

FÆREYINGAR bjóða íslensku kóráhugafóki til kóranámskeiðs dagana 7.­11. maí nk. í Þórshöfn. Tilefnið er þrátíu ára afmæli "Kórstevnunnar" í Færeyjum, en það eru kóranámskeið sem haldin hafa verið árlega síðan 1967 og hefjast alltaf á uppstigningardag. Ávallt hafa verið fengnir þekktir kórstjórar til að leiðbeina, einn í hvert sinn. Meira
18. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 274 orð

Kramer með fullkomnunaráráttu

MICHAEL Richards, 47 ára, sem leikur hinn kloflanga Kramer í sjónvarpsþáttunum "Seinfeld" sem hafa verið meðal vinsælustu sjónvarpsþátta í Bandaríkjunum um langt skeið, er haldinn fullkomnunaráráttu. Meira
18. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 185 orð

Laugarásbíó sýnir Árekstur

LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Árekstur eða "Chrash" með James Spader, Holly Hunter, Elias Koteas, Rosanna Arquette og Deborah Unger í aðalhlutverkum. Leikstjóri er David Cronenberg. Meira
18. apríl 1997 | Tónlist | 486 orð

Lát lúðrana gjalla

Lúðrasveit verkalýðsins undir stjórn Tryggva M. Baldurssonar og með Eydísi Franzdóttur sem einleikara, flutti verk eftir John Williams, Rimsky-Korsakov, Gustav Holst, Willam Schuman, Edward Grieg og Leonard Bernstein. Miðvikudagurinn 16. apríl, 1997. Meira
18. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 60 orð

Le Bon á Dýrlingnum

SÖNGVARI hljómsveitarinnar gamalkunnu Duran Duran, Simon Le Bon, sést hér mæta til Evrópufrumsýningar myndarinnar "The Saint" í London í vikunni, í fylgd eiginkonu sinnar Yasmin Le Bon. Myndin er byggð á breskum sjónvarpsþáttaröðum frá sjöunda og áttunda áratugnum þar sem "dýrlingurinn" Simon Templar, í túlkun Roger Moore og síðar Ian Ogilvie, berst við bófa og illþýði. Meira
18. apríl 1997 | Tónlist | 569 orð

Lofsöngur til lambsins

Ýmis kórlög; "Rejoice in the Lamb" eftir Britten. Árney Ingvarsdóttir (S), María M. Jónsdóttir (A), Jónas Guðmundsson (T), Árni Björnsson (B); Eggert Pálsson, pákur og slagverk; Marteinn H. Friðriksson, orgel. Kór Menntaskólans í Reykjavík u. stjórn Marteins H. Friðrikssonar og Þórunnar Björnsdóttur. Háteigskirkju, miðvikudaginn 16. apríl kl. 20.30. Meira
18. apríl 1997 | Myndlist | 692 orð

Málverka-fréttir

Þorvaldur Þorsteinsson. Opið kl. 14­18 fimmtudaga til sunnudaga til 27. apríl; aðgangur ókeypis. ÞAÐ hefur lengi mátt undrast langlundargeð myndlistarfólks gagnvart því sinnuleysi, sem það hefur átt að mæta hjá öflugustu myndmiðlum samtímans, hinum íslensku sjónvarpsstöðvum. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 170 orð

Meyjaskemman á afmæli Schuberts

NÝI tónlistarskólinn frumsýnir Meyjaskemmuna á sunnudaginn í tilefni 200 ára afmælis Franz Schuberts. Þetta er söngleikur í þremur þáttum með lögum eftir Schubert og í leikgerð A.M. Willners, Heinz Reiherts og Heinrichs Berté. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir, leikmynd eftir Jón Þórisson, ljósameistari er Jóhann Pálmason og hljómsveitarstjóri Ragnar Björnsson. Meira
18. apríl 1997 | Kvikmyndir | 243 orð

Norskar kvikmyndir á Cannes

FYRSTU kvikmyndir tveggja norskra leikstjóra hafa verið valdar til sýningar á Cannes kvikmyndahátíðinni í maí. Þær verða sýndar ásamt fimm öðrum byrjendaverkum í flokki mynda sem eru valdar af alþjóðlegum hópi gagnrýnenda. Mynd Pals Sletaunes, Ruslpóstur, fjallar um forvitinn og ástsjúkan póstbera (Robert Skjaerstad) sem gerist svo djarfur að lesa bréfin sem hann ber út. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 93 orð

Nýjar bækur ENSKT-ís

ENSKT-íslenskt Líforðasafn, er í samantekt Hálfdanar Ómars Hálfdanarsonar og Þuríðar Þorbjarnardóttur. Líforðasafnið er í raun 2. útgáfa Ensk­ íslenskrar orðaskrár í líffræði sem Hálfdan Ómar Hálfdanarson tók saman og gaf út árið 1981. Í Líforðasafni eru rúmlega 8.000 flettur, en fyrri útgáfan hafði að geyma um 3.300 flettur. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 126 orð

Nýjar bækur Vegs

Vegslóðar er ný ljóðabók eftir Þórarin Guðmundsson á Akureyri. Þetta er fjórða ljóðabók höfundar. Ljós og skuggar og Dagar komu út árið 1995 og Rúnir djúpsins árið 1996. Bókinni er skipt í fimm kafla. Efni ljóðanna er fjölbreytt og formið bæði bundið og óbundið. Í fyrsta kafla er áhersla lögð á gildi góðvildar, að sögn höfundar. Meira
18. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 66 orð

Opnunarhóf Einars Ben

OPNUNARHÓF nýs veitingastaðar, Einars Ben, sem er í Veltusundi 1, var haldið um síðustu helgi að viðstöddum fjölmörgum gestum. Boðið verður upp á nútíma íslenska matargerð á staðnum sem einungis verður opinn á kvöldin. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 32 orð

Orgeltónleikar í Kópavogskirkju

MARTEINN H.Friðriksson leikurá orgel Kópavogskirkjusunnudaginn 20.apríl kl. 21. Leikin verða verk eftirMendelssohn, JónÞórarinsson,Bach og Reger. Marteinn hefur verið organleikari og kórstjóri við Dómkirkjuna í Reykjavík frá árinu 1978. Marteinn H.Friðriksson. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 90 orð

PLEKTO (Flétta) er nýtt bókafor

PLEKTO (Flétta) er nýtt bókaforlag sem hefur það að markmiði að gefa út rit á esperanto eða um esperanto. Nýlega sendi forlagið frá sér bókina ^Sakaj pozicioj (Skákstöður) byggða á skákskýringum Margeirs Péturssonar stórmeistara í skák sem Pétur Yngvi Gunnlaugsson þýddi á esperanto. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 741 orð

Ráðist inn í karlaheiminn

ÞAÐ vakti geysilega athygli þegar Vínarfílharmónían lét undan þrýstingi fyrr á árinu og ákvað að leyfa konum að gerast fullgildir meðlimir í hljómsveitinni. Margir hljóðfæraleikaranna í hljómsveitinni eru þó enn afar ósáttir við þessa breytingu og í grein í The European færir Anna Tims rök fyrir því að best sé að leyfa körlunum að hafa Vínarsinfóníuna fyrir sig. Meira
18. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 151 orð

Regnboginn sýnir myndina Veiðimennirnir

SKÍFAN ehf. kynnir sænsku spennumyndina "The Hunters" eða Veiðimennirnir sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsinu Regnboganum. Leikstjóri myndarinnar er Kjell Sundvall. Eric hefur starfað sem lögreglumaður í Stokkhólmi í mörg ár. Eftir að hann lendir í hörðum skotbardaga ákveður hann að flytja til bróður síns á rólegan stað í Norður-Svíþjóð þar sem hann fæddist. Meira
18. apríl 1997 | Myndlist | 348 orð

Róða allífsins

Ragnhildur Stefánsdóttir. Opið á laugardögum frá kl. 14-16. Til 20. apríl. Aðgangur ókeypis. ÝMSU taka menn upp á í listinni og flestir hættir að kippa sér upp við það, þannig eru gjörningar víðs vegar um borgina, sem yfirleitt samlagast þó umhverfinu og menn taka naumast eftir. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 199 orð

Saga blökkumanna á safn

ALLMARGIR íbúar Detroit í Bandaríkjunum geta nú séð styttur af sjálfum sér, sem eru hluti sýningar í safni í borginni, sem nýlega var opnað aftur eftir umfangsmiklar breytingar. Þar er lögð áhersla á sögu Bandaríkjamanna af afrískum uppruna, allt frá því þeir voru fluttir til Ameríku í hlekkjum á þrælaskipum og fram til dagsins í dag. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 56 orð

Sameiginlegir tónleikar í Seltjarnarneskirkju

KÓR Fjölbrautaskólans við Ármúla og kór Kvennaskólans í Reykjavík halda sameiginlega tónleika í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 20. apríl kl. 16. Á efnisskrá eru íslensk og erlend sönglög svo og lög eftir stjórnendur kóranna, en þeir eru Sigurður Bragason, stjórnandi kórs Kvennaskólans í Reykjavík og Sigvaldi Snær Kaldalóns, stjórnandi kórs Ármúlaskóla. Píanóleik annast Jón Sigurðsson. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 61 orð

Samkór Mýramanna með tónleika í Seltjarnarneskirkju

SAMKÓR Mýramanna heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 19. apríl kl. 16. Efnisskráin verður fjölbreytt, segir í tilkynningu, og annast félagar úr kórnum einsöng í nokkrum laganna. Undirleik annast Clive Pollard, píanóleikari, og Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðluleikari. Kórinn er á förum til Þýskalands nú í vor og hyggst halda þar þrenna tónleika. Meira
18. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 157 orð

Schwarzenegger í hjartaaðgerð

HASARMYNDALEIKARINN Arnold Schwarzenegger, 49 ára, gekkst undir hjartaaðgerð í vikunni til að laga meðfæddan hjartagalla. Allar líkur eru á að leikarinn muni ná sér að fullu en gallinn hafði aldrei háð honum í leik og starfi. "Ég hef aldrei fundið neitt fyrir þessu en ég var mér þess meðvitandi að fyrr eða síðar þyrfti að láta laga þetta," sagði Scwarzenegger. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 80 orð

Skrifar myndlistarumsagnir

HULDA Ágústsdóttir mun skrifa umsagnir í Morgunblaðið um myndlist. Hulda ágústsdóttir er fædd 1965 í Reykjavík. Hún stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Myndlista og Handíðaskóla Íslands og Pratt Institute í New York. Hulda var Fulbright styrkþegi til MA náms í myndlist í Bandaríkjunum 1991-93. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 186 orð

Speglar og gler

Sólveig Eggertsdóttir. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14­18. Til 27. apríl. Ókeypis aðgangur. RÖÐ af tíu speglum sem eru huldir ólíkum efnum; plasti, vaxi, pappír og málningu, er komið fyrir á vegg í fremri sal. Í neðri sal er innsetning úr máluðu gleri sem þekur gólfflötinn og er fyllt með vatni að upphækkun þrepa fyrir miðju rýminu. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 60 orð

Sýning Daða Guðbjörnssonar framlengd

SÝNING Daða Guðbjörnssonar á vatnslitamyndum, sem undanfarið hefur staðið yfir í Galleríi Fold við Rauðarárstíg, verður framlengd um eina viku, eða til 27. apríl. Sýninguna nefnir listamaðurinn "Leitað í lind litanna". Í kynningarhorni gallerísins eru ljósmyndir frá Jökullóninu á Breiðamerkursandi eftir Klaus Kretzer. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 22 orð

Sýningu Ragnhildar í Tehúsinu að ljúka

Sýningu Ragnhildar í Tehúsinu að ljúka SKÚLPTÚRSÝNINGU Ragnhildar Stefánsdóttur, sem staðið hefur yfir frá 22. mars sl. í Tehúsinu, Hlaðvarpanum, lýkur á sunnudaginn. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 264 orð

Tilfinningaríkur og skapmikill

SENNILEGA er ekki ofsögum sagt að hlutverk Tevjes mjólkurpósts í Fiðlaranum á þakinu sé með þakklátustu hlutverkum söngleikjabókmenntanna. Til þessa hafa fimm íslenskir leikarar tekist það á hendur, Róbert Arnfinnsson í Þjóðleikhúsinu 1969, Sigurður Hallmarsson hjá Leikfélagi Húsavíkur 1979, Theodór Júlíusson hjá Leikfélagi Akureyrar 1988, Meira
18. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 45 orð

Tilhugalíf í París

TURTILDÚFURNAR og leikararnir Brad Pitt og Gwyneth Paltrow stunduðu tilhugalífið af kappi í París nýlega þegar tími gafst til frá tilstandi í kringum frumsýningu nýjustu myndar Pitts, "The Devil's Own". Hér sést leikarinn láta vel að unnustu sinni á bakka árinnar Signu. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 122 orð

Týnda teskeiðin í Búðardal Búðardal. Morgunblaðið.

NÚ STANDA yfir æfingar á leikritinu Týnda teskeiðin eftir Kjartan Ragnarsson hjá Leikklúbbi Laxdæla í Búðardal. Hörður Torfason leikstýrir og eru leikarar átta samtals, en alls standa um 20 manns að sýningunni. Það þykir nokkuð óvenjulegt að allir leikarar eru ungir og óreyndir, en að sögn leikstjóra efnilegir. Frumsýning er í Dalabúð föstudagskvöldið 25. apríl kl. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 1007 orð

UNGARNIR FLJÚGA ÚR HREIÐRINU

BOSSANOVA bandið á Seltjarnarnesi er orðið sex ára gamalt og er skipað átta tónlistarnemendum úr Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi sem nú eru flestir að ljúka þar námi. Þeir hafa fengið þar gott tónlistarlegt uppeldi og hafa þrír þeirra ákveðið að halda til náms við tónlistarskóla FÍH. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 46 orð

Vortónleikar Söngsmiðjunnar

VORTÓNLEIKAR Söngsmiðjunnar verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 18. apríl og hefjast kl. 16. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af íslenskum og erlendum sönglögum, afrískri og amerískri gospel-tónlist ásamt erlendum dægurlögum. Aðgangseyrir er 500 kr., en frítt fyrir eldri borgara og börn 12 ára og yngri. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 53 orð

Vortónleikar Tónlistarskóla Kópavogs

TÓNLISTARSKÓLI Kópavogs heldur ferna vortónleika nú í apríl. Almennir tónleikar hljóðfæranemenda verða laugardaginn 19. apríl kl. 11 og miðvikudaginn 23. apríl kl. 19.30. Tónleikar söngnemenda verða mánudaginn 21. apríl kl. 20.30 og píanónemenda þriðjudaginn 29. apríl kl. 19.30. Tónleikarnir fara allir fram í tónleikasal skólans, Hamraborg 11 og er aðgangur ókeypis. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 102 orð

Vædderen siglir með handrit á ný

DANSKA varðskipið Vædderen leggur af stað frá Kaupmannahöfn í dag með síðustu meginsendinguna af handritunum úr Árnasafni og er áætlað að afhenda þau Íslendingum til varðveislu í maí. Nú eru liðin 26 ár síðan danskt varðskip, samnefnt því sem nú siglir, Meira
18. apríl 1997 | Kvikmyndir | 676 orð

Væntanlegar kvikmyndir í Háskólabíó

ÓSKARSVERÐLAUNAFRAMLAG Frakka Ridicule verður sýnd í Háskólabíó í maí. Myndin gerist í Versölum árið 1780 þar sem ein helsta keppnisgreinin er að hafa aðra að háði og spotti, og allir reyna að verjast að verða auðmýktir eða niðurlægðir. Ridicule var útnefnd til fjölda Caesar-verðlauna (franski Óskarinn)og fékk m.a. Meira
18. apríl 1997 | Menningarlíf | 958 orð

Þar sem hefðin er haldreipi

ÍGEGNUM aldir andófs og ofsókna hafa gyðingar sótt styrk í trú sína og menningu. Fyrir vikið hafa orðið til miklar og líflegar bókmenntir á tungumálum þeirra, ekki síst hinni sérstæðu jiddísku, Meira
18. apríl 1997 | Kvikmyndir | 94 orð

(fyrirsögn vantar)

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKUÍbúð Joe (Joe's Apartment) Alaska (Alaska) Tryggingasvindl Meira

Umræðan

18. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 583 orð

Að skemmta skrattanum

"MINN Guð er húmoristi," sagði maðurinn. Þannig er því einmitt einnig farið með minn Guð, hann hefur skopskyn. En hver er minn Guð og hver er þinn Guð, maður minn? Ég trúi á hinn lifandi, kærleiksríka Guð, þann Guð sem elskaði svo heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Meira
18. apríl 1997 | Aðsent efni | 822 orð

Arðsemi endurbyggingar vegamannvirkja á Skeiðarársandi

SÍÐASTLIÐIÐ haust kom, eins og flestir muna, gríðarlegt jökulhlaup á Skeiðarársandi. Talið er rennsli á sandinum hafi, þegar það var mest, náð meira en 130 földu meðalrennsli Þjórsár. Afleiðingarnar urðu gífurlegar skemmdir á brúm og vegum á sandinum. Tjón var metið um einn milljarður króna. Meira
18. apríl 1997 | Aðsent efni | 593 orð

Engin sátt um stjórnkerfi fiskveiða

BARÁTTAN um framtíðaryfirráð yfir auðlindum landsins er nú í hámarki, og hefir verulegur hluti þeirra nú þegar verið lagður í hendur hinna fáu útvöldu, og jafnframt verið tekinn af hinum almennu borgurum þessa lands, sem hvergi fá að að komast. Síðasta framlagið í umræðuna leggur Þröstur Ólafsson, hagfræðingur, til í fjórum löngum greinum, sem lauk með samdrætti í Mbl. 5.4. sl. Meira
18. apríl 1997 | Aðsent efni | 1237 orð

Góður skriður ­ af hverju?

Í GREIN sem Guðmundur Harðarson skrifaði og birti í Morgunblaðinu 22. nóvember 1996 var vikið að erlendum sundþjálfurum. Mikilvægt er að fá að koma sjónarmiðum okkar á framfæri í því máli. Vegna þess að við erum búsettir erlendis og greinin því upphaflega samin á þýsku hefur hún lent á þvælingi og birtist fyrst núna. Meira
18. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 597 orð

Interfaith fordæmi fyrir friði á jörðu milli trúarbragða

ÞING Trúarbragða heims verður haldið árið 1999, í Cape Town í Suður-Afríku. Jim Kenny, framkvæmdastjóri fyrir "Concil for Parliment of World´s Religions", tilkynnti það nýlega, en hugmyndin var að þingið yrði í beinu framhaldi af afmælishátíðarhöldunum sem voru í Chicago árið 1993. Meira
18. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 155 orð

Leikfimi á Kanarí

SÓLSKINSEYJAN Kanarí er vinsæl meðal Íslendinga að vetrarlagi. Þangað flykkist landinn í þúsundatali í svartasta skammdeginu og nýtur sólar og hlýju. Flestir stunda sólböð og gönguferðir og njóta lífsins út í ystu æsar. Það hefur undirritaður gert í þau skipti, sem hann hefur lagt leið sína þarna suður. Í vetur varð breyting á. Sigurður R. Meira
18. apríl 1997 | Aðsent efni | 416 orð

Margt smátt gerir eitt stórt ­ getum við átt þar hlut að máli?

OFT horfum við á fréttamyndir og hugsum með hryllingi; er einhver von? Ég vildi að ég gæti hjálpað. En raunin er sú að þú getur hjálpað því þótt þörfin sé mikil þurfum við að muna að margt smátt gerir eitt stórt. Mig langaði að benda á og vekja athygli þína á ABC hjálparstarfi og söfnun þeirri sem stendur yfir í dag. Meira
18. apríl 1997 | Aðsent efni | 333 orð

Nýr Barnaspítali í augsýn

ÍSLENDINGAR hafa sýnt og sannað margsinnis að þegar viljinn er fyrir hendi þá er allt hægt. Fólk vill almennt láta gott af sér leiða og er tilbúið að styðja við bakið á þeim semminna mega sín. Meira
18. apríl 1997 | Aðsent efni | 615 orð

Rangfærslur Brynju Benediktsdóttur

FRAMKVÆMDASTJÓRN Leiklistarráðs hefur óskað eftir birtingu eftirfarandi yfirlýsingar vegna ummæla Brynju Benediktsdóttur í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Vegna þess að mikillar ónákvæmni gætir í máli Brynju Benediktsdóttur í Morgunblaðinu á miðvikudag vill framkvæmdastjórn Leiklistarráðs taka fram eftirfarandi: 1. Meira
18. apríl 1997 | Aðsent efni | 872 orð

Ráðherra, Reykjavíkurborg og stjórnarskráin

SAMEIGINLEGUR markaður varðandi opinber innkaup er eitt af mikilvægustu atriðunum í EES- samningnum. Talið hefur verið að hér sé um að ræða árleg viðskipti sem nema 700-800 milljörðum ECU eða 59-67 billjónum íslenskra króna. Meira
18. apríl 1997 | Aðsent efni | 2700 orð

Um Vínlands réttar refilstigu

LAGADEILD Háskóla Íslands og lagadeild Ohio Northern-háskólans í Ada hafa haft sérstök tengsl sín á milli síðan árið 1960. Það voru prófessorarnir Ármann Snævarr og Eugéne N. Hanson sem á sínum tíma voru frumkvöðlar að þessum samskiptum. Þau felast aðallega í gagnkvæmum heimsóknum laganema milli skólanna. Meira

Minningargreinar

18. apríl 1997 | Minningargreinar | 177 orð

Aðalheiður Gestsdóttir

Elsku langamma. Nú ert þú hjá guði, þér er batnað og núna líður þér vel. Svona er guð góður vegna þess að hann hjálpar öllum. Þú og guð voruð svo góðir vinir, þú baðst alltaf bænirnar þínar og sagðir okkur bræðrunum að gera það líka. Við söknuðum þín svo mikið. Þú kunnir svo margar sögur og mörg kvæði. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 173 orð

Aðalheiður Gestsdóttir

Elsku amma mín. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Mig langar að þakka þér samfylgdina í þessu lífi. Á svona tímamótum rifjast ýmislegt upp, mér eru minnisstæðar allar ferðirnar til þín á Eyrarbakka, fyrst sem stelpa með mömmu og pabba og síðan ég sjálf með mína fjölskyldu sem var svo lánsöm að fá að kynnast þér. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 1040 orð

Aðalheiður Gestsdóttir

Hún amma er dáin, þetta er köld staðreynd sem erfitt er að meðtaka. Það verður skrítið að ganga framhjá Björgvin vitandi að nú sé hún ekki lengur þar. Við systurnar vorum heimagangar hjá ömmu frá því að við fórum að geta hlaupið á milli húsa sjálfar. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 889 orð

Aðalheiður Gestsdóttir

Elsku yndislega amma mín. Þú ert dáin og söknuðurinn er mikill. Ég sit hérna og græt er ég rifja upp margar góðar minningar um þig, elsku amma mín, alveg frá því að ég var lítil skotta að vesenast í kringum þig. Ég man þegar við fórum á haustin austur að skóla til að taka upp kartöflur í garðinum þar, ég sem var svo lítil að ég rétt gat rogast með körfurnar. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 325 orð

Aðalheiður Gestsdóttir

Elsku langamma okkar, nú ertu komin til guðs og englanna og mamma sagði okkur að nú værir þú búin að hitta langafa aftur, við vitum að Guð passar þig vel fyrir okkur, svo biðjum við hann líka alltaf um það í bænunum okkar. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 369 orð

AÐALHEIÐUR GESTSDÓTTIR

AÐALHEIÐUR GESTSDÓTTIR Aðalheiður Gestsdóttir fæddist í Pálshúsum á Stokkseyri 15. október 1907. Hún lést að morgni þriðjudagsins 8. apríl síðastliðinn á Sjúkrahúsi Suðurlands. Foreldrar hennar voru Guðríður Guðlaugsdóttir, f. 14. september 1876, d. 2. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 67 orð

Aðalheiður Gestsdóttir Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 247 orð

Anna Bergþórsdóttir

Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Anna var miklum mannkostum búin, hið góða hjartalag, fórnfýsi, og alltaf tilbúin að aðstoða og hjálpa öðrum. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 30 orð

ANNA BERGÞÓRSDÓTTIR Anna Bergþórsdóttir fæddist á Akureyri 17. júní 1925. Hún lést á heimili sínu, Lindarsíðu 4, Akureyri, 7.

ANNA BERGÞÓRSDÓTTIR Anna Bergþórsdóttir fæddist á Akureyri 17. júní 1925. Hún lést á heimili sínu, Lindarsíðu 4, Akureyri, 7. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 17. mars. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 251 orð

Arna Rún Haraldsdóttir

Elsku Arna mín. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért horfin á braut í blóma lífsins. Þér hefur örugglega verið ætlað eitthvað mikið á nýjum og betri stað, því þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert. En samt er svo erfitt að sætta sig við að þú ert farin. Þú sem varst alltaf svo hress og full af ævintýraþrá. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 273 orð

Arna Rún Haraldsdóttir

Elsku augasteinninn okkar ömmu og afa er horfinn til æðri heima. Þvílík sorg. Engin orð fá því lýst. Minningarnar um þig munu lifa áfram og bærast í brjóstum okkar. Sérstaklega samverustundirnar sem við áttum á Eyrarbakka hjá Eyfa frænda frá því þú varst lítil stúlka. Mikið varstu hrifin af öllum dýrunum. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 453 orð

Arna Rún Haraldsdóttir

Elsku Arna mín. Það er ómögulegt að trúa því að þú sért farin yfir móðuna miklu. Þegar ég hélt að lífið væri rétt að byrja þá er þínu hlutverki lokið meðal okkar. Við vinkonurnar vorum farnar svolítið hver í sína áttina. Sumar voru erlendis, aðrar að vinna eða í skóla og enn aðrar að skapa nýtt líf. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 319 orð

Arna Rún Haraldsdóttir

Arna mín, þín verður sárt saknað. Ég man, þegar ég var að koma í Ölduselsskóla í sjö ára bekk. Við vorum báðar í Ísaksskóla og leiðir okkar lágu síðan saman áfram í Ölduselsskóla. Ég minnist þess alltaf þegar við vorum í frímínútum, strákarnir voru að stríða okkur, henda í okkur snjó eða kaffæra okkur, þá komst þú alltaf til hjálpar. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 251 orð

Arna Rún Haraldsdóttir

Elsku Arna Rún frænka! Okkur setti hljóðar er við fréttum að þú, Arna Rún, frænka okkar, hefðir á svo voveiflegan hátt yfirgefið þennan heim. Við spyrjum okkur á slíkri sorgarstundu hver sé tilgangurinn? Það er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska og það er eflaust mikið til í því. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 334 orð

Arna Rún Haraldsdóttir

Elsku Arna mín. Það er sárt til þess að hugsa að þú sért ekki lengur á meðal okkar, en vegir Guðs eru órannsakanlegir og erfitt er að skilja hvers vegna svona ung og yndisleg stúlka eins og þú varst, er hrifin í burtu frá okkur sem þótti svo ólýsanlega vænt um þig. Allar mínar bestu æskuminningar eru tengdar þér. Ég man í rauninni ekki eftir mér öðruvísi en að þú hafir verið þar líka. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 295 orð

Arna Rún Haraldsdóttir

Okkur systkinin langar í nokkrum orðum að minnast Örnu Rúnar frænku okkar sem lést af slysförum hinn 8. apríl sl. Arna Rún fæddist árið 1975, þremur árum á eftir Elfu Huld systur sinni. Á þeim árum bjuggum við systkinin í kjallaranum á Tjarnarbrautinni, en einmitt þaðan eru fyrstu minningarnar um frænkurnar í heimsóknum þeirra til ömmu og afa á efri hæðina. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 404 orð

Arna Rún Haraldsdóttir

Elsku Arna mín. Laugardaginn 5. apríl var hringt og sagt að þú hefðir dottið af hestbaki og værir alvarlega slösuð. Ég fékk áfall eins og allir hinir en við flýttum okkur niður á spítala til að leita frétta um þig. Á meðan við vorum að bíða rifjuðust upp fyrir mér margar góðar minningar, t.d. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 619 orð

Arna Rún Haraldsdóttir

Vorið er ætíð tími vona og fyrirheita. Þá sjáum við lífið vakna með öðrum hætti en annars er. Við verðum bjartsýn og ætlum okkur sannarlega að taka þátt í svo mörgu, sem framtíðin ber í skauti sér. Í vináttu skólaáranna þá ræðum við gjarnan þessa drauma, sem bærast hið innra með okkur. Vináttan gefur okkur líka trúnað hvert við annað og sameiginlegar vonir, væntingar og framtíðaráform. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 161 orð

Arna Rún Haraldsdóttir

Elsku yndislega Arna mín, með þessum fáu orðum vil ég minnast þín. Við kynntumst fyrst þegar við vorum sjö ára gamlar í Ölduselsskóla, síðan þá höfum við vinkonurnar brallað ýmislegt saman. Þegar ég lít til baka eru flestar mínar minningar tengdar þér. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 255 orð

Arna Rún Haraldsdóttir

Arna mín, ég sé þig fyrir mér, þar sem þú stendur í dyragættinni hjá mér. Svo bein í baki, dökka síða hárið þitt niður í mitti, glettnisglampi í brúnum augunum. Hörður, Sædís og Sverrir á hlaupum til að komast sem fyrst til þín og kisurnar Snúður og Snælda að reyna að klifra upp fötin þín, til að fá klappið sitt sem fyrst. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 114 orð

ARNA RÚN HARALDSDÓTTIR

ARNA RÚN HARALDSDÓTTIR Arna Rún Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 24. apríl 1975. Hún lést af slysförum 8. apríl síðastliðinn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Foreldrar hennar voru Haraldur Á. Haraldsson, byggingatæknifræðingur, f. 1946 í Hafnarfirði, og Sigurveig Úlfarsdóttir, kennari, f. 1948 í Reykjavík. Systkini Örnu Rúnar voru Elfa Huld, f. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 120 orð

Arna Rún Haraldsdóttir Arna mín, sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Ég vil þakka þér samfylgdina, hún var alltof

Arna mín, sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Ég vil þakka þér samfylgdina, hún var alltof stutt. Ekki grunaði mig á föstudagskvöldið að það væri í síðasta sinn sem ég sæi þig, fulla af lífi og orku. Þú varst svo geislandi fögur, þvílík útgeislun, en samt svo fjarræn. Ég starði á þig og nefndi það við þig. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 362 orð

Arna Rún Haraldsdóttir Dauðinn er lækur lífið er strá skjálfandi horfir það straumfallið á. (Höf. óþekktur.)

Dauðinn er lækur lífið er strá skjálfandi horfir það straumfallið á. (Höf. óþekktur.) Elsku Arna mín! Ég er búin að vera að fresta því að skrifa þetta, eins og það breyti einhverju! Ég vildi frekar geta hringt í þig og kjaftað smástund og notað kveðjuna "sjáumst þá á eftir". Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 155 orð

Arna Rún Haraldsdóttir Dóttir, í dýrðarhendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú

Dóttir, í dýrðarhendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Arna Rún. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 61 orð

Arna Rún Haraldsdóttir Heljar reip komu harðlega sveigð að síðum mér. Slíta eg vildi, en þau seig voru. Létt er laus að fara.

Arna Rún Haraldsdóttir Heljar reip komu harðlega sveigð að síðum mér. Slíta eg vildi, en þau seig voru. Létt er laus að fara. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 114 orð

Arna Rún Haraldsdóttir "Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar

"Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 980 orð

Álfheiður Einarsdóttir

Einhvern veginn er það þannig að dauðinn kemur manni alltaf í opna skjöldu, jafnvel þó að aðdragandinn sé langur. Þegar ég heimsótti þig á Hjúkrunarheimilið Eir í síðasta sinn þá sá ég vel í hvað stefndi, þú varst ekki sjálfri þér lík og áttir erfitt með að koma orðum að því sem þú vildir segja, en hlýjan og þægilega viðmótið þitt var til staðar. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 224 orð

ÁLFHEIÐUR EINARSDÓTTIR

ÁLFHEIÐUR EINARSDÓTTIR Álfheiður Einarsdóttir fæddist í Gljúfri í Ölfusi 1. ágúst 1928. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Sigurðsson og Pálína Benediktsdóttir, sem lengst af bjuggu í Einholti í Ölfusi. Þau eignuðust 13 börn og var Álfheiður í miðjum hópnum. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 471 orð

Áslaug Axelsdóttir

Hópurinn, sem útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands á vordögum 1949, smáþynnist. Af 27 útskrifuðum, þar af tveimur stúdentum, sem luku náminu á einum vetri, eru sex látin. Enn sem komið er, er Áslaug eina stúlkan (af tíu) sem horfin er úr hópnum okkar góða. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 185 orð

ÁSLAUG AXELSDÓTTIR

ÁSLAUG AXELSDÓTTIR Áslaug Axelsdóttir var fædd á Ási í Kelduhverfi í N-Þing. 16. desember 1927. Hún lést á föstudaginn langa 28. mars. Foreldrar hennar voru Sigríður Jóhannesdóttir húsfreyja og Axel Jónsson, bóndi og kennari. Áslaug varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1945, en settist í 2. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 232 orð

Elínrós Margrét Hermannsdóttir

Elsku amma mín, það er með söknuði sem ég kveð þig í hinsta sinn en þó veit ég að þar sem þú hvílir nú með afa og Hemma líður þér vel. Þú varst nákvæmlega eins og ömmur eiga að vera og miklu meira en það. Blíð, þolinmóð og aldrei of upptekin til að passa okkur ömmubörnin þó oft gengi ýmislegt á. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 29 orð

ELÍNRÓS MARGRÉT HERMANNSDÓTTIR Elínrós Hermannsdóttir var fædd á Kolgrímastöðum í Eyjafirði 28. apríl 1922. Hún lést hinn 31.

ELÍNRÓS MARGRÉT HERMANNSDÓTTIR Elínrós Hermannsdóttir var fædd á Kolgrímastöðum í Eyjafirði 28. apríl 1922. Hún lést hinn 31. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 10. apríl. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 717 orð

Gizur Bergsteinsson

Fyrir nokkrum dögum fylgdum við Gizuri Bergsteinssyni, fyrrum hæstaréttardómara, til grafar. Hann hefði orðið 95 ára í dag, ef hann hefði lifað, svo árin voru orðin mörg. En hann hélt sér vel fram undir það síðasta og þar sem hann var sílesandi var ellin honum léttbær. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 32 orð

GIZUR BERGSTEINSSON Gizur Bergsteinsson, fyrrum hæstaréttardómari, fæddist á Árgilsstöðum í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 18.

GIZUR BERGSTEINSSON Gizur Bergsteinsson, fyrrum hæstaréttardómari, fæddist á Árgilsstöðum í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 18. apríl 1902. Hann lést í Reykjavík 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 3. apríl. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 166 orð

Guðmundur Jóhannesson

Kæri Mundi frændi, okkur systurnar langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Við kynntumst þér í sveitinni hjá ömmu og afa á Saurum þegar við vorum litlar stelpur. Það sem við munum allra best voru þín séreinkenni sem við höfðum ekki séð áður, eins og göngulagið þitt þegar þú gekkst um túnin með hendur fyrir aftan bak og horfðir út í haga. Það fannst okkur borgarstelpunum skrýtið göngulag. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 804 orð

Guðmundur Jóhannesson

Fyrir um það bil átta áratugum situr móðir við sjúkrabeð sonar og biður. Drengurinn hennar er tveggja ára og hefur fengið lungnabólgu. Læknirinn hefur sagt móðurinni að líklegast lifi hann ekki sólarhringinn af. En sá stutti hafði af þennan sólarhring og lifði í rúm áttatíu ár. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 386 orð

GUÐMUNDUR JÓHANNESSON

GUÐMUNDUR JÓHANNESSON Guðmundur var fæddur á Vígholtsstöðum í Dalasýslu 13. júní 1916. Hann lést á Akranesi 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jófríður M. Guðbrandsdóttir, f. 1885, og Jóhannes G. Benediktsson, f. 1884. Þau létust bæði í marsmánuði 1954. Guðmundur var næstyngstur systkina sinna, sem nú eru öll látin. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 254 orð

Ingibjörg Bjarnadóttir

Í dag kveðjum við Ingibjörgu Bjarnadóttur og er hún farin síðust systkinanna frá Austurvöllum á Akranesi. Mín kynni af Ingibjörgu eru nú orðin nærri 13 ár, dásamlegur tími með þessari merku konu sem var hreinskiptin og sagði sína meiningu umbúðalaust. Kynni okkar voru þægileg og er því að þakka að sonardóttur hennar, konan mín, hafði mikið dálæti á ömmu sinni og áttu þær gott skap saman. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 99 orð

INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR

INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR Ingibjörg Bjarnadóttir fæddist á Akranesi 17. september 1911. Hún lést hinn 13. apríl síðastliðinn á Sjúkrahúsi Akraness. Foreldrar hennar voru Bjarni Gíslason og Helga Bjarnadóttir. Bræður Ingibjargar voru þrír og eru þeir allir látnir, þeir voru: Gísli, Bjarni Ingi og Sighvatur, sem var tvíburabróðir Ingibjargar. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 633 orð

Ingvar Björnsson

Ingvar Björnsson var vinur okkar. Við vissum að hann var haldinn banvænum sjúkdómi um tveggja ára skeið, en samt kom fréttin um andlát hans eins óvænt og við hefðum ekkert vitað. Staðreyndin er svo endanleg og miskunnarlaus, þegar allt er um garð gengið, að erfitt er að sætta sig við hana. Við kynntumst Ingvari og fjölskyldu hans á námsárunum út í Þýskalandi. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 546 orð

Ingvar Björnsson

Við fráfall gamals og góðs vinar míns, Ingvars Björnssonar, lögmanns, verður mér og mörgum þeim öðrum, sem áttu með honum samleið í áranna rás, hugsað til góðra kynna og margra glaðværra stunda meðan sól var á lofti. Ég kynntist Ingvari fyrst á skólaárum okkar í Menntaskólanum á Akureyri, þar sem við vorum bekkjarfélagar í fjóra vetur. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 454 orð

Ingvar Björnsson

Elskulegur frændi minn, Ingvar Björnssson, hefur kvatt þessa jarðvist langt fyrir aldur fram, eftir langvinna baráttu við illvígan sjúkdóm. Mínar fyrstu minningar af Ingvari eru frá því að ég var smástrákur en hann unglingspiltur. Margar góðar myndir koma upp í hugann af heimsóknum á heimili foreldra hans við Sunnuveg í Hafnarfirði. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 134 orð

Ingvar Björnsson

Ingvar Björnsson Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 389 orð

Ingvar Björnsson

Ingvar Björnsson Ingvar Björnsson fæddist í Kaupangi í Eyjafirði 8. júlí 1944. Hann lést á Landspítalanum hinn 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Björn Ingvarsson, fv. yfirborgardómari, f. 20. maí 1917, og Margrét Þorsteinsdóttir, húsfrú, f. 12. febrúar 1922. Bræður Ingvars eru: Þorsteinn, f. 31. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 199 orð

Ingvar Björnsson

Það er ekki svo langt síðan við nokkrir félagar úr Haukum komum saman hressir og kátir, og fögnuðum afreki sem við unnum fyrir tæpum 40 árum. Ingvar Björnsson var í þessum hópi. Já, hratt flýgur stund. En nú er skarð fyrir skildi. Strax í barnaskóla hófust kynni okkar Ingvars sem staðið hafa óslitið síðan og aldrei borið skugga á. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 312 orð

Ingvar Björnsson

Útför Ingvars Björnssonar lögmanns fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag. Ingvar lést 7. apríl sl. Andlát Ingvars kom þeim er hann þekktu ekki á óvart, þótt kallið virtist koma skyndilega og rista í vitundina. Kveðjustundin er runnin upp. Margs er að minnast og ótal minningar frá liðnum tíma renna í gegnum hugann á örskotsstund. Leiðir okkar Ingvars lágu snemma saman. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 44 orð

Ingvar Björnsson Ástarkveðja frá eiginkonu Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni

Ingvar Björnsson Ástarkveðja frá eiginkonu Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu' og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 244 orð

Jón Þórir Árnason

Fallinn er frá Jón Þ. Árnason. Kynni okkar af Jóni Þ. hófust fyrir rúmlega 16 árum er Jón Arnar varð starfsmaður í blaðainnflutningsfyrirtæki hans, en hann hafði með höndum innflutning á þýskum blöðum og tímaritum. Það er okkur minnisstætt þegar þessi virðulegi eldri maður kallaði okkur til sín þar sem við vorum að bera út Dagblaðið einn daginn. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 30 orð

JÓN ÞÓRIR ÁRNASON Jón Þórir Árnason fæddist á Karlsskálum við Reyðarfjörð 26. desember 1917. Hann lést á Landspítalanum 10.

JÓN ÞÓRIR ÁRNASON Jón Þórir Árnason fæddist á Karlsskálum við Reyðarfjörð 26. desember 1917. Hann lést á Landspítalanum 10. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 17. apríl. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 129 orð

Kristinn Gautason

Elsku Kristinn, litli engillinn minn. Þú varst sannkölluð hetja. Þann stutta tíma sem þú dvaldir hjá okkur barðist þú hetjulega við erfiðan hjartasjúkdóm. Mig langar að þakka þér fyrir þann tíma er ég átti með þér, aldrei mun ég gleyma augunum þínum sem sögðu svo margt. Elsku Silla og Gauti, þið hafið sýnt einstakan styrk og dugnað á þessum erfiðleikatímum. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 112 orð

Kristinn Gautason

Elsku frændi okkar, nú ert þú farinn frá okkur til annarra heima. Þú varst svo fallegur, það var svo gott að fá að halda á þér og horfa á þig. Við höfðum svo stuttan en dýrmætan tíma með þér. Við ætlum að hugsa oft til þín. Elsku Kristinn, við biðjum guð að geyma þig og þökkum þér fyrir stutt kynni. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 723 orð

Kristinn Gautason

Þegar tvíburarnir Kristinn og Kristófer fæddust var öll fjölskyldan búin að bíða lengi eftir þessum degi með mikilli tilhlökkun en jafnframt kvíða, því við vissum frá 19. viku að annar tvíburinn var með mjög alvarlega hjartagalla og töldu læknarnir að ekkert væri hægt að gera fyrir hann. Eftir fæðinguna var Kristinn settur strax í ómskoðun til að athuga ástand hans. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 263 orð

Kristinn Gautason

Örfá kveðjuorð um lítinn vin. Þitt lífsspor varð eins og einn samfelldur dagur, dagur þar sem við öll hin vissum, að nótt væri nær. Frændi, sem áttir aldrei neina lífsvon og núna ertu farinn, litli vinur. Þín er sárt saknað. Stundir með þér, þar sem þú horfðir svo innilega í augu manns og maður velti því fyrir sér hvað þig langaði til að segja manni. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 505 orð

KRISTINN GAUTASON

Okkur langar til þess að kveðja þig með nokkrum orðum, elsku litli drengurinn okkar. Síðastliðið sumar fréttum við að við ættum von á tvíburum, sem voru svo sannarlega velkomnir. Það var því harkalegt reiðarslag fyrir okkur þegar við í september fengum þær hörmulegu fréttir að annað barnið okkar væri með erfiða hjartagalla og myndi aldrei eiga sér langa lífdaga. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 62 orð

KRISTINN GAUTASON

KRISTINN GAUTASON Kristinn Gautason fæddist í Reykjavík 29. janúar 1997. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigurlaug J. Stefánsdóttir, f. 27. janúar 1963, og Karl Gauti Hjaltason, f. 31. maí 1959. Bræður Kristins eru Alexander, f. 28. janúar 1994, og tvíburabróðir Kristins, Kristófer, f. 29. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 100 orð

Kristinn Gautason Elsku Kristinn. Okkur afa þinn langar að þakka þér þær yndislegu minningar sem við eigum um þig. Verða þær

Elsku Kristinn. Okkur afa þinn langar að þakka þér þær yndislegu minningar sem við eigum um þig. Verða þær vel geymdar í hugum okkar. Mikill var lífsviljinn hjá þér, elsku barn. Megir þú hvíla í friði, elsku litli drengurinn okkar. Ó, blíði Jesú, blessa þú það barn er vér þér færum nú. Tak það í faðm og blítt það ber með börnum Guðs á örmum þér. (V. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 122 orð

Kristinn Gautason Elskulegi litli drengurinn þeirra Sillu og Gauta er dáinn. Drottinn gaf og Drottinn tók. Hann hlýtur að ætla

Elskulegi litli drengurinn þeirra Sillu og Gauta er dáinn. Drottinn gaf og Drottinn tók. Hann hlýtur að ætla litlum dreng stórt hlutverk annars staðar. Kristinn litli var fallegur drengur, með yndisleg djúpblá augu. Það gaf mér mikið að fá að koma til ykkar og fá að halda á honum og faðma. Vil ég þakka ykkur fyrir þær stundir sem ég fékk með honum. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 113 orð

Kristinn Gautason Elsku litli Kristinn. Okkur langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Þér var ekki hugað langt líf, en þú varst

Elsku litli Kristinn. Okkur langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Þér var ekki hugað langt líf, en þú varst sterkur og duglegur og við fengum að njóta þín í tíu vikur. Það er sárt til þess að hugsa að þú sért farinn héðan. En huggun að vita af þér hjá drottni sem vakir yfir þér. Elsku Kristinn litli, minningin um þig, yndislega barn, mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 77 orð

Kristinn Gautason Mér þykir leiðinlegt að þú skulir fara frá okkur svona ungur. Ég þakka þér fyrir þær stundir sem ég átti með

Kristinn Gautason Mér þykir leiðinlegt að þú skulir fara frá okkur svona ungur. Ég þakka þér fyrir þær stundir sem ég átti með þér, ég geymi þær í hjarta mínu. Ég bið guð að geyma þig. Ég mun alltaf hugsa til þín. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 734 orð

Njáll Þóroddsson

Vinur minn Njáll Þóroddsson lést á sjúkradeild Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar í Reykjavík að morgni föstudagsins 11. apríl eftir margra ára stranga og erfiða baráttu við sjúkdóma. Njáll fæddist á bænum Einhamri í Hörgárdal, Eyjafirði, 28. júlí árið 1919. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 1311 orð

Njáll Þóroddsson

Njáll setti sér fljótlega það markmið eftir ferminguna að komast á skólabekk til að afla sér einhverrar menntunar. Ekki vantaði skóla, en það vantaði peninga og sæmilega greidd vinna lá ekki á lausu fyrir unglinga, en hann eygði færa leið, þó fyrirhafnarsöm væri hún og erfið á köflum fyrir óharðnaðan pilt. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 174 orð

NJÁLL ÞÓRODDSSON

NJÁLL ÞÓRODDSSON Njáll Þóroddsson fæddist á Einhamri í Hörgárdal 28. júlí 1919. Hann lést 11. apríl síðastliðinn á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Foreldrar hans voru: Þóroddur Magnússon, bóndi á Einhamri í Hörgárdal, f. 29.6. 1885 á Ásgerðarstaðaseli í Hörgárdal, d. 3.1. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 413 orð

Ragnheiður Elbergsdóttir Þórður Pálsson

Í minningum okkar um Heiðu og Þórð, þar sem við rifjum upp liðnar stundir, sjáum við þau alltaf saman. Þau kynntust ung að árum, hún sextán ára og hann tuttugu og sex ára. Fljótlega eftir að þau kynntust stofnuðu þau heimili í Grundarfirði, fyrst í leiguhúsnæði þar til þau byggðu sér húsið á Grundargötu 13. Þau giftust árið 1956 og bjuggu saman þar til Þórður lést í ágúst 1996. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 340 orð

Ragnheiður Elbergsdóttir Þórður Pálsson

Hún elsku Heiða frænka okkar er látin. Þegar við systkinin setjumst niður og hugsum um Heiðu og Þórð, mann hennar, sem einnig er látinn, kemur strax upp í hugann öll ástin og hlýjan sem við höfum fengið frá þeim alla okkar tíð. Við minnumst heimsóknanna til Heiðu frænku og Þórðar í Borgarnes. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 405 orð

Ragnheiður Elbergsdóttir Þórður Pálsson

Okkur langar að minnast hennar Heiðu frænku í nokkrum orðum. Það getur verið nokkuð erfitt að ætla að minnast kynna okkar sem hafa varað alla okkar ævi í nokkrum orðum. Þegar við vorum börn og leiðin lá til Reykjavíkur, var alltaf komið við hjá Heiðu og Þórði í Borgarnesi og viðtökurnar þar voru ekki af verri endanum. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 111 orð

RAGNHEIÐUR ELBERGSDÓTTIR ÞÓRÐUR PÁLSSON

RAGNHEIÐUR ELBERGSDÓTTIR ÞÓRÐUR PÁLSSON Ragnheiður Elbergsdóttir fæddist á Kvíabryggju í Eyrarsveit 14. janúar 1929. Hún lést á Landspítalanum 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásgerður Guðmundsdóttir og Elberg Guðmundsson frá Grundarfirði. Eru þau bæði látin. Þórður Pálsson fæddist á Elliða í Staðarsveit 23. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 375 orð

Sigríður Guðvarðsdóttir

Elsku amma. Með æðruleysi og reisn barðist þú við sjúkdóm undanfarin ár og hefur nú fengið hvíld. Þegar við lítum til baka er margs að minnast. Við áttum mörg sporin til þín á "Smáró" og alltaf tókst á móti okkur með hlýju. Við sátum oft á spjalli í eldhúskróknum og þú sagðir okkur frá mörgu sem hafði drifið á daga þína. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 26 orð

SIGRÍÐUR GUÐVARÐSDÓTTIR

SIGRÍÐUR GUÐVARÐSDÓTTIR Sigríður Guðvarðsdóttir fæddist í Reykjavík 1. júlí 1921. Hún lést á Sauðárkróki 26. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 5. apríl. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 451 orð

Stefán Halldórsson

Fyrir stuttu rakst ég á allar þessar fallegu teikningar af skútum og fleiri stórkostlegar myndir sem hann afi minn hafði teiknað og fór að skoða þær og mikið hugsaði ég til afa, það voru ekki nema tveir dagar þangað til ég myndi koma heim til Stykkishólms og sjá hann. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 31 orð

STEFÁN HALLDÓRSSON

STEFÁN HALLDÓRSSON Stefán Halldórsson fæddist í Sandvík í Norðfjarðarhreppi 9. júní 1903. Hann lést á St. Fransiskusspítala í Stykkishólmi 25. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stykkishólmskirkju 3. apríl. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 516 orð

Þorgeir L. Árnason Hlý su

Hlý sumargola, sólbjartur himinn, spenna í lofti og svifflugur sem bíða flugtaks. Þetta eru minningar sem koma í hugann þegar við hugsum til þín, Þorgeir, kæri vinur. Félagsskapur um 15­20 ára skeið og ótal samverustundir við leik og störf hafa tengt okkur böndum og skapað minningar sem við búum að til æviloka. Þú varst einn af okkar reyndustu flugmönnum og mjög yfirvegaður einstaklingur. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 467 orð

Þorgeir Logi Árnason

Það var vordag árið 1980 sem vinur minn bauð mér upp á Sandskeið. Þannig atvikaðist að mér var boðið í mitt fyrsta svifflug. Kennarinn kynnti stjórntæki og mælabúnaðinn fyrir mér á afar einfaldan og skýran hátt, án málalenginga. Flug hans reyndist svipað. Hann hélt öruggum höndum um "pinnann" og beindi flugunni að þeim stöðum í hanginu þar sem mestan uppvind virtist vera að fá. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 263 orð

Þorgeir Logi Árnason

Í dag kveðjum við vinnufélaga okkar og fyrrverandi vinnuveitanda til margra ára, Þorgeir L. Árnason, sem lést af slysförum, langt um aldur fram. Við viljum með örfáum orðum kveðja góðan vin. Í gegnum hugann renna margar góðar minningar um ljúfan dreng. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 340 orð

Þorgeir Logi Árnason

Í einni svipan hafa svifflugmenn misst tvo af sínum beztu félögum. Víst er erfitt að trúa, skilja eða sætta sig við þegar svo skyndilega er stórt skarð höggvið í félagahópinn. Skarð sem seint verður fyllt. Þorgeir L. Árnason var einn af máttarstólpum Svifflugfélags Íslands. Hann lærði svifflug sem unglingur en fór þó ekki að fljúga fyrir alvöru fyrr en 1974. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 563 orð

Þorgeir Logi Árnason

Laugardaginn hinn 5. apríl 1997 fórst listflugvél norður af Straumsvík við Hafnarfjörð. Með vélinni fórust tveir flugmenn eins og fram kom í fréttum. Ekki langt frá drukknaði afi minn og nafni fyrir rúmum 70 árum. Að baki slíkra frétta er oft harmleikur fyrir fjölskyldu og vini hins látna. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 32 orð

ÞORGEIR LOGI ÁRNASON Þorgeir Logi Árnason, prentari, var fæddur í Reykjavík 17. apríl 1946. Hann lést af slysförum 5. apríl

ÞORGEIR LOGI ÁRNASON Þorgeir Logi Árnason, prentari, var fæddur í Reykjavík 17. apríl 1946. Hann lést af slysförum 5. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 17. apríl. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 271 orð

Þórunn Ólafía Ásgeirsdóttir

Í dag er kvödd hinstu kveðja frænka okkar, Þórunn Ólafía Ásgeirsdóttir. Tóta frænka eins og hún var ætíð kölluð, var yndisleg kona. Við sem fengum að kynnast henni kunnum vel að meta góðmennsku og visku hennar. Hún var ótrúlegur viskubrunnur, þekkti ættir landsins betur en flestir og ekki fóru þjóðfélagsmálin fram hjá henni. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 79 orð

Þórunn Ólafía Ásgeirsdóttir

Elsku Tóta frænka. Við systurnar minnumst þess hversu vel þú tókst á móti okkur og við hlökkuðum ávallt til að koma til þín þar sem við kynntumst hjartahlýju þinni, og ekki skemmdu veitingarnar fyrir. Við söknum þín sárt. Guð varðveiti þig að eilífu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
18. apríl 1997 | Minningargreinar | 69 orð

ÞÓRUNN ÓLAFÍA ÁSGEIRSDÓTTIR

ÞÓRUNN ÓLAFÍA ÁSGEIRSDÓTTIR Þórunn Ólafía Ásgeirsdóttir fæddist í Kálfholti í Rangárvallasýslu 24. maí 1918. Hún lést í Reykjavík 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásgeir Ólafsson, stórkaupm. í Reykjavík, f. 11.4. 1891, d. 27.4. 1962, og Kristín Ólafsdóttir, f. 2.10. 1893, d. 14.5. 1928. Meira

Viðskipti

18. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Afkoma Kaupfélags Þingeyinga í járnum

HEILDARVELTA Kaupfélags Þingeyinga árið 1996 var rúmlega 2.143 milljónir króna, sem er liðlega 20% aukning frá fyrra ári. Afkoma félagsins var í járnum á árinu og nam hagnaður rúmlega 250 þúsund krónum, samanborið við rúmlega 6,8 milljóna hagnað 1995. Hagnaður fyrir fjármagnsliði var tæplega 28 milljónum á móti 36 milljónum 1995. Meira
18. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 628 orð

Breytt viðhorf til hlutafjár

"TIL skamms tíma litu margir á hlutafé eins og einhvers konar styrktarfé. Það voru gjarnan stjórnmálamenn, sem úthlutuðu opinberum fjármunum skattborgaranna til fyrirtækja í þessum tilgangi. Enn eimir eftir af þessu og vissulega berast Eignarhaldsfélaginu erindi þar sem nánast er gerð krafa um að félagið komi inn í mál undir einhverjum forsendum heldur en þeim að gerð sé krafa um arðsemi. Meira
18. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 144 orð

Kópavogsbær tekur 308 milljóna erlent lán

BÆJARSTJÓRI Kópavogsbæjar hefur skrifað undir erlent lán sem nemur 308 milljónum króna. Láninu verður varið í framkvæmdir við verknámshús Menntaskólans í Kópavogi, framkvæmdir við höfnina og íþróttamannvirki í bænum, segir í frétt frá Kópavogsbæ. Lánveitandi er Union Bank of Norway International S.A. Meira
18. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 214 orð

»Óvissa á mörkuðum

Óvissu gætti á verðbréfamörkuðum við lok viðskipta í gær og var tilhneiging hjá fjárfestum að halda að sér höndum og bíða og fylgjast með framvindunni. Þýska markið hækkaði gagnvart Bandaríkjadal á gjaldeyrismörkuðum og dalurinn hækkaði einnig gagnvart jeni á nýjan leik eftir lækkun og náði því að vera yfir 126 jenum. Meira
18. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Skiltið ehf. fær legsteinaumboð

SKILTAGERÐIN Skiltið ehf. keypti nýlega legsteinaumboðið Bautastein. Um er að ræða norska framleiðslu úr granít, labrador, marmara og fleiri steintegundum. Fyrri söluaðili hér á Íslandi var Eldaskáldin. Meira
18. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 206 orð

ÚA-bréf lækka í verði

GENGI hlutabréfa í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. lækkaði úr 4,6 í 4,5 í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í gær eða um liðlega 2%. Þessi lækkun kemur í framhaldi af þeim fregnum að Verðbréfaþing hefði í vikunni óskað eftir skýringum á því misræmi sem varð á rekstraráætlun ÚA fyrir síðasta ár og raunverulegri afkomu, en afkoman varð um 224 milljónum lakari en spáð hafði verið. Meira
18. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Wallenberg hamlar sænsku atvinnulífi

PEHR G. Gyllenhammar fyrrum forstjóri Volvo segist í viðtali við sænska sjónvarpið ekki skilja þá stefnu Volvo-samsteypunnar að selja öll fyrirtæki hennar, sem ekki snerti bílaframleiðsluna. Það styrkti ekki fyrirtækið, en væri vísast gott fyrir Wallenberg-veldið. Þessi fyrrum ákafi talsmaður ESB er nú hikandi yfir stefnu þess og ekki sannfærður um ágæti Efnahags- og myntbandalagsins. Meira

Fastir þættir

18. apríl 1997 | Dagbók | 2895 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 17.­24. apríl: Ingólfs Apótek, Kringlunni, er opið allan sólarhringinn en Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
18. apríl 1997 | Dagbók | 2895 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 17.­24. apríl: Ingólfs Apótek, Kringlunni, er opið allan sólarhringinn en Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. S: 577-2600. Meira
18. apríl 1997 | Í dag | 29 orð

Árnað heillaÞESSAR duglegu stelpur héldu tombólu nýlega til styr

Árnað heillaÞESSAR duglegu stelpur héldu tombólu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 1.200 krónur. Þær heita frá vinstri talið Ester Hansen, Karólína Hansen og Íris Hildur Eiríksdóttir. Meira
18. apríl 1997 | Í dag | 32 orð

Árnað heillaÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu nýlega til styr

ÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 2.650 krónur. Þær heita Sara Hrund Ólafsdóttir, Rakel Ósk Snorradóttir, Íris Rut Sigurbergsdóttir og Gunnar Helgi Ólafsson. Meira
18. apríl 1997 | Í dag | 670 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
18. apríl 1997 | Fastir þættir | 88 orð

Fermingar á landsbyggðinni 20. apríl

Fermingar í Hríseyjarkirkju kl. 10.30. Fermdir verða: Björgvin Haukur Narfason, Lambhaga, Hrísey. Kristján Jósefsson, Miðbraut 7, Hrísey. Fermingar í Skálholtsdómkirkju kl. 14. Prestur sr. Rúnar Þór Egilsson. Fermd verða: Benjamín Berg Halldórsson, Flókalundi, Laugarvatni. Meira
18. apríl 1997 | Í dag | 388 orð

Kvenfyrirlitningí tóbaks-varnargreinumÉG ER mjög ósát

ÉG ER mjög ósátt við greinar sem Þorsteinn Njálsson hefur skrifað í "Bréf til blaðsins" í Mbl. um tóbaksforvarnir. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti skrifum um forvarnir gegn reykingum, það er í raun allt gott um forvarnir að segja, en þessi skrif Þorsteins lýsa megnustu kvenfyrirlitningu að mínu mati. Meira
18. apríl 1997 | Í dag | 538 orð

VÖ af helstu plastumbúðafyrirtækjum landsins, Plastprent

VÖ af helstu plastumbúðafyrirtækjum landsins, Plastprent og Plastos, héldu upp á merkileg tímamót með fárra daga millibili. Plastos tók í notkun glæsilega verksmiðjubyggingu í síðustu viku, og Plastprent fagnaði 40 ára afmæli fyrr í þessari viku, jafnframt því að taka í notkun nýja og fullkomna 8-lita prentvél. Meira

Íþróttir

18. apríl 1997 | Íþróttir | 464 orð

Byrjunin lofar góðu

Þær Eydís Konráðsdóttir og Elín Sigurðardóttir hófu þátttöku sína í heimsmeistaramótinu í sundi í Gautaborg í gær með keppni í undanrásum í 100 metra skriðsundi. Þær stöllur syntu í sama riðli og varð Eydís fyrst í mark á 58,34 sekúndum og Elín önnur á 59,10 sekúndum. Báðar bættu þær sinn fyrri árangur á árinu. Elín átti best 59,50 og Eydís átti best 59,71. Meira
18. apríl 1997 | Íþróttir | 422 orð

Ert þú dómari?

VIGGÓ og Bogdan, þjálfari Víkings, voru miklir vinir, þó svo að Bogdan hafi oft tuskað Viggó til ­ látið hann hafa það óþvegið. "Ég man alltaf eftir einni setningu hans þegar ég var að þrasa í leik. Hann kallaði mig útaf og sagði; "Ert þú dómari?" Nei, sagði ég. "Hvers vegna ert þú þá einnig að reyna að dæma leikinn. Það er þitt hlutverk að leika, þú ert leikmaður en ekki dómari. Meira
18. apríl 1997 | Íþróttir | 85 orð

Guðrún hljóp á 57,38 sek.

GUÐRÚN Arnardóttir úr Ármanni varð í 5. sæti í 400 m grindahlaupi á móti í Texas um síðustu helgi. Hljóp hún á 57,38 sekúndum, en Íslandsmet hennar er 54,81. Sigurvegari í hlaupinu var bronsverðlaunahafinn í greininni á síðustu Ólympíuleikum, Tonja Buford-Bailey, á 56,32. Sunna Gestsdóttir úr USVH keppti í 100 m grindahlaupi á sama móti og varð þriðja á 15,55 sek. Meira
18. apríl 1997 | Íþróttir | 155 orð

Í landsliðsbúningi Spánverja VIGGÓ

VIGGÓ hefur þrisvar sinnum klæðst landsliðsbúningi Spánar í handknattleik. Það átti sér stað í Frakklandi 1979 á móti, þar sem Viggó lék með Barcelona ásamt landsliði Frakklands, Austurríkis og Hollands. "Það atvikaðist þannig að landslið Spánar átti að taka þátt í móti í Frakklandi, France Open. Meira
18. apríl 1997 | Íþróttir | 90 orð

Íslenskur styrktaraðili á HM í sundi

EITT þeirra fyrirtækja sem eru aðalstyrktaraðilar heimsmeistaramótsins í Gautaborg er fyrirtækið "Baldursson DATA DEKAL AB", en það er í eigu Íslendingsins Braga Baldurssonar. Fyrirtæki Braga sérhæfir sig m.a. í gerð auglýsingaskilta og borða auk svokallaðra rúlluauglýsingaskilta og hefur með höndum gerð og uppsetningu allra auglýsinga á heimsmeistaramótinu. Meira
18. apríl 1997 | Íþróttir | 157 orð

Kristján í sigtinu hjá Aftureldingu

Ljóst er að Einar Þorvarðarson verður ekki þjálfari Aftureldingar á næsta vetri, en það skýrðist í fyrrakvöld," sagði Jóhann Guðjónsson, formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, við Morgunblaðið í gær. "Í framhaldinu höfum við sett okkur í samband við Kristján Arason og lýst yfir áhuga á að ræða við hann um starfið en málið er ekki lengra komið. Meira
18. apríl 1997 | Íþróttir | 221 orð

Minden og Wuppertal spá í Bjarka

SAMKVÆMT heimildum hafa tvö þýsk handknattleikslið áhuga á að fá Bjarka Sigurðsson leikmann UMFA fyrir næstu leiktíð. Félögin sem um ræðir eru GWD Minden er Sigurður Bjarnason leikur með og "Íslendingaliðið" Wuppertal sem Viggó Sigurðsson er á góðri leið með að stýra upp í 1. deild, en með félaginu leika sem kunnugt er Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson landsliðsmenn. Meira
18. apríl 1997 | Íþróttir | 205 orð

ROBBIE Fowler

ROBBIE Fowler leikur sinn síðasta deildarleik með Liverpool á laugardaginn þegar liðið mætir Manchester United á Anfield Road. Ástaðan er sú að hann var rekinn af leikvelli í leik Liverpool og Everton á miðvikudagskvöldið og fyrir vikið fær hann þriggja leik keppnisbann. Meira
18. apríl 1997 | Íþróttir | 52 orð

Sigmundur Ó. Steinarsson ÞjálfarinnVI

Sigmundur Ó. Steinarsson ÞjálfarinnVIGGÓ Sigurðsson hefur náð mjög góðumárangri með 2. deildarliðið Wuppertal í Þýskalandi í vetur. Liðið ernú á þröskuldi 1. deildar, þegar það á tvo leikieftir. Meira
18. apríl 1997 | Íþróttir | 320 orð

"Viggó, þetta eru miklir peningar..."

VIGGÓ varð Spánarmeistari með Barcelona 1980 og eftir það hafnaði hann áframhaldandi samningi við liðið, ákvað að fara til Þýskalands og gerast leikmaður með Bayer Leverkusen. Hver var ástæðan fyrir því að hann yfirgaf Barcelona? "Mér gekk mjög vel á Spáni og lék þar eftirminnilegasta keppnistímabil á ferli mínum, Meira
18. apríl 1997 | Íþróttir | 2951 orð

(fyrirsögn vantar)

Handknattleikur er Viggó í blóð borinn, hann er sonur Sigurðar Jónssonar, fyrsta landsliðseinvaldsins og fyrrum formanns Handknattleikssambands Íslands ­ Sigga í Breiðholti. Viggó og bróðir hans, Jón Gunnlaugur heitinn, Meira

Sunnudagsblað

18. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 716 orð

KVIKMYNDIR ERUmerkileg listgrein þegar vel tekst til. En það er sja

KVIKMYNDIR ERUmerkileg listgrein þegar vel tekst til. En það er sjaldnast. Miðlungsmyndir eru einatt ofmetnar og þessi örfáu listrænu stórvirki ná ekki alltaf til fjöldans. Síðuren svo. Ég tel t.a.m. að Vopnahléið á myndbandi sé ofmetið. En Jane Eyre vanmetin. Einsog ljóð höfundar sögunnar þegar þau komu fyrst út á prenti í Bretlandi á sínum tíma. Meira

Úr verinu

18. apríl 1997 | Úr verinu | 120 orð

Nýtt nótaskip í flota Þórshafnar

NÓTASKIPIÐ Bjarni Ólafsson frá Akranesi var nýlega seldur til Þórshafnar og er félagið Skálar ehf. kaupandinn. Það félag er að meirihluta í eigu Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. og Þórshafnarhrepps. Meira
18. apríl 1997 | Úr verinu | 739 orð

Refsiákvæði vantar í löggjöfina

HERMANN Guðjónsson, forstjóri Siglingastofnunar Íslands, segir stofnunina ekki geta fylgst með því á milli árlegra skipaskoðana hvort hlutirnir séu í lagi um borð í hverju og einu skipi, heldur sé það í verkahring skipstjóra að ganga úr skugga um að svo sé. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 650 orð

Á NORÐURHJARA

FORFEÐUR spendýra á norðurslóðum aðlöguðust breyttum aðstæðum við upphaf jökulskeiðs, önnur spendýr dóu út eða fluttust sunnar á jarðarkringlunni. Aðlögun nútímaspendýra að heimskautaveðráttu er í mesta lagi tveggja milljón ára gömul og byggist fyrst og fremst á tvennu: Einangrun til að verjast varmatapi og breytingum vegna fæðuframboðs á heimskautasvæðinu. Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 168 orð

Barnastólar sem vaxa

ÞÓRDÍS Zo¨ega hefur hannað barnahúsgögn sem GKS mun sjá um að framleiða og selja. Húsgögnin eru unnin fyrir íslenskan markað og segir Þórdís nokkra áratugi síðan barnahúsgögn voru hönnuð síðast. Hún leggur áherslu á að um sé að ræða íslenska hönnun og íslenska framleiðslu sem unnin sé í samvinnu við leikskólakennara. Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 466 orð

Botnlaus áhugi á Eurovision

REYNIR Þór Sigurðsson, ósköp venjulegur kennaranemi á þriðja ári er viskubrunnur hvað Eurovision varðar. Algjör heili, eins og kunningi hans orðaði það. Hárgreiðsla og klæðaburður keppenda allt frá því söngvakeppnin hóf göngu sína árið 1956, stigafjöldi og gengi einstakra laga, Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 576 orð

Eldsmíði þar sem tæknin er lifandi

MAÐUR verður svolítið svartur," segir Sigrún Guðmundsdóttir myndhöggvari, og vill síður taka í höndina á gestum í Vogasel þar sem kyrrðin ræður ríkjum. Athygli vekur skringilegur og rjúkandi reykháfur sem teygir sig upp eftir framhlið hússins og er jafnframt lykill að leyndardóminum. Innandyra og niðri hefur Sigrún hitað upp í aflinum fyrir viðstadda. Hún er eldsmiður. Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 13 orð

FLOTVINNUBÚNINGAR OG FRYSTIHÚSAFÖT/2HÚN ER ELDSMIÐU

FLOTVINNUBÚNINGAR OG FRYSTIHÚSAFÖT/2HÚN ER ELDSMIÐUR/2 HÖNNUNARDAGAR/3SPENDÝR Á NORÐURSLÓÐUM/4 HEILLAÐUR AF EUROVISION/5SAFNAÐ Í GÖMLU G Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 168 orð

Gallerí í kartöflugeymslu

KRISTINN Brynjólfsson húsgagnahönnuður sýnir sófa og stól undir nafninu Herra Ed, eða Mr. Ed í nýju galleríi sem Desform opnar fyrir íslensk húsgögn í Ártúnsbrekku í dag. Galleríið er til húsa þar sem áður voru kartöflugeymslur Reykvíkinga. "Nafnið á Herra Ed er þannig til komið að húsgögnin minna mjög á sjöunda áratuginn. Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 182 orð

Herra Ed og gormastólar

VINNUATHVARF, tölvuborð 21. aldar, byltingarkenndar kommóður, skólahúsgögn, stóll með traktorsfjöðrum og sófasettið Herra Ed eru meðal muna á hönnununardögum húsgagna og innréttinga sem haldnir eru í sjötta sinn og hefjast í dag. Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 228 orð

HREINDÝR

ELSTU leifar hreindýra eru aðeins 440 þúsund ára gamlar. Þegar hlýnaði í lok ísaldar og heppilegur gróður tók að spretta þar sem áður var jökull, færðust norðurmörk hreindýranna norður á bóginn og þau námu lönd á nyrstu eyjum Kanada, á Grænlandi og Novaya Zemlya, þangað sem þau komust til Svalbarða um Frans Jósefsland. Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 310 orð

HVÍTABJÖRNELSTU

ELSTU leifar af hvítabirni eru innan við 250 þúsund ára gamlar en hann er nánasti ættingi skógarbjarnarins. Nýlegar DNA-rannsóknir benda til þess að sameiginlegur forfaðir þeirra hafi verið uppi fyrir um 2 milljónum ára eða við upphaf fyrstu ísaldarinnar. Skógarbjörn og hvítabjörn hafa átt frjó afkvæmi saman í dýragörðum. Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 907 orð

Íbúðaleit BARCELONA

GAMLI, fallegi stigagangurinn hafði lifað tímana tvenna. Nú var málningin upphleypt og bólgin, eins og húð, haldin torkennilegum, ólæknandi sjúkdómi. Ferð mín upp eftir þessum stigagangi var ein af mörgum slíkum, í leit minni að íbúð til leigu í Barcelona. Íbúðin er óhrein, sagði Igor, maðurinn frá leigumiðluninni. Mjög óhrein, endurtók hann um leið og hann renndi augunum upp eftir veggjunum. Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 262 orð

Íslensk tíska á Mýrdalsjökli fyrir MTV

ÁLFKONA, skógardís, blómálfur, bergdrottning og fyrirsætur á íslenskum járnskóm ætla að leika listir sínar á Mýrdalsjökli fyrir tískuþáttinn Stylissimo! á MTV. Tískusýningin er haldin mánudaginn 28. apríl, daginn eftir Elite-fyrirsætukeppnina í Borgarleikhúsinu. Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 178 orð

Nýr tónn í eldhúsið

STURLA Már Jónsson hefur hannað nýja gerð eldhúsinnréttinga sem vann til 1. verðlauna í samkeppni Reykjavíkurborgar. Innréttingarnar eru í félagslegar leiguíbúðir borgarinnar og ætlað að vera auðveldar í samsetningu. Þá er hægt að skipta út einstökum skápeiningum. Framleiðslan var boðin út og var Axis hlutskarpast að Sturlu sögn. Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 193 orð

RAUÐREFURRAUÐREF

RAUÐREFURINN er útbreiddasta refategund í heimi, finnst allt frá 30. norðurgráðu í Norður-Afríku og sunnarlega í Ameríku og allt norður á freðmýrar meginlandanna. Efnaskiptahraðinn hjá honum í Alaska byrjar að aukast þegar hitastig umhverfis fer niður fyrir 13 gráðu frost á celsíus. Rauðrefurinn getur vel þrifist á svæðum þar sem fimbulkuldi ríkir á vetrum. Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 144 orð

SNÆHÉRI SNÆHÉRINN e

SNÆHÉRINN er alhvítur á veturnar en brúnleitur á sumrin. Hann er ekki svartur í útfljólubláu ljósi eins og hreindýrið og hvítabjörninn. Ef til vill tilviljun, ef til vill ekki. Snæhérar og tófur eru lítt hrifin af að synda að vetrarlagi og geta ekki nýtt sér útfjólublátt ljós til að ylja sér á eftir. Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 810 orð

Tískuliðið í frystihúsa- og sjógalla

"JOE Boxer goes to Iceland" var yfirskrift á glæsilegri en óvenjulegri tískusýningu sem haldin var í flugskála 4 við Reykjavíkurflugvöll síðastliðið laugardagskvöld. Það var bandaríski fataframleiðandinn Nicholas Graham, eigandi Joe Boxer, sem stóð á bak við sýninguna, en fyrirtækið hefur getið sér gott orð fyrir framleiðslu á undirfötum, náttfötum og sundfötum. Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 235 orð

TÓFANTÓFAN er þurfta

TÓFAN er þurftalítil vegna stærðar sinnar og getur lifað við mjög lágt hitastig hafi hún nóg að éta. Hin mikla einangrun feldsins gerir henni kleift að spara orku og vega upp á móti smæð sinni í svo miklum kulda sem ríkir víða á útbreiðslusvæði hennar. Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 56 orð

UNDUR SPENDÝRA

HVÍTÚLFAR eru ekki sterkbyggðir. Þeir eru grannar og langleggjaðar hlaupatíkur. Grænlenskir sleðahundar draga þung hlöss og eru sterkari - úlfar eru hinsvegar kænni gagnvart bráð sinni. Myndin sýnir ylfinga, en hvítúlfar lifa m.a. í Alaska, á freðmýrum Kanada og N- og NA-Grænlandi. Meira
18. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1402 orð

Urmull ótrúlegustu hluta

"ERTU ekki forviða," spyr Sverrir þegar við blasir sægur af hreint ótrúlegum munum; hundrað tegundir af gömlum tréheflum, átta misvelfarnar hakkavélar, sú elsta frá því um aldamót, herðatré í tugatali, tréskautar og rakhrífur, fjöldi bílnúmera og fornt jólaskraut, búsáhöld, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.