Greinar miðvikudaginn 7. maí 1997

Forsíða

7. maí 1997 | Forsíða | 72 orð

65% óánægð með Chirac

TVEIR þriðjuhlutar franskra kjósenda eru ósáttir við frammistöðu Jacques Chiracs forseta. Þá telur 41% þjóðarinnar að hann eigi að segja af sér, vinni vinstrimenn sigur í komandi kosningum. Þetta kemur fram í skoðanakönnunum sem birtar voru í gær. Meira
7. maí 1997 | Forsíða | 904 orð

BALDUR VE 24 547 13* Ýsa 1 Gámur

BALDUR VE 24 547 13* Ýsa 1 GámurBJÖRG VE 5 123 25* Botnvarpa Ýsa 2 GámurDRÍFA ÁR 300 85 21* Botnvarpa Ýsa 2 GámurFREYJA RE 38 136 48* Botnvarpa Ýsa 2 GámurFRIÐRIK SIGURÐSSON ÁR 17 161 1 Meira
7. maí 1997 | Forsíða | 180 orð

BJÖRGÚLFUR EA 312 424 38* Djúpkarfi Gámur

BJÖRGÚLFUR EA 312 424 38* Djúpkarfi GámurHAUKUR GK 25 479 120* Djúpkarfi GámurSKAGFIRÐINGUR SK 4 859 52* Úthafskarfi GámurSÓLBERG ÓF 12 500 68* Karfi / Gullkarfi GámurÁLSEY VE 502 221 10* Ýsa GámurBERGEY VE 5 Meira
7. maí 1997 | Forsíða | 65 orð

Clinton í Mexíkó

BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Ernesto Zedillo, forseti Mexíkó, undirrituðu í gær samkomulag, sem felur m.a. í sér hertar aðgerðir gegn eiturlyfjasmygli, peningaþvætti og landamæraeftirliti. Clinton er í 3 daga opinberri heimsókn í Mexíkó og markaðist upphafið af ströngu öryggiseftirliti, sem vakti takmarkaða hrifningu Mexíkóbúa. Meira
7. maí 1997 | Forsíða | 54 orð

Fylgst með glímu tölvu og manns

Reuter Fylgst með glímu tölvu og manns SKÁKÁHUGAMENN fylgdust í gær spenntir með þriðju skák Garrí Kasparovs og skáktölvunnar Dimmblár í New York. Skákinni lauk með jafntefli eftir 47 leiki. Hún var tvísýn og spennandi, Kasparov fórnaði peði og náði frumkvæði í miðtaflinu en lék ónákvæmt. Meira
7. maí 1997 | Forsíða | 30 orð

HAFNARRÖST ÁR 250 218 43 Sandkoli Þorlákshöfn

HAFNARRÖST ÁR 250 218 43 Sandkoli ÞorlákshöfnRIFSNES SH 44 226 29 Þorskur RifSAXHAMAR SH 50 128 23 Skarkoli RifDAGRÚN ÍS 9 499 51 Grálúða BolungarvíkLJÓSAFELL SU 70 549 70 Þorskur F Meira
7. maí 1997 | Forsíða | 129 orð

HÓLMANES SU 1 451 26 0 1 Bolungarvík

HÓLMANES SU 1 451 26 0 1 BolungarvíkÞÓR PÉTURSSON GK 504 143 20 0 1 BolungarvíkSIGURBORG HU 100 200 42 0 1 HvammstangiGISSUR HVÍTI HU 35 165 17 0 1 BlönduósGRETTIR SH 104 148 10 0 1 S Meira
7. maí 1997 | Forsíða | 205 orð

Kveðst ekki á leið í útlegð

MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire heldur í dag til Gabon og hyggst snúa aftur að tveimur dögum liðnum. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann hyggist fljúga þaðan til Frakklands, en talsmaður hans vísaði þeim fréttum á bug í gær. Meira
7. maí 1997 | Forsíða | 133 orð

"Nokkur árangur" á fundi Rússa og NATO

"NOKKUR árangur" varð af fundi Jevgenís Prímakovs, utanríkisráðherra Rússlands, og Javiers Solanas, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, NATO, um stækkun NATO í Lúxemborg í gær. Sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Rússa og NATO að ganga ætti til frekari viðræðna eins fljótt og auðið yrði. Meira
7. maí 1997 | Forsíða | 253 orð

Seðlabankinn fær frelsi til að ákveða vexti

HIN nýja stjórn breska Verkamannaflokksins tilkynnti í gær, flestum að óvörum, að breska seðlabankanum yrði veitt fullt frelsi til að ákveða vexti. Fjármálaráðherrann, Gordon Brown, tilkynnti að vextir myndu hækka úr 6,0% í 6,25% til að koma í veg fyrir að verðbólga færi úr böndunum en sagði að fyrsta vaxtaákvörðun sín yrði jafnframt sú síðasta. Meira
7. maí 1997 | Forsíða | 258 orð

"Smuguveiðar" Norðmanna í Suður-Íshafi

VEIÐAR norskra útgerðarmanna í Suður-Íshafi hafa vakið umtal í Noregi, en þeir hafa gengið mjög á stofn svokallaðs patagónsks tannfisks. Hafa þjóðir sem eiga lögsögu í Suður-Íshafi gagnrýnt Norðmenn fyrir ásókn í stofna sem standa illa og veiðarnar hafa mælst misjafnlega fyrir í Noregi, enda þykir sumum þær minna á veiðar Íslendinga í Smugunni. Meira
7. maí 1997 | Forsíða | 77 orð

Vildu "ná vagninum"

MAÐUR sem talið er að hafi verið félagi í sértrúarsöfnuðinum "Himnahlið", svipti sig í gær lífi, mánuði eftir að 38 manns úr söfnuðinum frömdu fjöldasjálfsmorð. Annar félagi úr söfnuðinum gerði misheppnaða tilraun til sjálfsvígs. CNN-sjónvarpsstöðinni barst í gær myndband frá tvímenningunum þar sem þeir segjast vona að þeir hafi "ekki misst af vagninum". Meira

Fréttir

7. maí 1997 | Erlendar fréttir | 320 orð

105 milljarðar sviknir út

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins og yfirvöld í aðildarríkjunum hafa komizt á snoðir um fjársvik, sem samtals kostuðu sjóði ESB 1,3 milljarða ECU, eða um 105 milljarða íslenzkra króna, á síðasta ári. Þetta er enn hærri upphæð en árið 1995, þegar svindl að upphæð 1,1 milljarður ECU uppgötvaðist. Meira
7. maí 1997 | Erlendar fréttir | 180 orð

25 ár fyrir nauðgun

LIÐÞJÁLFI í bandaríska landhernum, Delmar Simpson, sem fundinn var sekur um að hafa nauðgað sex herkonum 18 sinnum, var dæmdur í 25 ára fangelsi í gær. Hann var lækkaður í tign, hýrudreginn og loks rekinn úr hernum með skömm. Meira
7. maí 1997 | Erlendar fréttir | 295 orð

2.700 Albanir fluttir heim STJÓRNVÖLD á Ítalíu sögðu í gær

STJÓRNVÖLD á Ítalíu sögðu í gær að 2.712 albanskir flóttamenn hefðu verið sendir aftur til Albaníu, þar af 614 á síðustu 10 dögum. Þetta er tæpur fimmtungur allra þeirra Albana sem flúið hafa til Ítalíu frá því óeirðir ollu glundroða í Albaníu í mars. Meira
7. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga

AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn í Kjarnalundi, Hótel Hörpu, í kvöld, miðvikudagskvöldið 7. maí, kl. 20. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir fræða fundarmenn um nytjasveppi sem fylgja skóg- og trjárækt. Á þessu ári eru 50 ár frá því rekstur Gróðrarstöðvarinnar í Kjarna hófst og fyrstu trén voru gróðursett í Kjarnaskógi. Meira
7. maí 1997 | Erlendar fréttir | 184 orð

Aðskilnaðarsinni skotinn

LÖGREGLAN í Texas skaut aðskilnaðarsinna til bana á mánudag en félagi hans komst undan eftir skotbardaga nálægt bækistöðvum samtaka sem kalla sig Lýðveldið Texas og vilja aðskilnað frá Bandaríkjunum. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð

Athugasemd frá háskólarektor

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá háskólarektor: "Í tilefni fréttar í fjölmiðlum af greinargerð um "Veiðileyfagjald og skattbyrði" vill rektor Háskóla Íslands vekja athygli á eftirfarandi bókun í háskólaráði frá 19. janúar 1995 varðandi notkun stofnana Háskólans á nafni hans og ábyrgð á niðurstöðum og faglegu áliti sem fram koma í birtu efni: 1. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Betra veðurútlit á Everest

VEÐUR er heldur að skána efst á Everest að sögn Björns Ólafssonar, en hann og félagar hans, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon, leggja af stað á tind Everest á morgun. Aðrir leiðangursmenn í leiðangri Johns Tinkers lögðu af stað í gær og gekk þeim vel. Þeir fóru beint upp í þriðju búðir og fara í fjórðu búðir í dag. Björn sagði að það væru strangir dagar framundan. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 408 orð

Betri sóknarfæri í atvinnulífinu eftir kjarasamninga

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, og Ólafur B. Ólafsson, formaður Vinnuveitendasambands Íslands, gerðu báðir nýlega kjarasamninga að umtalsefni í ræðum sínum á aðalfundi VSÍ. Sögðu þeir langan samningstíma byggjast á því að verðbólga verði lág og sagði forsætisráðherra mikilvægt að atvinnulífið notaði vel sóknarfæri sem byðust. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Dagur aldraðra í Árbæjarkirkju

GUÐSÞJÓNUSTA verður í Árbæjarkirkju kl. 14, uppstingingardag. Páll Gíslason læknir flytur stólræðu en prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Organleikari er Kristín G. Jónsdóttir, barnakór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Margrétar Dannheims auk kirkjukórsins. Halla Jónasdóttir og Fríður Sigurðardóttir syngja tvísöng. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Dagur aldraðra í Dómkirkjunni

UPPSTIGNINGARDAGUR er á morgun og jafnframt dagur aldraðra. Þá verður messa í Dómkirkjunni og hefst hún kl. 14. Þar predikar sr. Tómas Guðmundsson, fyrrum sóknarprestur í Hveragerði. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Einsöng syngur Signý Sæmunsdóttir óperusöngkona og einnig syngur Dómkórinn. Organleikari verður Bjarni Jónatansson. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Dagur aldraðra í Grafarvogskirkju

HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA verður í Grafarvogskirkju á uppstigningardag. Þar mun Sigurbjörn Einarsson biskup predika. Kirkjukórinn syngur við guðsþjónustuna undir stjórn Harðar Bragasonar organista, sem og unglingakór kirkjunnar sem stjórnað er af Áslaugu Bergsteinsdóttur. Báðir kórarnir syngja í kaffisamsæti sem sóknarnefnd og safnaðarfélagið bjóða til. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 755 orð

Dagurinn skipulagður í myndum

Skipulögð vinnubrögð í kennslu barna með einhverfu og skyldar fatlanir, er heiti námskeiðs, sem vakið hefur mikla athygli meðal foreldra fatlaðra barna og kennara. Þær Sigrún Hjartardóttir, Sólveig Guðlaugsdóttir og Svanhildur Svavarsdóttir skipuleggja og halda námskeiðin en Umsjónarfélag einhverfra stendur fyrir þeim. Meira
7. maí 1997 | Erlendar fréttir | 409 orð

Danskt-þýskt evró-svæði veldur úlfúð

SVÆÐASAMSTARF Suður-Jótlands og Slésvíkur í nafni Evrópusambandsins hefur gert Suður-Jótum heitt í hamsi undanfarnar vikur. Samstarfinu er ætlað að hleypa krafti í atvinnulíf svæðisins og hefur hlotið samþykki jafnaðarmanna og verkalýðsfélaganna, en vakið reiði vinstri- og öfgahægrivængsins og leitt til skemmdarverka í skjóli nætur. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 205 orð

Dansleikjahald eftir miðnætti leyft

SAMKVÆMT lögum um helgidagafrið, sem afgreidd voru frá Alþingi á mánudag, er eftir sem áður leyft að halda dansleiki aðfaranótt laugardags eftir föstudaginn langa. Töluverðar umræður hafa orðið um þennan lið frumvarpsins á Alþingi og klofnuðu þingflokkarnir allir í afstöðu sinni, nema Þingflokkur jafnaðarmanna. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 319 orð

DAS býður 40 millj. á einn miða

HAPPDRÆTTI DAS býður nú einn hæsta mögulega vinning allra happdrætta á landinu, 40 milljónir króna, á eitt númer. 80 þúsund númer eru í útdrætti í hvert skipti. Fyrsti útdrátturinn með þessum stóra vinningi er 9. maí nk. Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri Happdrættis DAS, segir happdrættið hyggja á landvinninga í Kanada og auk þess er nú hægt að kaupa miða á alnetinu. Meira
7. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 52 orð

Djasstónleikar

JAZZKLÚBBUR Akureyrar efnir til tónleika á Hótel KEA í kvöld, miðvikudagskvöldið 7. maí kl. 21.30. Fram koma Pétur Østlund á trommur, Fredrik Ljungkvist á tenór- og sópransaxófón, Eyþór Gunnarsson á píanó og Þórður Högnason á kontrabassa. Allir eru þeir í fremstu röð djasstónlistarmanna og hafa leikið með fjölda þekktra tónlistarmanna. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

"Ekki yfirgripsmikil athugun"

Á RÁÐSTEFNU sjávarútvegsráðherra á Akureyri í gær var lögð fram skýrsla um "veiðigjald og skattbyrði byggðarlaga". Í inngangsorðum skýrslunnar segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands svo meðal annars: "Rétt er að taka fram að viðfangsefnið er nokkuð margþætt, Meira
7. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 473 orð

Engin lausn í sjónmáli og stefnir í stríð

HESTAMENN á Akureyri eru óánægðir með þá ákvörðun bóndans á Ytragili í Eyjafjarðarsveit, að loka reiðveginum inn í Eyjafjarðarsveit með keðju og lás við landareign sína. Sigfús Helgason, formaður Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, segir það skoðun sína að bóndinn hafi ekkert leyfi til þess að loka leiðinni, sem liggur eftir gamla veginum inn í fjörð að vestanverðu. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 259 orð

Fimmföld skóflustunga í Berlín

SENDIHERRAR Íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands í Þýskalandi tóku fyrstu skóflustunguna í gær að samnorrænu sendiráðssvæði í Berlín. Með samnorræna sendiráðsverkefninu í Berlín má segja að löndin undirstriki mikilvægi og sérstöðu þeirrar einingar sem löndin hafa myndað með sér í alþjóða samstarfi. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 445 orð

Fimmtíu milljónir á flótta

TALIÐ er að um 50 milljónir séu á flótta. Þar af hafa um 27 milljónir yfirgefið heimaland sitt en um 23 milljónir manna eru á vergangi í eigin landi. Konur og börn eru mikill meirihluti flóttafólksins. Fjöldi flóttafólks samsvarar því að einn af hverjum 115 íbúum jarðar sé á flótta. Meira
7. maí 1997 | Erlendar fréttir | 264 orð

Fimmtu hverri þotu seinkar um a.m.k. 15 mínútur

UMFERÐARTEPPA er í háloftunum í Evrópu og bitnar það æ meir á flugfarþegum sem þola stöðugt meiri seinkun og oftar. Karl-Heinz Neumeister, framkvæmdastjóri samtaka evrópskra áætlunarflugfélaga (AEA), segir ástæðuna vera þá að vöxtur flugstjórnarkerfisins hafi ekki verið í samræmi við aukningu flugstarfseminnar. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Fjórir fréttamenn útvarps hætta

FJÓRIR fréttamenn Ríkisútvarpsins, Gissur Sigurðsson, Guðrún Eyjólfsdóttir, Kristinn Hrafnsson og Sigrún Björnsdóttir, hafa sagt störfum sínum lausum. Kári Jónasson fréttastjóri segir ástæðu uppsagnanna óánægju með launakjör. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Fjórir þjóðhöfðingjar til Kalmar í júní

FORSETAHJÓNIN, herra Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, munu heimsækja Kalmar í Svíþjóð 14.-15. júní næstkomandi ásamt dönsku, sænsku og norsku konungshjónunum og finnsku forsetahjónunum. Tilefnið er að 600 ár eru frá því að Norðurlönd sameinuðust undir einum þjóðhöfðingja í Kalmarsambandinu svokallaða. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

Fundur um sjálfstæði Háskólans

HOLLVINASAMTÖK Háskóla Íslands í samvinnu við Háskóla Íslands og Stúdentaráð Háskóla Íslands boða til opins fundar um sjálfstæði Háskólans. Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 7. maí og hefst kl. 17. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Fyrirlestur um handverk

KRISTIN Boström, landsráðunautur í heimilisiðnaði fyrir börn í Svíþjóð, flytur í vikunni fyrirlestra um uppeldislegt gildi handverks fyrir börn og unglinga. Fyrirlestrarnir verða haldnir í Dyngheimum á Akureyri, miðvikudaginn 7. maí kl. 20 og í Norræna húsinu í Reykjavík laugardaginn 10. maí kl. 14. Allir eru velkomnir á fundina. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Gengið á Keili og slóðir hverafugla

ÚTIVIST stendur fyrir tveimur gönguferðum á sama svæði fimmtudaginn 8. maí á uppstigningardag. Val verður um að ganga frá Höskuldarvöllum á Keili eða að Hvernum eina sem nú er útkulnaður suður undir Selsvöllum. Um þetta leyti hefur Útivist gengið árlega á Keili til að minna á að fyrsta gönguferð félagsins var farin á Keili. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Gengið á milli áningastaða

HAFNARGÖNGUHÓPURINN gengur á milli áningastaða fornra og nýrra miðvikudagskvöldið 7. maí. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og með Almenningsvögnum suður að Nesti í Fossvogi. Einnig er hægt að mæta þar kl. 20.30 en sjálf gangan hefst við Tjaldhól sem var nálægt vesturenda göngubrúarinnar yfir Kringlumýrarbraut. Meira
7. maí 1997 | Landsbyggðin | 449 orð

Gera sér vonir um að þrefalda útflutningsverðmætið

STARFSEMI hófst af fullum krafti í fyrirtækinu Stöplafiski hf. í Reykjahverfi í seinustu viku en í fyrirtækinu er framleidd þurrkuð loðnuhrygna, sem seld er að stærstum hluta á markað í Japan. Að undanförnu hefur farið fram fjárhagsleg endurskipulagning á fyrirtækinu og hefur vinnslan öll verið endurbyggð. Þá hefur Samherji hf. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 392 orð

Gert ráð fyrir nýjum viðræðum við Ísland og Noreg

SAMNINGAMENN á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins hafa færzt nær samkomulagi um að Schengen-samningurinn um afnám vegabréfaeftirlits á landamærum verði innlimaður í stofnsáttmála ESB. Í tillögu Hollands um þetta efni, sem rædd var á samningafundi í Brussel í gærmorgun, Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 289 orð

Góð urriðaveiði í Minnivallalæk

"ÞAÐ hafa ótrúlegir hlutir verið að gerast í Minnivallalæk, fyrstu fjóra dagana veiddust þar hvorki fleiri né færri en 42 urriðar og alla dagana hefði verið hægt að veiða miklu meira, það var botnlaus taka, en menn tóku það rólega og slepptu flestum fiskanna aftur, aðeins sex voru drepnir. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Hátíð harmonikunnar í Glæsibæ

ÁRLEG hátíð harmonikunnar verður laugardaginn 10. maí nk. í Danshúsinu Glæsibæ. Dagskráin hefst kl. 20 á barnatónleikum, þá taka við hátíðartónleikar og að lokum verður harmonikudansleikur. Á hátíðartónleikunum, sem standa frá 20.30 til 22.30, koma m.a. fram Reynir Jónasson, Jóna Guðmundsdóttur, Sveinn Rúnar Björnsson, Garðar Olgeirsson og Karl Jónatansson. Meira
7. maí 1997 | Erlendar fréttir | 24 orð

Hrundi í sprengingu

Reuter Hrundi í sprengingu INDVERSKIR björgunarmenn leita í rústum þriggja hæða byggingar sem hrundi er sprenging varð í einni íbúðinni. Átta manns a.m.k. biðu bana. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Hörð verkfallsvarsla fyrir vestan

VERKFALLSVERÐIR á Ísafirði höfðu sig nokkuð í frammi í gær og stöðvuðu störf verkstjóra við flutninga á rækju og akstur Bolvíkings með umbúðir til Bakka í Bolungarvík, héldu vörð um að gámar yrðu ekki fluttir til móts við skip Eimskipafélagsins í Bolungarvík og höfðu afskipti af störfum bílstjóra hjá Gámaþjónustu Vestfjarða. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 205 orð

Ísland gæti orðið Kúvæt norðursins

HJÁLMAR Árnason, Framsóknarflokki, hefur það eftir stjórnendum leiðandi fyrirtækis á sviði vetnisframleiðslu í Evrópu að Ísland gæti orðið "Kúvæt norðursins" á þessum vettvangi í framtíðinni. Þess vegna sé nauðsyn að varðveita þekkingu á vetnisframleiðslu sem til er í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Þetta kom fram við utandagskrárumræður á Alþingi í gær. Meira
7. maí 1997 | Landsbyggðin | 165 orð

Jarðboranir hf. gera nýja borholu

Laxamýri-Um helgina var byrjað að bora eftir heitu vatni í landi Garðræktarfélags Reykhverfinga norðan Ystahvers fyrir Orkuveitu Húsavíkur. Það eru Jarðboranir hf. sem sjá um verkið og verður unnið allan sólarhringinn þar til borun lýkur. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

"Karlarnir á þakinu"

NÚ styttist í að farið verði að selja mjólk í Barónsfjósinu svokallaða á horni Hverfisgötu og Barónsstígs en þar hefur ný verslun 10-11 verslanakeðjunnar starfsemi í sumar. Ungu mennirnir sem hér halda á hömrum voru í óðaönn að klæða þak hússins þegar ljósmyndari smellti af þeim mynd nýlega. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 593 orð

Kerfið hrynur ef hróflað er við 10% iðgjaldi

TALSMENN stærstu samtryggingarsjóðanna lýsa sig andvíga málamiðlunartillögum um lífeyrismál, þ.e. að sjóðsfélagar geti samið um greiðslu í séreignardeildir, eftir að hafa greitt a.m.k. 12 þúsund krónur í samtryggingarsjóði. Þeir segja að ef hróflað verði við því kerfi, að greidd séu 10% heildarlauna til samtryggingar, muni lífeyrissjóðakerfið hrynja. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð

Kirkjuráð með fund á Hólum

KIRKJURÁÐ Þjóðkirkjunnar heldur fund á Hólum 5.-6. maí í boði Bolla Gústafssonar, vígslubiskups Hólastiftis. Á dagskrá ráðsins er afgreiðsla reikninga og úthlutun úr jöfnunarsjóði sókna auk annarra mála. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Klemens Jónsson predikar í Seltjarnarneskirkju

UPPSTIGNINGARDAGUR verður haldinn hátíðlegu í Seltjarnarneskirkju, sem dagur alraðra í ár, fimmtudaginn 8. maí. Hátíðin hefst með messu kl. 14. Prestur er sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og organisti er Viera Manasek. Klemens Jónsson, leikari og leikstjóri, mun stíga í stólinn og predika í kirkjunni þennan dag en Klemens býr í íbúðum aldraðra á Seltjarnarnesi og hefur í vetur m.a. Meira
7. maí 1997 | Erlendar fréttir | 321 orð

Kviðdómur sýknar tóbaksfyrirtæki

KVIÐDÓMUR á Flórída komst að þeirri niðurstöðu á mánudag að tóbaksfyrirtækið R.J. Reynolds bæri ekki ábyrgð á dauða konu, sem reykti þrjá pakka af sígarettum á dag og lést af völdum lungnakrabba. Niðurstaðan þykir mikill sigur fyrir bandarísku tóbaksfyrirtækin, sem hafa orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru að undanförnu. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 34 orð

Kvittað fyrir móttöku handrita

SÍÐASTA meginsending íslensku handritanna kom með danska varðskipinu Vædderen í gær. Kai Rasch Larsen skipherra afhenti Stefáni Karlssyni forstöðumanni Árnastofnunar handritin og sést sá síðarnefndi kvitta fyrir móttöku þeirra. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

LEIÐRÉTT Myndin birtist Þessi mynd frá sý

Þessi mynd frá sýningu Hallsteins Sigurðssonar í Ásmundarsafni birtist ekki með leiðréttingu í gær, eins og til stóð. Rangt nafn í minningargrein Í formála minningargreina um Steindór Steindórsson frá Hlöðum á blaðsíðu 40 í Morgunblaðinu í gær, þriðjudaginn 6. maí, var ranglega farið með nafn á maka eins af barnabörnum Steindórs, Kristínar Gunnarsdóttur. Meira
7. maí 1997 | Erlendar fréttir | 328 orð

Lýsir yfir stuðningi við stjórnarflokkana

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hefur ákveðið að freista þess að blása lífi í kosningabaráttu stjórnarflokkanna og leiðtogar vinstriflokkanna sögðust í gær vongóðir um að þeir færu með sigur af hólmi í þingkosningunum 25. maí og 1. júní. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 361 orð

Lægsta boð 1,5 milljörðum undir kostnaðaráætlun

ALLS bárust tíu tilboð í byggingar- og jarðvinnu við Sultartangavirkjun en tilboðin voru opnuð í stjórnstöð Landsvirkjunar í gær. Um er að ræða stærsta einstaka verkútboð á Íslandi í mörg ár. Verkið var boðið út í þremur hlutum en samanlögð kostnaðaráætlun verksins nam 7.154 milljónum kr. að mati Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., ráðgjafa Landsvirkjunar. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Morgunblaðið/Halldór

Morgunblaðið/HalldórBarist við sinuelda YFIR tuttugu sinubrunar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu seinustu daga og eru slíkar íkveikjur orðnar árlegt vandamál. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Námskeið um skógrækt á rýru landi

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins í samvinnu við Landgræðslu- og skógrækt ríkisins stendur fyrir tveimur námskeiðum á næstunni um landgræðslu- og skógrækt á rýru landi. Fyrra námskeiðið verður laugardaginn 10. maí í húsnæði Landgræðslusjóðs, Suðurhlíð 38 í Reykjavík, og síðara námskeiðið verður haldið í Garðyrkjuskólanum laugardaginn 24. maí nk. Bæði námskeiðin standa frá kl. 10­17. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 213 orð

Norðlægar áttir fram yfir helgi

NORÐLÆGAR áttir verða ríkjandi fram yfir næstu helgi en þó hlýnar eitthvað í veðri, segir Hörður Þórðarson veðurfræðingur. Hann telur að ekki verði eins kalt í veðri næstu daga og var í gær. Næstu daga er útlit fyrir að verði norðlægar áttir og frost að næturlagi norðan til á landinu en annars staðar fremur svalt, Meira
7. maí 1997 | Landsbyggðin | 658 orð

Oddviti sjálfstæðismanna á "framsóknarlistanum"

ALMENNAR kosningar fulltrúa á Búnaðarþing verða í nokkrum héruðum á næstunni. Á þremur stöðum að minnsta kosti koma fram mótframboð gegn núverandi búnaðarþingsfulltrúum. Á Suðurlandi eru að venju kosningar. Þar gerðust þau tíðindi að oddviti lista sjálfstæðismanna frá síðustu kosningum skipar nú 4. sætið á hinum listanum sem í hugum fólks er meira tengdur framsóknarmönnum. Meira
7. maí 1997 | Erlendar fréttir | 48 orð

Óánægð með Kohl

ÞRJÁTÍU ástralskir stuðningsmenn Vísindaspekikirkjunnar efndu til mótmæla við Sydneyóperuna í gær er Helmut Kohl kanslari Þýskalands kom þar við í fjögurra daga opinberri heimsókn sinni til Ástralíu. Kohl hefur neitað að leggja blessun sína yfir starfsemi sértrúarsafnaðarins í Þýskalandi og sagði mótmælafólkið það jafngilda mannréttindabroti. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 749 orð

Óeðlileg undirboð Íslenskra aðalverktaka

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra segir að dótturfyrirtæki Íslenskra aðalverktaka, Lava hf., stundi óeðlileg undirboð á íslenskum vikri til byggingariðnaðar í Þýskalandi og það án þess að vera með vinnsluleyfi á efninu. Meira
7. maí 1997 | Erlendar fréttir | 241 orð

Ósammála um niðurstöðuna

EZER Weizman, forseti Ísraels, sagði að loknum fundi sínum og Yassers Arafats, leiðtoga sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, að Arafat hefði fallist á að hefja að nýju samvinnu við Ísraela í öryggismálum, eftir sjö vikna hlé sem orðið hefur á friðarumleitunum vegna ákvörðunar Ísraela um að leyfa landnemabyggðir í Austur-Jerúsalem. Meira
7. maí 1997 | Erlendar fréttir | 373 orð

Redwood og Howard í hóp hugsanlegra arftaka Majors

TVEIR þingmenn Íhaldsflokksins tilkynntu í gær að þeir myndu sækjast eftir útnefningu til flokksleiðtoga þegar eftirmaður Johns Majors, fyrrverandi forsætisráðherra, í það starf verður valinn. John Redwood, sem fór um tíma með málefni Wales í stjórn Majors, og Michael Howard, fráfarandi innanríkisráðherra, lýstu yfir framboði í gær. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Reykjavíkur úr samtökum vetrarborga

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að Reykjavíkurborg gangi úr samtökum um vetrarborgir en fulltrúar borgarinnar hafa sótt fimm vetrarborgarráðstefnur frá árinu 1984. Í samþykkt borgarráðs segir að árið 1996 hafi þrír borgarfulltrúar og fimm embættismenn borgarinnar sótt ráðstefnuna í Winnipeg, þar sem Reykjavík tók þátt í samkeppni um að halda ráðstefnuna árið 2000. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 398 orð

Ríkið eigi auðlindir utan eignarlanda

LAGT hefur verið fram á alþingi frumvarp til laga um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu þar sem gert er ráð fyrir því að eignarlandi fylgi réttur til auðlinda sem þar finnast en ríkið sé eigandi jarðhita, grunnvatns og annarra auðlinda utan eignarlanda, nema aðrir geti sannað eignarrétt sinn. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Sandi mokað úr Víkartindi

UNNIÐ var að því í gær að moka sandi úr einni lest Víkartinds með beltagröfu. Neðst í lestinni eru 18 síðustu gámarnir sem enn eru í skipinu og þegar sandurinn hefur verið hreinsaður ofan af verða gámarnir hífðir í land. Hvöss norðanátt var á strandstaðnum í gær og talsvert sandrok. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Sáttafundur eftir 9 daga hlé

SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu Rafiðnaðarsambands Íslands og Pósts og síma hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. Óformlegur fundur var haldinn hjá sáttasemjara síðdegis í gær en þá voru níu dagar síðan formlegur fundur í deilunni var síðast haldinn. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 1294 orð

Sherparnir eru einstakir fjallamenn

SHERPAR leika stórt hlutverk í öllum leiðöngrum sem farnir eru á Everest. Hörður Magnússon, aðstoðarmaður íslensku fjallgöngumannanna, segir í pistli til Morgunblaðsins að þeir séu einstaklega duglegir og þrautseigir fjallamenn. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 38 orð

Skagfirðingafélagið býður til kaffisamsætis

SKAGFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík og nágrenni býður öldnum Skagfirðingum og mökum þeirra upp á kaffi og súkkulaði fimmtudaginn 8. maí í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17. Húsið opnað kl. 14.30. Söngur og gamanmál verða til skemmtunar. Meira
7. maí 1997 | Erlendar fréttir | 157 orð

Skipað að breyta hliðarstýrum

BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) hefur gefið flugfélögum, sem eiga og reka Boeing-737 þotur, fyrirmæli um að lagfæra ótraustan búnað í hliðarstýrum þeirra. Fyrirmæli sín gaf FAA út í kjölfar tilmæla sérfræðinga, sem endurskoðuðu hönnun 737-flugvélanna í framhaldi af tveimur slysum sem urðu með þeim hætti, að þotur fóru skyndilega inn í stjórnlausa veltu og steyptust til jarðar. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

Stefnt að því að rekstur geti hafist

STJÓRN Byggðastofnunar veitti í gær forstjóra stofnunarinnar umboð til að semja við stærstu lánardrottna Fáfnis hf. á Þingeyri um að leysa til sín frystihús, fiskimjölsverksmiðju og fleiri eignir fyrirtækisins. Meira
7. maí 1997 | Erlendar fréttir | 388 orð

Stjórnin nýtur vart góðærisins

SPÆNSKI Sósíalistaflokkurinn (PSOE) er stærsti stjórnmálaflokkur landsins, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem dagblaðið El Pais birti um helgina. Þótt aukinnar bjartsýni gæti á meðal Spánverja um gang efnahagsmála virðist ríkisstjórn Jose Maria Aznar, forsætisráðherra, ekki njóta góðs af því. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 260 orð

Styðja starfsemi Íþróttasambands fatlaðra

OSTA- og smjörsalan sf. og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hafa gert með sér samning um stuðning Osta- og smjörsölunnar sf. við ÍF vegna undirbúnings og þátttöku fatlaðs íþróttafólks í Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 35 orð

Stærðfræðiprófið birt í heild

Stærðfræðiprófið birt í heild SAMRÆMDA prófið í stærðfræði, sem mjög hefur verið rætt um að undanförnu, er birt í heild í Morgunblaðinu í dag. Réttar lausnir við prófinu verða birtar í blaðinu á næstunni. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð

Tilraunaveiðum við Falklandseyjar hætt

ENGEY RE 1 er hætt fiskveiðum við Falklandseyjar og er nú á leiðinni til Íslands. Þar með er tilraunaveiðum íslenskra aðila við eyjarnar lokið í bili a.m.k. Útgerðin hófst um áramótin og var fyrirtækið Island Fisheries Holdings Ltd. stofnað um þær þar syðra. Að því standa Grandi hf., Kristján Guðmundsson hf. á Rifi, JBG Falklands Ltd. og Sæblóm ehf. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Tveggja ára ferðalangur

DREGIÐ var í Frískamínleik Lýsis hf. 22. apríl sl. Allir þeir sem keyptu flösku af frískamíni á tímabilinu 25. febrúar til 10. apríl áttu þess kost að senda inn þátttökumiða. Vinningurinn var 100.000 kr. ferðaúttekt í leiguflugi að eigin vali hjá Úrval Útsýn. Vinninginn hreppti tæplega tveggja ára snáði, Elvar Örn Jónsson, til heimilis að Veghúsum 1. Meira
7. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Útför Steindórs Steindórssonar

ÚTFÖR Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, heiðursborgara á Akureyri, var gerð frá Akureyrarkirkju í gær. Karlakvartett söng sálminn Allt eins og blómstrið eina, öll erindin þrettán, einnig söng kvartettinn sálm eftir Ólöfu frá Hlöðum. Óskar Pétursson söng Fjallið Skjaldbreiður. Þráinn Karlsson las ljóð Matthíasar Jochumsonar, Eyjafjörður. Meira
7. maí 1997 | Erlendar fréttir | 194 orð

Vaxandi efasemdir um að EMU-markmið náist

ATVINNULEYSI jókst í Þýzkalandi í apríl síðastliðnum, þegar tekið hafði verið tillit til árstíðabundinna sveiflna í atvinnustigi. Atvinnulausum fjölgaði um 8.000 og eru þeir nú 4.299.000 talsins, eða um 11,3% af mannaflanum. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 1860 orð

Veiðigjald leiðir til breyttrar skattbyrði

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, sögðu báðir á ráðstefnu sjávarútvegsráðuneytisins á Akureyri í gær að þeir væru ekki andvígir því að leggja á veiðigjald í sjávarútvegi. Þorsteinn sagði að það væri gert í dag, en ágreiningur væri um hvað það ætti að vera hátt. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 433 orð

Verulegur munur á heilsufari foreldra eftir tekjum

MATTHÍAS E. Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir að samkvæmt óbirtri rannsókn Landlæknisembættisins komi mjög skýrt í ljós að mun stærri hluti barnafjölskyldna, sem hafa lægstu ráðstöfunartekjur, hafi frestað eða hætt við að leita læknismeðferðar og taka út lyf, en fjölskyldna sem hafi hærri tekjur. Meira
7. maí 1997 | Miðopna | 808 orð

Vilja stjórnvöld ekki samkeppni í innanlandsfluginu?

SVO virðist sem sum ráðuneyti líti á það sem hlutverk sitt að gæta þess að fyrirtæki sem að einhverju leyti hafa verið undir verndarvæng ríkisvaldsins njóti áfram verndar þrátt fyrir að frelsi hafi komist á. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Vorhátíð við Rimaskóla

HALDIN verður vorhátíð á vegum foreldrafélags Rimaskóla á skólalóðinni fimmtudaginn 8. maí kl. 14­16. Dagskráin hefst kl. 14 með því að Lúðrasveit Grafarvogs leikur nokkur lög. Skólakór Rimaskóla syngur og verðlaunaatriði unglinga í frjálsum dansi verða sýnd. Magnús Scheving skemmtir og hitar upp fyrir hlaup sem hefst kl. 15. Hljómsveit spilar nokkur lög. Körfubolti nemenda og kennara. Meira
7. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Vortónleikar

TÓNLISTARSKÓLI Eyjafjarðar efnir til vortónleika nú á næstu dögum. Þeir fyrstu verða á morgun, fimmtudaginn 8. maí, í Freyvangi kl. 20.30, en þá verða tónleikar söngdeildar. Nemendatónleikar verða í Gamla skólahúsinu á Grenivík næstkomandi laugardag, 10. maí, kl. 14. Nemendatónlekar verða í Freyvangi á sunnudag, 11. maí, kl. 14 og loks í Þelamerkurskóla næstkomandi mánudagskvöld, 12. Meira
7. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Vortónleikar nemenda á Akureyri

VORTÓNLEIKAR eldri nemenda Tónlistarskólans á Akureyri verða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, miðvikudagskvöldið 7. maí, kl. 20. Á tónleikunum koma fram nemendur á efri stigum tónlistarnáms, allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Meira
7. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 545 orð

Þakklát Guði fyrir að fá að vera svona lengi saman

"ÞAÐ ER alltaf sól 7. maí," segir Margrét Magnúsdóttir en hún og eiginmaður hennar, Ágúst Jónsson, eiga 70 ára brúðkaupsafmæli í dag og halda upp á daginn í faðmi ættingja og vina á heimili sínu, Reynivöllum 6 á Akureyri. Þau eignuðust fjögur börn, Magnús, Maríu Sigríði, Jón Geir og Halldóru, barnabörnin eru 16 og barnabarnabörnin 17. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Þekktur matreiðslumaður á Grillinu

MATREIÐSLUMEISTARINN Sean Flanagan frá Mosimann's í London mun starfa í Grillinu, Hótel Sögu, frá 7.­13. maí, þar sem hann kemur til með að matreiða þá rétti sem í boði eru á matseðli Mosimanns í dag. Meira
7. maí 1997 | Miðopna | 1914 orð

Þungbær bið á Þingeyri Ljóst er að enn þurfa Þingeyringar að bíða eftir að vinnsla hefjist í frystihúsinu og þeir fái vinnu á

Ljóst er að enn þurfa Þingeyringar að bíða eftir að vinnsla hefjist í frystihúsinu og þeir fái vinnu á nýjan leik. Margir eru farnir að hugsa sér til hreyfings og fara ef hjól atvinnulífsins verða ekki farin að snúast vel fyrir skólasetningu í haust. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Öldruðum boðið til kirkju

ÖLDRUÐUM er boðið til guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju á uppstigningardag, fimmtudaginn 8. maí, og hefst hún kl. 14. Eftir messu er kaffisamsæti í Veitingahúsinu Gaflinum. Rútan kemur að Hrafnistu kl. 13.15, Höfn kl. 13.25, Sólvangi um kl. 13.30 og Sólvangshúsunum um kl. 13.40 og ekur þaðan að kirkju og þangað aftur síðar. Meira
7. maí 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

ÍSLENSKIR aðalverktakar voru harðlega gagnrýndir á Alþingi í gær vegna meintra óeðlilegra undirboða á vikri á Þýskalandsmarkaði. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra og nokkrir þingmenn Sunnlendinga sögðu fyrirtækið hafa beitt því fyrir sig á óeðlilegan hátt að ríkið væri meirihlutaeigandi í fyrirtækinu til að vinna traust kaupenda. Meira

Ritstjórnargreinar

7. maí 1997 | Staksteinar | 309 orð

Laun aldraðra hækki sem önnur

FÉLAG eldri borgara í Reykjavík gefur út ritið "Listin að lifa". Formaður félagsins, Páll Gíslason, skrifar leiðara þess, en þar segir m.a.: "Lágmarkskröfur okkar eru að ellilífeyrir og aðrar bætur hækki samhliða launahækkunum í landinu, talað er um 5% á þessu ári, en við fengum 2% hækkun um áramót." Réttsýnin ráði ferð Meira
7. maí 1997 | Leiðarar | 667 orð

SAMKEPPNI HEIMA OG ERLENDIS

LeiðariSAMKEPPNI HEIMA OG ERLENDIS avíð Oddsson, forsætisráðherra, vék í ræðu sinni á aðalfundi Vinnuveitendasambands Íslands í gær, að þeim umræðum, sem fram hafa farið við og við undanfarnar vikur og mánuði um samkeppni í atvinnu- og viðskiptalífi hér. Meira

Menning

7. maí 1997 | Menningarlíf | 547 orð

13,6 milljónir til 48 aðila

Menningarsjóður 13,6 milljónir til 48 aðila STJÓRN Menningarsjóðs hefur veitt 48 styrki, samtals að fjárhæð kr. 13,6 milljónir, en 121 umsókn barst að þessu sinni með beiðni um styrki að fjárhæð u.þ.b. kr. 110 milljónir. Meira
7. maí 1997 | Fólk í fréttum | 322 orð

Á Beck með þeim bestu

BECK Hansen heitir tónlistarmaður, venjulega bara kallaður Beck. Afi hans, Al, starfaði með Andy Warhol á sínum tíma og var í hinni svokölluðu Fluxus- hreyfingu með Yoko Ono og fleirum. Móðir Becks, Bibbe, lék með Edie Sedgwick í Warhol- myndinni "Prison" sem enn hefur ekki komið út. Meira
7. maí 1997 | Fólk í fréttum | 49 orð

Ánægðir vinningshafar

SEAN OG Alex Taylor frá Whitwick, Leicestershire í Englandi, fagna eftir að hafa veitt móttöku ávísun að upphæð 9.512.277 pund (1.103.424.132 krónur) frá breska lottóinu. Alex, sem er bökusendill og þriggja barna faðir, rak að vonum upp mikið óp þegar hann gerði sér grein fyrir vinningnum. Meira
7. maí 1997 | Kvikmyndir | 329 orð

Brjóstaberar blóðsugur Voðalegt vændishús (Bordello of Blood)

Framleiðandi: Gilbert Adler. Leikstjóri: Gilbert Adler. Handritshöfundur: A L Kats og Gilbert Adler. Kvikmyndataka: Tom Priestley. Tónlist: Chris Boardman. Aðalhlutverk: Dennis Miller, Erika Eleniak, Angie Everhart, Chris Saradon. 83 mín. Bandaríkin. Cic myndbönd 1997. Útgáfudagur: 22.apríl. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
7. maí 1997 | Menningarlíf | 180 orð

Bugsý Malone í Þorlákshöfn

NEMENDUR grunnskólans í Þorlákshöfn sýndu fyrir skömmu söngleikinn Bugsý Malone, eftir Alan Parker, fyrir troðfullu húsi. Sýningargestum var boði upp á "hnallþóruveislu" í hléi og mæltist það vel fyrir. Foreldrar 10. bekkjar nemenda sáu um veitingarnar. Meira
7. maí 1997 | Fólk í fréttum | 183 orð

Eddie Murphy gómaður með kynskiptingi

-ÉG VAR BARA að skutla henni heim, segir gamanleikarinn Eddie Murphy sem var handtekinn af lögreglunni síðastliðna föstudagsnótt með vændiskonu í bíl sínum. Lögreglan sá Eddie taka vændiskonuna upp í bíl sinn og stoppaði hann stuttu síðar. Þar sem ekkert ósiðlegt var í gangi í bílnum var Eddie sleppt en vændiskonan, sem reyndist vera 20 ára gamll kynskiptingur, var handtekinn. Meira
7. maí 1997 | Fólk í fréttum | 71 orð

Er Jodie Foster lesbísk?

ÞVÍ HALDA bandarísk blöð að minnsta kosti fram. Sjálf hefur hún ekkert viljað um málið segja. Við síðustu Óskarsúthlutun kom Jodie með Randy Stone sem hún hefur lengi reynt að láta líta út fyrir að sé kærastinn sinn. Meira
7. maí 1997 | Tónlist | 401 orð

Ég óska Grensáskirkju hljómmeira orgels

Flytjandi Árni Arinbjarnarson, Grensáskirkja 5. maí kl. 20.30. Einn af okkar bestu og traustustu orgelleikurum með orgelkríli í glæsilegri kirkju Grensássóknar má ekki verða að föstum lið. Mætti ég koma með hugmynd að staðsetningu orgels sem sóma mundi kirkjunni þ.e. Meira
7. maí 1997 | Menningarlíf | 345 orð

Fjölbreytni í starfsemi æskileg

NÆSTI forstjóri Norræna hússins í Reykjavík verður Riitta Hein¨amaa frá Finnlandi. Stjórn Norræna hússins samþykkti einróma á fundi nýlega að mæla með henni og að hún taki við störfum 1. janúar 1998. Það er Norræna ráðherranefndin sem tekur endanlega ákvörðun um ráðningu forstjóra og verður það gert fljótlega. Riitta Hein¨amaa tekur við af K. Meira
7. maí 1997 | Menningarlíf | 530 orð

Frumkvöðull nýrra menningarstrauma

RÁÐSTEFNA um Þórð Þorláksson, biskup í Skálholti, um síðustu helgi heppnaðist að öllu leyti vel að sögn Jóns Pálssonar, rektors Skálholtsskóla, en þeir sem að ráðstefnunni stóðu voru, auk Skálholts, Guðfræðistofnun og Sagnfræðistofnun Háskólans, Rannsóknastofnun Kennaraháskólans og Átjándu aldar félagið. Skálholtsskóli hýsti ráðstefnuna. Meira
7. maí 1997 | Kvikmyndir | 108 orð

Goldie Hawn leikstýrir

KVIKMYNDALEIKARAR ganga greinilega margir með kvikmyndaleikstjóra í maganum. Goldie Hawn er nýjast Hollywood-stjarnan sem hefur í hyggju að setjast í leikstjórastólinn. Hún ætlar að stýra sjónvarpsmyndinni "Hope" fyrir TNT-sjónvarpsstöðina. Myndin fjallar um unglingsstelpu sem þarf að takast á við kynþáttahatur og hræsni og verður væntanlega sýnd í október. Meira
7. maí 1997 | Leiklist | 620 orð

Gortari undir Nöfum

eftir Henrik Ibsen í þýðingu Einars Benediktssonar. Leikstjórar: Einar Þorbergsson, Gunnar Eyjólfsson. Búningar: Þjóðleikhúsið - Leikfélag Sauðárkróks. Sviðsmynd og lýsing: Einar Þorbergsson. Leikendur: Gunnar Eyjólfsson, Styrmir Gíslason, Kristján Örn Kristjánsson, Elsa Jónsdóttir, Dagbjört Jóhannesdóttir, Sigurlaug Eysteinsdóttir, Karel Sigurjónsson, Bragi Haraldsson, Hreinn Guðvarðarson, Meira
7. maí 1997 | Menningarlíf | 322 orð

Grettis saga komin í Árnastofnun

Síðasta meginsending íslensku handritanna frá Árnasafni í Kaupmannahöfn kom með danska varðskipinu Vædderen í gærdag, en liðin eru 26 ár síðan fyrstu íslensku handritin komu hingað til lands frá Danmörku með dönsku varðskipi sem einnig bar nafnið Vædderen. Meira
7. maí 1997 | Fólk í fréttum | 41 orð

Hamingjusöm Hatcher

TERI Hatcher, sem leikur Lois í þáttunum um ofurmennið, hefur ástæðu til að vera brosmild. Hún tryggði sér nýlega hlutverk í nýju Bond- myndinni, "Tomorrow Never Dies". Eiginmaðurinn, Jon Tenney, er ekki síður glaður eins og sést á myndinni. Meira
7. maí 1997 | Menningarlíf | 132 orð

HÁDEGISVERÐURINN er aldrei ókeypis. Þæt

HÁDEGISVERÐURINN er aldrei ókeypis. Þættir í stjórnmálahagfræði er eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Í kynningu segir: "Í þessari bók segir dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson frá stjórnmálahagfræðinni, sem leitar hins hagkvæmasta skipulags í ljósi skortsins. Meira
7. maí 1997 | Kvikmyndir | 126 orð

Hinir dauðu snúa aftur

ENDURÚTGÁFUR þekktra kvikmynda fara vaxandi. Í kjölfar Stjörnustríðsmyndanna fylgdi fyrsta myndin um Guðföðurinn og mynd Johns Waters "Pink Flamingos". Nú ætlar George Romero að endurvinna hryllingsklassíkina "Night of the Living Dead". Uppvakningsmyndin verður þrítug á næsta ári og því þótti Romero tilvalið að endurútgefa gripinn. Meira
7. maí 1997 | Fólk í fréttum | 39 orð

Hrói harðkvæntur

CHRIS O'Donnell, sem lék Hróa (Robin) í myndinni Leðurblökumaðurinn að eilífu, hefur fest ráð sitt. Hann kvæntist draumadísinni, Caroline Fentress, í kirkju heilags Patreks í Washington fyrir skömmu. Meðal brúðkaupsgesta voru Ted Kennedy og eiginkona hans, Victoria. Meira
7. maí 1997 | Menningarlíf | 386 orð

Karlakór Reykjavíkur á heimaslóðir stofnanadans

KARLAKÓR Reykjavíkur heldur á uppstigningardag, 8. maí , í sína fyrstu söngferð til Vestfjarða og mun þá m.a. syngja á fæðingarstað stofnanda síns, Sigurðar Þórðarsonar tónskálds. Sigurður fæddist að Gerðhömrum í Dýrafirði 8. apríl 1895, sonur Þórðar Ólafssonar prests og Maríu Ísaksdóttur. Meira
7. maí 1997 | Fólk í fréttum | 63 orð

Kátt í Hollywood

MARGT fyrirmenna og stjarna mætti til frumsýningar myndarinnar "Nowhere" í Hollywood í vikunni. Myndin, sem Gregg Araki leikstýrir, verður frumsýnd um öll Bandaríkin á föstudaginn. Sögusvið hennar er Suður-Kalifornía og fjallar hún um tilfinningalíf ungs vinahóps. Reuter CHRISTINA Applegate fermeð stórt hlutverk í myndinni. Meira
7. maí 1997 | Menningarlíf | 303 orð

Létt og skemmtilegt

SIGURÐUR Skagfjörð Steingrímsson heldur sína fyrstu einsöngstónleika sunnan heiða í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í kvöld, miðvikuddagskvöld, kl. 20.30. Á tónleikunum mun Sigurður flytja þekkt íslensk og erlend sönglög, bæði ljóð og aríur. "Þarna verður eitthvað fyrir alla," sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Meira
7. maí 1997 | Kvikmyndir | 77 orð

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKUStaðge

Staðgengillinn (The Substitute) Lækjargata (River Street) Svarti sauðurinn (Black Sheep) Snert af hinu illa (Touch by Evil) Undur og stórmerki Meira
7. maí 1997 | Leiklist | 609 orð

Mæja, ó Mæja og sálarkeröldin

Sungin og leikin lög úr leikritum sem leikfélagið hefur sett upp o.fl. Kynnir við barinn: Björn Björnsson. Hljómsveitir: Jafnmargar og lögin. Söngvarar og leikarar: Maja, Maja, Maja og ekki má gleyma Ylfu. Ungó á Dalvík 2. maí. SJÁÐU fyrir þér leikmyndina: Tvö ríflega mannhæðarhá spjöld og á þeim málað norðlenskt landslag. Meira
7. maí 1997 | Fólk í fréttum | 231 orð

New York norðursins

Í NÝJASTA tölublaði breska tímaritsins Arena er vegleg þriggja síðna umfjöllun um Reykjavík þar sem meðal annars er velt upp spurningunni hvort Reykjavík sé ofvaxið fiskiþorp eða New York norðursins. Greinarhöfundur, Tim Clark, hefur greinina á lýsingu á "næturlífi" Reykjavíkur. "Hræææði ég þig?" spyr hún og veifar frosinni rós í andlitið á mér. Meira
7. maí 1997 | Menningarlíf | 85 orð

Nýjar bækur TRÚFÉLAGI

TRÚFÉLAGIÐ Krossinn, ágrip af sögu þess, starfsháttum og kenningumer eftir Bjarna Randver Sigurvinsson guðfræðing, en hún flokkast undir rannsóknarritgerðir Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í bókinni er gerð grein fyrir sögulegum rótum trúfélagsins bæði hér á landi og úti í heimi, starfsháttum þess og kenningum. Meira
7. maí 1997 | Fólk í fréttum | 143 orð

Oddi hf. á Patreksfirði 30 ára

FISKVINNSLU- og útgerðarfyrirtækið Oddi hf. á Patreksfirði varð 30 ára fyrir skömmu og var haldið upp á afmælið með pompi og pragt í Felgunni þar í bæ. Oddi hf., sem er almenningshlutafélag, var stofnaður 15. mars árið 1967 af Jóni Magnússyni og Hjalta Gíslasyni. Meira
7. maí 1997 | Fólk í fréttum | 76 orð

Raularinn '97

SÖNGVAKEPPNIN Raularinn var haldin að Höfðabrekku í Mýrdal fyrir skömmu. Frumleikinn var í fyrirrúmi, en þáttur í keppninni var að keppendur fengju sér umboðsmann. Keppendur voru 10, bæði einstaklingar og hópar, og góð stemmning skapaðist í kringum keppnina sem þótti takast mjög vel. Meira
7. maí 1997 | Menningarlíf | 57 orð

Rithöfundasambandið fær hús

Á AÐALFUNDI Rithöfundasambands Íslands var tilkynnt að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að styðja sambandið með því að láta það fá afnot af húsi Gunnars Gunnarssonar skálds við Dyngjuveg 8 í Reykjavík. Mun Rithöfundasambandið flytja þangað í sumar og selja eign sína í Hafnarstræti 9. Húsið var teiknað af Hannesi Davíðssyni, arkitekt, og byggt upp úr 1950. Meira
7. maí 1997 | Bókmenntir | 487 orð

Ritmennt hefur göngu

Ársrit Landsbókasafns Íslands- Háskólabókasafns, 1, 1996, 160 bls. ALLT frá árinu 1945 gaf Landsbókasafn Íslands út Árbók, sem einatt flutti fróðlegt og áhugavert efni. Þegar Árbókin hafði komið út í þrjátíu ár var breytt um fyrirkomulag og af stað fór nýr flokkur Árbókar og komu út af honum nítján árgangar, sá síðasti 1994. Síðan hafa merkir atburðir gerst. Þann 1. Meira
7. maí 1997 | Fólk í fréttum | 56 orð

Síbrosandi og kátur

ROGER gamli Moore er síbrosandi, enda skapmildur maður. Eins og flestir vita gerði hann garðinn frægan í hlutverkum dýrlingsins Simons Templars og njósnarans James Bonds á sínum tíma. Nú gerir hann garðinn frægan með ástkærri unnustu sinni, milljónamæringnum Christiana "Kiki" Tholstrup, sem hann kynntist árið 1994. Hér sjást þau eftir sýningu á Broadway. Meira
7. maí 1997 | Menningarlíf | 86 orð

Stofnfundur fræðimannafélags

STOFNFUNDUR Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna verður haldinn í Kornhlöðunni, Bankastræti 5, miðvikudaginn 7. maí kl. 20.30. Markmið félagsins er að stuðla að virku, þverfaglegu samstarfi sjálfstætt starfandi fræðimanna og vinna að því að tryggja þeim aðstöðu til að sinna verkefnum sínum í sem nánustu félagi við aðra fræðimenn, segir í tilkynningu. Meira
7. maí 1997 | Menningarlíf | 20 orð

Sumartónleikar Valskórsins

Sumartónleikar Valskórsins ÁRLEGIR sumartónleikar Valskórsins verða í dag, miðvikudag, kl. 20.30 í Friðrikskapellu. Kaffiveitingar í boði kórsins eftir tónleikana í Valsheimilinu. Meira
7. maí 1997 | Menningarlíf | 402 orð

Vindar í Raumsdal

DAGSKRÁ tileinkuð verkum Knuts Ødegårds verður í Norræna húsinu á uppstigningardag, fimmtudaginn 8. maí, kl. 20.30. Kynnt verður ný bók með úrvali ljóða skáldsins sem er væntanleg á almennan markað hjá Hörpuútgáfunni í haust. Bókin nefnist Vindar í Raumsdal og í henni eru ljóð úr síðustu bókum skáldsins. Jóhann Hjálmarsson og Matthías Johannessen völdu og þýddu ljóðin og rita formála. Meira
7. maí 1997 | Menningarlíf | 25 orð

Vortónleikar áSauðárkróki

SIGURÐUR Marteinsson og Martin Frewer.Vortónleikar áSauðárkróki MARTIN Frewer fiðluleikari og Sigurður Marteinsson píanóleikari halda vortónleika í bóknámshúsi Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki fimmtudaginn 8. maí kl. 16. Meira
7. maí 1997 | Kvikmyndir | 699 orð

Væntanlegar kvikmyndir í Regnboganum

REGNBOGINN sýnir um þessar mundir Basquiat, fyrstu kvikmynd listmálarans Julians Schnabels. Myndin er um feril listamannsins Jeans Michels Basquiat. Jeffrey Wright fer með aðalhlutverkið en í öðrum hlutverkum eru Michael Wincott, Benicio Del Toro, Claire Forlani, David Bowie, Dennis Hopper og Gary Oldman. Meira
7. maí 1997 | Fólk í fréttum | 45 orð

Warren og Anette stofna fjölskyldu

WARREN gamli Beatty er margreynt kvennagull, en nú hefur hann fundið þá réttu, leikkonuna Anette Bening. Þau fögnuðu fæðingu þriðja afkvæmisins, dótturinnar Isabel, í janúar. Vel fór á með þeim er þau mættu til hátíðarkvöldverðar í Los Angeles fyrir skemmstu. Meira
7. maí 1997 | Kvikmyndir | 442 orð

Þjáningar listamannsins

Leikstjórn og handrit: Julian Schnabel. Byggt á sögu Lech J. Majewski. Kvikmyndataka: Ron Fortunato. Aðalhlutverk: Jeffrey Wright, David Bowie, Bernicio Del Toro, Gary Oldman, Claire Forlani, Michael Wincott, Elina Löwensohn, og Dennis Hopper. 106 mín. Bandarísk. Eleventh Street Production/ Jon Kilik/ Miramax Pictures. 1996. Meira
7. maí 1997 | Menningarlíf | 394 orð

Þrír góðir

Flutt voru verk eftir Mike Garson og ýmsa aðra. Flytjendur: Mike Garson píanó, Marc Johnson kontrabassi og Joe LaBarbera trommur. Föstudaginn 2. maí 1997. TRÍÓ Mike Garson leiftraði af snilld á seinni tónleikum sínum í Loftkastalanum. Íslenskir áheyrendur upplifðu þar einstaka tónleika þar sem fór saman frumleiki, fagmennska og ómenguð snilld. Meira

Umræðan

7. maí 1997 | Aðsent efni | 861 orð

Að missa draum

OFT má sjá í ritum sem fást við þroskaleit manna, að mikil áhersla er lögð á að lifa í núinu, lifa hvert andartak til fulls í stað þess að láta stjórnast af öðru er fangar hugann. Þetta er auðvitað brýnt að læra, því að annars eru menn í rauninni aldrei samstiga sjálfum sér. Ef við erum stödd á tónleikum, þá hlýðum við á tónlistina en erum ekki að hugsa um annað á meðan. Meira
7. maí 1997 | Aðsent efni | 307 orð

Framhjáhald eiginmanns getur orðið eiginkonu lífshættulegt

ÞÓ AÐ lengi hafi verið þekkt að krabbamein í legi megi rekja til smits við kynmök, virðist það vera eitt af best varðveittu leyndarmálum læknisfræðinnar, en fram til þessa hefur sökin verið talin liggja hjá konum sjálfum. Vísindamennirnir við John Hopkins hafa aðra skýringu. Meira
7. maí 1997 | Aðsent efni | 524 orð

Færir borginni umhverfisverk að gjöf

MIKLAR breytingar hafa orðið á undanförnum árum þegar litið er til frágangs lóða hvort heldur er við heimahús eða stofnanir. Allur almenningur er orðinn meðvitaður um að það er síður en svo tilgangslaust að setja niður tré og plöntur þrátt fyrir að veðurfar sé hér ekki alltaf hið ákjósanlegasta, að minnsta kosti ef miðað er við það sem gerist í gróðursælum nágrannalöndum okkar. Meira
7. maí 1997 | Aðsent efni | 1185 orð

Nokkrar hugleiðingar um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og LSR

SENN er ár liðið síðan ég leitaði skriflega, og ítrekaði endurtekið síðar með skírskotun til stjórnsýslulaga, eftir rökum ráðuneytis fjármála fyrir því að skerða áunnin lífeyrisréttindi mín. Í bréfi mínu, sem stutt var fylgiritum, gerði ég grein fyrir því að ég teldi að ráðuneytið fremdi á mér lagabrot. Meira
7. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 472 orð

Ó-vinir svara

Í MORGUNBLAÐINU 30. apríl síðastliðinn skrifaði maður að nafni Arnar Valgeirsson um þau Markús og Selmu Ó-þáttagerðarmenn. Sagði hann meðal annars að þættirnir væru orðnir að egótrippi þeirra og talaði hvað mest um afmælisþáttinn ("sem sýndi bara hvað þau eru klár") og hringferðina um landið sem var síðasti þáttur. Meira
7. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 428 orð

Prestskosningar í Garðbæ

NÝLEGA fóru fram prestskosningar í Garðabæ. Prestur var kosinn löglegri kosningu. En viti menn, nokkrir íbúar í Garðabæ voru ekki ánægðir, presturinn sem þeir höfðu hugsað sér að fá í bæinn hlaut ekki kosningu. Bjarni Karlsson, sem þjónar nú í Vestmannaeyjum, hlaut brauðið. Þetta gátu nú ýmsir ekki látið sér lynda. Nú var farið af stað með undirskriftalista sem voru látnir ganga. Meira
7. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 382 orð

Skiptinemar í sjálfboðavinnu

ÞAÐ VIRÐIST vera afar útbreiddur misskilningur hér á landi að ekki sé hægt að gerast skiptinemi í útlöndum eftir 18 ára aldur. Alþjóðleg ungmennaskipti senda árlega út hóp af fólki á aldrinum 18-30 ára sem skiptinema. Í stað þess að setjast á skólabekk taka skiptinemarnir virkan þátt í samfélögunum sem þeir búa í með því að stunda sjálfboðavinnu. Þó er hægt að stunda nám í Þýskalandi og Sviss. Meira
7. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 321 orð

Um húsaleigubætur

NÝVERIÐ gerðust þau merku tíðindi að stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga tilkynnti að sveitarfélögin öll væru tilbúin að greiða húsaleigubætur til allra leigjenda án tillits til eignarhalds á íbúðum, ef ríkið léti nokkurt viðbótarfé í jöfnunarsjóð sveitarfélaganna og skattar af bótunum yrðu felldir niður. Til glöggvunar skal upplýst að beinn styrkur til húsnæðismála er um 5 milljarðar kr. Meira
7. maí 1997 | Aðsent efni | 1002 orð

Vaknaðir? Góðan daginn!

ÞAR kom þá að því að sölumenn sjávarafurða vöknuðu til lífsins varðandi stefnu gagnvart svokölluðum náttúrverndarsamtökum. Allt í einu virðast menn átta sig á því að eitthvað er til í því sem þeir hafa verið varaðir við mörg undanfarin ár. Nefnilega því, að á stefnuskrá margra þessara samtaka er að finna ályktanir gegn fiskveiðum þjóða og eru Íslendingar þar ekki undanskildir. Meira

Minningargreinar

7. maí 1997 | Minningargreinar | 73 orð

Arnór Sigurðsson

Sólu særinn skýlir, síðust rönd er byrgð, hýrt á öllu hvílir heiðrík aftankyrrð. Ský með skrúða ljósum skreyta vesturátt, glitra gulli og rósum, glampar hafið blátt. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 85 orð

ARNÓR SIGURÐSSON

ARNÓR SIGURÐSSON Arnór Sigurðsson fæddist á Hlíðarenda í Bárðardal 21. nóvember 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Þorsteinsson, f. 24.12. 1887, og Ólína Jónsdóttir, f. 20. nóvember 1880. Systkini Arnórs voru: Jón Sigurðsson, f. 8. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 1236 orð

Björn Jónsson

Björn Jónsson var fæddur á Einarsstöðum í Reykjadal, sonur hjónanna Þóru Sigfúsdóttur og Jóns Haraldssonar, og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Í dag verður hann kvaddur og borinn til moldar fáeinum metrum þar frá sem hann kom í heiminn. Ævisaga hans verður hér ekki sögð heldur aðeins reynt að binda í orð dálítinn sveig af þakklæti til að leggja við leiði hans. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 131 orð

BJÖRN JÓNSSON

BJÖRN JÓNSSON Björn Jónsson var fæddur á Einarsstöðum, Reykjadal, 12. apríl 1928. Hann lést á gjörgæsludeild FSA 20. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þóru Sigfúsdóttur og Jóns Haraldssonar og var áttundi í röðinni af ellefu börnum þeirra hjóna. Björn kvæntist 12. apríl 1958 Sigríði Ingu Ingólfsdóttur, f. 5. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 492 orð

Hulda Ragna Magnúsdóttir

Þegar ég var lítill varð snemma aðeins ein frænka í tilverunni. Það var hún Hulda frænka. Kannski voru frænkurnar fleiri. Hins vegar var nafn Huldu aldrei sagt öðru vísi en að frænka kæmi á eftir. Þannig er þetta orð í huganum tengt hlýju og væntumþykju þeirrar konu sem var óspör á kærleika og hjálpsemi. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 1295 orð

Hulda Ragna Magnúsdóttir

Það er ávallt þungbært að horfa á eftir ástvinum sínum þegar þeir hverfa úr þessu jarðneska lífi. Við sem eftir stöndum reynum að hugga okkur við að láta hugann reika um liðna tíma. Minningar um góða og gjafmilda frænku og vinkonu eru okkur kærar. Frá fyrstu tíð var Hulda frænka, eins og hún var alltaf kölluð, einn af máttarstólpum lífs okkar. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 264 orð

Hulda Ragna Magnúsdóttir

Á kveðjustundu er svo margt sem kemur upp í hugann, er ég minnist minnar kæru elsku frænku Huldu á Freyjó, sem nú hefur yfirgefið hið jarðneska líf og farið til himnaföðurins. Mér er sem ég sjái hana nú sitja hjá langömmu Sigurjónu og langafa Magnúsi og brosa af gleði yfir endurfundum og minningum um horfna daga á Freyjugötu 17b. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 191 orð

HULDA RAGNA MAGNÚSDÓTTIR

HULDA RAGNA MAGNÚSDÓTTIR Hulda Ragna Magnúsdóttir, matráðskona fæddist í Reykjavík hinn 14. október 1922. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 26. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjóna Soffía Sigurjónsdóttir frá Saltvík á Kjalarnesi, f. 7. ágúst 1896, d. 21. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 566 orð

Jóhannes Guðmundsson

Jóhannes grínari Guðmundsson var oftast einn á báti lífsmelódíunnar, eins konar utangarðsmaður af ýmsum ástæðum, en þó svo hlýr og góðhjartaður í garð samfélags sem í besta falli amaðist ekki við honum. Kærleiksríkt samfélag hefði sinnt honum betur, gefið svolítið af gnótt sinni til þess að gleðja mann sem var líkamlega fatlaður og einangraður í félagslegum samskiptum. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 537 orð

Jóhannes Guðmundsson

Þessi sérkennilegu símtöl, stundum á hverjum degi. Sömu spurningarnar, sömu svörin, þetta var fyrir mér eins konar ritúal, eins og þegar maður les sömu bókina fyrir börnin sín kvöld eftir kvöld. "Það er bara Jói, hefur þú frétt nokkuð af mér? Hefur einhver spurt um mig?" Svona upphófust nær undantekningarlaust öll okkar samtöl. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 492 orð

Jóhannes Guðmundsson

Það var á laugardagskvöldi á haustmánuðum árið 1972 að hringt var á heimili mitt og boðið gott kvöld. Ungur maður kynnti sig og sagðist heita Jóhannes. Hann sagðist hafa séð nafn mitt "rúlla" á sjónvarpsskjánum þá um kvöldið og spurði hvort þetta væri ekki sá sami Egill og stjórnaði upptökum á ..."ýmsum svona þáttum í sjónvarpinu, eiginlega oft". Jú, rétt var það ... en hvert var erindið. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 1281 orð

Jóhannes Guðmundsson

Til hinstu hvílu er í dag lagður grínarinn Jóhannes Guðmundsson. Hann er mörgum borgarbúum kunnur af rölti hans um götur borgarinnar síðustu tuttugu og fimm árum, en færri vita deili á manninum. Hann kom að vestan og settist hér að í borginni ásamt móður sinni og bróður. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 152 orð

Jóhannes Guðmundsson

Þegar ég frétti að Jói bróðir væri allur fylltist ég sárindum, því að ég vildi ekki trúa því að það væri satt. Hann var alltaf svo lífsglaður og átti margt eftir ógert í lífinu. Við mæðgin söknum hans mikið og sárt. Nú fáum við ekki að heyra hans lífsglöðu rödd sem sagði með háði og gleði að hann væri að leika í bíómynd. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 96 orð

JÓHANNES GUÐMUNDSSON

JÓHANNES GUÐMUNDSSON Jóhannes Sverrir Guðmundsson fæddist á Suðureyri 14. ágúst 1944. Hann lést á Borgarspítalanum 26. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Sigríður Sigurðardóttur, f. 21.9. 1915 á Suðureyri, og Guðmundur F.R. Jósefsson, f. 10.7. 1887, d. 19.2. 1965. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 1146 orð

Steindór Steindórsson

Steindór Steindórsson frá Hlöðum lézt á Akureyri hinn 26. apríl síðastliðinn, tæpra 95 ára að aldri, að eigin sögn elztur allra íslenzkra náttúrufræðinga fyrr og síðar. Og hver ætti að vita betur en einmitt Steindór sjálfur, sem skrifað hefur þykka bók um fyrirrennara sína 18 að tölu, allt frá Oddi Einarssyni biskupi til Guðmundar G. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 249 orð

Steindór Steindórsson

Það er að bera í bakkafullan lækinn, að minnast vísindamannsins, skólamannsins og heiðursdrengsins Steindórs Steindórssonar. Ævistarf Steindórs Steindórssonar var mikið að vöxtum, en þó enn meira að gæðum. Allir þekkja náttúrufræðinginn Steindór Steindórsson og það mikla starf, sem hann vann á því sviði, bæði með könnun á landinu og kynningu þess í rituðu og mæltu máli. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 434 orð

Steindór Steindórsson

Steindór Steindórsson frá Hlöðum lifði langa ævi, sem spannar nánast alla þá öld, sem nú er að líða, og hefur verið stórkostlegasta umbrota- og framfaratímabil í sögu landsins. Frá unga aldri tók Steindór Steindórsson virkan þátt í mótun þeirrar sögu og spor hans, sem seint munu fyrnast, liggja víða. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 273 orð

Steindór Steindórsson

Hann var fæddur hér á Möðruvöllum í Hörgárdal, en fluttist um þriggja ára aldur að Hlöðum handan Hörgár og kenndi sig við þann bæ. Þar ólst hann upp umlukinn íslenskri bændamenningu og fögrum eyfirskum fjallahring, sem hann hefur lýst mjög vel í ævisögu sinni, Sól ég sá. Við kynntumst Steindóri seint á starfsævi hans, og raunar aðallega eftir að hann lagðist inn á hjúkrunardeildina Sel. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 1626 orð

Steindór Steindórsson

Með Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum er genginn svipmikill og eftirminnilegur fræðari, vísindamaður, ferðamaður og rithöfundur, sem markaði sannarlega spor á mörgum mannlífsleiðum jafnt sem öræfaslóðum á langri ævi. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 370 orð

Steindór Steindórsson

Á fundi í Vísindafélagi Íslendinga 30. apríl flutti dr. Sturla Friðriksson fáein minningarorð um Steindór Steindórsson. Þar sagði m.a.: Steindór Steindórsson var kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga árið 1941, og hlaut verðlaun Minningarsjóðs Ásu Wright fyrir árið 1977. Ævistarf hans var mikið að vöxtum. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 33 orð

STEINDÓR STEINDÓRSSON

STEINDÓR STEINDÓRSSON Steindór Steindórsson fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal í Eyjafirði 12. ágúst 1902. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 26. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 6. maí. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 595 orð

Steindór Steindórsson "Það að ég byrja nú á samantekt um grasafræði, s

"Það að ég byrja nú á samantekt um grasafræði, sem gæti, ef guð lofar, orðið heil bók, á sér einkum þrjár orsakir: 1) Það var draumur minn, er ég var kominn til nokkurs þroska og tekinn til við að kenna grasafræði, að taka saman slíka bók. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 338 orð

Vilborg Sigurrós Þórðardóttir

Elsku besta amma mín. Þú hefur verið hluti af mínu lífi frá því ég man fyrst eftir mér. Það besta sem ég vissi þegar ég var barn, var að vera í pössun hjá ömmu og afa á Kambsvegi. Mér er minnisstætt þegar þú last fyrir mig með tilheyrandi tilþrifum, þegar við fórum í gönguferðir og þegar við sátum inni í litla gula húsinu og spjölluðum saman. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 254 orð

Vilborg Sigurrós Þórðardóttir

Í dag er kvödd elskuleg tengdamóðir mín, Vilborg Sigurrós Þórðardóttir. Á þessari kveðjustund koma upp í hugann margar og góðar minningar frá liðinni tíð. Ég minnist glaðværðar hennar og glettni, sem hún lét ætíð í ljós og gat stundum brugðið fyrir sig að setja saman hnyttna vísu. Vilborg fylgdist alltaf vel með öllu, var vel inni í þjóðmálum og hafði ákveðnar skoðanir á þeim. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 471 orð

Vilborg Sigurrós Þórðardóttir

Það er yndisleg minning, að það síðasta sem þú gerðir í þessu lífi, elsku mamma mín, var að fara í kirkju til að vera við skírn fyrsta barnabarns míns og síðan heim á Kambsveginn til skírnarveislu. Þaðan lagðir þú síðan af stað í ferðina miklu, í sparifötunum, með sömu reisn og þú hefur gengið í gegnum lífið. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 537 orð

Vilborg Sigurrós Þórðardóttir

Elsku besta amma mín. Það er svo tómlegt að hugsa til þess að þú sért farin, þú varst svo stór hluti af lífi mínu, alveg síðan ég man fyrst eftir mér. En ég veit að þó þú hafir farið svona snöggt þá má ég ekki gráta, þú ert á svo góðum stað núna og líður örugglega vel. Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | -1 orð

VILBORG SIGURRÓS ÞÓRÐARDÓTTIR

Nú þegar við kveðjum hana elsku ömmu okkar viljum við minnast hennar og þess góða sem hún gaf okkur. Amma var einstök kona. Hún var falleg amma, alltaf vel til höfð og átti snyrtilegasta heimili sem við höfum komið á. Þó hún væri orðin svona fullorðin vildi hún ekki þiggja þá heimilishjálp sem henni bauðst, því "þær" dustuðu ekki nógu vel mottur og fóru ekki vel "út í hornin". Meira
7. maí 1997 | Minningargreinar | 229 orð

VILBORG SIGURRÓS ÞÓRÐARDÓTTIR

VILBORG SIGURRÓS ÞÓRÐARDÓTTIR Vilborg Sigurrós Þórðardóttir fæddist á Uppsölum í Seyðisfirði í N.-Ísafjarðarsýslu 19. maí 1909. Hún lézt á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldóra Rögnvaldsdóttir, f. 25. sept. 1881, d. 12. maí 1924, og Þórður Kristjánsson, f. 10. nóv. 1874, d. 8. febr. 1938. Meira

Viðskipti

7. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 95 orð

ACO og Upplýsingatækni sameinast

TÖLVUVERSLANIR ACO og Upplýsingatækni voru sameinaðar um síðustu mánaðarmót og hefur verslun Upplýsingatækni verið lokað og starfsemin sameinuð undir merkjum ACO í Skipholti 17. Í verslun Upplýsingatækni hefur verið á boðstólum úrval tölvubúnaðar og prentara frá Hewlett-Packard sem hér eftir mun fást í verslun ACO. Meira
7. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 274 orð

FÍS stefnir heilbrigðisráðherra

FÉLAG íslenskra stórkaupmanna hefur stefnt heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, vegna breytinga á lyfjaverði og verður stefnan væntanlega þingfest hinn 15. maí nk. Í desember sl. var innflytjendum lyfja tilkynnt að lyfjaverðsnefnd hefði samþykkt breytingar á hámarksverði lyfja frá og með 1. janúar 1997. Meira
7. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 165 orð

Flugleiðir kaupa vinnustöðvar frá GKS

FLUGLEIÐIR hafa gert þjónustusamning við GKS ehf. um kaup á allt að 150 vinnustöðvum vegna endurnýjunar á húsgagnakosti í aðalstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Samningurinn kveður jafnframt á um heilsuverndarráðgjöf GKS með það að markmiði fræða starfsmenn og auka skilning þeirra á þeim þáttum sem valdið geta álagssjúkdómum. Meira
7. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 120 orð

Fundur um bætta samkeppnisstöðu

VERKFRÆÐINGAFÉLAG Íslands efnir til fundar í dag, miðvikudaginn 7. maí kl. 12. í Verkfræðingahúsinu Engjateig 9. Fjallað verður um tillögu Útflutningsnefndar VFÍ um breytingar á skattalögum til að bæta samkeppnisstöðu Íslands svo sem við útflutning á tækniþekkingu. Meira
7. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 506 orð

Hagnaður nam um 24 milljónum króna

BORGEY hf. á Höfn í Hornafirði skilaði alls liðlega 24 milljóna króna hagnaði á árinu 1996. Þar er meðtalin hlutdeild félagsins í afkomu dótturfélaga, en á móti kemur afskrift yfirverðs hlutabréfa í dótturfélaginu Húnaröst. Meira
7. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Hrím fær umboð fyrir EKS-vogir

NÚ NÝVERIÐ tók Hrím umboðs- og heildverslun ehf. við umboði fyrir EKS International AB á Íslandi. EKS International er einn af fimm stærstu framleiðendum á vogum í heiminum. Meðal þess sem Hrím ehf. mun bjóða uppá frá EKS eru bað- og eldhúsvogir, stafrænar vogir fyrir líkamsræktarstöðvar svo og vöruvogir fyrir fyrirtæki. Meira
7. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 226 orð

»Ný met í London og Frankfurt

NÝJAR methækkanir urðu á lokaverði hlutabréfa í London og Frankfurt í gær þráttt fyrir óvissu eftir opnun í Wall Street. Á gjaldeyrismörkuðum versnaði staða dollars, en gengi punds hafði ekki verið hærra í fjögur og hálft ár, því að stjórn Verkamannaflokksins hækkaði vexti um 0,25%. Meira
7. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Ráðstefna Tölvutæknifélags Íslands

TÖLVUTÆKNIFÉLAG Íslands heldur sína árlegu ráðstefnu þann 9. maí nk. kl. 9­17 á Hótel Loftleiðum. Að þessu sinni verður þema ráðstefnunnar "Hönnun og framkvæmdir, samþáttun upplýsingaferla í byggingariðnaði með notkun byggingartækni". Í frétt frá félaginu kemur fram að meðal fyrirlesara verða dr. Ziga Turk, Robert Amor og Karl-Johan Serén. Meira
7. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 324 orð

Stóraukin þjónusta við útflutningsfyrirtæki

ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands og utanríkisþjónustan munu á næstu misserum stórauka þjónustu við íslensk fyrirtæki sem stunda eða hafa áhuga á að hefja útflutning eða starfsemi erlendis. Frá og með 1. september næstkomandi verður boðin samræmd viðskiptaþjónusta í öllum sendiráðum Íslands erlendis en á næsta ári er stefnt að því að bjóða slíka þjónustu í fleiri löndum. Meira
7. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 96 orð

Thyssen vill meira fé frá Krupp

ÞÝZKI iðnrisinn Thyssen AG krefst 500 milljóna marka aukagreiðslu frá Krupp vegna samruna stálumsvifa fyrirtækjanna fyrir skömmu að sögn fréttaritsins Der Spiegel. Spiegel sagði að Krupp neitaði að inna greiðsluna af hendi og samruninn kynni að fara út um þúfur. Talsmenn fyrirtækjanna sögðu að viðræðurnar um samrunann væru á réttri leið. Meira
7. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 310 orð

Verðið hærra en í nágrannaríkjunum

ÞINGVÍSITALA hlutabréfa hefur haldið áfram að hækka að undanförnu og í gær hafði vísitalan hækkað um 38,4% frá áramótum. Kemur þessi hækkun í framhaldi af nálægt 60% hækkun allt árið í fyrra. Þessi þróun er gerð að umtalsefni í nýjum Kauphallarvísi Landsbréfa. Þar segir m.a. Meira
7. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 98 orð

VSK-víxlar seldir fyrir 4,5 milljarða

LÁNASÝSLA ríkisins tók tilboðum í svokallaða VSK-víxla til 95 daga fyrir um 4.500 milljónir króna í útboði sem fram fór á föstudag. Útboði þessu var einkum beint til stærri fjárfesta svo sem banka, sparisjóða og verðbréfafyrirtækja. Meira

Fastir þættir

7. maí 1997 | Í dag | 460 orð

AÐ VAR virkilega ónotalegt að koma út í kuldann í morg

AÐ VAR virkilega ónotalegt að koma út í kuldann í morgunsárið á mánudag, en þá var engu líkara en vetur konungur hefði tekið völdin á nýjan leik. Þegar menn eru orðnir innstilltir á að vorið sé komið og sumarið á næstu grösum eru þeir ekki viðbúnir því að verulega kólni í veðri - þeir eru einfaldlega búnir að stilla sig inn á nýja og mildari árstíð. Meira
7. maí 1997 | Dagbók | 2917 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 2.-8. maí: Borgar Apótek, Álftamýri 1, er opið allan sólarhringinn en Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-5, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
7. maí 1997 | Í dag | 35 orð

a "Sóði," ég skil þig ekki. b Þetta er fyrsta lotan í fyrsta leiknum og

a "Sóði," ég skil þig ekki. b Þetta er fyrsta lotan í fyrsta leiknum og þú ert strax orðinn útataður... c Þetta er ekki allt frá því í dag... sumt af því er frá síðasta ári... Meira
7. maí 1997 | Í dag | 87 orð

Árnað heillaÁRA brúðkaupsafmæli eiga í dag, miðvi

Árnað heillaÁRA brúðkaupsafmæli eiga í dag, miðvikudaginn 7. maí, hjónin Margrét Magnúsdóttir ogÁgúst Jónsson, Reynivöllum 6, Akureyri. Þau fagna þessum tímamótum í dag ásamt fjölskyldum barna sinna og barnabarna. Meira
7. maí 1997 | Fastir þættir | 315 orð

Gafst Kasparov upp í jafnteflisstöðu?

Teflt dagana 3.-11. maí. 3. einvígisskákin var tefld í gærkveldi og fjórða skákin verður tefld í dag og hefst kl. 19 að íslenskum tíma. SKÁKSKÝRENDUR spöruðu ekki lofyrðin um taflmennsku Dimmblárrar eftir að Kasparov hafði gefist upp í annarri einvígisskákinni eftir rúmlega fjögurra tíma setu. Þegar tölvan lék hvíta hróknum til a6 í 45. Meira
7. maí 1997 | Í dag | 60 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
7. maí 1997 | Í dag | 466 orð

Mun færriumferðarslysVELVAKANDA barst eftirfarandi bréf:

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Hinn 1. maí sl. birtist á baksíðu Morgunblaðsins frétt og viðtal við frammámann á Suðurnesjum. Bar það yfirskriftina "Uppsetning ljósa á Reykjanesbraut ­ mun færri umferðarslys" og fjallaði m.a. um fækkun slysa á Reykjanesbrautinni eftir að götuljós voru sett þar upp. Reyndar var rætt um óhöpp í fréttinni sjálfri en ekki slys. Meira
7. maí 1997 | Fastir þættir | 1367 orð

Ótrúlega góður dans hér á Íslandi

Helgina 3. og 4. maí fór fram Íslandsmeistarakeppni í dansi, með grunnaðferð, í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Keppnin fór fram á vegum keppnisráðs Dansráðs Íslands og Dansíþróttasambands Íslands. Gekk hún vel fyrir sig og virtust keppendur og áhorfendur skemmta sér hið bezta. Medi Konrad, fyrrum heimsmeistari, var meðal dómara í þessari keppni. Hún sagði m.a. Meira
7. maí 1997 | Dagbók | 628 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira

Íþróttir

7. maí 1997 | Íþróttir | 441 orð

Auðunn lyfti tonni

Auðunn Jónsson lyfti samtals einu tonni á Íslandsmótinu í kraftlyftingum sem fram fór í KA- heimilinu á Akureyri síðastliðinn laugardag. Hann varð þar með þriðji Íslendingurinn sem nær þeim árangri. Hjalti Árnason hefur lyft mestu, 1.017,5 kg, og Magnús Ver Magnússon 1.101,5 kg. Auðunn keppti í 125 kg flokki á mótinu og var árangur í flokknum mjög góður. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 242 orð

Auknar kröfur efla lið okkar

MANCHESTER United hefur verið í fararbroddi enskra knattspyrnuliða undanfarin ár. Í gærkvöldi fagnaði félagið enska meistaratitlinum í 11. sinn og þar af í fjórða sinn á fimm árum. Margir áhangendur liðsins voru á Old Trafford og horfðu á helstu mótherjana missa af lestinni en Alex Ferguson, knattspyrnustjóri meistaranna, Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 295 orð

Boris boðið að vera aðstoðarþjálfari KA

KA-menn hafa rætt við Boris Bjarna Akbachev, aðstoðarmann Þorbjörns Jenssonar landsliðsþjálfara, um að hann gerist aðstoðarþjálfari Atla Hilmarssonar hjá Íslandsmeisturum KA næsta vetur. Árni Stefánsson verður áfram liðsstjóri liðsins. Boris á jafnframt að sjá um og skipuleggja unglingaþjálfun félagsins. Boris hefur verið unglingaþjálfari hjá Val í mörg ár og þykir fær á sínu sviði. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 179 orð

Flestir "gömlu" Svíarnir með

BENGT Johansson landsliðsþjálfari Svía í handknattleik hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í HM í Japan. Í hópnum eru fjórir leikmenn sem ekki hafa keppt áður á HM, markvörðurinn Jan Stankiewicz og útileikmennirnir Henrik Andersson, Ljubomir Vranjes og Andreas Larsson. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 77 orð

Heimsmeistarakeppnin Tampere, Finnlandi: Sl

Heimsmeistarakeppnin Tampere, Finnlandi: Slóvakía - Noregur2:1 (0-1 1-0 1-0) - Zdenko Ciger, Roman Kontsek - Ole Dahlstrom. 5.260. Lettland - Þýskaland8:0 (4-0 3-0 1-0) - Sergejs Zoltoks, Normunds Sejejs, Olegs Znaroks, Sergejs Cudinovs, Leonids Tambijevs 2, Igors Pavlovs, Aleksandrs Kercs. 5.641. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 351 orð

Houston linaði ekki tak sitt

Houston linaði ekki takið sem það hefur haft á liðið Seattle í vetur er liðin áttust við í fyrstu viðureign úrslitakeppninnar í Houston í fyrrinótt. Houston vann alla fjóra leiki liðanna í deildarkeppninni í vetur og hélt uppteknum hætti á heimavelli og sigraði með 10 stiga mun, 112:102. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki heldur áfram í næstu umferð. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 112 orð

ÍslandsmótiðFyrst er getið mestu þyngdar

Fyrst er getið mestu þyngdar sem viðkomandi lyfti í hnébeygju, þá í bekkpressu, síðan í réttstöðulyftu og loks samanlögð þyngd. 75 kg flokkur1. Kári Elíson, Reykjavík225190220635 2. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 91 orð

Ítalir unnu Rússa

EVRÓPUMEISTARAR Rússa töpuðu fyrir Ítalíu 21:19 í æfingaleik í handknattleik á Ítalíu á sunnudag. Ítalir komust í 15:10 en þá trylltist Maximov, þjálfari Rússa. Hann tók liðið sitt útaf vellinum og sagðist ekki líða slíka dómgæslu. Eftir hálftíma þras ákvað hann að halda áfram leik. Rússar jöfnuðu 17:17 en Ítalir áttu góðan endasprett og sigruðu eins og áður segir. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 195 orð

Jón Arnar í viðræðum við Grindavík

Jón Arnar Ingvarsson, landsliðsmaður úr Haukum, hefur verið í viðræðum við Grindvíkinga um að gerast leikmaður með Suðurnesjaliðinu í úrvalsdeildinni í körfuknattleik næsta vetur. Jón Arnar er uppalinn í Haukum og hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 49 orð

Knattspyrna

Knattspyrna England West Ham - Newcastle0:024.617. Wimbledon - Liverpool2:1Euell 43., Holdsworth 55. - Owen 74. 20.016. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 142 orð

Knattspyrnuskóli

Dagana 23. til 25. maí munu Samvinnuferðir-Landsýn, Knattspyrnufélagið Fram og Knattspyrnuskóli Bobbys Charltons standa fyrir knattspyrnuskóla á íþróttasvæði Fram við Safamýri. Þar munu þjálfarar frá þessum þekkta skóla stjórna æfingum fyrir börn og unglinga á aldrinum 8 til 16 ára. Skráning fer fram hjá knattspyrnudeild Fram í síma 568 0343, símbréf 568 1292. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 41 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Undanúrslit Vesturdeildar Houston - Seattle112:102 (Houston hefur forystu, 1:0. Það lið sem fyrr

NBA-deildin Undanúrslit Vesturdeildar Houston - Seattle112:102 (Houston hefur forystu, 1:0. Það lið sem fyrr sigrar í fjórum leikjum kemst áfram.) Íshokkí NHL-deildin Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 172 orð

Landsliðið til Lúxemborgar

ÍSLENSKA karlalandsliðið í blaki heldur til Lúxemborgar á morgun þar sem það mun taka þátt í fjögurra landa móti. Þetta er liður í undirbúningi liðsins fyrir Smáþjóðaleikana sem verða hér á landi í byrjun næsta mánaðar. Zdravko Demirev, hinn búlgarski þjálfari liðsins, hefur valið 17 manna landsliðshóp sem æfir fyrir Smáþjóðaleikana og 13 leikmenn fara til Lúxemborgar. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 480 orð

LARRY Brown,

LARRY Brown, sem sagði upp þjálfarastöðunni hjá Indiana í NBA-deildinni í liðinni viku, var á mánudag ráðinn þjálfari Philadelphia. SAGT var að Brown hefði gert samning til fimm ára sem færði honum a.m.k. 25 millj. dollara (tæplega 1,8 milljarða kr.). Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 425 orð

Léttleiki markmið með Coca-Cola bikarnum

Knattspyrnusamband Íslands og Vífilfell ehf. undirrituðu í gær samstarfssamning til fjögurra ára vegna bikarkeppni KSÍ sem heitir Coca-Cola bikarinn á samningstímanum. "Þetta er tímamótasamningur og stærsti samstarfssamningur sem KSÍ hefur gert á Íslandi," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, við undirritunina. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 448 orð

Man. United fagnaði meistaratitlinum

Manchester United áréttaði yfirburðina í ensku knattspyrnunni í gærkvöldi án þess að leikmenn þess snertu bolta. 2:1 sigur Wimbledon á Liverpool og markalaust jafntefli West Ham og Newcastle gerðu það að verkum að United er Englandsmeistari í fjórða sinn á fimm árum en liðið á eftir að leika tvo leiki í deildinni. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 471 orð

"Mjög jákvætt"

KNATTSPYRNAFramkvæmdastjóri Örgryte um samninginn við Keflavík"Mjög jákvætt" Keflvíkingar og sænska knattspyrnuliðið Örgryte hafa gert með sér samkomulag um samstarf, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 123 orð

Pitino þjálfar Boston

RICK Pitino var í gær ráðinn þjálfari Boston Celtics sem leikur í NBA-deildinni í körfuknattleik. Hann hefur verið þjálfari háskólaliðs Kentucky síðan 1989 og byggði það upp og gerði liðið m.a. að meistara í fyrra og kom því úrslit á móti Arizona síðasta tímabil. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 199 orð

Skúli samdi við Aftureldingu til þriggja ára

SKÚLI Gunnsteinsson tók í gær við þjálfun 1. deildar liðs Aftureldingar í handknattleik, gerði samning til þriggja ára. "Þetta er spennandi verkefni, menn eru staðráðnir í að byggja upp gott lið og ráðningin er þáttur í því," sagði Skúli við Morgunblaðið. Meira
7. maí 1997 | Íþróttir | 121 orð

Úrvalslið Sigurðar mætir HM-liðinu

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik leikur æfingaleik í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn kl. 16 við úrvalslið sem Sigurður Gunnarsson, þjálfari Hauka, hefur valið og mun stjórna. Upphaflega átti Alfreð Gíslason, þjálfari KA, að velja úrvalslið en vegna forfalla hans tekur Sigurður við hlutverkinu. Meira

Úr verinu

7. maí 1997 | Úr verinu | 923 orð

Aftur til miðalda?

eftir Rögnvald Hannesson. Oxford 1997. Fishing News Books. FYRIR skömmu birtist í Noregi ritdómur um þessa bók Rögnvalds Hannessonar, prófessors í Björgvin, en í henni fjallar hann um þróun sjávarútvegsins við norðanvert Atlantshaf. Höfundur ritdómsins, sem fer hér á eftir, er Ottar Brox: Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 437 orð

Barentshaf einkennist af miklum sveiflum

BARENTSHAF er 1,4 milljónir ferkm stórt, víðast hvar grynnra en 300 m en meðaldýptin er 230 m. Botninn eða landslagið þar hefur mikil áhrif á hafstraumana en innstreymi hlýs sjávar frá Atlantshafi skiptist í tvær greinar, þá nyrðri og syðri. Stefna kalda sjávarins er hins vegar frá norðaustri til suðvesturs. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 137 orð

Búið að ráðstafa 15 bátum

MARGAR fyrirspurnir hafa borist Þróunarsjóði sjávarútvegsins um smábáta sem sjóðurinn keypti til úreldingar á síðasta ári, að sögn Hinriks Greipssonar, framkvæmdastjóra Þróunarsjóðs. Þegar hefur verið gengið formlega frá sölu á þremur bátum en að sögn Hinriks er búið að ráðstafa um 15 bátum af þeim 61 sem Þróunarsjóður keypti á sínum tíma. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 27 orð

EFNI

Síldveiðar 3 Um borð í Húnaröst Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 SH hefur aldrei selt jafnmikið magn og í fyrra Greinar Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 677 orð

Einhliða kvóti í Smugunni gæti vel komið til greina

ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segir að það geti vel komið til greina að Íslendingar settu sér einhliða kvóta í Smugunni fyrir komandi Smuguvertíð. Um þetta hafi hinsvegar ekki verið tekin nein ákvörðun ennþá, en ráðherrann á von á því að ríkisstjórnin muni fjalla um málið á næstunni. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 174 orð

Fréttir

Coldwater í söluátak COLDWATER Seafood Corporation hrinti af stað sérstöku átaki í sölu á þorskflökum um síðustu mánaðamót í Bandaríkjunum í þeirri viðleitni að nýta þau tækifæri, sem aukið þorskframboð veitir. Um 300 miðlarar taka þátt í átakinu um gjörvöll Bandaríkin og fá þeir umbun eftir árangri, allt upp í Arctic Open golfferð til Íslands næsta sumar. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 468 orð

Færeyingar veiddu 100 þúsund tonn umfram ráðleggingar á þremur árum

JÓN Kristjánsson fiskifræðingur segir að framúrkeyrsla Færeyinga í þorskveiðum svari til þess að hér heima hefðu verið veidd milljón tonn af þorski umfram ráðgjöf á þremur árum eða um 300 þúsund tonn á ári. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 193 orð

Grilluð grásleppa með ferskum jurtum og hvítlaukssósu

GRÁSLEPPUVEIÐI hefur gengið misjafnlega vel eftir landsvæðum, skv. upplýsingum Versins, og hún mun hafa farið afar seint af stað. Þó að landsmenn séu ekki með grásleppu reglulega á borðum hjá sér þykir Verinu engu að síður tilhlýðilegt að birta sumaruppskrift af grásleppurétti og er hún grilluð í þetta skiptið. Svo óskum við auðvitað grásleppukörlum góðs gengis á vertíðinni. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 134 orð

Karfinn skipti langmestu

Á LIÐNU ári seldi SH 128.100 tonn að verðmæti 27,7 milljarða króna. Í magni talið er þetta 15% aukning, en að verðmæti 9% aukning. Aðeins 1994 var verðmætið hærra, en magnið hefur aldrei verið svo mikið. Í fyrra seldi SH mest af karfa, þar næst loðnu, svo þorski, rækju, síld og grálúðu, en þessi mynd sýnir sölu eftir afurðaflokkum í magni og verði. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 104 orð

"Leonardo" á Neskaupstað

SÍLDARVINNSLAN hf. og Verkmenntaskóli Austurlands í Neskaupstað taka um þessar mundir þátt í Íslandshluta verkefnisins "CLP Manual" á vegum Evrópuráðsins, skv. hinni svokölluðu Leonardo-áætlun. Markmið þess er að stuðla að samvinnu fyrirtækja og menntastofnana í því skyni að efla símenntun tengda framþróun í vinnuskipulagningu með aukna nýtingu og eflingu mannauðs að leiðarljósi. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 162 orð

Mótmæla kvótabraski í sjónvarpi

ÖLL FÉLÖG innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands hafa birt auglýsingar í sjónvarpi síðustu tvær vikur þar sem segir að kvótabrask sé óréttlátt og skorað er á alþingismenn að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar með því að koma í veg fyrir kvótabrask. Munu auglýsingarnar birtast áfram næstu daga en samtals birtast um 40 auglýsingar á 20 dögum. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 84 orð

Mundi draumakokkur

INGIMUNDUR Ingimundarson, kokkur á Húnröstinni, sagði á laugardagsmorgun að sig hefði dreymt látinn föður sinn og hafi hann í draumnum fært sér fimm síldar. Skömmu eftir hádegið fékkst 500 tonna kast. "Ég réð nú drauminn fyrst þannig að við ættum eftir að fá um 5000 tonn af síld í þessari törn. En það getur vel verið að mig hafi dreymt fyrir kastinu. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 174 orð

Námskröfur til yfirmanna á skipum verði samhæfðar

NEMENDUR í Vélskóla Íslands afhentu Vélstjórafélagi Íslands afrakstur undirskriftasöfnunar, sem fram fór í skólanum fyrir stuttu. Þar skora nemendur skólans á félagið að standa fast á þeirri kröfu að fá fram hærri skiptaprósentu til handa vélstjórum á skipum sem hafa 1.500 kw vélar og stærri. Helstu rökin, sem vélstjórar benda á, eru að viðurkennd er launaröð í landi. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | -1 orð

Nýtt nótaskip í flota Þórshafnar

NÓTASKIPIÐ Neptúnus ÞH-361 kom til heimahafnar á Þórshöfn í lok apríl, en útgerðarfélagið Skálar ehf., sem á fyrir nótaskipið Júpíter ÞH-61, festi kaup á skipinu fyrir skömmu. Neptúnus var áður í eigu Runólfs Hallfreðssonar á Akranesi og hét skipið þá Bjarni Ólafsson AK-70. Runólfur Hallfreðsson hefur nú fest kaup á nýju skipi í stað Neptúnusar. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 142 orð

Nýtt starfsfólk á RF

RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnaðarins hefur fengið til liðs við sig nýja starfskrafta. GUNNHILDUR Gísladóttir efnafræðingur hóf störf á þjónustusviði RF 1. mars sl. Hún útskrifaðist með B.Sc. próf í efnafræði frá háskólanum í Gautaborgárið 1982 og starfaði hjá Caj Eriksson, Svenska livmedelsinstitutetá árunum 1982­3. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 1197 orð

Orrustan við síldina

HÚNARÖST SF frá Hornafirði hefur til margra ára verið eitt fengsælasta nótaskip íslenska flotans. Með þrautreyndri og samstilltri áhöfn hefur Húnaröstin fengið á sig orð fyrir að skila að landi góðu hráefni enda hefur afla- og skiptaverð skipsins verið með því hæsta í öllum íslenska flotanum síðustu ár. Húnarastarmenn hyggja því á stóra hluti á veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum á þessu ári. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 149 orð

Rækjuveiðar með skilju leyfðar í Skjálfandadjúpi

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur heimilað rækjuveiðar með smárækjuskilju í Skjálfandadjúpi, en rækjuveiðar hafa verið bannaðar á svæðinu síðan í nóvember 1996. Bannið var sett til verndunar smárækju en að undanförnu hafa farið fram tilraunir með smárækjuskilju á svæðinu og hafa tvær skiljur verið notaðar við þær, svokölluð ISDAN-skilja og Húsavíkurskilja. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 523 orð

SColdwater bindur vonir við söluátak í þorskflökum 5% sölusamdráttur í magni og verði 1996

COLDWATER Seafood Corporation hrinti af stað sérstöku átaki í sölu á þorskflökum um síðustu mánaðamót í Bandaríkjunum í þeirri viðleitni að nýta þau tækifæri, sem aukið þorskframboð veitir. Um 300 miðlarar taka þátt í átakinu um gjörvöll Bandaríkin, sem fá munu umbun skv. árangri, allt upp í Arctic Open golfferð til Íslands næsta sumar. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 360 orð

SHagnaður HÞ nam 136,5 milljónum

HAGNAÐUR Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. fyrir árið 1996 nam 136,5 milljónum króna samanborið við 134 milljónir árið á undan. Hagnaður af reglulegri starfsemi árið 1996 nam 135 milljónum kr. á móti 28 milljónum kr. 1995 sem er aukning upp á 381%. Þessi mikli munur helgast einkum af hagnaði af kvótaviðskiptum á árinu 1995. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 1030 orð

SH hefur aldrei selt jafnmikið magn og í fyrra

Á LIÐNU ári seldi Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 128.100 tonn að verðmæti 27,7 milljarðar króna. Í magni talið er þetta 15% aukning frá árinu áður, en að verðmæti er hún 9%. Aðeins 1994 var verðmæti hærra, en magnið hefur aldrei verið svo mikið. Mest var selt af karfa, þar næst loðnu, svo þorski, rækju, síld og grálúðu. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 303 orð

Sigli SI verður líklega flaggað út

SIGLI SI, skipi Siglfirðings hf. á Siglufirði, verður að öllum líkindum flaggað út úr íslensku lögsögunni á næstu vikum. Skipið hefur ekki veiðiheimildir innan lögsögunnar og telja útgerðarmenn þess að ekki sé grundvöllur fyrir rekstri skipsins hér á landi þar sem aðeins hafi fengist 2.000 tonna karfakvóti fyrir það á Reykjaneshrygg. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 41 orð

SÍLDINNI DÆLT

VEIÐAR eru hafnar úr norsk- íslenska síldarstofninum og lönduðu fyrstu skipin á mánudag. Húnaröst SF landaði fullfermi á Hornafirði í gærmorgun, en á myndinni má sjá þegar silfri hafsins er dælt um borð á miðunum í færeysku lögsögunni. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 373 orð

STonn á togtímann á "hryggnum"

"ÓHÆTT er að segja að karfaveiðarnar gangi fremur rólega á Reykjaneshryggnum. Maður kallar það í það minnsta rólegt þegar þeir eru ekki að fá meira en tonn á togtímann, eins og þetta hefur verið undanfarið í stóru trollin sem eru yfir tvö þúsund fermetrar að stærð," sagði Sigurbjörn Svavarsson, útgerðarstjóri hjá Granda hf., í samtali við Verið í gær. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 48 orð

SUmsjónarmaður fasteigna

ÞÓRÐUR Karlsson, húsasmíðameistari, hefur verið ráðinn yfirumsjónarmaður fasteigna Ísfélags Vestmannaeyja hf., en í eigu fyrirtækisins eru tíu fasteignir, sem hann mun hafa umsjón með. Nokkrir trésmiðir og múrarar hafa verið í vinnu hjá fyrirtækinu frá síðasta vetri til að ljúka við viðbyggingu við frystihús félagsins. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 103 orð

SÚtgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar

STEFÁN Friðriksson tekur um næstu mánaðamót við stöðu útgerðarstjóra hjá Vinnslustöðinni. Stefán er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Fiskistofu í fjögur og hálft ár. Með háskólanámi vann hann hjá Bakka í Hnífsdal, bæði á sjó og í landi. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 187 orð

Tókýó-salan vegur þyngst

SALA SH í gegnum söluskrifstofuna í Tókýó vegur þyngst, bæði að magni og verðmæti. Þangað fóru rúm 50 þúsund tonn að verðmæti 8,6 milljarðar króna og var einnig mestur vöxtur milli ára þar. Til Coldwater í Bandaríkjunum fóru 18.400 tonn að verðmæti 5,3 milljarðar króna sem er samdráttur upp á 5-7%. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 379 orð

Tævan og Ísland í samstarf um vöruþróun?

NÁMSKEIÐ um markað fyrir sjávarafurðir í Tævan og Kína verður haldið næstkomandi mánudag og þar mun Bonnie Sun Pan prófessor í matvælafræði halda fyrirlestra. Með henni í för eru tveir fulltrúar fyrirtækjasamsteypunnar Yen & Brothers á Tævan til að kanna hvort fá megi hér nýjar tegundir sjávarafurða og leita samstarfs við íslensk fyrirtæki um vöruþróun. Meira
7. maí 1997 | Úr verinu | 456 orð

Umhverfisvernd og vottun

LAUGARDAGINN 26. apríl sl. birti Morgunblaðið viðtal við framkvæmdastjóra alþjóðasamtaka fiskimjöls- og lýsisframleiðenda (IFOMA). Framkvæmdastjóranum, Stuart Barlow að nafni, varð tíðrætt um hugmyndir um að merkja fiskvörur, sem koma úr "sjálfbærum auðlindum. Meira

Barnablað

7. maí 1997 | Barnablað | 18 orð

Andlit

Andlit RÓSA Rún Aðalsteinsdóttir, 5 ára, Ljósalandi 16, 108 Reykjavík, teiknaði fallega andlitsmynd af ungri stúlku í rúllukragabol. Meira
7. maí 1997 | Barnablað | 115 orð

APINN

Myndasögur Moggans ­ Kjörís/LA Gear Kringlunni 1 103 Reykjavík VERÐLAUN: Verðlaunin eru vegleg, svo ekki sé meira sagt. Dregnir verða út tveir þátttakendur sem hljóta í vinning hvor: Meira
7. maí 1997 | Barnablað | 66 orð

Frá skáldum

KÆRU lesendur! Myndasögur Moggans halda áfram skálda- og ljóðakynningu sinni. Í dag er skáldið Gunnar Hersveinn (f. 1960). Á bláþræði Hangir á bláþræði í stofuskotinu hirðuleysisleg í klæðaburði með úfið hár, snúna löpp og brotinn handlegg. Meira
7. maí 1997 | Barnablað | 12 orð

GÁTA

GÁTA HVAð heitir stúlkan? Sendandi: Elín Helga Jónsdóttir, 8 ára, 109 Reykjavík. Meira
7. maí 1997 | Barnablað | 38 orð

HINDRANIR Í VEGINUM

HVAÐA reiðgata í gegnum svæði hestamanna hefur fæstar hindranir í veginum? Þræðið göturnar, teljið hindranirnar og komið út þar sem örin vísar ykkur veginn. Lausnin: Sú reiðgatan sem fæstar hindranirnar hefur er með níu hindranir. Meira
7. maí 1997 | Barnablað | 111 orð

PENNAVINIR

Við erum hressar og kátar stelpur og óskum eftir pennavinum, bæði strákum og stelpum, frá 9-13 ára, við erum 10 ára (p.s. eða að verða 10 ára). Áhugamál margvísleg. Svörum öllum bréfum. Skrifið fljótt. Heiðrún A. Meira
7. maí 1997 | Barnablað | 47 orð

Prins á náttfötum

ÞETTA er mynd af prinsi sem Guðrún G. Johnson, Seilugranda 3, 107 Reykjavík, teiknaði. Guðrún er 6 ára og er í Grandaskóla. Prinsinn er í náttfötum og er að fara að sofa. Hann ætlar að horfa á barnaefnið daginn eftir. Þá er sagan búin. Meira
7. maí 1997 | Barnablað | 243 orð

TVÍBURARNIR

NÓI og Árni voru bræður. Mamma þeirra, sem hét Mónika, átti von á barni. Þessa nótt þurfti pabbi að keyra hana á fæðingardeildina. Pabbi kom skömmu síðar og sagði að mömmu liði vel. Síðan sagði hann að þeir myndu fara í heimsókn á morgun. Daginn eftir klukkan þrjú fóru þeir og heimsóttu mömmu og barnið. Þeim lék forvitni á að vita hvort það væri stelpa eða strákur. Meira
7. maí 1997 | Barnablað | 63 orð

Ungskáld yrkir

KÆRU Myndasögur. Má ég biðja ykkur að birta þetta ljóð eftir mig. Mér finnst blaðið mjög skemmtilegt. Bless. Nína Óskarsdóttir, 10 ára, Vesturvallagötu 3, 101 Reykjavík. Orðabókin Uppi á háaloftinu er stór bók. Orðabók. Meira
7. maí 1997 | Barnablað | 110 orð

Uppstigningardagur

HÆ, hæ, Myndasögur Moggans. Ég heiti Arna Borg Snorradóttir og er 7 ára. Ég á heima í Reynigrund 9 í Kópavogi og er í Snælandsskóla. Mér finnst gaman að skoða Myndasögur Moggans. Mig langar að senda þessa mynd og láta fylgja texta úr skemmtilegu lagi sem ég lærði í sunnudagaskólanum. Jesús er ekki dáinn, nei, hann er lifandi. Meira
7. maí 1997 | Barnablað | 147 orð

Ævintýra- Kringlan tveggja ára

LAUGARDAGINN 10. maí verður haldið upp á tveggja ára afmæli Ævintýra- Kringlunnar á þriðju hæð verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar. Ævintýra-Kringlan er listasmiðja og barnagæsla. Þar er t.d. hægt að lita, mála, púsla og leira, farið er í leiki og sungið. Meira
7. maí 1997 | Barnablað | 58 orð

(fyrirsögn vantar)

SJÖ ára nemandi í Rimaskóla, Bergur Þórmundsson, til heimilis í Mururima 11, 112 Reykjavík, gerði þessa flottu mynd af þremur sjóræningjum um borð í sjóræningjaskipi. Það er gott til þess að hugsa, að við Íslendingar þurfum ekki að óttast slíka kumpána sem sjóræningja, við höfum nefnilega Landhelgisgæsluna með varðskip sín og þyrlur til þess að verja landhelgi Íslands. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.