Greinar sunnudaginn 8. júní 1997

Forsíða

8. júní 1997 | Forsíða | 315 orð

Bretar fá það óþvegið í ferðahandbók

BRETAR eru óþrifalegir, óskiljanlegir og sum húsanna sem þeir búa í eru á meðal ljótustu bygginga heims, samkvæmt ferðahandbók sem útgáfufyrirtækið The Lonely Planet gaf út á dögunum. Markmið höfundanna er að lýsa Bretlandi á "raunsæjan" hátt og benda á slæmu hliðarnar ekki síður en hinar góðu. Meira
8. júní 1997 | Forsíða | 186 orð

Clarke styrkir stöðu sína

KENNETH Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, þykir nú sigurstranglegastur í leiðtogakjöri breskra íhaldsmanna, sem hefst á þriðjudag, og hann styrkti stöðu sína á föstudag þegar sir George Young, fyrrverandi samgönguráðherra, lýsti yfir stuðningi við hann. Meira
8. júní 1997 | Forsíða | 245 orð

Stjórn Írlands spáð ósigri

ÚTGÖNGUKANNANIR bentu til þess í gær að mið- og hægriflokkurinn Fianna Fail ynni nauman sigur á stjórn Johns Brutons í þingkosningunum á Írlandi á föstudag. Samkvæmt könnunum við kjörstaði fékk Fianna Fail 44% atkvæðanna og bandamenn hans, Framsæknir demókratar, 4%. Meira

Fréttir

8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 474 orð

80 mínútna orrusta við stórlax

FYRSTI stórlax sumarsins veiddist í Þverá í Borgarfirði á miðvikudagsmorgun. Egill Guðjohnsen tannlæknir veiddi þá 20 punda hrygnu á svarta Frances túbuflugu og landaði henni eftir harðan leik. Veiðimenn telja byrjunina í vor viðunandi í ljósi slæmra skilyrða, vatnskulda og óstöðugs vatnsmagns í ánum. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

Aðstaða vél- og rennismíði bætt

VIÐ skólaslit Vélskólans þann 24. maí sl. voru 25 brautskráðir með 4. stigs lokapróf. 45 luku 1. stigs prófi vélavarða, 35 luku 2. stigi og 25 luku 3. stigs prófi. Við athöfnina fengu eftirtaldir 4. stigs nemendur viðurkenningu fyrir góðan námsárangur: Alfreð Halldórsson, Skafti Jóhann Halldórsson, Flosi Óskarsson, Emil Örn Ásgeirsson og Sigurður Örn Arngrímsson. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Bjargað úr sjónum í þyrlu

18 ÁRA gömlum Keflvíkingi var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar um klukkan 14 í gær eftir að hann hafði verið klukkutíma í volki í höfninni í Keflavík. Pilturinn hafði verið að sigla á sjóþotu við höfnina en vél þotunnar bilaði og fór ekki í gang aftur. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Borgarholtsskóla slitið í fyrsta sinn

ÞANN 31. maí sl. lauk fyrsta skólaári Borgarholtsskóla. 61 nemandi var brautskráður; 26 af málmiðnabrautum, 25 í bílgreinum, 10 af fjölmenntabrautum og loks 2 sem luku námi af tveimur brautum. Aðstoðarskólameistari lýsti starfsemi fyrsta skólaársins og ýmsum byrjunarörðugleikum. Sagði hann með ólíkindum að verið væri að brautskrá nemendur 9 mánuðum eftir að skólinn tók til starfa. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 508 orð

Bótaskylda viðurkennd en vísað frá vegna vanreifunar

HÆSTIRÉTTUR telur að Borgey hf á Hornafirði sé skaðabótaskyld gagnvart hluthöfum í Skriðjökli hf, sem gerði út togarann Óttar Birting, vegna tjóns sem kunni að hafa hlotist vegna framkvæmdar kyrrsetningar og umráðasviptingar skipsins en rétturinn telur bótakröfu hluthafanna vanreifaða og vísaði málinu því frá dómi. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 293 orð

Búið að sprengja rúma fjóra km

LOKIÐ var við að sprengja þrjá fjórðu hluta Hvalfjarðarganga í byrjun júní, alls 4.017 metra af alls 5.484 metrum. Verkið hefur gengið vel og eru nú hafnar framkvæmdir við steypta vegskála við suðurenda ganganna. Fulltrúar verktakans, Fossvirkis ehf. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

Byggingatæknifræðingar verðlaunaðir

57 NEMENDUR voru útskrifaðir frá Tækniskóla Íslands, þann 31. maí sl. Tæknifræðingar með B.S próf voru 13; 9 byggingatæknifræðingar og 4 iðnaðartæknifræðingar. Einnig voru útskrifaðir 10 útflutningsmarkaðsfræðingar og einn röntgentæknir með B.S. próf. 23 nemendur luku raungreinadeildarprófi sem veitir rétt til frekara náms á háskólastigi. Meira
8. júní 1997 | Landsbyggðin | 53 orð

Bærinn málaður

Egilsstöðum-Grunnskólanemendur á Egilsstöðum luku skólastarfi með þemavikunni ormafrelsi. Þau ráku kaffihús, máluðu geimveruhjörtu á skólann og skreyttu ljósastaura bæjarins. Mikið tilstand er í gangi í tilefni af 50 ára afmæli Egilsstaða sem haldið verður upp á í sumar. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 234 orð

DagbókHáskólaÍslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 10. til 15. júní 1997. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Þriðjudagurinn 10. júní: Þórir Harðarson MS-nemi mun flytja erindi um meistaraprófsverkefni sitt: "Hlutverk kalium- og laktatjóna í stjórn öndunar" í stofu 101 í Odda kl. 16:15. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

Eldur í knattborðsstofu

ELDUR kom upp í Knattborðsstofunni Klöpp við Skúlagötu 26 í gærmorgun og skemmdist hún talsvert af völdum reyks og sóts. Talið er að eldurinn hafi komið upp í geymslu og að hann hafi kraumað lengi áður en íbúi í húsinu varð hans var. Meira
8. júní 1997 | Erlendar fréttir | 1376 orð

Endurkoma einræðisherrans

"HAFI ég einhverju sinni gert eitthvað á hlut einhvers, þykir mér það miður og biðst velvirðingar.'' Með þessum hætti hefur Hugo Banzer, fyrrum einræðisherra í Suður- Ameríkuríku Bólivíu, gert upp við fortíð sína. Og það merkilega er að stór hluti Bólivíumanna virðist telja þetta uppgjör valdníðingsins fyrrverandi fullnægjandi. Flest bendir til þess að Banzer verði næsti forseti landsins. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Ferðamenn við Skógarfoss

Morgunblaðið/RAX FERÐAFÓLKI fjölgar með hverjum deginum og er það farið að setja svip sinn á ferðamannastaði víða um land. Veðrið hefur sett strik í reikninginn hjá mörgum þeirra, en besta ráðið fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn er að búa sig vel þegar lagt er í langferð. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 220 orð

Fjögur íslensk skip færð til hafnar

SIGURÐUR VE er fjórða skipið í eigu Íslendinga sem norska strandgæslan færir til hafnar á síðustu árum. Þrjú fyrri tilvikin áttu sér stað 1994 og tengdust veiðum íslenskra skipa á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða og í Smugunni. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 186 orð

Fyrirlestur um djúpsjávarkrabba

LOUISE le Roux heldur fyrirlestur á vegum Líffræðiskorar um rannsóknarverkefni sitt til meistaraprófs við skorina mánudaginn 9. júní kl. 16. Rannsóknaverkefnið fjallar um stofnmat og stofnfræði rauða djúpsjávarkrabbans Chaceon maritae (Brachyura, Geryonidae) við Namibíu. Meira
8. júní 1997 | Landsbyggðin | 147 orð

Færðu Sjóminjasafninu mynd

Eyrarbakka-Ættingjar og vandamenn Sigurðs heitins Guðjónssonar, skipstjóra frá Litlu- Háeyri, færðu Sjóminjasafninu á Eyrarbakka mynd af Sigurði til minningar um hans stóra þátt í byggingu safnsins. Sigurður var þekktur togaraskipstjóri á fjórða og fimmta tug aldarinnar. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Góður árangur í tannsmíði

RÍKHARÐUR Már Ríkharðsson, Sólveig Samúelsdóttir, Sigurbjörg María Ísleifsdóttir og Jóna Sigurðardóttir luku námi sem tannsmiðir frá Tannsmíðaskólanum nú í vor. Sólveig Samúelsdóttir náði þeim einstaka árangri að útskrifast með 9 í einkunn og hefur enginn náð þeim árangri frá skólanum áður. Tannsmíðaskóli Íslands hefur verið starfræktur frá árinu 1987. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð

Hættir sem sparisjóðsstjóri á Ólafsfirði

ÞORSTEINN Þorvaldsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar, fór þess á leit við stjórn sjóðsins á fimmtudagskvöld að verða leystur frá störfum og samþykkti stjórnin málaleitan hans. Samkvæmt upplýsingum Svavars B. Magnússonar, formanns stjórnar sparisjóðsins, hefur Þorvaldur Hreinsson, staðgengill sparisjóðsstjóra, verið ráðinn sparisjóðsstjóri tímabundið. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 221 orð

Jellinek-verðlaunin afhent finnskum vísindamanni

JELLINEK-verðlaunin fyrir áfengisrannsóknir (The Jellinek Memorial Award for Alcohol Studies) voru afhent Pekka Sulkunen, finnskum félagsfræðingi við Félagsfræðilegu áfengisrannsóknastofnunina í Helsinki. Meira
8. júní 1997 | Erlendar fréttir | 415 orð

Jospin kynnir sig

TONY Blair, forsætisráðherra Breta, er ekki lengur "ný" frétt og þótt eftirvænting ríkti þegar hann flutti ræðu sína, þá var það Lionel Jospin, sem var nýjabrumið á þingi evrópskra jafnaðarmanna í Málmey. Meira
8. júní 1997 | Erlendar fréttir | 416 orð

Jospin myndar nýja stjórn í Frakklandi

LIONEL Jospin, leiðtogi franskra sósíalista, tók við embætti forsætisráðherra á þriðjudag eftir að vinstriflokkarnir unnu mikinn sigur í síðari umferð þingkosninganna á sunnudag. Sósíalistar fengu 273 þingsæti af 577, kommúnistar 38 og græningjar átta. Mið- og hægriflokkarnir, sem höfðu 464 sæti, töpuðu hartnær helmingi þeirra og fengu 256. Meira
8. júní 1997 | Landsbyggðin | 147 orð

Kiwanismenn gefa reiðhjólahjálma

Sauðárkróki-Félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey á Sauðárkróki boðuðu öll sex ára börn á Sauðárkróki og nærsveitum til umferðarfræðslu í Barnaskólanum fyrir nokkrum dögum. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Laust pláss fyrir 12­13 ára krakka til Svíþjóðar

VEGNA forfalla er laust pláss fyrir nokkra 12­13 ára krakka í unglingaskipti til Svíþjóðar í júlí í sumar. Unglingaskiptin taka einn mánuð og verður fyrri hlutinn á Íslandi en sá seinni í Jönköping í Svíþjóð. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 518 orð

Mannaskipti á vegum Leonardo Da Vinci áætlunarinnar

LEONARDO Da Vinci er starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Áætluninni er ætlað að auðvelda evrópsku atvinnulífi að bregðast við breyttum markaðsforsendum vegna sameiningar Evrópu, aukinnar samkeppni og nýrra starfshátta. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 563 orð

Menntaskólans við Tjörnina minnst

MENNTASKÓLINN við Sund brautskráði stúdenta í 25. sinn í Háskólabíói þann 31. maí sl. Nafn skólans á tvítugsafmæli um þessar mundir. Árið 1977 flutti skólinn sig um set í Vogahverfið, en frá árinu 1973 hafði hann verið starfræktur í húsnæði Miðbæjarskólans og var menntaskólinn þá kenndur við Tjörnina. 156 nemendur voru útskrifaðir að þessu sinni, 104 stúlkur og 52 drengir. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 368 orð

Miðlunartillagan samþykkt

Miðlunartillagan samþykkt SÍÐARI miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilunni á Vestfjörðum var samþykkt af báðum deiluaðilum með afgerandi meirihluta greiddra atkvæða á föstudag. Sjö vikna löngu verkfalli á Vestfjörðum er þar með lokið. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau að 69% samþykktu tillöguna en 28,8% sögðu nei. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 750 orð

Mikilvægt að auglýsendur sjálfir sýni ábyrgð

Carlson var staddur hér á landi í vikunni til að sækja fund framkvæmdastjóra Landssambanda auglýsingastofa sem Samband íslenskra auglýsingastofa á aðild að. Samtökin sem Carlson er í forsvari fyrir vinna að sameiginlegum hagsmunum auglýsingagreinarinnar í Evrópu. Hann er því í miklu sambandi við stofnanir Evrópusambandsins og samtök auglýsenda og fjölmiðla. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 524 orð

Námsfólk fegið að komast út í sumarið

"ÞAÐ ER alveg ómögulegt að láta strákana reyta arfa, þeir gera það svo illa að það lendir alltaf á okkur stelpunum. Það er frekar óréttlátt." Þetta segir Rósa Guðný Árnadóttir sem er 18 ára og hefur ásamt fjölda annarra unglinga fengið sumarvinnu í skrúðgarðinum í Laugardal. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Nýr forseti Íslendingafélagsins í Arizona

EINAR Bárðarson, 25 ára, frá Selfossi hefur tekið við stöðu forseta Íslendingafélagsins í Phoenix, Arizona. Einar tók við af Kristínu Ólafsdóttur sem gegnt hefur starfi forseta sl. tvö ár. Einar hefur unnið að markaðsmálum á Suðurlandi og gegnt trúnaðarstörfum fyrir unga sjálfstæðismenn í Árnessýslu en stundar nú markaðsnám við Arizona State University. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 290 orð

Nýtt vinnutímakerfi í kennarasamningum

NÝIR kjarasamningar Hins íslenska kennarafélags og Kennarasambands Íslands við ríkið voru undirritaðir um klukkan 5 í gærmorgun hjá ríkissáttasemjara. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður HÍK, segir algjörlega nýtt vinnutímakerfi merkustu nýmæli samninganna en þeir gilda frá 1. maí til októberloka árið 2000. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Ráðstefna um umhverfismál í sveitarfélögum

RÁÐSTEFNA um umhverfismál í sveitarfélögum verður haldin á Egilsstöðum dagana 9. og 10. júní. Að ráðstefnunni standa Norræna ráðherranefndin, umhverfisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga ásamt Egilsstaðabæ. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Reiðnámskeið á Ingólfshvoli

REIÐSKÓLINN Inghólfshvoli í næsta nágrenni Hveragerðis hefur göngu sína nú í júní með námskeiðum fyrir börn og unglinga á aldrinum 10­15 ára. Þetta eru viku námskeið, jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna, og er þátttakendum heimilt að taka með sér eigin hesta ef óskað er. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Sameiningamálin rædd í Ráðhúsinu

SAMSTARFSNEFND um sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps efnir til kynningarfundar um sameiningarmálin í Ráðhúsinu mánudaginn 9. júní. Fundurinn hefst kl. 20.30 og verða þar m.a. sýndir skipulagsuppdrættir af Kjalarnesi og Austursvæðum Reykjavíkur. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Samningur um þvætti fullgiltur

Á FUNDI ríkisráðs á Bessastöðum á föstudag var samningur um þvætti, leit, hald og upptöku ávinnings af afbrotum fullgiltur og staðfest aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og skynvilluefni. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Sjö bílar út af í hálku

SJÖ bílar ýmist ultu eða óku út af á stuttum kafla í Ljósavatnsskarði á sömu klukkustundinni aðfaranótt laugardags. Þar af lentu sex bílar út af við gatnamótin hjá Ljósavatni. Sjö manns voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var mikil hálka á veginum og gekk á með dimmri hríð þegar óhöppin urðu. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 276 orð

Skólaslit Menntaskólans að Laugarvatni

MENNTASKÓLANUM að Laugarvatni var slitið 31. maí sl. og voru 47 stúdentar brautskráðir, verða þeir væntanlega 48 á árinu. Alls stunduðu 214 nemendur nám í skólanum sl. vetur. Hæstu einkunn á stúdentsprófi að þessu sinni hlaut Ásdís Bjarnadóttir úr Hveragerði, 8,85. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Stúlku bjargað á síðustu stundu

RAÐHÚS að Fífutjörn 4 á Selfossi gjöreyðilagðist í eldi á laugardagsmorgun. Þrír piltar og ein stúlka sem í húsinu voru, sluppu naumlega undan eldi og reyk sem gaus skyndilega upp og magnaðist mjög fljótt en allhvass vindur var. Tveir piltanna fóru aftur inn í brennandi húsið og björguðu stúlkunni sem hafði misst meðvitund. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

"Sögn í sjón" opin daglega

HÁTÍÐARSÝNING handrita, sögn í sjón, í Árnagarði, er opin daglega frá klukkan 13-17 til ágústloka. Þessi sýning Stofnunar Árna Magnússonar tengist einnig sýningum í Listasafni Íslands og sýningu í Norræna húsinu sem verður opnuð 14. júní. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 516 orð

Tek íslenska fánann með út í geiminn

BJARNI Tryggvason, verkfræðingur hjá kanadísku geimferðastofnuninni, fer fyrstur Íslendinga í geimferð 7. ágúst næstkomandi. Upphaflega var áætlað að geimferðin yrði 17. júlí nk. en Bjarni segir að henni hafi verið frestað til 7. ágúst vegna þess að NASA, geimferðarstofnun Bandaríkjanna, ákvað að bæta við annarri geimferð sem riðlaði dagsetningu geimflugs Bjarna. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 373 orð

Vélar stöðvaðar og varðskip með Sigurð VE í togi

SKIPSTJÓRINN á Sigurði VE-15 stöðvaði vélar skipsins á alþjóðlegu hafsvæði utan fiskveiðilögsögunnar við Jan Mayen nokkru eftir miðnætti í fyrrinótt að höfðu samráði útgerðar skipsins og íslenskra stjórnvalda. Fimm menn frá strandgæslunni eru um borð í Sigurði. Meira
8. júní 1997 | Innlendar fréttir | 1000 orð

Viðbrögðin eru í engu samræmi við tilefnið Mál Sigurðar VE kann að hafa afleiðingar sem geta m.a. haft áhrif á hvernig tekið

HELGI Ágústsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, og Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segjast telja að íslensk stjórnvöld verði að endurskoða afstöðu sína til brota norskra loðnuskipa á því að tilkynna komu sína í og brottför úr íslenskri lögsögu. Meira

Ritstjórnargreinar

8. júní 1997 | Leiðarar | 518 orð

ÓTRÚLEG HARKA

LEIDARI ÓTRÚLEG HARKA Ú ÓTRÚLEGA HARKA,sem Norðmenn sýna með töku loðnu- og síldarskipsins Sigurðar, sem var að veiðum í norskri fiskveiðilögsögu við Jan Mayen í fyrradag, kemur mjög á óvart. Meira
8. júní 1997 | Leiðarar | 1762 orð

REYKJAVIKURBREF HINNI HÖRÐU vinnudeilu á Vestfjörðum er nú lokið ef

HINNI HÖRÐU vinnudeilu á Vestfjörðum er nú lokið eftir að verkfall hefur staðið þar í u.þ.b. sjö vikur. Þótt verkfallinu sé lokið er ljóst, að áhrifa þess mun gæta í langan tíma. Sjávarútvegsfyrirtækin á Vestfjörðum voru veik fyrir, eins og allir vita. Meira

Menning

8. júní 1997 | Menningarlíf | 141 orð

Almanök

Íslenska almanakið, 12 síðna almanak með myndum vítt og breitt af landinu. Íslenska náttúrualmanakið er 12 síðna almanak með völdum myndum úr náttúru landsins. Breiða náttúrualmanakið er 12 síðna breiðmyndaalmanak og eru myndirnar með skuggalakki. Stóra náttúrualmanakið, 12 síða almanak með völdum ljósmyndum. Meira
8. júní 1997 | Fólk í fréttum | 44 orð

Á ferð og flugi

Á ferð og flugi FRIÐRIK krónprins Dana var í opinberri heimsókn í Thailandi á dögunum. Honum var tekið með kostum og kynjum af íbúum Thailands. Friðrik var mjög ánægður með heimsóknina sem hann taldi sína bestu til þessa. PRINSINN skellti sér í hjólatúr í ferðinni. Meira
8. júní 1997 | Kvikmyndir | 73 orð

Á gráu svæði

JOHN Turtorro lék hálfgerða aula í myndunum Barton Fink og Quiz Show. En þess konar hlutverk virðast á undanhaldi. Í nýjustu myndum sínum er hann kominn með kvenmann upp á arminn. "Ég hef leikið í nokkrum kynlífssenum og mér finnst það frekar vandræðalegt," segir leikarinn. Meira
8. júní 1997 | Menningarlíf | 265 orð

Bandarískir námsmenn vita lítið um aðrar þjóðir

ICELAND, bókfræðirit um Ísland og íslensk málefni, er nýkomið út. Þetta er endurskoðuð útgáfa og er höfundurinn Francis R. McBride. Í bókinni eru stuttar greinar um bækur á ensku sem varða Ísland og íslensk málefni. Ætlunin er að þessi bókaflokkur nái til sem flestra landa, en þegar eru komnar út 37 bækur um fjölmörg lönd. Iceland er 346 bls. Útgefandi er Clio Press. Francis R. Meira
8. júní 1997 | Fólk í fréttum | 129 orð

Betri tímar

Betri tímar ÞAÐ gengur allt í haginn hjá leikkonunni Anne Heche þessa dagana. Hún leikur eiginkonu Johnny Depps í myndinni Donnie Brasco og á móti Tommy Lee Jones í Volcano. Meira
8. júní 1997 | Menningarlíf | 317 orð

Deila um eignir Rudolfs Nureyevs fyrir dómstóla

FJÖLSKYLDA ballettdansarans heimsfræga, Nureyevs, er komin í hár saman við lögfræðing hans, Barry Weinstein, um síðustu óskir dansarans, sem lést fyrir aðeins fjórum árum. Ágreiningurinn snýst um erfðaskrá Nureyevs og skjöl, sem hann undirritaði á síðasta ári ævi sinnar, áður en hann dó af alnæmi árið 1993. Meira
8. júní 1997 | Menningarlíf | 112 orð

Einar Kristján í Listasafni Sigurjóns

SUMARTÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar verður fram haldið næstkomandi þriðjudagskvöld þegar Einar Kristján Einarsson gítarleikari kemur fram. Á efnisskrá eru fimm prelúdíur eftir Haitor Villa-Lobos, Sonatina Meridional eftir Manuel Ponce og fjögur stutt verk eftir Francisco Terrega. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Einar Kristján nam gítarleik við Tónskóla Sigursveins D. Meira
8. júní 1997 | Fólk í fréttum | 342 orð

Ennþá lítið um ferðamenn

Tjaldstæðið í LaugardalEnnþá lítið um ferðamenn "ÉG ÁTTI nú eiginlega von á fleiri gestum á tjaldstæðið í tengslum við Smáþjóðaleikana því þó keppendur gisti á hótelum bjóst ég við einhverjum áhorfendum og áhangendum hingað inn á svæðið," segir Hilmar Ramos, starfsmaður tjaldstæðisins í Laugardal. Meira
8. júní 1997 | Fólk í fréttum | 108 orð

Hjónaband aldarinnar

Í ÞESSARI viku eru sextíu ár liðin frá því að Edward áttundi Bretaprins afsalaði sér krúnunni og giftist hinni fráskildu Wallis Simpson. Parið var gefið saman í París án nokkurrar viðhafnar 3. júní 1937. Meira
8. júní 1997 | Fólk í fréttum | 121 orð

Íslenskt á grillið

Á SAMA tíma og Danir fögnuðu þjóðhátíðardegi sínum, eða "Grunlovsdag" eins og þeir kalla hann, komu nokkrar íslenskar fjölskyldur saman í Rasmus Rask stúdentagarðinum í Óðinsvéum og borðuðu undir berum himni. Tilefnið var margþætt, sumir höfðu lokið prófum og voru að fara heim til Íslands, aðrir voru að byrja í prófum. Veðrið var líka nægt tilefni út af fyrir sig, hitinn komst í 30 stig. Meira
8. júní 1997 | Fólk í fréttum | 683 orð

Jóðsýki og haglabyssa

Safnplata tekin upp í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð, á tónleikum ýmissa listamanna. Flytjendur: Egill Skúlason, Electrique, Maus, Hugh Jazz, Fítónn jóðsjúkra kvenna, Stjörnukisi, Andhéri, Versa, M¨uller, Gulla Vala & tillarnir, Glimmerbomban Bonní, Mikey, Self Realization in the Experience of Sensual Love og Hamskiptin. Lagahöfundar eru listamennirnir sjálfir. Hljóð í sal: Jón Skuggi. Meira
8. júní 1997 | Fólk í fréttum | 52 orð

Kóngurinn í Búðardal

MARGIR héldu að kóngurinn Elvis Presley væri risinn upp frá dauðum þegar maður svipaður honum í háttum og röddu steig á stokk í afmælisveislu kjötiðnaðarmannsins Benedikts Franklínssonar í Dalabúð á dögunum. Er betur var að gáð kom hins vegar í ljós að um afmælisbarnið var að ræða, í breyttum kjötiðnaðargalla. Meira
8. júní 1997 | Myndlist | 433 orð

List hnoðsins

Opið alla daga á tíma Ráðhússins. Til 10. júní. Aðgangur ókeypis. Á SEINNI tímum hafa menn stöðugt verið að endurskoða og stokka upp föng myndlistar og hafna því sem menn nefna stundum hvíta teninginn "White cube". Er í þessu tilviki átt við afmörkuð fagurfræðileg gildi, áunna handverkslega tækni og þjálfun skynfæranna. Meira
8. júní 1997 | Menningarlíf | 162 orð

Meistaraverk höfuðskálds

SKÁLDSAGANA Fjallkirkjan eftir Gunnar Gunnarsson í þýðingu Halldórs Laxness hefur verið endurútgefin. Gunnar Gunnarsson yngri myndskreytti Fjallkirkjuna en margar af myndum hans við söguna birtast nú á bók í fyrsta sinn. Meira
8. júní 1997 | Menningarlíf | 162 orð

Miklu meira en himinhátt...

HEKLUMIÐSTÖÐIN í Brúarlundi í Landsveit verður opnuð um helgina. Þetta er þriðja starfsár miðstöðvarinnar þar sem saga Heklu er rakin á veggspjöldum, skyggnimyndum og í kvikmynd. Sérstök áhersla er lögð á sambúð fjallsins við fólkið eftir að land fór að byggjast. Sambúð fólksins og fjallsins verður ofarlega á baugi á laugardaginn þegar opnuð verður hljóðmyndasýning Þorsteins Joð. Meira
8. júní 1997 | Menningarlíf | 108 orð

Nýjar bækur

Ást sorg og hatur nefnist ljóðabók eftir Arnar Karl Ólason, fyrsta bók höfundar. Arnar Karl er 23 ára sjómaður frá Egilsstöðum sem hefur að undanförnu búið á Þórshöfn. Hann hefur fengist við ljóðagerð, en flest hefur farið í ruslakörfuna þangað til nú að sögn hans. Yrkisefnin eru eins og heiti bókarinnar gefa til kynna ást, sorg og hatur. Meira
8. júní 1997 | Menningarlíf | 148 orð

Nýjar bækur ÍGORSKVIÐA sem tal

ÍGORSKVIÐA sem talin er ein af perlum rússneskra miðaldabókmennta er komin út í þýðingu Árna Bergmann. Ígorskviða er samin seint á 12. öld. Hún er þjóðargersemi og hefur haft mikil áhrif á rússneska menningu m.a. er efnið í óperu Borodíns "Ígor fursti" sótt til hennar. Meira
8. júní 1997 | Menningarlíf | -1 orð

Nýjar bækur SÁLFRÆÐI ritmáls o

SÁLFRÆÐI ritmáls og talmáls er eftir Jörgen Pind. Bókin fjallar um hin nánu tengsl sem eru á milli talaðs og ritaðs máls. Í bókinni er skýrt frá rannsóknum á talmáli, skynjun þess og þroskaferli á fyrstu æviárum barna. Meira
8. júní 1997 | Fólk í fréttum | 119 orð

Ofurmannlegur kjarkur Reeve

VINIR og kollegar leikarans fatlaða, Christopher Reeve, eru ávallt boðnir og búnir að styðja við bakið á honum. Þeir fjölmenntu nýlega til Puerto Rico þar sem Christopher stóð fyrir fjársöfnun til styrktar samtökum fatlaðra í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem sýndu stuðning í verki voru Jane Seymour og eiginmaður hennar James Keach, Lee Majors, Peter Fonda og Mickey Rooney. Meira
8. júní 1997 | Fólk í fréttum | 56 orð

Púttað í blíðunni

ÁRLEGT púttmót eldri borgara fór fram við gervigrasvöllinn í Laugardal á dögunum. Veðurblíðan lék við keppendur, sem skemmtu sér hið besta eins og sést á meðfylgjandi myndum. JÓN Friðriksson,Karl Helgason og Ernest Bachman púttuðu af mikilli færni. Meira
8. júní 1997 | Menningarlíf | -1 orð

Sigurdís sýnir á Mokka

Sigurdís sýnir á Mokka SIGURDÍS Arnarsdóttir myndlistarkona opnaði sýninguna "Hljóðir hælar" á Mokka í gær, laugardaginn 7. júní. Þetta er 10. einkasýning Sigurdísar. Meira
8. júní 1997 | Fólk í fréttum | 101 orð

Tvöfalt afmæli Hrafnistu

MIKIÐ var um að vera á Hrafnistu á sjómannadaginn, en Hrafnista í Reykjavík heldur upp á 40 ára afmæli sitt á árinu. Hrafnista í Hafnarfirði er helmingi yngri, 20 ára og því var ekki síður fagnað. Meira
8. júní 1997 | Kvikmyndir | 317 orð

Ungur í anda Jack (Jack)

Framleiðendur: Richardo Mestres, Fred Fuchs og Francis Ford Coppola. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Handritshöfundur: James DeMonaco og Gary Nadeau. Kvikmyndataka: John Toll. Tónlist: Michael Kamen. Aðalhlutverk: Robin Williams, Diane Lane, Jennifer Lopez, Fran Drescher, Bill Cosby. 109 mín. Bandaríkin. Sam-Myndbönd 1997. Útgáfudagur: 22. maí. Myndin er öllum leyfð. Meira
8. júní 1997 | Fólk í fréttum | 67 orð

Vinur í raun!

LEIKARINN Matthew Perry úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Friendsinnritaði sig í meðferð á dögunum. Hann ku vera háður lyfjum. Matthew og fjölskylda eru snortin yfir þeirri umhyggju sem þeim hefur verið sýnd af tilefninu. Þau mælast þó til að fjölmiðlar sýni þeim tillitssemi meðan á meðferðinni stendur. Meira
8. júní 1997 | Menningarlíf | 490 orð

Virðing fyrir lífsreynslunni

TVEIR einþáttungar eftir Nínu Björk Árndóttur verða frumfluttir í Listaklúbbi Leikhúskjallarans á mánudagskvöld kl. 21. Einþáttungarnir nefnast Ertu hissa, Júlía? og Mannleg samskipti. "Ég skrifaði Ertu hissa, Júlía? upphaflega fyrir sjónvarp, en sjónvarpsmenn töldu verkið henta betur fyrir útvarp. Meira

Umræðan

8. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 343 orð

Áttunda Kvennahlaupið

ÞANN 15. júní næstkomandi verður Kvennahlaup ÍSÍ haldið í áttunda sinn. Aðalhlaupið fer fram í Garðabæ en konur víða um land munu einnig hlaupa og ef að líkum lætur einnig íslenskar konur erlendis eins og undanfarin ár. Fyrsta Kvennahlaupið fór fram árið 1990 í Garðabæ. Það var þá liður í Íþróttahátíð ÍSÍ. Meira
8. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 608 orð

Kóramót aldraðra á Akureyri

ÞAÐ VAR laugardaginn 24. maí klukkan níu að félagar í Kórfélagsstarfi aldraðra í Reykjavík (KFAR) ók áleiðis til Akureyrar á kóramót. Fjörutíu og níu vorum við í rútu frá Teiti Jónassyni, bílstjóri Guðmundur Jón, en nokkrir óku norður á eigin bílum. Fararstjóri var Guðlaug Jónsdóttir formaður KFAR, söngstjóri Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir og undirleikari Sigurgeir Björgvinsson. Meira
8. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 267 orð

Sr. Bragi Friðriksson, fyrrv. prófastur, lætur af störfum

SUNNUDAGINN 8. júní nk., kveður sr. Bragi Friðriksson, fyrrv. prófastur, Garðasöfnuð í Garðakirkju eftir langa og árangursríka þjónustu. Á svona tímamótum er ekki úr vegi að líta um öxl. Ég átti því láni að fagna að fá að starfa með sr. Braga allar götur frá því að hann var kosinn sóknarprestur í Garðaprestakalli fyrir 31 ári til þessa dags. Sr. Meira

Minningargreinar

8. júní 1997 | Minningargreinar | 1055 orð

Halldór Sigurðsson

Látinn er á hjúkrunardeild Sjúkrahússins á Egilsstöðum Halldór Sigurðsson kenndur við Miðhús á Héraði. Ég vil í stuttu máli geta þessa vinar míns og gamals kennara frá Eiðum. Aðrir munu rekja ætt og fjölskylduhagi. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 601 orð

Halldór Sigurðsson

Það er gangur lífsins að þegar árin líða kveðja samferðamennirnir sem settu svip á mannlíf liðinna ára. Nú hefur kvatt einn slíkur, Halldór Sigurðsson. "Halldór í Miðhúsum" eins og við sveitungarnir kölluðum hann er horfinn yfir landamærin miklu. Tíðindin komu ekki á óvart, hann hafði átt við vanheilsu að stríða hin síðari árin. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 30 orð

HALLDÓR SIGURÐSSON Halldór Sigurðsson fæddist í Bæjum á Snæfjallaströnd 24. júní 1923. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum

HALLDÓR SIGURÐSSON Halldór Sigurðsson fæddist í Bæjum á Snæfjallaströnd 24. júní 1923. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 28. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Egilsstaðakirkju 7. júní. . Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 250 orð

Helgi Eysteinsson

Við kveðjum Helga Eysteinsson sem nú er horfinn frá jarðneskri tilvist en heilsu hans fór stöðugt hrakandi eftir andlát konu hans, Áslaugar Guðjónsdóttur. Mikið hrós á dóttir þeirra látinna hjóna, Jenný Marín, skilið fyrir umönnun, þolinmæði og hjartagæsku í garð föður síns undanfarið. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 117 orð

HELGI EYSTEINSSON

HELGI EYSTEINSSON Helgi E. Eysteinsson fæddist 28. október 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eysteinn Jakobsson frá Hraunsholti (Garðabæ), f. 31.8. 1891, d. 21.2. 1981, og Ögn Guðmundsdóttir, f. 7.9. 1892, d. 6.11. 1989. Helgi átti einn albróður, Gunnar, en hann lést 13.10. 1986. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 472 orð

Jón Guðmundsson

Kveðja frá bekkjarsystkinum í Samvinnuskólanum 1939­'41. Nú líða dagar, líður tíð, Hið liðna ei til baka snýr. Það rennur einsog elfan stríð, hver unaðsstund á vængjum flýr. Og fljótt ég stend við feigðarós. Þá fær mér, Jesús, kraft og ljós. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 545 orð

Jón Guðmundsson

Það var árið 1956, sem ég kom í fyrsta sinn að Fjalli á Skeiðum til þess að dveljast þar sumarlangt hjá systkinunum í vesturbænum, sem bjuggu þar góðu búi með foreldrum sínum. Ekki verður annað sagt en að mér hafi verið tekið með vinsemd og hlýju af hálfu Fjallsfólksins, enda féll mér strax ákaflega vel vistin í Fjalli. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 673 orð

Jón Guðmundsson

Óvíða á landinu er fegurra bæjarstæði en á Fjalli á Skeiðum. Bæjarhúsin standa á ávölum túnhallanum suðvestan í Vörðufelli, en framundan breiða sig út grænar grundir fram að Hvítá, sem rennur þarna straumþung og oftast vatnsmikil á milli gróinna og gróðursælla bakka. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 432 orð

Jón Guðmundsson

Ég var 12 ára gamall þegar ég var svo heppinn að komast í sveit í Fjalli. Þengill bróðir hafði verið á undan, nú fékk ég að spreyta mig, og Systa systir okkar kom svo á eftir mér og Jói bróðir var þar einnig um tíma. Það var lærdómsríkt að koma í Fjall. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 330 orð

Jón Guðmundsson

Jón Guðmundsson, eða Jón í Fjalli eins og hann var nefndur meðal vina og samstarfsmanna, hitti ég fyrst í apríl 1982. Tilefnið var fundur nokkurra áhugamanna um að koma á fót héraðsskjalsafni í Árnesþingi og þar var Jón í Fjalli ódeigur liðsmaður. Hann var einnig fulltrúi sýslunefndar Árnessýslu í nefnd sem samdi stofnskrá Héraðsskjalsafns Árnesinga og sat í fyrstu stjórn þess. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 28 orð

JÓN GUÐMUNDSSON

JÓN GUÐMUNDSSON Jón Guðmundsson fæddist í Fjalli á Skeiðum 3. nóvember 1919. Hann lést í Reykjavík 1. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholtskirkju 7. júní. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 283 orð

Jón Zophonías Sigríksson

Elsku afi Soffi, núna þegar þú ert komin til hennar ömmu Jónu, langar okkur systkinin í fáeinum orðum að minnast þín á þessari kveðjustund. Þegar þú hefur hvatt þennan heim svo snögglega og án fyrirvara er okkur söknuður í huga, en einnig er margs að minnast. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 35 orð

JÓN ZOPHONÍAS SIGRÍKSSON

JÓN ZOPHONÍAS SIGRÍKSSON Jón Zophonías Sigríksson fæddist á Vestra-Krossi í Innri-Akraneshreppi í Borgarfirði 26. október 1914. Hann lést á heimili sínu á Akranesi 21. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 30. maí. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 151 orð

Júlíus Baldvinsson

Ég trúði ekki mömmu þegar hún hringdi til okkar til að færa okkur þær sorgarfréttir að hann Júlli væri dáinn. Af hverju hann? Eftir hetjulega baráttu við að yfirstíga fötlun sína sem hann hlaut í vinnuslysi á síðasta ári, er honum skyndilega kippt í burtu frá okkur. Enginn maður sem ég þekki er eins lífsglaður og mikill baráttujaxl eins og hann Júlli var. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 29 orð

JÚLÍUS SÆVAR BALDVINSSON Júlíus Sævar Baldvinsson fæddist á Siglufirði 28. ágúst 1947. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27.

JÚLÍUS SÆVAR BALDVINSSON Júlíus Sævar Baldvinsson fæddist á Siglufirði 28. ágúst 1947. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Útskálakirkju 5. júní. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 444 orð

María Steinunn Rafnsdóttir

Júnídagurinn fyrsti ætlaði að verða einn af þessum yndislegu dögum, baðandi sólskin og kvakandi fuglasöngur. Sumarið var loksins komið með allir sínar óskir og þrár. Ekkert slæmt gat gerst á svona degi, því síður sorg, en þá kemur kallið, elsku frænka mín, nístandi sársauki. Síminn hringir, henni mömmu er að versna viltu fara til hennar. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 410 orð

María Steinunn Rafnsdóttir

Hún frænka mín, María Steinunn Rafnsdóttir eða Stóra-Mæja eins og ég kallaði hana alltaf, er látin. Hún lést 1.júní sl. langt um aldur fram, eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Ég verð að segja að ég átti ekki von á því að hún yrði næst. Satt að segja fannst mér kominn tími til að það yrði smá hlé á dauðsföllum í fjölskyldunni, en svo reyndist nú ekki, því miður. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 146 orð

MARÍA STEINUNN RAFNSDÓTTIR

MARÍA STEINUNN RAFNSDÓTTIR María Steinunn Rafnsdóttir fæddist í Reykjavík 26. mars 1946. Hún lést á Landspítalanum 1. júni síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steinunn Þorsteinsdóttir, f. 18. júní 1928, d. 13. ágúst 1979, og Rafn Árnason, f. 30. jan. 1923, d. 7. mars 1958. Systkini hennar eru Jónas Hallgrímsson, f. 1949, Svan H. Trampe, f. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 232 orð

Ottó Sveinsson

Ottó var afar góður maður sem gerði aldrei flugu mein og vorkenndi alltaf þeim sem minna máttu sín. Hann var með afbrigðum handlaginn, það var alveg sama hvort það var bíll, rafmagnstæki eða tól, ef Ottó gat ekki lagað það var alveg eins hægt að afskrifa viðkomandi hlut. Ottó var mjög hjálpsamur og kynntist ég því heima hjá ömmu Lillu og afa Kalla. Hann var þeim einstaklega mikil hjálp. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 497 orð

Ólafur Helgason

"Enn ein minningargreinin ­ er nú ekki nóg komið af þessari vitleysu!" get ég næstum heyrt Ólaf Helgason segja, þegar ég hripa niður þessi fátæklegu orð. Því er maðurinn þá að þessu spyr lesandinn? Þeir sem þekktu Ólaf vita að hann var lítið gefinn fyrir mærðarhjal eins og vill einkenna minningarorð. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 672 orð

Ólafur Helgason

Hugur minn leitar til baka um þrjá áratugi. Ungur maður leggur land undir fót og fer til Vestmannaeyja í atvinnuleit. Hann velur að varðveita sumarhýruna í Útvegsbanka Íslands. Útvegsbankinn í Vestmannaeyjum er byggður á traustum grunni. Seðlageymslur bankans eru umkringdar blágrýti og veggir steyptir úr sérmuldu grjóti. Byggingin stendur á fjölförnum gatnamótum svo allir taka eftir henni. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 29 orð

ÓLAFUR HELGASON Ólafur Helgason fæddist á Ísafirði 2. desember 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 24. maí síðastliðinn

ÓLAFUR HELGASON Ólafur Helgason fæddist á Ísafirði 2. desember 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 24. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 3. júní. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 393 orð

Óskar Stefánsson

Aldinn maður hefur gengið lífsbrautina á enda. Eflaust hefur það oft verið örðug ganga, eins og títt var hjá Íslendingum á fyrstu tugum þessarar aldar. Óskar hét hann Stefánsson sem kvaddur er nú hinstu kveðju eftir ánægjulega kynningu gegnum árin. Óskar gekk í Kvöldvökufélagið "Ljóð og sögu" 8. apríl 1964 og þar átti hann margar gleðistundir með félögunum sem voru honum mikils virði. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 30 orð

ÓSKAR STEFÁNSSON Óskar Stefánsson var fæddur í Sauðagerði í vesturbæ Reykjavíkur 16. nóvember 1911. Hann lést á Landspítalanum

ÓSKAR STEFÁNSSON Óskar Stefánsson var fæddur í Sauðagerði í vesturbæ Reykjavíkur 16. nóvember 1911. Hann lést á Landspítalanum 28. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 5. júní. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 235 orð

Páll Kristbjörn Sæmundsson

Kær vinur og frændi er dáinn, það fór alveg fram hjá mér svo að ég gat ekki fylgt honum til grafar, en í staðinn ætla ég að minnast hans með nokkrum fátæklegum orðum. Dauðinn kemur alltaf á óvart og svo var einnig í þetta skipti þegar ég las minningargreinar um hann. Í minningunni um hann koma margar myndir upp í hugann, allar bjartar. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 32 orð

PÁLL KRISTBJÖRN SÆMUNDSSON

PÁLL KRISTBJÖRN SÆMUNDSSON Páll Kristbjörn Sæmundsson fæddist í Veiðileysu í Árneshreppi á Ströndum 9. júní 1924. Hann lést á Landspítalanum 23. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 30. maí. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 355 orð

Sigurgeir Benediktsson

Það er við hæfi að við frændurnir fléttum saman minningar okkar um afa í eina grein svo margar voru samverustundir okkar þriggja. Minningarnar úr Hæðargarðinum standa sennilega hæst í hugum okkar, enda tíðir gestir þar um helgar á yngri árum. Um svipað leyti og síðustu nátthrafnar öldurhúsanna luku sinni vakt hófst okkar. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 26 orð

SIGURGEIR BENEDIKTSSON

SIGURGEIR BENEDIKTSSON Sigurgeir Benediktsson fæddist í Reykjavík 16. maí 1914. Hann lést á Landspítalanum 26. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 6. júní. Meira
8. júní 1997 | Minningargreinar | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

Daglegt líf

8. júní 1997 | Bílar | 112 orð

22 merki með minna en 2% markaðarins

SALA á fólksbílum fyrstu fimm mánuði ársins jókst um tæp 19,3% miðað við sama tíma í fyrra. Alls seldust 4.028 bílar frá 1. janúar til 30. maí 1997 en 3.377 á sama tíma í fyrra. Í maímánuði seldust 1.038 bílar en 911 bílar í maí í fyrra og er aukningin tæp 14%. Mesta markaðshlutdeild það sem af er árinu hefur Toyota, 16,3%, Subaru 11,3%, Volkswagen 10,6% og Mitsubishi 10,4%. Meira
8. júní 1997 | Ferðalög | 88 orð

Aldrei meiri aðsókn

FERÐAMÁLASKÓLINN MK hefur útskrifað nemendur í tveggja anna ferðafræðinámi og einng nemendur til IATA- UFTAA prófs. 23 nemendur brautskráðust úr tveggja anna námi en markmið þess er að undirbúa nemendur undir alhliða störf í ferðaþjónustu á Íslandi. Meira
8. júní 1997 | Bílar | 755 orð

Betri viðbrögð í óvæntum aðstæðum

"HELSTU heilræðin eru að horfa langt fram, fylgjast með skiltum og öðrum upplýsingum og fara aldrei hraðar en svo að mönnum líði vel við stýrið og að þeir ráði við hlutina," segja þeir Jochin Kleint og Jerry Åhlin ökukennarar frá ökuskóla Audi bílaverksmiðjanna aðspurðir um ráðleggingar til handa hinum almenna ökumanni. Meira
8. júní 1997 | Bílar | 141 orð

Breytt samsetning í innflutningnum

TALSVERÐAR breytingar hafa orðið á innflutningi bíla í kjölfar breyttra og einfaldari reglna um gjöld af fólksbílum. Eins og meðfylgjandi tafla sýnir hefur innflutningur bíla með vélum undir 1.400 rúmsentimetrum minnkað en mest aukning er á innflutningi bíla með vélarstærð 1.400-1.600 rúmsentimetra vélum. Svipaður innflutningur hefur verið síðustu þrjú ár á fólksbílum með vélarstærðir 2.001- 2. Meira
8. júní 1997 | Ferðalög | 311 orð

Dublin og Kaupmannahöfn fyrirmynd

STEFNUMÓTUN Reykjavíkurborgar í ferðaþjónustu til næstu fimm ára var kynnt á dögunum. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu verkefnisstjórnar er að efla þurfi kynningar- og markaðsstarf með því að sameina krafta borgarinnar og ferðaþjónustunnar eða með stofnun nýs fyrirtækis. Meira
8. júní 1997 | Bílar | 1270 orð

Georgískur Explorer með 40 gírmöguleika Georg Friðriksson hefur smíðað afar gerðarlegan fjallabíl og notast að mestu við eigið

EINN öflugasti fjallabíll landsins er nýkominn á götuna. Hann hefur hvílt eins og lirfa í púpu inni í bílskúr eiganda síns, Georgs Friðrikssonar, deildarstjóri rekstrarsviðs Ratsjárstofnunar á Miðnesheiði. Í eitt og hálft ár hefur bíllinn þroskast og breyst úr Bronco yfir í georgískan fjalla-Explorer. Meira
8. júní 1997 | Ferðalög | 254 orð

GESTHÚSIÐ Á SELFOSSI Ferðam

ÞAÐ er ánægjulegt hversu margt fólk af höfuðborgarsvæðinu er farið að koma hingað í tjaldútileigu," sagði Anna Kjartansdóttir, rekstrarstjóri Gesthúsa, sem er þjónustumiðstjöð á stóru útivistarsvæði í hjarta Selfossbæjar. Á staðnum eru sumarhús sem eru til útleigu, en þar er einnig gott tjaldsvæði. Anna sagði að Gesthús hefðu verið stofnuð árið 1991. Meira
8. júní 1997 | Ferðalög | 117 orð

HANDTÖSKUR MÆLDAR Í KEFLAVÍK

NÝLEGA var stálkassa komið fyrir við ranana út í vélarnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða þar sem rifið er af brottfararspjöldum. Hver farþegi má aðeins hafa eina handtösku og má hún vera á stærð við svokallaðar flugfreyjutöskur eða 50 cm löng, 40 cm breið og 20 cm há. Handtöskum farþega er stungið í kassann og ef þær komast ekki í hann eru þær settar í lestina. Meira
8. júní 1997 | Bílar | 911 orð

Honda CR-V er knár fólksbílajeppi

NÝR jeppi frá Honda verksmiðjunum, CR-V var kynntur hérlendis hjá umboðinu um síðustu helgi en hér er um fimm manna aldrifsbíl að ræða, með ríkulegum staðalbúnaði og aflmikilli vél. Verðið er rúmar 2,2 milljónir og hafa fyrstu 30 bílarnir þegar verið seldir og kominn biðlisti á bíla fram í næsta mánuð. Er líka óhætt að segja að hér sé um mjög áhugaverðan bíl að ræða. Meira
8. júní 1997 | Ferðalög | 210 orð

HREGGVIÐUR SVERRISSON Heimboð

HLUTVERK okkar í ferðaþjónustunni er að flytja fólk milli staða, og eru þetta mest erlendir ferðamenn. Við keyrum fyrir ferðaskrifstofur, einstaklinga og hópa," sagði Hreggviður Sverrisson, rútubílstjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi. Hreggviður sagði að þeir keyrðu mest þjóðveginn og helstu fjallvegi landsins, þegar þeir væru opnir. Meira
8. júní 1997 | Bílar | 465 orð

Hreinn dýrlingur

VOLVO þurfti sannarlega á nýjum bíl að halda til þess að hressa upp á ímynd sína sem framleiðandi kraftmikilla sportbíla með nýstárlegri hönnun. C70 er þessi bíll og hann var hér á landi í síðustu viku. Bíllinn sem Dýrlingurinn ekur í samnefndri kvikmynd. Meira
8. júní 1997 | Bílar | 173 orð

Norðmenn smíða rafbíla

NORSKA fyritækið Novco AS ætlar að hefja framleiðslu á 5 þúsund rafbílum á ári. Fyrirtækið er að byggja verksmiðju í Aurskog í grennd Óslóar og verða starfsmenn 175 talsins. Norska póstþjónustan, ríkisolíufélagið Statoil og raforkufyrirtækið Oslo Energi hafa fjárfest í verkefninu og lagðir hafa verið tæpir 10 milljarðar ÍSK í það. Meira
8. júní 1997 | Ferðalög | 163 orð

Ný aðstaða í Reykholti

OPNUÐ hefur verið aðstaða fyrir ferðamenn í Heimskringlu í Reykholti. Þar er veitt fræðsla um sögu staðarins og upplýsingar um þá þjónustu sem stendur ferðamönnum til boða í héraði auk sýninga yfir sumartímann og tónleika árið um kring. Reykholtssagan í 1000 ár kallast sýning í anddyri gestamóttöku. Meira
8. júní 1997 | Ferðalög | 880 orð

Samtök vistvænna samfélaga

ÍSLENDINGAR eru löngum þekktir fyrir að láta til sín taka á ýmsum sviðum. Svo virðisti sem umhverfismál og þá hugmyndir um vistvænt umhverfi hafi skotið hér rótum. Skemmst er að minnast verkefna í landbúnaði á sviði lífrænnar ræktunar en einnig má finna hér á suðvesturhorninu svokallað vistþorp (eco-village) sem og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem slíkt. Meira
8. júní 1997 | Ferðalög | 808 orð

SUÐURLAND Ferðaþjónas

ÍGÖMLU húsi beint á móti Hótel Selfossi er ferðaskrifstofan Green Ice Travel til húsa. Eigandi og framkvæmdastjóri hennar er Svanur Gísli Þorkelsson. Hann keypti ferðaskrifstofuna Háland á Selfossi fyrir nokkrum árum og selur utanlandsferðir með umboð m.a. frá Heimsferðum, en stofnaði síðan Green Ice Travel í september síðastliðnum. Meira

Fastir þættir

8. júní 1997 | Í dag | 50 orð

3. a) Strákur fékk æðiskast í leikskólanum í dag...

3. a) Strákur fékk æðiskast í leikskólanum í dag... b) Hann æpti og sparkaði og vildi ekki standa upp... c) Að lokum varð ég að tala við hann sjálfur... Meira
8. júní 1997 | Dagbók | 2869 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 6.-12. júní: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. S: 577-2600. Bréfs: 577-2606. Meira
8. júní 1997 | Í dag | 82 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 8. júní,

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 8. júní, er áttatíu og fimm ára Jón Pétursson, fyrrverandi leigubílstjóri á BSR, Skúlagötu 66, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Ásta Sigurðardóttir. Jón er fæddur á Akureyri og hefur verið traustur stuðningsmaður K.A. frá stofnun félagsins. Meira
8. júní 1997 | Dagbók | 777 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
8. júní 1997 | Í dag | 541 orð

EÐALÆVI Íslendings er nærri hálfur áttundi áratugur, e

EÐALÆVI Íslendings er nærri hálfur áttundi áratugur, en "dagur ei meir" í sögu þjóðar. Samt sem áður þarf ekki að fara lengra aftur í tímann en þennan "dag ei meir" til að rekja lokaskrefin að fullveldi þjóðarinnar, sem vannst árið 1918. Meira
8. júní 1997 | Í dag | 42 orð

HlutaveltaMorgunblaðið/ Kristján ÞESSIR duglegu krakka

ÞESSIR duglegu krakkar, Guðfinnur Örn Magnússon, Hildur Þóra Magnússon og Arnrún Lea Einarsdóttir, hafa tvívegis haldið hlutaveltu við Kjörbúðina við Byggðaveg og safnað samtals 1.258 krónum. Peningunum hafa þau komið til Rauða krossins á Akureyri sem kann þeim bestu þakkir fyrir. Meira
8. júní 1997 | Í dag | 27 orð

HlutaveltaÞAU Brynleifur Hlynsson, Valdís Eva Guðmundsdóttir og

ÞAU Brynleifur Hlynsson, Valdís Eva Guðmundsdóttir og Sunna Björg Valsdóttir héldu hlutaveltu við kjörbúðina í Hrísalundi fyrir skömmu og söfnuðu samtals 5172 krónum sem þau gáfu Rauða krossinum. Meira
8. júní 1997 | Í dag | 318 orð

Hveragerðisbærlíti sér nærÉG held að sparnaðaraðgerðir Hv

ÉG held að sparnaðaraðgerðir Hveragerðisbæjar séu gengnar út í öfgar. Ég var að koma úr göngutúr og get ekki orða bundist. Þegar ég gekk framhjá brennustæði frá síðustu áramótum blasti við ófögur sjón. Þarna er á víð og dreif drasl og brunarústir og stórhættulegt öllum sem þar fara um. Þarna hefur þetta legið frá áramótum. Meira

Íþróttir

8. júní 1997 | Íþróttir | 520 orð

Á helgarvakt

Ífyrsta leik Chicago og Utah í lokaúrslitum NBA-deildarinnar síðastliðinn sunnudag, misnotaði "bréfberinn" Karl Malone, tvö mikilvæg vítaskot í lok leiks eftir að Scottie Pippen hafði sagt honum að bréfberar ynnu ekki á sunnudögum. Malone virðist aftur á móti vera á helgarvakt í þetta sinn, en hann átti 37 stig í sigri Utah á Chicago í þriðja leiknum, 104:93, á aðfaranótt laugardags. Meira
8. júní 1997 | Íþróttir | 793 orð

Kvatt með Íslandsmetum

"HEILDARÁRANGURINN er góður, boðsundmetin féllu öll, en ég viljað sjá fleiri Íslandsmet einstaklinga, en við erum að gera betur en síðast og það er gott," sagði Hafþór Guðmundsson, landsliðsþjáflfari í sundi að lokinni sundkeppni Smáþjóðaleikanna. Niðurstaðan er 44 verðlaun, 18 gull, 16 silfur og 10 brons, fjórum fleiri en áður, Íslandsmetin voru átta og leikametin 11. Meira
8. júní 1997 | Íþróttir | 275 orð

Leikmenn samningsbundnir og ber að mæta í vinnuna

EINS og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafa leikmenn meistaraflokks KR í knattspyrnu ekki mætt á æfingar eftir að skipt var um þjálfara á fimmtudag. Leikmenn segjast mjög óánægðir með hvernig stjórn knattspyrnudeildarinnar stóð að þjálfaraskiptunum, þegar Lúkas Kostic var rekinn og Haraldur Haraldsson, þjálfari 2. flokks, ráðinn í staðinn. Meira
8. júní 1997 | Íþróttir | 341 orð

Sigurður þrefaldur meistari

SIGURÐUR Gylfason tryggði sér þriðja meistaratitilinn í vélsleðaakstri um síðustu helgi, þegar hann vann snjókrosskeppni á Snæfellsjökli. Hann ók Polaris-sleða og hafði þegar tryggt sér meistaratitilinn í brautarkeppni og fjallaralli. Þórir Gunnarsson kom honum næstur að stigum í keppninni um meistaratitilinn í snjókrossinu. Munaði aðeins fjórum stigum á þeim félögum. Meira
8. júní 1997 | Íþróttir | 123 orð

Smáþjóðaleikarnir

Sund Laugardalslauginni: 800 m skriðsund kvenna: 1. Maria Demetriou, Kýpur9.41,41 2. Nicoletta Michaelidou, Kýpur9.42,79 3. Sunna Ingibjargardóttir, Íslandi9.47,99 4. Halldóra Þorgeirsd., Íslandi9.49,19 1.500 m skriðsund karla: 1. Tom Stoltz, Lúxemborg16.39,35 2. Diego Mularoni, San Marínó16. Meira

Sunnudagsblað

8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1460 orð

8 villidýr í 9 skotum Páll Reynisson, ljósmyndari og kvikmyndatökumaður, gaf sér veiðiferð til Suður-Afríku í

8 villidýr í 9 skotum Páll Reynisson, ljósmyndari og kvikmyndatökumaður, gaf sér veiðiferð til Suður-Afríku í fertugsafmælisgjöf. Hann undirbjó sig af mikilli kostgæfni, kynnti sér gaumgæfilega þær tegundir sem hann hugðist fást við, Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1663 orð

AÐALÁGÓÐINN TIL SJÚKLINGANNA

Íslensk erfðagreining heitir nokkurra mánaða gamalt fyrirtæki sem farið hefur mikinn á áður óplægðum akri hérlendis. Fyrirtæki sem ýtt var úr vör með erlent áhættufjármagn upp á rúmar 800 milljónir að bakhjarli og fyrirheit um mikinn vöxt og viðgang ef áætlanir stæðust. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 2804 orð

Á réttri hillu

Ferðafólk á Íslandi gistir gjarnan á þeim bæjum þar sem ferðaþjónusta er stunduð sem atvinnugrein. Á jörðinni Görðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi búa hjónin Svava Guðmundsdóttir og Símon Sigurmonsson. Þau reka þar ferðagistingu sem þau nefna Langaholt. Þar geta 50 ferðalangar fengið inni í einu. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1696 orð

Bordeaux '96

BORDEAUX-héraðið í Frakklandi er óumdeilanlega það víngerðarhérað sem mest áhrif hefur í vínheiminum. Ekki bara stærðar sinnar vegna þótt heildarframleiðsla Bordeaux-vína sé sambærileg við alla vínframleiðslu Ástralíu í lítrum talið. Bordeaux-vín eru vissulega misjöfn að gæðum og mörg eru þau ekki upp á marga fiska. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 741 orð

Bros og bjartir dagar Þess er að vænta að börnin fjölmenni á Þingvöll innan þriggja ára til að taka þátt í "Kristnihátíð árið

UNDANFARNAR vikur hafa þúsundir skólabarna skundað á Þingvöll. Börnin voru í föruneyti kennara sinna og leiðbeinenda og komu af Suðvesturlandi. Erindi barnanna var margþætt. Meðal annars stefndu þau hingað til að gera sér glaðan dag, leika listir sínar í náttúrunnar ríki, borða nesti eða grilla inni við Þjónustumiðstöð. Gengið var um gjár og velli, og glatt var á hjalla. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 788 orð

Dans augnanna samkvæmt fornum leiðbeiningum

Í LISTDANSI, jassballett, afrískum dönsum og víðar sjáum við fætur þeytast upp að höfði, bakið sveigjast í U og líkamann sveiflast í margvíslega hringi og stökk. Góðir dansarar fá áhorfendur til að gapa af undrun og aðdáun yfir nákvæmri stjórn þeirra á líkamanum. En til eru aðrir dansar sem byggja á enn nákvæmari stjórn líkamans, nefnilega á stjórn andlits-, augna- og handvöðva. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1804 orð

Doktorinn sem leiðbeinir Þegar blindur nemandi, Birkir Rúnar Gunnarsson, valdi Verzlunarskóla Íslands sem framhaldsskóla fyrir

YSINN, þysinn og hlátrarsköllin á göngunum, sem einkenna skólabyggingar yfir vetrartímann, voru horfin þegar við Ingi Ólafsson, deildarstjóri raungreinadeildar, hittumst morgun einn í vikunni í Verzlunarskóla Íslands, enda skólinn orðinn svo til tómur. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 837 orð

EFTIR LÝSINGUSturlu á Apavatnsför tilfærir hann drungalega draumvís

EFTIR LÝSINGUSturlu á Apavatnsför tilfærir hann drungalega draumvísu og segir síðan: "Margir voru þá stórdraumar á landinu víða, bæði fyrir norðan land og sunnan". Það er engu líkara en Njálu-höfundur taki hér allt í einu til máls, enda margt í Íslendinga sögu og Sturlungu allri sem minnir á Njálu og bendir til sama höfundar. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 795 orð

Endurtengsl segullína

SPRENGJUKENNDAR orkulosanir af mismunandi gerðum eru algengir ferlar í alheiminum. Mikil hiti er oftast viðriðinn slíka ferla og er ekki óalgengt að rafgas nái margra milljóna gráða hita. Þetta leiðir til hröðunar rafeinda og jóna sem við það senda frá sér aflmikla geislun. Margir orkumiklir ferlar eiga sér stað í yfirborði sólarinnar sem tekur stöðugum breytingum. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 278 orð

Endurunninn Jackson

SEINT verður því haldið fram að Michael Jackson hafi átt náðuga daga það sem af er þessum áratug; ekki er bara að hann hefur þurft að stnda í ströngu við að bera af sér ýmiskonar öfuguggaskap, heldur hefur sigið á ófgæfuhliðina í plötusölu og vinsældum í heimalandinu. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1267 orð

Evrópueigendur í leit að vinstri væng Vinstri aldan hefur riðið yfir Evrópu, segja fulltrúar á þingi evrópskra jafnaðarmanna í

ÞAÐ skortir ekki sigurgleðina og sigurvissuna á þingi evrópskra jafnaðarmanna í Málmey. "Auðvitað munum við nota meirihlutann í ráðherraráði ESB til að koma okkar stefnumálum að," segir Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Dana og aðrir hugsa vísast það sama. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 2231 orð

GRUNNURINN AÐ HEIMSKAUTAFRÆÐUM Í DARTMOUTH COLLEGE Einhverjir myndu ætla að margra áratuga gamlar heimildir og fræðirit um

STEFÁNSSON-SAFNIÐ GRUNNURINN AÐ HEIMSKAUTAFRÆÐUM Í DARTMOUTH COLLEGE Einhverjir myndu ætla að margra áratuga gamlar heimildir og fræðirit um norðurheimskautið hefðu lítið gildi nema þá hugsanlega til að segja sögu heimskautaferða eða skrifa ævisögur heimskautafara. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 243 orð

Gullið frá Yquem

CHATEAU d'Yquem er eitt þeirra vína sem tvímælalaust getur keppt um að vera eitt þekktasta og jafnframt dýrasta vín heims. Yquem er perlan í Sauternes, gullið og sætt, með algjöra sérstöðu meðal hvítvína Bordeaux. Staðsetning Yquem er einstök og tróna vínekrurnar og höllin yfir aðra minni spámenn í Sauternes. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 310 orð

Hvað er Hómópatía? FYRIR nærri t

FYRIR nærri tvöhundruð árum uppgötvaði þýski læknirinn og efnafræðingurinn dr. Samuel Hahnemann lögmál hómópatíunnar. Þekktasta dæmið sem iðulega er vitnað til, er uppgötvun hans á lækningarmætti kíníns, sem unnið er úr berki "cinchonatrésins" og er nú notað gegn malaríu. Hann prófaði að taka inn kínín. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 618 orð

Hæpið að tala um virkni mjög útþynntra efna

GUÐMUNDUR Sigurðsson yfirlæknir Heilsugæslustöðvar Seltjarnarness segist hafa kynnst hómópatíu þegar hann var við nám í Kanada. Lokaritgerð hans fjallaði um afstöðu lækna til ýmissa óhefðbundinna lækningaaðferða og þar á meðal til hómópatíu. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1271 orð

Kengúrueyja ­ engu lík Í þessari þriðju grein sinni um Ástralíu skýrir Eyjólfur Jónsson sundkappi frá ferðalagi sínu um

EFTIR langvarandi hita- og þurrkatímabil skipti snögglega um veður hinn 14. janúar. Hitinn fór niður fyrir 20 gráður og hann skall á með hellirigningu og roki. Ástralirnir tóku þessum umskiptum fagnandi, en ekki ég. Ég ætlaði nefnilega til Kengúrueyjar, sem ég hafði heyrt mikið látið af, daginn eftir. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1498 orð

Kjörið að endurheimta votlendi á Íslandi ENDURHEIMT votlendis er hafin hér á landi með því að breyta framræstu landi aftur í

ENDURHEIMT votlendis hefur lengi verið stunduð í Bandaríkjunum og víðar. Í haust er leið hófst endurheimt votlendis hér á landi, að frumkvæði Fuglaverndarfélagsins, þegar rutt var ofan í framræsluskurði í Mávahlíð í Lundarreykjadal. Jafnframt er unnið að endurheimt votlendis í nágrenni Eyrarbakka. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1341 orð

KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN og Laugarásbíó hafa tekið til

SIMON Templar hefur þúsund andlit því hann er sérfræðingur í dulargervum og hingað til hefur hvorki alþjóðlegum glæpasamtökum, spilltum auðmönnum né alþjóðalögreglunni tekist að hafa hendur í hári hans. Þetta er sérkennilegur hópur af andstæðingum en Simon Templar er annað og meira en venjulegur þjófur. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 60 orð

Loftkastalahanastél

ANNA Halldórsdóttir vakti mikla athygli fyrir breiðskífu sína Villtir morgnar sem kom út fyrir síðustu jól. Hún iðjar enn að tónlist og hélt fyrir skemmstu tónleika í Loftkastalanum. ÍLoftkastalanum flutti Anna hanastél ólíkra laga, ýmist gömul eða ný, og brá fyrir sig ólíkum stefnum og straumum, dyggilega studd af hljómsveit sem hún smalaði saman. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 824 orð

Misteygðar peysur og marglitir sokkar

UM daginn heyrði ég um ungan mann sem hengdi upp peysu á stroffinu öðrum megin en á annarri erminni hinum megin. Húsleg kona sá til hans og fór að finna að verklagi hans. Hvernig heldurðu að flíkin verði þegar hún er orðin þurr?" sagði konan hneyksluð. Það veit ég ekki," svaraði ungi maðurinn afundinn. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 302 orð

»Mæðuvæl og Sveita· pönk VESTUR í Bandaríkjunum þrífast margar tónlistarste

VESTUR í Bandaríkjunum þrífast margar tónlistarstefnur og ekki ná allar hylli vestan Atlantsála. Þar á meðal má nefna sveitatónlist, sem þrátt fyrir tæra mærð og trega hefur ekki höfðað til annarra en heimamanna. Afsprengi af þeirri gerð tónlistar, sveitarokk, er aftur á móti betur kynnt. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 132 orð

Oasis-smáskífa

HELSTA hljómsveit síðustu ára í Bretlandi er bræðrasveitin Oasis. Síðasta plata hennar seldist betur þar í landi en dæmi eru um og náði meira að segja inn á toppinn vestan hafs sem hefur reynst breskum sveitum erfitt undanfarin misseri. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 426 orð

Of ótrúlegt til að vera satt

HLYNUR Guðmundsson og Jóna Kristjánsdóttir duttu í lukkupottinn þegar dregið var í brúðkaupsleik Morgunblaðsins. Í þeirra hlut kom vikuferð til Parísar með Heimsferðum. Gist verður á þriggja stjörnu hóteli í Latínuhverfinu. Jóna ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum þegar Hlynur hringdi í hana í vinnuna og spurði hvort hana langaði ekki að skella sér til Parísar. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 890 orð

Santilli- ræman

SÍÐAN í ágúst 1995, þegar um heim allan var sýnd í sjónvarpi í sömu vikunni sérkennileg og illa tekin kvikmynd frá árinu 1947 sem sýna átti krufningu á framandi lífverum hafa verið uppi deilur um tilgang og áreiðanleika þessa máls. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 82 orð

Somaföl

SÍÐASTLIÐINN mánudag kom út fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Soma. Sveitin fagnaði ríflega árs afmæli um svipað leyti. Soma var stofnuð fyrir hljómsveitakeppni FÍH, Fjörungann, á síðasta ári og bar sigur út býtum. Sigurlaunin voru 60 hljóðverstímar sem nýttust sveitinni við upptökur á breiðskífunni nýju, sem heitir Föl. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 111 orð

Sóldaggarlög

HLJÓMSVEITIN Sóldögg sendi frá sér fyrstu skífuna á síðasta ári, stuttdisk, og hefur verið iðin við tónleikahald síðan. Í sumar á að spila af enn meiri krafti og til að undirstrika það eru ný lög, annað á safnplötu en hitt fyrir útvarpið. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1367 orð

STAÐA SKÓLAMÁLA Í HAFNARFIRÐI

EINSETNING grunnskóla ­ Lagaákvæði: 1. gr. Í lögum um grunnskóla Nr. 66/1995 stendur að sveitarfélagi er skylt að halda skóla fyrir öll börn á aldrinum 6-16 ára. Er því öllum börnum og unglingum á framangreindum aldri skylt að sækja skóla. 3. gr. segir að hver grunnskóli skal vera einsetinn. Með einsetningu er átt við að allir nemendur skóla hefji nám að morgni og séu samtímis í skólanum. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1102 orð

Stafar sú ógn af Íran sem menn óttast? Íranska ógnin við Persaflóa fer fyrir brjóstið á mörgum Vesturlandabúanum svo og ríkjunum

ÞEGAR Íranir efndu til áberandi þriggja daga heræfinga fyrir nokkrum vikum til að æfa hvernig svara ætti skyndiárás óvinjaherja á Íslamska lýðveldið Íran fór skjálfti um ýmis Flóaríki og Bandaríkjamenn voru ekki seinir á sér að ítreka þá skoðun sína að hernaðarmáttur Írans væri óskaplegur og hefði vaxið hröðum skrefum svo senn væri tímabært að grípa í taumana. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 825 orð

Stikkorðið Kekkonen!

VARLA er það einleikið hve oft hann Björn Jóhannsson, kollega minn, fréttastjóri blaðsins í fjölda ára, hefur að undanförnu þurft að segja við mig: Kekkonen! Þar með vísað í eina af uppáhaldssögum sínum sem minnir á hvað getur gerst þegar bakgrunninn að frásögninni vantar. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 179 orð

Sumarstarf unglinga að hefjast

ÞÚSUNDIR reykvískra unglinga á aldrinum 14-16 ára mæta á morgun til sumarstarfa hjá Vinnuskóla Reykjavíkur, þar af 1.200 í fyrsta sinn. Í fréttatilkynningu segir að á hverju sumri komi til borgarinnar nokkur hópur erlendra gesta til að kynna sér starf og skipulag skólans sem mun eiga sér fáar hliðstæður. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1108 orð

Titanicslysinu skotið á frest

Hvað er það sem gerist þegar frumsýningu á umtalaðri og rándýrri stórmynd frá Hollywood er frestað? Mörg dæmi eru til um slíkt og aðeins eitt er sameiginlegt með þeim öllum: Myndin reynist ekki standa undir væntingum þegar hún loks er frumsýnd. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 289 orð

Útgjöldin nálguðust sjö milljarða árið 1995

ÚTGJÖLD til rannsókna- og þróunarstarfa nálguðust sjö milljarða árið 1995, en það svarar til um 1,57% af vergri þjóðarframleiðslu. Í ríkjum OECD eru meðaltalsútgjöld til rannsókna og þróunar um 2,14% af vergri landsframleiðslu en aðeins 1,53% á Íslandi, samkvæmt niðurstöðu könnunar á útgjöldum og mannafla til rannsókna- og þróunarstarfa á árinu 1995. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1563 orð

Viðhorf til líffæraflutninga jákvætt hér Líffæragjafir og málefni þeim tengd eru ræddar manna á meðal og sýnist stundum sitt

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins leggur til fé vegna ferða sem tengjast líffæraígræðslum. Vigfús Magnússon læknir þar sagði í samtali við Morgunblaðið að samþykktar hefðu verið 34 ferðir vegna líffæraígræðslu á síðasta ári, þar með taldar væru merggjafir. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 795 orð

"Vissi hve handritin voru ykkur mikilvæg"

EINN af frumkvöðlum þess að Danir ákváðu að afhenda Íslendingum handritin, Svend Haugaard, sótti Ísland heim fyrir skömmu ásamt eiginkonu sinni, sem heitir Bergljot og er frá Gausdal, skammt frá Lillehammer í Noregi. Þau hjón búa nú í Skive á Jótlandi en voru lengi forstöðumenn Store Restrup-búnaðarskólans. Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | 308 orð

(fyrirsögn vantar)

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Markmið félagsins er að auka nýsköpun og arðsemi í atvinnulífinu. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur góða rekstrar- og/eða tækniþekkingu, getur sýnt frumkvæði, á auðvelt með mannleg samskipti og er vinnusamur. Kennari í Súðavík Meira
8. júní 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞAÐ er enskur hómópataskóli starfræktur hér á Íslandi", segir rgunna Þórarinsdóttir nuddfræðingur og einn nemendanna. Hún segir að það séu kennarar sem koma hingað til Íslands einu sinni í mánuði og hafa gert nú á fjórða ár. Svo kemur fyrir að nemendurnir fari utan og eru þá í svokölluðu "praktísku" námi. Meira

Ýmis aukablöð

8. júní 1997 | Dagskrárblað | 121 orð

16.30Makedónía-Ísland

18.25Fjögurra landa mótið Bein útsending. Sýndur verður leikur Ítalíu og Brasilíu. [3882137] 20.25Golfmót í Asíu (PGA Asian) [225427] 21.25Golfmót í Evrópu (PGA European Tour) [1237779] 22. Meira
8. júní 1997 | Dagskrárblað | 176 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH)(11:25) [2267] 17.30Fjörefnið (32:40)[5354] 18.00Íslenski listinn Vinsælustu myndböndin. (32:52) [95642] 18.50Fjögurra landa mótið Útsending frá stórmóti fjögurra sterkustu knattspyrnuþjóða heims. Meira
8. júní 1997 | Dagskrárblað | 165 orð

17.50Táknmálsfréttir [88

17.50Táknmálsfréttir [8846737] 18.00Fréttir [30557] 18.02Leiðarljós (Guiding Light) (658) [200019847] 18.45Auglýsingatími Sjónvarpskringlan [732354] 19.00Höfri og vinir hans (Delfy and Friends) Teiknimyndaflokkur um lítinn höfrung og vini. Meira
8. júní 1997 | Dagskrárblað | 194 orð

9.00Morgunsjónvarp barnann

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Skófólkið Leiklestur: Ari Matthíassonog Hilmir Snær Guðnason.(22:26) Sigga og skessan Leikur: Helga Thorberg.(6:15) Múmínálfarnir Leikraddir: Kristján Franklín Magnús og Sigrún Edda Björnsdóttir. Meira
8. júní 1997 | Dagskrárblað | 694 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

7.03Morguntónar. 7.31 Fréttir á ensku. Morguntónar halda áfram. 8.07Morgunandakt: Séra Sváfnir Sveinbjarnarson prófastur á Breiðabólsstað flytur. 8.15Tónlist á sunnudagsmorgni. -Þrjár hebreskar melódíur eftir Joseph Joachim. Meira
8. júní 1997 | Dagskrárblað | 708 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Umsjón: Leifur Þórarinsson. 7.31 Fréttir á ensku. 8.00Hér og nú. Að utan. Morgunmúsík. 8. Meira
8. júní 1997 | Dagskrárblað | 774 orð

MÁNUDAGUR 9. júní SBBC PRIME 4.00 The Sma

MÁNUDAGUR 9. júní SBBC PRIME 4.00 The Small Business 5.00 BBC Newsdesk 5.30 Julia Jekyll and Harriet Hyde 5.45 Blue Peter 6.10 Grange Hill 6.45 Ready, Steady, Cook 7.15 Kilroy 8.00 Style Challenge 8. Meira
8. júní 1997 | Dagskrárblað | 789 orð

Sunnudagur 8. júní SBBC PRIME 4.00

Sunnudagur 8. júní SBBC PRIME 4.00 Forest Futures 5.00 BBC World News 5.30 Simon and the Witch 5.45 Wham! Bam! Strawberry Jam! 6.00 Mop and Smiff 6.15Get Your Own Back 6.40 Archer's Goon 7.05Blue Peter 7. Meira
8. júní 1997 | Dagskrárblað | 112 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
8. júní 1997 | Dagskrárblað | 98 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
8. júní 1997 | Dagskrárblað | 66 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
8. júní 1997 | Dagskrárblað | 125 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
8. júní 1997 | Dagskrárblað | 146 orð

ö9.00Bangsar og bananar [22427]

9.05Í Erilborg [3519446] 9.30Urmull [1472934] 9.55Disneyrímur [7313866] 10.15Stormsveipur [2539040] 10.40Ein af strákunum [9713069] 11.05Eyjarklíkan [6604408] 11.30Listaspegill [2408] 12. Meira
8. júní 1997 | Dagskrárblað | 116 orð

ö9.00Líkamsrækt (e) [57489]

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [4322422] 11.20NBA- úrslit (e) [2088248] 13.00Flekklaus ferill (Serving In Silence: The Margarethe Cammermeyer Story)Áleitin mynd um Margarethe Cammermeyer sem eftir 24 ára starf sem herhjúkrunarkona viðurkennir að hún sé lesbía. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.