Greinar föstudaginn 8. ágúst 1997

Forsíða

8. ágúst 1997 | Forsíða | 327 orð

3.300 tonna kraftur knúði Discovery á braut

BANDARÍSKU geimferjunni Discovery með Íslendinginn Bjarna Tryggvason, geimfara kanadísku geimferðastofnunarinnar (CSA) innanborðs, var skotið á loft á Canaveralhöfða í gær. Klukkan 14:41 að íslenskum tíma kviknaði á þremur hreyflum ferjunnar og tveimur hjálparflaugum, sem framleiða 3,3ja milljóna kílóa lyftikraft, og skaust Discovery samstundis af stað. Meira
8. ágúst 1997 | Forsíða | 260 orð

Flugritar veita gagnlegar upplýsingar Washington. Reuter.

FLUGRITAR suður-kóresku Boeing 747-300 þotunnar, sem fórst á Guam aðfaranótt miðvikudags, eru heilir og hafa gefið gagnlegar upplýsingar, að því er bandaríska samgönguöryggisráðið (NTSB) greindi frá í gær. Ekki hefur verið sagt frá því hvaða upplýsingar fengust við athugun á ritunum. Meira
8. ágúst 1997 | Forsíða | 353 orð

Steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak

FLUTNINGAFLUGVÉL af gerðinni Douglas DC-8 hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Miami í Bandaríkjunum í gær. Kom hún niður í vörugeymsluhverfi og dreifðist logandi brakið úr henni um það og nærliggjandi hraðbraut. Með vélinni voru fjórir menn, þrír flugliðar og öryggisvörður, og voru þeir taldir af. Meira

Fréttir

8. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 232 orð

150 ára verslunarafmæli

ÞRJÁR sýningar verða opnaðar á morgun, laugardag, í grunnskólanum á Borðeyri við Hrútafjörð í tilefni af 150 ára verslunarafmæli kauptúnsins. Um er að ræða ljósmynda­ og munasýningu um menningu og mannlíf á Borðeyri, þar sem verslunarsaga þorpsins er rakin í máli og myndum. Einnig hefur verið sett upp listaverkasýning á málverkum Þorvalds Skúlasonar sem er fæddur á Borðeyri. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 227 orð

3200 nemendur í Vinnuskólanum

SÍÐASTI starfsdagur Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar er í dag, föstudaginn 8. ágúst. Þá ljúka síðustu nemendurnir starfi sínu, en í sumar sóttu ríflega 3.200 nemendur Vinnuskólann. Þeir hafa í sumar m.a. aðstoðað um 800 ellilífeyrisþega, gróðursett um 400.000 trjáplöntur, skilað nærri 1.000 tonnum af garðúrgangi til Sorpu, snyrt og hirt borgina. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Afmælisganga í Skagafirði

AFMÆLISGANGA Ferðafélags Skagfirðinga hefst laugardaginn 9. ágúst nk. og er farið frá Verknámshúsi Fjölbrautaskóla NV á Sauðárkróki kl. 9 um Varmahlíð og einnig er farið frá Blönduósi kl. 9.15. Ekið verður í Gautsdal í Laxárdal fremri um Auðólfsstaðarskarð og gengið þaðan. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Afmælishátíð í Mosfellsbæ

MOSFELLSBÆR á 10 ára afmæli laugardaginn 9. ágúst, og verður ýmislegt á döfinni af því tilefni. Skrúðganga leggur af stað á laugardaginn kl. 13.30 frá Nóatúni að Hlégarði og þar hefst dagskrá kl. 13.45. Klukkan 14.45 verður skrúðganga að íþróttasvæðinu þar sem fram fara Hálandaleikar. Meira
8. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 426 orð

Arabar fagna nýjum tón hjá Albright

EGYPSKIR og jórdanskir ráðamenn fögnuðu í gær ummælum Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Albright, sem stefnir að því að fara til Mið- Austurlanda í lok ágúst til að reyna að hraða friðarviðræðum, lagði áherslu á mikilvægi þess að deiluaðilar vinni saman en fari ekki út í einhliða aðgerðir. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 441 orð

Athugasemd frá þjóðleikhússtjóra

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Stefáni Baldurssyni, þjóðleikhússtjóra, vegna greinar Markúsar Arnar Antonssonar: "Í grein eftir Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, sem birt var í Morgunblaðinu í gær, kemur fram einkennilegur misskilningur varðandi laun leikara við Þjóðleikhúsið, Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Atkvæði talin 6. september

KOSNING biskups stendur nú yfir en kjörgögn voru send til kjörmanna síðastliðinn þriðjudag. Þeir hafa skilafrest til og með föstudegi 29. ágúst og verða atkvæði talin eftir að liðinn er viku kærufrestur. Meira
8. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 41 orð

Beðið eftir viðskiptavinum

VIÐSKIPTAVINIRNIR hafa látið á sér standa hjá þessum unga athafnamanni í miðborg Kíev í Úkraínu. Pilturinn hefur boðið vegfarendum að bregða sér á bak smáhesti en fáir hafa tekið boðinu, enda veður á þessum slóðum leiðinlegt að undanförnu. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Berjaspretta misgóð

HLÝTT veður í júlí hefur haft góð áhrif á berjasprettu á Suðvesturlandi og Vestfjörðum að sögn Sveins Rúnars Haukssonar læknis og áhugamanns um berjasprettu. Hann telur að berjaspretta verði ágæt á hefðbundnum stöðum í nágrenni Reykjavíkur eins og Þingvallasveit og líst einnig ágætlega á sprettuna á Vestfjörðum og í Strandasýslu. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 681 orð

Bjarni Tryggvason á braut um jörðu eftir velheppnað geimskot Dis

"JÁ, ÞETTA var mjög tilkomumikið og afar áhrifarík reynsla. Auðvitað hefur maður áður séð myndir af upphafi geimferðar en þessi reynsla sýnir manni greinilega að allt er þetta miklu áhrifaríkara og tilkomumeira. Meira
8. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Byggingar og grænmetisrækt

FÉLAGARNIR Jón Eiður Ármannsson og Birgir Hólm Þórhallsson hafa verið í Skólagörðum Akureyrar við Síðuskóla í sumar en auk þess að rækta grænmeti standa krakkarnir í miklum byggingaframkvæmdum. Þeir Jón og Birgir hafa reist sér myndarlegan skúr, hæð með risi, og voru önnum kafnir við að mála bygginguna í gærdag. Meira
8. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Dagar Ólafs bekks

FERÐAMÁLARÁÐ Ólafsfjarðar, félög og fyrirtæki í bænum efna til kynningardaga, svonefndra "Daga Ólafs bekks" en hann var landnámsmaður Ólafsfjarðar ásamt Gunnólfi hinum gamla. Dagskráin hófst formlega í gærkvöld með leik Leifturs og Vals á Ólafsfjarðarvelli. Meira
8. ágúst 1997 | Smáfréttir | 65 orð

DAGSKRÁ þjóðgarðsins á Þingvöllum um helgina er öllum opin og er ókeyp

DAGSKRÁ þjóðgarðsins á Þingvöllum um helgina er öllum opin og er ókeypis. á föstudag kl. 20.30 verður farið í stutt kvöldrölt frá Þingvallakirkju um Spöngina. Á laugardag kl. 13 verður gengið um gjár og sprungur að Öxárfossi og kl. 15 verður barnastund fyrir alla krakka í Hvannagjá. Á sunnudag kl. 13 verður náttúruskoðunarferð í Lambhaga. Guðsþjónusta verður kl. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Dregið í Safnkortshappdrættinu

SAFNKORTSHAFAR fengu í júníbyrjun sent nýtt Safnkort frá Olíufélaginu hf. en eldra kortið var þá útrunnið. Nýja kortinu fylgdi miði í Safnkortshappdrætti en miðanum átti að skila inn á næstu bensínstöð ESSO fyrir 15. júlí. Meira
8. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 93 orð

Dýrkeypt dagblað

MAÐUR nokkur í Antwerpen, sem lagði bíl sínum við verslun til að kaupa dagblað, komst að því þegar hann sneri aftur að þjófar höfðu brotið rúðu í bílnum og tekið með sér skjalatösku með gulli og demöntum að andvirði átta milljóna belgískra franka, eða 15 milljóna króna. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Ekki hægt að sanna ásetning

Í FLESTUM þeirra mála sem Hollustuvernd hefur vísað til ríkissaksóknara hefur ekki verið hægt að sanna ásetning, samkvæmt upplýsingum frá Birni Helgasyni saksóknara. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hafa flest mál sem Hollustuvernd hefur sent ríkissaksóknara verið felld niður hjá embættinu. Nú hafa hins vegar borist frekari upplýsingar frá embættinu. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 560 orð

Ekki róleg heimakær amma

"MÉR HEFÐI aldrei dottið í hug að fara í svona flug á meðan börnin mín voru lítil enda þurftu þau á mér að halda. Eftir að börnin uxu úr grasi og ég varð amma hefur mér gefist tækifæri til að láta drauma mína um að ferðast út um víða veröld rætast. Ég hef aldrei verið rólega heimakæra amman," sagði Jennifer Murray, breskur þyrluflugmaður, á Reykjavíkurflugvelli í gær. Meira
8. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 215 orð

Fjörutíu myrtir í Alsír AÐ MINNSTA kosti fjörutí

AÐ MINNSTA kosti fjörutíu manns, flestir óbreyttir borgarar, hafa verið myrtir í Alsír sl. þrjá daga að sögn alsírskra dagblaða. Yfirvöld hafa hvorki viljað játa þeim fréttum né neita. Í hópnum voru bæði börn og þungaðar konur, en einnig átta hryðjuverkamenn, sem öryggissveitir alsírska hersins tóku af lífi. Meira
8. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 120 orð

Flokkur múslima bannaður?

VURAL Savas, ríkissaksóknari Tyrklands, krafðist þess á miðvikudag að starfsemi Velferðarflokksins, flokks heittrúaðra múslima, yrði bönnuð vegna þess að hann hefði beitt sér fyrir stofnun íslamsks ríkis, sem byggði á sharia, lögmálum íslams, grundvölluðum á Kóraninum. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 665 orð

Forysta Íslands í EvrópuráðinuLeiðtogafundur o

RÍKISSTJÓRNIN ákvað á liðnu vetri að stofna nýtt embætti sendiherra hjá Evrópuráðinu í Strassborg. Meðal annars til að mæta auknum umsvifum ráðsins vegna stækkunar þess við inngöngu Austur-Evrópulanda og undirbúa formennsku Íslands í ráðherranefndinni. Meira
8. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 356 orð

Fórnarlömb bera vitni

FÓRNARLÖMB sprengjutilræðis í World Trade Center háhýsunum í New York báru vitni í málshöfðun alríkissaksóknara gegn meintum leiðtoga tilræðismanna, og samverkamanni hans, fyrir rétti í New York í gær. Sex manns fórust í tilræðinu og rúmlega þúsund slösuðust. Meira
8. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 326 orð

Framkvæmdum við Giljaskóla flýtt

BÆJARRÁÐ Akureyrar gekk í gær frá tillögu til bæjarstjórnar um endurskoðun á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs, en samkvæmt henni hækka tekjur bæjarins um 172 milljónir króna frá því sem áætlað var við gerð fjárhagsáætlunar í desember síðastliðnum og verða samtals 2.080.500 þúsund krónu. Rekstrargjöld hækka um 172,6 milljónir og verða samtals 1.643.965 þúsund krónur. Meira
8. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 305 orð

Frost og funi á bökkum Varmár

NÝTT gistiheimili hefur starfsemi sína í Hverahvammi á bökkum Varmár ofan við Hveragerði á næstu dögum. Það hefur fengið nafnið Frost og funi og eru húsráðendur þar Knútur Bruun og sambýliskona hans, Anna Sigríður Jóhannsdóttir. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

Fræðsla um kryddjurtir og nýtingu þeirra

UMHVERFISFRÆÐSLUSETRIÐ í Alviðru býður upp á fræðsludagskrá nk. sunnudag 10. ágúst kl. 14­18 í samvinnu við Pottagaldra. Sigfríð Þórisdóttir, framkvæmdastjóri, fjallar um innri orku íslenskra jurta og gefur upplýsingar um ilmandi kryddblöndur sem kitla bragðlaukana. Þátttaka er öllum heimil og gestum að kostnaðarlausu. Meira
8. ágúst 1997 | Miðopna | 259 orð

Gekk ekki hljóðalaust fyrir sig

"MÉR er efst í huga að þetta skuli hafa tekist því þetta gekk ekki alveg hljóðalaust fyrir sig í upphafi ársins þegar mótmæli fóru af stað við byggingu álversins. Þá voru auðvitað margir reiðubúnir til að hrópa en með góðri samvinnu, sem ég tel að hafi tekist við heimamenn, réttkjörin stjórnvöld á vettvangi og við fyrirtækið, Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hafnfirð-ingur fékk 280 E-pillur í pósti

PÓSTSENDING með 280 E-pillum barst nýverið íbúa í Hafnarfirði og tilkynnti viðkomandi lögreglunni þegar um sendinguna sem hann kvaðst ekki hafa átt von á. Barst hún frá óþekktum aðila í Bretlandi. Málið er nú í rannsókn hjá rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 378 orð

Hagnaður Landsvirkjunar 1100 milljónir á 20 árum

GENGIÐ var frá samningum vegna álvers á Grundartanga milli íslenskra stjórnvalda og Landsvirkjunar og Norðuráls og Columbia Ventures Corporation í Reykjavík í gær. Allir nauðsynlegir samningar, sem íslenskir aðilar koma að vegna álversins, hafa því verið undirritaðir. Hagnaður Landsvirkjunar vegna samningsins er áætlaður 1100 milljónir á næstu 20 árum, á núvirði. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 188 orð

Helgardagskráin í Viðey

HEFÐBUNDIN dagskrá verður í Viðey um helgina, gönguferð á laugardagseftirmiðdag og staðarskoðun heima fyrir eftir hádegi á sunnudag. Bátsferðir hefast kl. 13 báða dagana og verða á klukkustundarfresti til kl. 17 en í land aftur á hálfa tímanum til kl. 17.30. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Helgarskákmót

TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmóti dagana 8.­10. ágúst nk. og er teflt í félagsheimili TR í Faxafeni 12. Keppnisfyrirkomulag er þannig að tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrstu þrjár umferðirnar verða með 30 mín. umhugsunartíma en fjórar síðari með 1 klst. á 30 leiki og síðan 30 mín. til viðbótar til að ljúka skákinni. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 279 orð

Hlutafé Dagsprents aukið um 70 milljónir

HLUTAFÉ Dagsprents sem gefur út Dag-Tímann verður líklega aukið um 70 milljónir á næstu dögum. Þetta kom m.a. fram á blaðamannafundi hjá Degi-Tímanum í gær er tilkynnt var að Elías Snæland Jónsson myndi í dag taka við starfi sem annar tveggja ritstjóra blaðsins með Stefáni Jóni Hafstein. Meira
8. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 294 orð

Holbrooke snýr sér að Bosníu-Serbum

RICHARD Holbrooke, sérlegur sendimaður Bandaríkjastjórnar, hélt í gær til bosnísku höfuðborgarinnar Sarajevo, til þess að beita harðlínumenn í forystu Bosníu- Serba þrýstingi, en þeim er gefið að sök að grafa undan friðarsamkomulaginu sem Holbrooke átti þátt í að koma á 1995. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 23 orð

Hunang á Kaffi Reykjavík

Hunang á Kaffi Reykjavík Á VEITINGAHÚSINU Kaffi Reykjavík leikur hljómsveitin Hunang föstudags- og laugardaskvöld. Á sunnudeginum taka svo við Sigrún Eva og hljómsveit. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 213 orð

"Hundrað ár eru hár aldur"

"Æ, HUNDRAÐ ár eru hár aldur," sagði Vilborg Hafberg, vistmaður á Elliheimilinu Grund, þegar dóttir hennar færði hana í upphlutinn í tilefni af 100 ára afmæli hennar í gær. Vilborg vildi hins vegar lítið ræða um tilstandið í kringum afmælið. Dætur hennar Ágústa og Ingibjörg segja að hún hafi meira yndi af því að rifja upp gamla tíð. Meira
8. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 221 orð

Iðnaðarsvæði í Krossaneshaga gert byggingahæft

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur falið tæknideild bæjarins að leggja fyrir ráðið tillögu um hvernig gera megi fyrirhugað iðnaðarsvæði í Krossaneshaga norðan Hlíðarbrautar byggingarhæft í áföngum ásamt kostnaðaráætlun um einstaka áfanga. Leggja á tillöguna fram fyrir lok næsta mánaðar. Leitað eftir styrk til tækjakaupa Meira
8. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 177 orð

Íbúatala Þýzkalands nær hámarki

ÍBÚAR Þýzkalands hafa aldrei verið fleiri en nú. Samkvæmt nýjustu tölum þýzku hagstofunnar búa nú 82.012.000 manns í landinu, sem þýðir fjölgun um 195.000 frá árinu 1995, eða 0,2% milli ára. Samkvæmt spá hagstofunnar, Statistisches Bundesamt, hefur íbúafjöldinn náð hámarki sínu. Sérfræðingar hennar gera ráð fyrir að á fyrstu áratugum komandi aldar fækki íbúunum jafnt og þétt. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 272 orð

Íslendingar í München minnast Maurers

ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í München heiðraði minningu prófessors Konrads Maurers nú nýverið með því að leggja blómsveig á leiði hans. Hann hvílir í Gamla Suðurkirkjugarðinum í München, ekki langt frá Münchenarháskóla þar sem hann var prófessor á seinni hluta síðustu aldar. Meira
8. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 233 orð

Jóhannesar úr Kötlum og Eiríks rauða minnst

Búðardal-Þeir voru báðir Dalamenn, Eiríkur rauði og Jóhannes úr Kötlum, þó að fátt annað hafi þeir átt sameiginlegt. Á nýafstöðnum Daladögum var þeirra beggja minnst. "Eiríksstaðagleði" var haldin að Eiríksstöðum í Haukadal. Gestum var boðið upp á leiðsögn frá Búðardal í Haukadal og var Kristmundur Jóhannesson bóndi á Giljalandi leiðsögumaður. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 239 orð

Kallar ekki á aðrar framkvæmdir

LANDSVIRKJUN hyggst ekki ráðast í aðrar virkjunarframkvæmdir sérstaklega, nú þegar ljóst er að Laxárvirkjun verður ekki stækkuð. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, var tilgangur með stækkun Laxárvirkjunar aðallega sá að draga úr skemmdum en mikill sandburður slítur vélbúnað hennar. "Virkjunin liggur undir skemmdum meðan aðstæður eru eins og þær eru í dag. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Kirkjurústir kannaðar

KANNAÐAR verða á næstunni fornleifar á tveimur stöðum á landinu, annars vegar í Hálsasveit á vegum bandarískra aðila og hins vegar á bænum Neðra-Ási í Hjaltadal á vegum Þjóðminjasafnsins. Þór Magnússon þjóðminjavörður segir að hér sé aðeins um kannanir að ræða og í framhaldinu verði metið hvort ástæða sé til frekari rannsókna. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Kona á reiðhjóli fyrir bíl

KONA á reiðhjóli varð fyrir bíl á gatnamótum Rauðarárstígs og Miklubrautar síðdegis á miðvikudag. Konan skarst á höfði og grunur lék á að hún hefði viðbeinsbrotnað eða axlarbrotnað. Hún var flutt á slysadeild. Um svipað leyti varð árekstur tveggja bíla á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Ökumaður annars bílsins kvartaði undan eymslum í hálsi og fór hann sjálfur á slysadeild. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Landsmót votta Jehóva

ÞRIGGJA daga landsmót votta Jehóva hefst í Íþróttahúsinu Digranesi föstudaginn 8. ágúst kl. 9.30. Landsmótið sækja safnaðarmenn frá hinum 8 söfnuðum vottanna hér á landi og einnig annað fólk sem hefur áhuga á biblíulegum málefnum. Samkvæmt fréttatilkynningu er mótið hér á landi eitt af mörg hundruð sams konar mótum út um allan heim undir einkennisorðunum "Trúin á orð Guðs." Meira
8. ágúst 1997 | Miðopna | 521 orð

Lágur framleiðslukostnaður traustvekjandi

DAVID Cole frá Banque Paribas í París og Sibylle Scach von Wittenau frá ING bankanum í Amsterdam voru meðal þeirra bankamanna sem hingað komu til að líta á framkvæmdir við Grundartanga. Jafnframt var það erindi þeirra að undirrita ásamt þeim íslensku aðilum sem að álversframkvæmdunum standa þá samninga sem nauðsynlegir eru til að tryggja byggingu og rekstur álversins. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 24 orð

LEIÐRÉTT Í MYNDARTEXTA í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær var r

LEIÐRÉTT Í MYNDARTEXTA í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær var rangt farið með eftirnafn Gunnars Ragnars og hann skrifaður Ragnarsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Ljósmyndar 15-20 íslenskar stúlkur

LJÓSMYNDARI bandaríska tímaritsins Playboy er staddur hér á landi og hefur myndað 15-20 íslenskar stúlkur. Ljósmyndarinn heitir Arny og segir Kolbrún Aðalsteinsdóttir, milligöngumaður tímaritsins hér á landi, að hann sé með færustu tísku- og nektarljósmyndurum í heiminum. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 455 orð

Mikil óánægja vegna tafa

VEGNA malbikunarframkvæmda á Vesturlandsvegi milli Víkurvegar og Suðurlandsvegar í gær þurfti að beina allri umferð sem kom austur Vesturlandsveg inn á Víkurveg, Gagnveg, Fjallkonuveg og Gullinbrú í Grafarvogshverfi. Af þessu hlaust mikið umferðaröngþveiti í Grafarvogi og þurftu lögreglumenn að stjórna umferð á hringtorginu á Gullinbrú lengi dags í gær. Hlé var gert á framkvæmdum kl. 17. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Nefnd eftir skipi Cooks

Geimferjur NASA eru nefndar eftir skipum landkönnuða sem brutu blað í sögu landafunda. Í því sambandi var hin alþjóðlega skírskotun geimferðaáætlunarinnar höfð í huga. Discovery, þriðja ferjan sem smíðuð var, er nefnd eftir öðru tveggja skipa, sem breski könnuðurinn James Cook notaði í leiðangrum sínum um Suður-Kyrrahaf á áttunda áratug 18. aldar. Fann hann þá Hawai-eyjar. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 240 orð

Nýtt Naust á að rúma 700 manns

NÚ STANDA yfir breytingar á veitingahúsinu Naustinu en nýverið tók Valur Magnússon yfir rekstur staðarins. Að sögn Vals er ætlunin að opna staðinn meira en verið hefur og verður hægt að ganga á milli þar sem áður var veitingastaðurinn Naustið og Naustkráin í kjallara hússins. Auk þess verður ris Naustsins tekið í notkun en þar voru áður geymslur. Meira
8. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 362 orð

Of snemmt að segja til um orsakir

BANDARÍSKIR rannsakendur leita nú í flaki Boeing 747-300 þotu suður-kóreska flugfélagsins Korean Air Lines (KAL) að vísbendingum um orsakir þess að flugvélin fórst. Fulltrúi samgönguöryggisráðsins (NTSB) sagði í gær að of snemmt væri að geta sér til um orsakir. Þrír þeirra er komist höfðu lífs af úr slysinu létust á sjúkrahúsi á Guam í fyrrinótt. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Prófastur settur í embætti

BISKUP Íslands, hr. Ólafur Skúlason, mun setja sr. Ingimar Ingimarsson í embætti prófasts í Þingeyjarprófastsdæmi sunnudaginn 10. ágúst kl. 11 við messu á Þórshöfn. Sr. Örn Friðriksson lét af því embætti um síðustu mánaðamót sökum aldurs. Sr. Ingimar var skipaður prófastur frá 1. ágúst sl. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Rangárnar á toppinn og veiði glæðist nyrðra

RANGÁRNAR, eystri og ytri, hafa gefið af sér flesta laxa í sumar og miðað við gang mála er erfitt að sjá fyrir að einhver á skjóti sunnlensku stóránum ref fyrir rass úr þessu. Góðar fregnir berast einnig að norðan þar sem líf hefur færst í smálaxagöngur og sá fiskur sem gengur er afar vænn. Í gær höfðu Rangárnar gefið samanlagt nálægt 1. Meira
8. ágúst 1997 | Miðopna | 531 orð

Ráðgerum að stækka álverið í framtíðinni

"ÞAÐ er mjög spennandi að sjá álverið taka á sig mynd fyrir framan augun á manni," sagði Ken Peterson, forstjóri og stjórnarformaður Columbia Ventures Corporation eiganda Norðuráls, í samtali við Morgunblaðið á Grundartanga í gær þegar hann var að skoða framkvæmdir ásamt bankamönnum. Meira
8. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 55 orð

Reuter Einræktaður með nýrri tækni

KÁLFURINN sem hér sést ásamt "móður" sinni er einræktaður með nýrri japanskri tækni. Með þessari nýju tækni má framleiða allt að 200 nautgripi úr einu frjóvguðu eggi. Japönsk bændasamtök segja þetta mikla framför þar sem með fyrri einræktunaraðferðum hafi einungis verið mögulegt að framleiða þrjá til fjóra kálfa úr hverju eggi. Meira
8. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 303 orð

Reykingabanni spáð eftir aldamót

LÍKLEGT er, að bandarískum ríkisstarfsmönnum verði bannað að reykja í vinnunni, jafnt utandyra sem -innan. Er hér um að ræða enn eina atlögu Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, að tóbaksiðnaðinum og þá líka reykingafólki og búist er við, að hann undirriti reglugerð þessa efnis fyrir vikulok. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 449 orð

Ríkisendurskoðun segir 19 milljarða innlausn spariskírteina hafi

RÍKISENDURSKOÐUN telur mikilvægt að tekin verði afstaða til sérstakrar endurfjármögnunar verðbréfa ríkisins við fjárlagagerð hverju sinni. Á síðasta ári innleysti fjármálaráðuneytið spariskírteini fyrir 10,1 milljarð og ráðuneytið áformar að innleysa spariskírteini fyrir 9 milljarða á þessu ári. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Ríkissaksóknara sent bréf

VEGNA frétta í DV á miðvikudag og fimmtudag um sölu Húsnæðisstofnunar ríkisins á húseign í Hafnarfirði sendi forstjóri stofnunarinnar, Sigurður E. Guðmundsson, fjölmiðlum eftirfarandi orðsendingu í gær: "Húsnæðisstofnun ríkisins hefur í dag ritað Ríkissaksóknara bréf í tilefni af fréttaflutningi, síðustu daga, vegna sölu á ónafngreindu húsi í Hafnarfirði. Meira
8. ágúst 1997 | Miðopna | 431 orð

Samningagerð Íslendinga vegna álversins lokið

FIMM samningar voru undirritaðir auk ýmissa hliðarsamninga og minnisblaða sem tengjast hinum, þar á meðal er samningur um skuldbindingu Hitaveitu Reykjavíkur um byggingu, rekstur og orkusölu frá 60 megawatta jarðvarmavirkjun á Nesjavöllum. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

Seldur fyrir 218 milljónir

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur selt hús íslenska sendiherrans í París fyrir 218 milljónir íslenskra króna. Ráðuneytið áformar að kaupa annað hús fyrir sendiherrann. Sendiherrann er að kanna þau hús sem koma til greina og mun gera tillögu til ráðuneytisins um húsakaup. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Sértilboð fyrir farþega

FARÞEGUM sem fljúga með Flugfélagi Íslands og kaupa farseðil fram og til baka býðst nú bílaleigubíll fyrir 2.660 kr. á sólarhring. Innifalið er 100 km akstur, trygging og virðisaukaskattur. Sala á þessum kjörum hefst fimmtudaginn 14. ágúst og stendur tilboðið frá 15. ágúst til 30. september. Gildir ofangreint verð fyrir ódýrasta flokk bílanna, t.d. Opel Corsa og Nissan Micra. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Sjálfboðavinna að náttúruvernd á Reykjanesi

SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um náttúruvernd skipuleggja nú um helgina vinnu á Reykjanesi í samvinnu við Ferðamálasamtök Suðurnesja. Unnið verður að merkingu göngu- og akstursleiða á svæðinu umhverfis Reykjanesvita og smíðað handrið á útsýnispall á hverasvæðinu þar, en pallurinn var smíðaður í vinnuferð sömu aðila fyrir tveimur árum. Auk þess verður náttúruskoðun og kvöldvaka. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 353 orð

Sjúkraþjálfarar uggandi vegna breyttra reglna

SJÚKRAÞJÁLFARAR telja að breyttar reglur Tryggingaráðs um þátttöku sjúklinga í greiðslum fyrir sjúkraþjálfun muni geta leitt til aukinna innlagna á sjúkrastofnanir og fjölgunar legudaga. Stjórnir Félags íslenskra sjúkraþjálfara og Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara hafa samþykkt ályktun þar sem hörmuð er ákvörðun Tryggingaráðs og varað er við áhrifum breytinganna, Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 184 orð

Skemmdir á spennum ollu rafmagnsleysi

MIKIÐ þrumuveður var aðfaranótt fimmtudags 7. ágúst og varð þess vel vart víða um sveitir Suðurlands. Spennar Rafmagnsveitna ríkisins skemmdust og fór rafmagn um tíma af víða í Árnes- og Rangárvallasýslum. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 260 orð

Skipið breyttist í brotajárnshaug

LOKIÐ er við að hluta sundur skrokk Víkartinds að svo miklu leyti sem mögulegt er og koma hlutunum upp á fjörukambinn. Þar er verið að taka þá sundur í smærri búta, sem síðan verða fluttir burt sem brotajárn þegar jörð frýs í haust en sem stendur er erfitt um vik fyrir þunga bíla að aka um sandinn. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 219 orð

Skógardagur Skógræktarfélaga

SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN víðsvegar um land efna á næstunni til árlegra skógræktardaga og vilja með því vekja athygli íbúanna á starfi félaganna, fallegum skógarsvæðum og miklu ræktunar- og uppgræðslustarfi sem unnið er fyrir tilstilli félaganna víðs vegar um land. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 244 orð

Skógar- og útivistardagur á morgun

Á MORGUN, laugardaginn 9. ágúst, verður haldinn Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar við Hvaleyrarvatn fyrir ofan Hafnarfjörð. Verður þar boðið upp á margt til skemmtunar og fróðleiks en að dagskránni standa Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, St. Georgsgildið í Hafnarfirði, Skátafélagið Hraunbúar, Hestamannafélagið Sörli, Ferðamálanefnd Hafnarfjarðar og Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar. Meira
8. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Skógræktarferð Varðar

VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, efnir til árlegrar skógræktarferðar á morgun, laugardaginn 9. ágúst. Farið verður á einkabílum frá Kaupangi við Mýrarveg kl. 13 og ekið að Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit þar sem plantað verður í Varðarlund undir öruggri leiðsögn þingmannsins Tómasar Inga Olrich. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 856 orð

Spennan í algleymingi Besti árangur íslendinga í forkeppni fjórgangs til þessa

GLEÐI og örlítil vonbrigði voru hlutskipti Íslendinga á heimsmeistaramótinu í Seljord í Noregi í gær. Frammistaða Íslendinga í fjórgangi reyndist betri en vænst var en niðurstaðan í fimmgangi varð heldur lakari en búist var við. Öllum á óvart skaust Bandaríkjamaðurinn Will Covert í efsta sætið á Dyni frá Ytra-Skörðugili en Atli Guðmundsson er efstur Íslendinga á Hróðri frá Hofstöðum. Meira
8. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 43 orð

Stærsta tromma heims

STÆRSTA trumba heims, sem er 3,3 metrar í þvermál, var afhjúpuð í Kuala Lumpur í gær. Trumbusmiðir frá Malaysíu og Kína unnu saman að gerð hennar en alls munu 45 trumbuslagarar leika listir sínar á hljóðfærið á góðgerðartónleikum á laugardag. Meira
8. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 175 orð

Tröllaskagatvíþraut

TRÖLLASKAGATVÍÞRAUT, sem skíðadeild Leifturs og fleiri standa að, verður á morgun, laugardaginn 9. ágúst og er þetta í fjórða sinn sem til hennar er efnt. Að þessu sinni verður hún í tengslum við daga Ólafs bekks sem haldnir verða á sama tíma í Ólafsfirði. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 518 orð

Utanríkisráðherra um staðfestingu Bretlands á hafréttarsamningnum

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að í framhaldi af því að Bretland hefur fullgilt hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna verði viðræðum við Breta um hafsbotnsréttindi á Hatton-Rockall-svæðinu haldið áfram. Þá segir hann að Ísland muni viðhalda kröfu sinni til fiskveiðiréttinda á alþjóðlega hafsvæðinu sunnan landsins sem Bretar gerðu áður kröfu til. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 216 orð

Viðskipti með notaða bíla í rannsökuð

EMBÆTTI skattrannsóknarstjóra ríkisins hefur hafið umfangsmikla rannsókn á viðskiptum með notaðar, innfluttar bifreiðar. Rannsóknin beinist að milliliðum í slíkum viðskiptum en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins leikur grunur á að rekstrartekjur af þessum viðskiptum séu vantaldar. Embættið kannar sérstaklega endanlegt söluverð bifreiðanna og kostnaðarverð þeirra. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Yfirlýsing

AÐ gefnu tilefni viljum við undirritaðir upplýsa eftirfarandi: Þar sem komið hefur í ljós að engin lög eru til sem tekið gætu á ágreiningi þeim sem er um nafnið Hverfjall þá er augljóst að Landmælingar Íslands höfðu enga lagalega heimild til að breyta nafni fjallsins í andstöðu við ótvíræðan meirihluta eigenda þess. Meira
8. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 31 orð

Það óhapp varð við vinnslu blaðsins í gær að gömul vinningaskrá,

Það óhapp varð við vinnslu blaðsins í gær að gömul vinningaskrá, skrá júnímánaðar, fór inn í blaðið. Vinningaskrá ágústmánaðar birtist hér og eru Vöruhappdrætti SÍBS og lesendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Meira
8. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 578 orð

Þjóðin þarf að fræðast betur um lífið á Vestfjörðum

Ísafirði-Avinnuþróunarfélag Vest-fjarða hefur hafið undirbúning að nýrri heimildarmynd um náttúru, atvinnu- og mannlíf á Vestfjörðum, í samvinnu við Námsgagnastofnun, Mega Film og Ríkisútvarpið Sjónvarp. Meira
8. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Þrívíð verk í Deiglunni

JORIS Rademaker opnar sýningu í Café Karólínu næstkomandi sunnudag, 10. ágúst kl. 14. Á sýningunni verða þrívíð verk sem eru samsett úr mismunandi hlutum, nýjum og gömlum. Með því að setja saman tvo mismunandi hluti kemur fram ný merking, en þessi sýning er yfirlitssýning á tilraunum síðustu fimm ára. Meira
8. ágúst 1997 | Smáfréttir | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

8. ágúst 1997 | Leiðarar | 702 orð

leiðari BREYTINGAR Á BLAÐAMARKAÐI Ð UNDANFÖRNU hafa orðið á

leiðari BREYTINGAR Á BLAÐAMARKAÐI Ð UNDANFÖRNU hafa orðið ákveðin þáttaskil á blaðamarkaðnum. Afskiptum stjórnmálaflokka af útgáfu dagblaða virðist endanlega lokið. Þjóðviljinn hætti að koma út árið 1992. Meira
8. ágúst 1997 | Staksteinar | 377 orð

»Niður með Þjóðarheilsustofnunina LEIÐARAHÖFUNDUR Svenska Dagbladet

LEIÐARAHÖFUNDUR Svenska Dagbladet telur það ekki vera hlutverk ríkisins að skipta sér af smáatriðum í lífsstíl einstaklinga. Enginn tilgangur ÁRIÐ 1992 kom sænska ríkisstjórnin á laggirnar sérstakri stofnun, Þjóðarheilsustofnuninni, sem hefur að markmiði að bæta heilsu sænsku þjóðarinnar. Meira

Menning

8. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 121 orð

Á batavegi

LINDA McCartney, eiginkona Bítilsins Paul McCartney, er óðum að jafna sig eftir 18 mánaða baráttu við brjóstakrabbamein. Myndin er tekin af eiginmanninum, Sir Paul, og er aðeins önnur myndin sem tekin hefur verið af Lindu síðan hún greindist með krabbamein í desember árið 1995. Meira
8. ágúst 1997 | Menningarlíf | 63 orð

Baski sýnir í Kirkjuhvoli

BASKI (Bjarni Ketilsson) opnar sýningu á verkum sínum í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, á morgun, laugardag. Þar sýnir Bjarni olíumálverk, vatnslitamyndir og blekteikningar og verk án þema. Bjarni er fæddur á Akranesi árið 1966 og hefur nýlokið námi hjá Listaakademíunni AKI, Akademi voor Belddeng kunst í Hollandi. Sýningin stendur yfir til 24. Meira
8. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 173 orð

Beavis og Butthead öllum lokið

AÐDÁENDUR Beavis og Butthead taka það örugglega nærri sér að frétta að dagar félaganna eru taldir. Skapari þeirra, Mike Judd, hefur lýst því yfir að þáttaröðin um Beavis og Butthead hafi runnið sitt skeið. "Ég vil ekki þræla við að koma þessum þáttum saman lengur. Meira
8. ágúst 1997 | Menningarlíf | 351 orð

Djass í Stykkishólmskirkju

DJASSTÓNLEIKAR verða í Stykkishólmskirkju í dag, sunnudag, kl. 21. Þar leikur Tríó Tómasar R. Einarssonar ásamt söngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur. Þetta eru jafnframt næstsíðustu tónleikar sumartónleikaraðarinnar þetta árið í Stykkishólmi. Á efnisskránni eru ný og eldri lög kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar. Meira
8. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 125 orð

Domingo með lungnakvef

SPÆNSKI tenórinn Placido Domingo þurfti að hætta á miðjum tónleikum sem hann hélt í Chile nú á dögunum. Domingo hafði aðeins sungið tvær aríur þegar hann sagði áhorfendum að því miður yrði hann að láta staðar numið. Að eigin sögn var það lungnakvef sem söngvarinn þjáðist af og halda aðdáendur kappans að mengunarþoku í Santiago borg sé um að kenna, en borgin er einhver sú mengaðasta í heimi. Meira
8. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 255 orð

Dýravinur, leikkona og söngkona

ÞÓRA Dungal er í aðalhlutverki kvikmyndarinnar Blossi 810551, sem Júlíus Kemp leikstýrir og verður frumsýnd 14. ágúst, en leiklistin er ekki eina áhugamálið. Þóra, sem er 21 árs, er söngkona í danshljómsveit sem ekki hefur enn fengið nafn og hefur til þessa aðeins spilað einu sinni opinberlega. Helsta átrúnaðargoð hennar í tónlistinni er Bob Marley. Meira
8. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 84 orð

Einhleypur á ný

BEVERLY Hills hjartaknúsarinn Jason Priestley er orðinn einhleypur aftur eftir nokkurra ára samband við leikkonuna Christine Elise. Ástæða skilnaðarins ku vera kvennafar kappans en þau Elise voru saman í fimm ár. Margur kvenkynsaðdáandi Priestleys eygir nú von um að ná athygli leikarans en Luke Perry, annar leikari þáttanna, giftist aðdáanda sem sendi honum brjóstahaldarann sinn. Meira
8. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 81 orð

Frumlegt bónorð

WILL Smith er einn vinsælasti leikari Hollywood um þessar mundir og fær launað samkvæmt því. Hann lét sér því ekki muna um að verja um 600 þúsund krónum í trúlofunarhring handa unnustunni Jada Pinkett. Smith valdi heldur frumlega aðferð við að biðja sinnar heittelskuðu. Meira
8. ágúst 1997 | Menningarlíf | 119 orð

Íslenska einsöngslagið

Á GÖNGUM Gerðubergs hljóma nú einsöngsraddir, en verið er að undirbúa Ljóðatónleika Gerðubergs. Yfirskrift þeirra er að þessu sinni Íslenska einsöngslagið. Tónleikarnir verða haldnir 16. ágúst kl. 14.30 á stóra sviði Borgarleikhússins í tengslum við Menningarnótt Reykjavíkurborgar. Meira
8. ágúst 1997 | Menningarlíf | 33 orð

Kristín Bryndís sýnir á Þórshöfn

Kristín Bryndís sýnir á Þórshöfn KRISTÍN Bryndís Björnsdóttir myndlista­ og handverkskona heldur sýningu á verkum sínum á Þórshöfn 10.­16. ágúst. Bryndís er fædd á Skálum á Langanesi 1924. Þetta er þriðja einkasýning hennar. Meira
8. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 672 orð

Kúlnahríð, ofbeldi og Singer

ANDRÉS fór mikið í bíó á unglingsárum, en hefur dregið verulega úr því. "Ég fer helst ekki í bíó nema sérstaklega hafi verið mælt með ræmunni við mig eða þá að miklir uppáhaldsmenn eigi í hlut. Allt um það er ég gefnastur fyrir hraðar spennumyndir þar sem konurnar eru með stór brjóst og karlmennirnir eru með stærri byssur." Blade Runner Meira
8. ágúst 1997 | Menningarlíf | 358 orð

Listin til sjálfsskilnings

RÁÐHÚS Reykjavíkur breytist enn á ný í listsýningarsal skrýddan ljósmyndum, myndböndum og tónlist, þegar farandsýningin Norrænar nærmyndir verður opnuð þar í dag kl.17 Sýningarstjórinn, Akhanda frá Danmörku, kallaði til fjöldann allan af listafólki frá Norðurlöndum, jafnt börn og unglinga sem leika og lærða til að leggja sitt af mörkum með áherslu á ungt fólk, Meira
8. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 185 orð

"Lolita" í vanda

PÓLITÍSK rétthugsun og umræða vegna nýlegra barnaníðingsmála virðast ætla að verða "Lolitu" fjötur um fót. Nýlega var sagt frá því að Frakkar hefðu frestað frumsýningu myndarinnar í kjölfar barnaníðingsmála þar í landi. Einnig hefur gengið erfiðlega að selja dreifingarréttinn að myndinni í Bandaríkjunum. Lokið var við myndina á síðasta ári en hún hefur ekki verið frumsýnd. Meira
8. ágúst 1997 | Menningarlíf | 952 orð

Morðgáta leyst með þátttöku áhorfenda

Höfuðpaurar frumsýna gamanleikinn Hár og Hitt í Borgarleikhúsinu Morðgáta leyst með þátttöku áhorfenda Hár og Hitt er eitt vinsælasta leikritið sem sett hefur verið á svið í Bandaríkjunum. Áhorfendur eru virkjaðir til þátttöku í sýningunni og vitna þeir um ferðir og gjörðir persónanna. Meira
8. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 58 orð

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU

Matthildur (Matilda) Sonur forsetans (First Kid) Leitin að lífshamingjunni (Unhook the Stars) Í deiglunni Meira
8. ágúst 1997 | Myndlist | 431 orð

Nútímamyndlist og trú

Samsýning 17 listamanna, til 14. október nk. Í UMHVERFI Skálholtskirkju stendur nú yfir sýningin "Kristnitaka". Sautján listamenn hafa unnið verk í samstarfi Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, Skálholtsstaðar og Skálholtsskóla. Sýningin er sett upp til að vekja umræður um list og trú í sögulegu samhengi, nú þegar líður að þúsund ára afmæli kristnitökunnar í landinu. Meira
8. ágúst 1997 | Menningarlíf | 141 orð

"ON Iceland 1997" að ljúka

ALÞJÓÐLEGRI gerninga- og myndbandahátíð í Nýlistasafninu, lýkur nú um helgina. Á hátíðinni er tímatengd myndlist, þar sem ljósmyndir, myndbönd, tölvur og gerningar eru megin miðlanir. Um helgina verða myndbönd, tölvuverk og innsetningar auk heimildarmyndbands frá gerningum sem fluttir voru síðustu tvær helgar. Á laugardaginn frá kl. Meira
8. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 120 orð

Peysutíska

PEYSUR er hægt að nota á ýmsa vegu og stjörnurnar vestra eru ekki aðeins duglegar að fylgja tískustraumum heldur ekki síður að leggja línurnar fyrir okkur hin. Eins og myndirnar sýna geta peysur jafnvel orðið að hinum þokkafyllsta fylgihlut við dag- eða kvöldklæðnað. Meira
8. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 76 orð

Robert Altman gramur

ROBERT Altman er upp á kant við Polygram Films vegna nýjustu myndar sinnar, "The Gingerbread Man". Myndin er skrifuð af John Grisham og vildu yfirmenn Polygram fá mynd sem auðvelt væri að selja. (Hvers vegna var Altman þá látinn leikstýra?) Þeir voru óánægðir með útgáfu Altmans og hafa ráðið nýjan klippara, Don Cambern, til þess að gera myndina söluvænlegri. Meira
8. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 297 orð

Rúmstokks gamanmynd Smokkaleit (Booty Call)

Framleiðandi: John Morrissey. Leikstjóri: Jeff Pollack. Handritshöfundar: Takashi Bufford, Bootsie Parker. Kvikmyndataka: Ron Orieux. Tónlist: Robert Folk. Aðalhlutverk: Jamie Foxx,Tommy Davidson, Vivica A. Fox, Tamala Jones. 90 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 9. júlí. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
8. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 121 orð

Samsæriskenning Mel og Juliu

NÝJASTA mynd MEl Gibson og Juliu Roberts var frumsýnd í Los Angeles nú á dögunum. Aðalleikararnir og leikstjórinn voru að sjálfsögðu viðstödd og virtust ánægð með útkomu myndarinnar sem hlaut nafnið "Conspiracy Theory". Meira
8. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 138 orð

Stjörnustríð á Ítalíu

FRÉTTIR frá Ítalíu herma að George Lucas sé þar að filma fyrir fyrsta kaflann í Stjörnustríðsbálknum. Kvikmyndaleikstjórinn er staddur í Caserta þar sem hann ætlar að nýta konunglega höll sem sviðsmynd. Höllin á að vera heimili ungrar drottningar, sem leikin er af Nataliu Portman. Portman er eini aðalleikarinn sem sést hefur á Ítalíu. Meira
8. ágúst 1997 | Menningarlíf | 65 orð

Sýningu Kristins Más framlengt

SÝNINGU Kristins Más Pálmasonar í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, hefur verið framlengt til 17. ágúst. Kristinn stundar nú nám við Slade-listaháskólann í Lundúnum. Sýningin samanstendur af teikningum unnum á striga með kolum, grafít og akrílefnum. Um er að ræða myndmál sem er jafn órætt og það er augljóst. Verkin geru gerð á þessu ári og síðar. Sýningin er opin á verslunartíma. Meira
8. ágúst 1997 | Menningarlíf | 177 orð

Sögur sem gerast á ystu nöf

Á YSTU nöf ­ nýjar íslenskar smásögur er yfirskrift á röð nýrra smásagna sem sex íslenskir rithöfundar hafa skrifað fyrir Rás 1 í sumar. Sögurnar eru lesnar á föstudögum og endurfluttar á laugardagskvöldum. Einn höfundanna, Ólafur Gunnarsson, hefur þegar lesið sína sögu og í dag les Gerður Kristný söguna Sólarsystur. Meira
8. ágúst 1997 | Menningarlíf | 108 orð

Tríó Óla Steph. á Jómfrúnni

JÓMFRÚIN í Lækjargötu hefur boðið gestum sínum upp á djasstónlist á laugardögum í sumar. Tónlistarmenn leika djasstónlist frá kl. 16­19 síðdegis á laugardögum, oft á tíðum utandyra í garði Jómfrúarinnar ef veður leyfir, segir í tilkynningu. Ennfremur segir: "Á morgun, laugardag kl. 16, leikur Tríó Ólafs Stephensen á Jómfrúnni. Meira
8. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 108 orð

Þrír Rótarýfélagar sæmdir Paul Harris-orðunni

Þrír Rótarýfélagar sæmdir Paul Harris-orðunni NÝVERIÐ voru þrír félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga sæmdir Paul Harris-orðunni. Orðan er veitt fyrir vel unnin störf á þágu Rótarý, annars vegar á landsvísu og hins vegar fyrir störf innan Rótarýklúbbanna. Meira

Umræðan

8. ágúst 1997 | Aðsent efni | 856 orð

Enn um Njáluhöfund

Í GREIN, sem birtist eftir mig í Mbl. þ. 27. júlí sl., gat ég þess m.a. að rannsóknir á staðfræði Njálu bentu til þess að höfundur hennar hafi verið kunnugur á Austurlandi og víða gagnkunnugur þar. Þessi fullyrðing hefur greinilega farið fyrir brjóstið á M. höf. Meira
8. ágúst 1997 | Aðsent efni | 732 orð

Fjármálastjórn borgarinnar

UNDANFARIN misseri hefur borgarstjóra tekist að telja mörgum trú um að hagur borgarsjóðs fari batnandi. Borgarstjóri hefur lagt sérstaka áherslu á að veruleg umskipti til batnaðar hafi átt sér stað á síðustu þremur árum eða frá því R-listinn náði meirihluta í Reykjavík. Ýmsum aðferðum hefur verið beitt til að fegra stöðu borgarsjóðs, m.a. Meira
8. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 487 orð

Leiðsögn um Reykjanesskaga

NÚ ER sá tími þegar hvað flestir leggja land undir fót í gönguferðum um landið. Þá er þörf á góðri og áreiðanlegri leiðsögn og ekki síst ef ferðast er á eigin spýtur. Einar Þ. Guðjohnsen var mikill ferðamálafrömuður eins og kunnugt er og var þekking hans á Íslandi með yfirburðum. Meira
8. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 317 orð

Norðurslóðir ruslakista heimsins

KÆRU landar! Þar sem ég sit í útlöndum, sem flóttamaður undan umhverfisstefnu ríkisvaldsins, get ég ekki látið vera að stinga niður penna eftir að hafa lesið úrklippur úr íslenskum blöðum, sem ættingjarnir senda mér í útlegðina. Mikið gleðiefni er það að umhverfisráðherra hefur sett stopp fyrir frekari stóriðju á Íslandi um stund. Meira
8. ágúst 1997 | Aðsent efni | 534 orð

Smith svarar Þorvaldi Gylfasyni

ÞORVALDUR Gylfason hagfræðiprófessor er einn ötulasti talsmaður auðlindaskatts eða veiðigjalds hér á landi. "Hugsum okkur til einföldunar, að ávextir allrar hagræðingar rynnu óskiptir til Ímeldu Marcos," sagði hann á málþingi Sjávarútvegsstofnunar Háskólans 1992. Meira
8. ágúst 1997 | Aðsent efni | 617 orð

Sundur slitinn friðurinn

"SVO LÍST mér sem málum vorum sé komið í ónýtt efni, ef eigi hafa ein lög allir, en ef sundur skipt er lögunum þá mun sundur skipt friðinum." Mér kom í hug þessi djúphugsaða setning Þorgeirs Ljósvetningagoða, þegar kjaradómur birti dóm sinn yfir laun æðstu embættismanna ríkisins. Meira
8. ágúst 1997 | Aðsent efni | 951 orð

Svæðisleiðsögumenn leiðbeina ferðafólki

MIKLAR breytingar hafa orðið á ferðalögum fólks hér innanlands á síðustu áratugum, ekki síst síðasta áratug. Áður fóru fjölskyldur með tjöld og svefnpoka og tjölduðu í birkilaut, helst við lítinn læk eða ársprænu. Þeir sem voru svo heppnir að eiga vini eða ættingja á viðkomustöðum gistu hjá þeim nótt og nótt. Meira
8. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1103 orð

Um synjun Hæstaréttar á endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála

HINN 15. júlí sl. tók Hæstiréttur Íslands svo sem kunnugt er afstöðu til erindis Sævars Marinós Ciesielskis um endurupptöku hæstaréttarmáls nr. 214/1978, sem betur er þekkt undir nafninu Guðmundar- og Geirfinnsmál. Rétturinn synjaði erindinu. Mál þetta hefur skiljanlega verið mikið til umræðu í þjóðfélaginu. Mér finnst ástæða til að leggja orð í belg. Meira

Minningargreinar

8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 286 orð

Afmælisog minningargreinar

MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 286 orð

Afmælisog minningargreinar

MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 168 orð

Ester Svan Jónsdóttir

Mig langar til að kveðja kæra vinkonu mína með nokkrum orðum. Við Ester urðum vinkonur 16 ára gamlar og ávallt síðan eða í nær 60 ár. Engri manneskju var eins gaman og auðvelt að hlæja með og það jafnvel mitt í miklum erfiðleikum. Hún hafði svo smitandi hlátur, að ég tali nú ekki um prakkarasvipinn sem fylgdi með. Já, það var gaman að vera nálægt henni Ester og hlýjan streymdi frá henni. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 395 orð

Ester Svan Jónsdóttir

Ester frænka er dáin. Með henni er gengin ein skemmtilegasta og hlýjasta manneskja sem við höfum þekkt. Við eigum henni margt að þakka og líf okkar hefði verið fátækara án hennar. Ester var móðursystir okkar og bjó "fyrir sunnan" frá því að hún var ung kona. Maður hennar er Sigurfinnur Ólafsson, sem stóð sem klettur við hlið hennar alla tíð, hlýr og elskulegur maður, sem við metum mikils. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 83 orð

ESTER SVAN JÓNSDÓTTIR

ESTER SVAN JÓNSDÓTTIR Ester Svan Jónsdóttir fæddist á Norðfirði 20. janúar 1925. Hún lést á Borgarspítalanum í Reykjavík sunnudaginn 3. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Petrún Björg Gísladóttir og Jón Sigfússon. Systkini Esterar sammæðra voru 11 og eru fjögur þeirra á lífi. Systkini hennar samfeðra voru 5 og eru 3 þeirra á lífi. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 299 orð

Ester Svan Jónsdóttur

Mig langar að minnast frænku minnar með örfáum orðum. Ester ólst upp í stórum systkinahópi fyrr á öldinni í Neskaupstað og bjó síðar í Reykjavík. Hjá henni sannaðist best að þar sem er hjartarúm er húsrúm. Það mæddi mikið á henni og hennar heimili þegar við systkinabörnin lögðum leið okkar að austan til Reykjavíkur til lengri eða skemmri dvalar. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 104 orð

Friðbjörg Guðmundsdóttir

Elsku Ebbý amma. Okkur langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Núna þegar þú ert farin frá okkur, þá koma fram allar minningarnar þegar þú varst að passa okkur, fórst með okkur niður í bæ og við tölum nú ekki um þegar við vorum hjá ykkur Árna nokkra daga austur í Vík. Þú vildir alltaf gera mikið fyrir okkur krakkana. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 245 orð

FRIÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

FRIÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Friðbjörg Guðmundsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 10. mars 1926. Hún lést á Landspítalanum 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson skipasmiður, f. 22.10. 1897, d. 15.7. 1965, og Guðbjörg Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 16.8. 1894, d. 2.5. 1976. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 349 orð

Guðfinna Guðmundsdóttir

Okkur systkinin langar að kveðja hana Finnu ömmu með fáeinum orðum. Við ólumst upp á sama heimili og amma og það var okkur ómetanlegt, því þegar eitthvað bjátaði á var alltaf hægt að treysta á huggun ömmu, jafnvel þótt við hefðum gert eitthvert skammarstrik. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 319 orð

GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR Guðfinna Guðmundsdóttir fæddist í Fjalli á Skeiðum 25. júlí árið 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Lýðsson frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, bóndi í Fjalli frá 1902, f. 17. apríl 1867, d. 8. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 341 orð

Hallgerður Jónasdóttir

Nú ertu dáin, elsku amma mín. Þín verður alltaf minnst sem duglegrar og einstaklega góðrar konu. Þú hefur átt við mikil veikindi að stríða en nú ertu frjáls, amma mín. Þín er svo sannarlega sárt saknað, en í gegnum sorgartárin er ljós og þar ert þú nú. Ég er fullviss um að nú líður þér vel í faðmi frelsarans sem hefur tekið þig í ástarfaðm sinn. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 289 orð

Hallgerður Jónasdóttir

Mig langar til að minnast Hallgerðar Jónasdóttur, ömmu og nöfnu eiginkonu minnar, með nokkrum orðum. Ég kynntist Öbbu ömmu, eins og Hallgerður var nefnd í daglegu tali, fyrir rúmum tíu árum. Þá hafði ég oft heyrt hana nefnda, enda var kona mín mikið hjá henni sem barn og héldu þær góðu sambandi alla tíð. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 373 orð

HALLGERÐUR JÓNASDÓTTIR

HALLGERÐUR JÓNASDÓTTIR Hallgerður Jónasdóttir talsímavörður fæddist 27. nóvember árið 1927 í Bandagerði við Akureyri. Hún lést 2. ágúst 1997 á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Hallgrímsdóttir, húsfreyja, frá Úlfsstaðakoti, Blönduhlíð í Skagafirði, f. 9. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 411 orð

Marinó Andrés Kristjánsson

Í dag kveðjum við frænda minn Nóa á Kópsvatni eins og Marinó var jafnan nefndur. Margt kemur upp í hugann þegar litið er yfir æviskeið þessa háaldraða glæsilega öldungs sem vann að búskapnum fram undir það síðasta, reið glæstum fáki sínum og lét sér annt um allar skepnurnar. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 153 orð

MARINÓ ANDRÉS KRISTJÁNSSON

MARINÓ ANDRÉS KRISTJÁNSSON Marinó Andrés Kristjánsson fæddist á Ísafirði 25. júní 1906. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Guðm. Einarsson, sjómaður, f. 27. nóvember 1883, fórst með kútter Geir 24. febrúar 1912, og kona hans Elínbjört Hróbjartsdóttir, f. 21. mars 1884, d. 23. janúar 1926. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 179 orð

Marinó Kristjánsson

Vorið færði honum líf, líf sem hann hlúði að og ræktaði líkt og móðir náttúra kenndi honum allt frá barnsaldri. Saman voru þau sem ein heild, en í dag verður hann færður í faðm hennar á ný, skrýddur náttúrunnar litum. Nói var ættrækinn mjög og naut ég góðs af, þar sem hann leiddi mig inn í gamla tíma, sem honum voru svo dýrmætir. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 393 orð

Ólöf Elimundardóttir

Síðbúin kveðja, elsku Lóa. Okkur langar til að setja nokkur minningarbrot á blað og þakka fyrir allar góðu stundirnar. Margs er að minnast. Við ólumst upp á næsta bæ við Stakkaberg og mikill samgangur var á milli bæjanna. Þið systurnar á Stakkabergi voruð hluti af tilveru okkar. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 32 orð

ÓLÖF ELIMUNDARDÓTTIR

ÓLÖF ELIMUNDARDÓTTIR Ólöf Elimundardóttir fæddist á Stakkabergi í Klofningshreppi í Dalasýslu 11. júlí 1905. Hún lést í Reykjavík 7. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Staðarfellskirkju á Fellsströnd 12. júlí. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 231 orð

Skúli Jón Theodórs

Eftir harða en stutta baráttu við erfiðan sjúkdóm var Skúli Jón bróðir lagður að velli. Aldrei brast kjarkur hans, heldur óx þrátt fyrir vonbrigðin þegar meðferðir til lækninga báru ekki tilætlaðan árangur. Hann leitaði styrks í trúnni, sem hann ræktaði af festu og fróðleiksfýsn, sem reyndar auðkenndi allt hans líf. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 557 orð

Skúli Jón Theodórs

Mágur minn, Skúli Jón Theodórs, lést 1. ágúst sl. á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Í lok síðasta árs greindist hann með krabbamein í lunga. Þessi mikli vágestur sem engu eirir réðst fram á öllum vígstöðvum og þó þráin til að lifa væri mikil og sterk ásamt viðamikilli læknismeðferð, fór svo að allar varnir brustu og leikslok urðu þau sem okkur eru nú kunn. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 100 orð

SKÚLI JÓN THEODÓRS

SKÚLI JÓN THEODÓRS Skúli Jón Theodórs, flugvélstjóri, fæddist 16. desember 1938 í Kaupmannahöfn. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, föstudaginn 1. ágúst. Foreldrar Skúla Jóns voru Guðlín Ingiríður Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari, fædd 20. september 1911, og Theodór Skúlason, læknir, fæddur 28. febrúar 1908, látinn 27. Meira
8. ágúst 1997 | Minningargreinar | 380 orð

Skúli Jón Theódórs

Elsku frændi Skúli Jón. Þegar ég fékk fregnir af veikindum þínum til Skotlands sóttu að mér undarlegar tilfinningar. Á þeim tíma bjó ég nærri og ferðaðist mikið til Perth, en þar skammt frá hafðir þú sjálfur verið við nám á þínum yngri árum. Meira

Viðskipti

8. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 117 orð

ÐÁvöxtunarkrafa spariskírteina hækkar VIÐSKIPTI

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi voru með líflegra móti í gær en þau námu alls 1.102 milljónum króna. Talsverð viðskipti voru með spariskírteini, húsbréf og húsnæðisbréf, alls um 645 milljónir króna. Athygli vekur að ávöxtunarkrafa 30 mánaða spariskírteina hækkaði um 6 punkta og ávöxtunarkrafa ríkisvíxla til 38 mánaða hækkaði um fimm punkta eftir lækkunarhrinu undanfarið. Meira
8. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 420 orð

ÐFærri ferðamenn til landsins í júlí

KOMUM erlendra ferðamanna hingað til lands fækkaði lítillega í júli samanborið við sama mánuð í fyrra. Alls komu hingað tæplega 42 þúsund erlendir ferðamenn í júlí en á sama tíma í fyrra komu liðlega 43 þúsund erlendir ferðalangar hingað til lands. Þetta samsvarar um 1,5% fækkun milli ára. Meira
8. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 204 orð

ÐMethækkanir á evrópskum hlutabréfamörkuðum PENING

PENINGASTEFNUNEFND breska seðlabankans ákvað í gær að hækka opinbera vexti úr 6,75% í 7% en það er fjórða hækkunin á jafnmörgum mánuðum. Segir í tilkynningu nefndarinnar að þetta sé gert vegna spáa um aukna eftirspurn á innanlandsmarkaði og að hækkun sé talin nauðsynleg til að ná takmarki breskra stjórnvalda um 2,5% verðbólgu á næstu tveimur árum. Meira
8. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 199 orð

Kaupir ríkisverðbréf fyrir 800 millj.

LÁNASÝSLA ríkisins hefur ákveðið að kaupa hluta útistandandi ríkisverðbréfa þrátt fyrir að enn sé um ár í gjalddaga þeirra. Er þetta gert vegna góðs fjárhags ríkissjóðs um þessar mundir, en ekki stendur til að selja á nýjan leik þau bréf sem keypt verða. Að sögn Péturs Kristinssonar hjá Lánasýslu ríkisins, eru bréfin sem hér um ræðir í flokkunum SPRÍK93/1D5 og RBRÍK1004/98. Meira
8. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 204 orð

Nýr framkvæmdastjóri ráðinn

NORÐVESTURBANDALAGIÐ hf., félag um rekstur sláturhúsa og skylda starfsemi, sem var stofnað 1. júlí sl., hefur ráðið Kolbein Þór Bragason framkvæmdastjóra félagsins. Lögheimili félagsins er á Hvammstanga. Stofnendur Norðvesturbandalagsins eru kaupfélögin á Hvammstanga, Hólmavík og Borðeyri, ásamt Afurðastöðinni í Búðardal. Meira
8. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 232 orð

Vextir hækka um 0,25% í Bretlandi

PENINGASTEFNUNEFND breska seðlabankans ákvað í gær að hækka opinbera vexti úr 6,75% í 7% en það er fjórða hækkunin á jafnmörgum mánuðum. Segir í tilkynningu nefndarinnar að þetta sé gert vegna spáa um aukna eftirspurn á innanlandsmarkaði og að hækkun sé talin nauðsynleg til að ná takmarki breskra stjórnvalda um 2,5% verðbólgu á næstu tveimur árum. Meira
8. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 256 orð

Volvo selur UBS 11,3% hlut sinn í Renault

VOLVO hefur selt UBS Securities 11,3% hlut sinn í frönsku Renault bifreiðaverksmiðjunum fyrir 5,9 milljónir sænskra króna. Salan er í samræmi við þá stefnu, sem stjórn fyrirtækisins mótaði 1994," sagði Leif Johansson aðalframkvæmdastjóri. Tíminn er valinn vegna þess að við viljum hagnast á því að hlutabréf í Renault hafa hækkað í verði 1997. Meira

Fastir þættir

8. ágúst 1997 | Í dag | 370 orð

Athyglisverðauglýsing

SVAVAR hafði samband við Velvakanda og vildi hann lýsa yfir ánægju sinni með atvinnuauglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkru frá bandaríska sendiráðinu. Meira
8. ágúst 1997 | Í dag | 186 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sunnudaginn 10.

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sunnudaginn 10. ágúst verður áttræð Jósefína Kristjánsdóttir, Hæðargarði 29. Hún tekur á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur í Aðallandi 2 á afmælisdaginn milli kl. 15.30­19. ÁRA afmæli. Mánudaginn 11. Meira
8. ágúst 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman hinn 12. júlí sl. í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Jóna Dóra Steinarsdóttir og Alvar Óskarsson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Meira
8. ágúst 1997 | Í dag | -1 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman hinn 1. maí í sal Kiwanishússins á Engjateig af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Margrét Ósk Guðmundsdóttir og Þórir Björnsson. Heimili þeirra er í Gullengi 33, Reykjavík. Meira
8. ágúst 1997 | Dagbók | 461 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
8. ágúst 1997 | Fastir þættir | 1157 orð

DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Á vængjum svefn

AÐ HVERFA til svefnsins og líða frá meðvitund niður og gegnum móðu gleymskunar til dulvitundar og inn í drauminn er flestum ljúf athöfn og fræðandi reynsla. Þeir eru þó margir sem telja sig sofa draumvana svefni, eða að minnið nái ekki að festa draumana í gagnabanka sínum og skila þeim til dagvitundar. Meira
8. ágúst 1997 | Í dag | 210 orð

Guatemala

EITT af ríkjum Mið-Ameríku er Guatemala sem liggur austan við Mexíkó og þar fyrir austan eru síðan Belíze og Hondúras. Í Guatemala er lýðveldi og íbúar eru um 9 milljónir. Í frumskógum landsins týndist Einar Ágústsson, eins og fram kom í blaðinu í gær. Meira
8. ágúst 1997 | Fastir þættir | 528 orð

Hlóð ótrúlega hratt utan á sig Jón Ingi Ágústsson heitir ungur fluguhnýtari og leiðsögumaður stangaveiðimanna. Hann er 21 árs,

Fyrir þremur árum ákvað hann að láta þann draum rætast að taka saman og skrifa bók um veiðiflugur, íslenskar og erlendar, sem komið hafa við sögu í veiðiskap á Íslandi frá fyrstu tíð. Jón óraði ekki fyrir því hversu viðamikið verkið yrði, en það er nú komið á lokasprettinn og kemur út á vegum bókaútgáfunnar Reykholts í miðjum september. Meira
8. ágúst 1997 | Í dag | 410 orð

VO virðist sem allmargir landsmanna eigi erfitt með að læra

VO virðist sem allmargir landsmanna eigi erfitt með að læra að umgangast náttúruna með þeirri virðingu, sem henni ber. Alltof oft birtast fréttir af akstri utan vega á viðkvæmum svæðum, slæmri umgengni við helztu náttúruperlur okkar og um helztu auðlind okkar, hafið. Nýlega hefur komið fram að fiskislóðin út af Garðskaga er líkust sorphaugi. Meira

Íþróttir

8. ágúst 1997 | Íþróttir | 66 orð

Afturelding - Brundi7:0

2. DEILD Fjölnir - Leiknir R.1:4 KVA - Ægir2:1 Selfoss - Völsungur3:3 Sindri - Víðir1:2 3. DEILD Afturelding - Brundi7:0 Ágúst Guðmundsson 3, Ómar Friðriksson 3, Jón Grétar Ólafsson 1. KS - Tindastóll1:1 Frakkland Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 91 orð

Allen Johnson Fæddur

Fæddur: 1. mars 1971 í Washington, Bandaríkjunum. Ferill: Heimsmeistari 1995 og1997, Ólympíumeistari 1996.Náði öðrum besta tíma sögunnar í 110 m grindahlaupi er hannhljóp á 12,92 sek. í fyrra, aðeins 1/100 úr sekúndu fráheimsmeti Colins Jackson,Bretlandi. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 205 orð

Andri með glæsilegt met AND

ANDRI Sigþórsson, miðherji KR-liðsins, sem setti glæsilegt markamet í leiknum gegn Skallagrími, hefur ákveðið að gefa þrjú hundruð þúsund kr. sem hann fær frá Lengjunni til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Andri vann það afrek að verða fljótasti leikmaðurinn í sögu 1. deildarkeppninnar, eftir deildaskiptingu 1955, til að skora fimm mörk ­ það tók hann aðeins 47 mín. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 95 orð

Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks dæmdi Gylfi Orrason vítaspy

Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks dæmdi Gylfi Orrason vítaspyrnu á Snorra Má Jónsson fyrir að hafa brugðið Zoran Ljubicic við vítateigshornið vinstra megin. Ólafur Ingólfsson tók spyrnuna og skoraði örugglega ofarlega vinstra megin í markið, en Bjarki Guðmundsson, markvörður Keflavíkur, kastaði sér í hægra hornið. Á 71. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | -1 orð

Bagach missti gullið

Alexander Bagach frá Úkraínu, sem sigraði í kúluvarpinu á laugardaginn, fyrsta degi heimsmeistaramótsins í frjálsíþróttum, var í gær sviptur verðlaunum sínum. Í lyfjaprófi sem allir verðlaunahafar gangast undir kom í ljós að Bagach hafði neytt ephedrines og samkvæmt nýsamþykktum reglum IAAF þýðir það þriggja mánaða bann og útilokun frá viðkomandi keppni. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 75 orð

Celtic hefur augastað á Kristjáni

SKOSKA liðið Celtic er nú að leita að nýjum markverði. Vitað er að forráðamenn liðsins hafa m.a. horft til Íslands. Ekki skemmdi það fyrir áhuga þeirra á íslenskum markverði, að Ólafur Gottskálksson, varamarkvörður landsliðsins, stóð sig vel í marki Hibernian þegar liðið lagði Celtic að velli um sl. helgi, 2:1. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 257 orð

Endurtekið efni "Í s

"Í samanburði við keppnina á HM fyrir tveimur árum og á Ólympíuleikunum í fyrra var erfiðara að innbyrða þennan sigur," sagði Astrid Kumbernuss frá Þýskalandi er hún hafði sigrað í kúluvarpi kvenna. Hún hefur aðeins tapað einu sinni á síðustu 70 mótum sem hún hefur tekið þátt í. Kumbernuss varpaði 20,71 í annarri umferð og Vita Pavlysh, Úkraínu, varð önnur með 20,66 m í síðustu umferð. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 311 orð

"Erfitt,erfitt...

ALLEN Johnson undirstrikaði í gær að hann er óumdeilanlega besti 110 m grindahlaupari heims, en eftir ósannfærandi frammistöðu í undanrásum greinarinnar á HM höfðu vaknað efasemdaraddir um styrk heimsmeistarans frá 1995 og ólympíumeistarans. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 455 orð

Frjálsíþróttir

HM Í Aþenu 110 m grindahlaup: 1.Allen Johnson (Bandar.) 12,93 2.Colin Jackson (Bretl.) 13,05 3.Igor Kovac (Slóvakíu) 13,18 4.Florian Schwarthoff (Þýskal.) 13,20 5.Dan Philibert (Frakkl.) 13,26 6. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 78 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIR/HM Í AÞENU Morgun

FRJÁLSÍÞRÓTTIR/HM Í AÞENU Morgunblaðið/Golli Ég á lítinn skrítinn...ÞESSA skemmtilega mynd var tekin tekin í 10 km göngu kvenna á heimsmeistaramótinu í gærog um hana má segja; "Ég á lítinn skrítinn skugga... Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 368 orð

Grindavík - Keflavík2:0 Grindavíkurvöllur, Íslandsmótið

Grindavíkurvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu, Sjóvár-Almennra deildin, fimmtudagur 7. ágúst 1997. Aðstæður: Hægur andvari, rigning á köflum, völlurinn blautur. Mörk Grindavíkur: Ólafur Ingólfsson (45., vsp.), Zoran Ljubicic (71., vsp.). Markskot: Grindavík 10 - Keflavík 15. Horn: Grindavík 7 - Keflavík 10. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 386 orð

Grindvíkingar halda sínu striki

GRINDVÍKINGAR sigla nú lygnan sjó á Íslandsmótinu í knattspyrnu, en sigruðu hátt skrifað lið Keflavíkur á heimavelli í gær, 2:0. Grindvíkingar gerðu bæði mörk sín úr vítaspyrnum, sem Gylfi Orrason dómari dæmdi réttilega. "Við erum nú komnir í góða stöðu í deildinni, en markmið okkar er einfaldlega að fikra okkur ofar á töflunni. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 240 orð

Guðrún á eftir að hlaupa betur

Norbert Elliott, bandaríski þjálfari Guðrúnar Arnardóttur, sagðist í gær ekki vera búinn að skoða hlaup hennar í undanúrslitunum nákvæmlega. "Það hefur í raun enga þýðingu því Guðrún var veikburða, bæði í undanúrslitunum og í undanrásunum. Flugið frá Bandaríkjunum var erfitt og hún fékk einhverja sýkingu þannig að hún varð að leita læknis. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 76 orð

Gunnell leggur skóna á hilluna

FYRRUM heims- og Ólympíumeistari í 400 metra grindahlaupi kvenna, Sally Gunnell frá Bretlandi, hefur tilkynnt að hún ætli að leggja skóna á hilluna í kjölfar meiðsla sem hafa hrjáð hana um nokkurt skeið. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 67 orð

Í kvöld Knattspyrna 1. deild karla: Dalvík:Dalvík - Fylkir19 Akureyrarv.:Þór - Þróttur19 3. deild karla: Ármannsv.:Ármann -

Knattspyrna 1. deild karla: Dalvík:Dalvík - Fylkir19 Akureyrarv.:Þór - Þróttur19 3. deild karla: Ármannsv.:Ármann - Léttir19 Helgafellsv.:Framherj. - KFR19 Gróttuv. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 211 orð

ÍR í annað sætið á ný ÍR-ingar skutust að ný

ÍR í annað sætið á ný ÍR-ingar skutust að nýju upp í 2. sæti 1. deildar karla í knattspyrnu þegar þeir lögðu FH-inga að velli, 2:1, í úrhellisrigningu í Breiðholtinu í gærkvöldi. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 226 orð

Jafnt hjá KA og Reyni á Akureyri

KA og Reynir skildu jöfn, 2:2, er liðin mættust á Akureyri í gærkveldi í 1. deildarkeppninni. Reynismenn voru óánægðir að ná ekki að sigra en KA jafnaði leikinn þegar um tvær mínútur lifðu af leiknum. Leikurinn var tilþrifalítill og verður ekki í minnum hafður fyrir þá knattspyrnu sem sem hann bauð upp á og skemmtunin var ekki upp á marga fiska. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 223 orð

Jón Arnar ætlar sér til Frakklands

Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi úr Tindastóli og Guðrún Arnardóttir , hlaupakona úr Ármanni, tóku lífinu með ró hér í Aþenu í gær ásamt þjálfurum sínum, Gísla Sigurðssyni og Norbert Elliot. Jóni Arnari leið miklu betur í gær og var bjartsýnn á að hann yrði ekki lengi að ná sér. "Ég ætla ekki að enda keppnistímabilið á þennan hátt. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 68 orð

Perec hætti

HIN sprettharða Marie-Jose Perec frá Frakklandi tók ekki þátt í undanúrslitum 200 metra hlaups kvenna á HM í Aþenu í gær vegna þess að meiðsli sem hún hefur átt við sl. mánuði tóku sig upp í upphitun fyrir undanúrslit. Perec ætlaði upphaflega ekki að keppa á HM en snerist síðan hugur skömmu áður en mótið hófst. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 507 orð

Valsmenn náðu jöfnu

Leikur Leifturs og Vals var í heild opinn og skemmtilegur, markskotin fjölmörg og allmikið um góð færi sem flest féllu heimamönnum í skaut. Oft hafa verið skoruð fleiri mörk úr færri tilraunum en framherjar Leifturs voru ekki á skotskónum og söknuðu Þorvaldar Makans Sigbjörnssonar sem er meiddur. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | -1 orð

Valsmenn náðu jöfnu

Leikur Leifturs og Vals var í heild opinn og skemmtilegur, markskotin fjölmörg og allmikið um góð færi sem flest féllu heimamönnum í skaut. Oft hafa verið skoruð fleiri mörk úr færri tilraunum en framherjar Leifturs voru ekki á skotskónum og söknuðu Þorvaldar Makans Sigbjörnssonar sem er meiddur. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 91 orð

Viking á eftir Ríkharði

NORSKA úrvalsdeildarliðið Viking Stavanger hefur lýst yfir áhuga á að fá í sínar raðir KR-inginn Ríkharð Daðason. Viking seldi hinn sókndjarfa Erik Nevland til ensku meistaranna Manchester United ekki alls fyrir löngu og vantar nú framherja til þess að fylla skarð hans. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 31 orð

(fyrirsögn vantar)

1. DEILD ÍR - FH2:1 Guðjón Þorvarðarson (53.), Kristján Brooks (73.) ­ Brynjar Gestsson (18.). KA - Reynir2:2 Steingrímur Eiðsson (33.), Einar Einarsson (88.). ­ Izet Arslonovic (6.,72.). Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Helsti markaskorari Leifturs, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, meiddist illa í leiknum á móti ÍBV og er líklega með slitin liðbönd í hné. Hann verður ekki leikfær næsta mánuðinn og er jafnvel úr leik út tímabilið. Þetta er mikið áfall fyrir Leiftur enda hafði Þorvaldur Makan náð sér vel á strik og skorað 6 mörk í deildinni. Fyrir á sjúkralista er m.a. Meira
8. ágúst 1997 | Íþróttir | 140 orð

(fyrirsögn vantar)

Dauft í Kópavoginum Fátt markvert gerðist á Kópavogsvellinum í gærkvöldi þegar Breiðablik og Víkingur fengu hvort sitt ódýrt stigið í afar bragðdaufum markalausum jafnteflisleik. Blikar fengu þokkalegt færi á 27. Meira

Úr verinu

8. ágúst 1997 | Úr verinu | 215 orð

Bretar hafa veitt lítið við Rockall

MIKLAR umræður hafa verið meðal sjómanna Bretlandseyja vegna staðfestingar Breta á alþjóða hafréttarsáttmálanum. Samkvæmt honum miða þeir ekki lengur 200 mílna fiskveiðilögsögu sína við klettaeyjuna Rockall. Meira
8. ágúst 1997 | Úr verinu | 99 orð

Olía finnst enn í rækju við Hjaltland

BANN við rækjuveiðum nálægt strandstað olíuskipsins Braer við Hjaltlandseyjar hefur enn verið framlengt fimm árum eftir að skipið strandaði. Yfirvöld hafa tjáð samtökum skozkra útvegsmanna að olíuinnihald í rækjunni á Burra Haaf-miðunum suðvestur af eyjunum sé enn of mikið, þó það fari minnkandi. Meira
8. ágúst 1997 | Úr verinu | 321 orð

Þokkaleg loðnuveiði

LOÐNUSKIPIN tínast nú á miðin eftir stutt frí en í gær voru 29 skip að veiðum um 60 mílur norður af Melrakkasléttu, samkvæmt upplýsingum Tilkynningaskyldunnar. Veiði hefur verið þokkaleg nú í upphafi mánaðar en búast má við að nokkuð dragi úr veiði þegar skipum fjölgar. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

8. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 415 orð

FANNEY KRISTBJARNARDÓTTIRTölvan gerði þettaallt mögu

"GÖMLU mönnunum finnst þetta nú ekki merkilegt," segir Fanney Kristbjarnardóttir um frímerkjasafn sitt. "Þeir eru allir í afbrigðum og takkastærð en ég safna í þemum og byggi söfnin mín á því að hægt sé að segja allt með frímerkjum." Fanney safnaði frímerkjum sem barn en byrjaði ekki aftur fyrr en hún fór að fara á sýningar með eiginmanni sínum sem safnar dönskum frímerkum. Meira
8. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 200 orð

Gamall bolur í nýjum búningi

GAMLIR stuttermabolir og nýir sem virðast gamlir í hettunni eru áberandi í sumar. Þeir eru stuttir jafnt á bol sem ermar, með skringilegum myndum og texta og segja meira um eigandann en nokkur orð. Meira
8. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 664 orð

Hvítlaukur kryddaður með mat

LITLA Ítalía í San Francisco er litrík og hávaðasöm og þekkt fyrir aragrúa lítilla, skemmtilegra veitingastaða og kaffihúsa sem þar kúra á hverju götuhorni. Lystugum reynist valið vandasamt og ekki verra að hafa leiðbeiningar heimafólks í farteskinu. Meira
8. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 422 orð

Myndavélar fyrir tölvuáhugafólk ÞAÐ e

ÞAÐ er orðið nokkuð algengt að áhugafólk um ljósmyndun setji myndir inn á tölvu- eða geisladiska. Einnig hefur færst í vöxt að safnarar setji söfn sín inn á stafrænt form. Annað hvort eru notaðar til þess stafrænar myndavélar eða þá að myndirnar eru skannaðar inn á stafræna formið. Meira
8. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 453 orð

RAGNHEIÐUR VIGGÓSDÓTTIRHef ekki áhu

RAGNHEIÐUR VIGGÓSDÓTTIRHef ekki áhuga á tölvum fyrir tvo aura RAGNHEIÐUR Viggósdóttir safnar spilum og kortum frá fyrri hluta aldarinnar. Hún hefur safnað spilunum í allt að fjörutíu ár en kortunum í tuttugu ár. "Það er alveg yndislegt að byggja upp söfn," segir hún. Meira
8. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 809 orð

Sumarsól SEATTLE

Arna Garðarsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum, Jónasi Tryggvasyni, í Seattle. Hún segir hér frá aðdráttarafli borgarinnar fyrir þær 15 milljónir ferðamanna sem koma þangað árlega. Meira
8. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 204 orð

TilbrigðitískunnarTÍSKAN er sannarlega breyti

TÍSKAN er sannarlega breytingum háð, hönnuðir þurfa að sýna hugkvæmni í verki til að geta stöðugt boðið upp á eitthvað nýtt. Hönnuðir í fremstu röð sýna afrakstur vinnu sinnar í það minnsta tvisvar á ári. Það er ærinn starfi. Stöku sinnum verða kúvendingar á þessu sviði, einkum þegar pilsfaldurinn færist upp eða niður, eftir einhverjum óútskýrðum lögmálum, með vissu millibili. Meira
8. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1067 orð

Trylltur uppi á fjöllum Til

UM tíma bjó Pálmi Benediktsson á almenningsbekk í miðri Kaupmannahöfn, þá forfallinn eiturlyfjaneytandi, en frá Íslandi hrökklaðist hann fyrir sautján árum. "Ég var kominn í strætið, Íslendingar höfðu fengið nóg af mér og ég af þeim svo ég flutti til Danmerkur og hélt áfram viðteknum hætti. Meira
8. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 363 orð

Tölvuvæddir safnarar eru tímanna tákn

TÖLVUVÆÐING undanfarinna ára hefur haft í för með sér stökkbreytingar í alls kyns skráningu og upplýsingasöfnun. Í samtölum við söluaðila á íslenskum hugbúnaðarmarkaði kom hins vegar fram að fá forrit eru fáanlegt sem sniðin eru sérstaklega að þörfum safnara. Meira
8. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 752 orð

Þvottaskjóða sem fer um landið og miðin

STUNDUM eru það tilviljanir sem eru ráðandi í lífi okkar, allavega er óhætt að segja það um hana Þórhöllu S. Sigmarsdóttur. Upphaf þess að hún fór út í eigin atvinnurekstur má rekja til þvottar á spangarbrjóstarhöldum. Þau skiluðu sér spangarlaus út úr þvottavélinni og þar sem Þórhalla hafði áhyggjur af því að spangirnar gætu eyðilagt þvottavélina, þá hringdi hún á raftækjaverkstæði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.