Greinar fimmtudaginn 27. maí 1999

Forsíða

27. maí 1999 | Forsíða | 278 orð

Bágt gengi evrunnar veldur áhyggjum

EVRAN, hin sameiginlega mynt aðildarríkja Evrópusambandsins, féll í gær gagnvart bandarískum dal, úr 1,0604 á þriðjudag í 1,04575 um miðjan dag í gær, og hefur gengi evrunnar aldrei verið jafnlágt. Er það rakið til viðbragða markaðarins við slæmum horfum í efnahagsbúskap Evrópuríkja. Meira
27. maí 1999 | Forsíða | 185 orð

Finnar andsnúnir sameiningu ESB og VES

AÐ SÖGN Jan-Erik Enestam, varnarmálaráðherra Finnlands, eru þau aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) sem standa utan Vestur-Evrópusambandsins (VES) og NATO andsnúin tillögum Þjóðverja um að setja VES undir ESB með formlegum hætti. Enestam sagðist í viðtali við Reuters í gær þess fullviss að ríki sem sótt hafa það fast að af sameiningu stofnananna yrði, muni fallast á lausleg tengsl þeirra. Meira
27. maí 1999 | Forsíða | 537 orð

Júgóslavíuforseti verði ákærður fyrir stríðsglæpi

HAFT var eftir ónefndum heimildarmanni sem starfar hjá stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í gær að Slobodan Milosevic, Júgóslavíuforseti, hafi verið ákærður fyrir stríðsglæpi og að ákæruskipun hafi þegar verið undirrituð af fulltrúum dómstólsins. Meira
27. maí 1999 | Forsíða | -1 orð

Manchester United Evrópumeistari

ENSKA knattspyrnuliðið Manchester United varð í gær Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 2:1- sigur á þýska liðinu Bayern M¨unchen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Camp Nou-leikvanginum í Barcelona. Mikil fagnaðarlæti brutust út á Englandi, ekki síst í nágrenni Manchesterborgar, og sagði m.a. Meira
27. maí 1999 | Forsíða | 78 orð

The Sun biðst afsökunar

BRESKA æsifréttablaðið The Sun baðst í gærkvöldi opinberlega afsökunar á að hafa birt tíu ára gamla mynd af Sophie Rhys- Jones, unnustu Játvarðs prins, þar sem annað brjóst hennar sást. Dagblaðið hafði keypt myndir af Rhys-Jones af vinkonu hennar og var ætlun blaðsins að birta þær í þremur tölublöðum. Meira

Fréttir

27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 211 orð

50 manna hópferðarbifreið valt á leið í Skátafell

Grund-Það óhapp varð á þriðjudagsmorgunn 25. maí að rúmlega 50 farþega hópferðarbifreið sem var á leið í Skátafell, með 44 börn úr Tjarnarskóla í Reykjavík ásamt 3 kennurum lenti útaf veginum undir Dragafelli og valt á hliðina. Einungis 1Ã km. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 39 orð

Afmælishátíð Setbergsskóla

SETBERGSSKÓLI í Hafnarfirði á 10 ára starfsafmæli. Af því tilefni verður sérstök sýning í skólanum á vinnu og verkum nemenda ásamt ýmsum uppákomum. Opnunartími sýningarinnar eru föstudagurinn 28. maí kl. 13­17 og laugardagurinn 29. maí kl. 10­16. Meira
27. maí 1999 | Landsbyggðin | 81 orð

Bláklukkan gefur gjafir

Egilsstaðir-Kvenfélagið Bláklukka á Egilsstöðum bauð eldri borgurum á Héraði til kaffisamsætis í Valaskjálf á Egilsstöðum. Kvenfélagskonur afhentu einnig afrakstur vetrarins en það voru 140.000 kr. Sigríður Sigurðardóttir, fráfarandi formaður Bláklukku, afhenti Aðalbjörgu Pálsdóttur, leikskólastjóra Leikskólans Tjarnarlands, 40.000 kr. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 338 orð

Burðarás hefur keypt bréf FBA í ÚA og SÍF

BURÐARÁS, eignarhaldsfélag Eimskipafélagsins, keypti í gær 10,5% hlut í Útgerðarfélagi Akureyringa hf., ÚA, og 4% hlut í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda, SÍF, af Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, en um er að ræða bréf sem áður voru í eigu Jökla hf. og bankinn keypti á dögunum af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Búin að gera það sem hægt er

"Kennarar hafa bent á að til þess að geta sinnt tilteknum störfum í skólunum þurfi að greiða fyrir það aukalega sem verður þá gert í formi aukavinnu," sagði borgarstjóri ennfremur. Samþykkt var 170 milljóna króna aukafjárveiting í borgarráði síðastliðinn þriðjudag til að mæta útgjöldum vegna nýrra Meira
27. maí 1999 | Landsbyggðin | 66 orð

Búvélar hf. opnaðar á Selfossi

Selfossi-Formleg opnun fyrirtækisins Búvéla hf. á Selfossi fór fram á dögunum. Það er fyrirtækið Bílfoss á Selfossi sem hefur keypt fyrirtækið en ásamt Bílfossi mun Vélsmiðja KÁ koma að rekstrinum. Í opnunarhófinu voru bændur fjölmennir og var þeim kynnt sú þjónusta sem fyrirtækið býður upp á en Búvélar stunda umboðssölu á landbúnaðartækjum. Meira
27. maí 1999 | Erlendar fréttir | 134 orð

Clinton-hjónin hyggjast flytja

Clinton-hjónin hyggjast flytja New York. The Daily Telegraph. BANDARÍSKU forsetahjónin, Bill og Hillary Clinton, hyggjast setjast að í Westchester-sýslu, skammt norður af New York- borg, þegar valdatíð þeirra í Hvíta húsinu er lokið. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 376 orð

Doktorsvörn í læknadeild

MAGNÚS Gottfreðsson læknir mun verja doktorsritgerð sína "Pharmacodynamics of antibiotics in vitro with special reference to the postantibiotic effect" í hátíðarsal Háskóla Íslands föstudaginn 28. maí kl. 14. Leiðbeinandi Magnúsar var dr. Sigurður Guðmundsson fv. yfirlæknir á Landspítalanum og núverandi landlæknir. Andmælendur eru dr. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð

ÐLandsbankinn hækkar innláns- og útlánsvexti

FRÁ og með 1. júní nk. hækkar Landsbankinn vexti á inn- og útlánum. Á útlánahlið verður mesta hækkunin í neyslulánum og óverðtryggðum lánum, eða allt að 0,4 prósentustig. Innlánsvextir hækka um 0,1­0,7 prósentustig, mest þar sem um er að ræða reglubundinn sparnað. Ólafur Örn Ingólfsson, forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsbankanum, segir að með vaxtahækkununum sé Landsbankinn m.a. Meira
27. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 545 orð

Enginn framhaldsskóli verið svona lengi í byggingu

BERNHARÐ Haraldsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, leit um öxl í ræðu sinni við skólaslit í Íþróttahöllinni sl. laugardag. Bernharð er nú að láta af starfi skólameistara VMA en hann hefur starfað við skólann frá upphafi. Að þessu sinni voru 116 nemendur brautskráðir frá VMA, 87 stúdentar, 8 vélstjórar, 16 iðnnemar, 2 matartæknar og 3 starfsdeildarnemar. Þriðjudaginn 1. Meira
27. maí 1999 | Erlendar fréttir | 1134 orð

"Ég vildi að ég væri dáin" Ungum albönskum stúlkum er safnað saman kerfisbundið af serbneskum hermönnum og nauðgað, stundum

SÖGU sína sagði hún í dimmu tjaldi sem fjölskylda hennar, sem ekki þekkir þær raunir sem hún hefur þurft að þola, hafði verið beðin um að rýma. Sítt, dökkt hár hennar var tekið saman í hnút og hún sat án þess að hreyfa sig, líkt og hún óttaðist að minnsta hreyfing myndi afhjúpa tilfinningar hennar. Raddblær hennar hélst óbreyttur og flatur er hún sagði sögu sína. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála

Einnig segir: "Landssíminn fagnar þessari ákvörðun enda er hún í samræmi við það sem fyrirtækið hefur alla tíð haldið fram að upplýsingaþjónustan 118 er ekki rekin í samkeppni við Gulu línuna. Áhersla hefur hins vegar verið lögð á að veita góða Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Farþegar í farangursburði

FARÞEGAR með þotu Flugleiða á leið til og frá París í gær urðu að bera farangur sinn sjálfir að nokkru leyti að og frá vélinni vegna skyndiverkfalls hleðslumanna flugvallarins. Á myndinni má sjá hvar farþegar, sem komu með vélinni til Parísar, bíða þess að fá töskur sínar úr vélinni til að bera þær sjálfir inn í flugstöðvarbygginguna. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 309 orð

Fékk í sig rafstraum

SÍMVIRKI slasaðist þegar hann fékk mikinn rafstraum í sig þar sem hann vann að viðgerð á sendi í pósthúsinu á Raufarhöfn í fyrradag. Þykir mikil mildi að maðurinn sleit ósjálfrátt í sundur leiðslu um leið og hann fékk rafhöggið og varð því fyrir raflosti í skemmri tíma en ella hefði orðið. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Félagsmiðstöð vígð í Breiðholti

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vígði á þriðjudag félags- og upplýsingamiðstöðina Miðberg að Gerðubergi í Breiðholti. Miðstöðin er á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í Breiðholti og er hún sprottin af rótum Fellahellis, sem þjónað hefur börnum og unglingum í Breiðholti í 25 ár. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Fjórði áfangi póstgöngunnar

FJÓRÐI áfangi Póstgöngunnar 1999, raðgöngu Íslandspósts hf. á milli pósthúsa verður genginn í kvöld, fimmtudag, frá pósthúsinu í Vogum kl. 20. Gengið verður að pósthúsinu í Keflavík. Gangan tekur tvær og hálfa til þrjár klukkustundir. Munið eftir göngukortunum og pósthúfunum góðu. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Fjölskylduganga Sparisjóðs Hafnarfjarðar

LIÐUR í Vorsveiflu Sparisjóðsins er kvöldganga sem Sparisjóður Hafnarfjarðar efnir til föstudaginn 28. maí nk. kl. 20. Genginn verður nyrsti hluti Selvogsgötu, hinnar fornu leiðar Selvogsmanna. Safnast verður saman við Sparisjóðinn við Strandgötu. Þaðan verður farið með rútu að austurhluta Setbergshverfis þangað sem gangan hefst. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 324 orð

Flóttamenn frá Kosovo komnir til Dalvíkur

TUTTUGU og þrír flóttamenn frá Kosovo komu síðdegis í gær til Dalvíkur. Flóttafólkið kom með rútu frá Eiðum þar sem það hefur dvalið síðustu tvær vikur. Ungir sem aldnir Dalvíkingar söfnuðust saman við Víkurröst þar sem móttaka flóttamannanna fór fram. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 209 orð

Framfærsla í 62.500 krónur

SAMKVÆMT nýjum úthlutunarreglum LÍN, sem menntamálaráðherra hefur staðfest, hækkar grunnframfærsla námsmanna um 3% eða í 62.300 krónur úr 60.500 krónum á næsta skólaári. Hinar nýju reglur voru samþykktar samhljóða í stjórninni. Á grundvelli nýju reglnanna, er áætlað að veita rúmlega 6 þúsund námsmönnum námslán að upphæð 3.490 milljónir króna á næsta skólaári. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fremur rólegt í gær á skjáltasvæðinu

FJÖLDA eftirskjálfta varð vart á Hengilssvæðinu í gær eftir stóra skjálftann á þriðjudag, að sögn Bergþóru Þorbjarnardóttur, jarðeðlisfræðings á Veðurstofunni. Hún sagði að fáir skjálftanna hefðu farið yfir eitt stig á Richter og svo virtist sem skjálftavirkni færi minnkandi. Þó væri erfitt að segja fyrir um framhaldið og enn væri fylgst með ástandinu á svæðinu. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Fyrirlestur um ljósörvaðar mælingar

HALLDÓR Örn Ólafsson, meistaranemi í eðlisfræðiskor, flytur fyrirlestur fimmtudaginn 27. maí um verkefni sitt: "Ljósörvaðar yfirborðsmælingar í hálfleiðurum". Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 í VR II, húsi verkfræði- og raunvísindadeilda við Hjarðarhaga 2­6 og hefst kl. 15. Fyrirlesturinn er lokaáfangi til meistaraprófs við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 194 orð

Fyrsta skógarganga sumarsins

FYRSTA skógarganga sumarsins í röð gangna á vegum skógræktarfélaganna, í fræðslusamstarfi þeirra við Búnaðarbanka Íslands, verður í kvöld kl. 20.30. Göngurnar eru skipulagðar í samvinnu við Ferðafélag Íslands. Öllum er heimil þátttaka. Í þessari fyrstu skógargöngu sumarsins verður gengið um skóginn að Fossá í Hvalfirði undir leiðsögn staðkunnugra manna. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 246 orð

Gengið frá skipan ráðherra í kvöld

ÁFORMAÐ er að ný ríkisstjórn Davíðs Oddssonar taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan 14 á morgun. Þingflokkar og æðstu stofnanir Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins munu fjalla um málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar í dag og á fundum þingflokka, sem verða í kvöld, verður ákveðið hverjir verða ráðherrar hinnar nýju ríkisstjórnar. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Geysimikið heitt vatn fannst

TILRAUNABORUNUM eftir heitu vatni er nú lokið í landi Landbrota við Haffjarðará. Fyrstu boranir bentu til þess að vatn úr holunni myndi nægja til að hita upp 1.000 manna byggð. Nú hefur verið borað niður á 171 metra dýpi, en þar reyndist sjálfrennsli vatns 40 lítrar á sekúndu. Vatnið er 60 gráða heitt. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 377 orð

Grunnskólar í Vesturbyggð sameinaðir í einn skóla

BÆJARSTJÓRN Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að sameina alla grunnskólana í Vesturbyggð í einn skóla, sem nefnast mun Grunnskóli Vesturbyggðar. Skólarnir sem hér um ræðir eru Bíldudalsskóli, Birkimelsskóli, Patreksskóli og Grunnskólinn í Örlygshöfn. Af þessu leiðir að núverandi stöður skólastjóra við skólana leggjast af þar sem þeim verður sagt upp störfum. Meira
27. maí 1999 | Landsbyggðin | 158 orð

"Gömul fermingarbörn" heimsóttu Ingjaldshól

Hellissandi-Á hvítasunnudag voru sjö ungmenni fermd í Ingjaldshólskirkju. Það hefur færst í vöxt á síðari árum að eldri fermingarárgangar og þá gjarnan 50­60 ára fermingarárgangar mæti til messu og gangi til altaris um leið. Meira
27. maí 1999 | Landsbyggðin | 230 orð

Göngudeild sykursjúkra á Húsavík opnuð

Ásgeir Böðvarsson læknir og Sigríður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur munu veita þessari starfsemi forstöðu en þau hafa bæði starfað fyrir sykursjúka á öðrum vettvangi og mun sú reynsla fyrst og fremst nýtast með stuðningi frá sérfræðingum í innkirtlasjúkdómum, sérþjálfuðum matvælafræðingum í Reykjavík og frá Samtökum sykursjúkra. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Hádegisverðarfundur um Þýskaland í forsæti Evrópusambandsins

KJARTAN E. Magnússon stjórnmálafræðingur flytur erindi um Þýskaland í forsæti Evrópusambandsins með áherslu á stækkun ESB til austurs á vegum Félags stjórnmálafræðinga á efri hæð veitingastaðarins Lækjarbrekku föstudaginn 28. maí í hádeginu kl. 12. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Herjólfur í áætlun á sunnudag

ÁÆTLAÐ er að Herjólfur komi til Vestmannaeyja næstkomandi laugardagskvöld og hefji reglubundnar áætlunarferðir milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar sunnudaginn 30. maí. Viðgerð er að ljúka á Herjólfi í Hollandi. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 262 orð

Hið upprunalega Kriya jóga á Íslandi

HINGAÐ til lands er væntanlegur jógi sem mun leiðbeina fólki í Kriya jóga hugleiðslu. Kriya jóga var kennd í fyrsta sinn á Íslandi í sinni upprunalegu mynd vorið 1996. Jóginn sem mun kenna tæknina heitir Swami Prajnanananda Giri og er indverskur munkur. Hann er nemandi Paramahansa Hariharananda Giri, sem er talinn einn mesti jógi á lífi, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Hjólreiðamaður fannst látinn

MAÐUR um fimmtugt fannst látinn á Kjalarnesi laust fyrir klukkan eitt í fyrrinótt, um tvö hundruð metrum sunnan við Esjugrund. Vegfarandi sem kom á vettvang taldi að um umferðarslys hefði verið að ræða og tilkynnti lögreglu, sem hélt rakleiðis á staðinn. Hinn látni hafði verið á reiðhjóli og fannst hann skammt frá hjólinu, liggjandi á götunni. Tildrög málsins eru ókunn. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Hlutdeild Baugs er um 63%

HLUTDEILD Baugs hf., sem rekur fjölmargar matvöruverslanir, á matvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu er talin kringum 63% samkvæmt upplýsingum frá Samkeppnisstofnun. Á landinu öllu er hlutdeildin talin kringum 43%. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 309 orð

Hyggjast aka aftur yfir jökulinn

ARNGRÍMUR Hermannsson, einn leiðangursmanna í ICE225- jeppaleiðangrinum yfir Grænlandsjökul, segir sterkar líkur á að haldið verði til baka akandi yfir Grændlandsjökul. "Ef af verður leggjum við upp í nýjan leiðangur og höldum af stað á föstudag. Þá myndum við keyra til baka yfir jökulinn og enda í Syðri-Straumsfirði," segir hann. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Hækkun í maí 2,2% að meðaltali

ÁBYRGÐARTRYGGINGAR ökutækja hækkuðu um tæp 2,2% nú í maímánuði miðað við aprílmánuð, samkvæmt mælingum vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar út. Áætla má lauslega að hver 10% hækkun á iðgjöldum lögboðinna ökutækjatrygginga, þ.e. þeim hluta þeirra sem lýtur að slysatryggingu ökumanns og farþega, þýði um 0,1% í hækkun vísitölu neysluverðs. Meira
27. maí 1999 | Erlendar fréttir | 610 orð

Indverjar gera loftárásir á skæruliða í Kasmír

INDVERJAR gerðu í gær fyrstu loftárásir sínar á friðartímum á skotmörk í Kasmír til að flæma burt skæruliða, sem höfðu laumast inn á yfirráðasvæði þeirra. Þeir vöruðu Pakistana við því að koma skæruliðunum til varnar og sögðust ætla að halda árásunum áfram þar til þeir færu af svæðinu. Meira
27. maí 1999 | Erlendar fréttir | 327 orð

Kínversk geimferja á loft

YFIRVÖLD í Kína hafa í hyggju að senda fyrstu mönnuðu geimferjuna út í geim fyrir 1. október næstkomandi, að því er blaðið Weekly Digestskýrði frá í gær. Er ætlunin að geimferðin verði til marks um hálfrar aldar afmæli Kommúnistaflokksins sem verður 1. október. Einnig kom fram í blaðinu að með ferðinni yrði Kína þriðja fremsta ríkið á sviði geimferða á eftir Bandaríkjunum og Rússlandi. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 161 orð

Kjörin í stjórn Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga

ÁSTA Möller, sem nýverið lét af störfum sem formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur verið kjörin í stjórn Alþjóðasamtaka hjúkrunafræðinga (International Council of Nurses, ICN). "Ásta er fyrst íslenskra hjúkrunarfræðinga til að taka sæti í 15 manna stjórn samtakanna í 100 ára sögu þeirra. Meira
27. maí 1999 | Miðopna | 505 orð

Komið að Jóhannesi R. Snorrasyni

Atlanta nefnir þotur sínar eftir frumkvöðlum í flugi Komið að Jóhannesi R. Snorrasyni Sjö þotur flugfélagsins Atlanta bera nú nöfn frumkvöðla íslenskrar flugsögu, flugmanna og annarra forgöngumanna í uppbyggingu flugmála. Sú sjöunda fékk nafn Jóhannesar R. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Kynningarkvöld um andlega fræðslu

KYNNINGARKVÖLD verður haldið fimmtudaginn 27. maí kl. 20 í Lífssýnarsalnum Bolholti 4, 4. hæð. Þar kynnir Paul Welch námskeið sitt "Silent suprise" sem fram fer dagana 4.­11. júní nk. í Skálholti, Biskupstungum. Meira
27. maí 1999 | Erlendar fréttir | 1085 orð

Kyrrð, ró og heiður himinn ­ í bráð

"VEGNA efnahagsástandsins í Rússlandi hef ég áhyggjur af flestu þar í landi." Þetta sagði Inger M.H. Eikelmann, ráðgjafi við öryggismáladeild norska geislavarnaráðsins, sem er við Svanhovd-umhverfismiðstöðina og ráðstefnusetrið um 30 km frá bænum Kirkenes í Norður-Noregi, örskammt frá landamærum Rússlands. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

Lax genginn í Norðurá

LAXINN er genginn í Norðurá. Í gær voru menn á ferð og sáu lax á tveimur stöðum í ánni og nokkurt magn á öðrum þeirra. Frekar lítið vatn er í ánni um þessar mundir og gott að sjá í ána þar sem þannig hagar til. Stangaveiði hefst í ánni á þriðjudagsmorgun og lofar þetta góðu. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð

LEIÐRÉTT

Í FORMÁLA minningagreina um Klemens Rafn Ingólfsson 21. maí síðastliðinn var rangt farið með nafn sonar hans. Hann heitir Rögnvaldur Kristinn Rafnsson en ekki Þorvaldur eins og misritaðist. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Meira
27. maí 1999 | Erlendar fréttir | 1658 orð

Leyniþjónusta við lesendur Bresku æsifréttablöðin fara mikinn þessa dagana og höggva mann og annan. Freysteinn Jóhannsson segir

ÞÆR hafa verið kallaðar "Hall's Angels" og þeir, sem við þær tala, hafa talað af sér með þeim afleiðingum að syndir þeirra urðu forsíðuefni News of The World og breyskleiki þeirra þar með á vitund alþjóðar. Á dögunum bauðst Tom Parker Bowles til að útvega ungri konu í Cannes eiturlyf, en konan sú reyndist vera blaðamaður, sem skrifaði sína forsíðufrétt. Meira
27. maí 1999 | Erlendar fréttir | 160 orð

Lögregluofbeldi veldur ólgu í New York

HVÍTUR lögreglumaður í New York hefur viðurkennt að hafa pyntað blökkumann í réttarhöldum, sem hafa valdið ólgu meðal blökkumanna og innflytjenda í borginni. Lögreglumaðurinn játaði verknaðinn eftir að fjórir lögreglumenn vitnuðu gegn honum í réttarhöldunum sem hafa staðið í þrjár vikur. Meira
27. maí 1999 | Erlendar fréttir | 782 orð

Mikil spenna hlaupin í samskipti ríkjanna

ÞÓTT enginn vafi leiki á því að ásakanir um að Kínverjar hafi um margra ára skeið stundað umfangsmiklar kjarnorkunjósnir í Bandaríkjunum skaða samskipti Kína og Bandaríkjanna eru skiptar skoðanir um hvaða afleiðingar þetta mál muni hafa til lengri tíma litið. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Morgunblaðið/Ásdís

Morgunblaðið/ÁsdísSöngspírur við Dauðahafið SELMA Björnsdóttir, fulltrúi Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin verður á laugardag, baðaði út öllum öngum við Dauðahafið á þriðjudag, en þangað héldu íslensku keppendurnir í dagsferð. Félagar hennar flutu í hafinu, sem er afar salt. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Mótmæla lokun bókasafns

NEMENDUR í 5. bekk K í Austurbæjarskóla í Reykjavík söfnuðu á sjöunda hundrað undirskriftum þar sem mótmælt er fyrirhugaðri lokun Borgarbókasafnsins við Þingholtsstræti vegna flutnings í Tryggvagötu. Afhentu nemendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra undirskriftirnar í gær. Meira
27. maí 1999 | Erlendar fréttir | 422 orð

NATO-vélar varpa ónotuðum sprengjum í Adríahafið

ÍTALSKIR sjómenn við Adríahafið eru öskureiðir ítölskum yfirvöldum og NATO fyrir að hafa haldið því leyndu að flugvélar NATO varpi ónotuðum sprengjum í hafið áður en þær lenda á ítölskum flugvöllum. Þessi siður varð opinber nýlega er sjómenn undan ströndum Feneyja slösuðust þegar þeir fengu sprengju í netið. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 750 orð

"Nauðsynlegt að stokka upp spilin"

ÁRNI Johnsen, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, sagði að það hefði komið sér mjög á óvart, á sínum tíma, hversu rekstrarvandi Vinnslustöðvarinnar hf., eins af öflugri fyrirtækjum landsins, var mikill. Meira
27. maí 1999 | Erlendar fréttir | 1346 orð

Norskir blaðamenn fagna dómi frá Strassborg

ÁTÖK norskra selveiðimanna við mann að nafni Odd F. Lindberg, sem gagnrýnt hefur harkalega aðferðir við veiðarnar, hafa staðið í meira en áratug og teygt anga sína til Strassborgar. Mannréttindadómstóllinn þar veitti norsku blaði í sl. Meira
27. maí 1999 | Landsbyggðin | 356 orð

Nýtt vistheimili tekið í notkun að Bergi í Aðaldal

Laxamýri-Nýtt vistheimili fyrir unglinga var formlega tekið í notkun að Bergi í Aðaldal nýlega. Heimili þetta er rekið í tengslum við vistheimilið í Árbót, en það eru hjónin Hákon Gunnarsson og Snæfríður Njálsdóttir sem hafa haft yfirumsjón með þeim rekstri allt frá árinu 1992. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

Ný tækni vekur athygli erlendis

ERLENDIR aðilar hafa sýnt kantlýsingu á skyggnum Olís- stöðvanna mikinn áhuga. Þegar hefur verið gengið frá sölu á lýsingunni til 32 bensínstöðva Q8 olíufélagsins í Danmörku og fleiri aðilar í Danmörku og Þýskalandi kanna kaup á tækninni. Ljósarendurnar eru hannaðar af Olís í samvinnu við Dengsa ehf. og bandaríska fyrirtækið Supervision. Dengsi ehf. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 249 orð

Olíudreifing safnar mjólkinni

OLÍUDREIFING ehf., dreifingarfyrirtæki Olíufélagsins hf. (ESSO) og Olíuverslunar Íslands hf. (Olís), hefur tekið að sér söfnun mjólkur af Snæfellsnesi, úr Borgarfirði og af Kjalarnesi og flutning hennar til Reykjavíkur. Olíudreifing átti lægsta tilboð í mjólkurflutningana í útboði bænda og mjólkurfélaga á svæðinu. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 1060 orð

Ósammála umsögnum íslenskra lækna Ástralski skurðlæknirinn Henry V. Crock, sem gerði bakaðgerð á íslenskri stúlku á seinasta

Ástralski skurðlæknirinn Henry V. Crock, sem gerði bakaðgerð á íslenskri stúlku á seinasta ári, Ingu Jónu Ingimarsdóttur, hefur lýst sig ósammála efnisatriðum umsagna lækna sem fjölluðu um mál stúlkunnar fyrir siglinganefnd Tryggingastofnunar. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

Penninn kaupir Bókval

PENNINN í Reykjavík hefur keypt bóka- og ritfangaverslunina Bókval á Akureyri. Bókval er stærsta bókaverslunin á Akureyri, svo og utan höfuðborgarsvæðisins og þar eru einnig seld hljómtæki, geisladiskar og fleira. Bókval var í eigu Tæknivals, sem átti 75%, og hjónanna Jóns Ellerts Lárussonar og Svandísar Jónsdóttur, sem áttu 25%. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 308 orð

Ráðstefna um aðgerðir gegn ofbeldi

NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar, Skrifstofa jafnréttismála og Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands boða til ráðstefnu í dag um aðgerðir gegn ofbeldi. "Ráðstefnan er haldin í tengslum við fund sérfræðingahóps Evrópuráðsins um aðgerðir til verndar konum og ungum stúlkum gegn ofbeldi (EG-S-FV) á Íslandi 28. til 29. maí. Meira
27. maí 1999 | Miðopna | 1302 orð

Reglur um auglýsingar og kostun skýrðar Reglur um auglýsingar og kostun dagskrárefnis í útvarpi og sjónvarpi eru gerðar talsvert

Í FRUMVARPINU eru ekki aðeins skýrðar reglur um auglýsingar og kostun í hljóðvarpi og sjónvarpi, heldur er einnig bætt inn ákvæðum um fjarsölu og fjarsöluinnskot, en í meginatriðum gilda sömu reglur um þessi efni og gilda um auglýsingar. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 625 orð

Samtök íbúa vilja kljúfa sig út úr sveitarfélaginu

HAGSMUNASAMTÖK sem stofnuð voru af íbúum í Eiða- og Hjaltastaðaþinghá hafa verið að leita hófanna um að kljúfa sig aftur út úr nýsameinuðu sveitarfélagi Austur-Héraðs. Það er vegna óánægju íbúanna á svæðinu með hvernig staðið hefur verið að vinnu við skólamál í framhaldi af sameiningu sveitarfélaganna. Meira
27. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 377 orð

Sáttatillaga rædd í bæjarráði í dag

FJÓRTÁN kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri sögðu í gær upp störfum vegna óánægju með launakjör sín. Leggja á sáttatillögu kjaranefndar fyrir bæjarráð í dag, en kennarar höfðu áður hafnað tilboði nefndarinnar um kjarabætur. Áður hafa á bilinu 10 til 15 kennarar sagt upp störfum. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Seglin rifuð

Morgunblaðið/Ómar HLUTIR sem fara framhjá fullorðnum án þess að vekja athygli þeirra geta í huga barnsins verið margbrotin leiksvið, eins og klifurgrindin í Hljómskálanum. Strákarnir hafa hugsanlega verið að rifa segl eða drýgja aðrar dáðir í sjávarháska þótt í huga annarra hafi þeir einvörðungu verið að klifra. Meira
27. maí 1999 | Landsbyggðin | 153 orð

Skólaslit Tónlistarskóla Grindavíkur

Skólaslit Tónlistarskóla Grindavíkur Grindavík-Skólaslit voru í Tónlistarskóla Grindavíkur á dögunum en þetta var 26. starfsár skólans. Kennarar voru 7 í vetur. Skólaslitin voru í tvennu lagi. Annars vegar héldu yngri nemendur skólans vortónleika sína í Kvennó og léku fyrir foreldra sína og aðra áhorfendur. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 540 orð

Skrítið að gera samanburð við ástandið fyrir sex árum

JÓN Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segir að auðvitað sé öllum ljóst að iðgjöld verði að standa undir útgjöldum í vátryggingastarfsemi. Hins vegar sé skrítð að gera samanburð á útgjöldum vegna breytinga á skaðabótalögum nú við ástand sem hafi gilt fyrir sex árum þegar bótaréttur hafi örugglega verið rýrastur, en ekki við ástandið á síðasta ári eða árið þar áður. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 158 orð

Slökktu eld í hópferðabifreið með snarræði

ELDUR kom upp í farangurslest hópferðabifreiðar með fimmtán grunnskólanemendur og tvo kennara innanborðs auk bifreiðarstjóra við býlið Öxl í A-Húnavatnssýslu um klukkan 18.25 í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi, sem kvödd var á vettvang, tókst með snarræði að ráða niðurlögum eldsins með handslökkvitækjum og vatni, sem sótt var í plastpoka í nálægan poll. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 436 orð

Störfum verður fjölgað um helming á Akureyri

FYRIRTÆKIÐ 66N-Sjóklæðagerðin hf. ætlar að efla starfsemi sína á Akureyri og fjölga störfum þar. Starfsmenn eru nú um 20 en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi innan tíðar og þeir verði allt að 30 talsins. Jafnframt hefur verið ákveðið að hætta starfsemi á vegum fyrirtækisins á Akranesi, en þar hafa verið framleidd vinnuföt í á níunda ár og eru starfsmenn 24 í 19 stöðugildum. Meira
27. maí 1999 | Landsbyggðin | 35 orð

Söngskemmtun Farfuglanna

Söngskemmtun Farfuglanna FJÖLMENNI sótti skemmtun sönghópsins Farfuglar á Patreksfirði í Félagsheimili Patreksfjarðar 1. maí. Að auki bauð kórinn ásamt Verkalýðsfélaginu upp á kaffihlaðborð. Í tilefni dagsins flutti Haukur Már Sigurðsson, formaður bæjarráðs Vesturbyggðar, hátíðarávarp. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 536 orð

Tal hf. áformar að bjóða 20 prósent lægri símgjöld

PÓST- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að Landssími Íslands hf. innheimti hjá áskrifendum sínum gjöld Tals hf. fyrir símtöl sem þeir eiga til útlanda með því að velja forskeyti útlandaþjónustu Tals. Ákvörðunin tekur gildi 1. ágúst nk. og frá þeim degi getur Tal boðið öllum áskrifendum Landssíma Íslands hf. útlandaþjónustu í trausti þess að innheimt verði fyrir hana. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

Turninn í Kaldaðarnesi rifinn

RIFINN hefur verið vatnsturn í landi Kaldaðarness í Flóa sem reistur var snemma á stríðsárunum. Töldu eigendur jarðarinnar turninn ónýtan og að hann ógnaði öryggi manna og skepna vegna hruns. Var hann rifinn fyrr í mánuðinum. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Tveir í gæsluvarðhald vegna innbrota

TVEIR menn voru í héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 10. júní næstkomandi að ósk lögreglunnar í Reykjavík, vegna rannsóknar á innbrotum að undanförnu og grunsemda um að þeir hafi komið þar að máli. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 285 orð

Um 15 þúsund tonna slit á götum Reykjavíkur

JÁKVÆÐ áhrif nagladekkja eru aukið veggrip í hálku en þau neikvæðu aukinn umferðarhávaði, aukið slit á götum og meira svifryk í lofti. Þetta kom m.a. fram í máli Þórs Tómassonar frá Hollustuvernd ríkisins á ráðstefnunni Betra loft og minni hávaði, sem Hollustuverndin og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stóðu að í gær. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Umhverfismál mikilvæg að mati ungs fólks

NIÐURSTÖÐUR markaðskönnunar, sem Gallup gerði meðal ungs fólks í febrúar, benda til þess að umhverfismál séu Olís mikilvæg. Mikill meirihluti aðspurðra, eða 86%, taldi skipta máli að Olís setti umhverfismál á oddinn. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 669 orð

Um sjötíu fyrirtæki með aðstöðu á sýningunni

Lífsstíll, glæsileiki og munaður er yfirskrift sýningar sem verður haldin í Laugardalshöll dagana 28.­30. maí næstkomandi. Sigurrós Ragnarsdóttir starfar hjá fyrirtækinu Sýningum ehf. sem stendur að sýningunni í Laugardalshöll. "Þetta er lúxussýning fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er lögð á munað og þægindi. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 320 orð

Urriða fjölgar í Elliðavatni

MENN hafa verið að fá prýðisveiði í Elliðavatni og Helluvatni að undanförnu þrátt fyrir nokkra kuldatíð, að sögn Vignis Sigurðssonar, eftirlitsmanns við vötnin. Athygli vekur að urriði á vaxandi hlutdeild í aflanum. Veiðimaður einn sem fékk 16 silunga var með alls 14 urriða þar af. Að sögn Vignis hefur þessi breyting verið áberandi síðustu ár. Meira
27. maí 1999 | Erlendar fréttir | 452 orð

Vandar Bandaríkjastjórn ekki kveðjurnar

BOUTROS Boutros-Ghali, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vandar bandarískum stjórnvöldum ekki kveðjurnar í nýrri bók sem hann hefur skrifað, en það voru Bandaríkjamenn sem á sínum tíma komu í veg fyrir að Boutros- Ghali sæti tvö kjörtímabil í framkvæmdastjórastarfinu. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

Vara við hvassviðri yfir sumartímann

VEÐURSTOFA Íslands hefur samkvæmt alþjóðlegum reglum varað við stormi á hafi úti og sömuleiðis ofsaveðri jafnt á sjó og á landi. Nú hafa þær breytingar verið ákveðnar að Veðurstofan gefi út viðvörun þegar spár gera ráð fyrir því að vindhraði verði yfir 20 metrum á sekúndu, jafnt á sjó og á landi. Meira
27. maí 1999 | Erlendar fréttir | 223 orð

Var Pol Pot tekinn af lífi?

LÖGFRÆÐINGUR Tas Moks, fyrrverandi leiðtoga skæruliða Rauðu khmeranna í Kambódíu, heldur því fram að Pol Pot, harðstjórinn fyrrverandi, hafi verið tekinn af lífi, en ekki dáið af völdum hjartasjúkdóms eða svipt sig lífi eins og áður hafði verið fullyrt. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Verðlaunahafar í póstkortaleik

GÓUGLEÐI, hátíð í mat, drykk og menningu, var haldin hátíðleg í fyrsta sinn vikuna 1.­7. mars sl. Af því tilefni var efnt til póstkortaleiks á þeim veitingastöðum sem tóku þátt í hátíðinni en verðlaun voru í boði Flugleiða. Meira
27. maí 1999 | Erlendar fréttir | 459 orð

Vill nú helst mynda stjórn með Likud

VERKAMANNAFLOKKURINN í Ísrael vill nú helst mynda samsteypustjórn með Likud-flokknum, sem galt afhroð í kosningunum fyrir rúmri viku, til að stuðla að sátt í landinu um friðarviðræður við araba. Ákveði flokkarnir að hefja stjórnarsamstarf er líklegt að stjórn Ehuds Baraks, leiðtoga Verkamannaflokksins og verðandi forsætisráðherra, taki varfærnislega afstöðu til friðarviðræðnanna. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 51 orð

Vinnuslys við Skútuvog

VINNUSLYS varð á lóð fyrirtækis við Skútuvog um klukkan 13.40 í gær, þegar lyftari ók á mann. Maðurinn sem fyrir lyftaranum varð slasaðist á hægri fæti, en meiðsl hans voru talin minniháttar að sögn lögreglu sem kvödd var á staðinn. Maðurinn var fluttur á slysadeild til frekari rannsóknar. Meira
27. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Vorferð aldraðra

VORFERÐ aldraðra verður farin frá Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 27. maí, og verður lagt af stað kl. 15. Farið verður út í Sveinbjarnargerði og þar verður lokahóf. Séra Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Laufási, talar og Hannes Arason sér um tónlist. Að venju verður bænastund. Starfið fyrir aldraða hefur verið ánægjulegt í vetur og ætíð fullt hús á samverustundum. Meira
27. maí 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Þjófnaðir á töskum úr innkaupakerrum

UNDANFARIÐ hefur talsvert borið á því að töskum hefur verið stolið úr innkaupakerrum og körfum í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Af þessu tilefni hefur lögreglan í Reykjavík sent frá sér áskorun til fólks að gæta varúðar og skilja ekki eftir töskur eða veski í innkaupakerrum eða körfum nema að alltaf sé fylgst með þeim, enda taki ekki nema fáar sekúndur að grípa veski úr innkaupakerru. Meira
27. maí 1999 | Miðopna | 585 orð

Þorri fólks hafi aðgang að stórviðburðum

Þorri fólks hafi aðgang að stórviðburðum HIÐ beina tilefni endurskoðunar útvarpslaga er setning nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins, sem ber nafnið 97/36/EB, en hún var birt 30. júlí árið 1997 og átti að koma til framkvæmda í öllum aðildarríkjum EES eigi síðar en 30. desember 1998, þ.e. fyrir um hálfu ári. Umrædd tilskipun felur m. Meira
27. maí 1999 | Landsbyggðin | 316 orð

Ölfushreppur Sveitarfélagið Ölfus

Þorlákshöfn-Fyrsti fundur bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Ölfusi var haldinn nýlega. Á dagskrá fundarins voru tvö mál; kynning á nýju nafni sveitarfélagsins og samþykktum um stjórn og fundarsköp þess og fyrri umræða ársreikninga. Í lok síðasta árs óskaði sveitarstjórn Ölfushrepps eftir því við félagsmálaráðuneytið að nafni sveitarfélagsins yrði breytt í Ölfus. Meira
27. maí 1999 | Smáfréttir | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

27. maí 1999 | Leiðarar | 638 orð

HEFJUM SÓKN

ÞAÐ kemur vafalaust mörgum á óvart að íslensk tunga er kennd við 92 erlenda háskóla í 23 löndum. Kennslan er vissulega mismikil í þessum skólum, sumsstaðar er aðeins eitt og eitt íslenskunámskeið í boði sem hluti af námsbrautum í öðrum tungumálum. Í flestum tilfellum eru þetta námskeið í íslensku til forna en aðeins um tuttugu af þessum skólum bjóða námskeið í nútímaíslensku. Meira
27. maí 1999 | Staksteinar | 347 orð

Kári Stefánsson og fylling tímans

ÁGÚST Einarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifar pistil á vefsíðu sína, þar sem hann spáir því að í fyllingu tímans muni dr. Kári Stefánsson fá Nóbelsverðlaun í læknavísindum fyrir framlag sitt til heilbrigðismála og störf við miðlægan gagnagrunn í Íslenskri erfðagreiningu hf. Meira

Menning

27. maí 1999 | Menningarlíf | 494 orð

48 styrkir úr Menningarsjóði útvarpsstöðva

ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum úr Menningarsjóði útvarpsstöðva. Auglýst var eftir umsóknum í janúar s.l. og bárust umsóknir um styrki til 279 verkefna. Styrkumsóknirnar námu samtals 600 milljónum króna og heildarkostnaðaráætlanir verkefnanna námu 1.800 milljónum króna. Úthlutað var kr. 64.640.000. Þar af eru styrkir til framleiðslu og undirbúnings dagskrárefnis fyrir hljóðvarp kr. 11.890.000, en Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 280 orð

Allsnægtaborðið í Prag

ALLSNÆGTABORÐIÐ, leikþáttur eftir Elísabetu K. Jökulsdóttur, var frumsýnt í gærkvöldi í Prag í flutningi fjögurra nýútskrifaðra tékkneskra leikara. Það er íslenskur leiklistarnemi í ríkisleiklistarskólanum í Prag, Stefanía Thors, sem á heiðurinn af að kynna leikrit Elísabetar fyrir Tékkum en hún er þýðandi verksins og jafnframt aðalhvatamaður sýningarinnar. Meira
27. maí 1999 | Fólk í fréttum | 209 orð

Arftaki Dönu International?

NÚ LÍÐUR óðum að Eurovision-söngvakeppninni og fólk keppist við að spá í úrslitin. Sumir kjósa að tjá sig um málin í opinberum miðlum og víst má telja Netið vinsælasta vetvanginn fyrir Eurovision-næma spámenn. Við Íslendingar getum ekki kvartað yfir trú þeirra á okkar framlagi því undantekningarlítið er Selmu spáð einu af þremur fyrstu sætunum. Meira
27. maí 1999 | Fólk í fréttum | 45 orð

Dansinn dunar

Dansinn dunar AFRÍKUDANSAR og trumbusláttur eru alls ráðandi í Borgarleikhúsi Melbourne í Ástralíu þessa dagana þar sem hópur dansara og hljóðfæraleikara frá Afríkuríkinu Gíneu sýnir á næstunni. Litríkir búningar, frumleg hljóðfæri og þjóðlegir dansar einkenna hópinn sem er um þessar mundir á ferðalagi um heiminn. Meira
27. maí 1999 | Fólk í fréttum | 465 orð

Engar fáklæddar konur

AUGLÝSINGASPJÖLD með myndum af léttklæddum konum munu verða fjarlægð í borginni Varsjá í Póllandi vegna komu Jóhannesar páfa í næsta mánuði, en eins og flestir vita er páfinn frá Póllandi. "Klerkastéttin telur að myndir af hálfnöktum konum úti um alla borg séu móðgun við páfann," var sagt í ríkissjónvarpi þeirra Pólverja. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 1250 orð

FARFUGLINN FESTIR RÆTUR

"TÓNLEIKARNIR leggjast vel í mig. Ég verð með óperuaríur fyrir hlé og ítölsk lög eftir hlé og hljómsveitin mun fylla upp í með forleikjum og millispilum. Ég er mjög ánægður með þessa efnisskrá, hún samanstendur af fallegu og vinsælu efni. Meira
27. maí 1999 | Fólk í fréttum | 310 orð

Fylgdu eigendunum í herbúðir nasista

Sigldir bangsar seldir hjá Sotheby's Fylgdu eigendunum í herbúðir nasista HEIL herdeild lítilla bangsa seldist fyrir ríflega 26 þúsund pund á uppboði Sotheby's í Lundúnum á þriðjudaginn var og var kaupandinn breskur en vildi ekki láta nafns síns getið. Meira
27. maí 1999 | Fólk í fréttum | 41 orð

Gáð til veðurs

"SJÁÐU, svona áttu að gera sonur sæll," segir stóra hvítabjarnarmóðirin við litla sex mánaða húninn sinn. Litli húnninn horfir með aðdáun á mömmu standa á tveimur fótum líkt og maður en mæðginin eru búsett í dýragarði í Rússlandi. Meira
27. maí 1999 | Tónlist | 699 orð

Guð blessi barnið

Tena Palmer söngur, Samúel Samúelsson básunu, Óskar Guðjónsson, tenórsaxófón, Kjartan Valdimarsson píanó, Þórður Högnason bassa og Pétur Grétarsson trommur. Söngdansar tengdir Billie Holliday. Þriðjudagskvöldið 25. maí. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 234 orð

György Sebök heldur masterclass

UNGVERSKI píanóleikarinn og kennarinn György Sebök heldur tónleika í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 6. júní og í framhaldi af því verður hann með námskeið (master-class) í píanóleik og kammertónlist dagana 7.­11. júní. Námskeiðið er ætlað hljóðfæraleikurum og langt komnum tónlistarnemendum auk þess sem námskeiðið er opið til áheyrnar öllum tónlistarunnendum. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 233 orð

Handritið að Músagildrunni boðið upp

UPPRUNALEGT handrit Agöthu Christie að Músagildrunni verður selt á uppboði í London í næsta mánuði. Handritið var skrifað 1947 og hefur verið í eigu Peter Cotes, sem fyrstur setti leikritið á svið. Meira
27. maí 1999 | Fólk í fréttum | 194 orð

Hræringur úr tónlist Gus Gus á Rex

HERB Legowitz meðlimur Gus Gus spilar endurhljóðblandaða tónlist á Rex í kvöld. Um er að ræða tónlist sem strákarnir í Gus Gus hafa endurhljóðblandað fyrir ýmsa listamenn og einnig endurhljóðblöndun á þeirra tónlist sem aðrir hafa gert. Í samtali við blaðamann segist Herb Legowits ætla að spila Gus Gus-tengda tónlist bæði gamla og nýja. Meira
27. maí 1999 | Fólk í fréttum | 399 orð

Illur ásetningur í menntaskóla Frumsýning

KVIKMYNDIR/Stjörnubíó sýnir myndina Cruel Intentions, eða Illan ásetning, með þeim Sarah Michelle Gellar, Ryan Philippe, Selma Blair og Reese Witherspoon í aðalhlutverkum. Illur ásetningur í menntaskóla Frumsýning Meira
27. maí 1999 | Fólk í fréttum | 370 orð

Kántríkona norðursins

HANNA Mjöll Fannar þreytti nýverið próf til alþjóðlegra kennararéttinda í kántrídansi og náði því með glæsibrag. Blaðamaður heimsótti Hönnu til þess að grennslast fyrir um fyrsta Íslendinginn sem réttindi hefur í þessari grein. Kántrídanskennarinn Hanna Mjöll kynntist kántrídansinum fyrst í Bandaríkjunum 1984­86 og hefur kennt "kúrekasporin" síðan 1996. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 1078 orð

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju

SÚ nýjung mun eiga sér stað í menningarlífi Hallgrímskirkju nú í sumar að tónleikar verða í kirkjunni á hverju sunnudagskvöldi næstu þrjá mánuði. En Kirkjulistahátíðinni og tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið hefur verið slegið saman. Morgunblaðið ræddi við Hörð Áskelsson sem sagði að ákveðið hefði verið að prófa að sameina hátíðirnar tvær og gera þær að sumarlöngum viðburði. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 174 orð

Konunglegi danski ballettinn sýnir í Þjóðleikhúsinu

KONUNGLEGI danski ballettinn sýnir í Þjóðleikhúsinu miðvikudaginn 2. og fimmtudaginn 3. júní kl. 20. Rúmlega tveir áratugir eru síðan hópur á vegum Konunglega danska ballettsins sýndi síðast í Þjóðleikhúsinu. Meira
27. maí 1999 | Fólk í fréttum | 187 orð

Kvikmyndahátíð

Regnboginn Vestri (Western) eftir Manuel Poirier Franska kvikmyndin Vestri er óhefðbundin vegamynd sem fjallar um ferðalag katalóníska skósölumannsins Paco um Bretagne héraðið, og samskipti hans við Nino, litríkan rússneskan puttaferðalang. Þeir verða sálufélagar og lenda saman í ýmsum þolraunum, þar sem stutt er á milli hláturs og gráts. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 33 orð

Ljóðalestur á Næstabar

HJALTI Rögnvaldsson leikari flytur ljóð á Næstabar, Ingólfsstræti 1a, kl. 21.30 í kvöld. Flutt verða ljóð úr ljóðabókinni Vatns götur og blóðs eftir Þorstein frá Hamri sem út kom árið 1989. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 219 orð

Lokatónleikar Söngskólans í Reykjavík

TUTTUGASTA og sjötta starfsári Söngskólans í Reykjavík lauk með lokatónleikumn í Íslensku óperunni 20. maí sl. Hátt í 200 nemendur stunduðu nám við skólann í vetur og luku 130 stigsprófum í söng og/eða píanóleik. Skólinn útskrifaði 14 nemendur með 8. stig í söng, sjö með burtfararpóf og fjóra söngkennara. 33 kennarar störfuðu við skólann, þar af 11 í fullu starfi. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 131 orð

Lög Pólýfónkórsins á geislaplötu

PÓLÝFÓNKÓRINN hyggst gefa út á næstunni geislaplötu með úrvali verka sem er í varðveislu Ríkisútvarpsins. Um er að ræða flutning upp á rúmlega 40 klst. og spannar yfir starfstíma kórsins, frá 1957­88. Í ræðu sem Friðrik Eiríksson, formaður kórsins, hélt á vinafundi kórfélaga 22. maí sl. sagði hann m.a. Meira
27. maí 1999 | Fólk í fréttum | 190 orð

Markaðssettar hugsjónir Fánalitirnir (Primary Colors)

Framleiðandi og leikstjóri: Mike Nichols. Handrit: Elaine May. Kvikmyndataka: Michael Ballhaus. Tónlist: Carly Simon. Aðalhlutverk: John Travolta, Emma Thompson, Adrian Lester, Kathy Bates og Billy Bob Thornton. (138 mín) Bandaríkin. Skífan, maí 1999. Öllum leyfð. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 95 orð

Menningardagur barna á Seyðisfirði

MENNINGARDAGUR barna, Karlinn í tunglinu, verður á Listahátíðinni á Seyði sem haldin er ár hvert Seyðisfirði í júní. Öll dagskrá hátíðarinnar er sniðin að aldurshópnum 0­6 ára. Efnt verður til sýninga þrívíðra listaverka barna á leikskólaaldri í Austurlandsfjórðungi. Meira
27. maí 1999 | Myndlist | 269 orð

Mýkt og harka

Opið alla daga frá 14­18. Til 30. maí. Í STÖÐLAKOTI gefur að líta athyglisverða sýningu á hönnun eftir ungan iðnhönnuð, Dögg Guðmundsdóttur. Dög hefur numið bæði í Mílanó, einni af höfuðborgum hönnunar í Evrópu, og í Kaupmannahöfn. Þar hefur hún sest að og tekið saman við hóp hönnuða sem kallar sig Globus, og hefur IKEA nú nýverið leitað eftir samstarfi við hana. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 54 orð

Nemendasýning í Kirkjuhvoli

VORIÐ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi í dag, fimmtudag kl. 14. Á sýningunni eru verk nemenda 8.,9. og 10. bekkjar Brekkubæjarskóla á Akranesi. Sýnd verða ýmis verk sem þau hafa unnið að undanfarið. Sýningunni lýkur 14.júní. Listasetrið er opið frá kl. 15­18 alla daga nema mánudaga. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 235 orð

Nýjar bækur ÁRBÓK Ferðafélag Íslan

ÁRBÓK Ferðafélag Íslands 1999 ­ Firðir og fólk 900­1900 Vestur-Ísafjarðarsýsla er eftir Kjartan Ólafsson. Undirtitill ritsins er Vestur-Ísafjarðarsýsla og hefir höfundurinn ráðist í að lýsa allri sýslunni, hverju byggðu bóli hennar, og segja um leið tíðindi úr eitt þúsund ára sögu, greina frá fólki, lífsstarfi þess og örlögum, Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 65 orð

Nýjar bækur HVALREKI eða kvalræði

HVALREKI eða kvalræði er ritgerð eftir Jón Kr. Gunnarsson.Undirtitill á baksíðu er Keikó, leiksoppur fáránleikans. Höfundur fjallar vítt og breitt um hvalamál, ekki síst um aðdragandann og sögulegan flutning á Keikó til Vestmannaeyja, segir í fréttatilkynningu. Meira
27. maí 1999 | Bókmenntir | 1546 orð

Stjórnmálaheimspeki af beztu gerð

Ritgerðir um stjórnmálaheimspeki og skyld efni eftir Atla Harðarson. 1998. Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag. 285 bls. RÖKRÆÐUR um stjórnmálaheimspeki hafa verið nokkuð fyrirferðarmiklar í íslenzkri heimspeki síðasta áratuginn eða svo. Meira
27. maí 1999 | Tónlist | 599 orð

Sunnlenskar söngdísir

Cantina, stúlknakór Hallgrímskirkju undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, söng erlend og íslensk kórlög. Gestur kórsins á tónleikunum var Stúlknakór Selfosskirkju undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Píanóleikari var Lára Rafnsdóttir og organisti Glúmur Gylfason. Þriðjudagskvöld kl. 20. Meira
27. maí 1999 | Fólk í fréttum | 446 orð

Svamlað í Dauðahafinu

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Svamlað í Dauðahafinu ÍSLENSKA liðið, sem tekur þátt í Eurovision-söngvakeppninni, unir sér vel í Jerúsalem þrátt fyrir 35 til 40 stiga hita. Enda eru horfur ágætar og til marks um það varð Selma efst í daglegri könnun meðal fréttamanna og keppenda í gær. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 118 orð

Sverrir Kristinsson formaður Listskreytingasjóðs

SVERRIR Kristinsson framkvæmdastjóri hefur verið skipaður formaður Listskreytingasjóðs ríkisins. Menntamálaráðhera hefur skipað stjórn sjóðsins sem starfar samkvæmt lögum um listskreytingar opinberra bygginga og Listskreytingasjóð ríkisins sem öðluðust gildi 1. janúar sl. Samkvæmt 4. gr. laganna er stjórn Listskreytingasjóðs skipuð fimm mönnum til tveggja ára í senn. Meira
27. maí 1999 | Kvikmyndir | 361 orð

Svipur hjá sjón

Leikstjóri Irwin Winkler. Handrit Steve Levitt, byggt á sögu e. Oliver Sacks. Kvikmyndatökustjóri John Seale. Tónskáld Mark Isham. Aðalleikendur Val Kilmer, Mira Sorvino, Kelly McGillis, Steve Weber, Bruce Davison, Nathan Lane. 120 mín. Bandarísk. MGM 1999. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 149 orð

Söngtónleikar í Vinaminni

KIRKJUKÓR Akraness og Sönghópurinn Sólarmegin halda tónleika í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi í kvöld, fimmtudag, kl. 20:30. Söngdagskráin spannar allt frá kirkjutónlist til veraldlegra laga frá ýmsum tímum. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 210 orð

Tate kaupir tvö verk

TATE­listasafnið í London hefur falið frönsku listakonunni Louise Bourgeois, sem starfar í New York, að gera stæðilegt listaverk, sem á að tróna í nýlistasafni Tate á suðurbakka Thames, en þar er nú verið að breyta til þess gömlu rafstöðvarhúsi, sem opnað verður að ári. Meira
27. maí 1999 | Fólk í fréttum | 798 orð

Tilraunafönk í Loftkastalanum Kristín Björk Kristjánsdóttir heyrði hljóðið í Wayne Horvitz og spjallaði við hann um hljómsveit

HLJÓMBORÐSLEIKARINN fönkaði, Wayne Horvitz, er væntanlegur til landsins á föstudaginn ásamt hljómsveit sinni Zony Mash og mun leika á tvennum tónleikum í Loftkastalanum. Þeir fyrri verða á föstudaginn upphitaðir af Dip og þeir seinni laugardaginn eftir, upphitaðir af Jagúarstrákunum leikglöðu. Það eru 12 Tónar og Undirtónar sem færa okkur fjörið. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 38 orð

Tónleikar í Stykkishólmskirkju

KRISTÍN R. Sigurðardóttir sópransöngkona, Jóhann Stefánsson trompetleikari og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari halda tónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Flutt verða verk eftir Allessandro Scarlatti, Johann Sebastian Bach, Georg Friedrich Handel, Henry Purcell og Aldrovandini. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 160 orð

Tréverk sýnd á Stokkseyri

Í VEITINGASKÚR veitingastaðarins Við fjöruborðið á Stokkseyri stendur yfir sýning Gerhard König á tréskúlptúrum og málverkum. Gerhard König er fæddur 1949 og flutti til Íslands 1997. Hann bjó í Þýskalandi og Sviss og nam höggmyndalist og kennslufræði í Hochschule Für Geisteswissenschaft í Dornach Sviss frá 1978 til 1981. Meira
27. maí 1999 | Bókmenntir | 810 orð

Undirspil náttúrunnar

eftir Forrest Carter í þýðingu Gyrðis Elíassonar, Mál og menning, 1999 ­ 224 bls. KLUKKAN í Brekkukotsbæ í annál Halldórs Laxness um það kot og íbúa þess hafði ef grannt var skoðað söngtón í ganghljóðinu. Þessi söngvísa klukka tifaði stöðugt tveggja atkvæða orð, ei-líbbð. Meira
27. maí 1999 | Fólk í fréttum | 84 orð

Vilja loðskinnin burt

Vilja loðskinnin burt FYRIRSÆTUR hafa verið iðnar við það síðustu árin að mótmæla notkun loðskinna í tískuiðnaðinum. Sl. þriðjudag þrömmuðu nokkrar þeirra í loðnum baðfatnaði með bein í hendi um Times torgið í New York en baðfötin voru gerð úr loðfeldum sem fólk hafði gefið dýraverndunarsamtökum. Meira
27. maí 1999 | Menningarlíf | 330 orð

Vorsýning Iðnskólans í Hafnarfirði

ÞESSA dagana stendur yfir sýning útskriftarnema af hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði. Á sýningunni kennir margra grasa og ímyndunaraflinu hefur víða verið gefin laus taumur, enda segir Þorkell Guðmundsson, .... við hönnunardeildina, að það sé allt mögulegt sem nemendum detti í hug að gera. Meira
27. maí 1999 | Fólk í fréttum | 109 orð

Öskubuska og slagsmálahundur á toppnum

Öskubuska og slagsmálahundur á toppnum FJÓRAR myndir eru nýjar á Topp tíu þessa vikuna, þar af eru tvær þeirra í toppsætunum. Vinsælasta mynd vikunnar er She's all that, gamansöm ástarsaga er gerist í menntaskóla í Bandaríkjunum og myndin Nútímalegt öskubuskuævintýri. Meira
27. maí 1999 | Fólk í fréttum | 727 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

27. maí 1999 | Aðsent efni | 893 orð

Einokunarverslunin aflögð? FjarskiptiLandssíminn, segi

Landssíminn, segir Björn Davíðsson, er með dýrustu símafélögum í Evrópu hvað varðar leigð sambönd. Meira
27. maí 1999 | Aðsent efni | 855 orð

Er NATO á nornaveiðum?

Skyldi Davíð vera búinn að gleyma afrekum ýmissa NATO-ríkja í styrjöldum á þessari öld, spyr Brynjar Ármannsson, eða þarf að minna hann á það? Meira
27. maí 1999 | Aðsent efni | 1068 orð

Eru leiðbeinendur kennarar?

Skjólstæðingar okkar eiga rétt á því besta á hverjum tíma, segir Guðríður Arnardóttir, og þeir eiga rétt á góðum kennurum og menntuðum til þess starfs. Meira
27. maí 1999 | Aðsent efni | 1169 orð

Gagnrýni á gagnrýni

Því miður er það svo, segir Tryggvi P. Friðriksson, að Morgunblaðið er eini fjölmiðillinn sem fjallar á markvissan hátt um myndlist hér á landi. Meira
27. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 483 orð

Hafa skal það sem sannara reynist

Í TILEFNI af umfjöllun í blöðum, útvarpi og á formannafundi LH um fjármál æskulýðsnefndar LH, teljum við undirritaðar, sem sæti áttum í umræddri nefnd, rétt að taka eftirfarandi fram. Samkvæmt 1. gr. starfslýsingar á starfssviði æskulýðsnefndar sem samþykkt var af stjórn félagsins segir m.a.: "Nefndina skipa fimm fulltrúar skipaðir af stjórn LH: Stjórn LH tilnefnir formann nefndarinnar. Meira
27. maí 1999 | Aðsent efni | 675 orð

Herhvöt til varnar stöðugleika

Hægt er að ná pólitískri samstöðu vegna þess að allir flokkar settu stöðugleikann í öndvegi í kosningabaráttunni, segir Ágúst Einarsson. Nú á að herma þau ummæli upp á alla flokka. Meira
27. maí 1999 | Aðsent efni | 813 orð

Hin bjarta efnahagssól EfnahagsstjórnÞað má því með s

Það má því með sanni segja, segir Ingvar Sverrisson, að launafólk hafi lagt grunninn að góðærinu með þjóðarsáttarsamningum í upphafi áratugarins. Meira
27. maí 1999 | Aðsent efni | 1085 orð

Hvernig komast má hjá því að ræða málefnin

Er það hlutverk forystumanna verkalýðshreyfingarinnar, spyr Guðmundur Gunnarsson, að útiloka líklega 20 þúsund manns frá ASÍ? UNDANFARNA daga hafa komið fram í fjölmiðlum nokkrar ónákvæmar og í sumum tilfellum einkennilegar fullyrðingar. Félagsaðild nema Meira
27. maí 1999 | Aðsent efni | 351 orð

Lækkun skatta bætir lífskjör

Á síðasta ári dugði vöxtur landsframleiðslu ekki til að halda í við þensluna hjá hinu opinbera, segir Einar Hannesson, skattar munu því hækka á næstunni. Meira
27. maí 1999 | Aðsent efni | 848 orð

NATO- inngangan og fyrirvari Íslendinga

Við inngönguna í NATO fyrir 50 árum voru Íslendingar, einir þjóða, segir Eiríkur Eiríksson, undanskildir hernaðarskyldum með sérstökum fyrirvara sem var samþykktur af öllum þátttökuríkjunum. Meira
27. maí 1999 | Aðsent efni | 988 orð

P-okrið

Lífsnauðsynjar á Íslandi eru nefnilega flestar, segir Halldór Jónsson, pí sinnum dýrari en í Bandaríkjum NorðurAmeríku. Meira
27. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 300 orð

Stofnum áhugahóp um Sjögren-sjúkdóminn!

HVAÐ er Sjögrens-sjúkdómurinn, er algeng spurning sem kemur upp þegar sjögren er nefnt. Í upplýsingabæklingi frá Sjögren-samtökunum í Bandaríkjanum, sem ber nafnið "Hvað er Sjögrens-sjúkdómurinn?" kemur fram að Sjögrens- sjúkdómurinn er langvarandi sjúkdómur, þar sem ónæmiskerfi líkamans ræðst á þá kirtla sem framleiða vökva og slímhúð. Meira
27. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 550 orð

Stríð, tónlist og þakklæti Frá Mínervu M. Haraldsdóttur: "Stríð er gró

MIKIÐ get ég ímyndað mér að vopnaframleiðendur séu glaðir þessa dagana vegna stríðsins í Albaníu. Blóðpeningarnir streyma ofan í vasana hjá þeim í stríðum straumum. Á meðan getur geðveikur einræðisherra slátrað heilli þjóð í rólegheitum. NATO skerst í stríðsleikinn og drápin halda áfram og aukast. Meira
27. maí 1999 | Aðsent efni | 520 orð

Sum mistök er ekki hægt að leiðrétta!

Ekki eru margir staðir eftir í borginni til að njóta útivistar, segir Vilborg Halldórsdóttir, og varla ætla skipulagsyfirvöld fólki að ferðast tugi kílómetra til þess arna? Meira
27. maí 1999 | Aðsent efni | 528 orð

Umferðarlöggæsla í molum LöggæslaÞað er löngu orðið t

Það er löngu orðið tímabært, segir Ragnheiður Davíðsdóttir, að efla umferðarlöggæslu í landinu Meira
27. maí 1999 | Aðsent efni | 939 orð

Var Zorba Serbi?

Við ræðum um stríðið í Júgóslavíu, segir Ragnar Stefánsson, nokkrir spekingar, á bjagaðri ensku. Meira

Minningargreinar

27. maí 1999 | Minningargreinar | 276 orð

Bjarni Konráðsson

Bjarni Konráðsson vinur minn er látinn. Margs er að minnast á langri ævi en af mörgun góðum vinum voru þau Bjarni og Ragnhildur kona hans fremst í flokki. Við Ragnhildur vorum bræðrabörn en við kynntumst ekki fyrr en við vorum vaxnar úr grasi, þá báðar um tvítugt, þegar ég flutti ásamt foreldrum og systkinum úr sveitasælunni í Breiðdal til borgarinnar. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 148 orð

Bjarni Konráðsson

Nú er kær vinur kveður, vil ég, og í nafni látins eiginmanns míns, þakka honum og Ragnhildi eiginkonu hans órjúfanlega vináttu áratugum saman eða yfir 60 ár. Við áttum glaðar stundir saman, ferðuðumst saman, nutum þess að hittast, spila saman og vera í matarboðum hvert hjá öðru. Við nutum lífsins. Ef eitthvað bjátaði á var hann strax kominn og græddi sárin. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 512 orð

Bjarni Konráðsson

Að ætla sér að draga upp viðunandi mynd af Bjarna í stuttri minningargrein er vonlaust verk. Hann var allt of sérstæður og margbrotinn einstaklingur til að slíkt væri gerlegt. Örfáar hugrenningar mínar festi ég þó á blað í kveðjuskyni. Fyrstu kynni mín af honum voru í matarboði á heimili hans. Þar voru borðsiðir nokkuð frábrugðnir því sem ég átti að venjast og formfastari. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 640 orð

BJARNI KONRÁÐSSON

BJARNI KONRÁÐSSON Bjarni Konráðsson, læknir, fæddist 2. des. 1915 á Skipum í Stokkseyrarhreppi. Hann lést á heimili dóttur sinnar í Kópavogi 20. maí síðastliðinn. Foreldrar: Gísli Ingvar Hannesson, bóndi á Skipum í Stokkseyrarhreppi, Árn., f. 10. febrúar 1878, d. 16. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 240 orð

Guðmunda Ingibjörg Einarsdóttir

Mig langar til að setja á blað nokkur kveðjuorð um góða vinkonu mína, Ingibjörgu Einarsdóttur. Kynni okkar Ingibjargar hófust fyrst þegar ég tvítug að aldri ræð mig sem kaupakona að Krossum, Árskógsströnd. Guðný systir mín og eiginmaður hennar, Jóhann Ólafsson voru þá að Krossum. Ingibjörg bjó þá á næsta bæ, að Engihlíð. Mikill vinskapur var alla tíð á milli Guðnýjar systur minnar og Ingibjargar. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 308 orð

GUÐMUNDA INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR

GUÐMUNDA INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR Guðmunda Ingibjörg Einarsdóttir fæddist 15. nóvember 1905 að Stafni í Deildardal í Skagafirði. Hún lést 16. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Birgitta Guðmundsdóttir og Einar Ásmundsson. Ingibjörg átti einn albróður, Ásmund Hólmfreð, f. 1901, sem drukknaði 22 ára gamall. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 208 orð

Guðmundur Kristmundsson

Það eru rúm þrjú ár síðan Guðmundur tengdafaðir minn greindist með þann sjúkdóm sem hefur lagt hann að velli. Guðmundur var bóndi af guðsnáð, og fyrir borgarbarn eins og mig sem lítið skildi af þeim störfum sem vinna þurfti til sveita var gaman að fylgjast með Guðmundi í bústörfum, hvort sem var við gegningar eða ef þurfti að hlynna að búpeningi var umhyggja hans einstök. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 488 orð

Guðmundur Kristmundsson

Upp skalt á kjöl klífa, köld er sjávar drífa, kostaðu hug þinn herða, hér muntu lífið verða. Skafl beygjattu, skalli, þó skúr á þig falli ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hver deyja. (Þórir Jökull.) Í bernskuminningunni er oftar bjart yfir. Sjá má fyrir sér tvo strákpjakka keyra heim heyi innan af Aurum. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 439 orð

Guðmundur Kristmundsson

Nú kveð ég tengdaföður minn Guðmund Kristmundsson hinstu kveðju. Ég kynntist tengdaforeldrum mínum fyrir 24 árum er ég kom fyrst inn á heimili þeirra í Skipholti með Jóni syni þeirra. Þar var ég tíður gestur og var alltaf vel tekið. Guðmundur bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 30 orð

GUÐMUNDUR KRISTMUNDSSON

GUÐMUNDUR KRISTMUNDSSON Guðmundur Kristmundsson fæddist á Kaldbak í Hrunamannahreppi 15. sept. 1930. Hann lést að heimili sínu Skipholti 11. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hrunakirkju 15. maí. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 234 orð

Guðrún Gísladóttir

Okkur frændsystkinin langar til að minnast hennar ömmu okkar í örfáum orðum. Hún var alltaf svo góð og vildi öllum vel enda þótti öllum vænt um hana á einn eða annan hátt. Nú er hún dáin en við huggum okkur með þeirri hugsun að nú séu þau saman, amma og afi. Amma vildi allt fyrir okkur gera og var hún mjög vinnusöm og ósérhlífin allt sitt líf. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 609 orð

Guðrún Gísladóttir

Ég á þannig minningar um Guðrúnu á Leiti að í huga mínum er hún húsmóðir í sveit eins og þær gerðust bestar um miðja öldina. Húsmóðir, húsfreyja, með stórum staf. Ekki bóndi eins og nútíminn kallar konur í sveit, þó gekk hún til allra verka úti jafnt sem inni, en mér segir svo hugur að húsmóðurnafnið hafi henni líkað best. Guðrún Gísladóttir frá Ytra-Leiti á Skógarströnd lést í Reykjavík 15. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 175 orð

GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR

GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Guðrún Gísladóttir fæddist í Hvammi á Barðaströnd 31. ágúst 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason, f. 18. september 1879, d. 15. nóvember 1923, og Salóme Guðmundsdóttir, f. 11. apríl 1884, d. 1938. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 262 orð

Helga Jónsdóttir

Amma mín hefur loksins fengið hvíldina sem hún þráði. Óhætt er að segja að hún hafi dáið södd lífdaga og þótt hennar sé sárt saknað af ættingjum og vinum þá er það léttir að þrautir hennar skuli vera á enda. Amma náði sér aldrei eftir það áfall sem fráfall afa míns var henni. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 393 orð

Helga Jónsdóttir

Hún Helga mín Jónsdóttir er dáin á 97. aldursári. Ég hef þekkt Helgu allt frá því að ég man eftir mér, en hún var gift Eiríki Eiríkssyni frá Djúpadal, móðurbróður mínum. Heimili þeirra Helgu og Eiríks var mitt annað heimili, fyrst norður á Sauðárkróki og síðan er þau fluttu til Reykjavíkur var ég hjá þeim meðan ég var í skóla og svo eftir það allt til þess að ég stofnaði mitt eigið heimili. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 337 orð

Helga Jónsdóttir

Nú er hún amma mín öll. 97 ára gömul kvaddi hún þennan heim, búin að skila sínu og gott betur en það. Hún amma í Goðó eins og við barnabörnin kölluðum hana var einstök manneskja. Hún var sterkur persónuleiki, dugnaðarforkur og umfram allt skemmtileg. Það voru ljúfar minningarnar sem fóru í gegnum huga minn er móðir mín tilkynnti mér andlát ömmu. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 309 orð

Helga Jónsdóttir

Þeim fækkar nú óðum aldamótabörnunum svonefndu og eitt þeirra kveðjum við í dag. Nýlega er látin í hárri elli mikil vinkona mín og velgjörðarkona, Helga S. Jónsdóttir. Hún var gift móðurbróður mínum, Eiríki Eiríkssyni frá Djúpadal í Blönduhlíð, en heimili þeirra hjóna stóð lengst af í Reykjavík, fyrst á Hofteigi 26 og síðan í áratugi í Goðheimum 23. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 333 orð

Helga Jónsdóttir

Elsku amma mín. Mig langar að kveðja þig hinstu kveðju með örfáum orðum. Það voru blendnar tilfinningar sem upp komu þegar ég frétti að þú værir dáin. Ég var nýbúin að vera hjá þér ásamt Ástu systur í þeim tilgangi að kveðja þig. En þegar kallið kom tveimur dögum seinna var erfitt að fá fréttirnar. Síðan hugsar maður skynsamlega og þakkar Guði fyrir að hafa sótt þig. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 290 orð

Helga Jónsdóttir

Það er vor í lofti þegar ég sest niður og rita þessi örfáu orð til minningar um ömmu í Goðheimum. Skrítið er nú til þess að vita að amma sé ekki lengur á meðal okkar en þá vitum við að núna er hún komin til hans afa sem kvaddi okkur fyrir nokkrum árum. Eftir þeirri stund, að sameinast afa, hafði hún líka beðið í alllangan tíma. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 282 orð

HELGA JÓNSDÓTTIR

HELGA JÓNSDÓTTIR Helga Jónsdóttir fæddist á Hrauni í Sléttuhlíð 21. apríl 1903. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Zophanías Eyjólfsson, bóndi á Hrauni, f. 10. september 1868, og Rannveig Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 11. september 1869, d. 21. febrúar 1953. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 421 orð

Jón Veturliðason

Látinn er á Hrafnistu í Hafnarfirði heiðursmaðurinn Jón Veturliðason, fyrrverandi matsveinn. Sá ljúfi góði maður hefur fylgt okkur fjölskyldunni í rúm 60 ár. Alla tíð lét hann sér annt um okkur systkinin og var foreldrum okkar góður og umhyggjusamur tengdasonur. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 355 orð

Jón Veturliðason

Við systkinin viljum með fáum orðum minnast Jóns afa, sem hefur nú loks hitt ömmu Mæju eftir rúmlega sjö ára aðskilnað. Elstu minningar okkar um Jón afa eru vafalaust tengdar sumarbústaðnum í Grímsnesi. Afi hafði græna fingur og ræktuðu hann og amma mikið af trjám og ýmislegt grænmeti. Fuglana hugsuðu þau vel um og áttu margir hjá þeim fastan samastað. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 272 orð

Jón Veturliðason

Í dag á brúðkaupsdegi afa og ömmu kveðjum við afa okkar. Þegar við minnumst afa þá rifjast upp þær stundir sem við áttum saman á heimili afa og ömmu á Hringbrautinni og í sumarbústaðnum þeirra í Grímsnesi. Greiðvikni afa átti sér engin takmörk. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 529 orð

Jón Veturliðason

Að kvöldi uppstigningardags sátum við hjónin hjá elskulegum tengdaföður mínum og spjölluðum við hann. Ég hélt um hendur hans og hafði orð á því hvað þær væru kaldar, hann brosti og svaraði góðlátlega að hann fyndi nú ekki mikinn ungmeyjarhita af mínum höndum. Svona var tengdapabbi, með skemmtileg tilsvör á reiðum höndum og gerði góðlátlegt grín. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 265 orð

JÓN VETURLIÐASON

JÓN VETURLIÐASON Jón Veturliðason matsveinn fæddist 20. mars 1914 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði að kvöldi dags 13. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Veturliði Bjarnason, sjómaður, f. 21. apríl 1886 á Flateyri við Önundarfjörð, d. 22. mars 1915, og Sigrún Benediktsdottir, f. 28. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 276 orð

Kristinn Runólfsson

Kristinn Runólfsson föðurbróðir minn er látinn á áttugasta og sjöunda ári. Hann var yngstur sjö barna hjónanna Runólfs Þórðarsonar frá Móum á Kjalarnesi og Kristínar Jónsdóttur. Þau systkin eru nú öll látin. Eftirlifandi hálfsystir er Svava Runólfsdóttir sem nú býr í Reykjavík ásamt manni sínum Skafta Friðfinnssyni. Kristinn var fæddur í Reykjavík 14. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 155 orð

KRISTINN RUNÓLFSSON

KRISTINN RUNÓLFSSON Kristinn Runólfsson fæddist í Reykjavík 14. september 1912. Hann andaðist í Reykjavík 16. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Runólfur Þórðarson frá Móum á Kjalarnesi, f. 24. ágúst 1874, d. 20. apríl 1947, og Kristín Jónsdóttir, f. 9. júlí 1874, d. 12. nóvember 1912. Systkin: Karl, f. 2.11. 1897, d. 12.5. 1970; Þórður, f. 15.9. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 109 orð

Pétur Kristinn Þórarinsson

Kæri Pétur. Þú varst alltaf kátur og glaður, hress í viðmóti og lést þér hvergi bregða. Ég átti skemmtilegar samræður við þig í þau fáu skipti er við hittumst en lofað get ég að þeim mun ég aldrei gleyma. Þú varst algjör jólasveinn sumarsins enda ríkti eilíf kátína í kringum þig er maður hitti þig á Húsatúni eða hjá ömmu og afa. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 35 orð

PÉTUR KRISTINN ÞÓRARINSSON

PÉTUR KRISTINN ÞÓRARINSSON Pétur Kristinn Þórarinsson, Njálsgötu 34, Reykjavík, fæddist að Hrauni í Keldudal við Dýrafjörð 16. nóvember 1922. Hann lést á líknardeild Landspítalans 7. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 14. maí. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 640 orð

Sigurður Ólafsson

Hann var roskinn þegar ég kynntist honum í alvöru. Þó man ég hann ungan bónda og mynd hans við bústörf er mér í barnsminni. Sú mynd sýnir hæglátan mann sem sneri derhúfunni öfugt og dró á eftir sér hjólbörurnar í stað þess að aka þeim á undan sér. Siggi og fjölskylda hans voru mér einn af föstu punktunum í tilverunni þegar ég fyrst fór að skynja heiminn. Meira
27. maí 1999 | Minningargreinar | 121 orð

SIGURÐUR ÓLAFSSON

SIGURÐUR ÓLAFSSON Sigurður Ólafsson fæddist 1. nóvember 1917. Hann lést 13. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson, skipstjóri í Flatey, og Guðrún Baldvinsdóttir frá Siglunesi. Sigurður ólst upp í Skáleyjum hjá Kristínu Einarsdóttur og Skúla Bergsveinssyni. Sigurður kvæntist fyrsta vetrardag 1941 Unni Lilju Jóhannesdóttur, f. 3. Meira

Viðskipti

27. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 244 orð

Evran í mestu lægð gegn dollar til þessa

EVRAN lenti í nýrri lægð gegn dollar í gær vegna ummæla embættismanna um að engin þörf sé á að styrkja hana. Dalurinn styrktist við hækkun í Wall Street eftir tap fjóra viðskiptadaga í röð og evrópsk hlutabréf bættu upp mestallt tap sitt fyrr um daginn. Dow hafði hækkað um 100 punkta eftir lokun í London og lokagengi FTSE lækkaði um aðeins 0,2% eftir slakari frammstöðu. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 220 orð

Tilboð Hydro í Saga rætt við Statoil

NORSK Hydro hefur staðfest að fyrirtækið hafi rætt 2,3 milljarða tilboð sitt í Saga Petroleum við keppinautinn Statoil, sem er ríkisrekinn, en neitar því að fyrirtækin bafi komizt að samkomulagi um að skipta Saga. Meira

Daglegt líf

27. maí 1999 | Neytendur | 41 orð

Gallabuxnadagar í Vinnufatabúðinni

LEE gallabuxur verða á tilboði í Vinnufatabúðinni í dag og næstu daga eða allt fram til 6. júní nk. Á tilboði kosta gallabuxurnar 3.900 krónur en áður kostuðu þær 5.490, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vinnufatabúðinni. Meira
27. maí 1999 | Neytendur | 77 orð

Linsan opnuð á Laugaveginum

NÝ verslun Linsunnar hefur verið opnuð á Laugavegi 8 í Reykjavík. Í fréttatilkynningu frá Linsunni segir að í versluninni verði lögð sérstök áhersla á óvenjulegar og litríkar gleraugnaumgjarðir frá hönnuðum á borð við Valentino, Anne et Valentin, Beasouleil, Pinton svo og sólgleraugu frá Max Mara og Ferré. Linsan á Laugavegi er opin alla virka daga milli kl. 10 og 18 og á laugardögum frá kl. Meira
27. maí 1999 | Neytendur | 57 orð

Matvælakynning Samtaka iðnaðarins

MATVÆLAFRAMLEIÐENDUR innan Samtaka iðnaðarins standa fyrir kynningu á framleiðslu sinni í dag milli kl. 13 og 16. Kynningin verður haldin í veislusalnum Versölum, Hallveigarstíg 1, Reykjavík. "Kynntar verða vörur sem henta sérstaklega hótelum, veitingastöðum, stóreldhúsum og öðrum mötuneytum og hverjum þeim sem framreiðir veitingar fyrir stóra eða smáa hópa, Meira
27. maí 1999 | Neytendur | 83 orð

Ný 11­11 verslun að Laugavegi

NÝ 11­11 verslun hefur verið opnuð á Laugavegi 116 í gömlu húsakynnum Nóatúns. Verslunin er um 300 fermetrar að stærð og er hin þrettánda sem er opnuð undir nafni 11­11 á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Sigurjóns Gunnlaugssonar, verslunarstjóra 11­11 á Laugavegi. Búðin er opin alla daga frá kl. 10­11 og segir Sigurjón að vöruúrvalið sé mikið. Meira
27. maí 1999 | Neytendur | 46 orð

Sumarbæklingur frá Fj¨allr¨aven

SUMARBÆKLINGUR frá sænska útivistarfyrirtækinu Fj¨allr¨aven er kominn út, en í honum má finna ýmsar vörur og fatnað til útivistar. Bæklingurinn fæst póstsendur, en til þess þarf að hafa samband við Útivistarbúðina í síma 5519805 eða Sportleiguna í síma 5519800. Heimasíða Sportleigunnar er: www.mmedia.is/sportleigan. Meira
27. maí 1999 | Neytendur | 240 orð

Ungbörn fá eitrun með hunangi

HOLLUSTUVERND ríkisins hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem varað er við að gefa börnum yngri en tólf mánaða hunang. Tilefnið er ábending Norsku matvælastofnunarinnar um að nýlega hefði ungbarn í Noregi fengið svokallaða bótúlinum-eitrun og veikst mjög alvarlega eftir að hafa borðað hunang. Er það í fjórða sinn á skömmum tíma sem ungbarn veikist alvarlega í Noregi með þessum hætti. Meira

Fastir þættir

27. maí 1999 | Fastir þættir | 244 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni BSÍ 199

Dregið var í 1. umferð bikarkeppninnar á Kjördæmamótinu á Akureyri. Alls eru 48 sveitir skráðar til leiks. 16 leikir verða því í 1. umferð en 16 sveitir sitja yfir. Guðmundur Gunnarsson, Selfossi ­ Erla Sigurjónsdóttir, Hafnarfirði TVB 16/Sigurður Sigurjónsson ­ Guðmundur Ágústsson, Rvík Hákon Sigmundsson, Dalvík ­ Bryndís Þorsteinsdóttir, Rvík Ólafur Steinason, Meira
27. maí 1999 | Fastir þættir | 101 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild félags e

Mánudaginn 17. maí spiluðu 23 pör Mitchell-tvímenning. Úrslit urðu þessi: N/S Ingunn Bernburg ­ Elín Jónsd.253 Halla Ólafsd. ­ Magnús Halldórss.243 Rafn Kristjánss. ­ Júlíus Guðmundss.240 A/V Ingibjörg Stefánsd. ­ Þorsteinn Davíðss.269 Fróði B. Pálss. ­ Þórarinn Árnason252 Sæmundur Björnss. Meira
27. maí 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. maí sl. í Þingvallakirkju af sr. Rúnari Þór Egilssyni Eva Carlsson og Thomas Ljunggren frá Svíþjóð. Heimili þeirra er að Suðurhúsum 9, Grafarvogi. Meira
27. maí 1999 | Fastir þættir | 371 orð

"Eitt er að ætla sér mikið" Siðferðilegt samfélag þokaði fyrir gegndarlausu kapphlaupi eftir innihaldslausum ytri gæðum. Öðrum

Öðrum til bjargar átt þú að vera andlega frjáls. (D.St.) ÞAÐ voru hvorki aldraðir né unglingar sem báðu um að þessir aldurshópar einangruðust hvor frá öðrum. Kerfið bjó til þá hugsjón að skipa hvorum hópnum fyrir sig í aðskildar einingar, svo sem hægt var. Duglega var að þessu unnið ­ en fótfestu ekki náð. Meira
27. maí 1999 | Fastir þættir | 904 orð

Frímerki Íslandspósts hf. 1998

NOKKUÐ er umliðið síðan ég minntist á það, að í frímerkjaþáttum yrði eitthvað rætt um frímerkjaútgáfu Póstsins á liðnu ári og síðan áfram á þessu ári. Þannig yrði aftur tekin upp sú venja, sem lengi hefur verið fylgt í þessum þáttum, að geta um útkomu nýrra frímerkja. Meira
27. maí 1999 | Fastir þættir | 1033 orð

Hannes Hlífar sigrar á minningarmóti um Jóhann Þóri

21.­22. maí 1999 MINNINGARMÓT um Jóhann Þóri Jónsson var haldið um helgina 21.­22. maí. Þetta var helgarskákmót í anda Jóhanns, en hann hafði einmitt ætlað að kóróna skákmótahald sitt um landið með helgarmóti í Reykjavík. Mótið fór fram á skemmtilegum stað og þurftu keppendur að sigla til Viðeyjar til að taka þátt í því. Þátttaka var mjög góð, en 45 manns mættu til leiks. Meira
27. maí 1999 | Dagbók | 900 orð

Í dag er fimmtudagur 27. maí, 147. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Þá s

Í dag er fimmtudagur 27. maí, 147. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Þá snart hann augu þeirra og mælti: "Verði ykkur að trú ykkar" (Matteus 9, 29.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Reykjafoss kom og fór í gær. Meira
27. maí 1999 | Í dag | 470 orð

Í SJÓNVARPI um helgina var sýndur svartur foli, sem látinn va

Í SJÓNVARPI um helgina var sýndur svartur foli, sem látinn var hlaupa um í reiðhöllinni. Víkverji hefur kannski ekki mikið vit á hestum og hestamennsku yfirleitt, en augsýnilega var þarna gífurlega fallegur gripur á ferð og unun á að horfa, hvernig skepnan bar sig að um leið og hún hljóp um í höllinni. Meira
27. maí 1999 | Í dag | 76 orð

ÍSLENDINGALJÓÐ

Land míns föður, landið mitt, laugað bláum straumi, eilíft vakir auglit þitt ofar tímans glaumi. Þetta auglit elskum vér, - ævi vor á jörðu hér brot af þínu bergi er, blik af þínum draumi. -- Hvort sem krýnist þessi þjóð þyrnum eða rósum, hennar sögur, hennar ljóð, hennar líf vér kjósum. Meira
27. maí 1999 | Í dag | 266 orð

Lokaðar ruslafötur?

ÉG fór á annan í hvítasunnu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og voru á svæðinu fleiri þúsund manns, bæði börn og fullorðnir að skemmta sér. Stakk það mig illilega að meðal þessa fólks voru Taílendingar, aðallega börn, sem voru að hirða rusl úr ruslatunnunum. Sá ég að hópur af þessu fólki var búinn að koma sér upp nokkurs konar bækistöð þar sem það safnaði þessu saman í stóra svarta ruslapoka. Meira
27. maí 1999 | Í dag | 291 orð

Samvera í Kópavogskirkju ­ arfur kynslóðanna

VINAFÉLAG Kópavogskirkju og sóknarnefnd Kársnessóknar gangast fyrir samveru í Kópavogskirkju laugardaginn 29. maí kl. 11 undir yfirskriftinni Arfur kynslóðanna. Þar munu þau Pálína Jónsdóttir, fyrrverandi kennari og endurmenntunarstjóri, Gísli J. Ástþórsson, fyrrverandi blaðamaður og ritstjóri, og séra Ragnar Fjalar Lárusson, fyrrverandi prófastur, ræða um arf kynslóðanna frá ólíkum sjónarhornum. Meira
27. maí 1999 | Fastir þættir | 808 orð

Tvískinnungur og hræsni Frelsi

Tvískinnungur og hræsni Frelsi og velmegun hefur gert margan Vesturlandamanninn ófæran um að sjá í réttu ljósi þjáningar þeirra sem búa við kúgun. Meira
27. maí 1999 | Í dag | 32 orð

VINKONURNAR Sigrún Björk Sveinbjörnsdóttir og Hrefna Rut Níelsdóttir héldu fl

VINKONURNAR Sigrún Björk Sveinbjörnsdóttir og Hrefna Rut Níelsdóttir héldu flóamarkað í götunni heima hjá sér, Álfabyggð á Akureyri á dögunum og söfnuðu 620 krónum. Þær hafa fært Rauða krossinum á Akureyri peningana. Meira
27. maí 1999 | Í dag | 45 orð

ÞESSAR ungu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri, ásamt þremur vinkonum

ÞESSAR ungu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri, ásamt þremur vinkonum sínum, til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 2.226 krónur. F.v. Védís Áslaug Valdemarsdóttir, Tinna Ingólfsdóttir og Anna Sif Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Höllu Sif Guðmundsdóttur og systurnar Karen Evu og Katrínu Örnu Harðardætur. Meira
27. maí 1999 | Dagbók | 3680 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

27. maí 1999 | Íþróttir | 118 orð

Anelka eftirsóttur

ÍTALSKA stórliðið Juventus telur sig eiga góða möguleika á að fá Nicolas Anelka, framherja Arsenal, í sínar raðir. Liðið hefur verið á höttunum eftir Roberto Muzzi, framherja Cagliari en er tilbúið að hætta við þau kaup komi Anelka til liðsins. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 92 orð

Auðun í uppskurð

AUÐUN Helgason, leikmaður Vikings í Stavangri og íslenska landsliðsins, er meiddur á hægra hné og þarf að fara í uppskurð að mati norskra lækna, að því er kemur fram í Rogalands Avis. Auðun segir í samtali við dagblaðið, sem er gefið út í Stavangri, að hann eigi í erfiðleikum með að lyfta hægra hnénu en ekki sé nákvæmlega vitað hvað ami að sér. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 273 orð

Ásgeir orðaður við Stuttgart

ÁSGEIR Sigurvinsson hefur verið orðaður við Stuttgart, sem yfirmaður alls sem viðkemur keppnisliðinu ­ maður sem ákveður og sér um kaup og sölur á leikmönnum, jafnframt því að vera yfirmaður þjálfunar liðsins. Stuttgart hefur gengið illa í vetur ­ fimm þjálfarar hafa verið við stjórnvölinn. Bild segir frá því í gær að forráðamenn liðsins vilji fá nýtt blóð fyrir næsta keppnistímabil. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 530 orð

Bjarki með en Einar Þór í banni

ÞRIÐJA umferð efstu deildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í Vestmannaeyjum taka heimamenn í ÍBV á móti Grindvíkingum, KR fær Val í heimsókn í Frostaskjólið, Framarar sækja Breiðablik heim í Kópavoginn og Keflvíkingar leika heima gegn Skagamönnum. Allir leikirnir hefjast kl. 20, en fimmti og síðasti leikur umferðarinnar, Víkingur - Leiftur, fer fram á laugardag. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 184 orð

Daniel Stephan ekki með í HM

ÞÝSKA landsliðið í handknattleik varð fyrir miklu áfalli um helgina, þegar liðið lék tvo æfingaleiki við Dani í Þýskalandi. Daniel Stephan, besti maður liðsins og handknattleiksmaður ársins í heiminum , handarbrotnaði þegar ellefu mínútur voru liðnar af seinni leiknum. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 132 orð

Ellert veitti verðlaun

ELLERT B. Schram, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, er gestur framkvæmdastjórnar leikanna í Liechtenstein. Hann veitti verðlaun á frjálsíþróttavellinum í gær. Fyrsta verk hans var að rétta Jóni Arnari Magnússyni verðlaunagripinn fyrir sigurinn í langstökki karla. Ellert var greinilega ánægður með verkefnið sem honum hafði verið úthlutað. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 124 orð

Glæsilegur tennisleikur hjá Hrafnhildi

HRAFNHILDUR Hannesdóttir er komin í átta manna úrslit í einliðaleik kvenna í tennis. Hún sigraði Vogt frá Liechtenstein í hörkuleik þar sem oddalotu þurfti til að knýja fram úrslit 6:3, 3:6 og 7:5. Hún sýndi mikið keppnisskap eftir að hafa lent undir í fyrsta setti. Hún mætir Varmuzu frá San Marínó í dag. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 96 orð

Grindvíkingar styrkjast

BJARNI Magnússon, fyrrverandi leikmaður körfuknattleiksliðs ÍA, hefur gengið til liðs við Grindvíkinga. Bjarni hefur leikið með Skagamönnum síðastliðin fjögur ár og þar áður með Breiðabliki. Einar Einarsson, þjálfari Grindvíkinga, hefur lagt áherslu á að styrkja leikmannahóp liðsins fyrir næsta vetur og er búist við að fleiri leikmenn gangi til liðs við Suðurnesjaliðið í sumar. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 257 orð

Gulldrottningin Silja aftur á efsta þrepi

SILJA Úlfarsdóttir, hlaupakonan efnilega úr FH, vann önnur gullverðlaun sína á Smáþjóðaleikunum er hún kom langfyrst í mark í 400 metra hlaupi. Hún hljóp á 54,97 sekúndum og bætti stúlknamet Svanhildar Kristjónsdóttur um tæpa sekúndu. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 114 orð

Hringnum lokað

ÞEGAR Smáþjóðaleikunum lýkur í Liechtenstein hafa allar þátttökuþjóðirnar átta haldið leikana einu sinni hvert. Fyrstu Smáþjóðaleikarnir voru haldnir árið 1985 í San Marínó, en endalega var gengið frá því að tilraun væri gerð með að halda þessa leika á fundi Alþjóða Ólympíunefndarinnar sem haldinn var í tengslum við Ólympíuleikana í Los Angeles árinu áður. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 160 orð

Íslenska liðinu líkt við stein

SVISSNESKA dagblaðið Aargauer Zeitung líkir íslenska handknattleikslandsliðinu við stóran stein sem landslið heimamanna þurfi að ryðja úr vegi ef það ætli sér að komast áfram úr forkeppni Evrópumótsins. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 40 orð

Jón Arnar með gull og tvenn silfur

ÍSLENSKA frjálsíþróttafólkið vann átta verðlaun Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein í gær ­ tvenn gullverðlaun, fern silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Jón Arnar Magnússon og Silja Úlfarsdóttir unnu gullverðlaunin auk þess sem Jón Arnar vann tvenn silfurverðlaun. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 135 orð

Kolbrún keppir í þrennunni

KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir, sundkona frá Akranesi, ætlar að keppa á öllum mótunum þremur í mótaröðinni sem fram fer í Barcelona, Cannes og Mónakó auk þess að vera í æfingabúðum í Barcelona fyrir fyrsta mótið frá því að Smáþjóðaleikunum lýkur á laugardag. Mótið í Barcelona fer fram 5., 6. og 7. júní, í Cannes 8., 9. og 10. júní og loks verður synt í Mónakó 12. og 13. sama mánaðar. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 232 orð

KR og Leiftur leika í lok júní

Enn hefur ekki verið ákveðið formlega hvenær viðureign Leifturs og KR, sem fara átti fram sl. mánudag á Ólafsfirði, fer fram. Leikurinn er hluti 2. umferðar Íslandsmótsins, en sú þriðja hefst í kvöld með fjórum leikjum. Henni lýkur á laugardag og fjórða umferðin fer svo fram eftir helgi. Þá tekur við nokkurt hlé, m.a. vegna landsleikja við Armeníu heima og Rússa ytra. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 397 orð

Le Havre vill fá Arnar

FRANSKA 1. deildar félagið Le Havre hefur gert 40 milljóna króna tilboð í Arnar Grétarsson, leikmann AEK frá Aþenu. Þá hefur þýska félagið Duisburg og gríska liðið PAOK lýst yfir áhuga á að fá Arnar til liðs við sig. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 211 orð

Martha nokkuð frá sínu besta

MARTHA Ernstsdóttir, hlaupakona úr ÍR, hafnaði í öðru sæti í 5.000 metra hlaupi og var rúmlega átta sekúndum á eftir sigurvegaranum, sem var Gadi Hafida, en hún hafði forystu síðustu sjö hringina og sigraði örugglega. Martha hljóp á 16.49,91 mín. og var rúmri mínútu frá sínum besta tíma í greininni. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 493 orð

Mest ánægður með að hnéð hélt

ÞAÐ var í mörgu að snúast hjá tugþrautarkappanum Jóni Arnari Magnússyni á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein í gær. Hann keppti í þremur greinum og vann jafn mörg verðlaun, gull í langstökki og silfurverðlaun í kúluvarpi og 100 m grindahlaupi. Greinarnar þrjár fóru fram á sama tíma og því þurfti Jón Arnar að hafa sig allan við enda var þeim lokið á innan við tveimur tímum. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 233 orð

ÓLAFUR Sigurjónsson, ha

LORENZO Sanz, forseti Real Madrid, flaug til Parísar á þriðjudag til að reyna að ganga frá samningum við Nicolas Anelka, leikmann Arsenal. Þrátt fyrir mótmæli Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, virðist Sanzviss um að samningar takist. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 122 orð

Saknaði þjóðsöngsins

ÞÓRDÍS Gísladóttir nældi sér í bronsverðlaun í hástökki kvenna, en það er í fyrsta sinn sem hún stendur ekki á efsta þrepi á verðlaunapalli á Smáþjóðaleikum. Hún stökk 1,75 metra en sigurvegarinn, sem er frá Mónakó, stökk 1,86 metra og jafnaði þar leikjamet Þórdísar. "Ég er ekki nægilega ánægð með þessa hæð, ég reiknaði með að komast yfir 1,80. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 162 orð

Silfur til Jóns þrátt fyrir slitin krossbönd

ÞRÁTT fyrir að Jón Ásgrímsson væri með slitin krossbönd í báðum hnjám tókst honum að kasta 67,91 metra, sem dugði til silfurverðlauna. Hann var vafinn um hnjáliðina og gat hann því lítið beygt hnén og voru köst hans nánast atrennulaus. Það hlýtur því að teljast góður árangur hjá honum að kasta þetta langt við þessar kringumstæður. Hann fer í uppskurð á báðum fótum í næstu viku. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 168 orð

Sjö í leikbann

EINN leikmaður úr efstu deild karla var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í gær. Það er Gunnlaugur Jónsson, varnarmaður Skagamanna, sem fékk tvær áminningar í leik gegn Víkingum sl. mánudagskvöld. Hann missir því af leik Keflvíkinga og Skagamanna í kvöld. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 156 orð

Stutt gaman hjá Ólafi

ÓLAFUR Guðmundsson tugþrautarmaður úr HSK hætti í fyrstu grein á tugþrautarmóti í Alhama á Spáni sl. helgina. Eftir 60 metra í fyrstu grein, 100 metra hlaupi, þrautarinnar fann Ólafur fyrir meiðslum í nára og hætti á spretti sínum og tók ekki þátt í fleiri greinum. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 65 orð

Stúlknamet hjá Silju

SILJA Úlfarsdóttir úr FH sigraði í 400 m hlaupi í gær og vann þar með önnur gullverðlaun sín á leikunum. Hún hljóp á 54,97 sek. og bætti stúlknamet Svanhildar Kristjónsdóttur um hálfa sekúndu, en það met var orðið tæplega 20 ára gamalt. Tími Silju er aðeins 0,07 sekúndum frá lágmarkinu fyrir HM unglinga 19 ára og eldri sem fram fer síðar í sumar. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 824 orð

Stökkva hærra!

Íslandsmeistararnir í hástökki karla og kvenna, Einar Karl Hjartarson og Þórdís Gísladóttir, keppa bæði á Smáþjóðaleikunum. Valur B. Jónatansson ræddi við þau í Liechtenstein og forvitnaðist m.a. um hvað þau ættu sameiginlegt. "Hún hefur kennt mér öll brögðin sem hún kann," segir Einar Karl, sem er 20 árum yngri en Þórdís. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 80 orð

Suður-Afríkubúi til ÍA

SUÐUR-afrískur framherji er væntanlegur til reynslu hjá ÍA á næstu dögum. Leikmaðurinn, sem er 25 ára, verður hjá ÍA í að minnsta kosti mánuð en að þeim tíma liðnum verður tekin ákvörðun um hvort hann verður áfram hjá liðinu. Leikmaðurinn, sem er kennari að mennt, skoraði 20 mörk í efstu deild í Suður-Afríku síðastliðinn vetur. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 1643 orð

Tvö lið, einn bolti ­ og Alex Ferguson sigrar!

Manchester United Evrópumeistari á ný eftir 31 árs bið ­ á sögulegum lokaspretti í Barcelona Tvö lið, einn bolti ­ og Alex Ferguson sigrar! ÞAÐ er margtuggin klisja, en þó svo sönn að knattspyrnuleik sé ekki lokið fyrr en dómarinn flautar af. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 87 orð

Tvö töp í blakinu

BÆÐI landsliðin í blaki töpuðu leikjum sínum í gær á Smáþjóðaleikunum. Var þetta annar tapleikur kvennaliðsins í keppninni, en það hafnaði í öðru sæti á leikunum fyrir tveimur árum. Nú töpuðu þær 3:1 fyrir Lúxemborg, 25:19, 22:25, 26:24 og 25:12. Karlaliðið sem vann fyrsta leik sinn á mótinu hitti fyrir ofjarla sína er það mætti Kýpur. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 84 orð

Unnsteinn síðastur á afmælisdaginn

UNNSTEINN Grétarsson, hlaupari úr ÍR, átti 25 ára afmæli í Liechtenstein í gær. Hann keppti í úrslitum 400 m grindahlaupsins og varð síðastur og hefði því getað fengið betri afmælisgjöf. Hann byrjaði hlaupið vel og var þriðji þegar það var hálfnað. En hann stífnaði síðan upp og dróst aftur úr og kom í mark á 1.07,38 mín. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 101 orð

Úrslitaleikur í Meistaradeild Evrópu á Nou Camp í Barcelona Man.

Úrslitaleikur í Meistaradeild Evrópu á Nou Camp í Barcelona Man. Utd. - Bayern M¨unchen 2:1 Teddy Sheringham (89.), Ole Gunnar Solskjær (90.) - Mario Basler (6.) Áhorfendur: Um 90,000 Dómari: Pierluigi Collina (Ítalíu) Manchester United: 1-Peter Schmeichel; 2-Gary Neville, 5-Ronny Johnsen, 6-Jaap Stam, 3-Denis Irwin, Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 137 orð

Vala og Þórey

VALA Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir hefja keppnistímabilið utanhúss með keppni í stangarstökki á alþjóðlegu stigamóti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins í Sevilla í kvöld. Mótið er nokkurs konar prufukeyrsla á nýja frjálsíþróttavellinum í Sevilla, þar sem heimsmeistaramótið fer fram í ágústlok. Verður þar reyndur allur tækjabúnaður og farið yfir störf og skyldur allra starfsmanna mótsins. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 331 orð

Valdimar og Duranona í liði ársins

TVEIR íslenskir landsliðsmenn voru valdir í lið ársins í Þýskalandi hjá hinu kunna þýska handknattleiksriti Handball Woche. Þessi útnefnding er mikill heiður fyrir þá félaga, ekki síst Valdimar sem nú leikur sitt fyrsta tímabil í þýsku deildinni sem er talin sú sterkasta í heimi. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 1101 orð

Væri líklega ekki hér

BIRNA Björnsdóttir hlaupari úr FH er að keppa á sínum fjórðu Smáþjóðaleikum í Liectenstein og hún er líkega eini íslenski íþróttamaðurinn sem hefur keppt bæði í sundi og frjálsíþróttum á leikunum. Það sem meira er, hún hefur unnið verðlaun í báðum greinum. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 220 orð

Örn keppir í Barcelona

ÖRN Arnarson hefur náð góðum bata af meiðslum í öxl sem hrjáðu hann eftir miðjan vetur, að sögn Brians Marshalls, þjálfara hans. Örn hóf keppni í sundkeppni Smáþjóðaleikanna í gær ­ tryggði sér þá þrjá gullpeninga. Strax að leikunum loknum heldur Örn í æfingabúðir í Barcelona sem enda með því að hann tekur þátt í alþjóðlegu móti þar 5., 6. og 7. Meira
27. maí 1999 | Íþróttir | 651 orð

Örn komst í hann krappan í Vaduz

MARKMIÐ íslenska sundlandsliðsins, að vinna öll gullverðlaun sem í boði eru á Smáþjóðaleikunum, brást strax í þriðju grein á fyrsta keppnisdegi sem fram fór í gær. Enda var markmiðið háleitt og vart hægt að vonast eftir að það næðist. Alls unnu íslensku sundmennirnir fern gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun og settu auk þess tvö leikamet. Meira

Úr verinu

27. maí 1999 | Úr verinu | 102 orð

Selja 300 tonna karfakvóta

GUÐMUNDUR Runólfsson hf. á Grundarfirði, útgerð ísfisktogarans Hrings SH, hefur selt varanlegar veiðiheimildir í úthafskarfa fyrir 65 milljónir króna. Um er að ræða tæplega 300 tonna kvóta. Að sögn Sveins Pálmasonar, fjármálastjóra útgerðarinnar, var ákveðið að selja heimildir skipsins í úthafskarfa og fjárfesta í stað þeirra í veiðiheimildum í öðrum tegunudum, einkum þorski. Meira
27. maí 1999 | Úr verinu | 126 orð

Stefnt að sameiningu ÚA og Jökuls

ÚTGERÐAERFÉLAG Akureyringa og Burðarás, eignarhaldsfélag Eimskipafélagsins, hafa keypt öll hlutabréf Raufarhafnarhrepps í Jökli hf. eða 61% hlutfjár fyrirtækisins. Kaupverð er um 580 milljónir króna og kaupir ÚA 45% hlut í Jökli en Burðarás 15%. Gert er ráð fyrir því að á þessu ári verði rekstur Jökuls sameinaður rekstri ÚA. Kvóti sameinaðs félags yrði þá um 25.000 tonn þorskígilda. Meira
27. maí 1999 | Úr verinu | 1072 orð

ÚA og Burðarás kaupa meirihlutann í Jökli hf.

ÚTGERÐAERFÉLAG Akureyringa og Burðarás, eignarhaldsfélag Eimskipafélagsins, hafa keypt öll hlutabréf Raufarhafnarhrepps í Jökli hf. eða 61% hlutfjár fyrirtækisins. Kaupverð er um 580 milljónir króna og kaupir ÚA 45% hlut í Jökli en Burðarás 15%. Gert er ráð fyrir því að á þessu ári verði rekstur Jökuls sameinaður rekstri ÚA. Kvóti sameinaðs félags yrði þá um 25. Meira
27. maí 1999 | Úr verinu | 89 orð

Veiða má andanefjur

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ í Japan hefur ákveðið að aflétta veiðibanni á andanefjum í Japanshafi vestur af eyjunni Hokkaido og má veiða átta stykki þar til og með 30. júní. Alþjóða hvalveiðiráðið hefur ekki með andarnefju að gera og hafa Japanir leyft veiðar á henni í Kyrrahafinu en hámarkið var 54 dýr á fjórum svæðum á liðnu ári. Meira
27. maí 1999 | Úr verinu | 162 orð

Vélstjórar sameinast

FÉLAGSMENN Vélstjórafélags Vestmannaeyja hafa ákveðið í almennri atkvæðagreiðslu að leggja félagið niður sem stéttarfélag í skilningi laga um stéttarfélög og vinnudeilur og gerast í stað þess deild innan Vélstjórafélags Íslands. Atkvæði voru talin hinn 21. maí sl. og féllu þannig að 57 félagsmenn samþykktu samruna félaganna en 5 voru á móti. Samruninn tekur formlega gildi hinn 1. Meira

Viðskiptablað

27. maí 1999 | Viðskiptablað | 99 orð

Annar forstjóra Brimborgar lætur af störfum

ANNAR forstjóra Brimborgar og einn aðaleigenda, Sigtryggur Helgason, lætur nú af störfum hjá fyrirtækinu vegna heilsubrests. Hann hefur að undanförnu verið í veikindaleyfi. Í frétt frá Brimborg segir að Sigtryggur hafi ákveðið að láta nú af störfum og er honum þakkað ánægjulegt samstarf og fyrir vel unnin störf. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 142 orð

Bjórrisi í Bretlandi verður til

ALLIED Domecq drykkjarvörufyrirtækið hefur selt bjórkrár sínar í Bretlandi keppinautinum Whitbread fyrir 2,364 milljarða punda og verður Whitbread þar með mesti bjórkráaeigandi landsins með 10.000 sölustaði. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 854 orð

Einföld vandamál ­ flóknar lausnir

FÁ FYRIRTÆKI eru tölvunotendum eins nauðsynleg og Microsoft; nærfellt allar einkatölvur í heimi keyra Windows-stýrikerfið, algengasti hugbúnaðarvöndull heims er Office-pakkinn og grúi annarra forrita er í notkun úr smiðju þess. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 76 orð

Evran og íslensk fyrirtæki

EURO Info-skrifstofan á Íslandi, Útflutningsráð Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands boða til morgunverðarfundar á Hótel Loftleiðum, mánudaginn 31. maí frá klukkan 8­10, um evruna og íslensk fyrirtæki. Á fundinum munu m.a. fulltrúar frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð flytja erindi um reynslu fyrirtækja í þessum löndum, sem eru ýmist innan eða utan Myntbandalagsins. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 138 orð

Flagganir í gær

NOKKUÐ var um flagganir á hlutabréfamarkaði í gær, en með því er átt við að eignaraðild eða þátttaka ákveðins aðila, einstaklings, lögaðila eða samstæðu, sé komin upp eða niður fyrir ákveðin skilgreind mörk í hlutafélagi. Viðmiðunin er við 5%, 10%, 20%, 33,3% og 66,7% af atkvæðisrétti í hlutafélagi. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 206 orð

Framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar

Hreinn Haraldsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Samtímis tekur hann setu í yfirstjórn Vegagerðarinnar, ásamt vegamálastjóra, aðstoðarvegamálastjóra og framkvæmdastjórum stjórnsýslu- og tæknisviða. Hreinn er stúdent frá MR 1971. B.Sc. próf í jarðfræði frá Háskóla Íslands 1974. Fil.dr. próf frá háskólanum í Uppsölum, Svíþjóð 1981. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 88 orð

Fyrsta eintakið af Microsoft Office 2000

FYRSTA eintakið af hugbúnaðinum Microsoft Office 2000 var fyrir skömmu selt hér á landi í verslun Tæknivals og samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu er þetta að öllum líkindum fyrsta eintakið af hugbúnaðinum sem selt er í heiminum. Tryggingamiðstöðin var kaupandi fyrsta eintaksins, en almenn sala á Microsoft Office 2000 er nú hafin hjá Tæknivali. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 430 orð

Helmingur kaupverðs greiddur með hlutabréfum

NETVERK hefur keypt breskt hugbúnaðarfyrirtæki, RedBox Technologies Ltd., á um eina milljón dollara eða um 70 milljónir íslenskra króna. Þessa dagana er, að sögn Holbergs Mássonar, stjórnarformanns Netverks, unnið að lokafrágangi yfirtökunnar sem verður þann 1. júní n.k. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 512 orð

Kaup Baugs á 10-11 fá misjafnar undirtektir í viðskiptalífinu. Að

Kaup Baugs á 10-11 fá misjafnar undirtektir í viðskiptalífinu. Að vísu hækkaði gengi á hlutabréfum Baugs um 1% í gærmorgun en þeir, sem selja Baugi og reyndar öðrum verzlanakeðjum vörur eru mjög ósáttir við viðskiptahætti og starfsaðferðir þessara fyrirtækja. Það á bæði við um Baug og Kaupás en þó í mun ríkara mæli um Baug. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 322 orð

Landsbankinn ríður á vaðið

FRÁ og með 1.júní nk. mun Landsbankinn hækka vexti á inn- og útlánum. Á útlánahlið verður mesta hækkunin í neyslulánum og óverðtryggðum lánum, eða allt að 0,4 prósentustig. Innlánsvextir hækka um 0,1­0,7 prósentustig, mest þar sem um er að ræða reglubundinn sparnað. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 2267 orð

LANGT OG HEITT SUMAR FRAMUNDAN?

Ótti um vaxtahækkanir og efasemdir um réttmæti hárrar verðlagningar á hlutabréfum ollu verðlækkunum á hlutabréfamörkuðum vestanhafs og einnig hér á Íslandi í síðustu viku. Eftir að fréttir bárust um hvítasunnuna af minnkandi fiskveiðikvóta seldu einhverjir agaðir fjárfestar mikið af bréfum sjávarútvegsfyrirtækja þegar VÞÍ opnaði eftir helgina. Það virðist þó vart mikil ástæða til örvæntingar. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 27 orð

Lífsstíll '99

Lífsstíll '99 Stórsýningin Lífsstíll '99 verður formlega opnuð í Laugardalshöll á föstudaginn og verður opin yfir helgina. Um er að ræða lífsstíls- og vörusýningu fyrir unga og aldna. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 196 orð

McDonald's-staður númer 25.000 opnaður

INNAN skamms verður McDonald's-veitingastaður númer 25.000 opnaður í Chicago. Ray Kroc stofnaði McDonalds árið 1955 í Des Plaines í Bandaríkjunum og spáði því að einhvern tímann yrðu staðirnir 1.000. Því takmarki er löngu náð en nú hefur McDonalds náð markinu sem ekkert fyrirtæki hefur áður náð, að opna 25.000 staði undir sama nafni. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 160 orð

Minnsti hagnaður BA í 6 ár

HAGNAÐUR brezka flugfélagsins British Airways minnkaði um 61% á síðasta reikningsári og félagið hefur ekki skilað minni hagnaði í sex ár. BA hyggst hins vegar snúa vörn upp í sókn með því verja 200 milljóna punda til breytinga á viðskiptafarrými á lengri leiðum, meðal annars með því að breyta sætum í rúm. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 1612 orð

MUN AUKA ÖRYGGI Í VIÐSKIPTUM MEÐ VERÐBRÉF

MÖRG hlutafélög hafa að undanförnu breytt samþykktum sínum í þá veru að heimila rafræna skráningu hlutabréfa. Sá möguleiki opnaðist með lögum frá Alþingi um rafræna eignarskráningu verðbréfa sem tóku gildi í byrjun síðasta árs. Slík lög hafa fyrir alllöngu verið sett í öðrum löndum Vestur-Evrópu og á Norðurlöndum, t.d. í Danmörku 1981, Noregi 1985 og Svíþjóð 1989. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 608 orð

"Mun taka mörg ár að fá erlenda fjárfesta"

"ÞAÐ getur verið grafalvarlegt mál ef menn eru að selja væntingar sem engan veginn standast," sagði Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf., meðal annars á vorfundi útflutningsráðs Samtaka verslunarinnar/Félags íslenskra stórkaupmanna þann 20. maí, þar sem hann hélt erindi um verðmat og skráningu fyrirtækja á Verðbréfaþingi. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 236 orð

Netveski fyrir örugg viðskipti á Netinu

INNAN skamms mun korthöfum EUROPAY Íslands gefast kostur á að verða sér úti um sérstök Netveski til að nota í viðskiptum á Netinu. Netveskið byggist á öryggisstaðli sem nefnist SET, Secure Electronic Transactions, en um er að ræða opinn staðal sem hannaður var af MasterCard/EUROPAY, VISA, Microsoft, Netscape, IBM o.fl. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 388 orð

Ráðið í stöður hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar

MYNDIR víxluðust í síðasta viðskiptablaði Morgunblaðsins þegar sagt var frá ráðningum í stöður hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Upplýsingar um starfsmennina eru því endurbirtar og er beðist velvirðingar á mistökunum. INGIBJÖRG Hrund Þráinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður einstaklingssviðs hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Ingibjörg er 32 ára. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 224 orð

RC-hús 10 ára

UNDANFARIN 10 ár hafa verið byggð á sjöunda tug timburhúsa hér á landi undir merkinu RC frá fyrirtækinu Íslensk Skandinavíska ehf. Slík hús voru m.a. byggð á Súðavík eftir snjóflóðið þar árið 1995 og um þessar mundir eru að rísa veitingahús á Eyrarbakka og í Nauthólsvík af þessari tegund. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 429 orð

Reyni að finna tíma fyrir kórsönginn

ÞÓR Egilsson er fæddur árið 1964. Að loknu stúdentsprófi stundaði hann þýskunám í Trier í Þýskalandi en lauk síðan prófi í rekstrarhagfræði frá Johnson and Wales University, Rhode Island í Bandaríkjunum, árið 1993. Þór hefur frá því í maí í fyrra gegnt starfi deildarstjóra séreignardeildar hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Eiginkona Þórs er Margrét Tómasdóttir kennari og eiga þau tvö börn. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 251 orð

Símenntunarstofnun KHÍ kaupir fartölvuver SÍMENNT

Símenntunarstofnun KHÍ kaupir fartölvuver SÍMENNTUNARSTOFNUN Kennaraháskóla Íslands festi nýlega kaup á fartölvuveri af Tæknivali. Um er að ræða sextán ferðatölvur af gerðinni Toshiba og Compaq netþjón. Að sögn Óttars Erlingssonar, markaðsfulltrúa hjá Tæknivali, er hér á ferðinni fullbúið tölvuver sem býður upp á mikla möguleika. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 318 orð

Stjórn Telecom Italia segir af sér

STJÓRN Telecom Italia hefur sagt af sér, en situr áfram þar til hluthafar fyrirtækisins koma saman til fundar í júní til að greiða atkvæði um fyrirhugaða 65 milljarða dollara yfirtöku Olivetti. Ítalskur embættismaður gaf í skyn að hægt yrði að endurvekja tengslin við Deutsche Telekom, sem beið ósigur í baráttunni um yfirráð yfir Telecom Italia, en aðrir drógu það í efa. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 177 orð

Upp og niður

Viðskipti á íslenskum hlutabréfamarkaði voru með líflegra móti seinustu vikuna þó ekki gætti mikillar bjartsýni hjá verðbréfamiðlurum með verðþróun. Ekki var um miklar hækkanir að ræða almennt, en þrýstingur var fremur til lækkunar. Upp Vinnslustöðin hf. - 1,85 - 2,15 - 16,2% Jökull hf. - 1,90 - 2,05 - 7,9% Lyfjaverslun Íslands hf. - 3,22 - 3,45 - 7,1% Plastprent hf. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 164 orð

Upp og niður

Viðskipti á íslenskum hlutabréfamarkaði voru heldur minni en áður en talsverður dagamunur var á viðskiptum. Almennt urðu litlar breytingar á gengi hlutabréfa en úrvalsvísitala aðallista VÞÍ lækkaði óverulega. Upp Jökull hf. - 1,90 - 1,60 - 18,8% Pharmaco hf. - 14,00 - 12,90 - 8,5% Sæplast hf. - 8,00 - 7,50 - 6,7% Marel hf. - 22,15 - 20,80 - 6,5% Vinnslustöðin hf. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 1130 orð

Vaxandi hlutverk í viðskiptum Íslands og annarra landa

HVER er tilgangurinn með stofnun millilandaverslunarráða? "Markmiðið með því að setja á stofn félög af þessu tagi er fyrst og fremst að efla viðskiptatengsl milli Íslands og annarra landa, þ.e. þess lands sem um ræðir í hverju tilviki. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 258 orð

Verð á gulli ekki lægra í rúm 20 ár

VERÐ á gulli hefur lækkað í innan við 270 dollara í London í fyrsta skipti í rúmlega 20 ár. Gullið seldist á 269,50 dollara únsan, sem var rúmlega tveggja dollara lækkun á einum sólarhring. Verðið hefur lækkað um meira en 6% á einum mánuði síðan Englandsbanki skýrði frá fyrirætlunum um að selja helming gullbirgða sinna. Meira
27. maí 1999 | Viðskiptablað | 345 orð

Vorum gabbaðir

YFIRMENN lyfjarisans Roche Holding AG í Sviss segja að fámennur hópur stjórnenda hafi gabbað þá árum saman með leynilegu samkomulagi við keppinauta um verð á vítamínum til að hagnast á of háu verði til neytenda. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.