ALLNOKKUR lækkun varð á bandarískum verðbréfamarkaði í gær og er sú hækkun, sem varð í fyrradag vegna vaxtalækkunar seðlabankans, gengin til baka. Nasdaq-vísitalan féll í gær um 6,21% og Dow Jones um 2,28%.
Meira
Jóhannes Páll páfi II veifar til fólks við sérstaka athöfn fyrir börn í Páfagarði í gær. Í dag mun hann loka hinum heilögu dyrum Péturskirkjunnar og þar með lýkur formlega hátíðarárinu í tilefni af því, að kristin trú er nú að hefja sína þriðju...
Meira
STJÓRNENDUR virðulegasta leikhússins í Kína, Shanghai Grand, hafa ákveðið að baða gesti sína í rafbylgjum til að reyna að þagga niður í öllum farsímunum sem glymja látlaust meðan á sýningum stendur.
Meira
GILEAD Sher, einn samningamanna Ísraelsstjórnar, afhenti í gær svör hennar við tillögum Bills Clintons Bandaríkjaforseta um friðarsamning milli Ísraela og Palestínumanna.
Meira
CARLA Del Ponte, aðalsaksóknari stríðglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir í gær að þótt mögulegt væri að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, kæmi fyrir rétt í heimalandinu, væri ófrávíkjanlegt að hann yrði framseldur og réttað...
Meira
SEX sinnum hafa hjólbarðar sprungið á Concorde-þotum og valdið því, að gat hefur komið á eldsneytisgeyma flugvélanna. Það gerðist síðan í sjöunda sinn er Concorde-þota í eigu Air France hrapaði til jarðar fyrir utan París í júlí á síðastliðnu sumri.
Meira
LÆKNAR og sálfræðingar í Bretlandi hafa fordæmt þær fyrirætlanir foreldra 15 ára stúlku að gefa henni brjóstastækkun í 16 ára afmælisgjöf, sem kostar ríflega 3.200 pund, eða sem svarar rúmlega 400 þúsund krónum.
Meira
LÖGREGLAN í Kópavogi stöðvaði í fyrrinótt 18 ára pilt fyrir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut til móts við Nesti. Radarmælingar lögreglunnar sýndu að hann ók fólksbifreið sinni á 140 km hraða en hámarkshraði þar er 70 km/klst.
Meira
HIN árlega þrettándagleði Íþróttafélagsins Þórs verður haldin í dag, laugardag, á félagssvæðinu við Hamar við Skarðshlíð kl. 17.00. Þetta er 58. árið sem þrettándagleðin er haldin og er þetta uppákoma sem jafnan nýtur mikilla vinsælda ár hvert.
Meira
ÁSTRALÍA og Nýja-Sjáland tilkynntu í gær að innflutningur á nautakjötsafurðum frá 30 Evrópulöndum verði bannaður vegna hættunnar á kúariðusmiti og þeim sjúkdómum sem því fylgja. Bannið tekur gildi á mánudag.
Meira
FLUGLEIÐIR hættu flýtiinnritun um síðustu áramót. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, er áformað að bjóða farþegum upp á að innrita sig í flug á Netinu.
Meira
ÍSINN og kuldinn við Tjörnina í Reykjavík er farinn að þrengja verulega að fuglunum sem þar hafa vetursetu. Einkum eru það gæsirnar sem nágrannar Tjarnarinnar og fuglavinir eru farnir að hafa verulegar áhyggjur af.
Meira
SAMKVÆMT verðkönnun Morgunblaðsins í þremur lágvöruverslunum í Reykjavík er Bónus með lægsta verðið. Nítján vörutegundir fengust í öllum verslununum og kostuðu þær samtals 3.538 kr. í Bónus í Holtagörðum, 3.580 kr. í Krónunni í Skeifunni og 4.551 kr.
Meira
Búðardalur -Heilsugæslustöðinni hér í Búðardal barst á dögunum rausnarleg gjöf. Það er Dopplertæki sem meðal annars er notað við mæðraskoðun. Tækið heitir Dopplex, það er frá fyrirtækinu Huntleigh Diagnostics og fer ekki mikið fyrir því.
Meira
Jórunn Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 6. september 1944. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla verknáms árið 1961. Hún dvaldi ár í Bandaríkjunum eftir skóla við enskunám. Hún hefur starfað sem húsmóðir og við verslunarstörf. Nú er hún forstöðukona Foreldrahússins, Vonarstræti 4b. Jórunn er gift Stefáni H. Stefánssyni, framkvæmdastjóra Húss verslunarinnar, og eiga þau fjögur börn.
Meira
NÝR leikskóli við Krók í Grindavík mun taka til starfa þann 1. febrúar en framkvæmdir við leikskólann hófust síðastliðið vor. Leikskólinn er byggður af Nýsi-Ístak og er einkaframkvæmd, þ.e. Grindavíkurbær leigir hann af verktakanum.
Meira
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTINU hefur borist bréf frá Leifi Hallgrímssyni, framkvæmdastjóra Mýflugs, þar sem hann útskýrir hvers vegna félagið gat ekki tekið að sér sjúkraflug frá Patreksfirði til Reykjavíkur á nýársnótt.
Meira
EMBÆTTI dómara við Hæstarétt Íslands hefur verið auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2001 Um er að ræða dómaraembætti sem losnar þar sem Hjörtur Torfason hefur ákveðið að óska eftir lausn frá embætti.
Meira
ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, lagði af stað í gær til Aserbaídsjan til að hafa eftirlit, ásamt fleirum fyrir hönd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, með endurteknum þingkosningum í landinu sem fram eiga...
Meira
FLEIRI en eitt tilboð bárust í eignir þrotabús Nasco Bolungarvíkur hf. Tilboðin verða lögð fyrir veðkröfuhafa eftir helgi. Frestur til að skila inn tilboðum í rækjuverksmiðju Nasco og aðrar eignir þrotabúsins rann út síðdegis í gær.
Meira
ÍSKLIFRARAR þurfa ekki lengur að keyra óraveg til að stunda það áhugamál sitt, því nú er búið að koma upp æfingaaðstöðu í 13 metra háum súrheysturni við gamla Gufunesbæinn í Gufunesi.
Meira
GYLFI Ásmundsson sálfræðingur varð bráðkvaddur á heimili sínu 5. janúar, 64 ára að aldri. Gylfi fæddist 13. september 1936 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Gróa Ásta Jafetsdóttir húsmóðir og Ásmundur Ásmundsson bakarameistari.
Meira
Íbúum margra sveitarfélaga fækkaði umtalsvert á síðasta ári, ekki síst á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Forsvarsmenn sveitarfélaganna telja í flestum tilvikum að breytingar í atvinnumálum séu helsta skýring neikvæðrar byggðaþróunar.
Meira
ROBERTSON lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), hefur heitið því að gefnar verði ítarlegar upplýsingar um notkun á úranhúðuðum sprengjum sem bandarískir flugmenn notuðu gegn skriðdrekum Serba í Bosníu 1994-1995.
Meira
STAFSMENN gatnamálastjóra í Reykjavík munu annast hirðingu jólatrjáa dagana 8.-12. janúar. Þeir borgarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir að setja jólatrén út fyrir lóðamörk og verða þau þá fjarlægð. Eftir 12.
Meira
KOSTNAÐUR við uppkaup og rif á húsum vegna byggingar snjóflóðavarnargarðs í Bolungarvík er 72 milljónir króna. Þessi tala byggist á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins.
Meira
FRIÐARHREYFING Ísraels ætti nú að fara að endurskoða afstöðu sína. Í þrjátíu ár höfum við haldið því fram, að friður muni aldrei nást á meðan Ísrael stjórni annarri þjóð.
Meira
Vestmannaeyjum -Þrátt fyrir að Ísfélag Vestmannaeyja hafi nánast brunnið til grunna stendur vesturhluti hússins, og er nú unnið hörðum höndum við að gera þar klárt svo frysta megi þar loðnu á vertíðinni og jafnvel síld fyrir loðnuvertíð.
Meira
Stykkishólmi- Þrettándinn er í dag og síðasti jólasveinninn heldur heim á leið. Nokkrir jólasveinar mætu á jólaballið í Stykkishólmi og höfðu með sér kálf.
Meira
6. janúar 2001
| Akureyri og nágrenni
| 124 orð
| 2 myndir
JÚLÍUS Jónsson hefur verið kjörinn fyrsti formaður Skíðafélags Akureyrar, en það er arftaki Skíðaráðs Akureyrar. Móðurfélög þess voru Knattspyrnufélag Akureyrar og Íþróttafélagið Þór.
Meira
MILLI jóla og nýárs fór loftmengun í Reykjavík tvisvar yfir leyfileg mörk samkvæmt mælingum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Báða dagana var talsvert frost í borginni og logn.
Meira
Vestmannaeyjum -Þessi fallega mynd Sigurgeirs er tekin í ekta jólaveðri, sem var í Eyjum mestallar hátíðirnar, austur yfir kirkjugarðinn með Eldfell í baksýn.
Meira
HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 annað kvöld, sunnudagskvöld. Miriam Óskarsdóttir talar og syngur. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri.
Meira
KRISTÍN Rós Hákonardóttir sundkona, sem hlaut fern verðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í Sydney á síðasta ári, fékk á miðvikudag styrk úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra og borgarstjóra.
Meira
Láðist að geta söngvara Í UMFJÖLLUN um Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í blaðinu í gær láðist að geta tveggja söngvara sem komu fram í síðasta atriði tónleikanna. Þær heita Helga Magnúsdóttir og Guðbjörg R. Tryggvadóttir.
Meira
LÍTIL tveggja sæta flugvél af gerðinni Cessna 152 átti í vélarvandræðum sunnan við Þingvelli um hádegið í gær. Um borð í vélinni voru mæðgur og flaug dóttirin vélinni en hún lauk einkaflugmannsprófi í haust.
Meira
SÆNSKA lögreglan hefur nú handtekið fimm menn sem taldir eru tengjast ráninu á málverkum eftir Rembrandt og Renoir úr Sænska ríkislistasafninu sl. desember.
Meira
Menningarborgarárinu verður haldið áfram á táknrænan hátt með stofnun Menningarborgarsjóðs sem Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið standa sameiginlega að. Stofnfé sjóðsins er að mestu leyti rekstrarafgangur menningarborgarinnar. Hávar Sigurjónsson ræddi við Pál Skúlason, Björn Bjarnason og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um hlutverk hins nýja sjóðs.
Meira
AÐSÓKN að Viðey hefur vaxið mjög síðustu þrjú árin. Árið 2000 urðu gestirnir flestir eða 27.809 talsins, sem er 25,13 % af íbúafjölda Reykjavíkur. Er það fjölgun um 2.900 frá árinu 1999 og um nærri 5.800 frá 1998.
Meira
NÁMSMENN við Háskóla Íslands standa mjög misjafnlega að vígi gagnvart kostnaði fyrir daggæslu fyrir börn sín yngri en tveggja ára eftir því hvar á höfuðborgarsvæðinu þeir eru búsettir.
Meira
BILUN varð í gærkvöldi í tækjabúnaði í Vestmannaeyjum vegna Cantat 3-sæstrengsins. Netsamband til Norður-Ameríku lá niðri frá því klukkan sjö þar til viðgerð lauk upp úr klukkan níu. Leigulínusambönd urðu einnig óvirk á þeim...
Meira
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer á sunnudaginn 7. janúar kl.10 í sína fyrstu dagsferð á árinu og er það árleg nýárs- og kirkjuferð. Að þessu sinni er farið í Krýsuvík með heimsókn í Krýsuvíkurkirkju og í Herdísarvík.
Meira
HELGI Pétursson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkur, telur að borgaryfirvöld verði ekki við óskum lögreglustjórans í Reykjavík um hækkun hámarkshraða við vissar götur úr 30 km í 50 km.
Meira
VINNU við gerð nýs kjarasamnings framhaldsskólakennara miðaði allvel í gær. Deiluaðilar vonast eftir að takist að ljúka við gerð nýs samnings um helgina. Mikil vinna er hins vegar eftir við ýmsa þætti samningsins.
Meira
Eitt markmiða ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum er að fækka sjálfsvígum á Íslandi um fjórðung á næstu tíu árum. Til þess að þetta takmark náist þarf að mati geðlæknanna Eric D. Caine og Yeates Conwell að efla forvarnir til muna. Þeir eru nú staddir á Íslandi til að ræða samstarf við íslenska lækna.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að engin ástæða sé til að ætla að Íslendingar, sem starfað hafa í Bosníu og Kosovo, hafi veikst vegna hugsanlegrar úranmengunar á svæðinu.
Meira
SAMTÖK atvinnulífsins telja að samhliða myndarlegum afgangi hjá ríkissjóði minnki aðhald að ríkisútgjöldum. Samtökin benda á að frá 1998-2001 hafi ríkisútgjöld hækkað árlega um 10%.
Meira
RÚMLEGA 5.100 höfðu í gærkvöldi skrifað sig á undirskriftalista á Netinu til stuðnings tvöföldun Reykjanesbrautar. Undirskriftasöfnunin hófst sl.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að samræma og hækka verð á sundurliðun símtala sem fylgir símareikningum. Eftir 1. jan 2001 verður mánaðarverð þessarar þjónustu 110 krónur.
Meira
ORKUVEITA Reykjavíkur hyggst ekki fara út í sértækar aðgerðir fyrir Elliðaárnar, en í gær kom fram hjá Bjarna Ómari Ragnarssyni, formanni Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í Morgunblaðinu að hann teldi að í tillögur starfshóps um lax- og silungsár í...
Meira
HALLGRÍMSSÓKN í Reykjavík var stofnuð í október 1940, þegar Dómkirkjusókn, sem spannaði alla Reykjavík, var skipt upp í þrjár sóknir, Nessókn, Laugarnessókn og Hallgrímssókn.
Meira
SONARSONUR Jósefs Stalíns kveðst hafa einsett sér að stofna "umbótasinnaðan" kommúnistaflokk í Georgíu, fæðingarlandi afa síns, og segir að endursameining Georgíu og Rússlands verði efst á stefnuskrá hans.
Meira
FÉLAG framhaldsskólanema hefur sent frá sér eftirfarandi: "Spár svartsýnustu manna virðast rætast. Skólahald í framhaldsskólum landsins hefur legið niðri í rétt um tvo mánuði og nemendur látnir húka utan veggja skólanna.
Meira
MAÐUR á fertugsaldri hlaut alvarlega áverka þegar hann var stunginn með hnífi í háls og brjóstkassa af jafnaldra sínum og kunningja við pítsustaðinn Hróa hött í Fákafeni í Reykjavík í gærkvöldi.
Meira
Stykkishólmi -Sæferðir ehf. í Stykkishólmi tóku við rekstri Breiðafjarðarferjunnar Baldurs hinn 1. janúar. Þetta þykja talsverð tíðindi því sama félagið hafði fram að þeim tíma annast útgerð Baldurs frá upphafi eða í 77 ár.
Meira
HAROLD Shipman, fyrrverandi heimilislæknir í Bretlandi, er talinn hafa myrt allt að 265 af sjúklingum sínum, samkvæmt skýrslu sem breska stjórnin birti í gær.
Meira
RÚMLEGA fertugur karlmaður var handtekinn í umferðinni í Reykjavík í gærkvöldi en hann reyndist vera mjög ölvaður. Maðurinn kvaðst vera í bíltúr en við hlið hans sat barnungur sonur hans.
Meira
FLUGLEIÐIR hafa tekið ákvörðun um að leggja fram kæru vegna hegðunar þriggja farþega í flugi 4. desember sl. Um var að ræða leiguflug til Mexíkó með millilendingu í Minneapolis.
Meira
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint því til málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, að hún taki á ný til skoðunar kæru sem varðar ákvörðun á grunnframfærslu, komi fram ósk þess efnis. Telur umboðsmaður að málið hafi ekki sætt nauðsynlegri rannsókn af hálfu nefndarinnar er hún fékk það til umfjöllunar.Umboðsmaður hefur skilað áliti sínu til Stúdentaráðs Háskóla Íslands og málskotsnefndar LÍN. Stúdentaráðið, fyrir hönd skjólstæðings síns, kærði til nefndarinnar ákvörðun á grunnframfærslu.
Meira
"MÁLLÝSKUR dagsins í dag eru miklu frekar tengdar mun á starfshópum og stéttum heldur en búsetu," segir Kristján Árnason prófessor, formaður Íslenskrar málstöðvar, aðspurður um stöðu mállýskunnar í íslenskri nútímatungu.
Meira
UNDIRRITAÐUR var á Grænlandi í vikunni samningur milli Flugfélags Íslands, FÍ, og grænlensku heimastjórnarinnar um flug milli Reykjavíkur og tveggja staða á austurströnd Grænlands; Kulusuk og Nerlerit Inaat.
Meira
GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins og Skógrækt ríkisins verða með tvö námskeið á næstunni sem nefnast; Að lesa í skóginn og tálga tré. Fyrra námskeiðið er ætlað byrjendum og verður haldið í húsakynnum Garðyrkjuskólans helgina 12.-14. janúar.
Meira
6. janúar 2001
| Akureyri og nágrenni
| 441 orð
| 1 mynd
SKJÁVARP, Gagnvirk miðlun og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hafa ákveðið að standa sameiginlega að uppbyggingu upplýsinga- og afþreyingarkerfis í húsakynnum FSA en viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð af forsvarsmönnum þeirra í gær.
Meira
Utanríkisráðherra verður sendiherra KNUT Vollebæk, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, var útnefndur sendiherra Noregs í Bandaríkjunum í gær og mun hafa aðsetur í Washington.
Meira
BÚAST má við því að mikill hamagangur verði í öskjunni næstu daga því hinar árlegu janúarútsölur eru í þann mund að hefjast í verslunum landsins. Örtröðin í Kringlunni í gær var slík að minnti á dagana fyrir jólin.
Meira
LÖGREGLAN í Kópavogi varar fólk við ótraustum ís á Kópavogi og Fossvogi og segir ísinn alls ekki mannheldan og því sé stórhættulegt að fara út á hann. Lögreglan veit ekki til þess að slys hafi hlotist af þessu í vetur.
Meira
TVEIR sextán ára piltar sprengdu upp veðurathugunarkassa í Vestmannaeyjum klukkan þrjú í fyrrinótt en þeir notuðu til þess heimatilbúna sprengju, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Lögreglan sá piltana hlaupa á brott og náði þeim á hlaupum.
Meira
Eyrarbakka- Nú eins og í fyrra var ákveðið að verðlauna best skreyttu heimilin í Árborg og voru vegleg verlaun í boði ýmissa aðila í sveitarfélaginu en þau eru Selfossveitur, Árvirkinn, Húsasmiðjan, KÁ verslanir, Fossraf og Umhverfisdeild Árborgar.
Meira
FÉLAG íslenskra leikskólakennara og launanefnd sveitarfélaga hafa samið um að framlengja viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings til 29. janúar nk.
Meira
TAÍLENDINGAR ganga að kjörborði í dag og nýlegar skoðanakannanir benda til þess að flokkur vinsæls auðkýfings, Thaksins Shinawatra, beri sigur úr býtum og verði stærsti flokkurinn á þinginu.
Meira
ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir engar haldbærar upplýsingar liggja fyrir um að fyrirtæki séu að draga saman seglin og fækka starfsfólki en telja megi líklegt að þau séu um þessar mundir að yfirfara rekstur sinn og leita leiða...
Meira
ÞORSTEINN Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi, lést á heimili sínu í Reykjavík í fyrrinótt, 89 ára að aldri. Þorsteinn fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1911. Foreldrar hans voru Einar Þórðarson afgreiðslumaður og Guðríður Eiríksdóttir húsmóðir.
Meira
ÞRETTÁNDABRENNA verður í dag, laugardaginn 6. janúar, á íþróttasvæði HK í Fagralundi í Fossvogsdal. Farin verður blysför frá vallarhúsinu í Fagralundi og að brennunni og hefst gangan kl. 17.30. Flugelda- og blysasala verður í vallarhúsinu frá kl....
Meira
HÓPUR áhugasamra íbúa Grafarvogs um álfa og tröll, Ungmennafélagið Fjölnir, skátafélagið Vogabúar og Gufunesbær standa að þrettándagleði í Gufunesi laugardaginn 6. janúar.
Meira
BROTIST var inn í Egilsstaðaskóla á nýársnótt. Þeir, eða sá, sem þar voru að verki brutu rúðu við útidyr skólans til að komast inn. Þeir höfðu svo á brott með sér netþjón skólans og svokallaðan beini (e. router).
Meira
Hundrað ár eru liðin frá fæðingu Tómasar Guðmundssonar skálds í dag. Tómas er sannarlega eitt af ástsælustu skáldum Íslendinga. Ljóð hans lifa á vörum þjóðarinnar. Tómas er borgarskáldið. Hann var fyrstur til að líta á borgina sem boðlegt yrkisefni.
Meira
Samband siðferðis og skynsemi verður umfjöllunarefni Loga Gunnarssonar hjá ReykjavíkurAkademíunni í dag kl. 14.00. Gunnar Hersveinn spurði Loga hvort það væri hagnýtt að stunda siðlegt líferni.
Meira
Leikstjóri: James Ivory. Handrit: Ruth Prawer Jhabvala eftir skáldsögu Henry James. Aðalhlutverk: Uma Thurman, Jeremy Northam, Nick Nolte, Kate Beckinsale, Angelica Huston. Merchant-Ivory Productions 2000.
Meira
ÞAÐ ER aldeilis að koma skýrt í ljós á ársuppgjörslistum erlendra tónlistarmiðla að íslenskir tónlistarmenn hafa komið sér kirfilega fyrir á hinu landakorti tónlistarinnar.
Meira
Leikstjóri: David Lynch. Handrit: John Roach og Mary Sweeney. Aðalhlutverk: Richard Farnsworth, Sissy Spacek og Harry Dean Stanton. (111 mín) Bandaríkin/Frakkland, 1999. Sam myndbönd. Öllum leyfð.
Meira
Leikstjóri: Eric Styles. Handrit: Paul Ratigan, Michael Walker. Aðalhlutverk: Julie Andrews, William Baldwin, Jeanne Tripplehorn, Stephen Fry. (85 mín) Bretland, 1999. Bergvík. Öllum leyfð.
Meira
AÐDÁENDAKLÚBBUR Elvis Presleys ætlar aldeilis að gera sér glaðan dag nú í kvöld og halda upp á 66 ára afmæli kóngsins, sem er á mánudaginn. Veislan hefst kl.
Meira
MYNDLISTARMAÐURINN Aernout Mik heldur fyrirlestur í Listaháskóla Íslands á Laugarnesvegi 91 mánudaginn 8. janúar kl.12.30, stofu 24. Aernout Mik er kunnur hollenskur myndlistarmaður sem notar myndbönd sem sitt aðaltjáningarform.
Meira
½ Leikstjóri: Tim Matheson. Handrit: Roderick og Bruce Taylor. Aðalhlutverk: Boyd Kestner, Kathryn Morrison og Tim Matheson. (90 mín) Bandaríkin, 2000. Sam myndbönd. Bönnuð innan 16 ára.
Meira
BJARKI Pjetursson, 10 ára gamall knattspyrnukappi og KR-ingur í húð og hár, var á dögunum boðið í heimsókn til eftirlætis liðs síns í Englandi, Liverpool.
Meira
Líf í tölum I /Alþjóðlega stærðfræðiárið 2000 er liðið en þó heldur það áfram. Anna Kristjánsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, lítur hér til baka en einkum þó fram á veg í tilefni af sjónvarpsþáttaröðinni Líf í tölum - sjón er sögu ríkari sem hefst í Sjónvarpinu mánudaginn 8. janúar.
Meira
Leikstjóri Felix Herngren og Fredrik Lindström. Handrit Jon Olof Ågren. Aðalhlutverk Felix Herngren, Karin Bjurström, Fredrik Lindström. (120 mín.) Svíþjóð 1999. Myndform. Öllum leyfð.
Meira
Efnisþættirnir í sjónvarpsþáttunum Líf í tölum ná allt frá tölfræði og nýtingu hennar við að spá fyrir um margt og yfir í umfjöllun um það hvers vegna lifandi api gæti aldrei orðið eins stór og King Kong.
Meira
JAPANSKI kabuki-leikarinn Kankuro Nakamura sést hér í miðið dansa ljónadansinn, eða "Renjishi", ásamt sonum sínum, Shichinosuke og Kantaro, til að fagna 21. öldinni.
Meira
ENN velta menn fyrir sér hvaða plötur eru í mestum metum hjá poppsérfræðingum. Hver listinn hefur rekið annan þar sem gerð hefur verið úttekt á því hvað stendur upp úr á þessum tímamótum í huga þeirra sem þykja hafa meira vit á tónlist en aðrir.
Meira
KOKKTEILAKLÚBBURINN Spliff stóð fyrir töfrum slungnu kvöldi í fyrra sem hann kallaði Klassakisukvöld og vakti það þvílíka lukku að ákveðið var að endurtaka það nú á milli jóla og nýárs. Atið fór fram þann 29.
Meira
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Tónabær hélt á dögunum árlega ljóða- og smásagnakeppni á meðal unglinga þeirra skóla sem eru í nágrenni við Tónabæ. Tilgangur keppninnar er að auka áhuga fyrir skrifum og virðist hann hafa náðst því þátttaka var með miklum ágætum.
Meira
RÚSSNESKA kvikmyndin Þrettándakvöld verður sýnd í Bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 7. janúar kl. 15. Myndin er frá árinu 1955, byggð á samnefndu leikriti W. Shakespeares. Leikstjóri er Júrí Fried.
Meira
50 ÁRA afmæli . Í dag 6. janúar verður fimmtug Ingigerður Guðbjörnsdóttir, ljósmóðir . Eiginmaður hennar er Robert Berman . Hún tekur á móti gestum í dag kl. 19.30 í samkomusal Fríkirkjunnar í Reykjavík að Laufásvegi...
Meira
60 ÁRA afmæli . Sl. fimmtudag 4. janúar, varð sextugur Björn Pálmason, bifvélavirki, Álfhólsvegi 131, Kópavogi. Eiginkona hans er Guðrún Bjarnadóttir. Í tilefni þessa taka þau á móti gestum í dag, laugardaginn 6. janúar, kl. 20 að Álfabakka 14a, 3....
Meira
Stóð ég úti í tunglsljósi, stóð ég út við skóg, - stórir komu skarar, af álfum var þar nóg. Blésu þeir á sönglúðra, og bar þá að mér fljótt, - og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt.
Meira
Þegar gagnrýni á niðurstöður dómstóla hættir að snúast um efni dóms, þ.e.a.s. rök hans og niðurstöður, en lýtur þess í stað almennt að dómstólnum sjálfum sem stofnun, er verið að draga úr trúverðugleika dómstólsins, segir Lúðvík Bergvinsson. Það er alvarlegt mál, sérstaklega þegar ráðherra á í hlut.
Meira
GULLBRÚÐKAUP. Á nýársdag áttu 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Anna Þorgilsdóttir og Sveinn B. Ólafsson til heimilis að Rauðagerði 64, Reykjavík. Þau dvöldu í faðmi fjölskyldunnar á þessum...
Meira
VIÐ erum tveir hópar sem sóttu umferðarskóla Sjóvár-Almennra fyrir unga ökumenn á í Reykjavík í nóvember. Við veltum fyrir okkur mikilvægum þætti er snertir öryggi okkar í umferðinni.
Meira
SINNA verka nýtur seggja hver, sæll er sá, sem gott gerir. Svo segir í Sólarljóðum og það á víða við, t.d. á Bjarni S. Konráðsson heiður skilinn fyrir dugnað við að safna og gefa út vísur og ljóð.
Meira
Í dag er laugadagur 6. janúar, 6. dagur ársins 2001. Þrettándinn. Orð dagsins: Ég hefi elskað yður, eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðugir í elsku minni.
Meira
Í kringum jólin skapast jafnan umræða (nöldur) um það að við ættum að íhuga hinn sanna boðskap jólanna og því fylgir jafnframt einhver saga um Jesú og hvernig hann fæddist í fjárhúsi og svo framvegis. Á jólunum höldum við upp á afmæli Jesú, ekki satt?
Meira
Mikilvægt er að svo nefnt vísindalæsi í þjóðfélaginu aukist, segir Sverrir Jensson, því að öllum líkindum munu vísindi hafa meiri áhrif á allt þjóðfélagið og hvernig þjóðfélagið muni þróast í náinni framtíð.
Meira
ÞESSA dagana eru útsölur að hefjast og í vikunni auglýsti ein verslun í borginni allt að 80% afslátt. Góður vinur Víkjverja var ákveðinn í að eyða ekki í vitleysu og óþarfa á útsölunum í ár.
Meira
Alvilda María Friðrikka Möller fæddist á Siglufirði 10. desember 1919. Hún bjó í Hrísey öll sín fullorðinsár en lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, á nýársnótt.
MeiraKaupa minningabók
Bjarni Sigurgeirsson fæddist á Selfossi II, hinn 24. febrúar 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 26. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Andrea Bjarnadóttir, f. 24. febrúar 1878, frá Geirakoti, d. 25.
MeiraKaupa minningabók
Jóhann Dúi Axel Björnsson fæddist á Akureyri 6. janúar 1923. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 23. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 5. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Jón Halldór Ásgrímsson fæddist á Móskógum í Fljótum í Skagafirði 14. janúar 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 29. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásgrímur Halldórsson, bóndi og vegaverkstjóri á Tjörnum í Sléttuhlíð, f. 26.
MeiraKaupa minningabók
Kristinn Sigurðsson, Strandgötu 26 í Neskaupstað, fæddist í Reykjavík 25. desember 1935. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Kristinsson, f. 27.10. 1912, d. 26. 7.
MeiraKaupa minningabók
Kristín fæddist að Búðum í Eyrarsveit við Grundarfjörð hinn 20. júní 1921. Hún lést á St. Fransiskusspítala í Stykkishólmi hinn 27. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Cecil Sigurbjörnsson, f. 22.8. 1896, d. 20.2.
MeiraKaupa minningabók
Stefán Erlendsson, Hásteinsvegi 50, Vestmannaeyjum, var fæddur í Vestmannaeyjum 5. september 1965. Hann varð bráðkvaddur hinn 31. desember síðastliðinn. Foreldrar Stefáns eru Erlendur Stefánsson, f. 20.2. 1920, og Guðfinna K. Ólafsdóttir, f. 16.9. 1923.
MeiraKaupa minningabók
Sveinn Björnsson fæddist á Víkingavatni í Kelduhverfi hinn 30. júní 1915. Hann lézt að kvöldi dags hinn 16. desember síðastliðinn. Foreldrar Sveins voru Björn Þórarinsson Víkingur, bóndi og fræðimaður, f. 11. apríl 1858, d. 6.
MeiraKaupa minningabók
HLUTFALLSLEGA hefur eignarhlutur Gaums minnkað í Baugi eftir hlutafjáraukningu félagsins nú nýverið. Hinn 29. nóvember síðastliðinn var eignarhlutur Gaums 29,7% og Reitangruppen 17,82%.
Meira
SÍMINN hefur samþykkt kauptilboð Byggingafélagsins Viðar ehf. í hluta eignarlóðar Símans í Gufunesi, Smárarima 1. Kaupverð eignarinnar er 240 milljónir króna. Í almennu útboði vegna sölu landsins reyndist ofangreint tilboð vera hagstæðast.
Meira
Íslandsbanki-FBA hefur gengið frá kaupum á Profile hugbúnaði frá Mens Mentis hf. Profile er sérhæfður hugbúnaður til að halda utan um og greina rekstrarupplýsingar lögaðila og er m.a. notað af Verðbréfaþingi Íslands.
Meira
ÞEIR sem keyptu hlutabréf í deCODE voru upplýstir um áhrif svonefndrar "reglu 144" í bandarískum lögum um verðbréfaviðskipti á sölu bréfanna, eftir því sem mögulegt var, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur frá fjármálafyrirtækjum.
Meira
MUN minni aukning varð í smásöluverslun í Bandaríkjunum í desember en áætlað hafði verið. Söluaukningin er sú minnsta í áraraðir og það þykir vera enn eitt merki um að verulega sé að hægja á bandaríska hagkerfinu. Ástæður minnkandi sölu eru m.a.
Meira
MIÐAÐ við stöðu hagsveiflunnar, útlitið í efnahagslífinu næsta árið og horfur í rekstrarumhverfi fyrirtækja ættu verðtryggð skuldabréf á núverandi verði að vera áhugaverður fjárfestingarkostur, að því er fram kemur í markaðsyfirliti Íslandsbanka-FBA.
Meira
ALLIR stjórnendur evrópska netsölufyrirtækisins Letsbuyit.com sögðu af sér eftir lokun markaða á miðvikudag í kjölfar þess að fyrirtækið fór í síðustu viku fram á greiðslustöðvun vegna verulegra fjárhagserfiðleika.
Meira
ÍSLANDSBANKI-FBA hf. hefur sent frá afkomu viðvörun. Þar segir að vegna óhagstæðrar þróunar á hlutabréfamarkaði, innanlands og utan, sé líklegt að tap verði af rekstri bankans á síðasta fjórðungi ársins 2000.
Meira
NÝJUM umsóknum um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum fjölgaði mjög í síðustu viku og hafa þær ekki verið fleiri í tvö ár. Þetta þykir enn ein vísbendingin um samdrátt í bandaríska hagkerfinu.
Meira
Bónus var með lægsta verðið en Krónan fylgdi fast á eftir þegar verð á 19 vörutegundum var kannað í þremur lágvöruverðsverslunum. Í þrettán tilvikum stemmdi ekki hillu-, og kassaverð í verslununum og vörur voru óverðmerktar í fimm tilfellum.
Meira
Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 4. janúar hófst þriggja kvölda tvímenningur í boði Kebap hússins. Tuttugu pör mættu og var meðalskor 216. Staðan er þessi. N-S 1.Ragnar Björnss.- Sigurður Sigurjónss. 256 2.Valdimar Sveinss. - Garðar V Jónss. 241 3.
Meira
Í 3-2 tígullegu stendur alslemma í NS og hálfslemma er örugg þótt liturinn brotni 4-1. En þegar austur á alla fimm tígla varnarinnar virðist slögunum fækka niður í tíu. Vestur gefur; allir á hættu.
Meira
Leiðrétting Í þáttum 1087 og 1088 er góður bréfritari misnefndur hjá umsjónarmanni. Hann heitir Guðmundur Kr. Eydal , en varð Guðmundur Kr. Reykdal. Umsjónarmaður biður Guðmund og aðra afsökunar á þessari herfilegu skyssu.
Meira
Í Bandaríkjunum þykir fjölgun offitutilfella meðal barna ógnvænleg þróun. Nú er hafin rannsókn á áhrifum megrunarlyfja á börn og ungmenni en við það eru ekki allir sáttir.
Meira
NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsóknar í Bandaríkjunum benda til þess að ef maður léttist um nokkur kíló gæti það bætt svefninn, og ef maður bætir á sig geti það aukið hættuna á að maður verði fyrir einhvers konar svefntruflunum.
Meira
BÖRN foreldra með ofsahræðsluröskun eða alvarlegt þunglyndi eiga fremur á hættu á að þessir sömu kvillar taki að hrjá þau, jafnvel á unga aldri, samkvæmt niðurstöðum rannsókna er gerðar voru í Boston í Bandaríkjunum.
Meira
Spurning: Hverjar eru langtímaaukaverkanir flogaveikilyfja t.d. Dépakins? Þá á ég við áhrif á lifur, nýru, blóð, geðslag o.fl. Hvers vegna getur samheitalyfið Dépakin haft jafnari blóðþéttni en Orfiril?
Meira
Undanfarna viku hafa birst svör á Vísindavefnum um eftirfarandi efni: Hvort löglegt sé að tína ofskynjunarsveppi, chinchilla-dýr, stöðurafmagn, hvaða fugl flýgur hæst, hvers vegna við höldum ekki nákvæmlega sömu þyngd allan sólarhringinn, hvort mjólk sé holl eða neysla hennar nauðsynleg og hvort hollt sé að drekka meira en tvo lítra af vatni á dag. Slóð vefsetursins er http://www.visindavefur.hi.is
Meira
KARLMENN eru viðkvæmari en konur allt frá því að getnaður á sér stað. Þess vegna ættu foreldrar að sýna drengjum meiri nærgætni en almennt tíðkast.
Meira
KVEÐJUGUÐSÞJÓNUSTA sr. Guðmundar Þorsteinssonar verður kl. 15.30 á sunnudag. Athugið breyttan messutíma. Organleikari er Pavel Smid. Kirkjukór Árbæjarkirkju syngur. Einsöngvari er Kristín R. Sigurðardóttir. Sr.
Meira
NÝ OG umdeild aðferð við heilbrigðiseftirlit hefur verið þróuð í Bandaríkjunum og felur m.a. í sér skönnun á öllum líkamanum, að því er breska ríkisútvarpið, BBC , greinir frá í netútgáfu sinni. Þar kemur fram, að dr.
Meira
Staðan kom upp á alþjóðlegu skákmóti í Merida í Mexíkó er lauk fyrir skömmu. Alþjóðlegi meistarinn Jose Gonzales Garcia (2440) hafði hvítt gegn landa sínum Jose Enrique Alayola (2214) og veitti sá fyrrnefndi andstæðingnum snoturt náðarhögg. 29.Bg7!
Meira
VIÐ tímamót er ekki óalgengt að menn setjist niður og horfi um stund í gaupnir sér með hugann við tímann sem fór og tímann sem kemur. Þessar vangaveltur vekja upp minningar um liðnar sælustundir jafnt sem sorgir.
Meira
Lyfjaform: Hylki: 120 mg í hverju hylki. Notkun: Xenical er, ásamt hitaeiningaskertu fæði, notað fyrir þá sem þurfa að léttast, oftast sem meðferð hjá offitusjúklingum þegar óskað er eftir frekara þyngdartapi en náðst hefur eftir öðrum leiðum.
Meira
"Það ætti að vera þeim sem sitja á Alþingi meira umhugsunarefni, hve háværar þær raddir eru, sem telja Hæstarétt hafa sinnt skyldu sinni með sóma þegar hann dæmdi Öryrkjabandalaginu í hag."
Meira
ÞÝSKI knattspyrnumarkvörðurinn, Lutz Pfannenstiel, sem lék sem atvinnumaður í Singapúr á yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi og háa fjársekt þar sem hann var fundinn sekur um að hafa tekið þátt í að hagræða úrslitum.
Meira
BENGT Johansson, þjálfari heimsmeistara Svía í handknattleik, reiknar með að erfitt verði að verja titilinn frá því í Egyptalandi fyrir tveimur árum en Svíar hefja titilvörnina á heimsmeistarmótinu í Frakklandi með leik gegn Íslendingum hinn 23. janúar í A-riðli. Johansson spáir Svíum og Íslendingum tveimur efstu sætunum í riðlinum.
Meira
ÍSLENDINGARLIÐIN í ensku knattspyrnunni verða flest í eldlínunni í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Stoke á hins vegar frí um helgina þar sem liðið er fallið úr leik í bikarnum en Stoke á fyrri leik sinn gegn Halifax í 2. umferð bikarkeppni neðri deildar liða á þriðjudagskvöldið.
Meira
BANDARÍSKA landsliðið í handknattleik sem leikur tvo æfingaleiki hér á landi, 18. og 19. janúar, er með annan bakgrunn en önnur lið sem taka þátt í HM í Frakklandi síðar í þessum mánuði. Handknattleiksíþróttin hefur átt afar erfitt uppdráttar í þessu víðlenda ríki en virðist vera smám saman að ná fótfestu og bandaríska handknattleikssambandið setur markið hátt.
Meira
DEILA norska knattspyrnusambandsins, NFF, og leikmanna karlalandsliðsins heldur áfram og stærstu stjörnur liðsins vilja en ekki samþykkja það að þær megi ekki sjálfar auglýsa vörur frá fyrirtækjum sem eru í beinni samkeppni við fjölmarga styrktaraðila...
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen vann yfirburðasigur í kjöri leikmanns desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á vefsíðu ensku úrvalsdeildarinnar, fa-premier.com .
Meira
RAGNAR Óskarsson, landsliðsmaður í handknattleik sem leikur með Dunkerque í Frakklandi, segir að franska landsliðið sem mætir því íslenska á Ásvöllum í dag kl. 16 sé stórskemmtilegt og eigi mikla framtíð fyrir sér. Frakkar tefla fram tiltölulega ungu liði en ætla sér samt stóra hluti á HM í sínu heimalandi. Þetta er fyrsti leikur þjóðanna af þremur en liðin mætast í KA-heimilinu á morgun og í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið.
Meira
FRANK von Behren, leikmaður Minden , hefur verið skipaður fyrirliði þýska landsliðsins í handknattleik. Von Behren er aðeins 24 ára og þetta þykir undirstrika stefnu landsliðsþjálfarans, Heiners Brands , sem teflir fram ungu liði á HM í Frakklandi.
Meira
PIERRE Fulke, sænski kylfingurinn sem nýtur leiðsagnar Staffans Johansson, landsliðsþjálfara Íslendinga, er kominn í 8-manna úrslit alþjóðlegu holukeppninnar í Melbourne. Fulke lagði Michael Campbell á lokaholunni og mætir Brad Faxon í næstu umferð.
Meira
ÞEGAR Ísland og Frakkland mætast í dag í fyrsta vináttulandsleiknum af þremur verður það fyrsti landsleikurinn í hinu nýja íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði. Á morgun leikur landsliðið síðan í fyrsta skipti í KA-heimilinu á Akureyri.
Meira
KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Miami - New Jersey 81:78 Minnesota - Seattle 105:92 Chicago - Washington 98:96 New York - Orlando 95:92 Eftir framlengingu. Houston - Detroit 107:97 1. deild karla Breiðablik - Snæfell 97.
Meira
ÓHÆTT er að segja að íslenskir handknattleiksunnendur fái í dag og til þriðjudags langþráð tækifæri til að fylgjast með landsliði Íslands. Þegar það mætir Frökkum á Ásvöllum í Hafnarfirði kl.
Meira
NENAD Perunicic og Igor Butulija, tveir af fremstu handknattleiksmönnum Júgóslava, eru ekki í æfingahópi þeirra fyrir HM í handknattleik sem tilkynntur var í gær.
Meira
STEFÁN Geir Þórisson , hæstaréttarlögmaður, verður varaformaður stjórnar enska knattspyrnufélagsins Stoke City . Hann tekur við af Elfari Aðalsteinssyni , sem dró sig út úr stjórninni fyrir skömmu þegar hann tók við rekstri Hraðfrystihúss Eskifjarðar .
Meira
MEÐ leiknum við Frakka á Ásvöllum í dag má segja að stuttur en snarpur undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik hefjist fyrir alvöru. Eftir aðeins 17 daga leikur Ísland gegn Svíþjóð í fyrstu umferð mótsins í Montpellier og spilar þá fimm leiki á sex dögum.
Meira
AFLAVERÐMÆTI skipa Síldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað nam á síðasta ári alls um 1.260 milljónum króna. Það er nærri 200 milljónum króna meira verðmæti en árið 1999.
Meira
VEGNA fullyrðinga forvígismanna sjókvíaeldis á laxi af norskum uppruna við Íslandsstrendur um að svo gott sem enginn lax sleppi lengur úr sjókvíum hjá nágrannaþjóðum okkar vill Landssamband stangaveiðifélaga koma eftirfarandi á framfæri: Greint er frá...
Meira
METVERÐ fékkst fyrir karfa á fiskmarkaðnum í Bremerhaven í Þýskalandi fyrstu dagana eftir áramót. Framkvæmdastjóri markaðarins segir að hátt verð helgist meðal annars af aukinni eftirspurn eftir fiski vegna umræðunnar um kúariðu í Evrópu.
Meira
NÝTT sjávarútvegsfyrirtæki er í burðarliðnum á Seyðisfirði og hefur það hlotið nafnið Strandberg. Fyrirtækið mun í fyrstu vinna uppsjávarfisk á Seyðisfirði.
Meira
FISKISKIPIN eru nú að hefja veiðar á ný eftir jól og áramót, en flest voru þau inni yfir hátíðirnar. Reyndar er nú bræla víðast hvar og mörg skipin komin í land á ný. Ekkert er enn að frétta af loðnu og síldveiðar liggja niðri vegna veðurs.
Meira
HVERNIG skiljum við hlutina og hvernig verður merking orða til? Þetta var eitt af höfuðviðfangsefnum fortíðarinnar, ekki síst tuttugustu aldarinnar. Menn gerðu sér yfirleitt grein fyrir því að merking gat orðið til með ýmsu móti.
Meira
6. janúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 3562 orð
| 1 mynd
Þegar Farquhar féll eins og steinn í gegnum brúna missti hann meðvitund og var sem hann væri þegar dauður. Úr þessu ástandi vaknaði hann - óratíma síðar, fannst honum - við sársauka, sem stafaði af snöggum þrýstingi á hálsinn á honum, og því næst tilfinningu þess að hann væri að kafna.
Meira
6. janúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 3998 orð
| 4 myndir
Hér er meðal annars sagt frá kynnum í Flórens af "alheimssöngvaranum" Eggerti Stefánssyni sem greinarhöfundi þótti aðsópsmikill og litríkur persónuleiki, sem smaug lipurlega gegnum lífið. Einnig er sagt frá kvöldverðarboði sem mágkona söngvarans hélt greinarhöfundi, Thor Vilhjálmssyni og Guðmundi Daníelssyni.
Meira
6. janúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 1248 orð
| 1 mynd
Arnaldur Arnarson gítarleikari leikur þrjá gítarkvintetta á tónleikum í Hafnarborg á sunnudaginn. Það er í fyrsta sinn sem gítarkvintettar eru leiknir hér á landi og spjallaði SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR við Arnald um kvintettana og líf hans og störf á Spáni þar sem hann er búsettur.
Meira
eru margar eins og allir vita sem til þekkja, skrifar Bragi Ásgeirsson. Hallirnar Belvedere og Schönbrunn víðfrægar fyrir reisn og fegurð. Listasöfnin mörg og rómuð, gnægtarbrunnur fagurkera, og ekki er húsagerðarlistin síðri.
Meira
"Við, sem höfum lært að líta á Fögru veröld Tómasar Guðmundssonar og önnur ljóð hans sem þátt í listrænu uppeldi okkar, allt frá því að við vorum í barnaskóla, eigum kannski erfitt með að átta okkur á, hve nýbreytni hennar var í raun og sannleika...
Meira
Íslands ungu dætur oss nú vakna ber. Aldna eyjan grætur óskar hjálpar sér. Höldumst fast í hendur henni að veita lið. Alla fælum féndur fagurt verjum svið. Snarpi eldsins ylur okkur hjálpi til. Stormsins bráði bylur blási' á deyfðar hyl.
Meira
Fyrsta för Jónasar Jónssonar frá Hriflu út í heiminn var til Ráðagerðis í Leiru á Reykjanesi en þar dvaldist hann vetrarlangt við léttastörf. Gerður Steinþórsdóttir hefur gluggað í bréf sem Jónas skrifaði systkinum sínum meðan á dvölinni...
Meira
6. janúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 271 orð
| 2 myndir
LÖGREGLAN í Svíþjóð handtók nú í vikunni fimm menn er grunaðir eru um að eiga aðild að þjófnaði á þremur málverkum er stolið var úr listasafni í Stokkhólmi 22. desember sl.
Meira
Berst ég nú á björtum væng bernsku til ára. Ljúf minning lokkar fram lindina tára. Harmoníum hljóma við hugar míns bára lyfti sér lánni frá lífið að sjá. Mjúkast við mánaskin máttugan, þíðan heyrði ég hljómadyn, valdi mér vin.
Meira
"Það sem Tómas hefir fyrst og fremst gert til endurnýjunar íslenzku skáldamáli er að skapa töluðu máli, eins og það er borgarlegast, persónulegan skáldskaparstíl og í annan stað að gæða rómantískt, hefðbundið skáldamál mýkt, hrynjandi og nálægum tón...
Meira
Er núll núll? spyr Erlendur Jónsson í svargrein við núllrabbi Gunnars Dals hér í Lesbókinni fyrir skömmu. Sýnist Erlendi að Gunnar rugli saman fimm eða sex hlutum eða hugtökum í umfjöllun...
Meira
1 Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð, hún ljómar heit af Drottins náð. 2 Sem Guðs son forðum gekk um kring, hún gengur ársins fagra hring og leggur smyrsl á lífsins sár og læknar mein og þerrar tár.
Meira
"Fagra veröld er ekki einungis eitt hið frumlegasta og fegursta ljóðasafn, sem hér hefur komið út á þessari öld, heldur markar það nýtt spor í menningu Reykjavíkurbæjar.
Meira
"Þeir sem ritað hafa um ljóðlist Tómasar Guðmundssonar hafa flestir lagt áherslu á þá miklu endurnýjun ljóðmálsins sem skáldskapur hans býr yfir og þarf enginn að velkjast í vafa um réttmæti þeirrar áherslu."
Meira
6. janúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 2388 orð
| 4 myndir
"Þetta er Hafnarfjörður. Helzti maðurinn þar á staðnum er Bjarni Sívertsen, vel efnaður kaupmaður. [...] Heimili Bjarna Sívertsens er hið langfegursta, sem við enn höfum séð á Íslandi," segir í dagbók Henry Hollands sem ferðaðist um Ísland árið 1910.
Meira
6. janúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 1379 orð
| 5 myndir
"Portrett og ský" heitir sýning Helga Þorgils Friðjónssonar sem verður opnuð í dag í Galleríi Sævars Karls. Portrettin eru þrettán talsins og bera með sér óræðni helgimynda, en að sögn listamannsins minnir sýningarsalurinn dálítið á kirkjuskip. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR leit inn á vinnustofu hans og komst að því að úr portrettum má lesa ýmislegt bæði um söguna og tímann, sálina og hversdagsleikann.
Meira
6. janúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 100 orð
| 1 mynd
NATHALIE Jacqueminet hefur verið ráðin sérfræðingur listaverka- og sýningadeildar Listasafns Íslands frá 1. janúar, 2001. Nathalie er fædd í Frakklandi, en er íslenskur ríkisborgari og hefur búið hér og starfað í rúman áratug.
Meira
Undir haustdökkvum himni er húmið þöglast á sænum, burt frá heimskunnar hlátrum held ég einn út frá bænum. Ég leysi festar og fley mitt und fullum seglum rennur beint út í nóttina. Himinn og haf í hjarnköldum loga brennur.
Meira
6. janúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 812 orð
| 1 mynd
Sör, sör, monní sör," segja þau og benda á magann. Krakkarnir hópast í kringum mig. Fríðleikinn skín í gegnum skítug andlitin. Augun eru biðjandi og aumkvunarverður svipurinn kallar fram samúð.
Meira
hefði orðið hundrað ára í dag en hann var fæddur á Efri-Brú í Grímsnesi 6. janúar árið 1901. Soffía Auður Birgisdóttir fjallar um skáldið og verk þess. Þar segir meðal annars: "Tómas Guðmundsson er Reykjavíkurskáldið.
Meira
"Í stað þess að yrkja um sögu Reykjavíkur og afsaka nútíð hennar, yrkir Tómas bæði fagnandi lofsöngva og ástúðlega gagnrýni um borgina eins og hún er.
Meira
6. janúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 4008 orð
| 4 myndir
Hér er rýnt í bréf sem Jónas Jónsson frá Hriflu sendi systkinum sínum frá Ráðagerði í Leiru á Reykjanesi en þar dvaldi hann veturinn 1902 til 1903. Í þessari fyrri grein eru skoðuð bréf til bróður.
Meira
Bjarta nótt, þú býður góðan dag og bærinn minn við himinbúann talar. Svo vingjarnlegt er vorsins blíða lag og vær er stúlkan smá er við mig hjalar. Ekkert kvöld, aðeins morgunn vær. Undur sæll er þessi sumardagur. Elífðin er unaðslegur blær.
Meira
6. janúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 1785 orð
| 6 myndir
Gersemar Vínarborgar eru margar eins og allir vita sem til þekkja. Hallirnar Belvedere og Schönbrunn víðfrægar fyrir reisn og fegurð. Listasöfnin mörg og rómuð, gnægtarbrunnur fagurkera, og ekki er húsagerðarlistin síðri. Stefánsdómurinn, þó einkum hverfið umhverfis hana, segull sem dregur fjöldann til sín og aldrei sefur. Bragi Ásgeirsson drepur hér á eitt og annað sem fyrir augu bar á flandri um borgina á liðnu hausti.
Meira
ZADIE Smith, höfundi skáldsögunnar White Teeth, eða Hvítar tennur, voru nú í vikunni veitt Whitbread- verðlaunin fyrir bestu frumraun rithöfundar. Bók Smith, sem ekki er nema 25 ára gömul, hefur vakið umtalsverða athygli og var hún m.a.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.