Greinar sunnudaginn 8. febrúar 2004

Forsíða

8. febrúar 2004 | Forsíða | 296 orð | 1 mynd

Biðu í fjóra tíma rétt við heimili sitt

"ÞESSI glórulausa stórhríð skall á eins og hendi væri veifað, ég hef aldrei nokkurn tímann á ævinni séð annað eins. Meira
8. febrúar 2004 | Forsíða | 165 orð

John Kerry spáð sigri

KANNANIR bentu til, að öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry myndi vinna öruggan sigur í forkosningum demókrata í þremur ríkjum nú um helgina. Meira
8. febrúar 2004 | Forsíða | 123 orð

Talið að innlent eldsneyti geti knúið 3-4 þúsund bíla

HÆGT væri að fullnægja eldsneytisþörf 3-4 þúsund bíla á höfuðborgarsvæðinu miðað við núverandi umsvif Metans hf. Að sögn Björns H. Halldórssonar, framkvæmdastjóra Metans hf. Meira
8. febrúar 2004 | Forsíða | 373 orð | 1 mynd

Tugir manna sátu fastir í ófærð á Austurlandi

FJÖLDI manns sat fastur í ófærð í blindhríð á Norður- og Austurlandi aðfaranótt laugardags og var á hádegi í gær ekki enn búið að koma öllum til bjargar. Var óttast um 50 manns sem festust á leið frá þorrablóti í Hjaltalundi á Austur-Héraði. Meira
8. febrúar 2004 | Forsíða | 141 orð | 1 mynd

Vill að Danir velji menntað flóttafólk

BERTEL Haarder, flóttamannaráðherra hægristjórnarinnar í Danmörku, telur að Danir taki við of mörgum ómenntuðum flóttamönnum sem eigi erfitt með að samlagast danska samfélaginu. Meira

Baksíða

8. febrúar 2004 | Baksíða | 313 orð

Búið að semja um fjárfestingu Atlanta á Írlandi

SKRIFAÐ hefur verið undir samninga við hraðflutningafyrirtækið United Parcel Services (UPS) um kaup flugfélagsins Atlanta á írska viðhaldsfyrirtækinu Shannon MRO Ltd, sem er við flugvöllinn í Shannon á vesturströnd Írlands. Meira
8. febrúar 2004 | Baksíða | 61 orð | 1 mynd

Gullfoss í vetrarskrúða og klakaböndum

GULLFOSS er ekki síður tignarlegur á veturna en sumrin, íklæddur vetrarskrúða og klakaböndum. Flestir líta fossinn augum á sumrin, þegar vatnið fellur frjálst ferða sinna niður bergið. Meira
8. febrúar 2004 | Baksíða | 240 orð

Ítök banka í atvinnulífi eru umhugsunarverð

KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, gagnrýnir Landsbanka Íslands í samtali við Morgunblaðið í dag, vegna þess hvernig bankinn stóð að sölunni á Útgerðarfélagi Akureyringa á dögunum. Meira
8. febrúar 2004 | Baksíða | 120 orð

Mögulegt að lækka gjöld til allra flugfélaga

ÍSLENSK samgönguyfirvöld geta ekki boðið lággjaldaflugfélaginu Ryanair upp á niðurfellingu flugvallarskatta vegna notkunar á Keflavíkurflugvelli utan annatíma gegn því að flugfélagið fljúgi með 250-300.000 farþega á ári til landsins. Meira
8. febrúar 2004 | Baksíða | 176 orð | 1 mynd

Sex ferðir daglega til Kaupmannahafnar

GERA má ráð fyrir að allt að sex ferðir verði daglega milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar næsta sumar, sem er meira framboð en áður hefur verið. Meira

Fréttir

8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 41 orð

1128 atvinnuleitendur á Suðurlandi árið 2003

SAMKVÆMT upplýsingum frá Svæðisvinnumiðlun Suðurlands voru skráðir þar 1128 einstaklingar sem atvinnuleitendur á árinu 2003. Greiðslur atvinnuleysisbóta til þeirra námu alls rúmlega 235 milljónum króna. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 175 orð

49 sátu fastir í vinnuvélum og skúrum

FJÖRUTÍU og níu starfsmenn við Kárahnjúka sátu fastir í vinnuvélum og vinnuskúrum aðfaranótt laugardags og biðu af sér veðrið. "Þetta er búin að vera löng nótt hjá okkur. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

55 milljónir í starfsmenntunarstyrki

STARFSMENNTARÁÐ hefur auglýst eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu. Til úthlutunar eru 55 milljónir króna og er umsóknarfrestur til 12. mars næstkomandi. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 463 orð | 1 mynd

Allar konur geta sótt um styrk til atvinnumála

FJÁRVEITING styrkja til atvinnumála kvenna árið 2004 er 20 milljónir króna og er frestur til að sækja um styrki til 12. mars næstkomandi. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 39 orð

Björguðu manni á Skeiðarársandi

Björgunarsveitarmenn á Höfn fóru til aðstoðar manni sem sat fastur í bíl sínum í ófærð og óveðri á Skeiðarársandi aðfaranótt laugardags. Fóru björgunarmenn á bíl frá Freysnesi og sóttu manninn. Var hann ágætlega á sig kominn skv. upplýsingum... Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 56 orð

Búið að prenta Stjórnartíðindi

LÖG um fjármálafyrirtæki sem snerta stofnfjárhluti í sparisjóðum, stjórn sjálfseignarstofnunar og fleira voru gefin út í Stjórnartíðindum á föstudag, en þar með öðluðust þau formlegt lagagildi. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 920 orð | 1 mynd

Búsvæðin geta breyst mikið

Arthur Bogason er fæddur á Akureyri 21. ágúst 1955. Snemma fór hann til sjós og hefur verið viðloðandi hafið bláa hafið allar götur síðan, fyrst nyrðra, síðan í Vestmannaeyjum og loks við Faxaflóa. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Deilur um fund í ríkisráði

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson , er mjög ósáttur við að hafa ekki verið látinn vita af fundi í ríkisráði sem haldinn var 1. febrúar en þá voru liðin 100 ár frá því Íslendingar fengu heimastjórn. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 506 orð

Dómstóla að meta bótaskyldu

BJÖRG Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að Pétur Blöndal taki frekar sterkt til orða þegar hann segir að samþykkt frumvarps um sparisjóði sé alvarlegt brot á réttarríkinu. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 455 orð | 2 myndir

Draumastarfið

Í HÁSKÓLANUM í Reykjavík er boðið upp á nám í viðskiptafræði, lögfræði og tölvunarfræði. Niðri í matsalnum sitja nemendur og spjalla bæði í mannheimum og netheimum, vafra um vefinn og vinna heimavinnuna. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 560 orð | 1 mynd

Ekki hægt að mismuna flugfélögum

ÍSLENSK samgönguyfirvöld geta ekki boðið lággjaldaflugfélaginu Ryanair upp á niðurfellingu flugvallarskatta vegna notkunar á Keflavíkurflugvelli utan annatíma gegn því að flugfélagið fljúgi með 250-300.000 farþega á ári til landsins. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 38 orð

Fáir á ferli í fimbulkulda

FÁMENNT var í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt og lítið að gera hjá lögreglu. Fólk hljóp á milli öldurhúsa í fimbulkuldanum og stoppaði lítið við samkvæmt lýsingu lögreglunnar en eitthvað var þó um minni háttar pústra á milli... Meira
8. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Fjöldamorð í Moskvu

TUGIR manna týndu lífi í sprengingu í Rússlandi á föstudag. Þá sprakk sprengja á lestarstöð í Moskvu. Talið er að hryðjuverkamenn hafi verið að verki. Sprengingin varð í vagni í neðanjarðarlest snemma á föstudag. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 157 orð

Gerði grein fyrir undirbúningi á Kabúlflugvelli

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sat á föstudag óformlegan samráðsfund aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í München í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í Istanbúl á komandi sumri. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Gneistar á Granda

ÞAÐ VAR mikið neistaflug á Granda fyrir helgina þar sem verkamaður var að logsjóða saman rör. Þótt vindar blésu af krafti utandyra var hlýlegt um að litast innandyra í blárri birtunni frá... Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 280 orð

Herjað á líknar- og menningarsamtök

"MEÐ frumvarpi til laga um erfðafjárskatt er gert ráð fyrir nýjum 10% skatti á arf til líknar- og menningarsamtaka og með þessum skatti er verið að herja á okkur," segir Ragnar Gunnarsson, starfsmaður Kristniboðssambandsins. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Hundrað manns veðurtepptir á þorrablóti

"VISTIN hefur verið ágæt. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Hyggjast draga úr fjárfestingum

NOKKUR samdráttur virðist framundan í fjárfestingum fyrirtækja. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Samtök atvinnulífsins gerðu meðal aðildarfyrirtækja í janúar, en könnunin var send til 793 fyrirtækja. Svör bárust frá 494 þeirra, eða 62,3%. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð

Hættir sem fjármálastjóri Stáltaks

AÐALHEIÐUR Eiríksdóttir hefur frá og með 1. febrúar 2004 látið af störfum sem fjármálastjóri Stáltaks hf. og dótturfyrirtækja þess, Slippstöðvarinnar ehf. og Kælismiðjunar Frosts ehf. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 167 orð

Iceland Express flýgur með póstinn til útlanda

SKRIFAÐ hefur verið undir samning milli Íslandspósts og Iceland Express um póstflutninga til Kaupmannahafnar en verkefnið var boðið út af Ríkiskaupum síðasta haust. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 38 orð | 2 myndir

Krakkar í heimsókn

Í SUMAR komu krakkar af nokkrum leikjanámskeiðum í heimsókn á Morgunblaðið. Þeir fengu að fræðast aðeins um það sem fram fer á blaðinu og skoðuðu m.a. prentsmiðjuna. Krakkarnir voru prúðir og áhugasamir. Morgunblaðið þakkar þeim kærlega fyrir... Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 149 orð

Launahækkun eða ekki?

Á heimasíðu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur kemur fram að undanfarið hafi mikið verið hringt til þjónustuvers VR og spurt hvort kjarasamningar geri ráð fyrir launahækkun um síðastliðin áramót, sem koma átti til greiðslu 1. febrúar. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 49 orð

Leituðu tveggja pilta á Fljótsheiði

TVEIR piltar sem sátu fastir í ófærð og stórhríð á Fljótsheiði óskuðu aðstoðar björgunarsveitar kl. 22 á föstudagskvöldið, skv. upplýsingum lögreglunnar á Húsavík. Voru tvær björgunarsveitir kallaðar út til leitar og fundust piltarnir kl. fimm um... Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 274 orð

Meirihluti Íslendinga hlynntur vegtollum

MEIRIHLUTI Íslendinga eða 53% er frekar eða mjög hlynntur því að ríkið innheimti vegtolla á bilinu 50 til 500 kr. til greiðslu hluta kostnaðar við sérstaklega kostnaðarsöm vegamannavirki s.s. jarðgöng og mislæg gatnamót. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 285 orð

Mótmæla sparnaði á Landspítala

FÉLAG íslenskra sjúkraþjálfara og Stéttarfélag sjúkraþjálfara hafa sent áskorun til stjórnar Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) og heilbrigðisyfirvalda. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 215 orð

Nítján ára dæmdur í 12 mánaða fangelsi

NÍTJÁN ára piltur hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og fíkniefnalagabrot. Tveir aðrir menn, 20 og 22 ára, sem ákærðir voru í sama máli, hlutu 30 daga og þriggja mánaða fangelsi en refsing þeirra var skilorðsbundin til þriggja ára. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Nýr starfsmaður Kauphallarinnar

BRYNDÍS Ösp Valsdóttir hefur tekið til starfa á skráningarsviði Kauphallarinnar. Bryndís annast samskipti við kauphallaraðila og útgefendur í tengslum við aðild og skráningu verðbréfa og upplýsingaskyldu útgefenda. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 681 orð | 1 mynd

Ný vörulína sem tekur mið af reykvísku vatni

LYFJA- og snyrtivörufyrirtækið PharmArctica er um þessar mundir að setja á markað nýja vörulínu, ReykjavíkSpa, en um er að ræða sjö vörutegundir og hafa þær verið í þróun um tæplega eins árs skeið. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 94 orð

Opnar lögmannsstofu

ÁSDÍS J. Rafnar hæstaréttarlögmaður hefur opnað lögmannsstofu á nýjan leik í Húsi verslunarinnar, 2. hæð, Kringlunni 7, Reykjavík, undir nafninu Rafnar lögfræðiþjónusta. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Ófært allt frá Norðurárdal til Víkur í Mýrdal

"ÞAÐ er ófært að segja má allt frá Norðurárdal í Borgarfirði, norður um og austur á land og suður með landinu, allt til Víkur." Þannig lýsti starfsmaður hjá Vegagerðinni færðinni á þjóðvegum landsins í gærmorgun. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

"Hvalirnir elta okkur á röndum"

SÚLAN EA landaði 400 tonnum af loðnu í Neskaupstað á föstudag sem Bjarni Bjarnason skipstjóri segist hafa fengið á skömmum tíma. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Ráðinn verslunarstjóri í nýrri Tæknivalsverslun

RAGNAR Ingvarsson hefur verið ráðinn verslunarstjóri hjá Tæknivali sem hefur að nýju opnað verslun í Skeifunni 17, en þar var verslunarrekstur á jarðhæð í þágu fyrirtækja til fjölda ára. Ragnar hefur starfað hjá Tæknivali um fjögurra ára skeið. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 163 orð

Samtök atvinnulífsins halda opinn fund þriðjudaginn...

Samtök atvinnulífsins halda opinn fund þriðjudaginn 10. febrúar nk., kl. 8-10, í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð. Yfirskrift fundarins er "Vernd skipa, farms og farþega". Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 162 orð

Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig fylgi

SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR bætir við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Talnakönnunar fyrir vefsvæðið heimur.is, fengi 37,3% atkvæða ef kosið væri nú borið saman við 33,7% í síðustu kosningum. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu

HRAFNHILDUR Ásta Þorvaldsdóttir hefur verið sett skrifstofustjóri almennrar skrifstofu í umhverfisráðuneytinu frá 1. febrúar sl. til þriggja ára. Hún gegnir starfinu í afleysingum fyrir Þórð H. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 107 orð

Slagsmál um borð í togara

SKIPVERJI á grænlenskum rækjutogara, Kiliutaq, var handtekinn í skipinu í Hafnarfjarðarhöfn á föstudag vegna slagsmála um borð. Tveir skipverjar aðrir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar vegna lítilsháttar meiðsla. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Styrkja efnilegan söngvara til náms

FÉLAGAR í Karlakórnum Glað á Eskifirði hafa ákveðið að styrkja ungan og efnilegan söngvara, Þorstein Helga Árbjörnsson. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Texture hárstofa í Mosfellsbæ

GUÐRÚN Ólafía Sigurðardóttir og Olga Einarsdóttir hárgreiðslusveinar hafa tekið við rekstri Hárgreiðslustofunnar Absalon, Urðarholti 4 í Mosfellsbæ. Stofan hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Texture hárstofa. Boðið er upp á alla almenna hárþjónustu. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Tugir manna sátu fastir í bílum og óttast um fleiri

"ÞAÐ er mjög erfitt ástand hérna núna. Við erum með allmarga í neyð. Við vitum um yfir 20 manns sem sitja fastir í bílum, en óttumst að það séu fleiri. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 66 orð

Varasamir barnavagnar teknir úr sölu

AF ÖRYGGISÁSTÆÐUM hafa söluaðilar ákveðið í samráði við markaðsgæsludeild Löggildingarstofu að hætta tímabundið sölu tveggja tegunda barnavagna, Simo Kombi Supreme og Jysk Amalie. Meira
8. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 450 orð | 1 mynd

...vélsmiður?

ÓLAFUR Þór Arason er vélsmiður að mennt og á og rekur fyrirtækið Stálnaust í Garðabæ ásamt félaga sínum Þorsteini Birgissyni. "Stálnaust þjónustar fyrirtæki í matvælageiranum, frystihús og kjötvinnslur og slíkt," segir Ólafur. Meira
8. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 619 orð | 1 mynd

Þögull og einrænn lestrarhestur

DICK Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, talar yfirleitt ekki nema nauðsyn beri til. Hann situr þögull og hlustar, með báða vísifingur á vör og horfir yfir gleraugun. Þegar hann talar, er það í hvössum tón, og stundum segir hann aðeins hluta úr setningu. Meira

Ritstjórnargreinar

8. febrúar 2004 | Leiðarar | 371 orð

8.

8. febrúar 1994: "Niðurstaða finnsku forsetakosninganna um helgina er sú að jafnaðarmaðurinn Martti Ahtisaari verður næsti forseti Finnlands. Meira
8. febrúar 2004 | Leiðarar | 490 orð

Leikreglur á markaði

Í þeim umræðum, sem nú fara fram um nauðsyn þess að setja ákveðnari leikreglur á markaðnum, hefur það sjónarmið komið skýrt fram, ekki sízt hjá ungu fólki, að allar takmarkanir á athafnafrelsi væru af hinu vonda og líklegar til þess að draga úr þeim... Meira
8. febrúar 2004 | Leiðarar | 2509 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Umræður um fjármögnun náms á háskólastigi verða æ meira áberandi. Undanfarna daga hafa fjárhagsmál Háskóla Íslands mjög verið til umræðu. Á fundi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra með stúdentum við Háskólann sl. Meira
8. febrúar 2004 | Staksteinar | 322 orð

- Vill reglu um hámarksatkvæðisrétt burt

Í lögum um fjármálafyrirtæki eru ákvæði sem hafa það að markmiði að tryggja dreifða eignaraðild í sparisjóðum landsins, segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni og vitnar í 70. Meira

Menning

8. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 126 orð | 1 mynd

Allir velkomnir

SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn efnir til Stórmóts Hróksins 2004 í mars ásamt UMF Fjölni og Rimaskóla. Um alþjóðlegt atskákmót er að ræða þar sem innlendir og erlendir stórmeistarar munu takast á m.a. en mótið er annars öllum opið. Meira
8. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 1265 orð | 2 myndir

Blákaldur blús og kúbverskir taktar

Sigurvegarar voru sænskir á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg en stemmningin var þó alþjóðleg eins og Kristín Bjarnadóttir komst að er hún drakk í sig bandarískan blús, kúbverska dansa, íslenska hesta og marokkóskt vændi. Meira
8. febrúar 2004 | Menningarlíf | 301 orð

Caput flytur nýja heimshornatónlist

CAPUT flytur verk eftir sjö tónskáld á tónleikum Myrkra músíkdaga í Listasafni Íslands kl. 20 annað kvöld, mánudagskvöld.Yfirskrift tónleikanna er Frá Íslandi til Uzbekistan - heimshornatónlistin. Meira
8. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 178 orð | 2 myndir

FÓLK Í fréttum

ALMENNINGUR í Bretlandi hefur valið "We Will Rock You" með Queen besta "rokkslagara" allra tíma. Ekki nóg með það heldur á Queen líka lagið sem þótti næstbest, "Bohemian Rhapsody". Meira
8. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 110 orð | 4 myndir

Gettu betur í Sjónvarpið

GETTU betur byrjar í Sjónvarpinu fimmtudaginn 19. febrúar þegar Menntaskólinn Hraðbraut og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ keppa. Þess má geta að ný leikmynd verður tekin í notkun vegna keppninnar og verður hún sett upp í Vetrargarðinum í Smáralind. Meira
8. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 96 orð | 1 mynd

Grammyverðlaunin á Stöð 2

Í KVÖLD, eða öllu heldur í nótt, mun Stöð 2 senda út beint frá Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles. Mikið verður um dýrðir og margir heimsþekktir tónlistarmenn ætla að taka lagið. En ekki Janet Jackson sem var úthýst eftir brjóstasýninguna margfrægu. Meira
8. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 215 orð | 1 mynd

Heimsókn frá eyjunni grænu

ÍRSKA söngvaskáldið Damien Rice er á leiðinni til landsins og mun spila á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll 19. mars næstkomandi. Meira
8. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 30 orð

Í Sjónvarpinu mætast: *19.

Í Sjónvarpinu mætast: *19.febrúar: Menntaskólinn Hraðbraut - Fjölbrautaskólinn í Garðabæ *27.febrúar: Menntaskólinn við Hamrahlíð - Menntaskólinn í Reykjavík *4.mars: Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi - Verzlunarskóli Íslands *11. Meira
8. febrúar 2004 | Menningarlíf | 690 orð | 1 mynd

Leikverk byggt á frásagnarhefð

IN TRANSIT er samvinnuverkefni leikhúsfólks frá Íslandi, Englandi, Danmörku og Noregi. Sýningin er byggð á viðtölum við fólk frá viðkomandi löndum og hafa leikhópurinn og leikstjórinn unnið handrit sýningarinnar út frá sögum viðmælenda. Meira
8. febrúar 2004 | Tónlist | 1105 orð

Léttur óhugnaður

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, Steingrímur Þórhallsson organisti, Blásarasveit Reykjavíkur. Stjórnandi Kjartan Óskarsson. Verk eftir Jónas Tómasson, Tryggva M. Baldvinsson og Stravinsky. Þriðjudagur 3. febrúar. Meira
8. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 821 orð | 2 myndir

Lognið á eftir storminum

Franska hljómsveitin Air sló í gegn fyrir löngu með forvitnilega og skringilega tónlist en hvarf síðan sjónum manna um hríð. Nú snýr Air aftur með plötu sem þykir á við það besta sem frá henni hefur komið. Meira
8. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 192 orð | 1 mynd

Makleg málagjöld

Bandaríkin 2003. Sam myndbönd. VHS (86 mín.) Bönnuð yngri en 12 ára. Leikstjóri: Eric Styles. Aðalleikarar: Melanie Griffith, Hugh Dancy, Malcolm McDowell, Art Malik. Meira
8. febrúar 2004 | Menningarlíf | 346 orð

Meistarar kórtónlistar 20. aldar

TÓNLEIKAR með Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum verða í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag kl. 17. Tónleikarnir eru liður á dagskrá Myrkra músíkdaga og eru helgaðir kirkjulegri kórtónlist 20. aldar. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Meira
8. febrúar 2004 | Menningarlíf | 968 orð | 6 myndir

Michael Jackson og Bubbles á Listahátíð

Dagskrá Listasafns Íslands næstu mánuði verður bæði fjölbreytt og spennandi, að sögn Ólafs Kvaran safnstjóra. Meira
8. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 135 orð | 1 mynd

...Nikolaj og Julie

LOKSINS eru þau snúin aftur vinsælasta danska sjónvarpsparið sem sögur fara af, Nikolaj og Julie. Næstu sunnudagskvöld verður sýnd ný sex þátta syrpa úr danska myndaflokknum um flækjurnar í einkalífi þeirra og vina þeirra. Meira
8. febrúar 2004 | Menningarlíf | 832 orð | 1 mynd

"Nafn mitt er Kókaín"

Í vikunni hefur staðið styr um rokksveitina Mínus. SAMFÉS, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, höfðu bókað bandið til að leika á dansleik Samfés hinn 27. febrúar 2004. Meira
8. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Rokksveitin Korn til Íslands

BANDARÍSKA þungarokkshljómsveitin Korn mun halda tónleika í Laugardalshöll í maí. Hljómsveitin er ein sú vinsælasta í heimi. Hún var stofnuð í Kaliforníu árið 1992 og fljótlega varð hún aðalhljómsveitin í því sem er kallað nýþungarokk. Korn gáfu út 6. Meira
8. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 354 orð | 1 mynd

Sugababes í nýjum græjum

TÓNLEIKAHALDARINN Ísleifur Þórhallsson, sem stendur ásamt fleiri fyrir komu kvennahljómsveitarinnar Sugababes til landsins þar sem hún munu halda tónleika í Laugardalshöllinni, segir það mikið gleðiefni að hljóða- og ljósatækjaleigan Exton hljóð ehf. Meira
8. febrúar 2004 | Menningarlíf | 322 orð | 1 mynd

Söngferillinn krufinn með aðstoð læknis

SVIPMYND úr óperuheiminum er yfirskrift stefnumóts við sópransöngkonuna Sigrúnu Hjálmtýsdóttir, sem haldið verður í Íslensku óperunni í dag, sunnudag, kl. 16. Sigrún miðlar af reynslu sinni af óperuheiminum og veitir innsýn í fjölbreytt starf söngvara. Meira
8. febrúar 2004 | Menningarlíf | 40 orð

Tónlistarnámskeið í Salnum

HVAÐ ertu tónlist? nefnist tónlistarnámskeið sem hefst á mánudag þar sem Jónas Ingimundarson leitar svara við spurningunni Hvað ertu tónlist? Hann leikur tóndæmi og leiðir þátttakendur m.a. um heim Händels, Brahms, Schuberts og Beethovens. Meira
8. febrúar 2004 | Menningarlíf | 167 orð

Tónlist Johanns Nepomuk Hummel í Salnum

KASA hópur Salarins frumflytur lítt þekkt kammerverk eftir austurríska tónskáldið Johann Nepomuk Hummel (1778-1837) á tónleikum kl. 20 í kvöld. Meira
8. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 288 orð | 1 mynd

Þolir ekki ameríska hvíslara

Björk Jakobsdóttir er ein þeirra fimm sem þátt taka í gamanleiknum 5stelpur.com. sem frumsýndur var nú um helgina í Austurbæ. Þetta leikrit var frumsýnt í Bilbao á Spáni árið 2002 og sló allrækilega í gegn. Meira

Umræðan

8. febrúar 2004 | Aðsent efni | 1714 orð | 2 myndir

Af heilu brigði og hálfu

Auk þess er það morgunljóst að fyrir markaðinn er meira upp úr veikindum að hafa en heilli brá. Meira
8. febrúar 2004 | Aðsent efni | 821 orð | 4 myndir

Flöskuskeytið

Ölgerð Egils Skallagrímssonar hf. hefur umboð fyrir Guinness segir Leifur Sveinsson, og skora ég hér með á forstöðumenn þess ágæta fyrirtækis að hafa samband við Guinnessmenn og fletta upp á þessum 46 ára gömlu bréfaskriftum og senda mér kassann góða. Meira
8. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 247 orð

Fýkur landið burt?

UNDIRRITAÐUR höfundur þessa greinarkorns hefur á undaförnum misserum og með vaxandi undrun fylgst með skrifum konu nokkurrar á Akranesi, sem öll fjalla um uppblástur á afréttum og heiðarlöndum Íslands. Meira
8. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 184 orð | 4 myndir

Hver þekkir fólkið?

ER að leita upplýsinga um hverjir eru á þessum myndum. Þeir sem þekkja fólkið og/eða geta gefið upplýsingar eru beðnir að hafa samband við Kolbein Sæmundsson í síma 5516862 eða senda upplýsingar á netfangið: kolbeinn@mr.is. Meira
8. febrúar 2004 | Aðsent efni | 1683 orð | 1 mynd

Hönnun er hluti íslenskrar menningar

Koma þarf upp hönnunarmiðstöð sem ekki má vera háð einstaklingum heldur rekin af hinu opinbera... Meira
8. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 691 orð

Kannabisefnin auka líkur á andlegri vanheilsu ungmenna!

NÝJUSTU rannsóknir breskra vísindamanna sýna að börn hætta andlegri heilsu sinni með notkun kannabisefna og tóbaks, auk neyslu áfengis. Meira
8. febrúar 2004 | Aðsent efni | 1044 orð | 4 myndir

Markvissara skipulag - virkara eftirlit

Kemur til greina að setja á laggirnar greiningar- og ráðgjafarstöð/móttökustöð sem sinnti móttöku og greiningu allra þeirra sem leituðu sér aðstoðar vegna vímuefnavanda á Íslandi? Meira
8. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 283 orð

"Hvað höfðingjarnir hafast að"

Í UMRÆÐUM frá alþingi sem sjónvarpað var 3. febr. sl. sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra: "Hin raunverulega spurning er þessi: Hví kaus forseti að vera erlendis í einkaerindum 1. febrúar, á eitt hundrað ára afmæli lýðveldisins? Meira
8. febrúar 2004 | Aðsent efni | 2356 orð | 1 mynd

Stjórnarskráin í gæslu Hæstaréttar

Stjórnskipan landsins er reist á nokkrum hornsteinum og meðal þeirra er efnislegt lýðræði, grundvallarreglur réttarríkis og mannréttindi. Meira
8. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 754 orð

Til varnar janúarmánuði og ýmislegt fleira uppbyggilegt

EKKERT lát er á níðskrifum dálkahöfunda blaðanna um hinn æruverðuga janúarmánuð. Dag eftir dag bölsótast þeir út skammdegið og einhvern meintan kulda og illviðri. Sömu dálkahöfundar sáu þó ekkert sérstakt myrkur, kulda né illviðri í desembermánuði. Meira
8. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 360 orð

Vinstri sinnuð hugmyndafræði drepur frumkvæði

EITT sinn spurði ég í heimsóknartíma á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, hverju það sætti að eigendur atvinnuhúsnæðis þyrftu að greiða margfallt hærri fasteignagjöld á við aðra. Meira

Minningargreinar

8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 385 orð | 1 mynd

ALICE EGE LARSEN

Alice Ege Larsen fæddist í Danmörku 11. desember 1943. Hún lést á Landspítalanum hinn 9. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 220 orð | 1 mynd

DÓRA G. SVAVARSDÓTTIR

Dóra Guðríður Svavarsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 12. maí 1942 og ólst þar upp. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 3. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 7. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 532 orð | 1 mynd

GUÐGEIR GUÐMUNDSSON OG KATRÍN S. BRYNJÓLFSDÓTTIR

Guðgeir Guðmundsson fæddist í Vík í Mýrdal 19. mars 1927. Hann andaðist á Hjallatúni í Vík 30. desember síðastliðinn. Katrín Sigrún Brynjólfsdóttir fæddist á Þykkvabæjarklaustri 14. september 1926. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 2. janúar síðastliðinn. Útför þeirra var gerð frá Víkurkirkju 10. janúar. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 588 orð | 1 mynd

GUÐJÓN MATTHÍASSON

Guðjón Matthíasson fæddist í Einarslóni í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi 30. apríl 1919. Hann lést á Dvalarheimilinu Grund í Reykjavík 14. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ingjaldshólskirkju 20. desember í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 1490 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR ÁMUNDASON

Guðmundur Ámundason bóndi að Ásum í Gnúpverjahreppi var fæddur að Sandlæk í sömu sveit hinn 17. september 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi 23. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Stóra-Núpskirkju 31. janúar. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 314 orð | 1 mynd

GUÐNÝ HREFNA KRISTINSDÓTTIR PULLEN

Guðný Hrefna Kristinsdóttir Pullen fæddist á Seyðisfirði hinn 14. júní 1940. Hún lést á heimili sínu í Panama City í Flórída hinn 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Jóhann Kristinn Friðriksson útgerðarmaður, f. 25. ágúst 1907, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 613 orð | 1 mynd

GUNNAR KRISTINN AUÐBERGSSON

Gunnar Kristinn Auðbergsson fæddist 15. október 1917. Hann lést á dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði 1. febrúar síðastliðinn, 87 ára að aldri. Foreldrar hans voru Auðbergur Benediktsson frá Sléttaleiti í Suðursveit, f. 14.6. 1884, og k.h. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 842 orð | 1 mynd

HALLDÓR EIRÍKUR ELISSON

Eiríkur Elisson fæddist á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu 3. ágúst 1938. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut 10. september síðastiðinn og var útför hans gerð frá Egilsstaðakirkju 19. september. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 326 orð | 1 mynd

HILDUR JÓHANNSDÓTTIR

Hildur Jóhannsdóttir fæddist á Jarðbrú í Svarfaðardal 3. október 1925. Hún lést á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík 3. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dalvíkurkirkju 10. janúar. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 678 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR

Ingibjörg Kristjana Kristjánsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 21. júní 1913. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 1. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 13. janúar. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 782 orð | 1 mynd

INGUNN LÁRUSDÓTTIR

Ingunn Lárusdóttir fæddist 30. desember 1949. Hún lést á gjörgæslu á LSH í Fossvogi 31. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Lárus Óskar Þorvaldsson, f. 15.6. 1926, og Sveinbjörg Eiríksdóttir, f. 8.9. 1929. Systkini Ingunnar eru: Sigríður Ósk, f.... Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 359 orð | 1 mynd

JÓN AÐALGEIR SIGURGEIRSSON

Jón Aðalgeir Sigurgeirsson fæddist á Akureyri 24. maí 1909. Hann andaðist í Berlínarborg 30. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 15. janúar. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 373 orð | 1 mynd

KRISTÍN E. BENEDIKTSDÓTTIR WAAGE

Kristín Elísabet Benediktsdóttir Waage fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1920. Hún lést á heimili sínu 7. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Langholtskirkju 16. janúar. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 496 orð | 1 mynd

ÓLÖF ÓSKARSDÓTTIR

Ólöf Óskarsdóttir fæddist í Sólgerði á Höfn í Hornafirði 26. maí 1945. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Djúpavogskirkju 10. janúar. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 344 orð | 1 mynd

SIGMUNDA KOLBRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

Sigmunda Kolbrún Guðmundsdóttir fæddist á Akranesi 11. október 1935. Hún lést 18. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Júníus Jónsson, f. á Gamla-Hrauni 29. júní 1908, skipstjóri á Akranesi, og Hólmfríður Ásgrímsdóttir, f. 8. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 289 orð | 1 mynd

SIGURLAUG JÓHANNSDÓTTIR

Sigurlaug Jóhannsdóttir fæddist á Hóli í Þorgeirsfirði í Fjörðum í Grýtubakkahreppi í Þingeyjarsýslu 7. júní 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík að morgni 28. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 5. janúar. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 763 orð | 1 mynd

STEFÁN AÐALSTEINSSON

Stefán Aðalsteinsson fæddist í Krosshjáleigu á Berufjarðarströnd 18. nóvember 1923. Hann lést á dvalarheimilinu Helgafelli á Djúpavogi 19. janúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Aðalsteins Pálssonar (f. 1889) og Karólínu Auðunsdóttur (f. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 318 orð | 1 mynd

STEINGRÍMUR ARASON

Steingrímur Arason fæddist á Grýtubakka í Höfðahverfi 7. nóvember 1927. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 7. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskapellu 16. janúar. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 523 orð | 1 mynd

UNI GUÐMUNDUR HJÁLMARSSON

Uni Guðmundur Hjálmarsson fæddist 22. júlí 1926. Hann lést 1. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ríkissal Votta Jehóva 9. janúar. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 535 orð | 1 mynd

VALGEIR MATTHÍAS PÁLSSON

Valgeir Matthías Pálsson fæddist í Unuhúsi í Reykjavík 6. júlí 1911. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 9. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 16. janúar. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 1582 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN BJARNASON

Þorsteinn Bjarnason fæddist í Sælingsdalstungu í Dalasýslu 21. júlí 1917. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 22. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Borgarneskirkju 3. janúar. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 757 orð | 1 mynd

ÞÓRNÝ MAGNÚSDÓTTIR

Þórný Magnúsdóttir fæddist í Borgarnesi 3. nóvember 1923. Hún lést á Droplaugarstöðum 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Hannesdóttir, f. 4.7. 1905, d. í mars 1969, og Magnús Þórðarson, f. 24. júlí 1900, d. í ágúst 1932. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2004 | Minningargreinar | 226 orð | 1 mynd

ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR

Þórunn Jónsdóttir fæddist í Bandaríkjunum 22. janúar 1947 en ólst upp í Reykjavík. Hún andaðist á heimili sínu 15. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð gerð frá Dómkirkjunni á afmælisdegi Þórunnar, 22. janúar. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

8. febrúar 2004 | Fastir þættir | 329 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Áfram heldur bridsprófið, 10 þrautir, þar sem mest eru gefin 10 stig fyrir rétta lausn. Meira
8. febrúar 2004 | Fastir þættir | 636 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Hörkukeppni í aðalsveitakeppninni á Akureyri Tvær umferðir eru eftir á Akureyrarmóti Bridsfélags Akureyrar í sveitakeppni. Átta sveitir taka þátt. Staðan í A-úrslitum er þessi: Sv. Stefáns Vilhjálmssonar 91 Sv. Unu Sveinsdóttur 82 Sv. Meira
8. febrúar 2004 | Árnað heilla | 15 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí 2003 í Lágafellskirkju þau Rósa Viggósdóttir og Emil... Meira
8. febrúar 2004 | Í dag | 661 orð | 1 mynd

Koss á vangann

Nú þegar daginn er tekið að lengja á kostnað næturinnar og myrkursins, er víða fagnað á norðurhveli jarðar. Sigurður Ægisson lítur til hinna ótalmargu þröngu fjarða og dala landsins, og veltir fyrir sér þætti birtunnar í lífi íbúanna. Meira
8. febrúar 2004 | Dagbók | 445 orð

(Post. 10, 43.)

Í dag er sunnudagur 8. febrúar, 39. dagur ársins 2004, Níu- viknafasta. Orð dagsins: Honum bera allir spámennirnir vitni; að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrirgefningu syndanna. Meira
8. febrúar 2004 | Fastir þættir | 107 orð | 1 mynd

Seltjarnarneskirkja.

Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfélagið kl. 20. Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æskulýðsfélag Árbæjarsafnaðar, er með fundi í safnaðarheimilinu. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 5879070. Meira
8. febrúar 2004 | Fastir þættir | 155 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 e6 5. e3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. g4 dxc4 8. Bxc4 b6 9. e4 Bb7 10. e5 c5 11. exf6 Bxf3 12. fxg7 Hg8 13. Dxh7 Rf6 14. Bb5+ Ke7 15. Bg5 Bf4 16. Dh3 Bxh1 17. Bxf4 Dxd4 18. Dg3 Re4 19. Dh4+ Df6 20. g5 Df5 21. O-O-O Had8 22. Meira
8. febrúar 2004 | Fastir þættir | 502 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverja finnst að umhverfissóðar séu farnir að færa sig upp á skaftið - það er að segja menn sem bera ekki virðingu fyrir umhverfi sínu í umgengni. Það hefur lengi loðað við hóp Íslendinga að kasta ýmsu lauslegu úti á götum um borg og bæ. Meira
8. febrúar 2004 | Dagbók | 34 orð

VÖGGULAG

Rokkið er úti, og regnið á rúðunni streymir. Hjá vöggunni þinni eg vaki og veit, að þig dreymir. Eg veit, að þig dreymir í vöggunni þinni, að nóttin sé harpa og Heimir hræri auðmjúka strengi. Dreymi þig - dreymi þig... Meira

Íþróttir

8. febrúar 2004 | Íþróttir | 329 orð | 1 mynd

Árni Gautur hetja Manchester City

KEVIN Keegan , knattspyrnustjóri Manchester City, segir að markvarsla Árna Gauts Arasonar í síðari hálfleik, þegar hann varði glæsilega aukaspyrnu Þjóðverjans Christians Ziege og í kjölfarið skalla Úrúgvæans Gustavo Poyet, hafi verið vendipunktur... Meira

Sunnudagsblað

8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 3273 orð | 1 mynd

Arð á að nota til áframhaldandi uppbyggingar

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, situr í stjórn Landsvirkjunar og er fyrrverandi stjórnarformaður Samherja. Skapti Hallgrímsson ræddivið Kristján Þór um eitt og annað sem verið hefur á döfinni, m.a. um sjávarútveg almennt, ÚA-málið svokallaða, sameiningu sveitarfélaga og um fjármálastofnanir sem hann gagnrýnir mjög. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 764 orð | 3 myndir

Atlanta ætlar sér stóra hluti á Írlandi

Gengið var í vikunni frá samningum um kaup flugfélagsins Atlanta á viðhaldsfyrirtækinu Shannon MRO Ltd við flugvöllinn í Shannon á vesturströnd Írlands. Björn Jóhann Björnsson var þarna á ferðinni á dögunum, kynnti sér starfsemina og ræddi við stjórnendur og starfsmenn. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 2248 orð | 2 myndir

Á skjön við samtímann

Stækkun ESB hefur vakið upp mikla umræðu um áhrif ódýrs vinnuafls í Vestur-Evrópu. En hvað um áhrif stækkunarinnar á minnihlutahópa? Einn þessara hópa er þjóðflokkur sígauna. Marco Solimene leitast við að gefa okkur innsýn í líf þeirra og hugarheim. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1682 orð | 4 myndir

Fátækt land með mikinn metnað

Rúmum tveimur árum eftir að komið var í veg fyrir borgarastyrjöld í Makedóníu hefur ástandið í landinu færst til betri vegar þótt enn sé á brattann að sækja. Fátækt, spilling og glæpir eru meðal þeirra mörgu vandamála sem blasa við þessu litla landi sem var heimili Nínu Bjarkar Jónsdóttur lungann úr síðasta ári. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 702 orð | 1 mynd

Fimmtungur bíla knúinn óhefðbundnu eldsneyti 2020

Framkvæmdastjórn ESB stefnir að því að árið 2020 verði 10% ökutækja í ESB knúin jarðgasi, 5% knúin lífeldsneyti (eldsneyti af lífrænum uppruna) og 5% knúin vetni í stað hefðbundins ökutækjaeldsneytis. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 735 orð | 2 myndir

Framleiðslan hófst í bílskúrnum

Fyrirtækið New England Woodcraft í Forest Dale í Vermont á rætur sínar í framleiðslu fótskemils í bílskúr Hermanns og Maxine Thurston. Þau sögðu Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá húsgagnaframleiðslu sinni sem þau selja víða um heim, í skóla, stofnanir og í herstöðvar eins og hér á Keflavíkurflugvelli. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1367 orð | 1 mynd

Fögur og hlý

Fáir tónlistarmenn eru eins vinsælir um heim allan og söngkonan og píanóleikarinn Norah Jones. Að sögn Árna Matthíassonar bíða menn spenntir um allan heim eftir nýrri plötu hennar sem kemur út á morgun. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 2386 orð | 4 myndir

Innlent og umhverfisvænt eldsneyti

Nú aka 44 bílar um götur höfuðborgarsvæðisins knúnir íslensku eldsneyti, metani, frá Metan hf. Hægt væri að fullnægja eldsneytisþörf 3.000 til 4.000 bíla miðað við núverandi umsvif fyrirtækisins og er tæknilega mögulegt að framleiða mun meira metan. Guðni Einarsson ræddi við Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóra Metans hf. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 837 orð | 1 mynd

Ísland hefur mikla sérstöðu

Jørgen Henningsen er aðalráðgjafi stjórnardeildar um orku og samgöngur hjá framkvæmdastjórn ESB og stýrði starfi tengihóps um óhefðbundið ökutækjaeldsneyti, sem skilaði skýrslu í desember síðastliðnum. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 653 orð | 1 mynd

Leiksoppar hljóðfæranna

Er tónverkið byrjað? spyr blaðamaður í sjoppunni, en afgreiðslustúlkan brosir ráðleysislega. - Aldrei að vita á sinfóníutónleikum. Sem betur fer er bara verið að stilla hljóðfærin. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 771 orð | 3 myndir

Miklir möguleikar í framleiðslu lífgass

Svíar eru framarlega í framleiðslu metans úr lífrænum úrgangi, svonefnds lífgass eða biogass. Það er bæði notað til hitunar og til að knýja almenningsvagna, vörubíla, lögreglubíla og einkabíla. Peter Boisen og Mats Ekelund þekkja vel til framleiðslu lífgass. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1091 orð | 1 mynd

Möguleikar erfðatækni

Norrænir vísinda- og embættismenn settust á rökstólana og ræddu um lífsiðfræði og lagasetningu á Hótel Nordica í byrjun vikunnar. Anna G. Ólafsdóttir náði að króa Giselu Dahlquist, einn fyrirlesaranna, af eftir áhugavert erindi hennar um erfðatækni og læknavísindi. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 297 orð | 1 mynd

Saddamsúr

Slík samþjöppun á fjölmiðlamarkaði mundi ekki vera leyfð annars staðar þar sem ég þekki aðallega til, a.m.k. eru það ekki margir staðir þar sem það mundi verða leyft og það er örugglega óhollt. Davíð Oddsson forsætisráðherra um sameiningu Norðurljósa. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1248 orð | 2 myndir

Spillingarmál valda titringi í frönskum stjórnmálum

Röð spillingarmála hefur komið upp í frönskum stjórnmálum og viðskiptalífi á undanförnum árum. Nú síðast var fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands dæmdur fyrir misnotkun á opinberu fé. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir rekur mál Alains Juppé og fleiri dæmi um spillingu á æðstu stöðum. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 635 orð | 1 mynd

Starfsmenn afar jákvæðir í garð nýrra eigenda

Þegar gengið var um snyrtilegt og nýtískulegt athafnasvæði Shannon MRO og rætt við stjórnendur og starfsmenn var ekki annað að heyra en Írarnir væru mjög jákvæðir í garð nýju íslensku eigendanna hjá Atlanta. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 177 orð | 1 mynd

Tvö dótturfélög á Bretlandseyjum

MEÐ kaupunum á Shannon MRO á vesturströnd Írlands á flugfélagið Atlanta nú tvö dótturfélög á Bretlandseyjum á sviði viðhalds, viðgerða og skoðunar á flugvélum. Hitt nefnist Avia Services Ltd. og er við Manston-flugvöll á suðausturhluta Englands. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 155 orð

Umhverfisvænn kostur

GASKNÚNIR bílar eru mun umhverfisvænni en bílar knúnir bensíni eða dísilolíu. Gasknúnu bílarnir senda frá sér um 20% minna af gróðurhúsalofttegundinni koldíoxíði en þeir sem brenna fljótandi eldsneyti á borð við bensín eða olíu. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1163 orð | 2 myndir

Við erum á réttri braut

ENGVA eru samtök sem stofnuð voru 1994 til að hvetja til notkunar á gasknúnum bílum í Evrópu. Guðni Einarsson ræddi við dr Jeffrey Seisler, framkvæmdastjóra ENGVA. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 173 orð

Vopnaeign algeng

MAKEDÓNSK stjórnvöld stóðu fyrir vopnasöfnun í lok síðasta árs, en vopnaeign er mikil í landinu. Alls er talið að allt að hálf milljón vopna sé þar óskráð, en yfirvöld dreifðu t.d. vopnum til íbúa landsins þegar átökin geisuðu í landinu árið 2001. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1910 orð | 4 myndir

Þrír töffarar í einum

"Þriðja nafnið" er forvitnilegur titill á nýrri kvikmynd eftir Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmann í Bretlandi. Anna G. Ólafsdóttir sló á þráðinn til Einars Þórs þar sem hann var við vinnu í Frakklandi og fékk að vita meira um nýjustu afurðina. Meira
8. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 225 orð | 1 mynd

Þykir gáfaður en hrokafullur

Alain Juppé er kominn af bændum í suðvesturhluta Frakklands og fæddist 1945. Hann þótti ungur sýna óvenjulegar gáfur og komst í hinn virta elítuháskóla ENA í París, sem hefur um áratugi þótt vísasta leiðin til frama í frönskum stjórnmálum og stjórnsýslu. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 300 orð

08.02.04

Það er ástæða til að óska Sigríði Árnadóttur til hamingju með nýja fréttastjórastarfið. Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 685 orð | 10 myndir

Af framlagi kvenna

Það kom Flugunni dálítið á óvart að konur í atvinnurekstri skuli hafa með sér samtök og að þær skuli, í upphafi hvers árs, veita viðurkenningar þeim konum sem skarað hafa fram úr og lagt lóð á vogarskálar á baráttu kvenna fyrir bættri samkeppnisstöðu. Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 825 orð | 1 mynd

Andlitslyfting í takt við tímann

Við erum lítið fyrir titlatog hér og mitt verkefni er fyrst og fremst að leiða það starf sem þegar er hafið og miðar að því að gera ákveðna andlitslyftingu á stöðinni, það er að koma þeim sköpunarkrafti og þeirri gleði sem hér ríkir áleiðis á... Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1 orð

Áratugur 1900 1920 1930 1940 1950...

Áratugur 1900 1920 1930 1940 1950 1960... Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 3610 orð | 2 myndir

Fékk bakteríuna en ekki bakteríurnar

Þótt henni hafi alltaf þótt jafngaman í vinnunni og hún muni ekki eftir leiðinlegri stund, ætlaði hún ekki að verða fréttamaður. Hún stefndi á nám í líffræði og væri e.t.v. Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 343 orð | 1 mynd

Frá mínum sófa séð og heyrt Hlín Agnarsdóttir

H lín Agnarsdóttir, rithöfundur og leikstjóri, hefur gjarnan mörg járn í eldinum hverju sinni. Hún sendi fyrir jólin frá sér bókina "Að láta lífið rætast" sem skrifuð var í minningu ástvinar og sambýlismanns til margra ára. Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 553 orð | 4 myndir

Fréttaskot fyrir sælkera

Þ að vantar ekki úrvalið af matvörum í íslenskum verslunum, hins vegar er það alls ekki alltaf sem nýjungar vekja einhverja sérstaka athygli eða ánægju sælkera. Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 536 orð | 1 mynd

Hvað í veröldinni á litla barnið að heita?

É g og kærastinn minn stöndum frammi fyrir erfiðu álitamáli, við eigum litla dóttur og þarf að gefa henni nafn. Hún er fyrsta barnabarn mömmu og tengdamömmu, sem báðar vilja fá nafnið sitt. Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1676 orð | 1 mynd

Í ríki Mohamed Al Fayeds

Glerfín frá toppi til táar; í dragt og hælaháum skóm frá fínustu tískuhúsum heims og ávallt óaðfinnanlega förðuð og greidd. Þannig uppábúin gekk María Björg Sigurðardóttir á hverjum morgni til lestarstöðvarinnar þar sem hún bjó í Kilburn í London. Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 2614 orð | 11 myndir

Íslendingur án vegabréfs

Fjallvegur liðast seinfarinn upp skörðin og þaðan niður í dali. Leiðin er vörðuð líparítfjöllum sem aldrei verður lýst með orðum sem íslensk tunga hefur að geyma, bröttum hamrasölum fornu blágrýtisfjallanna, fallega grónum dölum og fossandi ám og lækjum. Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 267 orð | 1 mynd

Kona eins og ég

Hvaða bók breytti lífi þínu? Biblían, ég hef fundið margt þar sem hefur hjálpað mér að breyta lífi mínu til hins betra, t.d. að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur. Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 474 orð | 8 myndir

ÓDAUÐLEIKI TÍMABILSTÍSKUNNAR

Þ að er ákveðin yfirlýsing fólgin í að klæðast tímabilsfatnaði eða ,,vintage" eins og talað er um vestan hafs. Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 84 orð

Tegund fatnaðar í tísku Þröngir kjólar...

Tegund fatnaðar í tísku Þröngir kjólar með víðum pilsum, lífstykki. Lausir mittislágir kjólar, buxur, ullarkápur með loðkraga. Þröngar flíkur, styttri ermar, þröngar buxur og peysusett í stíl, aðsniðnir og kvenlegir kjólar. Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 544 orð | 1 mynd

Vannýtt vinnuafl - Lýðræði til hvers?

Þ eir eru komnir aftur! Loksins eftir 40 daga og 40 nætur. Blessaðir þingmennirnir. Ekki það að við höfum saknað þeirra neitt sérstaklega. Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 724 orð | 1 mynd

Við viljum að hér vaxi upp hugsandi fólk

Hvert er markmið Hróksins? Að sjá til þess að allir krakkar á Íslandi eigi þess kost að kynnast undraheimi skáklistarinnar og að Ísland verði eitt mesta skákland í heiminum. Hver er uppruni skákíþróttarinnar? Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 575 orð | 1 mynd

Viljum endurvekja gamla stemningu

H ægt er að eiga stefnumót á Borginni á föstudags- og laugardagskvöldum fram á vor þegar endurvakin verður stemningin frá dansiböllunum í gamla daga. Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 24 orð

Vinsæl merki Coco Chanel, Jean Patou,...

Vinsæl merki Coco Chanel, Jean Patou, Paul Poiret. Coco Chanel. Christian Dior. Gucci, Dior, Burberry, Coco Chanel. Louis Féraud, Pierre Cardin, Yves St. Laurent. Ralph Lauren, Calvin Klein, Vivienne... Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 167 orð | 2 myndir

VÍN

Larazzo Nero d'Avola-Merlot 2001 er eitt þeirra fjölmörgu sikileysku vína er komið hafa inn í vínbúðirnar á síðustu mánuðum. Það er ekki langt síðan sikileysk vín voru teljandi á fingrum annarrar handar og þurfti ekki einu sinni alla fingur til. Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1569 orð | 5 myndir

VæminnValentínus

Hefðir sem skapast hafa í kringum Valentínusardaginn 14. febrúar virðast ekkert hafa að gera með dýrlingana sem báru Valentínusarnafnið fyrir mörgum öldum. Meira
8. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 75 orð | 1 mynd

Yoko Ono

Yoko Ono listakona og ekkja Bítilsins Johns Lennons opnaði nýja sýningu í Nýlistasafninu í London sem hún nefnir " Odyssey Of A Cockroach " sem mætti þýða sem Ódysseifsför kakkalakkans. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.