Raunávöxtun eigna Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) var 12,1% í fyrra, sem er sama raunávöxtun og var á eignum sjóðsins árið 2003. Síðustu tvö ár eru bestu rekstrarárin í nærfellt 50 ára sögu sjóðsins.
Meira
ÞINGMENN Suðurkjördæmis samþykktu á fundi sínum nýlega að tryggja 20 milljónir króna til jarðfræðirannsókna, hvort mögulegt sé að gera jarðgöng milli Vestmannaeyja og Landeyja.
Meira
BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi sínum að lækka vatnsgjald á fasteignir um tæp 6% og holræsagjald um tæp 5%. Einnig var samþykkt að hámarksafsláttur af fasteignaskatti til efnalítilla elli- og örorkulífeyrisþega hækki í 40.
Meira
Flugleiðir/Icelandair hafa ráðið 41 flugmann til starfa nú nýlega en af þeim hópi hafa tæplega 30 þegar lokið þjálfun eða eru að ljúka henni. Þá hefur Flugfélag Íslands ráðið 12 flugmenn til starfa hjá félaginu á síðastliðnum vikum.
Meira
Við erum tengd sterkum blóðböndum en þar sem við búum hvort á sínu landshorni eru samskiptin fátíð. Við erum líka mjög ólík. Hann er samkvæmisljón og unir sér best á vettvangi dagsins. Ég er bókaormur á stöðugu flakki milli fortíðar og framtíðar.
Meira
FÉLAGSFUNDUR var haldinn í Veiðifélagi Mývatns, einkum til að ræða tilmæli frá Veiðimálastofnun um friðun Mývatns fyrir silungsveiði, en þau tilmæli eru fram komin vegna viðvarandi veiðileysis á undanförnum árum í vatninu.
Meira
BJARNI Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar , hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignastýringar hjá Meiði ehf. frá og með 1. mars nk.
Meira
Þótt ýmislegt hafi áunnist í Bosníu og Hersegóvínu frá því að átökum þar lauk fyrir rúmum níu árum er mikið uppbyggingarstarf eftir. Rósa Magnúsdóttir kynnti sér ástandið þar og ræddi við embættismenn.
Meira
VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bifröst mun frá og með næsta háskólaári bjóða nemendum upp á heilsársháskóla þannig að stúdentar sem það vilja geti lokið BS-gráðu á tveimur árum í stað þriggja með því að leggja stund á nám allt árið.
Meira
MARGIR rektorar og skóla-meistarar í framhalds-skólum efast um að það sé gott að stytta nám til stúdents-prófs um eitt ár. Sölvi Sveinsson er verðandi rektor Verslunarskóla Íslands.
Meira
NÚ er að líta dagsins ljós viðburðadagskrá fyrir Eiða. Sigurjón Sighvatsson segir fyrirliggjandi að 3.-6. júní fari fram ráðstefna náttúrufræðinga á Eiðum. Um miðjan júlí verði haldið námskeið fyrir börn og frá 24. júlí til 11.
Meira
VÍSINDAMENN Heimskautastofnunarinnar í Noregi óttast nú að nýjar gerðir eiturefna, mengun frá gömlum birgðastöðvum og loftslagsbreytingar muni valda því að setja verði af heilsufarsástæðum takmarkanir á neyslu á fiski og kjöti frá Barentshafinu, að sögn...
Meira
VÖRUBÍLL með gáma fauk út af veginum til móts við býlið Dvergastein rétt norðan Akureyrar um kl. 7.30 í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Akureyri hlaut bílstjórinn minniháttar meiðsl en var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.
Meira
Það er jafnan hljótt um kjarabaráttu bankamanna en þeir njóta engu að síður einna bestu réttinda íslenskra launþega. Samband íslenskra bankamanna fagnar 70 ára afmæli sínu um þessar mundir og af því tilefni ræddi Helgi Mar Árnason við formann sambandsins, Friðbert Traustason.
Meira
FRAMLEIÐSLA á kjöti dróst saman um 4,4% á síðasta ári. Verð á kjöti hækkaði hins vegar á síðasta ári um 11,8%. Mestur samdráttur var í framleiðslu á svínakjöti, en svínakjötsverð hefur einnig hækkað langmest.
Meira
NÝKOMNIR eru út á vegum Lýðheilsustöðvar tveir fræðslubæklingar um áfengi undir heitinu: Hvað veistu um áfengi? Annar bæklingurinn er ætlaður fullorðnum en hinn ungu fólki.
Meira
PLAN B er nafn nýrrar hljómplötuútgáfu sem Einar Bárðarson er að hleypa af stokkunum. Meðal verkefna á fyrsta starfsári fyrirtækisins verður útgáfa á fyrstu sólóplötu tenórsöngvarans Garðars Cortes yngri og ný plata með hljómsveitinni Skítamóral.
Meira
SVEINN Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir barnsföður sambýliskonu Helga Áss Grétarssonar mjög illa haldinn og á barmi þess að brotna. Hann kalli á hjálp sem hann fær hvergi.
Meira
LANDLÆKNIS-EMBÆTTIÐ hefur gert athuga-semd við vinnu-brögð á Hrafnistu. Hrafnista er dvalar-heimili fyrir aldraða. Í nóvember varð slys þar. 85 ára gamall maður datt aftur fyrir sig og vankaðist. Hann var fluttur upp á herbergið sitt.
Meira
BJARNI Þorgeirsson og Sigríður systir hans, bændur á Hæringsstöðum í Flóa, bera heybagga í útiganginn, um 30 hross sem öll eru rauð eða rauðskjótt. "Þessi tvö brúnu eru þaðan frá Holti," sagði Bjarni og benti til næsta bæjar.
Meira
KONUNGURINN í Bhutan í Himalajafjöllum, Jigme Singye Wangchuk, segist ætla að halda áfram að reykja þótt allar reykingar og sala á reyktóbaki hafi verið bönnuð í landinu í síðastliðnum mánuði. "Ég er reykingamaður.
Meira
VARÐSKIPIÐ Týr megnaði ekki að draga Dettifoss Eimskipafélagsins, sem varð stýrisvana austur af Eystrahorni, til Eskifjarðar í fyrrinótt vegna illviðris og stærðarmunar á skipunum.
Meira
Sjálfsmorðssprengjumaður varð átta manns að bana við lögreglustöð í Khanaqin, skammt frá írösku landamærunum í Kúrdahéruðum Íraks, í gær. Ráðist var á kjörstaði í a.m.k.
Meira
Í SÍÐUSTU kjarasamningum náðum við fram fullum launum í fæðingarorlofi fyrir okkar félagsmenn og erum afskaplaga stolt af því," segir Helga Jónsdóttir, varaformaður Samtaka íslenskra bankamanna og formaður Félags starfsmanna Landsbanka Íslands hf.
Meira
ÍRAKAR ganga til kosninga í dag. Mörg þeirra sem eru í fram-boði hafa ekki þorað að gefa upp nöfn sín. Fólk óttast að verða fyrir árásum. Þó nokkrar sprengingar hafa verið undan-farið. Talið er að margar konur bjóði sig fram í leyni.
Meira
Stjórn VR hefur samþykkt að þema ársins 2005 verði jafnrétti. Fjármagn verður lagt í auglýsingar og markviss umfjöllun verður allt árið um leiðir til að ná markmiðum félagsins. Þetta kemur fram í frétt á vef VR.
Meira
VÍKTOR Jústsjenko er orðinn forseti Úkraínu. Hann vill að Úkraína gangi í Evrópu-sambandið. Fyrsta verk Jústsjenko var að fara til Rússlands. Þar lofaði hann að Úkraína og Rússland yrðu banda-menn að eilífu.
Meira
Á morgun, 31. janúar, eru liðin 100 ár frá fæðingu Kristínar Sigríðar Hinriksdóttur, eiginkonu Ragnars Ólafssonar, hæstaréttarlögmanns og löggilts endurskoðanda. Saga hennar er sérstæð og er vissulega innlegg í umræður og skrif um vesturferðir Íslendinga á 19. öld. Hrafnkell Ásgeirsson rifjar upp sögu Kristínar.
Meira
Bókarkafli | Á sjötta áratug 20. aldarinnar fóru fram miklar umræður um skipulag Stjórnarráðs Íslands og talaði Bjarni Benediktsson í gagnrýni sinni um "lausatök á hinni æðstu stjórn landsins". Í kaflanum sem hér birtist úr fyrsta bindi Stjórnarráðs Íslands er fjallað um aðdragandann að nýskipan stjórnarráðsins 1970. Höfundur kaflans er Ásmundur Helgason.
Meira
Mikill uppgangur hefur verið á undanförnum misserum í sölu á Microsoft-viðskiptahugbúnaði hér á landi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsteinum Streng hf. Landsteinar hf. og Strengur hf.
Meira
Þótt félagsþjónusta af ýmsu tagi sé nú í boði sýnir fjöldi þess fólks sem sækir til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að hlutverki henni er hvergi nærri lokið. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við þær Ragnhildi Guðmundsdóttur og Guðlaugu Jónínu Aðalsteinsdóttur, formann og varaformann nefndarinnar, um starfsemi hennar og sögu.
Meira
Messíana Tómasdóttir er listamaður sem hefur síður en svo njörvað sig niður við eitt listform. Myndlist, sviðslistir, skriftir og tónlist eru meðal áhuga- og starfssviða hennar sem hún sameinar oft á tíðum í skrautlegum leiksýningum og óperum. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við Messíönu um störf hennar og hugmyndir um listauppeldi, sem ganga meðal annars út frá því að öll börn séu listamenn sem þurfi að fá útrás.
Meira
ÍSLAND hyggur á framboð í öryggis-ráð Sameinuðu þjóðanna. Einar Oddur Kristjánsson segir að það sé of dýrt. Hann er vara-formaður fjárlaga-nefndar og þing-maður Sjálfstæðis-flokksins.
Meira
JÓHANNES PÁLL II páfi hefur skammað ríkis-stjórn Spánar vegna breytinga sem eru á næsta leyti. Til dæmis vill forsætis-ráðherra Spánar að samkyn-hneigðir fái að gifta sig. Þá hvetja stjórn-völd karla til að nota smokka.
Meira
NEMENDUR í 9. JS í Valhúsaskóla afhentu nú í vikunni Hjálparstarfi kirkjunnar tæpar 80 þúsund kónur til neyðarstarfa fyrir þá sem misstu allt í hamförunum í Asíu.
Meira
LÍKLEGT er að fjöldi manns muni fara fram á bætur vegna slyssins við Ingólfstorg á Hinsegin dögum í ágúst 2002, þegar skyggni féll á stóran hóp áhorfenda, á grundvelli dóms sem féll í Hæstarétti þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til að greiða konu sem...
Meira
"SAMSTARF bankamanna og stjórnenda bankanna hefur alla tíð verið með ágætum og báðir aðilar notið góðs af því," segir Sólon Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri, sem gegndi formennsku í Sambandi íslenskra bankamanna á árunum 1975 til 1979 en...
Meira
Jón Hermannsson kvikmyndagerðarmaður hefur átt í útistöðum við ríkissjónvarpið vegna kennslumyndaraðarinnar "Viltu læra íslensku?". Í samtali við Freystein Jóhannsson rekur Jón sögu sína, sem hann segir sýna meiri valdníðslu en þekkzt hafi á þessu sviði.
Meira
EITT allra stærsta íshrun sem íslenskir klifrarar hafa augum litið og hefði getað valdið manntjóni, átti sér stað í Glymsgili um síðustu helgi. Ísveggur á hæð við Hallgrímskirkju hrundi undan þunga sínum og steyptist niður í gilið.
Meira
Nýlega voru kynntar niðurstöður nefndar um stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði, en nefndina skipaði Árni Magnússon félagsmálaráðherra á grundvelli þingsályktunar Alþingis frá 15. mars 2003.
Meira
Ríkið nær sér í 200 milljónir Nú kostar 150 krónur að ljós-rita eitt blað hjá ríkinu. Það kostaði áður 100 kr. Fyrir ára-mót var ákveðið að opinberar stofnanir skyldu hækka ýmis gjöld. Til dæmis þinglýsingar-gjöld og gjöld fyrir vottorð.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra segir að frumvarp viðskiptaráðherra um endurskipulagningu Samkeppnisstofnunar og lög um hringamyndun verði vonandi lagt fyrir Alþingi á næstu dögum.
Meira
Þótt félagsþjónustu af ýmsu tagi hafi fleygt mikið fram er greinilega ekki nóg að gert, það sýnir ásókn fólks í fyrirgreiðslu hjá þeim líknarfélögum sem slíkt veita.
Meira
TVEIR menn sem voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi á föstudagskvöld reyndust við nánari skoðun eiga fíkniefnabrotaferil að baki. Í ljós kom að þeir voru með 4,5 grömm af ætluðu amfetamíni í fórum sínum og voru handteknir.
Meira
"HEYRÐU, það er frekar tregt, félagi, ansi tregt," sagði Hörður Harðarson á dögunum þegar fréttaritari innti hann eftir aflabrögðum. Smári ÞH 59, bátur Harðar, var þá að leggjast að bryggju á Húsavík eftir netaróður á Skjálfanda.
Meira
Ákveðið hefur verið að kanna hvort ástæða þykir til að taka upp svokallaða neyslustaðla hér á landi líkt og annars staðar á Norðurlöndum (standard budgeter) og hefur viðskiptaráðherra sett á laggirnar starfshóp í þessum tilgangi.
Meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að við höfum á síðustu 10 árum trúlega gengið í gegnum mestu þjóðfélagsbreytingar sem Framsóknarflokkurinn hafi verið með í frá stofnun hans. Hann segist í viðtali við Egil Ólafsson sannfærður um að flokkurinn hafi styrk og mannskap til þess að takast á við verkefni framtíðarinnar.
Meira
Líflátshótanir, líkamsárásir og húsbrot. Hvað er hægt að gera þegar fjölskylda verður fyrir slíkum árásum? Kerfið virðist bjóða upp á fáar lausnir jafnt fyrir brotaþola sem fórnarlömb. Örlygur Sigurjónsson ræddi við Helga Áss Grétarsson, en fjölskylda hans hefur sætt áreiti manns sem á við geðraskanir að stríða.
Meira
Uppbygging við Laugaveg hefur verið á döfinni í nokkurn tíma, allt frá því að starfshópur um endurmat á deiliskipulagi við Bankastræti og Laugaveg skilaði inn tillögum sínum um framtíðarskipulag þessarar elstu verslunaræðar miðborgarinnar fyrir þremur...
Meira
31. janúar 1995: "Kröfur um vönduð vinnubrögð fjölmiðla og áreiðanleik hafa nokkuð verið til umræðu að undanförnu. Ljóst er, að kröfur þær, sem gerðar eru til fjölmiðla á öllum sviðum, færast í vöxt og er það vel.
Meira
Eitt hvimleiðasta einkenni íslenzkra stjórnmála er hvað umræður hafa ríka tilhneigingu til að snúast upp í tilgangslaust karp um formsatriði í stað skoðanaskipta um innihald og rifrildi um aukaatriði fremur en að beint sé sjónum að kjarna málsins.
Meira
Fjórar mest sóttu bíómyndirnar á síðasta ári voru bandarískar framhaldsmyndir, sem segir allt sem segja þarf um yfirburði Hollywood hér sem annars staðar. Sæbjörn Valdimarsson kannaði listann og komst að því að okkar hlutur var með daufara móti í ár, þrjár íslenskar myndir komust á blað og innkoma þeirra var of rýr. Hringadróttinssaga kveður á viðeigandi hátt.
Meira
Á afmæli Jóns úr Vör, 21. janúar, eru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir ljóð í samkeppni sem allir geta tekið þátt í, en hún nefnist Ljóðstafur Jóns úr Vör.
Meira
Ensk-bandaríski tónlistarmaðurinn Antony er ekki bara með englarödd heldur einnig frábær laga- og textasmiður, eins og heyra má á nýrri plötu hans. Hann á þá ósk heitasta að komast til Íslands.
Meira
RÓBERT Douglas hefur getið sér gott orð sem kvikmyndaleikstjóri með myndunum Íslenski draumurinn og Maður eins og ég . Í kvöld sýnir Sjónvarpið athyglisverða heimildarmynd eftir Róbert sem nefnist Mjóddin - Slá í gegn .
Meira
NÆR tveimur áratugum eftir að Michael Douglas gerði Jewel of the Nile, framhald Romancing the Stone, hefur hann ákveðið að gera þriðju myndina og þar með klára ævintýraþríleikinn.
Meira
MINNIE Driver játar að hún kunni vel við hinn nýja lífsstíl sinn sem rokkstjarna - fyrir utan lyktina. Leikkonan og nú söngkonan hefur fyrstu tónleikaferð sína um Bretland í næstu viku.
Meira
Eitt hið ánægjulega við listheiminn í dag er að engin ein stórborg Evrópu sker sig alveg úr á listasviði, þannig að hún sé miðja heimslistarinnar líkt og París forðum daga.
Meira
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Myrkir músíkdagar hefst í dag en þar er íslensk tónlist sem endranær leidd til öndvegis. Tveir viðburðir verða í dag. Barnaóperan Undir drekavæng eftir Misti Þorkelsdóttur og Messíönu Tómasdóttur verður frumsýnd í Gerðubergi kl. 14 og...
Meira
Rokksveitin Vínyll sendir frá sér plötuna LP á fimmtudaginn í næstu viku. Verður útgáfunni fagnað með ókeypis tónleikum og gleðskap á Gauki á Stöng um kvöldið.
Meira
Kristján E. Guðmundsson fjallar um ESB og gerð fræðsluefnis þar að lútandi: "Það er reyndar löngu orðið tímabært að inn í námskrá grunn- og framhaldsskóla verði tekin markviss fræðsla um Evrópusambandið, sögu þess og uppbyggingu."
Meira
Í GREIN sem formaður Læknafélags Íslands, Sigurbjörn Sveinsson, ritaði í Morgunblaðið 11.1. sl. og fjallar um byggingu nýs sjúkrahúss standa m.a. eftirfarandi orð: "Guð láti gott á vita er haft á orði.
Meira
Frá Sigurði R. Ragnarssyni: "Í SEINNI fréttum sjónvarps hinn 24. janúar sl. var Gísli Már Gíslason, prófessor við Háskóla Íslands, tekinn tali. Hann lýsti mörg hundruð ára skaða Mývatns sem Kísiliðjan hefur valdið. Fréttamaðurinn óskaði ekki eftir rökum fyrir fullyrðingum Gísla."
Meira
Orðfæð Á ENSKU og allmörgum erlendum tungumálum öðrum, þegar rætt er um æðsta yfirmann stórrar alþjóðastofnunar eða stjórnmálaflokks, þá er starfsheiti hans "Secretary General", og varð snemma til yfir þetta ágæt íslensk þýðing, þ.e.
Meira
Guðrún Helgadóttir fæddist á Neðra-Núpi í Miðfirði 27. október árið 1911. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Jónsson frá Huppahlíð, f. 14.7. 1884, d. 2.9.
MeiraKaupa minningabók
Hólmfríður Jónasdóttir fæddist á Sílalæk í Aðaldal 30. maí 1912. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík á vetrarsólstöðum 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Friðjónsdóttir húsfreyja á Sílalæk, f. á Sandi í Aðaldal 20. desember 1875,...
MeiraKaupa minningabók
Jakobína Soffía Grímsdóttir fæddist á bænum Strjúgsá í Eyjafirði 2. júlí 1907. Hún lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 21. janúar síðastliðinn, 97 ára að aldri, eftir stutta legu.
MeiraKaupa minningabók
Oddrún Jörgensdóttir fæddist í Reykjavík 7. apríl 1923. Hún lést 5. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jörgen Þórðarson kaupmaður í Reykjavík, f. 6. september 1878, d. 30. september 1951, og Oddrún Sveinsdóttir húsfreyja og handavinnukennari, f.
MeiraKaupa minningabók
Ragnar Karlsson fæddist í Reykjavík 22. apríl 1942. Hann lést 18. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Tómasdóttir ljósmóðir, f. 31.5. 1899, d. 5.11.
MeiraKaupa minningabók
Þórheiður Sigþórsdóttir fæddist í Klettakoti í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi 26. júní 1915. Hún lést 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristbjörg Gísladóttir, f. 1880, d. 1958, og Sigþór Pétursson skipstjóri, f. 1880, d. 1951.
MeiraKaupa minningabók
Nýskráð hluta- og einkahlutafélög voru 2.517 á árinu 2004 og hefur nýskráningum því fjölgað um rúm 5% frá árinu 2003 þegar 2.389 ný félög voru skráð. Árið 2003 fækkaði nýskráningum hins vegar um tæpan fjórðung frá árinu 2002 þegar 3.
Meira
STUTTMYNDIN Katla gamla verður frumsýnd í dag kl. 13 í Laugarásbíói. Myndin, sem er tæpur hálftími að lengd, er ætluð börnum og hér er um að ræða einu sýningu myndarinnar í bíósal, ef að líkum lætur.
Meira
Spekingarnir tala. Norður &spade;G8532 &heart;6 ⋄ÁD8754 &klubs;3 Eitt er að kunna kerfið sitt, annað að velja réttu sögnina. Oft og iðulega koma tvær eða fleiri sagnir til álita og þá er fróðlegt að heyra álit meistaranna.
Meira
Þorlákshöfn | Eftir kuldakast liðinna vikna er nýkomin hláka hið mesta fagnaðarefni fyrir þá sem vinna útivinnu. Öll verk verða auðveldari og notalegt að vinna í hlýrri suðvestangolunni sem hefur borið með sér hlýja strauma undanfarið.
Meira
BJARGEY Ólafsdóttir listakona mun spjalla við Ágústu Kristófersdóttur listfræðing um feril sinn og verk fram til þessa á listamannaspjalli í fjölnotasal Hafnarhúss kl. 15 í dag, sunnudag.
Meira
Guðni Th. Jóhannesson er fæddur í Reykjavík árið 1968. lauk stúdentsprófi frá MR og tók BA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Warwick University á Englandi 1991. Hann stundaði síðan nám í rússnesku og lauk MA-prófi í sagnfræði frá HÍ 1997. Þá lauk hann doktorsnámi frá Queen Mary, University of London árið 2003. Guðni hefur starfað sem fréttamaður og kennari í sagnfræði. Hann er nú formaður Sagnfræðingafélags Íslands. Guðni er kvæntur Elizu Reid og á hann eina dóttur.
Meira
SÝNINGUNUM Carnal knowledge og Gengið niður Klapparstíg lýkur í dag, en þær hafa verið uppi í Nýlistasafninu síðan í desember. Carnal Knowledge er samsýning átta listamanna frá Norðurlöndunum og Perú.
Meira
Í dag er Biblíudagurinn og því tilhlýðilegt að sækja íhugunarefni pistilsins beint í heilaga ritningu. Sigurður Ægisson lítur á þá texta í Gamla og Nýja testamentinu sem urðu kveikjan að táknum guðspjallamannanna fjögurra síðar.
Meira
Víkverji hefur áhuga á hreyfingu, en viðurkennir að hann er latur að eðlisfari. En þrátt fyrir dofna útlimi og leti hefur Víkverji veitt því athygli að umræðan um offitu og sjúkdóma sem rekja má til hreyfingarleysis er mikil.
Meira
ÍSLAND tapaði fyrir Rússlandi í hand-bolta síðasta föstudag. Leikurinn var á heimsmeistara-mótinu í Túnis. Leikurinn var spennandi framan af. Í hálf-leik var staðan 12-12. Íslendingar misstu tökin í seinni hálf-leik og leikurinn fór 29:22.
Meira
"Ég fékk stundum að fara inn á síðustu mínúturnar ef það var alveg útséð um að við myndum vinna," segir Einar Bárðarson um frammistöðu sína í hafnabolta og amerískum fótbolta þegar hann sem unglingur var skiptinemi í Bandaríkjunum.
Meira
Danssporin sem Alex Freyr Gunnarsson og Ragna Björk Bernburg hafa tekið saman eru gæfuspor því þau hafa sigrað í fleiri en einni keppni hérlendis sem erlendis. Hún er tólf ára síðan í ágúst, hann nýorðinn tólf.
Meira
É g hef sannarlega ástæðu til þess að gleðjast. Nágranni minn, konan sem býr í kjallaranum, er nefnilega að flytja út. Köllum hana bara Emmu. Emma er óþolandi. "Hvernig dettur honum í hug að tala svona illa um nágranna sinn?
Meira
París er orðin heima," segir Ragnar Hjartarson, sem um árabil hefur starfað sem sölu- og markaðsstjóri hjá skartgripafyrirtækjunum Cartier og Boucheron í hjarta borgarinnar.
Meira
30. janúar 2005
| Tímarit Morgunblaðsins
| 502 orð
| 17 myndir
Flugan hefur haft í of miklu að snúast undangengna daga. Listalífið hefur þurft hvíld og dögum ykkar einlægrar hefur verið varið við bústörf og eldavélina.
Meira
30. janúar 2005
| Tímarit Morgunblaðsins
| 160 orð
| 3 myndir
M orgunstund gefur gull í mund segir máltækið og sama finnst eflaust mörgum um morgunkornið, t.d. Kellogg's-kornflexið eins og það er oft kallað í daglegu tali.
Meira
Þeir sem hafa einhvern tíma útbúið svokallaðar Hasselback-kartöflur kannast við hversu erfitt það getur verið að skera í þær án þess að þær detti í sundur.
Meira
30. janúar 2005
| Tímarit Morgunblaðsins
| 1346 orð
| 2 myndir
Þ egar fingur Ray Charles voru ekki á fleygiferð um hvítar nótur og svartar á hljómborðinu sat hann gjarnan yfir hvítum reitum og svörtum og tefldi skák. Blindur maður að tefla skák? Já, einmitt.
Meira
Þ að er engu lagi líkt hvað Norðurlöndin hafa náð sterkri stöðu í alþjóðlegri matargerðarlist. Ár eftir ár eru það norrænir kokkar sem standa á verðlaunapallinum á Bocuse d'Or sem er eins konar heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu.
Meira
30. janúar 2005
| Tímarit Morgunblaðsins
| 4606 orð
| 7 myndir
V ið mælum okkur mót á skrifstofu Concert sem er til húsa í hjarta borgarinnar, nánar tiltekið í Bankastrætinu. Þaðan hefur Einar Bárðarson stýrt starfsemi sinni í hartnær þrjú ár.
Meira
Vín frá norður-ítalska framleiðandanum Tenuta Sant Antonio hafa nýlega bæst í sarp ítalskra vína sem hér eru fáanleg og þetta er svo sannarlega kærkomin viðbót. Vín frá Castagnedi-fjölskyldunni sem heilla mann frá því fyrst er dreypt er á þeim.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.