Greinar fimmtudaginn 4. maí 2006

Fréttir

4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 284 orð

3½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveim barnungum telpum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tæplega þrítugan karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart stjúpdóttur sinni og vinkonu hennar. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Alþjóðaleikar ungmenna haldnir í Reykjavík 2007

ALÞJÓÐALEIKAR ungmenna verða haldnir í Reykjavík sumarið 2007, og er von á um 1.500 erlendum gestum hingað til lands í tengslum við leikana. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 540 orð | 1 mynd

Atvinnuleysinu verði útrýmt

ODDUR Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi og efsti maður á lista fólksins, segir L-listann láta skynsemina ráða þegar kemur að málefnum Akureyrar, ekki það hvort ákvarðanir séu þóknanlegar stjórnmálaöflum annars staðar á landinu, flokksforystu eða... Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Árbæjarsafn út í Viðey?

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is FORMLEGT erindi varðandi mögulegan flutning Árbæjarsafns til Viðeyjar hefur borist Reykjavíkurborg og verður rætt á fundi borgarráðs í dag. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Djass á La Primavera

VEITINGAHÚSIÐ La Primavera í Austurstræti bryddar upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á djass á fimmtudagskvöldum í maí. Gestum veitingahússins er boðið upp á fjögurra rétta máltíð og jass í samstarfi við vínframleiðandann Castello Banfi. Meira
4. maí 2006 | Erlendar fréttir | 251 orð

Einangrun blasir við Serbíustjórn

Brussel, Belgrad. AP, AFP. | Evrópusambandið frestaði í gær viðræðum við Serbíustjórn um nánari tengsl vegna þess, að hún hefur ekki staðið við loforð um að handtaka og framselja Ratko Mladic og nokkra aðra menn, sem sakaðir eru um stríðsglæpi. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

EIRÍKUR HREINN FINNBOGASON

Eiríkur Hreinn Finnbogason, fyrrverandi útgáfustjóri hjá Almenna bókafélaginu og menntaskólakennari, er látinn, 84 ára að aldri. Eiríkur fæddist 13. mars 1922 á Merkigili í Akrahreppi í Skagafirði. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 84 orð

Ekki óstöðugleiki á Íslandi

ÍSLENSKT viðskiptalíf uppfyllir ekki klassísk skilyrði um óstöðugleika og á að geta staðið af sér ágjöf, að mati Roberts Mishkins, prófessors við Columbia-háskóla og Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar, en Viðskiptaráð Íslands... Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 595 orð | 1 mynd

Ekki staðið við gefin loforð

Eftir Andra Karl og Sigurð Pálma Sigurbjörnsson ÁHRIF hvalveiða stjórnvalda í vísindaskyni á hvalaskoðun og rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja eru bersýnilega að koma í ljós segir Guðmundar Gestsson, varaformaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Fékk súlu á línuna

Djúpivogur | Þessi súla sem hér er stödd á bryggjunni í Djúpavogshöfn tók sér far með fiskibátnum Má SU í land. Meira
4. maí 2006 | Erlendar fréttir | 197 orð

Fjölmiðlar njóta meira trausts en stjórnvöld

FJÖLMIÐLAR njóta meira trausts í heiminum en stjórnmálaleiðtogar ef marka má viðhorfskönnun, sem gerð var í tíu löndum. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 58 orð

Framandi menning | Jap ansk/franski sviðslistarhópurinn Pokkowapa verður...

Framandi menning | Jap ansk/franski sviðslistarhópurinn Pokkowapa verður með fjölskylduskemmtun á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði, laugardaginn 13. maí nk. og hefst sýningin kl. 16. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 415 orð

Fundum frestað fram yfir sveitarstjórnarkosningar

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is STEFNT er að því að fundum Alþingis verði frestað í dag fram yfir sveitarstjórnarkosningarnar. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 123 orð

Fyrsti megrunarlausi dagurinn

HALDIÐ verður upp á megrunarlausa daginn (International No Diet Day) hér á landi 6. maí, en það er í fyrsta skipti sem það er gert. Þessi dagur er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum í garð feitra. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 42 orð | 2 myndir

Góð stemmning hjá Iggy Pop

Gríðarleg stemmning myndaðist í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í gær þegar bandaríski tónlistarmaðurinn Iggy Pop kom þar fram á tónleikum. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Grunnskólinn í heimsókn

Mýrdalur | Það kom dálítið skrítinn svipur á Önnu Elísabetu Jónínudóttur þegar hún fékk að gefa kindunum brauð í fjárhúsunum í Kerlingardal. Henni fannst greinilega ein kindin heldur frek. Meira
4. maí 2006 | Innlent - greinar | 991 orð | 1 mynd

Grunnstoðir íslensks efnahags traustar

Í nýrri skýrslu Roberts Mishkins, prófessors við Columbia-háskóla, og Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar, segir að grunnstoðir íslensks efnahags séu traustar. Meira
4. maí 2006 | Erlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Hótar bandalagi um refsiaðgerðir

Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP. Meira
4. maí 2006 | Erlendar fréttir | 351 orð | 2 myndir

Hrapaði í Svartahaf með 113 innanborðs

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is EITT hundrað og þrettán manns týndu lífi þegar armensk farþegaflugvél fórst í Svartahafi, skammt frá landi, í fyrrinótt. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 815 orð | 1 mynd

Hugmyndirnar fá að njóta sín núna

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Grindavík | "Ég missti úr nokkur ár en mér hefur aldrei liðið jafn vel og núna," segir Helgi Einar Harðarson, sem tvisvar hefur gengist undir hjartaígræðslu og fengið nýra að auki. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 58 orð

Karel efstur | Karel Rafnsson verslunarstjóri verður í efsta sæti...

Karel efstur | Karel Rafnsson verslunarstjóri verður í efsta sæti F-listans í Eyjafjarðarsveit í komandi sveitarstjórnarkosningum. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

Kerfislægur vandi segir ráðherra

LÍKLEGA er um kerfislægan vanda að ræða, sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra á Alþingi í fyrradag, er rædd var bið aldraðra sjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH) eftir hjúkrunarrýmum. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Kjörnir fulltrúar hjóluðu í vinnuna

KJÖRNIR fulltrúar sýndu gott fordæmi og hjóluðu í vinnuna í gær. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Kraftur og frískleiki

Yfir eitt þúsund manns sóttu Snæfellsnes heim um helgina í þeim tilgangi að taka þátt í öldungamóti í blaki. Keppt var í íþróttahúsunum á Hellissandi, í Ólafsvík og Grundarfirði. Liðin voru fjölbreytt í útliti og gæðum. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Krakkarnir á Fáskrúðsfirði á svið

Fáskrúðsfjörður | Árshátíð grunnskóla Fáskrúðsfjarðar var haldin í félagsheimilinu Skrúð á dögunum. Húsfyllir var og skemmtu gestir sér konunglega. Allir bekkir lögðu gjörva hönd á stóra sýningu þar sem bæði var leikið, spilað og sungið af innlifun. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 31 orð

LEIÐRÉTT

Nafn féll niður Í formála minningargreina um Pál Gísla Stefánsson á bls. 24 í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. maí féll niður nafn uppeldissystur hans, Báru Sæmundsdóttur. Beðist er velvirðingar á þessum... Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 111 orð

Lífeyrisþegar sniðgengnir

STEFÁN Ólafsson, prófessor, segir hagsmuni lífeyrisþega hafa verið sniðgengna á síðustu árum og beri stjórnvöld stærsta ábyrgð á því. Þetta kom fram á ráðstefnu um skatta og skerðingu sem ýmis samtök stóðu að í gær. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Lækkun um 4,3% á tveimur dögum

ÚRVALSVÍSITALAN hélt áfram að lækka hratt í gær, en undir lok viðskipta fór hún eilítið upp á við. Var vísitalan skráð 5.337,5 stig við lok viðskipta og hafði þá lækkað um 1,76% yfir daginn. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Lögreglumenn heiðruðu Björn

BJÖRN Bjarnason, dómsmálaráðherra, var í gærkvöldi sæmdur gullmerki Landssambands lögreglumanna í lok landsþings sambandsins í Munaðarnesi í Borgarfirði. Er Björn fyrsti einstaklingurinn utan lögreglunnar, sem hlýtur gullmerkið. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 277 orð

Meðalhiti undir meðallagi í Reykjavík

TÍÐARFAR í nýliðnum apríl var nærri meðallagi á landinu, en þótti heldur kalt og rysjótt miðað við fimm næstu aprílmánuði á undan, sem allir voru með hlýjasta móti. Meira
4. maí 2006 | Erlendar fréttir | 242 orð | 2 myndir

Moussaoui í ævilangt fangelsi

Alexandría. AP, AFP. | Dómstóll í Bandaríkjunum dæmdi í gær Zacarias Moussaoui í lífstíðarfangelsi fyrir hans hlut í hryðjuverkunum þar í landi 11. september 2001. Meira
4. maí 2006 | Innlent - greinar | 400 orð

Óhjákvæmilegt að skoða alvarlega

Geir H. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 48 orð

Óperusöngur í Keflavík | Vortónleikar Tónlistarfélags Reykjanesbæjar...

Óperusöngur í Keflavík | Vortónleikar Tónlistarfélags Reykjanesbæjar verða haldnir í Listasafni Reykjanesbæjar næstkomandi laugardag klukkan 16. Fram koma Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og síberíska sópransöngkonan Eteri Gcanzava. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 785 orð | 1 mynd

Ósammála um vísitölubindingu

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Frumvarpið samið í kjölfar úrskurðar kjaradóms Frumvarp um nýtt kjararáð er byggt á niðurstöðum þverpólitískrar nefndar, sem falið var að endurskoða lög um kjaradóm og kjaranefnd. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 487 orð | 1 mynd

"Erum á réttri leið með kvöldfréttirnar"

"Áhorfið yfir daginn er í mjög miklu samræmi við það sem við áttum von á. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

"Hörmum þessa auglýsingu"

"VIÐ hörmum þessa auglýsingu og lítum á hana sem mistök sem við lítum alvarlegum augum," segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri um auglýsingu í nafni Ferðamálaráðs um jeppaferðir á Íslandi sem birtist nýverið í blaðinu Kaupmannahafnarpóstinum. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

"Rólegur yfir öllu saman"

EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það sé alls ekki víst að hann sé á förum frá Englandsmeisturum Chelsea. "Ég er ósköp rólegur yfir þessu öllu saman. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

Rólegt yfir Hlíðarvatni

Frekar dauft var yfir veiðinni í Hlíðarvatni í Selvogi í vikunni. Veiðimenn settu í einhverjar bleikjur að morgni 1. maí en svo tók fyrir tökuna. Þrír félagar fengu eina hver þá um kvöldið, sú stærsta var þrjú pund og tók Peacock við Mosatanga. Meira
4. maí 2006 | Erlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Sakaður um fjöldamorð

RATKO Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, er hetja í augum margra Serba þótt hann sé sakaður um mestu fjöldamorð í Evrópu frá stríðslokum. Er hann sakaður um morð á um 8. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 262 orð | 2 myndir

Samræmd próf í 10. bekk

HÁTT á fimmta þúsund ungmenna í 10. bekkjum grunnskóla landsins þreytti fyrsta samræmda prófið í gær. Fyrsta prófið var íslenska, og verður prófunum fram haldið, einu á dag, fram á miðvikudag í næstu viku, en þau eru sex talsins. Meira
4. maí 2006 | Erlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Seldist fyrir þrjá milljarða

MÁLVERK eftir myndlistarmanninn Vincent Van Gogh seldist á uppboði í New York í fyrrakvöld á 40 milljónir og 336 þúsund dollara, um þrjá milljarða króna, sem er fjórða hæsta verð sem fengist hefur fyrir málverk eftir meistarann á uppboði. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 434 orð | 1 mynd

Sérbýlishúsabyggð þar sem safnið stendur nú

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is FORMLEGT erindi varðandi mögulegan flutning Árbæjarsafns til Viðeyjar hefur borist Reykjavíkurborg og verður rætt á fundi borgarráðs í dag. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 1199 orð | 2 myndir

Skattar og skerðingar eyðileggja ávinninginn af lífeyrisgreiðslum

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Hagsmunir lífeyrisþega hafa verið sniðgengnir á síðustu árum, að mörgu leyti gróflega og bera stjórnvöld stærsta ábyrgð á þeirri þróun. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 389 orð

Skerðingarmörk vaxtabóta verði hækkuð

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ATLI Gíslason, varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hyggst í dag leggja fram tillögu á Alþingi þess efnis að skerðingarmörk vaxtabóta vegna álagningar fyrir árið 2006 verði hækkuð um tæp 40%. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Skila bakskautaverksmiðju í maí

Reyðarfjörður | Í þessum mánuði ætlar verktakafyrirtækið Bechtel að skila bakskautaverksmiðju tilbúinni til Alcoa Fjarðaáls og er hún fyrsta húsið í álverksmiðjunni á Reyðarfirði sem tekið verður í notkun. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Soffía | Sýningu Soffíu Sæmundsdóttur á nýjum verkum í efri sal og á...

Soffía | Sýningu Soffíu Sæmundsdóttur á nýjum verkum í efri sal og á svölum í Ketilhúsinu lýkur á sunnudaginn, 7. apríl. Þetta er fyrsta sýning Soffíu norðan heiða og sýnir hún olíumálverk á tré, striga og pappír unnin á undanförnum þremur árum. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

STEFÁN KARLSSON

Stefán Karlsson, handritafræðingur, er látinn. Hann lést í Kaupmannahöfn, 77 ára að aldri. Stefán fæddist 2. desember 1928 að Belgsá í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 95 orð

Stöðvaður átta sinnum á einu ári

LÖGREGLAN á Blönduósi stöðvaði á þriðjudag ökumann á sextugsaldri vegna hraðaksturs. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Tekur yfir verkefni varnarliðsins á flugvellinum

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Í FRUMVARPI sem utanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi er gert ráð fyrir því að Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar taki yfir þau flugtengdu verkefni sem hingað til hafa verið á hendi Bandaríkjahers, s.s. Meira
4. maí 2006 | Erlendar fréttir | 315 orð

Tók morðingja föður síns af lífi

Mogadishu. AFP. | Sómali á táningsaldri tók á þriðjudag af lífi mann sem hafði verið dæmdur af íslömskum rétti fyrir að myrða föður hans. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 31 orð

Tónleikar | Hljómsveitin Hvanndalsbræður heldur tónleika í kvöld á Græna...

Tónleikar | Hljómsveitin Hvanndalsbræður heldur tónleika í kvöld á Græna hattinum í tilefni nýs disks sem sveitin var að gefa út. Sá heitir Hvanndalsbræður ríða feitum hesti. Tónleikarnir hefjast kl.... Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Tryggir aðgang allra að þjóðgarðinum

Þingeyjarsýsla | Stjórn markaðsráðs Þingeyinga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harmaðar eru þær athugasemdir sem Landvernd hefur gert og birtust í fjölmiðlum í síðustu viku um fyrirhugaðan Dettifossveg. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Sigrún Björk Jakobsdóttir, sem skipar 2. sætið á lista sjálfstæðismanna við bæjarstjórnarkosningarnar, hefur reynt að kveða niður þann draug síðustu vikur að hún og eiginmaðurinn Jón Björnsson séu að flytja til útlanda. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 81 orð

Úrslit í vísnakeppni

Úrslit voru tilkynnt á dögunum í árlegri vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga. Sigurvegari keppninnar um besta botninn varð Hreinn Guðvarðarson á Sauðárkróki: Fellur gengi, falla bréf fúna strengir ljóða. Allt of lengi eytt ég hef illa fengnum gróða. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Verðlaunuðu tillögu um tónlistarhús

Skipulagsfræðingafélag Íslands afhenti í gær Skipulagsverðlaunin 2006 við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira
4. maí 2006 | Erlendar fréttir | 151 orð

Vill útiloka farsímana

París. AP. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 322 orð

Vopnaleit við komuna til Kastrup

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl. Meira
4. maí 2006 | Erlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Yfir 50 manns féllu í Írak

Bagdad. AFP. | Á sjötta tug manna féllu víðsvegar um Írak í árásum skæruliða og vígamanna í gær. Má segja að setning íraska þingsins, sem kom saman í fyrsta sinn í gær frá kosningunum 15. desember, hafi fallið í skuggann af átökunum. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 34 orð

Þorvaldur | Sýningunni Íslandsmyndir lýkur á Café Karólínu á morgun...

Þorvaldur | Sýningunni Íslandsmyndir lýkur á Café Karólínu á morgun, föstudag. Meira
4. maí 2006 | Erlendar fréttir | 251 orð

Þrír fundnir sekir um rán á verkum Munchs

Ósló. AP. | Þrír menn voru á þriðjudag fundnir sekir um það fyrir rétti í Osló í Noregi að hafa rænt málverkunum Ópið og Madonna eftir Edvard Munch. Alls voru sex manns ákærðir fyrir aðild að ráninu en þrír voru sýknaðir í gær, þ.á m. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 328 orð

Þurfa að taka sér tak í umhverfismálum

Grindavík | Verndun umhverfisins á Suðurnesjum er mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna. Kom það fram á ferðamálaráðstefnu Ferðamálasamtaka Suðurnesja og Samtaka sveitarfélaga sem haldin var í Eldborg í Svartsengi. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 87 orð

Þúsund umsóknir bárust Alcoa

ALCOA-Fjarðaál hefur nú auglýst hátt í eitt hundrað störf til umsóknar og hafa um þúsund umsóknir borist, en um margvísleg störf er að ræða. Meira
4. maí 2006 | Innlendar fréttir | 267 orð

Æfðu viðbrögð við slysi í skemmtiferðaskipi

SVOKÖLLUÐ skrifborðsæfing stendur nú yfir í samhæfingarstöð Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, en á slíkum æfingum eru viðbrögð þeirra sem stjórna björgunar- og neyðaraðgerðum æfð. Meira

Ritstjórnargreinar

4. maí 2006 | Staksteinar | 206 orð | 1 mynd

Af hverju er kosningabaráttan svona róleg?

Elztu menn muna ekki svona rólega kosningabaráttu vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík eða sveitarstjórnarkosninga almennt. Hvers vegna er kosningabaráttan svona róleg? Er það vegna þess, að forystumenn framboðslistanna séu svona gæfir? Meira
4. maí 2006 | Leiðarar | 356 orð

Lýðræðið á klafa sérhagsmuna

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, skrifar umhugsunarverða grein hér í Morgunblaðið í gær í minningu John Kenneth Galbraith. Meira
4. maí 2006 | Leiðarar | 273 orð

Sex milljónir barna

Nær sex milljónir barna deyja ár hvert úr vannæringu að því er fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í gær. Fyrirsjáanlegt er að markmið Sameinuðu þjóðanna um að minnka hungrið í heiminum um helming árið 2015 næst ekki. Meira

Menning

4. maí 2006 | Myndlist | 65 orð | 1 mynd

Bókmenntir verða myndlist

Adam Bateman opnar í dag sýningu í galleríinu Boreas, en hún er unnin í samstarfi við Borgarbókasafnið. Þetta er fyrsta einkasýning Batemans á Íslandi, en hann ætlar að byggja skúlptúr er gefur bókum sem aðrir hafa hent nýtt líf. Meira
4. maí 2006 | Tónlist | 243 orð

Draumaland Hilmars Jenssonar

Hilmar Jensson; einleiksgítar. Föstudagskvöldið 21. apríl. Meira
4. maí 2006 | Leiklist | 480 orð

Einlægur fíflagangur

Leikstjóri: Víkingur Kristjánsson. Aðstoðarleikstjóri: Ólöf Ingólfsdóttir. Búningaráðgjöf: Kristín Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Guðrúnardóttir. Lýsing: Friðþjófur Þorsteinsson, Hörður Ellert Ólafsson og Pétur Blöndal Magnason. Leikur á selló: Hilmir Jensson. Frumsýning í Loftkastalanum 5. apríl 2006 Meira
4. maí 2006 | Tónlist | 242 orð | 1 mynd

Einn glæsilegasti sellókonsert allra tíma

SELLÓKONSERT Dvoráks verður fluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Meira
4. maí 2006 | Tónlist | 290 orð | 1 mynd

Engin lognmolla

HLJÓMSVEITIN Sign heldur þrenna tónleika í næstu viku á Akureyri, Ísafirði, Hellu og í Reykjavík en fljótlega eftir þá ferð er stefnan tekin á Bretlandseyjar þar sem sveitin kemur fram á Great Escape-tónlistarhátíðinni. Meira
4. maí 2006 | Tónlist | 73 orð | 1 mynd

Ég lifi í draumi!

TÓNLEIKAR þeirra Garðars Thórs Cortes og Katherine Jenkins voru gríðarlega vel sóttir í Laugadalshöllinni um síðustu helgi. Þar sungu þau ásamt fjörutíu manna hljómsveit undir stjórn Garðars Cortes og er óhætt að segja að tónleikarnir hafi tekist vel. Meira
4. maí 2006 | Tónlist | 85 orð | 1 mynd

Fastagestur!

NÝJASTA safnplatan í Pottþétt-röðinni vinsælu situr í fyrsta sæti Tónlistans þessa vikuna. Á plötunum er að finna flest af vinsælustu lögum dagsins í dag ásamt vinsælustu íslensku lögunum þessa dagana. Meira
4. maí 2006 | Menningarlíf | 905 orð | 4 myndir

Fjölskrúðugt menningarlíf í bænum

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is KÓPAVOGSDAGAR hefjast í dag og standa til 11. maí. Það er Kópavogsbær í samvinnu við lista- og menningarstofnanir í Kópavogi ásamt fleirum sem standa fyrir dögunum. Meira
4. maí 2006 | Fólk í fréttum | 80 orð

Fólk

Stuðboltinn Keith Richards , gítarleikari rokkhljómsveitarinnar Rolling Stones, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Auckhald á Nýja-Sjálandi, en Richards var fluttur þangað með flugvél eftir að hann datt niður úr pálmatré á Fijieyjum í síðustu viku... Meira
4. maí 2006 | Tónlist | 91 orð

Fólk

Klúbbakvöld Breakbeat.is hafa notið mikilla vinsælda undanfarin misseri og óhætt er að segja að kvöldin séu ein þau langlífustu sem haldin eru í Reykjavík. Meira
4. maí 2006 | Fólk í fréttum | 207 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez hefur kvartað enn einu sinni undan því að hún sé misskilin. "Fólk heldur að ég sé svo metnaðargjörn, en ég er bara skapandi persóna," segir hún. Meira
4. maí 2006 | Kvikmyndir | 108 orð

Fólk folk@mbl.is

Myndin Den Brysomme Mannen ( Uppáþrengjandi gaurinn ) eftir norska leikstjórann Jens Lien hefur verið valin til þátttöku á Critic's Week í Cannes. Meira
4. maí 2006 | Tónlist | 227 orð | 1 mynd

Geggjað kalýpsó

Bogomil Font söngur, kongur og slagverk, Kjartan Hákonarson trompet, Davíð Þór Jónsson hljómborð, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Helgi Svavar Helgason trommur. Föstudagskvöldið 28.4. Meira
4. maí 2006 | Tónlist | 78 orð | 1 mynd

Hringnum lokað!

FJÓRÐA plata hinnar sívinsælu rokkhljómsveitar Jet Black Joe, situr þessa vikuna í fjórða sæti. Meira
4. maí 2006 | Fjölmiðlar | 110 orð | 1 mynd

Illugi mætir Jónasi

FJÖLMIÐLAMAÐURINN Illugi Jökulsson mætir Jónasi Erni Helgasyni verkfræðinema í fyrri undanúrslitaviðureigninni í Meistaranum í kvöld. Illugi er 45 ára fjölmiðlamaður með landspróf frá Hagaskóla frá árinu 1975. Meira
4. maí 2006 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

James Sewell kominn til landsins

BANDARÍSKI dansflokkurinn James Sewell Ballet er kominn hingað til lands, en flokkurinn verður með tvær sýningar í Austurbæ um helgina. Meira
4. maí 2006 | Myndlist | 46 orð | 1 mynd

Leirlist á laugardaginn

Ármúli | Næstkomandi laugardag mun Guðrún Halldórsdóttir leirlistamaður opna vinnustofu og sýningarsal í Ármúla 1. Guðrún sneri aftur heim frá Bandaríkjunum, þar sem hún stundaði nám og starfaði frá árinu 1990, síðastliðið haust. Meira
4. maí 2006 | Tónlist | 70 orð | 1 mynd

Leyniplata!

HLJÓMPLATAN All the Roadrunning er afrakstur samvinnu Mark Knopfler og Emmylou Harris sem undanfarin sjö ár hafa stolist inn í hljóðver til að taka upp tónlist saman. Meira
4. maí 2006 | Bókmenntir | 194 orð

Nýjar bækur

JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér bókina Íslands óbeisluð öfl eftir svissneska ljósmyndarann Max Schmid. Bókin kemur út á fjórum tungumálum: Íslensku, ensku, þýsku og frönsku. Meira
4. maí 2006 | Tónlist | 347 orð | 1 mynd

Spilar hljómsveitin þín á hátíðinni?

AÐSTANDENDUR tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, eru byrjaðir að taka við umsóknum frá innlendum hljómsveitum og listamönnum sem vilja koma fram á hátíðinni í ár. Hátíðin verður haldin í miðborg Reykjavíkur í áttunda sinn dagana 18. til 22. október. Meira
4. maí 2006 | Fólk í fréttum | 742 orð | 2 myndir

Stafræn bylting í bíómálum

Spennan lá í loftinu í Kringlubíói fimmtudagskvöldið 27. apríl sl. Ástæðan var tímamótaviðburður í kvikmyndasögu landsmanna, sem sannarlega hefur einkennst af framsýni og talsverðum stórhug hvað tækni- og umhverfismál snertir. Meira
4. maí 2006 | Kvikmyndir | 185 orð | 1 mynd

Stelpur í vandræðum

RANNSÓKNASTOFA í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands býður í dag til sýningar á heimildarmyndinni Girl Trouble sem gerð er af bandarísku kvikmyndagerðarkonunum Lexi Leban og Lidia Szajko. Meira
4. maí 2006 | Tónlist | 291 orð | 1 mynd

Söngur í hæsta gæðaflokki

SÖNGSKÓLINN í Reykjavík hefur, frá því hann var stofnaður árið 1973, fylgt alþjóðlegu fyrirkomulagi tónlistarprófa á vegum The Associated Board of the Royal Schools of Music (ABRSM). Meira
4. maí 2006 | Tónlist | 124 orð | 2 myndir

Úr strákunum í stelpurnar

ÍSLENSKA stúlknasveitin Nylon er eins og fram hefur komið á tónleikaferð um Bretlandseyjar með írska strákabandinu Westlife. Sú ferð hefur gengið vonum framar og þann 27. Meira
4. maí 2006 | Fjölmiðlar | 237 orð | 1 mynd

Væl og vorkunn

Þátturinn Tískuþrautir (Project Runway) hefur verið sýndur í Sjónvarpinu undanfarnar vikur. Ég hef aðeins fylgst með þessum þáttum og þótti í byrjun gaman af. Meira

Umræðan

4. maí 2006 | Aðsent efni | 391 orð

Er vitlaust gefið?

ÞAÐ er dapurlegt að sjá og heyra í fréttum aftur og aftur að meðferðarheimili eins og Vogur á vegum SÁÁ eigi stöðugt við fjárhagsvandræði að etja. Starfsemi, sem endurhæfir áfengissjúklinga, eiturlyfjaneytendur og spilafíkla er í stöðugu fjársvelti. Meira
4. maí 2006 | Aðsent efni | 414 orð | 1 mynd

Eymd vímuefnaneytenda á erindi við almenning

Þór Jónsson svarar grein Bjarna Össurarsonar varðandi umfjöllun Kompáss um vímuefnavanda: "Mestu skiptir aftur á móti að almenningur fái að kynnast lífi og kjörum þessa fólks, sem ánetjast hefur fíkniefnum og lyfjum, því að vandinn er mikill og kostar samfélagið stórfé og fyrirhöfn." Meira
4. maí 2006 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Fagmenn eða seiðmenn

Sigurður Ragnar Guðmundsson fjallar um áfengisráðgjafa: "Kvöldvökur eru því ekki síður mikilvægar og nauðsynlegar til að brjóta ísinn og kynnast þeim sem eru að vinna að sömu málum." Meira
4. maí 2006 | Kosningar | 472 orð | 1 mynd

Hver sendir konur heim?

ÞAÐ verður æ dapurlegra að fylgjast með kosningabaráttu Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í stað þess að fjalla um brýnustu málefni borgarinnar og borgarbúa ráðast þeir Stefán Jón og Dagur á frambjóðendur sjálfstæðismanna.. Meira
4. maí 2006 | Aðsent efni | 308 orð | 1 mynd

Nám í náttúru- og umhverfisfræðum

Ólafur Arnalds skrifar um nám í náttúrufræði: "Með þessari braut er komið til móts við óskir nemenda sem hafa almennan áhuga á náttúru landsins, nýtingu hennar og umhverfisvernd." Meira
4. maí 2006 | Aðsent efni | 612 orð | 1 mynd

Óskhyggja og þekkingarleysi ritstjórnar Morgunblaðsins

Guðmundur Gunnarsson svarar leiðara Morgunblaðsins um verkalýðshreyfinguna: "Langumfangsmesti hluti starfsemi verkalýðsfélaganna snýst um dagleg samskipti við fyrirtæki og launamenn, þannig hefur það ætíð verið, ekki um gerð kjarasamninga." Meira
4. maí 2006 | Aðsent efni | 666 orð | 1 mynd

Stuðningur við öryrkja

Eftir Lilju Guðmundsdóttur: "Hvar eigum við að fá upplýsingar um réttindi okkar? Hver á að leiða okkur á fund þeirra sem geta upplýst okkur um þennan rétt? Ég get talað af reynslu þegar ég segi að leiðin að þessum réttindum er vægast sagt torfarin." Meira
4. maí 2006 | Bréf til blaðsins | 278 orð

Veðurguðir og nagladekk

Frá Þórhalli Hróðmarssyni: "ÞÓTT sumir reglugerðasmiðir haldi að þeir séu veðurguðir, hefur annað ítrekað komið í ljós. Þeir ráða sem sagt ekki íslensku veðurfari." Meira
4. maí 2006 | Velvakandi | 328 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Vargurinn á Tjörninni ÞAÐ er orðið hálfsorglegt að koma og gefa öndunum á Tjörninni brauð núorðið. Svo margir eru vargfuglarnir, mávarnir, orðnir að þeir ráðast á endurnar og bíta til að reyna að ná af þeim ætinu. Það er hræðilegt að horfa upp á þetta. Meira
4. maí 2006 | Aðsent efni | 489 orð | 1 mynd

Þykjustuslagur við Halldór

Hjörtur Hjartarson skrifar um eftirlaunalög: "Andstaðan byggðist á forréttindahyggjunni sem grasseraði í frumvarpinu." Meira

Minningargreinar

4. maí 2006 | Minningargreinar | 2980 orð | 1 mynd

BJÖRN SIGMARSSON

Björn Sigmarsson fæddist í Krossavík í Vopnafirði 22. nóvember 1919. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi 25. apríl síðastliðinn, af völdum slyss. Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2006 | Minningargreinar | 989 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR

Jóhanna Guðbjörg Jóhannsdóttir fæddist á Gíslabala í Árneshreppi á Ströndum 6. október 1933. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut, Reykjavík 22. apríl síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2006 | Minningargreinar | 4241 orð | 1 mynd

SIGURBJÖRG PETRA HÓLMGRÍMSDÓTTIR

Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir fæddist í Ormarslóni í Þistilfirði 2. maí 1936. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Svanhvít Pétursdóttir, f. 21. desember 1911, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2006 | Minningargreinar | 1004 orð | 1 mynd

SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ HALLDÓRSSON

Sigurður Breiðfjörð Halldórsson fæddist á Mábergi á Rauðasandi í Vestur-Barðastrandarsýslu 13. maí 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á páskadag, 16. apríl síðastliðinn, og var útför hans gerð frá Innri-Njarðvíkurkirkju 29. apríl. Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2006 | Minningargreinar | 3039 orð | 1 mynd

SKÚLI GÍSLASON

Skúli Gíslason fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1940. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 21. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einarbjörg Böðvarsdóttir, f. 23.10. 1903, d. 12.7. 1985, og Gísli Jónsson, f. 4.9. 1878, d. 9.11. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

4. maí 2006 | Sjávarútvegur | 332 orð

Fiskuðu fyrir tæpar 6 milljónir á sólarhring

Páll Þórir Rúnarsson og áhöfn hans á frystitogaranum Málmey SK gerðu það heldur betur gott í túr, sem lauk í gær. Þeir komu þá inn með um 440 tonn af afurðum, mest ufsa, sem svarar til tæplega 900 tonna upp úr sjó. Meira
4. maí 2006 | Sjávarútvegur | 199 orð | 1 mynd

Þrefalda vinnslugetu á Vopnafirði

HB Grandi er nú að þrefalda vinnslugetu sína í loðnufrystingu á Vopnafirði með uppsetningu nýrrar vinnslulínu. Fara afköstin úr 150 til 170 tonnum í 450 til 500 tonna frystigetu á sólarhring. Meira

Daglegt líf

4. maí 2006 | Daglegt líf | 606 orð | 1 mynd

Amma bjó til smyrsl úr vallhumli

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Urtasmiðjan er fjölskyldufyrirtæki á Svalbarðsströnd, sem var stofnað 1992. Meira
4. maí 2006 | Daglegt líf | 432 orð | 1 mynd

Borðar allt nema lifur, gellur og hnetur

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl. Meira
4. maí 2006 | Daglegt líf | 125 orð

B-vítamínið veitir ekki vörn gegn hjartaáfalli

B-vítamín veitir ekki vörn gegn hjartaáfalli, að því er þrjár nýlegar rannsóknir benda til og greint er frá í Svenska Dagbladet. Meira
4. maí 2006 | Daglegt líf | 146 orð

Ekki tala í farsíma undir stýri

Það er enn hættulegra að tala í farsíma undir stýri en áður var talið. Á fréttavef Aftenposten er greint frá stóraukinni slysatíðni vegna þessa í Bandaríkjunum. Meira
4. maí 2006 | Neytendur | 479 orð

Hunangsgrís og lúðuhausar

Krónan Gildir 04. maí-07. maí verð nú verð áður mælie. verð Krónu krydduð lambasteik 1.119 1.598 1.119 kr. kg Krónu kjúklingur, blandaðir bitar 299 399 299 kr. kg Krónu þurrkr. gríshnakkasneiðar 1.154 1.649 1.154 kr. kg Krónu þurrkr. svínakótilettur 1. Meira
4. maí 2006 | Neytendur | 133 orð | 3 myndir

* NÝTT

Fituminna álegg Sláturfélag Suðurlands hefur sett á markað tvær nýjar fituminni áleggstegundir, spægipylsu með 65% minni fitu og pepperoni með 55% minni fitu. Meira
4. maí 2006 | Daglegt líf | 269 orð | 1 mynd

Pítsur frá A til Ö

Lesandi hafði samband og falaðist eftir súpuuppskrift frá Reykjavík pizza company en þangað hafði hann lagt leið sína nýverið. "Við opnuðum staðinn um áramótin og bjóðum m.a. Meira
4. maí 2006 | Daglegt líf | 230 orð | 1 mynd

Yfirnáttúrulegt eða svefntruflanir?

Sumir hafa upplifað ýmislegt sem talið hefur verið að komist nálægt því að deyja og lifna við aftur. Þ.e. að fara út úr líkamanum, sjá mikið ljós eða upplifa mikinn innri frið. Á vefnum forskning. Meira

Fastir þættir

4. maí 2006 | Árnað heilla | 14 orð | 1 mynd

40 ÁRA afmæli. Í dag, 4. maí, er fertugur Guðmundur G. Gunnarsson...

40 ÁRA afmæli. Í dag, 4. maí, er fertugur Guðmundur G. Gunnarsson, forstjóri... Meira
4. maí 2006 | Árnað heilla | 22 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli . Í dag, 4. maí, er sextugur Sigurjón Haffjörð...

60 ÁRA afmæli . Í dag, 4. maí, er sextugur Sigurjón Haffjörð, Snorrabraut 52, Reykjavík . Hann er að heiman í... Meira
4. maí 2006 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli. Í dag, 4. maí, er sjötug frú Gerður Sigurbjörg...

70 ÁRA afmæli. Í dag, 4. maí, er sjötug frú Gerður Sigurbjörg Þorsteinsdóttir frá Hálsi í Svarfaðardal, nú til heimilis í Lækjasmára 2 í Kópavogi. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á heimili sonar síns á Suðurvangi 7 í Hafnarfirði laugardaginn 6. Meira
4. maí 2006 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli. Margrét Sturlaugsdóttir frá Snæfelli, Stokkseyri verður...

70 ÁRA afmæli. Margrét Sturlaugsdóttir frá Snæfelli, Stokkseyri verður sjötug 7. maí nk. Af því tilefni býður hún vinum og vandamönnum í kaffi í Hólmaröstinni á Stokkseyri laugardaginn 6. maí frá kl.... Meira
4. maí 2006 | Árnað heilla | 42 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli. Í dag, 4. maí, er 75 ára Guðríður Jónsdóttir...

75 ÁRA afmæli. Í dag, 4. maí, er 75 ára Guðríður Jónsdóttir, Kolbeinsgötu 52, Vopnafirði. Af því tilefni mun hún taka á móti gestum á heimili sínu frá kl. 16. Vinir og vandamenn eru velkomnir til þess að gleðjast á þessum... Meira
4. maí 2006 | Í dag | 409 orð | 1 mynd

Bílamyndir og fjallaljóð

Hrafn Andrés Harðarson fæddist 1948 í Kópavogi. Hann lauk námi í bókasafnsfræði frá University of North London árið 1972, starfaði sem bókavörður á Borgarbókasafni um árabil en hefur verið forstöðumaður Bókasafns Kópavogs frá 1977. Hann er kvæntur og á eitt barn á lífi, Hörn Hrafnsdóttur. Meira
4. maí 2006 | Fastir þættir | 116 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Íslandsmótið. Norður &spade;ÁD93 &heart;DG ⋄K653 &klubs;1095 Suður &spade;KG1087 &heart;Á ⋄ÁG742 &klubs;ÁD Suður verður sagnhafi í sex spöðum og fær út hjartatíu. Hvernig er áætlunin? (Trompið liggur 3-1.) Þetta er stílhreint tæknispil. Meira
4. maí 2006 | Í dag | 27 orð

Orð dagsins: "Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því...

Orð dagsins: "Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta." (Lúk. 13, 24. Meira
4. maí 2006 | Fastir þættir | 234 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 d6 2. Rf3 Rf6 3. c4 g6 4. Rc3 Bf5 5. Rg5 Bg7 6. e4 Bg4 7. Be2 Bxe2 8. Dxe2 Rfd7 9. Be3 Rc6 10. Hd1 e5 11. Rf3 exd4 12. Rxd4 0-0 13. 0-0 He8 14. Rxc6 bxc6 15. c5 De7 16. cxd6 cxd6 17. Dd2 Re5 18. Dxd6 Rc4 19. Dxc6 Hac8 20. Dd7 Rxb2 21. Dxe7 Hxe7... Meira
4. maí 2006 | Viðhorf | 820 orð | 1 mynd

Skipta þarf út - í bili

Og ótalmörg dæmi um að margir liðsmenn R-listaflokkanna eru miklu kuldalegri við smælingja en nokkur íhaldskurfur við stjórnvölinn myndi voga sér. Meira
4. maí 2006 | Fastir þættir | 814 orð | 3 myndir

Spennan í algleymingi

Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Mikil spenna ríkir fyrir síðasta mót meistaradeildar VÍS í hestaíþróttum sem fer fram í kvöld á Selfossi. Einungis eitt stig skilur tvo efstu menn að, Þorvald Árna Þorvaldsson og Sigurð Sigurðarson. Meira
4. maí 2006 | Í dag | 75 orð

Sumardvöl eldri borgara á Löngumýri

ELLIMÁLARÁÐ Reykjavíkurprófastsdæma og Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar efna til sumardvalar fyrir eldri borgara á Löngumýri í sumar. Boðið er upp á fimm daga dvöl frá mánudegi til föstudags. Um er að ræða tvo hópa í júní og einn í júlí. Meira
4. maí 2006 | Fastir þættir | 304 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Og svo er fylgst náið með okkur," sagði fegurðardrottning sveitarfélags nokkurs í blaðaviðtali fyrir skemmstu, en stúlkan er þátttakandi í Ungfrú Ísland 2006. Víkverji fussaði við þessari lýsingu stúlkunnar. Meira

Íþróttir

4. maí 2006 | Íþróttir | 95 orð | 1 mynd

Barcelona meistari

BARCELONA tryggði sér í gærkvöld spænska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð og í átjánda skiptið samtals. Barcelona sótti Celta Vigo heim en stuðningsmenn liðsins byrjuðu að fagna meistaratitlinum strax í hálfleik. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

* BRANN komst í gærkvöld á topp norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu...

* BRANN komst í gærkvöld á topp norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með því að sigra Molde á útivelli, 2:0. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason léku saman sem miðverðir hjá Brann og spiluðu báðir allan leikinn. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 132 orð

Einar skoraði mest

EINAR Hólmgeirsson var markahæsti leikmaður Grosswallstadt í gærkvöld þegar liðið sótti topplið Kiel heim í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 212 orð

FH-ingurinn Jónas Grani gengur til liðs við Framara

JÓNAS Grani Garðarsson knattspyrnumaður, sem leikið hefur með FH-ingum frá árinu 1998, er genginn til liðs við 1. deildar lið Fram. Félögin komust að samkomulagi um kaupverð í gær en Jónas var samningsbundinn FH út tímabilið. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

FH vann deildabikarinn

ÍSLANDSMEISTARAR FH báru sigur úr býtum í deildabikarkeppni KSÍ í gærkvöld með því að bera sigurorð af Keflvíkingum, 3:2, í úrslitaleik á gervigrasvelli Stjörnumanna í Garðabæ. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 567 orð | 1 mynd

Fylkir lagði meistarana

FYLKIR lagði nýbakaða Íslandsmeistara Fram 32:35 í Framheimilinu í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarkeppni karla í handknattleik. Á sama tíma vann Valur lið Hauka 24:28 að Ásvöllum þannig að liðin sem léku á útivelli í gærkvöldi standa vel að vígi fyrir síðari leikina annað kvöld. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 211 orð

Garcia ristarbrotinn

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is JALIESKY Garcia, landsliðsmaður í handknattleik, ristarbrotnaði í leik með Göppingen gegn Kronau/Östringen í þýsku 1. deildinni í fyrrakvöld. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 108 orð

Hammarby á toppnum

ÍSLENDINGALIÐIÐ Hammarby tók í gærkvöld forystuna í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að sigra AIK, 2:0, í nágrannaslag í Stokkhólmi. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 816 orð

HANDKNATTLEIKUR Fram - Fylkir 32:35 Framheimilið, DHL-deildabikarkeppni...

HANDKNATTLEIKUR Fram - Fylkir 32:35 Framheimilið, DHL-deildabikarkeppni karla, undanúrslit, fyrsti leikur, miðvikudagur 3. maí 2006. Gangur leiksins: 1. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 31 orð

Í kvöld

HANDKNATTLEIKUR DHL-deildabikarkeppni kvenna, úrslit, seinni leikur: Laugardalshöll: Valur - ÍBV 19.30 *Valur er yfir 1:0 og verður sigurvegari með sigri. KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla, B-deild, úrslitaleikur: Egilshöll: Leiknir R. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 132 orð

KR fær enskan miðjumann

EMMA Wright, ensk knattspyrnukona, leikur með KR-ingum í sumar og er væntanleg í lok mánaðarins. Wright er 26 ára gömul, frá Bolton, en hefur verið í Bandaríkjunum undanfarin ár og leikið þar í háskólaknattspyrnunni. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 655 orð | 1 mynd

Leikmenn Phoenix stöðvuðu LA Lakers

FRANSKI leikmaðurinn Boris Diaw fór á kostum í liði Phoenix Suns í 114:97 sigri liðsins gegn Los Angeles Lakers í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 337 orð

Logi er á förum frá Bayreuth

"ÉG býst ekki við að verða áfram í herbúðum Bayreuth hér í 2. deildinni í Þýskalandi næsta vetur. Það er margt annað sem heillar mig meira. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 90 orð

Meiðsli Rooney hafa áhrif

ÞJÓÐVERJAR hafa skotist upp í annað sætið hjá veðbönkum í London, sem líklegir sigurvegarar á heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi - eftir að Wayne Rooney ristarbrotnaði og óvíst er hvort hann geti leikið á HM. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 250 orð

"Alls ekki víst að ég fari frá Chelsea"

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,ÉG er ósköp rólegur yfir þessu öllu saman. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 552 orð | 1 mynd

*RÚNAR Kárason, hinn 17 ára efnilegi vinstrihandarleikmaður í...

*RÚNAR Kárason, hinn 17 ára efnilegi vinstrihandarleikmaður í handknattleik hjá Fram, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 272 orð

Varnarmúr Andorra hélt

ÍSLAND varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Andorra, þrátt fyrir umtalsverða yfirburði, þegar þjóðirnar mættust í gær í fyrri leik sínum í forkeppni Evrópumóts 21 árs landsliða í knattspyrnu en leikið var í Andorra la Vella, höfuðstað... Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 232 orð

Wenger vill lögsækja Smith fyrir brotið á Diaby

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri enska knattspyrnuliðsins Arsenal, segir að þar á bæ íhugi menn að sækja mál gegn varnarmanni Sunderland, Dan Smith, sem braut á Abou Diaby í leik liðana þann 1. Meira
4. maí 2006 | Íþróttir | 409 orð | 1 mynd

Örugglega mitt besta tímabil

JÓHANNES Karl Guðjónsson er óumdeildur leikmaður ársins hjá enska 1. deildar liðinu Leicester City. Meira

Viðskiptablað

4. maí 2006 | Viðskiptablað | 97 orð | 1 mynd

Andri Áss framkvæmdastjóri hjá Icelandair

ANDRI Áss Grétarsson, sem er skákáhugamönnum að góðu kunnur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarstýringarsviðs Icelandair. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 170 orð | 1 mynd

Apple semur við útgefendur tónlistar

APPLE-fyrirtækið hefur samið við fjóra af stærstu hljómplötuútgefendum í heimi um fast verð á tónlist á netinu. Fyrirtækin fjögur sem um ræðir eru Universal, Warner Music, EMI og Sony BMG. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 464 orð | 1 mynd

Bankarnir hagnast sem aldrei fyrr

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ALLAR samanburðartölur úr rekstri stóru bankanna fjögurra fyrir fyrsta fjórðung þessa árs sýna umtalsvert betri afkomu þeirra en á sama tímabili í fyrra. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 97 orð

Century Aluminum tapar 10 milljörðum

TAP varð á rekstri Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls á Grundartanga, á fyrsta fjórðungi þessa árs upp á rúmar 140 milljónir bandaríkjadala (tæpa 10,5 milljarða króna á gengi gærdagsins), en á sama tímabili í fyrra nam hagnaður þess tæpum 12... Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 55 orð

Dagsbrún með 86,8% í Wyndeham

DÓTTURFÉLAG Dagsbrúnar í Bretlandi, Daybreak Acquisitions er komið með 86,77% af útgefnu hlutafé í prentfyrirtækinu Wyndeham Press Group. Hlutdeildin hefur fengist með samþykki frá hluthöfum, kaupum á markaði eða samningum um kaup á bréfum. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 224 orð | 1 mynd

Dótturfélag Avion fær leyfi í Þýskalandi

FLUGFÉLAGIÐ Star Europe, dótturfélag Avion Group, hefur hafið starfsemi í Þýskalandi. Félagið fékk nýlega útgefið flugrekstrarleyfi frá þýskum flugmálayfirvöldum og tók ferlið aðeins þrjá mánuði en venjan er að slíkt ferli taki 12 - 18 mánuði. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 622 orð | 2 myndir

Ef eitthvað getur farið úrskeiðis...

Sif Sigmarsdóttir | sif.sigmarsdottir@gmail.com Ég heiti Sif og ég er póstfíkill. Svo virðist sem þremur af hverjum fjórum þyki tölvupóstur vera ávanabindandi og samkvæmt nýlegri rannsókn stafar heilsu okkar ógn af of mikilli tölvupóstsnotkun. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 281 orð | 1 mynd

Eiga um og yfir 4 milljarða hvor

HREIÐAR Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, og Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður bankans, hafa hvor um sig nýtt kauprétt að 1.624.000 hlutum í bankanum á genginu 303 krónur á hlut. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 86 orð

Enn lækkun í Kauphöllinni

ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallar Íslands lækkaði um 1,8% í gær. Lokagildi vísitölunnar er 5.337 stig. Heildarviðskipti í Kauphöllinni námu um 13,0 milljörðum króna og þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 8,3 milljarða. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 240 orð | 1 mynd

Erlend verðbréf fyrir 44 milljarða í mars

SELD voru erlend verðbréf fyrir 44,4 milljarða króna í marsmánuði, að því er kemur fram í tölum Seðlabankans og Morgunkorn Glitnis bendir á. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 95 orð | 1 mynd

FIFA missir World Cup úr höndunum

FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, tapaði máli fyrir þýskum dómstólum í vikunni, þar sem sambandið reyndi að vernda vörumerkið World Cup fyrir hönd styrktaraðila keppninnar. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 1007 orð | 2 myndir

Forstjórar á drekaveiðum

Munu nettölvuleikir taka við af golfi og laxveiðum sem dægradvöl forstjóra og annarra áhrifamanna í viðskiptaheiminum? Bjarni Ólafsson kynnti sér hinn óvenjulega klúbb "Við vitum". Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 357 orð | 1 mynd

Fyrrverandi flugmenn Maersk stefna Sterling

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur og Kristján Torfa Einarsson TÓLF flugmenn, sem áður störfuðu hjá Maersk-flugfélaginu, undirbúa nú skaðabótakröfur á hendur Sterling-flugfélaginu vegna ólögmætra uppsagna, en áður hafa sjö fyrrum flugmenn Maersk höfðað... Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 643 orð | 1 mynd

Góð reynsla af viðskiptum við Íslendinga

Thomas R. Pickering, aðstoðarforstjóri alþjóðasamskipta hjá flugvélaframleiðandanum Boeing, er einn þeirra gesta sem taka þátt í pallborðsumræðum á alþjóðaráðstefnu Economist Intelligence 15. maí næstkomandi. Kristján Torfi Einarsson sló á þráðinn til Pickering á dögunum. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 246 orð | 1 mynd

Hagnaður Össurar 37,3 milljónir

HAGNAÐUR stoðtækjafyrirtækisins Össurar, án leiðréttingar fyrir einskiptiskostnað vegna kaupa á Innovation Sports og niðurfærslur óefnislegra eigna, var 571 þúsund dalir sem svarar til 37,3 milljóna íslenskra króna miðað við það meðalgengi rekstrarliða... Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 1344 orð | 3 myndir

Hreinsað til í eignasafni

Fréttaskýring | Gagnrýni erlendra greiningaraðila á íslensku viðskiptabankana og stöðu þeirra hefur varla farið framhjá neinum. Nú virðist svo komið að bankarnir séu að bregðast við ýmsu í gagnrýninni, að því er Sigurhanna Kristinsdóttir komst að. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 123 orð

Húsgagnastríð milli Kína og ESB?

VAKIN er athygli á því í fréttabréfi SVÞ, Samtaka verslunar og þjónustu, að EuroCommerce, Evrópusamtök verslunarinnar, hafi varað við því að Evrópusambandið kunni að hefta innflutning á húsgögnum sem framleidd eru í Kína á næstu mánuðum. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 179 orð | 1 mynd

Jafnvel trén rifin upp með rótum

ÍBÚÐASELJENDUR í Bretlandi hafa í auknum mæli tekið upp á því að fjarlægja allt sem verðmætt er úr íbúðunum áður en þeir afhenda kaupendum þær. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 37 orð | 1 mynd

Krónan styrkist um 1,7%

KRÓNAN styrktist um 1,7% í gær, en gengisvísitalan lækkaði úr 130,10 stigum í 127,90 stig. Gengi dollars er nú 73,0 krónur, punds 134,67 krónur og evrunnar 92,35 krónur. Veltan á millibankamarkaði nam 17,3 milljörðum króna í... Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 45 orð

Lækkandi álag á skuldabréfum

SÍÐUSTU daga hefur tryggingaálag á skuldabréfum íslensku bankanna lækkað á eftirmarkaði í Evrópu. Er það talið stafa af betri uppgjörum bankanna en reiknað hafði verið með. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 562 orð | 2 myndir

Læra má af velferðarkerfi Norðurlandanna

Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 116 orð | 1 mynd

Meira tap hjá easyJet

BRESKA lággjaldafélagið easyJet, sem FL Group átti hlut í þar til nýlega, hafði tapað rúmum 40 milljónum punda í sex mánaða uppgjöri, sem lauk 31. mars sl. Á núverði jafngildir tapið rúmum fimm milljörðum króna. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 70 orð

Mest nýsköpun hjá IKEA

IKEA-húsgagnakeðjan er fremst meðal þeirra verslana sem ástunda nýsköpun, að mati bandaríska tímaritsins Business Week og Boston Consulting Group. Þar á eftir koma Wal-Mart, Tesco og BP, en þeir síðasttöldu voru áður fyrr með bensínstöðvar hér á landi. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 250 orð | 1 mynd

Netorka semur við Þekkingu

ÞEKKING hefur gengið frá samningum við Netorku um hýsingu og rekstur upplýsingakerfa Netorku. Gengið var til samninga að undangengnu útboði þar sem sett voru ströng skilyrði um öryggi gagna og gæði veittrar þjónustu. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 594 orð | 1 mynd

NOPEF-sjóðurinn veitir aðstoð á nýja markaði

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is NORRÆNI verkefnaútflutningssjóðurinn, eða NOPEF (e. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 189 orð | 1 mynd

Passa buxurnar, ástin mín?

ÚTHERJI hafði orð á því á dögunum að fátt benti til íslenskra tengsla er hann verslaði í Hamleys í London. Lítið bar á íslenskukunnáttu starfsmanna og í hátalarakerfinu var reglulega tilkynnt að ítölskumælandi starfsmenn væru í versluninni. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 155 orð

Ritstjóri Børsen á ársfundi Útflutningsráðs

ORÐSPOR og árangur er yfirskrift ársfundar Útflutningsráðs sem haldinn verður á morgun, föstudag, í Salnum í Kópavogi. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 1195 orð | 1 mynd

Samskiptatækni sem veitir samkeppnisyfirburði

Tækninni fleygir fram og þá ekki síst samskiptatækninni. Karyn Mashima er framkvæmdastjóri Avaya, sem er leiðandi í framleiðslu samskiptalausna og samstarfsaðili Nýherja. Sigurhanna Kristinsdóttir hitti Mashima að máli og fræddist um það nýjasta í þessum geira. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 128 orð

Samþykktu hlutafjárhækkun í Dagsbrún

HLUTHAFAFUNDUR Dagsbrúnar sl. föstudag samþykkti heimild til stjórnar á hækkun hlutafjár um allt að 1.450 milljónir króna, auk 413 milljóna vegna kaupa á Kögun. Hluthafar féllu frá forkaupsrétti. Þá var kjörin ný stjórn fyrir félagið. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 49 orð

SÍF France verður Delpierre

DÓTTURFÉLAG Alfesca í Frakklandi, SIF France, hefur ákveðið að breyta um nafn. Frá og með 1. júní nk. mun fyrirtækið nefnast Delpierre. Er þetta gert vegna nafnbreytingar móðurfélagsins í febrúar sl. úr SÍF í Alfesca. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 245 orð | 1 mynd

Sjóvá fjárfestir í Þýskalandi

SJÓVÁ hefur í gegnum dótturfélag sitt, SJ fasteignir, fest kaup á sex skrifstofubyggingum nálægt München í Þýskalandi fyrir 85 milljónir evra. Það svarar til tæplega 8 milljarða íslenskra króna. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 31 orð

Skýrsla um fjármálastöðugleika

SEÐLABANKINN mun í dag gefa út og kynna skýrsluna Fjármálastöðugleika 2006. Verður skýrslan birt á vef bankans eftir kl. 16 í dag og á sama tíma hefst fréttamannafundur í húsakynnum... Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 163 orð

Sláturhús Hellu í Betra landi

SAMNINGAR hafa verið undirritaðir um kaup Sláturhúss Hellu hf. á 50% hlut í Betra landi ehf., sem hefur staðið í innflutningi á áburði. Stofnendur Betra lands, Sigríður Eiríksdóttir og Sigurður Jónsson, halda eftir helmingshlut í fyrirtækinu. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 517 orð | 1 mynd

Söngvari með pólitíska veiru

Hann er áhugamaður um söng og stjórnmál og hefur nýlega tekið við stöðu framkvæmdastjóra nýrra samtaka frumlyfjaframleiðenda. Bjarni Ólafsson varpar upp svipmynd af Jakobi Fali Garðarssyni. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 113 orð

Time Warner eykur hagnað sinn um tæp 60%

BANDARÍSKA afþreyingar- og fjölmiðlaveldið Time Warner jók hagnað sinn um 59% á fyrsta fjórðungi ársins. Nam hagnaður tímabilsins 1,45 milljörðum Bandaríkjadala, 108 milljörðum íslenskra króna, eða 20 sentum á hlut. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 556 orð | 2 myndir

Tíu fyrirtæki á iSEC-markaði eftir tvö ár

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 101 orð

Tryggingaálag lækkar

SVONEFNT tryggingaálag á 5 ára skuldabréfum íslensku viðskiptabankanna (e. credit default swap) hefur farið lækkandi að undanförnu. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 449 orð

Viðskiptafréttir

Í tilefni af þeirri ákvörðun eigenda DV að hætta útgáfu dagblaðs og halda sig við helgarútgáfuna mátti heyra á álitsgjöfum ljósvakamiðlanna að mikill sjónarsviptir væri af blaðinu, fjölmiðlaflóran yrði litlausari fyrir vikið. Meira
4. maí 2006 | Viðskiptablað | 165 orð | 1 mynd

Þórólfur ráðinn forstjóri Skýrr

ÞÓRÓLFUR Árnason, fv. forstjóri Icelandic Group og borgarstjóri, hefur verið ráðinn forstjóri Skýrr hf. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.