Greinar mánudaginn 25. september 2006

Fréttir

25. september 2006 | Innlendar fréttir | 244 orð

25% kysu líklega lista eldri borgara

RÚMLEGA 25% fólks á aldrinum 18 til 85 ára sögðu líklegt, að það myndi kjósa framboð eldri borgara, ef það væri í boði við alþingiskosningar í dag. Þetta kemur fram í könnun, sem Capacent Gallup gerði dagana 31. ágúst til 13. september. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

25 þúsund á barn frá 6 til 18 ára aldurs

MEIRIHLUTI íþrótta- og æskulýðsráðs Seltjarnarness hefur lagt fram tillögu þess efnis að öllum börnum og ungmennum verði auðveldað að sinna uppbyggilegu tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

30 punda höfðingi

STÆRSTI lax sem veiðst hefur hér á landi í mörg ár, 115 cm langur hængur, veiddist í hinum fræga stórlaxastað Hnausastreng í Vatnsdalsá á laugardagskvöldið. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Atli hvattur til að leiða lista VG í Suðurkjördæmi

KJÖRDÆMISRÁÐ Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi samþykkti á laugardaginn að fara þess á leit við Atla Gíslason, 8. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 124 orð

Áhyggjur af launaþróun í Skagafirði

FRJÁLSLYNDI flokkurinn í Skagafirði hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýsr er yfir miklum áhyggjum af launaþróun í Skagafirði og skorað er á nýkjörna sveitarstjórn að láta gera úttekt á kjörum Skagfirðinga samanborið við kjör annarra landsmanna. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 286 orð | 2 myndir

Ákaflega vanhugsaðar og misheppnaðar tillögur

Eftir Andra Karl andri@mbl. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Árni Rúnar fram í Suðurkjördæmi

Árni Rúnar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fram fer 4. nóvember nk. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Ber að taka mjög alvarlega

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is FULL ÁSTÆÐA er til þess að taka fréttir um það að sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) íhugi þann möguleika að leggja til bann við botnvörpuveiðum mjög alvarlega. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 63 orð

Ekið á undirstöðu

ÖKUMAÐUR sem grunaður er um ölvun við akstur ók í fyrrinótt á steinsteypta undirstöðu hæðarslár við mislæg gatnamót sem eru í byggingu á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 111 orð

Evrópski tungumáladagurinn

EVRÓPSKI tungumáladagurinn er á morgun þriðjudaginn 26. september nk. Háskólinn í Reykjavík ætlar af því tilefni að bjóða almenningi að heimsækja skólann í Ofanleiti 2 og kynnast öllum þeim tungumálum sem töluð eru innan veggja skólans. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fá fréttir af fótbolta í GSM-símann

NÚ geta GSM notendur hjá Og Vodafone fengið fréttir frá fótboltavefnum Gras.is beint í farsímann. Hægt er að skoða knattspyrnufréttir frá Englandi, Þýskalandi, Spáni, Meistaradeild Evrópu og einnig frá íslensku knattspyrnunni. Gras. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Feðginin syngja af innlifun

"Þetta er búið að vera æðislegt" voru fyrstu orð Björgvins Halldórssonar þegar blaðamaður náði af honum tali í gærkvöldi. Björgvin hafði nýlokið sínum þriðju tónleikum fyrir húsfylli í Laugardalshöll. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 28 orð | 2 myndir

Fermingarbörn í Vatnaskógi

NÚ er fermingarundirbúningurinn hafinn í flestum kirkjum landsins og eru ýmiss konar námskeið í boði fyrir fermingarbörnin. Þessar myndir voru teknar í haust í ferð Lindasóknar í... Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 901 orð | 1 mynd

Festir lifandi sögu Kleppsspítala á blað

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Í tilefni af 100 ára afmæli Kleppsspítala hinn 27. maí nk. hefur stjórn spítalans ákveðið gefa út veglegt afmælisrit, þar sem saga spítalans verður rakin frá ýmsum hliðum. Meira
25. september 2006 | Erlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Fékk krónprinsverðlaun

ÓLAFUR Elíasson myndlistarmaður hlaut í gærkvöldi Menningarverðlaun dönsku krónprinshjónanna, Friðriks og Mary, en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn. Þetta var í annað sinn sem þau voru veitt. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 79 orð

Flugvél hvolfdi við Gæsavötn

LÍTILLI flugvél hlekktist á í lendingu við Gæsavötn skömmu fyrir hádegi í laugardag með þeim afleiðingum að henni hvolfdi. Flugmaðurinn var einn í vélinni og slasaðist hann ekki. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Gagnrýnir vinnubrögðin

DAGUR B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir vinnubrögð við ráðningu sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vekja tortryggni og spurningar um þau sjónarmið sem lögð voru til grundvallar ráðningarinnar. Meira
25. september 2006 | Erlendar fréttir | 98 orð

Getur lagt hald á auð Thaksins

Bangkok. AP, AFP. | Herforingjastjórnin í Taílandi skipaði í gær sérstaka nefnd sem á að rannsaka meinta spillingu ríkisstjórnarinnar sem herinn steypti af stóli í valdaráni á þriðjudaginn var. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 316 orð | 2 myndir

Grjót og mold þeyttist yfir bifreiðar eftir sprengingu

Eftir Andra Karl andri@mbl.is "OKKUR var óneitanlega brugðið. Meira
25. september 2006 | Erlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Gruggug sala á vefjum úr líkum

New York. AP. | Eftir að breski útvarpsmaðurinn Alistair Cooke lést í New York í mars 2004, 95 ára að aldri, hófst rannsókn á ásökunum um að beinum hans hefði verið stolið. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 92 orð

Göngu- og grillferð um Heiðmörk

GÖNGUHÓPUR á vegum SÁÁ ætlar að ganga um Heiðmörk á morgun þriðjudag 26. september. Lagt verður af stað frá Esso-stöðinni við Ártúnshöfða kl. 19.00. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 67 orð

Harkaleg bílvelta

Tveir ungir menn sem voru í bíl sem valt á veginum um Aðaldalshraun geta þakkað bílbeltunum að þeir eru enn á lífi. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Haustið leggst yfir

Mývatnssveit | Haustið leggst hægt og hljótt yfir landið og gróðurinn býr sig undir veturinn. Á meðan það gengur yfir verða litbrigði náttúrunnar mikið sjónarspil og nú hefur gránað í hæstu fjöllum. Heyskap er lokið en kornskurður framundan. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Hef alltaf gaman af að hafa nóg að gera

Stykkishólmur | Malbikunarframkvæmdir hafa staðið yfir í Stykkishólmi síðustu daga. Stykkishólmsbær stóð fyrir komu malbikunarflokksins og var malbikað svæði fyrir framan slökkvistöðina, nýjan leikskóla og gámastöðina. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 198 orð

Huppa bar þremur kálfum

SÁ ÓVENJULEGI atburður gerðist nýverið að kýr á bænum Egg í Skagafirði bar þremur kálfum en slík frjósemi hjá kúm er afar fátíð. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 109 orð

Hvað er satt í sagnfræði?

HÁDEGISFUNDARÖÐ Sagnfræðingafélags Íslands heldur áfram á morgun þriðjudag. Síðast hélt Þórarinn Eldjárn rithöfundur fyrirlestur um "Ljúgverðugleika" og var þá húsfyllir. Nú verður áfram haldið tali um sannleika og lygi. Meira
25. september 2006 | Erlendar fréttir | 102 orð

Hælisleitendalög hert

Genf. AFP. | Svisslendingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að herða lög um hælisleitendur þrátt fyrir viðvaranir um að þau kynnu að stangast á við alþjóðlegar reglur. Tillaga um hert lög var samþykkt með um 68% atkvæða samkvæmt opinberum tölum. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 386 orð

Kastaðist þvert yfir þrjár akreinar og hafnaði utan vegar

MESTA mildi er að ekki hlaust stórslys af þegar sportbifreið var ekið aftan á jeppling í Ártúnsbrekku á laugardag. Við áreksturinn kastaðist jepplingurinn á vegrið og síðan þvert yfir þrjár akreinar og hafnaði loks utan vegar. Meira
25. september 2006 | Erlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Kettir sem valda ekki ofnæmi

BANDARÍSKA líftæknifyrirtækið Allerca hefur hafið sölu á köttum sem valda ekki ofnæmi. Að sögn fyrirtækisins er þetta í fyrsta skipti sem tekist hefur að rækta slíka ketti. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Kynna 30 þjóðum framboðið

VALGERÐUR Sverrisdóttir utanríkisráðherra og starfsmenn utanríkisráðuneytisins munu hitta fulltrúa um 30 þjóða á svonefndum tvíhliða fundum sem haldnir eru í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna en fundirnir að mestu um að kynna framboð... Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Lýsing afhendir Þroskahjálp 2 milljónir króna

Í TILEFNI 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna. Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna en þessi gjöf kom þeim ánægjulega á óvart. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Lögreglubíll í hörðum árekstri

LÖGREGLUBÍLL sem ekið var með forgangsljós og hljóðmerki og fólksbíll skullu harkalega saman á Höfðabakkabrú í Reykjavík á laugardag. Í fólksbílnum voru fimm börn auk ökumanns og var einu barni ofaukið í bifreiðinni. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 83 orð

Má skoða sem vísbendingu

"MENN hafa verið að skoða samband D-vítamíns og ýmissa krabbameina. Það er væntanlega ekki búið að kanna þetta á einstaklingsgrundvelli, þ.e. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 104 orð

Með fíkniefni inn í fangelsið

KONA sem var á leið í heimsókn til fanga á Litla-Hrauni var handtekin í gærmorgun þegar hún reyndi að smygla amfetamíni og um 130 róandi töflum inn í fangelsið. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 122 orð

Mikil fjölgun í fæðingum á Sjúkrahúsi Akraness

"ÉG HELD að ég geti fullyrt að meira en helmingur þeirra kvenna sem hingað koma er ekki frá Akranesi. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Ný heilsugæslustöð vígð á Skagaströnd

Skagaströnd | Ný heilsugæslustöð á Skagaströnd sem byggð er við Sæborg, íbúðir fyrir eldri borgara, var formlega tekin í notkun sl. föstudag að vistöddu fjölmenni. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Nýir íslenskir hringitónar hjá Símanum

SÍMINN og D3 skrifuðu nýverið undir samning sem gerir viðskiptavinum Símans kleift að nálgast hringitóna frá flestum þekktustu og vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Of snemmt að fjölyrða um árangur

EINAR Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir of snemmt að segja til um árangur af átaki gegn umferðarslysum sem hrint var af stað um miðjan september. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Ósiðlegt að veiða urriðann í miklu magni

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is URRIÐINN í Þingvallavatni hefur verið að ná sér nokkuð á strik eftir að hafa nánast verið í útrýmingarhættu eftir missi hrygningarstöðvanna við útfall Sogsins. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 296 orð

Ósætti vegna yfirlýsinga LÍ

UMRÆÐA hefur vaknað innan Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagsins (SGF) um hvort félagið eigi samleið með Læknafélagi Íslands (LÍ) í kjölfar ályktana síðarnefnda félagsins um ástandið á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 972 orð | 2 myndir

"Eins og gott hótel"

Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Elísa Butt Davíðsdóttir var ekki í vafa um hvar hún vildi eiga frumburð sinn en Elísa eignaðist stóran og stæðilegan dreng sl. þriðjudag á fæðingardeild Sjúkrahúss Akraness. Meira
25. september 2006 | Erlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

"Osama bin Laden er ekki látinn"

París. AFP. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Rennt fyrir fisk í lygnunni í Hafnarfirði

Það er ekki brælunni fyrir að fara hjá þessum veiðimanni sem freistaði þess að krækja í fisk í Hafnarfjarðarhöfn í blíðviðrinu. Meira
25. september 2006 | Erlendar fréttir | 360 orð

Segir stríðið í Írak auka hryðjuverkaógnina

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 111 orð

Sköpuðu hættu með kappakstri

TVEIR ungir ökumenn voru í gærkvöldi gripnir glóðvolgir við kappakstur á Miklubraut og mega þeir eiga von á 40.000 króna sekt, hvor um sig. Annar þeirra var með fjögur 16 ára ungmenni í bílnum. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 59 orð

Slasaðist alvarlega

KONA sem slasaðist alvarlega þegar hún féll af hestbaki skammt frá Hvolsvelli í gærdag liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 63 orð

Stúlka hlaut höfuðáverka í reiðhjólaslysi

ÁTJÁN ára gömul skosk stúlka hlaut höfuðáverka þegar hún hjólaði á bifreið í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hjólaði stúlkan austur Kirkjugarðsstíg, gegn einstefnu en bifreiðinni var ekið suður Suðurgötu. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Sækist eftir öðru sæti

BJARNI Benediktsson alþingismaður hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Bjarni segist sannfærður um að flokkurinn muni tefla fram sigurstranglegum lista í Kraganum. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Sækist eftir öðru til þriðja sæti

KRISTINN Pétursson, fiskverkandi á Bakkafirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað til þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar sem fram fara næsta vor. Meira
25. september 2006 | Erlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Taílenskar hjartarbjöllur takast á

ÁHUGAMENN um bardagaíþróttir skordýra fylgjast með hjartarbjöllum berjast í Chiang Mai-héraði í Taílandi, um 700 km norðan við Bangkok. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Tengsl milli sólar og nýrnakrabba

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is TÍÐNI krabbameins í nýrum er minnst í löndunum við miðbaug en eykst síðan jafnt og þétt hvort sem haldið er í suður eða norður frá miðbaug. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 970 orð | 1 mynd

Verða viðtöl við börnin áfram þrætuepli í kerfinu?

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 61 orð

Vélaskemma brann

MIKIÐ tjón varð þegar vélaskemma við bæinn Þorgautsstaði á Hvítársíðu brann í fyrrinótt. Rannsókn á eldsupptökum stendur yfir en ekki þykir ólíklegt að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Meira
25. september 2006 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Öflugur skjálfti

JARÐSKJÁLFTI sem mældist 3,8 stig á Richter-kvarða varð undir Dyngjujökli í Vatnajökli, norðan við Bárðarbungu um klukkan 18.30 í gærkvöldi. Skjálftanum fylgdu miklar hræringar undir jöklinum og mældust um 20 eftirskjálftar til klukkan 21. Meira

Ritstjórnargreinar

25. september 2006 | Leiðarar | 394 orð

Brúin yfir Öxará

Í Morgunblaðinu í gær var birt mynd af tillögu Manfreðs Vilhjálmssonar, eins kunnasta arkitekts þjóðarinnar, um nýja brú yfir Öxará. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður Þingvallanefndar, m.a. Meira
25. september 2006 | Leiðarar | 393 orð

Háspennulínur

Nú orðið eru allar virkjanaframkvæmdir og aðrar framkvæmdir, sem tengjast virkjunum svo sem lagning háspennulína, viðkvæmt mál gagnvart almenningi. Þess vegna þarf að huga vel að öllum þáttum slíkra framkvæmda. Meira
25. september 2006 | Staksteinar | 188 orð | 2 myndir

Mannval

Sjálfstæðisflokkurinn býr um þessar mundir yfir óvenju miklu mannvali ungs fólks, sem birtist ekki sízt í Suðvesturkjördæmi. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Bjarni Benediktsson, alþingismaður gefi kost á sér í 2. Meira

Menning

25. september 2006 | Fólk í fréttum | 328 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Í vinnslu er kvikmynd er byggir á ævi söngvarans Jeff Buckley , en Buckley drukknaði í Mississippi ánni árið 1997. Fljótlega eftir það varð hann að goðsögn, en aðeins ein hljóðversplata kom út á starfsævi hans, Grace, árið 1994. Meira
25. september 2006 | Fólk í fréttum | 391 orð | 3 myndir

Fólk folk@mbl.is

Út er komin ný bók um U2, er kallast U2byU2. Um 250 aðdáendur sveitarinnar mættu í bókabúðin Eason's í Dublin fyrir stuttu, í von um að fá árituð eintök af bókinni en allir fjórir meðlimir sveitarinnar voru á staðnum. Meira
25. september 2006 | Fólk í fréttum | 474 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Samtök kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa nú fundið upp á nýrri aðferð við að berjast gegn mynddiska-sjóræningjum. Komin eru til sögunnar tvö hundkvikindi af Labradorkyni, Lucky og Flo, og er þeim bókstalega ætlað að þefa uppi brotamennina. Meira
25. september 2006 | Leiklist | 166 orð | 1 mynd

Heiðruðu gest númer 15.000

ÞAÐ KOM Bjarneyju Birtu Atladóttur skemmtilega á óvart þegar hún og fjölskylda hennar voru beðin að koma upp á svið í sýningarlok á verkinu um Ronju Ræningjadóttur á sunnudag. Meira
25. september 2006 | Myndlist | 85 orð | 1 mynd

Íslensk samtímalist frá 1978 til 2005

SÝNING á safneign Nýlistasafnsins var opnuð á sunnudag í húsakynnum safnsins að Laugavegi 26. Þar gefur að líta á einum stað helstu strauma og stefnur í íslenskri samtímalist áranna 1978 til 2005. Sýningin stendur til 1. Meira
25. september 2006 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Leikgleði hönnunar og breyttar reglur

MAZIAR Raein er grafískur hönnuður og deildarstjóri við Listaháskólann í Osló. Hann mun halda fyrirlestur á vegum hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, Skipholti 1, stofu 113 í kvöld kl. 17. Meira
25. september 2006 | Tónlist | 136 orð | 1 mynd

Nylon á toppnum hjá Music Week

STÚLKURNAR í íslenska útrásarbandinu Nylon eru í efsta sæti í breska danslistanum í 38. viku með lagið "Sweet Dreams", eins og listinn birtist í vikuritinu MusicWeek . Meira
25. september 2006 | Tónlist | 419 orð | 4 myndir

Pólsk menningarveisla hefst á fimmtudag

Haldin verður pólsk menningarhátíð í Reykjavík dagana 28. september til 2. október. Hátíðin hefur verið í undirbúningi í tvö ár en upphafs- og umsjónarmenn þessa framtaks eru þær Anna Wojtynska og Marta Macuga. Meira
25. september 2006 | Menningarlíf | 72 orð | 1 mynd

Ragnar segir frá listferli sínum

Í FYRIRLESTRI á vegum Opna listaháskólans í Laugarnesi mun myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson í dag, mánudag, fjalla um listferil sinn. Hefst fyrirlesturinn kl. 12.30. Meira
25. september 2006 | Fólk í fréttum | 497 orð | 11 myndir

Rokk og ,,retró"

Það var hlýja og rómantík í haustloftinu á laugardaginn þegar Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi gamanleikinn Mein Kampf eftir þýska leikskáldið George Tabori . Meira
25. september 2006 | Menningarlíf | 44 orð | 1 mynd

Röng mynd

ÞAU leiðu mistök voru gerð í tilkynningu sem birtist 23. september síðast liðinn um síðustu sýningarhelgi sýningarinnar "Landslagið og þjóðsagan" hjá Listasafni Íslands að röng mynd birtist með tilkynningunni. Meira
25. september 2006 | Fjölmiðlar | 198 orð | 1 mynd

Tíu yndisleg ár

ÞAÐ VAR í ágúst 1997 að geimverur námu Eric Cartman, ungan, geðstirðan og feitlaginn pilt, á brott úr bænum South Park í Colorado. Meira
25. september 2006 | Menningarlíf | 599 orð

Þjóðhetjan fundin

H vaðan kemur manninum þessi óþrjótandi kraftur, spurði vinkona í tölvupósti til mín nýlega. Hún átti við Ómar Ragnarsson og þátt hans í að opna augu Íslendinga fyrir landinu sínu. Meira

Umræðan

25. september 2006 | Bréf til blaðsins | 285 orð

Að velja og hafna

Frá Eggerti Haukssyni: "Í MORGUNBLAÐINU föstudaginn 15. september s.l. er tvennt, sem vakti sérstaka athygli mína; annars vegar leiðari blaðsins, hins vegar frétt á baksíðu þess." Meira
25. september 2006 | Aðsent efni | 483 orð | 2 myndir

Breytt tíðni vindátta á Íslandi?

Trausti Jónsson fjallar um veðurfar og vindáttir: "Freistandi er að telja að heldur vaxandi vestanátt stafi af því að meira hefur hlýnað í veðri fyrir norðan og austan land heldur en fyrir sunnan og vestan og að dregið hefur úr ís á norðurslóðum." Meira
25. september 2006 | Aðsent efni | 716 orð | 1 mynd

Eru það fordómar að hafa skoðun?

Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar um frelsi fólks til að tjá skoðun sína: "...það má ekki hrópa að fólki að það sé með fordóma ef það samþykkir ekki vissan lífsstíl." Meira
25. september 2006 | Aðsent efni | 519 orð | 1 mynd

Forvarnadagurinn - hvar er barnið þitt?

Ólafur Rafnsson fjallar um forvarnir gegn vímuefnaneyslu: "Átakinu er ætlað að snerta öxl allra foreldra á landinu og spyrja hvað börn þeirra séu að gera..." Meira
25. september 2006 | Aðsent efni | 722 orð | 1 mynd

Glæfraakstur ógnar almannaöryggi

Ómar G. Jónsson fjallar um hraðakstur og umferðaröryggi: "...stöðva verður með öllum ráðum ógnaröld glæfraökumanna." Meira
25. september 2006 | Aðsent efni | 1381 orð | 1 mynd

Raunveruleg geðheilbrigðismál

Eftir Héðin Unnsteinsson: "Ég tel það afar mikilvægt að félagsleg nálgun, mannúð og áhersla á styrk einstaklinga og þarfir sé höfð í hávegum þegar kemur að þróun stoðþjónustunnar og umhverfis hennar." Meira
25. september 2006 | Velvakandi | 502 orð | 1 mynd

velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Fríríki á Keflavikurflugvelli ÉG mótmæli harðlega hugmyndum um að fylla flugvallarsvæðið í Keflavik af ríkisstofnunum. Það er enginn metnaður í þessum hugmyndum. Meira

Minningargreinar

25. september 2006 | Minningargreinar | 1149 orð | 1 mynd

Áslaug Oddsdóttir

Áslaug Oddsdóttir fæddist í Reykjavík 3. janúar 1919. Hún lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi hinn 19. september síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
25. september 2006 | Minningargreinar | 2189 orð | 1 mynd

Kári Breiðfjörð Ágústsson

Kári Breiðfjörð Ágústsson fæddist í Reykjavík 24. júní 1965. Hann varð bráðkvaddur hinn 15. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kolbrún Ólafsdóttir, f. 1944, og Ágúst Elbergsson, f. 1942. Fósturfaðir Kára er Hörður Eiðsson, f. 1944. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

25. september 2006 | Sjávarútvegur | 459 orð | 1 mynd

Góður saltfiskur í Grindavíkinni

Mikil umræða hefur átt sér stað um fiskneyzlu að undanförnu. Meira
25. september 2006 | Sjávarútvegur | 424 orð | 1 mynd

Hægt að auka fiskneyzlu í Noregi

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is NORSK markaðskönnun bendir til þess að hægt sé að auka fiskneyzlu í Noregi verulega. Sú aukning þyrfti að byggjast á sókn í aldurshópnum 15 til 39 ára, sem borðar minnst af fiski og mest af svokölluðum skyndibita. Meira

Viðskipti

25. september 2006 | Viðskiptafréttir | 185 orð

Erfiðar viðræður VW við IG Metall

HÆGT virðist miða í samningaviðræðum milli stjórnenda Volkswagen og forsvarsmanna IG Metall verkalýðsfélagsins í Þýskalandi. Meira
25. september 2006 | Viðskiptafréttir | 171 orð | 1 mynd

Kaupþing spáir 7,6% verðbólgu

GREININGARDEILD Kaupþings banka spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs á milli september og október. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 7,6%, sem er sama verðbólga og Hagstofa Íslands mældi fyrir septembermánuð. Meira
25. september 2006 | Viðskiptafréttir | 217 orð | 1 mynd

Minnkandi útflutningur

VERÐMÆTI útflutnings frá Færeyjum fyrstu sjö mánuði ársins er um það bil hið sama og á sama tímabili síðasta árs. Samtals voru fluttar út vörur fyrir um 24 milljarða íslenzkra króna, sem er um hálfum milljarði minna en í fyrra. Meira

Daglegt líf

25. september 2006 | Daglegt líf | 130 orð

Börnin ekki með í ráðum

Foreldrar ákveða hvað börnin þeirra gera um helgar er niðurstaða könnunar sem gerð var við háskólann í Bergen. Hún hófst í fyrra og stendur næstu fjögur ár. Meira
25. september 2006 | Daglegt líf | 639 orð | 2 myndir

Fjölskyldan þarf 302.000 krónur

Dýrtíðin á Íslandi er vinsælt umræðuefni. Unnur H. Jóhannsdóttir bregður hér upp dæmi af lágmarkskostnaði fjögurra manna fjölskyldu, hjóna með tvö börn sem eru þriggja og sjö ára, og dæmi nú hver fyrir sig. Meira
25. september 2006 | Daglegt líf | 69 orð | 2 myndir

Hótelherbergi í fjölskyldubíl

ÞAÐ er nýstárlegt hótelherbergið sem nýlega var kynnt til sögunnar í Amsterdam í Hollandi. Parið á myndinni er semsagt búið að koma sér notalega fyrir í rúmi hótelherbergisins í hóteli sem er venjulegur fjölskyldubíll. Meira
25. september 2006 | Daglegt líf | 671 orð | 4 myndir

Köttur, klukka, hreindýr, svín og endur...

Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Nei, kannski ekki alveg, en það er ekki ofsögum sagt að dýralífið sé margvíslegt á heimili Svandísar Leósdóttur. Meira
25. september 2006 | Daglegt líf | 226 orð | 5 myndir

Litríkt og lifandi

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Mikið hefur verið um að vera í breska tískuheiminum sl. viku. Meira
25. september 2006 | Daglegt líf | 208 orð | 1 mynd

Smáskilaboð alls ekki slæm fyrir málfar

Smáskilaboð í farsíma og samræður táninga á spjallrásum á Netinu hafa ekki slæm áhrif á málfar er niðurstaða kanadískrar rannsóknar. Meira

Fastir þættir

25. september 2006 | Fastir þættir | 151 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Yfirfærsla. Norður &spade;G83 &heart;Á1085 ⋄ÁKD2 &klubs;D9 Vestur Austur &spade;K1062 &spade;ÁD7 &heart;K93 &heart;G742 ⋄10965 ⋄87 &klubs;74 &klubs;K632 Suður &spade;954 &heart;D6 ⋄G43 &klubs;ÁG1085 Suður spilar 3G og fær út spaða. Meira
25. september 2006 | Í dag | 49 orð | 1 mynd

Mega vott í Hafnarborg

Sýningin Mega vott í Hafnarborg teflir fram fimm listakonum, fjórum íslenskum og einni bandarískri, sem allar hafa í verkum sínum tekið þátt í þeirri umbreytingu sem orðið hefur á höggmyndlistinni. Meira
25. september 2006 | Í dag | 23 orð

Orð dagsins : En ég segi yður, er á mig hlýðið: Elskið óvini yðar...

Orð dagsins : En ég segi yður, er á mig hlýðið: Elskið óvini yðar, gjörið þeim gott, sem hata yður. (Lk. 6, 27. Meira
25. september 2006 | Fastir þættir | 166 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rc3 Rbd7 4. Rf3 e5 5. e4 c6 6. Be2 Be7 7. 0-0 a6 8. He1 0-0 9. a3 He8 10. Bf1 Bf8 11. b4 b5 12. h3 Bb7 13. Bb2 g6 14. dxe5 dxe5 15. c5 a5 16. Dd2 Dc7 17. Had1 Had8 18. De3 Rh5 19. Re2 Bc8 20. Dc3 f6 21. Rh2 Rb8 22. g4 Rg7 23. Meira
25. september 2006 | Í dag | 78 orð

Spurt er... dagbok@mbl.is

1 Hve mikið hafa hlutabréf FL. Group hækkað á síðustu tveimur mánuðum? 2 Hvað heitir breska verslanakeðjan sem Baugur festi nýlega kaup á? 3 Hvaða íslenskur knattspyrnumaður nefbrotnaði í kappleik í norsku úrvalsdeildinni fyrir skömmu? Meira
25. september 2006 | Í dag | 43 orð | 1 mynd

Sveinbjörn sýnir í Gerðubergi

Sýning Sveinbjörns Kristinsson stendur yfir í Gerðubergi. Í lýsingu sýningarstjórans, Sigríðar Ólafsdóttur, segir: Litir og form, heimur blárra, gulra og brúnna tóna eða er það kanill, skeljasandur, sina og haf? Meira
25. september 2006 | Í dag | 451 orð | 1 mynd

Verður Ísland í fremstu röð?

Evald Krog fæddist í Danmörku 1944. Hann lagði stund á nám í lögfræði og latínu og var mjög virkur í réttindabaráttu strax á námsárum sínum. Meira
25. september 2006 | Í dag | 121 orð | 1 mynd

Vika símenntunar hjá Mími

Opin dagskrá er í húsnæði Mímis vikuna 24.-30. september. Haldin verða námskeið í hádeginu alla daga vikunnar kl. 12.10-13.10 nema kl. 9-10 á miðvikudaginn. Þessi námskeið eru án endurgjalds og opin fyrir alla. Meira
25. september 2006 | Fastir þættir | 309 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Græðgi íslenskra fyrirtækja er farin að keyra um þverbak. Þegar um fákeppni er að ræða lýsir græðgin sér í því að fyrirtækin setja upp eins hátt verð og þau komast upp með og fyrir eins litla þjónustu og nokkur kostur er. Meira

Íþróttir

25. september 2006 | Íþróttir | 73 orð

0:1 26. Þórður Guðjónsson tekur hornspyrnu frá hægri, sendir háa...

0:1 26. Þórður Guðjónsson tekur hornspyrnu frá hægri, sendir háa sendingu út í vítateig þar sem Bjarni Guðjónsson kemur á ferðinni og skallar inn á markteig, beint fyrir fætur Bjarka Gunnlaugssonar sem hamrar boltann í þaknetið. 1:1 67. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 81 orð

1:0 17. Árni Kristinn Gunnarsson braust upp hægri kantinn og átti góða...

1:0 17. Árni Kristinn Gunnarsson braust upp hægri kantinn og átti góða sendingu á Magnús Pál Gunnarsson sem vippaði laglega yfir Ómar Jóhannsson markvörð Keflvíkinga frá markteignum. 2:0 20. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 85 orð

Aldrei fleiri áhorfendur

ALDREI hafa fleiri áhorfendur mætt á leiki í efstu deild karla en í sumar. Alls mættu 98.026 á leikina 90 í deildinni, eða að meðaltali 1.089 áhorfendur á leik. Árið 2001 mættu 96.850 áhorfendur á leiki efstu deildar eða 1.076 að meðaltali á leik. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

Allt til staðar fyrir næsta ár

"VIÐ ætluðum að sjálfsögðu að vinna þennan leik og fórum í hann eins og hvern annan," sagði Daði Lárusson markvörður og fyrirliði FH eftir leikinn en liðið var þegar búið að tryggja sér Íslandsmeistarartitilinn fyrir leikinn í Grindavík og... Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 107 orð | 1 mynd

Áttum meira skilið

"ÞETTA er auðvitað svekkjandi, því er ekki að neita," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, skömmu eftir að flautað hafði verið til leiksloka á Laugardalsvellinum. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 652 orð | 5 myndir

Barátta Grindvíkinga dugði ekki til

ÖFLUGUR fyrri hluti fyrri hálfleiks með mörgum færum ásamt ágætum síðustu tíu mínútum leiksins dugði Grindvíkingum ekki til þegar nýkrýndir Íslandsmeistarar, FH-ingar, komu í heimsókn á laugardaginn. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 24 orð | 4 myndir

Breiðablik Arnar Grétarsson Árni K. Gunnarsson Srdjan Gasic Petr...

Breiðablik Arnar Grétarsson Árni K. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 466 orð | 1 mynd

Breiðablik og Víkingur hröktu hrakspárnar

NÚ þegar keppni er lokið í efstu deild karla, Landsbankadeildinni, er ljóst að það kom fáum á óvart að FH-ingar skyldu standa uppi sem Íslandsmeistarar þriðja árið í röð. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd

Celtic lagði Rangers í baráttunni um Glasgow

CELTIC lagði Glasgow Rangers í grannaslagnum í Skotlandi á laugardag með tveimur mörkum gegn engu á Celtic Park. Thomas Gravesen skoraði fyrra mark Celtic á 35. mínútu og Kenny Miller bætti við öðru markinu stundarfjórðungi fyrir leikslok. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 631 orð | 1 mynd

Chelsea á toppinn

ENGLANDSMEISTARAR Chelsea eru komnir í efsta sæti úrvalsdeildarinnar eftir 2:0 sigur á Heiðari Helgusyni og félögum í Fulham. Portsmouth getur þó náð toppsætinu á ný takist liðinu að sigra Bolton í kvöld. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 994 orð | 1 mynd

Efsta deild karla, Landsbankadeildin Valur - KR 2:2 Laugardalsvöllur...

Efsta deild karla, Landsbankadeildin Valur - KR 2:2 Laugardalsvöllur, laugardaginn 23. september 2006. Aðstæður : Hiti um 13 stig, nánast logn og völlurinn afar góður. Mörk Vals : Pálmi Rafn Pálmason 18., Garðar Jóhannsson 62. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 208 orð | 1 mynd

Ekki gefin stig fyrir fegurð í fótbolta

"FYLKIR byrjaði aldrei þennan leik, það er svo einfalt," sagði Leifur Garðarson þjálfari Fylkis hundóánægður í leikslok. Það munaði aðeins einu marki að Fylkir félli í fyrstu deild og lokastaða þeirra, 8. sætið eru vonbrigði í Árbænum. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

Ellefu rauð spjöld á loft í tíu leikjum á Spáni um helgina

Það var heldur betur heitt blóðið í leikmönnum á Spáni um helgina því alls fengu ellefu leikmenn að líta rauða spjaldið í leikjunum tíu sem háðir voru. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 1358 orð | 1 mynd

England Úrvalsdeildin Liverpool - Tottenham 3:0 Mark Gonzalez 63., Dirk...

England Úrvalsdeildin Liverpool - Tottenham 3:0 Mark Gonzalez 63., Dirk Kuyt 73., John Arne Riise 89. - 44.330. Aston Villa - Charlton 2:0 Gabriel Agbonlahor 35., Luke More 62 - 35.513. Man. City - West Ham 2:0 Georgios Samaras 50., 63. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 461 orð | 3 myndir

Eyjamenn kvöddu efstu deild með sigri

ÍBV kvaddi efstu deild karla með öruggum sigri á Fylki í Eyjum á laugardaginn. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 358 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Arnar Þór Viðarsson fékk ekki tækifæri með hollenska liðinu Twente um helgina. Hann sat á varamannabekknum á meðan liðið vann góðan sigur á Spörtu frá Rotterdam. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 372 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Paul McGinley , Írinn brosmildi, sýndi að golf er heiðursmannaíþrótt. Hann lék við J.J. Henry í gær og þegar þeir komu á 18. og síðustu flötina voru þeir jafnir. McGinley setti glæsilegt pútt í og Henry átti eftir tæplega tíu metra pútt. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 400 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Heiðar Helguson spilaði síðustu 15 mínúturnar fyrir Fulham sem tapaði fyrir Chelsea á heimavelli, 2:0. Hermann Hreiðarsson snéri á ný í byrjunarlið Charlton eftir að hafa afplánað þriggja leikja bann. Hermann og félagar töpuðu leiknum, 2:0. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 416 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Heiner Brand , landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, var alls ekki sáttur við framgöngu sinna manna á laugardag en þá tapaði þýska landsliðið í handknattleik fyrir Pólverjum, 34:29, í æfingaleik. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 286 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Sigfús Sigurðsson og félagar í Ademar Leon unnu nokkuð óvæntan sigur á meisturum Barcelona , 31:27, í spænsku deildinni í handknattleik á laugardaginn. Sigfús skoraði ekki en hann þótti standa sig vel í vörninni. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 1134 orð | 5 myndir

Fyrirsjáanlegt jafntefli

FYRIR leik Víkings og ÍA var ljóst að báðum liðum nægði jafntefli til að halda stöðu sinni í deildinni og bjuggust því margir við tíðindalitlum leik þar sem engar áhættur væru teknar. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 521 orð | 1 mynd

Fyrsti Evrópusigur í kvennakörfu í höfn

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í golfi vann Íra 68:56 í síðasta leik liðanna á þessu hausti í B-deild Evrópukeppni landsliða. Leikið var í Keflavík og höfðu íslensku stúlkurnar yfirhöndina allan leikinn. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 336 orð | 1 mynd

Gallas stimplar sig inn

FRANSKI varnarmaðurinn William Gallas skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal sem vann sinn fyrsta leik á Emirates-vellinum í London. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 142 orð | 1 mynd

Góður undirbúningur

KR-INGAR áttu undir högg að sækja nær allan leikinn en þeir lágu aftarlega á vellinum og leyfðu Valsmönnum að hlaupa um með boltann. Varð það til þess að Valsmenn fengu ótal færi og mörg hættuleg. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 330 orð

Grátleg niðurstaða

"ÉG get ekki annað sagt en þetta sé grátleg niðurstaða," sagði Magni Fannberg Magnússon, annar þjálfari Grindavíkur eftir leikinn. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

Hrafnhildur tók út leikbann á móti Ikast

HRAFNHILDUR Skúladóttir tók út leikbann í gær þegar lið hennar SK Aarhus tapaði naumlega fyrir Ikast/Bording, 29:30, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 140 orð

ÍR-ingar brutu blað í sögunni með sigri

ÍR-INGAR brutu blað í sögu keilunnar hér á landi þegar kvennalið þeirra varð Meistari meistaranna. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið úr öðru félagi en Keilufélagi Reykjavíkur vinnur til titils í liðakeppni í efstu deild. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Ísland - Írland 68:56 Keflavík, B-deild Evrópumóts kvenna í...

Ísland - Írland 68:56 Keflavík, B-deild Evrópumóts kvenna í körfuknattleik, laugardaginn 23. september 2006. Gangur leiksins : 21:12, 35:22, 55:39, 68:57. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 246 orð

Ívar aftur í liði vikunnar

ÍVAR Ingimarsson átti góðan leik um helgina þegar Reading gerði jafntefli við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Ívar var valinn í lið vikunnar á Sky fréttastofunni, en þetta er í annað sinn á þessari leiktíð sem hann nær því afreki. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Keyrðum á þetta í lokin

TEITUR Þórðarson, þjálfari KR, var kampakátur í leikslok enda sæti í Evrópudeild félagsliða tryggt. Hann hafði reiknað með afara erfiðum leik. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 165 orð | 1 mynd

Litlar breytingar á liðinu

HEIMIR Hallgrímsson þjálfari ÍBV sagði að góður leikur Eyjamanna hefði ekki komið sér á óvart. "Þetta er bara í beinu framhaldi af því sem búið er að vera í gangi hjá okkur. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

Magnús slær lengst allra

MAGNÚS Lárusson kylfingur úr GKj, er högglengsti kylfingur landsins í karlaflokki og Ragna Björk Ólafsdóttir úr Keili, slær lengst kvenna hér á landi. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 946 orð | 3 myndir

Mark á 94. mínútu tryggði KR-ingum annað sætið

"ÉG HÉLT að ég hefði klúðrað þessum leik fyrir okkur en þetta reddaðist undir lokin," sagði Guðmundur Pétursson sannkölluð hetja KR-inga í úrslitaleik gegn Valsmönnum um 2. sæti Landsbankadeildar karla á Laugardalsvelli á laugardag. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 188 orð

Naut þess að leika með ungu strákunum

ARNAR Grétarsson sneri heim úr atvinnumennskunni í sumar og gekk í raðir síns gamla félags, Breiðabliks. Arnar átti frábæran leik gegn Keflvíkingum í lokaumferðinni og innsiglaði sigur Kópavogsliðsins með marki úr vítaspyrnu. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 127 orð

Óánægja í Lokeren

RÚNAR Kristinsson var í byrjunarliði Lokeren á heimavelli í fyrsta sinn á þessu tímabili þegar liðið tók á móti Bergen. Hann var nærri því að skora snemma leiks en markvörðurinn varði vel frá honum skot af stuttu færi. Rúnar var fyrirliði í leiknum. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 160 orð

Roma vann stórsigur

ROMA tók Parma í kennslustund á útivelli í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Markahrókurinn Vincenzo Montella kom Roma yfir snemma leiks og þrjú mörk frá þeim Simone Perrotta, Aleandro Rosi og Alberto Aquilani fylgdu í kjölfarið. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 1003 orð | 2 myndir

Sigur Blika skilaði þeim í fimmta sæti

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var sallarólegur þegar undirritaður spjallaði við hann hálftíma áður en flautað var leiks í viðureign Breiðabliks og Keflavíkur. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Sigurdans Sumir höfðu meiri ástæðu en aðrir til þess að gleðjast þegar...

Sigurdans Sumir höfðu meiri ástæðu en aðrir til þess að gleðjast þegar flautað var til leiksloka á Íslandsmótinu í knattspyrnu á laugardaginn. Einn þeirra sem hafði ástæðu til að gleðjast var Teitur Þórðarson, þjálfari KR. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

Tilfinningaþrungið hjá Clarke

ÞAÐ var virkilega tilfinningaþrungið andartak þegar Norður-Írinn Darren Clarke tryggði sér sigur á Zach Johnson í gær og fékk þar með 16. stig Evrópu. Clarke, sem missti eiginkonu sína úr krabbameini fyrr í mánuðinum, brast í grát. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd

Tveir fóru holu í höggi

TVEIR kylfingar, einn úr hvoru liði, gerðu sér lítið fyrir og fóru holu í höggi í Rydernum um helgina. Báðir gerðu það á fjórtándu brautinni sem er 195 metra löng. Meira
25. september 2006 | Íþróttir | 1014 orð | 1 mynd

Þrenna hjá Evrópu

EFTIR nokkuð spennandi keppni fyrstu tvo dagana í Ryder-bikarnum á K-Club vellinum á Írlandi hafði lið Evrópu töglin og hagldirnar á síðasta degi keppninnar þegar keppt var í tvímenningi. Meira

Fasteignablað

25. september 2006 | Fasteignablað | 639 orð | 3 myndir

Alþjóðlegt vaxtastig húsnæðislána

Vaxtastig húsnæðislána hefur verið nokkuð til umræðu hér á landi, enda ljóst að raunvextir húsnæðislána hér á landi eru háir m.v. önnur OECD-lönd. Þar við bætist verðtrygging sem veldur því að eftirstöðvar og greiðslubyrði lána hækka. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 178 orð | 1 mynd

Ásvallagata 69

Reykjavík - Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar er með til sölu á góðum stað í vesturbæ Reykjavíkur bjarta fjögurra herbergja efri sérhæð í fjórbýlishúsi. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 85 orð | 3 myndir

Bergþórugata 27

Reykjavík - Hof fasteignasala er með í sölu 85,6 fm fjögurra herbergja íbúð á 1. hæð í gömlu fjórbýlishúsi á Bergþórugötu 27. Komið er í gang sem er með merbau-parketi eins og tvær samliggjandi stofurnar. Að öðru leyti er íbúðin dúklögð. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 227 orð | 1 mynd

Brúnastaðir 75

Reykjavík - Húsið fasteignasala kynnir fallegt 200,4 fm einbýli með innbyggðum bílskúr og stórum garði. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 359 orð | 5 myndir

Egg - allt sem hugurinn girnist

Verslunin Egg við Smáratorg í Kópavogi opnaði dyrnar laugardaginn 16. september. Hugmyndin að baki verslunarinnar er að "hreiðurbyggjendur" geti fengið allt sem hugurinn girnist til að innrétta og fegra heimilið á einum og sama stað. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 814 orð | 7 myndir

Fann mannabein í veggnum

Smiðirnir, sem voru að gera upp hús Vilborgar Ísleifsdóttur efst á Vitastíg, ráku upp stór augu þegar þeir fundu mannabein í stokkum milli þaksperra hússins. Beinin reyndust vera frá 15. eða 16. öld, en ekki er vitað með vissu hvenær eða hvers vegna þau höfnuðu þar sem þau fundust. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 619 orð | 5 myndir

Góður smekkur þarf ekki að kosta mikið

Það er ekkert auðvelt að koma heim úr námi erlendis með tvær hendur tómar og ætla að koma sér fyrir. Við litum inn hjá Bergþóru Snæbjörnsdóttir, sem hefur gert mikið úr litlu. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 220 orð | 2 myndir

Granaskjól 28

Reykjavík - Húsavík er með til sölu 292,8 fm einbýli/tvíbýli með bílskúr að Granaskjóli 28. Húsið er mjög vel staðsett endahús í botnlanga. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 193 orð | 2 myndir

Heimili, fasteignasala flytur

Heimili fasteignasala hefur skipt um húsnæði. Fyrirtækið hefur flutt sig um set í fallegt 250 skrifstofuhúsnæði á 2. hæð við Síðumúla 13 Reykjavík. Skrifstofa fyrirtækisins hefur undanfarin fjögur ár verið í Skipholti. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 176 orð | 1 mynd

Heinaberg 20

Þorlákshöfn - Fasteignasalan 101 Reykjavík er með í sölu fallegt 133,8 fermetra 6 herb. einbýlishús ásamt 40,8 fermetra bílskúr, eða samtals 174,6 fermetrar. Komið er inn í forstofu með skápum, flísar á gólfi. Gangur með parketi á gólfi. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 936 orð | 3 myndir

Hitinn á kranavatni á að lækka

Loksins virðast menn hafa vaknað upp við vondan draum þegar ungt barn brenndist illa af heitu vatni í handlaug. Undanfarin ár hafa orðið slæm slys, meira að segja banaslys, af heitu vatni. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 276 orð | 2 myndir

Hraunás 9

Garðabæ r - Fasteignamarkaðurinn við Óðinsgötu er með í sölu núna einbýli á tveimur hæðum í lokaðri götu við Hraunás 9. Þetta er 258 fermetra hús með 43,1 fermetra bílskúr, byggt árið 2000. Komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 47 orð | 1 mynd

Maríustakkur við Hallgrímskirkju

Maríustakkur er falleg jurt, ekki síst þegar halla tekur sumri. Göngustígurinn upp á Hallgrímskirkju frá Barónsstíg er "varðaður" maríustakk. Þeir sem eru að hugsa um hvað planta eigi næsta vor t.d. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 416 orð | 1 mynd

Skemmtilegt verkefni

Steinþór Stefánsson byggingameistari stóð fyrir endurbyggingu hússins á Vitastíg 20, og segist aldrei áður hafa tekið að sér jafn stórt verkefni þegar um endurbyggingu er að ræða. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 52 orð | 1 mynd

Tími ericunnar!

Nú er kominn tími ericunnar þetta er sérlega skemmtileg lyngplanta sem er til í mörgum afbrigðum,en afbrigði þessarar fallegu haustplöntu standa mislengi, þetta afbrigði sem er mislitt stendur vel og er mjög skemmtilegt í ker. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 656 orð | 3 myndir

Úr garðinum - stikilsber

Undanfarnar vikur hafa birst í blöðunum hetjusögur af fólki í berjamó, hvar séu ber og hvar ekki og hvernig megi gera hinar sætustu sultur úr berjunum. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 136 orð | 1 mynd

Vaðnesvegur 6A

Selfoss - Hraunhamar fasteignasala er með í sölu frístundahús í byggingu við Vaðnesveg 6A í Grímsnesi. Húsið afhendist fullbúið að utan með pöllum og tilheyrandi. Það er 120 fermetrar með um 150 fermetra verönd og sér saunabaði. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 248 orð

VÍS býður aukið öryggi

Slíkar tryggingar hafa reynst vel víða erlendis og full þörf er einnig fyrir tryggingu af þessu tagi hér á landi þar sem fyrirspurnum og málarekstri vegna gallamála hefur stöðugt farið fjölgandi. Meira
25. september 2006 | Fasteignablað | 201 orð | 1 mynd

Þinghólsbraut 14

Kópavogur - Fasteignasala Íslands er með í sölu einbýlishús á tveimur hæðum að Þinghólsbraut 14, byggt árið 1959. Húsið er 150 fermetrar og bílskúrinn 32 fermetrar. Á neðri hæð er anddyri með fatahengi. Hol. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.