Greinar föstudaginn 2. júní 2017

Fréttir

2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

34 mál urðu að lögum á lokaspretti

Lög um viðbótarfjármögnun Vaðlaheiðarganga, tekjustofna sveitarfélaga, útfærsluatriði á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð og Framkvæmdasjóð ferðamannastaða voru meðal 34 mála sem Alþingi samþykkti sem lög á síðustu fundum sínum fyrir sumarleyfi. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 64 orð

65% af raforkuþörf frá nýjum virkjunum

Þörf á raforku á Íslandi mun aukast um 2,4 teravattstundir fram til ársins 2030, samkvæmt meistararitgerð Gnýs Guðmundssonar rafmagnsverkfræðings. „Aflþörfin er um 490 megavött sem þurfa að bætast við kerfið á tímabilinu. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 123 orð

9 til 19 ára snillingar spila með Sinfó í dag

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Skólahljómsveit Kópavogs, SK, halda sameiginlega tónleika í Kórnum í Kópavogi í dag, föstudaginn 2. júní. Alls munu um 150 nemendur SK taka þátt, auk 60 hljóðfæraleikara SÍ. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Ástæðulaust að óttast Costco-pöddur

Umræða hefur skapast á netinu um skordýr sem hafa ratað hingað til lands með matvörum úr Costco. Dæmi eru um maríubjöllur sem leynast í salati og dauður geitungur fannst í hindberjaöskju. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Dómur í Stím-máli ómerktur

Hæstiréttur hefur ómerkt dóm héraðsdóms í Stím-málinu svokallaða og vísar til þess að Sigríði Hjaltested hafi brostið hæfi til að dæma í málinu. Sigríður sagði sig frá öðru hrunmáli sem Hæstiréttur segir hliðstætt þessu máli. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 160 orð | 2 myndir

Fjölmenni fagnaði Björgúlfi

Fjölmenni tók á móti Björgúlfi EA-312, nýjum ísfisktogara Samherja, þegar hann kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Dalvík í gær. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Friðarverðlaunin pólitísk

Berit Reiss-Andersen, formaður nefndarinnar sem veitir friðarverðlaun Nóbels, segir verðlaunin pólitísk í eðli sínu. Með verðlaununum vilji nefndin styðja einstaklinga, eða samtök, sem hafi lagt mest af mörkum til friðar. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 909 orð | 2 myndir

Friðarverðlaunin stuðli að friði

Viðtal Baldur Arnarson baldura@mbl.is Berit Reiss-Andersen, formaður nefndarinnar sem veitir friðarverðlaun Nóbels, segir verðlaunin á vissan hátt hvatningarverðlaun. Með þeim vilji nefndarmenn styðja verðlaunahafann til góðra verka. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Fundað í kjaradeilu lækna

Læknafélag Íslands fundaði með samninganefnd ríkisins í gær vegna nýs kjarasamnings. Annar fundur er fyrirhugaður klukkan 15 í dag í fjár-málaráðuneytinu, þar sem fundirnir hafa farið fram hingað til. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 245 orð

Fyrstu tjaldbúar á ferðinni

Tjaldstæði landsins eru óðum að taka við sér og segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, að fyrstu tjaldgestirnir séu farnir að sjást og á von á auknum fjölda nú um hvítasunnuhelgina. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Gerviverktaka flugliða

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Líkur á fyrirhuguðu verkfalli Flugfreyjufélags Íslands og ASÍ þann 15. september vegna flugliða um borð í vélum Primera Air eru töluverðar. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 407 orð | 2 myndir

Hafa staðið í deilum við Reykjavíkurborg í 50 ár

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Íbúar í Árbæ hafa staðið í deilum við Reykjavíkuborg í meira en 50 ár vegna fasteignareits í Elliðaárdal. Meira
2. júní 2017 | Erlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Hersveitir Rússlands börðu á liðsmönnum Ríkis íslams

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Rússneskar orrustuþotur gerðu í gær loftárásir á bílalestir liðsmanna Ríkis íslams í Sýrlandi. Meira
2. júní 2017 | Erlendar fréttir | 210 orð

Íbúar langþreyttir á blóðsúthellingum

„Hversu lengi þurfum við að þola blóðsúthellingar í landinu okkar?“ hefur afgönsk fréttastofa eftir íbúa í borginni Kabúl. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Kátir krakkar kynnast klassíkinni á tónleikum í Hörpu

Heillandi heimur klassískrar tónlistar opnaðist þessum kátu krökkum sem í gær sóttu skólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Slíkir tónleikar hafa staðið yfir alla þessa viku og hefur þar verið tekið á móti um fjögur þúsund grunnskólanemum. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 70 orð

Læknum á heimilum Hrafnistu sagt upp

Öllum læknum Hrafnistuheimilanna sem eru í föstum störfum hefur verið sagt upp. Sex fengu uppsagnarbréf nú um mánaðamótin en sá sjöundi sagði sjálfur upp. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 349 orð

Læknum Hrafnistu sagt upp

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Öllum föstum læknum Hrafnistuheimilanna hefur verið sagt upp störfum. Sex fengu uppsagnarbréf nú um mánaðamótin, en sá sjöundi, forstöðulæknirinn Sigurður Helgason, sagði sjálfur upp fyrir nokkru. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Meðalhófs var ekki gætt

Stytting á tímabili atvinnuleysisbóta úr 36 mánuðum í 30 með lögum árið 2014 var óheimil enda skerti hún bótarétt félagsmanna í VR, sem þáðu atvinnuleysisbætur 31. desember 2014 eða sóttu um slíkar bætur 1. janúar 2015 og eftir það. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 153 orð

Meirihlutinn telur enga trú æðri annarri

Rúmlega helmingur Íslendinga er mjög ósammála þeim fullyrðingum að sum trúarbrögð, sumir kynþættir eða menningarheimar séu æðri öðrum. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Nýi hótelstjórinn mun jafnframt stýra hosteli

Sigurður Smári Gylfason, eigandi BUS hostel, segir það hafa gengið vel að finna iðnaðarmenn til að breyta húsnæðinu. Hans hægri hönd verður Dagmar Valsdóttir. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Nýr bátur til Stykkishólms

Stykkishólmur – Nýr bátur bættist í flota Hólmara í gærmorgun. Þá sigldi inn í höfnina Arnþór GK 20 sem Agustson ehf. hefur keypt frá Sandgerði. Báturinn er smíðaður á Ísafirði 1998 og lengdur 3 árum síðar. Arnþór er um 100 bt og 22 m á lengd. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 646 orð | 5 myndir

Nýtt borgarhótel í Grímsbæ

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nýtt 20 herbergja hótel, Hótel Grímur, verður brátt opnað í Grímsbæ í Reykjavík. Hótelið er á annarri hæð þessarar rótgrónu verslunarmiðstöðvar við Bústaðaveg. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 389 orð | 1 mynd

Segir meirihlutann ósamstiga

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Segja sig frá sáttmálanum

Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Strikamerki í allar áttir

Félag atvinnurekenda hefur fengið staðfest hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að ný reglugerð um einnota drykkjarvöruumbúðir muni ekki taka gildi í dag, 1. júní, eins og áformað var, heldur muni gildistakan frestast til 1. september. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Sumarbústaður ónýtur eftir eldsvoða

Bilun í rafbúnaði við heitan pott er talin orsök eldvoða í sumarhúsi í landi Dagverðarness í Skorradal í gærkvöldi. Eldurinn kom upp um kl. 19 og slökkvilið var mætt á vettvang hálftíma síðar. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 443 orð | 2 myndir

Tekur við á Vogi

Viðtal Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Valgerður Á. Rúnarsdóttir hefur tekið við af Þórarni Tyrfingssyni sem forstjóri Sjúkrahússins Vogs. Meira
2. júní 2017 | Erlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Trump dregur Bandaríkin út

Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að Bandaríkin verði ekki lengur aðili að hinum svokallaða Parísarsáttmála sem leiðtogar 195 ríkja heims undirrituðu árið 2015. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 181 orð | 2 myndir

Utanvegahlaup í Vík

Hreyfiviku UMFÍ lýkur um helgina og hefur þátttaka verið mjög góð, að sögn Sabínu Steinunnar Halldórsdóttur landsfulltrúa. „Það eru eldhugar úti um allt land,“ segir hún. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 67 orð

Útsýnispallur kominn við Brimketil

Útsýnispallur verður tekinn í notkun í dag við Brimketil á Reykjanesskaga. Brimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi, milli Grindavíkur og Reykjanesvita. Meira
2. júní 2017 | Erlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Vann fyrir herinn en studdi Ríki íslams

Tairod Pugh, fyrrverandi starfsmaður bandaríska flughersins, hefur verið dæmdur til 35 ára fangelsisvistar fyrir brot gegn alríkislögum, en hann er yfirlýstur stuðningsmaður Ríkis íslams og reyndi m.a. að afhenda því leynilegar upplýsingar. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Verðlaunin pólitísk í eðli sínu

Reiss-Andersen segir „friðarverðlaunin pólitísk í eðli sínu“. Þá ekki pólitísk í þeim skilningi að tengjast stjórnmálaöflum heldur að þau þjóni pólitískum tilgangi. Hún segir nefndarmenn ekki þurfa að komast að einróma niðurstöðu. T.d. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 429 orð | 2 myndir

Þarf kvóta og handbremsu

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Elías Sveinsson er einn sigursælasti frjálsíþróttamaður landsins, en fyrir skömmu uppgötvaði hann nýja hlið á sér og málar nú myndir í gríð og erg eins og enginn sé morgundagurinn. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 530 orð | 3 myndir

Þau munu aldrei fá bernsku sína aftur

Sviðsljós Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Sex milljónir barna yngri en fimm ára deyja á hverju ári. Meira
2. júní 2017 | Innlendar fréttir | 393 orð | 1 mynd

Þingi lauk með Landsrétti

Sigurður Bogi Sævarsson Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara í Landsrétt voru samþykktar á Alþingi í gær með 31 atkvæði gegn 22 atkvæðum. 8 sátu hjá. Atkvæði voru greidd með nafnakalli. Meira

Ritstjórnargreinar

2. júní 2017 | Leiðarar | 375 orð

Aðþrengdir borgarbúar

Meirihlutinn í borginni hefur sýnt óskiljanlegt fyrirhyggjuleysi í húsnæðismálum Meira
2. júní 2017 | Leiðarar | 302 orð

Góður áfangi, gölluð lög

Krafist var rökstuðnings um hvers vegna reynsla af dómstörfum skyldi vega þyngst við val á dómurum! Meira
2. júní 2017 | Staksteinar | 214 orð | 1 mynd

Sanngjörn tillaga?

Gunnar Rögnvaldsson viðrar og rökstyður óvenjuleg sjónarmið varðandi meintan vanda NATO: Ein leiðin til að styrkja NATO væri sú að Þýskaland myndi fara úr varnarbandalaginu. Meira

Menning

2. júní 2017 | Kvikmyndir | 108 orð | 1 mynd

American Valhalla sýnd í Bíó Paradís

Bíó Paradís mun 26. ágúst næstkomandi sýna tónlistarmyndina American Valhalla, en hún er samvinnuverkefni tveggja heimskunnra tónlistarmanna, Josh Homme úr hljómsveitinni Queens of the Stone Age og pönkafans Iggy Pop. Meira
2. júní 2017 | Tónlist | 598 orð | 3 myndir

Björk hrífur án tækninnar

Rödd Bjarkar var sterk að venju og féll söngur hennar vel inn í hljóm strengjasveitarinnar. Meira
2. júní 2017 | Leiklist | 623 orð | 4 myndir

Elly með átta Grímutilnefningar

Elly eftir Ólaf Egil Egilsson og Gísla Örn Garðarsson í sviðsetningu Borgarleikhússins og Vesturports hlýtur flestar tilnefningar til Grímunnar, verðlauna Leiklistarsambands Íslands, þetta árið eða átta. Meira
2. júní 2017 | Tónlist | 252 orð | 1 mynd

Fiðluleikarar fá styrk

Úthlutað var úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara í sjöunda sinn í gær, fimmtudaginn 1. júní. Sjóðurinn var stofnaður af fjölskyldu hans, vinum og samstarfsfélögum eftir að Kristján lést 22. Meira
2. júní 2017 | Tónlist | 41 orð

Fjórtán lög

• Stonemilker • Lionsong • History of Touches • Black Lake • Family • Notget Hlé • Aurora • I've Seen It All • Jóga • Vertebrae by Vertebrae • Quicksand • Mouth Mantra Aukalög • The Anchor... Meira
2. júní 2017 | Tónlist | 109 orð | 1 mynd

Hver hálfviti velur tvö lög á efnisskrá

Ljótu hálfvitarnir halda tónleika á Rosenberg við Klapparstíg í kvöld og annað kvöld kl. 22 og verða þeir með örlítið nýstárlegu sniði. Meira
2. júní 2017 | Myndlist | 95 orð | 1 mynd

Í landi þúsund djöfla fagnað í dag

Bjarni Bernharður Bjarnason opnar í SÍM salnum að Hafnarstræti 16 málverkasýningu í dag kl. 17. Sýningaropnunin er jafnframt útgáfuteiti nýjustu bókar hans, sem nefnist Í landi þúsund djöfla . Meira
2. júní 2017 | Tónlist | 97 orð | 1 mynd

Lýra úr norðri í Hannesarholti

Norska þjóðlagasveitin Lýran úr norðri, Lyra fra nord á norsku, flytur eigið efni í tali og tónum um Auði djúpúðgu og langferð hennar til Íslands í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Meira
2. júní 2017 | Kvikmyndir | 100 orð | 1 mynd

Meðframleiðendur stórmyndar

Kvikmyndaframleiðendurnir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson, hjá fyrirtækinu Kisa, eru meðframleiðendur finnskrar stórmyndar, Tuntematon sotilas , eða Óþekkti hermaðurinn , sem einn þekktasti leikstjóri Finna, Aku Louhimies, leikstýrir, að því er fram... Meira
2. júní 2017 | Tónlist | 204 orð | 1 mynd

Opnum dyrnar lag dags rauða nefsins

„Opnum dyrnar“ nefnist lag dags rauða nefsins í ár, en það er samið og flutt af rapparanum Atla Sigþórssyni, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé. Meira
2. júní 2017 | Menningarlíf | 179 orð | 1 mynd

Sendur frá Hollywood í Bollywood

Í kjölfar þess að bandaríska efnisveitan Netflix flutti inn í snjallsjónvarp mitt varð ég að mínum eigin sjónvarpsstjóra. Meira
2. júní 2017 | Bókmenntir | 307 orð | 1 mynd

Tveir nýir höfundar

Tveir nýir höfundar hljóta Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í ár til útgáfu á verkum sínum, en styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins, í gær. Meira
2. júní 2017 | Tónlist | 413 orð | 1 mynd

Vettvangur fyrir alls konar listir og tilraunastarfsemi

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl. Meira

Umræðan

2. júní 2017 | Pistlar | 431 orð | 1 mynd

Fjármálaráðherra og krónan

Verðbólga hér á landi hefur verið undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 40 mánuði. Langt undir því ef vísitala neyzluverðs væri reiknuð með sama hætti og víðast hvar í Evrópu. Meira
2. júní 2017 | Aðsent efni | 800 orð | 1 mynd

Lögfræðingar á villigötum

Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: "Eftir stendur aðeins að hvetja nú lögfræðinga í að missa sig ekki þegar þeir taka að tjá sig opinberlega um lögfræðihlið mála í stjórnsýslu. Og er þá sama hvort þeir eru formenn í félögum lögfræðinga, prófessorar eða bara vinir umsækjenda með brostnar vonir." Meira
2. júní 2017 | Aðsent efni | 1028 orð | 2 myndir

Merkel og Trump valda uppnámi

Eftir Björn Bjarnason: "Flutti Angela Merkel ræðu sína eingöngu til heimabrúks? Taldi hún ekki áhuga á því sem hún segði í bjórtjaldi í úthverfi München?" Meira

Minningargreinar

2. júní 2017 | Minningargreinar | 865 orð | 1 mynd

Ari Sigþór Eðvaldsson

Ari Sigþór Eðvaldsson fæddist á Siglufirði 3. febrúar 1943. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 25. maí 2017. Foreldrar hans voru hjónin Lára Gunnarsdóttir, f. 14.9. 1909, d. 2.1. 1996, og Eðvald Eiríksson, f. 7.2. 1908, d. 26.4. 1977. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2017 | Minningargreinar | 2296 orð | 1 mynd

Dóra Nordal

Dóra Nordal fæddist í Reykjavík 28. mars 1928. Hún lést á Landspítalanum 26. maí 2017. Foreldrar Dóru voru Marta Magnúsdóttir húsmóðir, f. 30. mars 1900, d. 7. febrúar 1990, og Guðjón Ó. Guðjónsson, prentari og bókaútgefandi, f. 13. ágúst 1901, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2017 | Minningargreinar | 1939 orð | 1 mynd

Ingveldur Guðmundsdóttir

Ingveldur Guðmundsdóttir fæddist 25. október 1919 í Breiðumýrarholti, Stokkseyrarhreppi. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 22. maí 2017. Foreldrar hennar voru Ingveldur Þóra Jónsdóttir, f. 3. maí 1890 á Stokkseyri, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2017 | Minningargreinar | 795 orð | 1 mynd

Ísleifur Jónsson

Ísleifur Jónsson vélaverkfræðingur fæddist að Einlandi í Grindavík 22. maí 1927. Hann lést að Hrafnistu í Boðaþingi 23. maí 2017. Foreldrar hans voru Jón Þórarinsson, f. 5.3. 1864, d. 12.7. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2017 | Minningargreinar | 554 orð | 1 mynd

Jenný Guðlaugsdóttir

Ásta Jenný Guðlaugsdóttir fæddist í Reykjavík 27. maí 1921. Hún andaðist á Hrafnistu Reykjavík 15. maí 2017. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaugur Helgi Vigfússon, f. 6.4. 1896 að Svalbarði í Þistilfirði, d. 6.7. 1952, og Ingveldur Hróbjartsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2017 | Minningargreinar | 2116 orð | 1 mynd

Margrét Eyjólfsdóttir

Margrét Eyjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 21. mars 1924. Hún lést 17. maí 2017. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Árnadóttur, frá Miðdalskoti í Laugardal, f. 3. nóvember 1899, d. 16. júní 1974, og Eyjólfs Brynjólfssonar, frá Miðhúsum í Biskupstungum, f. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2017 | Minningargreinar | 2692 orð | 1 mynd

Sævar Már Garðarsson

Sævar Már Garðarsson fæddist í Keflavík 28. mars 1964. Hann lést 24. maí 2017 á Landspítalanum við Hringbraut. Foreldrar hans voru hjónin Garðar Már Vilhjálmsson, f. 26. ágúst 1935, d. 15. ágúst 1976, og Elsa Lilja Eyjólfsdóttir, f. 7. september 1939. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2017 | Minningargreinar | 1635 orð | 1 mynd

Unnur Breiðfjörð Óladóttir

Unnur Breiðfjörð Óladóttir frá Litlu-Brekku í Geiradal fæddist 22. september 1936. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 24. maí 2017. Foreldrar Unnar voru Jóhanna Hallfreðsdóttir, f. 27. apríl 1910, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2017 | Minningargreinar | 727 orð | 1 mynd

Þórunn Alice Gestsdóttir

Þórunn Alice Gestsdóttir (Lísa) fæddist í Reykjavík 25. september 1934. Hún lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 25. maí 2017. Foreldrar hennar voru Gestur Óskar Friðbergsson yfirvélstjóri, f. 7.10. 1902, d. 30.4. 1982, og Anna María Friðbergsson (f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. júní 2017 | Viðskiptafréttir | 202 orð | 1 mynd

Eaton komið með tæplega 9% í VÍS

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Grandier, félag í eigu Sigurðar Bollasonar og Don McCarthy, flaggaði í gær sölu á 8% hlut í VÍS. Sjóðir á vegum bandaríska eignastýringafyrirtækisins Eaton Vance keyptu 4,3% í tryggingafélaginu af Grandier. Meira
2. júní 2017 | Viðskiptafréttir | 493 orð | 3 myndir

Orkuskipti kalla á nýjar virkjanir og aflaukningu

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Tilkoma Blöndulínu 3, Hólasandslínu 3 og Kröflulínu 3 dugir ekki til að ná að reka raforkukerfi landsins í framtíðinni á öruggan hátt. Meira
2. júní 2017 | Viðskiptafréttir | 103 orð | 1 mynd

Viðskipti voru lífleg í Kauphöllinni í maí

Viðskipti með hlutabréf í maí námu 72,6 milljörðum króna eða tæplega 3,5 milljörðum á dag. Það er 16% aukning á milli ára en viðskipti í maí 2016 námu tæplega 3 milljörðum á dag. Langmest viðskipti voru með bréf Marels , eða fyrir 17,1 milljarð. Meira

Daglegt líf

2. júní 2017 | Daglegt líf | 854 orð | 5 myndir

Að kenna njóla við illsku er öfugmæli

Illgresi er ekki til, fullyrðir Bjarki Þór kokkur, en hann kallar þær jurtir góðgresi sem við kennum við illsku. Hann mun m.a. bjóða upp á njólasúpu á morgun á Fögnuði á fardögum, hátíð sem er óður til fardagakálsins, betur þekkt sem njóli. Meira
2. júní 2017 | Daglegt líf | 49 orð | 1 mynd

Börnin dást að fimum fíl í vatni

Þessi litla stúlkan hljóp spennt fyrir framan búrið þar sem hinn átta ára fíll, sem ber nafnið Saen Dao, kafaði galvaskur í dýragarði í Bangkok í Taílandi á dögunum. Meira
2. júní 2017 | Daglegt líf | 302 orð | 1 mynd

Heimur Urðar

Líklegast ætti aldurinn minn að vera öfugur. Það er að segja ég lifi kannski í líkama 19 ára einstaklings en er í raun 91 árs. Meira
2. júní 2017 | Daglegt líf | 216 orð | 1 mynd

Ísland hefur verið valið friðsælasta land í heimi

Á vefmiðli TMW (themysteriousworld.com) hefur verið birtur listi yfir tíu friðsælustu lönd veraldar árið 2017. Listinn kemur frá stofnuninni Institute of Economics and Peace og voru 162 lönd sett á mælistikuna. Meira
2. júní 2017 | Daglegt líf | 260 orð | 2 myndir

Naktir í náttúrunni á fjalir Þjóðleikhússins nú í júní

Leiksýningin Naktir í náttúrunni í uppsetningu Leikfélags Hveragerðis verður á fjölum Þjóðleikhússins fimmtudaginn 15. júní kl. 19.30. Meira

Fastir þættir

2. júní 2017 | Fastir þættir | 158 orð | 1 mynd

1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. g3 g6 6. Bg2 Bg7 7. 0-0...

1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. g3 g6 6. Bg2 Bg7 7. 0-0 0-0 8. Rc2 d6 9. Rc3 Da5 10. Bd2 Dh5 11. e4 Dxd1 12. Haxd1 Bd7 13. f4 Hfd8 14. h3 Re8 15. b3 Rd4 16. Rxd4 Bxd4+ 17. Kh2 Rc7 18. Re2 Bg7 19. e5 d5 20. cxd5 Bb5 21. Hfe1 Bxe2 22. Meira
2. júní 2017 | Í dag | 576 orð | 3 myndir

Bókamaður með mikinn áhuga á ættfræði

Ragnar Ólafsson fæddist að Kvíum í Þverárhlíð í Mýrasýslu 2.6. 1927, ólst þar upp og átti þar heimilisfang til 20 ára aldurs. Meira
2. júní 2017 | Í dag | 13 orð

Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig (Jóh. 14:1)...

Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig (Jóh. Meira
2. júní 2017 | Í dag | 49 orð | 1 mynd

Jónatan Atli Sveinsson

30 ára Jónatan ólst upp í Reykjavík, býr í Hafnarfirði, lauk MIB-prófi í viðskiptafræði og starfar hjá FerroZink heildsölu og þjónustu. Maki: Sólveig Margrét Kristjánsdóttir, f. 1989, aðalbókari. Dóttir: Embla Katrín, f. 2014. Meira
2. júní 2017 | Í dag | 78 orð | 2 myndir

Krefjandi tímar fram undan hjá Oliviu Newton-John

Grease-stjarnan Olivia Newton-John tilkynnti fyrir stuttu þær leiðinlegu fréttir að brjóstakrabbameinið sé snúið aftur. Söng- og leikkonan er orðin 68 ára gömul en greindist fyrst fyrir 25 árum. Meira
2. júní 2017 | Í dag | 55 orð

Málið

Meter er bæði lengdareining og mælir . Lengdareiningin fellur ekki vel að íslensku og betra þykir metri , um metra , frá metra , til metra . Mælirinn er e.t.v. algengastur í barómeter sem þýðir loftþyngdarmælir . Meira
2. júní 2017 | Árnað heilla | 306 orð | 1 mynd

Með gleði og jákvæðni að leiðarljósi

Guðrún Hanna Hilmarsdóttir, skólastjóri Alþjóðaskólans á Íslandi, fagnar 50 ára afmæli í dag. Hún er uppeldis- og menntunarfræðingur að mennt og að auki með meistaragráðu í fræðslustarfi og stjórnun. Meira
2. júní 2017 | Í dag | 264 orð

Orð kviknar af orði og limra af limru

Mér þykir rétt að byrja á „Tímans tönn“ – limru Helga R. Einarssonar: Ég veit ei hvað þessu veldur, Valdimar sýnist mér geldur. Hann sem að gældi við gellur og tældi nú ofur- er örlögum -seldur. Meira
2. júní 2017 | Fastir þættir | 173 orð

Rimstedtbræður. V-Allir Norður &spade;G85 &heart;KDG1052 ⋄G52...

Rimstedtbræður. V-Allir Norður &spade;G85 &heart;KDG1052 ⋄G52 &klubs;8 Vestur Austur &spade;109642 &spade;ÁKD &heart;Á73 &heart;64 ⋄D10 ⋄K97643 &klubs;G53 &klubs;96 Suður &spade;73 &heart;98 ⋄Á8 &klubs;ÁKD10742 Suður spilar 3G. Meira
2. júní 2017 | Í dag | 41 orð | 1 mynd

Sigurður Georg Óskarsson

30 ára Sigurður ólst upp í Kópavogi, býr þar, er pípulagningameistari, véla- og orkutæknifræðingur og starfar hjá Olíudreifingu. Maki: Annika Vignisdóttir, f. 1988, markaðsstjóri hjá Artica. Sonur: Leó Sigurðsson, f. 2015. Meira
2. júní 2017 | Í dag | 239 orð | 1 mynd

Sigurður Magnússon

Sigurður Magnússon fæddist á Reyðarfirði 2.6. 1928, sonur Magnúsar Guðmundssonar, verslunarmanns á Reyðarfirði, og k.h., Rósu J. Sigurðardóttur húsfreyju. Föðurbróðir Sigurðar var Björn, bóndi í Felli, faðir Emils, prests og fyrrv. Meira
2. júní 2017 | Í dag | 47 orð | 1 mynd

Smári Sigurðarson

30 ára Smári ólst upp á Akureyri, býr þar, lauk sveinsprófi í húsasmíði, einkaflugmannsprófi og rekur skemmtistaði á Akureyri. Systkini: Ágústa Berglind Hauksdóttir, f. 1978; Þorsteinn Ólafur Sigurðarson, f. 1979, og Fanney Sigurðardóttir, f. 1985. Meira
2. júní 2017 | Í dag | 217 orð

Til hamingju með daginn

85 ára Gísli G. Magnússon Hildur Jónsdóttir Jóhanna Stefánsdóttir Trausti S. Björnsson 80 ára Guðlaug S. Haraldsdóttir Hanna S. Meira
2. júní 2017 | Í dag | 82 orð | 1 mynd

Verðlaunaplata frá árinu 1995 verður að söngleik

Kanadíska söngkonan Alanis Morissette gaf út plötuna „Jagged little pill“ árið 1995 og hlaut hún mikið lof gagnrýnenda. Platan var tilnefnd til níu Grammy-verðlauna en hlaut fimm, m. Meira
2. júní 2017 | Fastir þættir | 271 orð

Víkverji

Hægt væri að skrifa kennslubók öðrum til varnaðar um umferðarskipulagsleysið í Reykjavík, umferðarómenninguna, hættuna, mengunina, tjónið og svo framvegis í boði meirihluta borgarstjórnar. Sérkafli yrði um þátt lögreglunnar. Meira
2. júní 2017 | Í dag | 117 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

2. júní 1707 Bólusótt barst til landsins með Eyrarbakkaskipi. Hún geisaði í tvö ár og þriðjungur Íslendinga lést úr henni. Meira

Íþróttir

2. júní 2017 | Íþróttir | 308 orð | 1 mynd

3:0 sigur kvennaliðsins gegn Möltu en í hörkuleik

Í San Marínó Kristján Jónsson kris@mbl.is Kvennalandsliðið í blaki hefur fundið fjölina sína í San Marínó og vann í gær annan leikinn í röð á Smáþjóðaleikunum eftir að hafa tapað fyrir Kýpur í fyrsta leiknum. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 633 orð | 2 myndir

Á ýmsu gekk í frjálsum

Í San Marínó Kristján Jónsson kris@mbl.is Frjálsíþróttafólkið bætti þrennum gullverðlaunum í sarpinn fyrir Ísland á Smáþjóðaleikunum í hitanum í San Marínó í gær. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 115 orð | 1 mynd

Báðu um leyfi fyrir Beiti

KR sendi í gær beiðni til KSÍ um undanþágu til að fá leikheimild fyrir markvörðinn Beiti Ólafsson í dag. Lokað er fyrir félagaskipti í knattspyrnu hér á landi til 15. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 591 orð | 2 myndir

Bein teighögg og stutta spilið mikilvægast

Golf Kristín María Þorsteinsd. kristinmaria@mbl.is Símamótið, fjórða stigamót Eimskipsmótaraðarinnar, hefst á Hamarsvelli í Borgarnesi í dag. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 64 orð

Birgir í allra fremstu röð

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék fyrsta hringinn á Swiss Challenge-mótinu í golfi í gær á fjórum höggum undir pari, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur lék á 68 höggum, fékk fimm fugla og einn skolla, og er í 3.-15.... Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 117 orð | 1 mynd

Bjarni aðstoðar Loga

Bjarni Guðjónsson var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Víkings R. í knattspyrnu til næstu tveggja ára. Hann verður Loga Ólafssyni, nýráðnum þjálfara liðsins, til halds og trausts. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 285 orð | 1 mynd

Borgunarbikar karla Bikarkeppni KSÍ, 16-liða úrslit: Leiknir R. &ndash...

Borgunarbikar karla Bikarkeppni KSÍ, 16-liða úrslit: Leiknir R. – Grindavík 1:1 Ósvald Jarl Traustason 68. – William Daniels 32. *Leiknir áfram eftir vítakeppni, 5:4. 2. deild karla Sindri – Höttur 1:1 Tómas Leó Ásgeirsson 46. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 633 orð | 2 myndir

Fer til Ungverjalands

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur ákveðið að ganga til liðs við ungverska úrvalsdeildarliðið Debreceni DVSC. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 263 orð | 4 myndir

* Helgi Sveinsson , spjótkastari úr Ármanni, vann til gullverðlauna í...

* Helgi Sveinsson , spjótkastari úr Ármanni, vann til gullverðlauna í fyrradag í Grand Prix-mótaröð IPC sem fram fór í París í Frakklandi. Helgi átti stigahæsta kastið í spjótkastskeppninni en lengsta kast hans var 56,06 metrar. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 222 orð | 1 mynd

Í vikunni birti hinn stóri fjölmiðill ESPN lista yfir 100 þekktustu og...

Í vikunni birti hinn stóri fjölmiðill ESPN lista yfir 100 þekktustu og vinsælustu íþróttamenn ársins 2017. Var listinn reiknaður út með því að taka saman fylgjendur þeirra á samfélagsmiðlum og leitarniðurstöður á netinu. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Borgunarbikar kvenna, 16 liða úrslit: Eimskipsv.: Þróttur R...

KNATTSPYRNA Borgunarbikar kvenna, 16 liða úrslit: Eimskipsv.: Þróttur R. – Haukar 16.30 Sindravellir: Srindri – Grindavík 18 Jáverksvöllurinn: Selfoss – ÍBV 18 Alvogenvöllurinn: KR – Stjarnan 19. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

Leiknir áfram eftir vító

Leiknir Reykjavík varð í gærkvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu. Leiknismenn, sem leika í næstefstu deild, unnu þá úrvalsdeildarlið Grindavíkur í Breiðholti eftir bráðabana í vítaspyrnukeppni. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Lyon varði þrennuna

Lyon vann í gærkvöld sigur á PSG í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna. Það var markvörður Lyon og franska landsliðsins, Sarah Bouhaddi, sem tryggði Lyon sigurinn með síðasta markinu í vítaspyrnukeppni. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Nístandi óvissa hjá Hildigunni í Leipzig

Útlit er fyrir Hildigunnur Einarsdóttir, landsliðskona í handknattleik, verði að leita sér að nýju liði fyrir næsta keppnistímabil eftir að Leipzig var synjað um leikheimild á næsta keppnistímabili hjá þýska handknattleikssambandinu í gær. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Óvissa um þrjá lykilmenn

„Ég met þá alla 50/50,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við mbl. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 253 orð | 1 mynd

Ráða illa við mótlæti

Í San Marínó Kristján Jónsson kris@mbl.is Karlalandsliðinu í blaki gengur illa á Smáþjóðaleikunum. Morgunblaðið fylgdist með þegar liðið tapaði þriðja leik sínum í mótinu í gær. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

Sex gull hjá Bryndísi og Hrafnhildi

Bryndís Rún Hansen og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa nú unnið sex gullverðlaun hvor á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Þá hefur Eygló Ósk Gústafsdóttir unnið fimm gull. Hrafnhildur keppti í 100 metra bringusundi og sigraði örugglega eins og við var búist. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 494 orð | 2 myndir

Skatturinn hvati til að halda sunnar

Fótbolti Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Valdís byrjar vel – Axel í 2. sæti

Hópur íslenskra kylfinga var á ferðinni á sterkum alþjóðlegum mótum í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir lék vel á fyrsta hring á Jabra Ladies Open-mótinu, sem er hluti af LET Access, sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Meira
2. júní 2017 | Íþróttir | 37 orð

Verðlaunin í San Marínó

Eftir þrjá keppnisdaga á Smáþjóðaleikunum í San Marínó hafa verðlaunin skipst sem hér segir á milli þátttökulandanna: GSB LÚXEMBORG 262214 ÍSLAND 191111 KÝPUR 131613 SVARTFJALLALAND 949 MÓNAKÓ 669 SAN MARÍNÓ 4610 LIECHTENSTEIN 236 MALTA 1711 ANDORRA... Meira

Ýmis aukablöð

2. júní 2017 | Blaðaukar | 308 orð | 4 myndir

Beislin upphaflega hugsuð fyrir djarfar týpur

Hildur Sumarliðadóttir útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2013, en hún býr nú í Danmörku þar sem hún starfar sem hárgreiðslukona auk þess sem hún hannar leðurbeisli og aðra fylgihluti undir merkjum Dark Mood. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 126 orð | 4 myndir

Draumurinn um Kaliforníu

Það er því ekkert skrýtið að naglalakkafyrirtækið OPI hafi sótt innblástur til sólríku Kaliforníu í sumarlínu sinni. Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 118 orð | 3 myndir

Drottningar maskaranna

Í sumartískunni er lögð mikil áhersla á þykk og löng augnhár. Þær sem ekki eru með augnháralengingar geta gert augnhárin löng, þykk og falleg með því að nota góða maskara. Drottning maskara er án efa Lash queen perfect black frá Helena Rubinstein. Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 205 orð | 2 myndir

Eftirlætis maskarinn

Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður, átti ekki í vandræðum með að nefna eftirlætis maskarann sinn enda hefur hún notast við hann undanfarin þrjú ár. Fyrir valinu varð maskarinn Volume Million Lashes frá L‘oreal, en hann hefur reynst Andreu vel. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 606 orð | 8 myndir

Elskar náttúrulegar snyrtivörur

Sólveig Þórarinsdóttir, jógakennari og eigandi jógastöðvarinnar Sólir, hugsar vel um sig bæði andlega og líkamlega. Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 442 orð | 7 myndir

Fimm sniðugir ferðafélagar í sumar

Hugrún Haraldsdóttir förðunarfræðingur er með puttann á púlsinum þegar kemur að förðunarvörum, en hún veit einnig upp á hár hvernig má komast af með fáar vörur þegar pakka þarf fyrir fríið. Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 68 orð | 2 myndir

Fljótandi mattar varir

Þú kemst ekki í gegnum sumarið nema skarta möttum vörum í skærum lit. Matte Shaker frá Lancôme er tilvalinn í sumarbrúðkaupið, í grillveisluna eða bara þegar þú ert heima að þrífa. Þessi matti litur á nefnilega eiginlega alltaf heima á vörunum. Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 185 orð | 1 mynd

Fullkomið fyrir þær sem nenna ekki að naglalakka sig

Kara Bessadóttir snyrtifræðingur á Lipurtá í Hafnarfirði segir að gellakk leysi mörg vandamál. Marta María | martamaria@mbl.is Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 47 orð | 2 myndir

Gerðu þig upp með blómamunstri

Í sumartískunni eru blómamunstur áberandi. Blómamunstur kemur til dæmis vel út á hvítu efni. Græn laufblöð í bland við pálmatré keyra upp stemninguna og gera hverja flík heillandi. Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 368 orð | 10 myndir

Himinháir hælar ekki málið í sumar

Hulda Katarína Sveinsdóttir, verslunarstjóri Geysis í Kringlunni, er vel að sér í skótískunni og veit upp á hár hvað verður vinsælt í sumar. Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 753 orð | 3 myndir

Hrifin af náttúrulegri förðun

Margrét Edda Gnarr stendur í ströngu þessa dagana en í haust mun hún keppa á Olympia-mótinu í Los Angeles, sem er eitt stærsta mótið í fitness á heimsvísu. Það verður því lítið um ísbíltúra, grillaða hamborgara og pylsur hjá henni þetta sumarið. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@gmail.com Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 325 orð | 4 myndir

Hyggst safna freknum og njóta lífsins í sumar

Hrefna Daníelsdóttir, eða Hrefna Dan eins og hún er jafnan kölluð, heldur úti vinsælu bloggi, sem og Instagram-reikningi. Blaðamaður fór á stúfana og spurði Hrefnu hver galdurinn á bak við skemmtilegt og persónulegt blogg væri. Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 1131 orð | 4 myndir

Kann því vel að búa í ferðatösku

Segja má að stílistinn Ellen Lofts búi í ferðatösku um þessar mundir, en hún hefur mikið verið á ferð og flugi undanfarin ár. Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 554 orð | 3 myndir

Leigubílstjóri nútímans

Lentuð þið aldrei í því fyrir hrun að leigubílstjórinn sem keyrði ykkur heim af djamminu talaði um hvað hann væri að græða mikið á hlutabréfakaupum? Og hvernig hann ætlaði að byggja upp stórveldi með einstökum hæfileikum á þessu sviði? Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 428 orð | 5 myndir

Léttari og styttri línur áberandi í sumar

Hárgreiðslumeistarinn Sigrún Davíðsdóttir, sem starfar á hárgreiðslustofunni Senter, er svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar kemur að hártískunni. Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 1608 orð | 4 myndir

Myndi aldrei fara bara í eitthvað

Ingibjörg Örlygsdóttir rak skemmtistaðinn Nasa við Austurvöll um árabil. Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 78 orð | 3 myndir

Nýr sumarlegur varasalvi frá Weleda

Snyrtivörufyrirtækið Weleda var að senda frá sér nýja varasalva í þremur fallegum litum sem nefnast Berry Red, Rose og Nude. Varasalvarnir henta konum á öllum aldri, en þeir mýkja varirnar og gefa fallegan glans. Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 40 orð | 4 myndir

Settu á þig kringlótt gleraugu

Ef þú ætlar að slá í gegn í sumar (og vera flottust) skaltu setja kringlótt sólgleraugu á nebbann á þér. Stærstu tískuhús heims eru með kringlótt gleraugu í sumarlínum sínum. Kringlótt gleraugu nútímans eru þó alls ekki hippaleg heldur... Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 769 orð | 6 myndir

Sundföt, strigaskór og sólgleraugu ómissandi í sumar

Þegar Elísabet Gunnarsdóttir, viðskiptafræðingur og eigandi vefsíðunnar Trendnet.is, er beðin að lýsa stílnum sínum segir hún hann vera frekar mínimalískan, en þó með smá „twisti“. Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 311 orð | 8 myndir

Svona færðu guðdómlega húð

Í sumar snýst allt um náttúrulega förðun og ljómandi húð, létta liti og ferskleika. Það skiptir alltaf miklu máli að undirbúa húðina vel fyrir förðun. Marta María | martamaria@mbl.is Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 298 orð | 6 myndir

Tanaðu þig í drasl

Það er nauðsynlegt að bera á sig sólarvörn til að verja húðina gegn útfjólubláum geislum sólarinnar. Það vill jú enginn verða eins og gamall leðursófi í september þegar skólaárið hefst á ný. Marta María | martamaria@mbl.is Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 540 orð | 5 myndir

Var með sama stílinn sjö ára

Þegar blaðamaður náði í skottið á Sögu Sig ljósmyndara hafði hún nýlokið við að leiðbeina nemendum Ljósmyndaskólans við portfólíógerð, en hún er kennari við skólann. Meira
2. júní 2017 | Blaðaukar | 193 orð | 4 myndir

Vertu berleggjuð í sumar

Sumrinu og sólinni fylgja ýmsar kvaðir. Eins og til dæmis það að vilja geta verið berfættur í skónum og jafnvel með bera leggi við sumarkjólinn. Margar konur upplifa sig þó varnarlausar þegar þær fara út úr húsi sokkabuxnalausar. Hvað er til ráða? Marta María | martamaria@mbl.is Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.