Tíu dropar Kaffisopinn er misgóður eftir því hvar hann er keyptur.
Tíu dropar Kaffisopinn er misgóður eftir því hvar hann er keyptur. — Morgunblaðið/G.Rúnar
Besta kaffið í Oslóarborg er að finna á kaffibarnum Stockfleth's. Þetta hafa blaðamenn Aftenposten fundið út eftir að hafa gert lauslega könnun á kaffigæðum bæjarins. Ástæða kaffikönnunarinnar var nýr kaffibar sem hefur fengið nafnið Far Coast.

Besta kaffið í Oslóarborg er að finna á kaffibarnum Stockfleth's. Þetta hafa blaðamenn Aftenposten fundið út eftir að hafa gert lauslega könnun á kaffigæðum bæjarins.

Ástæða kaffikönnunarinnar var nýr kaffibar sem hefur fengið nafnið Far Coast. Þrátt fyrir að kaffið sem þar er framreitt sé lagað með fulltingi sjálfvirkra kaffivéla staðhæfa aðstandendur staðarins að það standast samanburðinn við kaffi sem er hellt upp á á handvirkan máta. Blaðamenn Aftenposten fýsti að vita hvort þetta gæti staðist og fóru á stúfana til að gera samanburð á Far Coast og fimm vinsælustu kaffibörunum í Osló þar sem þeir drukku cappuccino, espresso og venjulegt, svart kaffi.

Niðurstaða þeirra var að Far Coast færi ekki með mikið fleipur í staðhæfingum sínum um kaffigæðin. Að auki þótti kaffiúrvalið gott og þjónustan framúrskarandi svo heildareinkun hans var býsna góð. Engu að síður þótti kaffið á Far Coast ekki eins gott og kaffið á Stockfleth's sem hafnaði í efsta sæti könnunarinnar. Þétt upp við Stockfleth's kom kaffihúsið Java en Far Coast lenti í þriðja sæti. Í fjórða sæti var Kaffebrenneriet, í því fimmta Karabista en kaffibarinn People & Coffee vermdi botnsætið í könnuninni.