Svanlaug Þorgeirsdóttir fæddist á Mýrum í Villingaholtshreppi Árnessýslu, 4. maí 1926. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. mars 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Eiríksdóttir húsfreyja f.16.12.1884 d.02.11.1967 og Þorgeir Jónsson bóndi f.05.04.1889 d.18.03.1960. Svanlaug var yngst sex systkina; a) Helgi f.29.07.1912 d.28.12.1996 b) Jón f.02.08.1913 d.09.06.1985 c) Eiríkur f.05.04.1917d) Þórður f.14.06.1920 d.07.05.1954 e) Lilja f.24.04.1923. Svanlaug giftist 15.08.1957 Guðlaugi Magga Einarssyni, hæstaréttarlögmanni f.13.01.1921 d.17.02.1977. Þau skildu. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Sigríður Guðlaugsdóttir bæjarfulltrúi f.10.02.1893 d.02.05.1967 og Einar Birgir Kristjánsson byggingameistari f.22.02.1892 d.02.08.1966. Dætur Svanlaugar og Guðlaugs Magga eru 1) Svana Guðlaugsdóttir fjármálastjóri f.06.07.1961 búsett á Eskifirði, maki Andrés Elisson rafiðnfræðingur f.22.08.1957. Þau eiga tvær dætur a) Guðlaug Dana félagsfræðingur f.17.03.1981 búsett á Eskifirði í sambúð með Þórhalli Hjaltasyni stýrimanni f.27.08.1980. Þau eiga einn son Andrés Leon f.19.01.2003. b) Ingunn Eir snyrtisérfræðingur f.15.07.1983 búsett á Eskifirði í sambúð með Páli Birgi Jónssyni tölvunarfræðingi f.13.07.1981. Þau eiga einn son, Orra Pál f.07.11.2007. 2) Sunna Guðlaugsdóttir læknir f.17.08.1962 búsett í Reykjavík, maki Snorri Ingimarsson rafmagnsverkfræðingur f.06.01.1960. Þau eiga fjögur börn a) Svanlaug Dögg rafmagnsverkfræðingur f.29.05.1981 búsett í Hollandi b) Stefán Karl verkfræðinemi f.18.07.1986 búsettur í Reykjavík c) Sigurþór Maggi f.19.03.2002 d) Sævar Breki f.01.12.2004. Svanlaug giftist 10.07.1971 Sigurþóri Magnússyni verkstjóra f.28.07.1928. Foreldrar hans voru María Aradóttir húsfreyja f.09.12.1895 d.24.10.1971 og Magnús Gíslason bóndi f.12.04.1886 d.27.11.1938. Svanlaug ólst upp á Mýrum í Villingarholltshreppi en fluttist ung að árum til Reykjavíkur og lagði stund á nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Lengst af starfsævi sinni vann hún sem talsímavörður hjá Landsíma Íslands við Austurvöll og síðar í Ármúla til starfsloka. Svanlaug hafði mikla ánægju af ferðalögum. Meðan hún gat, stundaði hún hannyrðar (saumaði og prjónaði). Þær eru ófáar peysurnar sem barnabörnin hafa fengið. Útför Svanlaugar fer fram frá Laugarneskirkju í dag föstudaginn 3 apríl kl: 13:00.

Nú er komið að kveðjustund yndisfríða amma mín.

Þú varst mér svo náin og kær

Að þú verður mér ávallt í hjarta minnisstæð

Í hjarta mínu þig geymi

Hvert sem ég geng, hvert sem ég fer.

Óháð tíma og stundar

Þú verður ávallt engillinn minn.

/

Engill hefurðu verið alla mína tíð

Styrkur og þróttur einkennt hefur þig

/

Ég vex úr grasi

með þinn styrk að baki

Ég elska þig svo heitt

því verður aldrei breytt

/

Ég kallaði þig álf

Þegar í skóla ég gekk, heima hjá þér bjó

Þar ræddum við okkar hjartans mál

Mikil glaumur og gleði ríkti þá.

/

Og hvert sem þú fórst varst þú dýrkuð og dáð

Fegurð og yndisauka þínum aldrei ég gleymi

Hvar sem þú gekkst sá hver maður

þinn styrk, visku og yndislegu nánd.

/

Þú fyrirmynd varst mér

Ávallt ég bý að því

Hér með þakka ég fyrir

Að hafa átt þig alla mína tíð

/

Ég er á ferð og flugi

Eitt andartak stöðvast tíminn

Mér litið er í spegil

Þá er mér það ljóst

Að þú endurspeglast í mér

/

Ég gleðst yfir því

Að hafa orðið það ljóst

Að þú lifir í mér

Alla mína tíð.

/

Þannig er lífsins vegur

Þakklát er ég fyrir þann tíma

Sem gefinn okkur var

Minningu þína ávallt ég heiðra og ber í brjósti mér.

/

Þinn styrk ætla ég mér að nýta

Til góðs og framtíðar

Drauma mína læt ég rætast

Fyrirmynd mín ert þú.

/

Sú hugsun  er fjarstæð að aldrei

Mun ég líta þig augum oftar

Að hafa átt þig

þakka ég nú.

/

Eitt skaltu vita að saman við göngum

Minn góða og bjarta veg.

Ávallt þú verður minn drifkraftur

/

Ég endalaust get skrifað

Hér læt ég þetta duga

Þú veist hvað ég geymi

Þú munt ávallt fylgja mér.

Þín,

Guðlaug Dana Andrésdóttir

Elsku Svana okkar.

Við viljum kveðja þig í hinsta sinn með þessu ljóði:

Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)

Elsku Siggi, Svana, Sunna og fjölskyldur. Sendum ykkur okkar samúðarkveðjur.

Guðlaugur Maggi, Elísabet Iðunn, Ingunn Hrund, Auður Björk, Erna Bryndís og fjölskyldur.