Árni Lárusson fæddist á Tjörn á Skaga 8.4. 1912. Hann lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi á Akureyri 26.3. 2009. Foreldrar hans voru Árnína Árnadóttir, f. 1888, d. 1975 og Lárus Frímannsson, f. 1886, d. 1970. Systkini Árna eru: Laufey Jónsdóttir, f. 1907, d. 1984, Sólborg Lárusdóttir, f. 1916, d. 1944, Ester Lárusdóttir, f. 1918, Bergur Lárusson, f. 1920, d. 1988, Sumarliði Lárusson, f. 1922, d. 2004 og Ingimar Lárusson, f. 1924. Árni kvæntist 7.11. 1939 Jónu Jóhannsdóttir, f. á Skriðulandi í Arnarneshreppi 4.9. 1913, d. á Dalvík 19.9. 1984. Foreldrar hennar voru Jórunn Anna Jóhannesdóttir, f. 1886, d. 1940 og Jóhann Páll Jónsson, f. 1878, d. 1945. Börn þeirra Árna og Jónu eru: 1) Jóhann Páll Árnason, f. 1.6. 1940, kona hans er María Jansdóttir, f. 11.3. 1932, þau eiga einn son. 2) Guðmundur Árnason, f. 12.3. 1942, kona hans er Snjólaug Gestsdóttir, f. 17.7. 1950, þau eiga tvær dætur og fimm barnabörn. 3) Lárus Árnason f . 16.11. 1943, d. 5.1. 1944. 4) Jórunn Anna Árnadóttir f . 5.1. 1947, d. 24.2. 1947 og Óskar Þór Árnason, f. 5.1. 1947, kona hans er Elísabet Hallgrímsdóttir, f. 30.4. 1949, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. Árni ólst upp á Tjörn og Kálfshamri á Skaga þar til fjölskyldan fluttist til Dalvíkur árið 1932. Fyrst bjuggu þau í Háagerði en byggðu síðan Hvamm og fluttu þangað jarðskjálftaárið 1934. Árni og Jóna byrjuðu búskap í Grundargötu 2 (Gamla skólanum) en keyptu Hvamm 1942 og fluttu þangað. Þar bjuggu þau þegar Jóna dó og Árni síðan einn þar til hann flutti til Akureyrar 1994. Þar keypti hann íbúð í Lindarsíðu 4, og bjó þar einn og sá um sig sjálfur þar til hann flutti á Kjarnalund árið 2007 þá 95 ára og átti þar notalegt ævikvöld. Árni átti hin síðari ár góða vinkonu, Sigríði Sveinsdóttir, f. 1.9. 1923 og var einnig mjög kært milli Árna og allrar hennar fjölskyldu. Árni vann að búi foreldra sinna þar til þau fluttu til Dalvíkur en eftir það við sjómennsku og verkamannastörf þar til hann seldi bátinn sinn og húsið á Dalvík. Einnig voru þau Jóna og Árni með smábúskap í Hvammi, fáeinar ær og 2 kýr þegar mest var, en því var hætt um 1970. Árni starfaði mikið að verkalýðsmálum og var um skeið formaður Verkalýðsfélags Dalvíkur og síðar heiðursfélagi í verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju á Akureyri. Útför Árna fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 3. apríl, og hefst athöfnin kl. 13.30.

Elsku Árni ( (

Það er margt sem rifjast upp þegar við hugsum til þín. Eins og þegar þú fórst með okkur í Hrísey, kenndir okkur að þekkja ýmsar jurtir og sagðir okkur frá umhverfinu. (Það var alltaf jafn spennandi þegar þú bauðst okkur heim og alltaf vissum við myndum fá Lindor súkkulaði í kveðjugjöf sem okkur þótti mjög spennandi. Fyrir jólin hringdir þú alltaf og bauðst okkur systrum í heimsókn því þú vildir fá að sjá okkur fyrir jólin og alltaf komum heim með fullan poka af vörum, góðvild þín í okkar garð var ómetanleg.  (

Okkur fannst þú ávallt jafn flottur á bláa hjólinu þínu og ekki skemmdu speglarnir fyrir á þá sýn. (

Alltaf hugsaðir þú til okkar þegar eitthvað markvert var að gerast í okkar lífi og ætíð varstu að hugsa um aðra í kringum þig.  (

Þegar þú komst röltandi með stafinn þinn og brosið. (Þegar þú lagaðir heyrnatækin þín til heyra hvað við litlu stelpurnar höfðum að segja, þegar þú laumaðir að okkur smápeningum og klappaðir okkur á kollinn. Þú gafst okkur hlýju og kærleika. (

Elsku Árni, við þökkum þér fyrir yndislegu stundirnar og hlýjuna sem þú gafst okkur, þær eru ómetanlegar. Í okkar hjörtum varstu einn af fjölskyldu okkar. ( (

Sælt er að geta sofið rótt (
svefnsins draumar koma fljótt (
Englar vaka yfir þér (
Svo vöknum við með sól að morgni (
Svo vöknum við með sól að morgni.

Kæru Jóhann, Guðmundur, Óskar og fjölskyldur, ykkur vottum við okkar dýpstu samúð.

Petra, Kolbrún, Sigríður og Kristín.