Salvör Sumarliðadóttir, húsmóðir í Hafnarfirði, fæddist í Stykkishólmi 6.nóv. 1923. Hún andaðist á Hjúkrunaheimilinnu Ási í Hveragerði þann 31 mars s.l. Foreldrar hennar voru hjónin Sumarliði Einarsson, f.25.júlí 1889 - d.18.sept. 1972, og Guðrúnu Randalín Sigurðardóttur, f.12.júlí 1880 - d.28.jan. 1952 Systkini Salvara voru: Sigurjón, f.1909 – d.1942, Guðmundur, f.1911 – d.1971, Sigurður, f.1913 – d.1996, Lárus, f.1914 – d.2002, Sigríður, f.1916 – d.1941, Guðbjartur Hannes, f.1919 – d.1970, Ágústa, f.1920 – d.2000, Kristinn Breiðfjörð, f.1921 – d.1983, Jón Kristján, f.1926 – d.1984. Hálfsystkini Salvarar samfeðra: Guðrún, f.1926 – d.2003, drengur f.1945 – d.1946, Bergþóra, f.1946, Sigurður Hafsteinn, f.1948 – d.2006, Jósef, f.1949, Arndís, f.1950, Guðrún Sigríður, f.1951, Halldóra, f.1953, Ólafur Þór, f.1956, Ester, f.1957, Þórey, f.1959, Sóley, f.1960. Á þessum árum kynnist Salvör lífsförunaut sínum, Ólafi Geir Sigurgeirssyni, Þann 16.nóv. 1946 gengu þau Ólafur í hjónaband, Ólafur var fæddur í Hafnarfirði 3. júlí 1925, en hann andaðist 27.apríl 2008. Börn Salvarar og Ólafs : 1) Ingibjörg Guðmunda, f. 31.mars 1945 í Hafnarfirði. Var gift Elíasi Hjörleifssyni (látinn 2001),Sonur þeirra er: Ólafur. 2) Bára,f. 20.ágúst 1946. Eiginmaður hennar er Elías Andri Karlsson. Dætur Báru frá fyrra hjónabandi eru: Helena og Susanna. 3) Arnfríður Kristín, f. 3.júní 1950. Eiginmaður Arnfríðar er Steingrímur Viktorsson. Börn þeirra eru: Viktor, Ævar Geir (d.2,júní,1984) og Margeir. 4) Sigrún, f. 7.maí 1954 - d. 11.sept. 1954 5) Sólrún, f. 7.maí 1954 - d. 12.sept. 1954 6) Sigurgeir, f. 7.maí 1961. Eiginkona hans er Oddný Hrafnsdóttir, . Börn þeirra eru: Kristjana Helga og Ólafur. 7) Hilmar Már, f. 25.des. 1964. Eiginkona hans er Eygló Sigurjónsdóttir. Börn þeirra eru: Sigurjón og Hafdís. 8) Guðbjörn, f. 1.apríl 1967. Eiginkona hans er Áslaug Eyfjörð. Börn þeirra eru: Andri Freyr, Arna Salvör og Nökkvi Þór. Sonur Guðbjörns frá fyrri sambúð er: Þórður Geir. Þau Salvör og Ólafur hófu búskap að Linnetstíg 13 í Hafnarfirði árið 1944, Síðustu æviárin bjuggu þau Salvör og Ólafur á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Húsmóðurstörfin voru Salvöru alla tíð hjartfólgin og var henni mjög umhugað um velferð og uppeldi barna sinna. Þrátt fyrir stórt heimili vann hún við fiskvinnslu þegar færi gafst og jafnframt við saumaskap heimafyrir. En heimilið var alltaf númer eitt og til hennar var alltaf hægt að leita, enda hjartahlýjan og umhyggjan einstök. Þrátt fyrir sorgir og áföll á lífsleiðinni bar Salvör harm sinn í hljóði. Hún var sérstaklega ljúf og glaðlynd en samt stöðföst og ákveðin. Hún var alltaf til staðar og þegar barnabörnin komu til sögunnar var hún besta amma í heimi. Hennar er sárt saknað. Fjölskylda Salvarar sendir starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði bestu þakkir fyrir frábæra umönnun og einstaka umhyggju í veikindum hennar.

Mig langar að þakka þér Salla mín fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman í gegnum tíðina, minningarnar yljar mér um hjartarætur. Einnig langar mig líka til að þakka þér fyrir að vera Sigurjóni og Hafdísi góð amma, það eru góðar minningar sem þau geyma í hjörtum sínum. Elsku Salla mín, núna ertu farin til betri heims, komin til Óla og stelpnanna þinna og ég er sannfærð um að nú líður þér vel.

Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)


Með þessu sálmi kveð ég þig Salla mín.

Blessuð sé minning þín.

Þín tengdadóttir,

Eygló.