Troða margfalt í farþegavélarnar

Steinn Logi Björnsson, forstjóri flugfélagsins Bláfugls, sem starfrækir sex fraktflutningavélar, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að tiltölulega lítil breyting hafi orðið á starfsemi félagsins þrátt fyrir hið fordæmalausa ástand sem nú varir. „Ég get ekki sagt að ég finni fyrir mikilli aukningu í fraktfluginu hjá okkur, en heldur ekki minnkun,“ segir Steinn Logi.

Hann segir að það sem jafni út málið sé að minnkun sé í flutningi á ferskum fiski til Evrópu, en spurn eftir hágæðafiski hafi dregist saman í takt við lokanir veitingahúsa. „Á móti kemur aukning í einhverjum veitingahúsum, en í heildina finnum við ekki fyrir aukningu þar.“