Fíkillinn elskar ekki, hann dýrkar!

Jón Már Ásbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Une Misère.
Jón Már Ásbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Une Misère.

Une Misère náði aðeins einu giggi í Bandaríkjunum áður en kórónuveiran batt enda á fyrstu tónleikaferð íslenska málmbandsins þar um slóðir í mars. Jón Már Ásbjörnsson söngvari tók þeim tíðindum af stóískri ró enda á margfalt betri stað en fyrir fimm árum þegar hann var í þungri dagneyslu. Nú er hann laus úr fjötrum fíknarinnar og hefur alfarið gefið sig tónlistinni á vald.

„Já, ég þarf að fara að breyta því,“ segir Jón Már Ásbjörnsson léttur í bragði, þegar ég færi í tal við hann gegnum símann að hann sé titlaður barþjónn í skránni. Nokkuð er nefnilega síðan Jón Már lagði hanastélshristarann á hillunna og sneri sér alfarið að köllun sinni í þessu lífi, tónlistinni. Í dag stjórnar hann síðdegisþættinum Séra Jón á útvarpsstöðinni X 977 og syngur í málmbandinu Une Misère sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, innan lands sem utan.

Við lifum á undarlegum tímum en Jón Már kveðst hafa það prýðilegt enda er hann samfélagslega ábyrgur, eins...