Hláturinn styttir bannið

Úr hinni frábæru gamanmynd A Fish Called Wanda. Michael Palin …
Úr hinni frábæru gamanmynd A Fish Called Wanda. Michael Palin í hlutverki hins ólánsama Ken.

Hláturinn lengir lífið og styrkir þá væntanlega ónæmiskerfið líka þó erfitt sé að sanna slíkt vísindalega. Ofanritaður kastaði út neti sínu á fésbók á dögunum og spurði hvaða gamanmyndum fésbókarvinir og -ættingjar mæltu með. Aflinn var góður þó lítið hafi að vísu verið um myndir á öðrum tungumálum en ensku, að íslensku undanskilinni. Vonandi nær gott gamanmyndagláp að stytta bið þína, kæri lesandi, eftir því að samkomubanni ljúki.

Íslenskt? Já takk!

Ef við byrjum hér heima þá eru nokkrar íslenskra myndir sem flokka má sem grínklassík og því skylduáhorf í samkomubanni. Þarf vart að nefna Með allt á hreinu og Stellu í orlofi, Sódómu Reykjavík og Lífs-myndirnar, þ.e. Nýtt líf, Löggulíf og Dalalíf. Við má bæta Á annan veg, Perlum og svínum og Íslenska draumnum og biðst ég forláts ef einhverjar góðar gleymdust í þessari upptalningu. Sú nýjasta, Síðasta...