Morgunblaðið
| 19.4.2020
| 12:02
Það venst ekki vel að fjúka
Anna Lyck Filbert gekk ekki til liðs við Björgunarsveitina Kjöl fyrr en hún var komin yfir fertugt. Síðan hefur það verið lífsstíll að þeysast um og liðsinna fólki í neyð en Anna missir sjaldan af útkalli. Nú er hún þó aldrei þessu vant ekki í framlínunni þegar neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað.
Í bækistöð Björgunarsveitarinnar Kjalar í Þórnýjarbúð á Kjalarnesi hangir stöðvunarskyldumerki í öndvegi uppi á vegg. Það slitnaði upp með rótum, ef svo má segja, 14. febrúar síðastliðinn og fauk ásamt ýmsu öðru, mönnum og hlutum, um Grundarhverfi og nágrenni í einu mesta fárviðri sem um getur í seinni tíð þar um slóðir. Kári gamli eirði engu og meðal annars fauk þak að hluta af fjölbýlishúsi við Jörfagrund. Til allrar hamingju var vindáttin hagstæð, suðaustanátt, og þakið hafnaði fyrir vikið fjarri mannabyggð úti í móa – hrossum á beit til ómældrar undrunar. Það var ekki að ástæðulausu að gefin hafði verið út rauð veðurviðvörun fyrir svæðið –...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
– það er ókeypis og án skuldbindingar.
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.