Dauðsföllin gætu verið tvöfalt fleiri á Bretlandi

Heilbrigðisstarfsmaður á sjúkrahúsi í norðurhluta Lundúnar flytur veikan sjúkling á …
Heilbrigðisstarfsmaður á sjúkrahúsi í norðurhluta Lundúnar flytur veikan sjúkling á milli deilda. AFP

Faraldur kórónuveiru kann nú þegar að hafa leitt allt að 41 þúsund manns til dauða á Bretlandseyjum. Er það rúmlega tvöfalt hærri tala en sú sem gefin hefur verið út af yfirvöldum þar í landi. Greint er frá þessu á vefsíðu Financial Times sem í umfjöllun sinni styðst við gögn frá tölfræðistofnun Bretlands.

Samkvæmt talnagögnum frá bandaríska háskólanum Johns Hopkins hafa nú rúmlega 17.300 manns látið lífið á Bretlandseyjum vegna Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Til viðbótar eru þar yfir 130 þúsund staðfest smit. Tölur látinna í Bretlandi sem birtar eru af Johns Hopkins byggja allar á einstaklingum sem látist hafa á breskum sjúkrastofnunum og voru með staðfest kórónuveirusmit. Umfjöllun Financial Times, sem byggir á gögnum tölfræðistofnunarinnar og gefin voru út síðastliðinn þriðjudag, notast einnig við tölur yfir andlát einstaklinga utan veggja sjúkrastofnana.

Samkvæmt þessum gögnum þykir ýmislegt benda til að hápunkti dauðsfalla hafi...