Dauðsföllin gætu verið tvöfalt fleiri á Bretlandi
Faraldur kórónuveiru kann nú þegar að hafa leitt allt að 41 þúsund manns til dauða á Bretlandseyjum. Er það rúmlega tvöfalt hærri tala en sú sem gefin hefur verið út af yfirvöldum þar í landi. Greint er frá þessu á vefsíðu Financial Times sem í umfjöllun sinni styðst við gögn frá tölfræðistofnun Bretlands.
Samkvæmt talnagögnum frá bandaríska háskólanum Johns Hopkins hafa nú rúmlega 17.300 manns látið lífið á Bretlandseyjum vegna Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Til viðbótar eru þar yfir 130 þúsund staðfest smit. Tölur látinna í Bretlandi sem birtar eru af Johns Hopkins byggja allar á einstaklingum sem látist hafa á breskum sjúkrastofnunum og voru með staðfest kórónuveirusmit. Umfjöllun Financial Times, sem byggir á gögnum tölfræðistofnunarinnar og gefin voru út síðastliðinn þriðjudag, notast einnig við tölur yfir andlát einstaklinga utan veggja sjúkrastofnana.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.