Musteri íslenskrar tungu 70 ára

Fyrsta leikritið sem sýnt var á sviði Þjóðleikhússins, sjálft vígslukvöldið, …
Fyrsta leikritið sem sýnt var á sviði Þjóðleikhússins, sjálft vígslukvöldið, var Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson í leikstjórn Indriða Waage. Sýningin var samtals sýnd 28 sinnum fyrir 16.600 áhorfendur. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Þjóðleikhúsið var vígt sumardaginn fyrsta, 20. apríl 1950, 21 ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin. Í tilefni af 70 ára afmæli Þjóðleikhússins leitaði Silja Björk Huldudóttir til allra þeirra sem gegnt hafa stöðu þjóðleikhússtjóra og bað þau svara því: 1) Hver hafi verið mesta áskorun þeirra í starfi. 2) Af hverju þau væru stoltust í sinni leikhússtjóratíð. 3) Hvert þau teldu mikilvægi Þjóðleikhússins í samtímanum. 

Guðlaugur Rósinkranz í júní 1972 þegar hann lét af starfi …
Guðlaugur Rósinkranz í júní 1972 þegar hann lét af starfi Þjóðleikhússtjóra eftir 23 ára starf. mbl.is/Ólafur K. Magnússon