Hljóp inn á þing

Lasse Virén kemur fyrstur í mark í 5.000 m hlaupinu …
Lasse Virén kemur fyrstur í mark í 5.000 m hlaupinu á Ólympíuleikunum 1976. Dick Quax frá Nýja-Sjálandi (691) varð annar og Klaus Hildenbrand frá Vestur-Þýskalandi náði bronsinu með því að kasta sér fram AP

Hlauparinn með stóra brosið, Mo Farah, uppskar verðskuldaða aðdáun þegar honum tókst að sigra bæði í 5 og 10 þúsund metra hlaupi á tvennum Ólympíuleikum í röð. Náði hann því 2012 og 2016. En hver var fyrstur að afreka slíkt?

Finninn Lasse Virén náði því fyrstur, en Finnar eiga glæsilega hefð á hlaupabrautinni. Íþróttadeildin fékk hvatningu um að dusta rykið af Virén í Sögustundinni og er sjálfsagt að gera það, en Virén hélt merki Finna hátt á lofti á áttunda áratugnum. Finnar áttu mikla afreksmenn í hlaupum á þriðja áratugnum. Hannes Kolehmainen, Ville Ritola og Paavo Nurmi unnu allir til margra verðlauna á Ólympíuleikum en sá síðastnefndi er þeirra frægastur og var kallaður Finninn fljúgandi. Um hálfri öld síðar tók Virén við keflinu.

Lasse Virén sigraði í 5 þúsund og 10 þúsund metra hlaupi á hinum frægu Ólympíuleikum í München árið 1972. Eflaust kom árangurinn mörgum á óvart því Virén var ekki mjög þekktur. Árið áður hafði hann hafnað í 7. og 17. sæti í þessum...