Í fullum herklæðum í þrjátíu stiga hita

Eysteinn Sigurðarson leikur í The Last Kingdom og koma þættirnir …
Eysteinn Sigurðarson leikur í The Last Kingdom og koma þættirnir út á Netflix í dag.

Leikarinn Eysteinn Sigurðarson fer með hlutverk í fjórðu þáttaröð The Last Kingdom sem verður aðgengileg 26. apríl á Netflix.

Eysteinn býr nú í London en hann nam leiklist í Listaháskóla Íslands, útskrifaðist þaðan fyrir fimm árum og starfaði í Borgarleikhúsinu um skeið, lék þar m.a. í söngleiknum Mamma Mia! og leikritinu Hver er hræddur við Virginiu Woolf? og vakti auk þess athygli fyrir leik sinn í páskamynd RÚV fyrir tveimur árum, Mannasiðum.

Á margt sameiginlegt með Gunnari á Hlíðarenda

„Þættirnir eru sögulegur skáldskapur sem byggist á bókaflokki eftir Bernard Cornwell. Sögusviðið er Bretlandseyjar á tíundu öld, þegar kristnir Saxar börðust gegn innrásum heiðinna víkinga,“ segir Eysteinn um efni þáttanna og að söguhetja þeirra, Uthred nokkur Ragnarsson, hafi fæðst sem Saxi en alist upp með víkingum og sé því milli tveggja heima. „Hann á margt sameiginlegt með Gunnari okkar á...