Hjarðónæmi gæti brátt myndast í Stokkhólmi

Veitingastaðir hafa haldið rekstri sínum áfram í Stokkhólmi. Myndin er …
Veitingastaðir hafa haldið rekstri sínum áfram í Stokkhólmi. Myndin er tekin 22. apríl sl. AFP

Sendiherra Svíþjóðar í Bandaríkjunum segir líkur á að hjarðónæmi myndist gegn kórónuveiru í Stokkhólmi í maí næstkomandi, en þar í landi hafa stjórnvöld gripið til talsvert vægari aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Sú afstaða stjórnvalda hefur ekki verið án gagnrýni, meðal annars frá fjölmörgum læknum þar í landi. Alls eru nú hátt í 2.400 látnir í Svíþjóð og um 20 þúsund staðfest tilfelli.

„Um 30% íbúa Stokkhólms hafa myndað ónæmi,“ sagði Karin Ulrika Olofsdotter, sendiherra Svíþjóðar í Bandaríkjunum, í samtali við bandarísku útvarpsstöðina NPR í Washington. „Við gætum jafnvel náð hjarðónæmi í höfuðborginni strax í næsta mánuði.“