Fæ ekki færri hugmyndir nú en þegar ég var ungur

Sveinn aldrei þessu vant á leið á leiksýningu árið 2015, …
Sveinn aldrei þessu vant á leið á leiksýningu árið 2015, ásamt eiginkonu sinni Þóru Kristjánsdóttur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

82 árum eftir að hann sá sína fyrstu leiksýningu býr Sveinn Einarsson, leikstjóri og rithöfundur, enn að brennandi ástríðu fyrir leiklistinni. Hann sendi frá sér tvær bækur í fyrra og skrifar á hverjum degi. Þá fær hann ekkert færri hugmyndir núna en þegar hann var ungur. Eini munurinn er sá, segir hann, að samfélagið hefur ekki eins mikinn áhuga á þeim.

Mánudagur er fínn. Faðir minn hóf öll verk á mánudegi og vísaði í Biblíuna. Komdu bara með sólina með þér,“ segir Sveinn Einarsson hress í bragði þegar við mælum okkur mót gegnum símann og á þarna vitaskuld við dr. Einar Ól. Sveinsson, prófessor og forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Ég stend við mánudaginn en ofmælt er að segja að ég komi með sólina með mér; en hann hangir í öllu falli þurr þennan milda vormorgun og hitastigið losar tíu gráðurnar.

Sveinn tekur glaðlega á móti mér úti á stétt og býður til stofu og upp á dýrindis te. Við gætum þess að sjálfsögðu að virða settar...