Í fyrsta sinn frá lokum kalda stríðsins
Fjögur bandarísk herskip, þrír tundurspillar og birgðaskip, auk breskrar freigátu voru mánudaginn 4. maí síðastliðinn við æfingar í Barentshafi fyrir norðan Finnland og Rússland. Fjölmiðill bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Stars and Stripes, greinir frá þessu en bandarísk herskip hafa ekki verið á þessum slóðum síðan um miðjan níunda áratug síðustu aldar, eða frá lokum kalda stríðsins.
„Á þessum krefjandi tímum er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að við látum stöðugt að okkur kveða um alla Evrópu,“ er haft eftir yfirmanni 6. flota Bandaríkjanna, Lísu Franchetti aðmíráli, í tilkynningu sem send var út vegna æfingarinnar. „Við erum staðráðin í að stuðla að svæðisbundnu öryggi og stöðugleika á meðan við byggjum upp traust og styrkjum forsendur árvekni á norðurslóðum.“
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.