Var sem ógnandi dýr í norskum fjörðum
Orrustuskipið Tirpitz er enn eitt stærsta herskip sem smíðað hefur verið fyrir evrópskan her. Var það tekið í þjónustu Þriðja ríkisins árið 1941 og eyddi nær öllum sínum styrjaldarárum í norskum fjörðum þaðan sem það gat ógnað skipalestum bandamanna á Norður-Atlantshafi. Ummerki eftir þennan risa má enn greina í norsku landslagi og trjágróðri.
Tirpitz og systurskipið Bismarck voru af Bismarck-gerð orrustuskipa sem smíðuð voru fyrir sjóher Þriðja ríkisins á árunum fyrir og um stríð. Tirpitz er nefnt eftir aðmírálnum Alfred von Tirpitz, sem skipulagði flotaveldi þýska keisaradæmisins fyrir heimsstyrjöldina fyrri, og er Bismarck nefnt eftir Otto von Bismarck, kanslara Þýskalands árin 1871-1890.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.