Myrkir dagar gondólasmiða

Skilyrt er að bera andlitsgrímur í skemmtisiglingum gondólanna í Feneyjum …
Skilyrt er að bera andlitsgrímur í skemmtisiglingum gondólanna í Feneyjum sem hófu siglingar í vikunni eftir næstum þriggja mánaða stopp. AFP

Framtíð hinna hefðbundnu gondólasmiðja í Feneyjum þykir í tvísýnu. Þaðan hafa engin smíðahljóð borist lengi; hið eina sem rýfur þögnina er þýðlegt klapp vindbárunnar sem gjálfrar vært við fordyr þeirra á síkisvatninu í Feneyjum.

Þegar ítalski meistarinn Canaletto málaði víðmyndir sínar af borginni fljótandi á 18. öld voru bátasmiðjurnar sem gengu undir heitinu „squeri“ 10 til 12. Nú eru aðeins fjórar þeirra starfandi. Þær hafa allar verið lokaðar frá því blátt bann var lagt við siglingum gondólanna vegna kórónuveirufaraldursins.

Gondólasmiður sverfir viðarbönd gondóls í smíðum í skipastöð Roberto Dei …
Gondólasmiður sverfir viðarbönd gondóls í smíðum í skipastöð Roberto Dei Rossi í Feneyjum. AFP

„Feneyjar án gondólanna eru myrkar og merkingarlausar,“ sagði Roberto Dei Rossi, einn örfárra bátasmiða af gamla skólanum sem smíðuðu löngu svörtu bátana sem siglt hafa löngum með ferðamenn um síkin frægu. Smíðar þessi 58 ára völundur fjóra til fimm gondóla á ári í höndunum, en smíði hvers og eins tekur um 400...