„Er nú hægt en örugglega að þurrkast út“
„Þýski sjóherinn, sem þessi sjálfskipaði herkænskusnillingur, foringinn, byggði svo stoltur upp er nú hægt en örugglega að þurrkast út. Nú hefur Scharnhorst, 26 þúsund tonna orrustubeitiskip, farið niður á hafsbotninn — sem er nú ekki óvenjuleg afleiðing átaka við konunglega breska sjóherinn.“ Á þessum orðum hófst fréttamynd Movietone News sem flutti almenningi fregnir af grimmilegum örlögum þessa vígdreka í jólahátíðinni árið 1943. Af um 1.700 manna áhöfn Scharnhorst komust lífs af þrjátíu og sex sjómenn.
Scharnhorst og systurskipið Gneisenau voru af Scharnhorst-gerð orrustuskipa sem smíðuð voru fyrir sjóher Þriðja ríkisins á árunum fyrir og um stríð. Scharnhorst er nefnt eftir prússneska hershöfðingjanum Gerhard von Scharnhorst (d. 28. júní 1813) sem meðal annars var yfir herskólanum í Hannover og fyrsti yfirmaður prússneska herforingjaráðsins. Vert er að geta þess að Þjóðverjar flokkuðu Scharnhorst-gerð skipa sem orrustuskip en Bretar litu fremur á...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.