Hefur áhyggjur af haustinu

Sigurður segist stundum segja að loðnan hafi komið inn á …
Sigurður segist stundum segja að loðnan hafi komið inn á byggingarmarkaðinn. Nú séu allir uppi á dekki og nótin full. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Sigurður Pálsson, forstjóri Byko, er uggandi um stöðuna næsta vetur. Hann segir í samtali við ViðskiptaMoggann að mikilvægt sé að koma íbúðamarkaðinum af stað og að sveitarfélögin bregðist hratt við og deiliskipuleggi fleiri lóðir til íbúðabyggingar. Að öðrum kosti sé hætta á að efnahagslægðin sem nú ríður yfir land og þjóð vegna veirunnar dýpki meira en ástæða er til. „Ég held að árið í ár verði þokkalegt en ég hef töluverðar áhyggjur af haustinu og næsta vetri,“ segir Sigurður.

„Byggingamarkaður hefur alltaf verið sveiflukenndur hér á landi en ég hef samt í sjálfu sér aldrei skilið af hverju hann þarf að vera það. Ef einhverjir hlutir geta legið ljósir fyrir er það t.d. íbúaþróun. Slíkt er hægt að sjá auðveldlega og spá fyrir um fram í tímann. Þá er einnig einfalt að sjá hvernig fjölskyldumynstur breytist með tímanum, eins núna þegar færri eru um hverja íbúð.“

Með þetta í huga telur Sigurður að hægt sé að segja með nokkuð góðri vissu fyrir...