Sannkallað rándýr í íslenskum aðstæðum

Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður nálgast …
Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður nálgast Defender er hversu tröllslegur hann er Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Loksins er hann kominn til landsins, nýi Defender-jeppinn frá Land Rover. Hans hefur verið beðið með talsverðri eftirvæntingu hér eins og annars staðar. Ekki aðeins meðal þeirra sem lengi hafa verið í hópi aðdáenda Defender heldur einnig þeirra sem heillast hafa af myndum af nýjustu kynslóðinni. Ljóst er af öllum viðbrögðum, hér heima og erlendis, að bíllinn höfðar til margra ólíkra hópa og sennilegt má teljast að honum muni takast hið ómögulega: að skipta út einum aðdáendahópi fyrir annan.

En hvernig má það vera? Sennilega vegna þess að nýja kynslóðin er allt annars konar bíll en þær sem á undan komu. Fyrir því eru ýmsar ástæður, ekki síst sú að gömlu útfærslurnar risu ekki lengur undir ýmsum öryggiskröfum sem gerðar eru til bíla í dag auk þess sem auknar kröfur um þægindi og tæknibúnað ýmiss konar gerðu það að verkum að hugsa þurfti bílinn frá grunni. Einhverjir myndu einnig taka undir það sjónarmið að tími hafi verið kominn á slíka endurhönnun enda hefur bíllinn aðeins...