Skytturnar sem drápu yfir 600 óvinahermenn

Ljósmynd/Bundesarchiv

Nöfnin Josef Allerberger og Matthäus Hetzenauer hafa í dag takmarkaða merkingu fyrir flesta. Á tímum seinni heimsstyrjaldar voru nöfnin þó vel þekkt meðal hermanna Þriðja ríkisins og höfðu andstæðingar þeirra í Sovétríkjunum vafalaust heyrt af grimmilegum verkum þeirra á Austurvígstöðvunum. Í sameiningu bera þeir ábyrgð á dauða yfir 600 sovéskra hermanna á um tveggja ára tímabili. Ýmislegt er líkt með þeim Josef og Matthäus; Báðir eru þeir fæddir í Austurríki í desembermánuði árið 1924, annar þeirra á Þorláksmessu en hinn á aðfangadag jóla. Báðir voru þeir sendir á Austurvígstöðvarnar og tilheyrðu Gebirgsjäger, fjallahersveit Þriðja ríkisins. Þá lifðu þeir báðir styrjöldina, unnu fyrir sér sem smiðir að stríði loknu og dóu hárri elli.