Skytturnar sem drápu yfir 600 óvinahermenn
Nöfnin Josef Allerberger og Matthäus Hetzenauer hafa í dag takmarkaða merkingu fyrir flesta. Á tímum seinni heimsstyrjaldar voru nöfnin þó vel þekkt meðal hermanna Þriðja ríkisins og höfðu andstæðingar þeirra í Sovétríkjunum vafalaust heyrt af grimmilegum verkum þeirra á Austurvígstöðvunum. Í sameiningu bera þeir ábyrgð á dauða yfir 600 sovéskra hermanna á um tveggja ára tímabili. Ýmislegt er líkt með þeim Josef og Matthäus; Báðir eru þeir fæddir í Austurríki í desembermánuði árið 1924, annar þeirra á Þorláksmessu en hinn á aðfangadag jóla. Báðir voru þeir sendir á Austurvígstöðvarnar og tilheyrðu Gebirgsjäger, fjallahersveit Þriðja ríkisins. Þá lifðu þeir báðir styrjöldina, unnu fyrir sér sem smiðir að stríði loknu og dóu hárri elli.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.