Ánægjan er þeim mun meiri
Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar tók þátt í Hönnunarmars í ár og kynnti til sögunnar nýtt tweed, eða vaðmál, sem nú er framleitt úr íslenskri ull eftir 50 ára hlé. En fyrirtækið er með ýmislegt annað á prjónunum, eins og ViðskiptaMogginn fékk að vita.
Herraföt úr tweed-efni, sem ofið er úr íslenskri ull, hafa ekki verið í boði hér á Íslandi um áratugaskeið, en úr því hefur Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar nú bætt. Eftir áralanga þróun og undirbúning komu fyrstu fötin úr þessu efni í hillur verslunarinnar um síðustu áramót og nutu samstundis mikilla vinsælda. Þar var um að ræða jakka, buxur, vesti og höfuðföt. Von er á nýrri sendingu innan tíðar. Skjöldur Sigurjónsson, annar eigenda verslunarinnar, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að nú sé svo komið að fötin eru nánast uppseld.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.