Tólfti maðurinn?
Hópíþróttaunnendur hafa löngum velt því fyrir sér hversu mikið það hefur að segja að spila á heimavelli. Tölfræði yfir sigra og töp liða á heima- eða útivelli segir sitt.
Tímabilið 2018-19 unnu heimaliðin í ensku úrvalsdeildinni 47% leikja sinna en töpuðu 34% þeirra. 19% leikja lauk því með jafntefli. Þetta forskot heimaliðanna hefur þó minnkað jafnt og þétt í gegnum árin; fyrir rúmum 100 árum unnu heimaliðin 65% leikja sinna.
Í Bandaríkjunum er heimavöllurinn einnig mikilvægur. Heimaliðið í NBA-deildinni vann 71% leikjanna í deildinni en þar kemur jafntefli auðvitað ekki til greina og vann útiliðið því 29% leikjana.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.