Hinir rauðu varðliðar okkar daga
Árið 2020 sleppa ekki einu sinni 1.700 ára gamlir dýrlingar við að lenda í sigti réttsýna skrílsins.
Ég ven komur mínar í lítinn æfingasal steinsnar frá heimili mínu í Istanbúl til að lyfta lóðum, sippa og dangla í boxpúða. Það væri ódýrara og styttra fyrir mig að fara í líkamsræktarstöð í næsta húsi, en þar eru læti og kliður. Oft hef ég litla æfingasalinn alveg út af fyrir mig og tengi þá símann við hátalarakerfið.
Á sunnudag sat ég einn að salnum, fyrir utan tvær konur sem gerðu jógaæfingar úti í horni, næstum jafn hljóðlátar og hreyfingarlausar og svæfðir áhafnarmeðlimir geimskipsins Discovery One úr Kubrick-kvikmyndinni 2001: A Space Odyssey. Ég sætti færis og leyfði Adagio úr ballettinum Gayane, meistaraverki sovésk-armenska tónskáldsins Arams Khachaturians, að fylla salinn rétt eins og Kubrick gerði þegar hann sýndi okkur geimfarana David Bowman (Keir Dullea) og Frank Poole (Gary Lockwood) hlaupa hring eftir hring um tómlegt geimfarið...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.