Mannréttindi að fá að deyja með reisn

AFP

Guðlaug Einarsdóttir, klínískur sérfræðingur í krabbameinshjúkrun og líknandi meðferð í Kanada, segir löggjöf um dánaraðstoð hafa sannað gildi sitt frá því hún var tekin upp í landinu árið 2016. Sjálf á Guðlaug aðild að teymi sérfræðinga sem kemur að slíkri aðstoð. Hún segir löggjöfina hnitmiðaða og þröngt skilgreinda og að hún hafi þann tilgang einan að heimila dauðvona fólki að kveðja þennan heim með reisn.

Þegar umræðan um dánaraðstoð fór af stað hérna í Kanada var ég ekki fylgjandi henni. Ég þekki til löggjafarinnar í bæði Hollandi og Sviss, þar sem faðir minn býr, og finnst hún of víðtæk. Þess utan var ég sannfærð um að líknarmeðferðin sem við beitum væri svo góð að ekki væri þörf fyrir þetta úrræði. Hér í Kanada er löggjöfin hins vegar miklu strangari og smám saman áttaði ég mig á því að dánaraðstoð, eins og hún er skilgreind hér, kemur ekki í staðinn fyrir líknarmeðferðina, heldur er hún hluti af henni. Það breytti afstöðu minni. Ég styð þessa...