Ekki hlutverk Póstsins að selja vatnsbyssur
Miklar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi Íslandspósts síðan Birgir Jónsson tók við sem forstjóri fyrirtækisins í maí í fyrra. Dótturfélög hafa verið seld, starfsfólki fækkað og fita skorin af rekstrinum. Samhliða hefur fyrirtækið tekist á við kórónuveirufaraldurinn og þurft að laga sig að kröfum um sífellt hærra þjónustustig en með lægri rekstrarkostnaði. Faraldurinn kostaði sitt.
Nú er Pósturinn hins vegar kominn í opnara og látlausara húsnæði á Höfðabakka.
Umskiptin bera þess merki að nýir stjórnendur hafa þurft að koma rekstrinum á réttan kjöl eftir taprekstur og skuldasöfnun.
Að sögn Birgis er ekki útlit fyrir að félagið muni þurfa frekari aðstoð frá ríkinu, heldur stefni í að það geti greitt ríkinu arð eftir því sem ávinningurinn af breytingunum birtist skýrar.