„Ég er eins og hunangsflugan“
Á áttræðisaldri er Tómas Tómasson veitingamaður enn með mörg járn í eldinum. Nýverið var opnuð Hamborgarabúlla Tómasar í Nørrebro í Kaupmannahöfn og fram undan er opnun Búllu í Keflavík. Þá verður Búlluappið tekið í notkun á næstunni. Hann settist niður með ViðskiptaMogganum og ræddi um gengi veitingastaða sinna í kórónuveirufaraldrinum, hér heima og erlendis, verslun í miðborginni og mátt trúarinnar í meðlæti og mótlæti.
Æfingarnar eru fastur liður hjá Tómasi, eins og sást svo eftirminnilega þegar hann hnyklaði vöðvana ber að ofan á sjötugsafmælinu í fyrra.
Líf hans hefur verið sem rússíbanareið. Nokkrum sinnum hefur gjaldþrot blasað...