Siglingar til sólareyju í hálfa öld

Viðey er 1,7 km² að flatarmáli og rís hæst 32 …
Viðey er 1,7 km² að flatarmáli og rís hæst 32 metra yfir sjávarmáli. mbl.is/Sigurður Bogi

Fimmtíu ár eru um þessar mundir síðan Viðey á Kollafirði var opnuð almenningi til frjálsra ferða. Eyjan var lengi lokað land, en er í dag útivistarsvæði á sögustað, þar sem margt skemmtilegt má sjá og upplifa. Hafsteinn Sveinsson hóf skipulagðar ferðir út í Viðey í júlí 1970, en upphafið má rekja til ársins 1962. Vildi þá til að Hafsteini var boðið með góðum vinum í siglingu út á Kollafjörð með viðkomu í eyjunni, sem þá var í niðurníðslu og raunar var landeigandinn á móti mannaferðum.

Hafsteinn, sem var byrjaður í siglingasporti þegar hér var komið sögu, segir að eyjan hafi strax heillað sig. Með sér hafi vaknað sú hugmynd að hefja skipulagðar ferðir þangað. Það var þó ekki fyrr en árið 1966 að Hafsteinn kannaði hvort slíkt væri heimilt. Svar landeigandans, Stephans Stephensen kaupmanns í Reykjavík, var skýrt nei.

Þurfti leyfi forsætisráðherra

Sumt er skrifað í skýin og á að verða, þótt hægt miði stundum. Vorið 1970 eignaðist Hafsteinn...