„Svo sú passa þennan strák“

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Dr. Wolfgang Edelstein kom með síðasta skipi frá Þýskalandi fyrir stríð og tengdist Íslandi mjög sterkum böndum. Hann hafði m.a. mikil áhrif á uppbyggingu íslensks skólakerfis, þó að hlutur hans á því sviði sé að nokkru leyti fallinn í gleymsku. Wolfgang féll frá snemma á þessu ári en skömmu áður hafði hann veitt þetta viðtal sem birtist nú í fyrsta sinn.

Skömmu fyrir jólin í fyrra mælti ég mér mót við dr. Wolfgang Edelstein í húsi hans í hverfinu Dahlem í Berlín. Mig hafði lengi langað að fá Wolfgang, sem þá var nýlega orðinn níræður, til að rifja upp tengsl sín við Ísland sem voru alla tíð náin, eða allt frá því að hann kom til landsins með foreldrum sínum sem flóttamaður á fjórða áratug síðustu aldar. Í febrúar síðastliðnum, um það leyti sem ég var að ganga frá viðtalinu, barst mér sú harmafregn að Wolfgang hefði kvatt þennan heim, eftir skammvinn veikindi. Í kjölfarið ákvað ég að bíða með að birta viðtalið um sinn. Fyrir skömmu lét ekkja Wolfgangs,...