Síðustu dagar strandveiðanna

Strandveiðar. Ellert Ólafsson við löndun úr Önnu ÓF 83 í …
Strandveiðar. Ellert Ólafsson við löndun úr Önnu ÓF 83 í blíðskaparveðri á Siglufirði síðdegis í gær. Morgunblaðið/Hafþór

Aldrei hafa aflaheimildir og afli strandveiðibáta verið meiri en í sumar. Þessi vertíð er nú að óbreyttu á síðustu metrunum, en afli í þorski nálgast útgefið aflahámark. Meta átti stöðuna á strandveiðunum að loknum löndunum gærdagsins og að nýju í kvöld samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Á fimmtudag í síðustu viku vakti Fiskistofa athygli á að lítið væri eftir af heimildum í þorski, 557 tonn, en Fiskistofa skal stöðva strandveiðar þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla verði náð.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það ánægjulegt hvað vel hafi gengið heilt yfir á strandveiðum í sumar og gæftir hafi yfirleitt verið góðar. Hann segir ástandið í þjóðfélaginu vegna kórónuveikinnar og bágt atvinnuástand í kjölfarið einkum skýra fjölgun báta á strandveiðum í ár. Í því ljósi hefði átt að finna leiðir til að leyfa strandveiðar út september, en í staðinn sé útlit fyrir að veiðar verði stöðvaðar í þessari viku. Strandveiðar eru heimilar frá maíbyrjun...