Landsbankinn mun skila hagnaði í ár

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir umhverfi bankans að breytast.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir umhverfi bankans að breytast. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Lilja Björk Einarsdótttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann hafa sýnt varfærni er hann lagði til hliðar 13,4 milljarða í virðisrýrnunarsjóð. Það sé meginskýringin á tapi bankans á fyrri hluta ársins. Þegar árið verði gert upp sé stefnt að því að bankinn hafi skilað hagnaði í ár. Miklar breytingar séu að verða á bankaumhverfinu og erlendir tæknirisar að hasla sér völl.

Lilja Björk segir 13,4 milljarða framlag í virðisrýrnunarsjóð meginskýringuna á því að bankinn tapaði 3,3 milljörðum á fyrri hluta ársins. Þannig hefði mátt búast við 2,5 milljarða virðisrýrnun í eðlilegu árferði. Á þessum tölum muni 11 milljörðum sem hafi mikil áhrif á afkomuna.

„Ég á því ekki von á öðru, svo framarlega sem efnahagsástand haldist nokkuð stöðugt, en að við munum skila hagnaði í heild yfir árið. Hreinar vaxtatekjur og þjónustutekjur, að frádregnum rekstrargjöldum, eru að skila yfir 9 milljarða afangi á fyrri helmingi ársins, samanborið við 10 milljarða í...